Lögberg - 22.11.1934, Qupperneq 1
47. ARGANGUR ]| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22*. NÓVEMBER 1934 | NÚMER 47
Til Mr. og Mrs. H. D. Gourd
á tuttugu cq fimm ára giftingarafmœli þeirra í Árborg
simnudaginn 30. september, 1934.
Nu er litfagurt landið.
Loftið blækyrt og liljótt.
1 uppheims köldustu kynnum
Kveikir ljósgjöful nótt.
Víkkar útsýn vors auga.
Er sem Meistarans liönd
Opni hljóðlega hliðin
Inn á himinsins lönd.
Þó að vordagsins veröld
Verði manninum kær,
Eru hin hrímlitu haustkvöld
Ávalt himninum nær.
Þá fer andinn á útleið,
Kannar ónumin lönd.
Þar sem útsýn í eilífð
Opnar Meistarans 'hönd.
Þegar hjart-sláttur hulinn
Fer um helkaldan svörð,
Vorið leysir úr læðing
Sérhvert lífsmagn í jörð.
Ástir vekur og vonir
Vorsins ylríka hönd;
En um haustkvöld á Hugur
Hlýrri og feguri lönd.
Þar sem útsýn í eilífð
Opnar Meistarans hönd
Hverfur andinn á útleið
Inn á friðarins lönd;
Skín þá norðurljós niður
Gegn um náttmykið svart,
Og livert hjónabands haustkvöld
Verður hugljúft og bjart.
Og þó ferðin sé farin
Yfir fjóðung úr öld,
Gegnum liaustregn og húmið
Skína hnattanna fjöld!
Horfi norðurljós niður.
Hverfi náttmyrkrið svart.
Ykkar hjónabands haustkvöld
Verði hugljúft og bjart!
8. E. Björnson.
BENNETT UMSKAPAB
RAÐUNEYTl SITT
Símað er frá Ottawa þann 19.
þ. m., að Mr. Bennett hafi þannig
umskapað ráðuneyti sitt, að í stjórn-
inni taki sæti sem verzlunarráðgjafi
i stað H. H. Stevens, Mr. Richard
Burpes Hanson, þingmaður York-
Sudbury kjördæmisins í New
Brunswick, og Mr. Grote Stirling,
þingmaður fyrir Yale kjördæmið í
British Columbia, sem hermálaráð-
gjafi í stað Hon. D. M. Sutherland.
Heilbrigðismálaráðgjafinn, Hon.
Murray MacLaren hefir vikið úr
ráðuneytinu, en Mr. Sutherland
verið fengið embætti hans til for-
sjár. Hinn nýi verzlunarráðgjafi
hefir átt sæti á þingi síðan 1921, en
hermálaráðgjafinn frá því 1924.
Líkur þykja til að fráfarandi heil-
brigðismálaráðgjafi, Mr. MacLaren,
verði á næstunni skipaður fylkis-
stjóri í New Brunswick.
BANDABÍKIN KAUPA
CANADISKT IIVEITI
Eftir nýjum fregnum að dæma,
hafa Bandaríkin keypt undanfarið
600,000 mæla af canadisku hveiti.
Fylgir það sögunni að hér sé ein-
ungis um að ræða þær tegundir
hveitis, er óhæfar þyki til mann-
eldis, en notast skuli til skepnufóð-
urs syðra.
VÍÐTÆKABI RANN-
SÓKNAR KRAFIST
Einn af þingmönnum frjálslynda
flokksins, þeirra, er sæti eiga í hinni
konunglegu rannsóknarnefnd, er
Mr. Stevens fram til skamms tíma
átti forsæti í, Mr. Sam Factor (To-
ronto West Centre), hefir krafist
þess að rannsóknin verði ekki ein-
skorðuð við hin stóru verzlunarfé-
lög, heldur skuli hún ná til einstakra
kaupmanna lika, með því að orð
leiki á að þeir, sumir hverjir, undir-
horgi starfsfólki sínu, einkum og
sérílagi sendisveinum.
