Lögberg - 22.11.1934, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓYEMBER, 1934.
ÆFIMINNING
SIGMAR SIGURÐSSON
Miðvikudaginn þar.n xo. október s. 1. andaðist á sjúkra-
húsinu í Wadena, Sask., ekkjumaðurinn Signxar Sigurðsson,
tæpra 63 ára að aldri, eftir langvarandi heilsuleysi.
Sigmar var fæddur hinn 3. nóvember árið 1871 á bænum
Garðshorni í Eyjafirði á íslandi, foreldrar hans voru þau hjón,
Sigurður Magnússon frá Svarfaðardal í Eyjafirði og Margrét
Einarsdóttir ættuð frá Möðruvvallarsókn í Eyjafirði. Sigmar
sál. ólst upp hjá foreldrum sínurn nokkur fyrstu ár æfi sinnar,
en mjög ungur að aldri byrjaði hann að vinna hjá vandalaus-
unij því foreldrar hans áttu við mikið efnaleysi að stríða.
Sigmar var aðallega hneigður fyrir sjómensku, og var
hann ájitinn einn þeirra duglegustu og hraustustu ungu sjó-
rnanna á sinni tíð, enda var hann einn af beztu og hepnustu
aflamönnum þar norðanlands; þess er getið að oft hafi hann
sagt vinum sínum að þess hafi "hann ávalt iðrast að hann hætti
sjómenskunni.
Tuttugu og fimm ára að aldri gekk hann að eiga ungfrú
Kristínu Torsteinsdóttur frá Mýrarlóni í Eyjafirðinum, svo
árið 1900 fluttist hann, ásamt konu sinni til Vesturheims. l'yrst
dvöldu þau í f jögur ár í Norður Dakota, síðan fluttust þau til
Canada og búsettu sig í Vatnabygðinni í Saskatchewan.
Árið 1912 fór Signxar vestur að hafi með það í hyggju
að sefjast þar að, en eftir nokkra dvöl þar kom hann aftur til
Vatnabygðanna og tók sér þá erfðafestuland nokkrar mílur
suður af Leslie, Sask., og bjó hann þar til dauðadags, eða rúm