FRAM TAKSSAMUR
ISLENDINGUR
Ungur íslendingur, Mr. Björn A,
Björnsson, sonur Mr. og Mrs. Sig-
urður Björnson að 679 Beverley St.,
í Winnipegborg, hefir vakið á sér
allmikla athygli fyrir endurbætur á
einu og öðru í sambandi við notkun
útvarpstækja, svo sem hljómauka
eða gjallarhorns; rekur hann nú
viðskifti upp á eigin spýtur í þessari
grein, undir nafninu B. A. Björn-
son Sound System.
Radio tímaritið, “Listen Tn,” sem
gefið er út hér í borginni, septem-
ber-heftið, fer lofsamlegum orðum
um Mr. Bíjörnsson og hljómauka-
kerfi hans. Er þar meðal annars
komist svo að orði:
“Á Radíó sýningunni miklu, er
haldin var hér í borginni nýverið,
vakti fátt almennari ánægju, af því
er til skemtana taldist, en unglinga-
söngflokkur frú Guðrúnar Helga-
son, er þar söng; hve skýrt og skil-
merkilega heyrðist til flokksins má
að miklu leyti þakka hinum ágæta
útbúnaði Mr. Björnssons, er vafa-
laust má teljast einna fullkomnast-
ur slikrar tegundar í Vestur-Can-
ada.”
Við hátíð þá, er haldin var í Win-
nipeg Auditorium í tilefni af inn-
setning hins nýja forseta Manitoba
háskólans, var hljómaukakerfi Mr.
Björnssons viðhaft og reyndist í
hvívetna prýðisvel. Við íslendinga-
dags hátíðahöldin á Gimli hefir Mr.
Björnsson komið til aðstoðar með
gjallarhorn sín og gert gestum marg.
falt hægra fyrir með að njóta
skemtiskrárinnar en ella mundi ver-
ið hafa. Mr. Björnsson er góður
fslendingur, áhugasamur um starf
sitt og líklegur til forustu í grein
sinni.
AFTU RIIALDSMENN
VELJA ÞINGMA NNSEFNI
Flokkur Afturhaldsmanna i Mið-
Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra,
hefir kjörið R. R. Pattinson að
merkisbera í því kjördæmi við næstu
sambandskosningar. Er hann sett-
ur út til höfuðs Mr. Woodsworth.
Mr. Pattinson gaf sig um hríð eitt-
hvað við fasteignasölu hér í borg-
inni að því er sagt er.
GASPARRI KARDÍNALI
LATINN
Hinn 19. þessa mánaðar lézt i
Rómaborg einn hinna áhrifamestu
manna kaþólsku kirkjunnar sinnar
samtíðar, Gasparri kardínáli. 82 ara
að aldri. Hafði hann með hönd-
um meðferð utanríkismáh fyrir
Vatikanið meðan á heimsstyrjöld-
inni miklu stóð frá 1914. Arið
1932 hafði núverandi páfi mælt með
Gasparri kardinála sem eftirmanni
sinum, ef honum yrði lengri lií-
daga auðið en sér.
ÞJÓÐAFUNDUR UM
HVEITIRÆKT OG
HVEITISÖLU
' Á fundi, er hófst í Budapest síð-
astliðinn þriðjudag, er um fram-
leiðslu hveitis og markaðshorfur
fjallar, voru mættir fulltrúar frá
tuttugu og einni þjóð. Forseti
fundar þessa eða þings, var kosinn
sendiherra Bandaríkjanna i Ung-
verjalandi, Mr. William A. Mac-
Murray. Landbúnaðarráðgjafi
ungversku stjórnarinnar, Dr. Nico-
las Kalloy, taldi kreppuna á sviði
viðskiftalífsins einkum og sérílagi
stafa frá lágvirði hveitis.
BRETAR AUKA
VÍGVARNIR
Hermálaráðgjafi brezku stjórn-
arinnar, Hailsham lávarður, lýsti
nýverið yfir því í lávarðastofunni,
að þó þjóðin bæri mjög fyrir brjósti
takmörkun vígbúnaðar, og gerði sér
ljósa grein fyrir raunverulegu gildi
slíks, þá gæti hún þó, eins og á-
statt væri með aðrar þjóðir, undir
engum kringumstæðum stigið neitt
það spor, er veikt gæti öryggi henn-
ar eða ríkisheildarinnar brezku.
Með þetta fyrir augum, hefði
stjórnin talið það óumflýjanlegt að
verja $400,000 til þess að bæta loft-
flotahöfnina í Singapore og $250,-
000 til endurbóta á flughöfninni í
Hongkong.
ÞINGIÐ / SASKATCIIE-
WAN KVATT TIL FUNDA
Á fimudaginn þann 15. þ. m.,
fór fram þingsetning í Saskatche-
wan. Hafði núverandi forsætisráð-
gjafi, Hon. James Gardiner, lýst
yfir því i kosningahríðinni í sum-
ar, að þingi yrði stefnt til funda á
öndverðum vetri, til þess að ráð-
stafa ýmsum helztu nauðsynjamál-
tim fylkisins. Búist er við að auka-
þing þetta muni ekki eiga setu nema
háífsmánaðar tíma, eða svo. Stjórn-
arboðskapurinn hafði inni að halda
þrjji eftirgreind meginatriði:
1. Að teknar verði ákvarðanir
um það með hvaða hætti helzt megi
reisa við f járhag hinna ýmsu stjórn-
arstofnana, sem og iðnað og land-
búnað í fylkinu, og afgreiða þar
að lútandi löggjöf.
2. Nýmæli laga, er að því lúta
að koma búskap til sveita á fastan
grundvöll og reisa við þau héruð,
er harðast hafa verið leikin af völd-
uin ofþurka.
3. Að efla að nýju lánstraust
fylkisbúa og fylkisins út á við.
Stjórnarflokkinn skipa 49 liber-
alar, en stjórnarandstæðingar- (C.
C.F.), eru 6 i alt, með Mr. Wil-
liams, þingmann Wadena kjördæm-
is að foringja.
ISLENDINGI SÝNT
BANATILRÆÐI
Á laugardagsmorguninn var,
fluttu dagblöð þessarar borgar þá
fregn, að Rögnvaldi Vídal hótel-
stjóra að Hodgson, Man., hefði ver-
ið veitt banatilræði, í gistihúsi sinu
snemmendis undanfarinnar nætur;
hafði þetta gerst með þeim hætti, að
ungur maður, Brockman að nafni,
skaut á Mr. Vídal tveim skotum;
fór annað skotið í gegnum líkama
hans örskamt neðan Við hjartað,
en hitt misti alveg marks. Mr.
Vídal var fluttur hingað með fyrstu
eimlest að norðan og settur á Al-
menna sjúkrahúsið til grandsjkoð-
unar og lækninga. Er Lögbergi
það mikið ánægjuefni, fjölskyldu
Mr. Vídals vegna, sem og íslend-
inga í heild, að geta flutt þá fregn
að góð líkindi séu til að hann nái
heilsu sinni að fullu.
Maður sá, er sýndi Mr. Vídal
banatilræðið var þegar handsamað-
ur og fluttur til borgarinnar til
gæslu, þar til mál hans verður tekið
til rannsóknar.
SKIPAÐUR
FYLKISSTJÓRI
W| J. Tupper, K.C., hefir verið
skipaður fylkisstjóri í Manitoba frá
1. desember næstkomandi að telja, í
stað Hon. J. D. McGregor, er þá
lætur af embætti. Hinn nýi fylkis-
stjóri er sonur Sir Charles Tupper,
og er fæddur þann 29. dag júnímán-
aðar árið 1862. Lauk hann prófi í
lögum við Harvard háskóla 1885;
stundaði málafærslu í Nova Scotia
árlangt fyrst þar á eftir, en fluttist
þvi næst til Manitoba, þar sem hann
hefir gegnt lögmannsstörfum jafn-
an síðan.
Mr. Tupper hefir gefið sig all-
mikið við opinberum málum og var
kosinn á fylkisþing í Manitoba árið
1920 fyrir hönd íhaldsflokksins.
Kona hans er Margaret, dóttir Mac-
donalds fyrrum dómsforseta í Nova
Scotia fylki. Eiga þau fimm börn,
tvo sonu og þrjár dætur.
Ur bænum
Mr. Gamaliel Thorleifsson frá
Garðar, N. Dak., kom til borgar-
innar siðastliðinn föstudag og dvaldi
hér fram um miðja yfirstandandi
viku.
Mr. Sigmundur Laxdal frá Garð-
ar, N. Dak., kom til borgarinnar
fyrir síðustu helgi, ásamt Morris
syni sínum og dvaldi hér nokkra
daga.
Miss Pearl Hanson píanókennari
frá McCreary, Man., kom til borg-
arinnar á mánudaginn, til þess að
vera viðstödd hljómleika rússneska
pianósnillingsins og tónskáldsins
Rachmaninoffs. Mis$ Hanson hélt
heiinleiðis daginn eftir.
Mr. Gestur Vídal frá Hnausa,
Man., var staddur i borginni á
laugardaginn var.
Dorcasfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar heldur Concert í samkomusal
Fyrstú lútersku kirkju á mánudags-
kveldið þann 3. desember næstkom-
andi.
Mrs. Sigurmundi Sigurðsson frá
Churchill, Man., dvelur í borginni
um þessar mundir.
Mr. Sigvaldi Nordal frá Selkirk,
Man., var staddur í borginni í lok
fyrri viku.
Mr. Ingimundur Erlendsson frá
Steep Rock, Man., kom til borgar-
innar á mánudaginn til þess að leita
sér lækninga.
Mr. og Mrs. Björgvin Jóhannes-
son frá Selkirk, Man., voru í bprg- I
inni siðastliðinn föstudag.
Mr. W. H. Paulson, fyrrum fylk-
isþingmaður í Saskatchewan, er
fluttur frá Leslie vestur til Regina,
ásamt frú sinni.
ÁRSFUNDUR hins yngra kven-
félags (Junior Ladies’ Aid) Fyrsta
lúterska safnaðar, var haldinn í
samkomusal k;irkju,nnar á þriðju-
daginn þann 13. þ. m. Eftir að
skýrslur höfðu verið lesnar upp og
samþyktar, var gengið til kosninga,
og hlutu eftirgreindar konur kosn-
ingu fyrir næsta starfsár:
Heiðursforseti, Mrs. B. B. Jóns-
son; forseti, Mrs. Paul Bardal;
vara-forseti, Mrs. L. G. Johnson;
ritari, Mrs. Walter Jóhannson;
vara-ritari Mrs. Baldi Baldwin; fé-
hirðir, Mrs. T. E. Thorsteinsson,
vara-féh., Mrs. Ben. Baldwin; fé-
laganefnd, Mrs. O. Olson og Mrs.
W. Fridfinnson; skemtinefnd Mrs.
J. G. Jóhannson og Mrs. S. Stone.
Nemendasamband Jóns Bjarna-
sonar skóla hélt hið annað ársmót
sitt í St. Regis Hotel hér i borg á
föstudagskvöldið i síðastliðinni
viku, 16. nóv. Fór þar fram máltíð
ásamt ræðum. Mótinu stýrði Mr.
Harald J. Stephenson, sem var end-
urkosinn forseti á ársfundi félags-
ins í haust. Aðrir embættismenn
sambandsins eru: varaforseti,
Claude Main; skrifari, Valborg
Nielson, aðstoðar-skrifari, James
McMillan ; féhirðir, Hugrún Jónas-
son ; aðrir í stjórnarnefndinni: Mrs.
Lína Goodman, Otto Bjarnason,
Sam Shewczuk, Ethel Gfreen. í
máltíðarlok flutti forseti ræðu um
starf og horfur félagsins. Aðrir
ræðumenn voru: Dr. J. A. Bíldfell,
Miss Salome íjalldórson, Miss
Ethel Green, séra Rúnólfur Mar-
teinsson, Jón J. Bíldfell og Árni
Eggertson. Aðsókn var góð og á-
nægja mikil með félagið og starf
þess.
TIL ISLENSKRA KJÓSENDA
1 2. KJÖRDEILD!
Athygli minni hefir verið beint
að því, að íslenzkum kjósendum í
2. kjördeild hafi borist í hendur
bréf, þar sem fram á það er farið,
að þeir veiti fylgi ákveðnum fram-
bjóðanda, öðrum en mér; er svo
látið líta út sem bréf þetta sé stílað
af íslenzkum kjósendum í kjör-
deildinni. Með því að umrætt bréf
er aðeins sent íslenzkum kjósend-
um, er það auðsætt að tilgangur-
inn hlýtur að vera sá, að rýra fylgi
mitt meðal íslendinga eins og frek-
ast má verða.
Eg vil vara landa mína við því,
að láta ekki þetta undirhyggju til-
tæki ráða neinu um athafnir sínar,
er að kjörborðinu kemur á föstu-
daginn.
Vinsamlegast,
Victor B. Anderson.
bæjarfulltrúi.
AÐALFUNDUR
Eyrsta lúterska safnaðar verður
haldinn í fundarsal kirkjunnar á
þriðjudagskvöldið þann 27. þ. m.,
kl. 8. Áríðandi að safnaðarmeð-
limir fjölmenni.
Mr. Karl Jónasson, trésmiður,
628 Alverstone St. hér í borginni, er
unnið hefir að , húsasmíði undati-
farandi við Sjö Systra Fossa, kom
heim um helgina snöggva ferð.
Mrs. D. R. McLeod frá Selkirk,
kom til borgarinnar síðastliðinn
laugardag í heimsókn til foreldra
sinna, Mr. og Mrs. Kristján Good-
man, Agnes Street.
Mr. J. K. Jónasson frá Vogar,
er nýkominn til borgarinnar, eftir
vikudvöl hjá vinum og kunningjum
i nyrðri bygðum Nýja íslands.
Lögberg spurði hann tíöinda, en
fékk aðeins þetta svar:
Upp við nöglu enginn skar;
eg með gleði róma.
Viðtökurnar voru þar
víst með snild og sóma.—
Mr. Th. Thorðarson kaupmaður
á Gimli var í borginni um miðja
vikuna sem leið.
Mr. Guðmundur Sigurðsson frá
Ashern, Man., er staddur t borginni
um þessar mundir.
Ungmennafélag Fyrsta lút. safn-
aðar heldur fund í fundarsal kirkj-
unnar, föstudaginn 23. nóvember.
Mr. Gísli Sigmundsson kaupmað-
ur að Hnausa, Man., var staddur i
borginni síðastliðinn laugardag.
Fjölmennið á fyrirlesturinn, er
Dr. J. A. Ríldfell flytur í Good-
templarahúsinu þ. 28. þ. m., til arðs
fyrir Jóns Bjarnasonar skóla um
dvöl sína á Baffinlandi.
Fimtudagskvöldið 15. nóv., hélt
Jóns Bjarnasonar skóli minningar-
hátíð í samkomusal Fyrstu lút.
kirkju. Samkomusalurinn var
smekklega prýddur. Var það verk
unnið af skólapiltum. Aðsókn var
ágæt. Á móti gestum var tekið af
Miss Halldórson, séra Rúnólfi og
Mrs. Marteinsson. Kaffi og brauð
stóð öllum, til boða. Var það undir
umsjón eins kennarans, Miss B.
Gíslason. Hefðarfrúr, enskar og
íslenzkar, skenktu kaffið við borðin.
Séra Björn B. Jónsson, D.D., flutti
ýtarlega og góða ræðu um Dr. Jón
Bjarnason. Auk þess var skemt
með söng og píanóspili. Skólapilt-
ur, sem tilheyrir “Round-up Ran-
gers” lék með miklu fjöri á harmó-
niku. Annar úr þeim flokki sýndi
líkamlegar íþróttir, sömuleiðis lítil
stúlka. Báðir söngflokkar Salome
Halldórson, karlakór og kvennakór,
skemtu með söng. Að öllu þessu
,var ágæt skemtun.
Þú komát sem geálur
Þú komst sem gestur úr glaumi heimsins,
en grátur fólst undir þinni brá.
Og þú varst saklaus sem svanur hvítur,
en syndar skuggi á herðum lá.
Þú varst ei ástmey mín,—aðeins gestur
um örfá dægur,—og svo ei meir.
Þú komst sem flögrandi fugl á glugga,
sem feykir burt aftur næturþeyr.
Við vorum saman sem systir, bróðir
í synd,—i arfleifð hins göfga manns,
sem fæddist til þess að fallnir rísi
við fótskör eilífa kærleikans.
Já, þú varst saklaus sem svanur hvítur,
en syndar skuggi á herðum lá.
Þú komst sem gestur úr glaumi heimsins,
en grátur fólst undir þinni brá.
Jakob StnárL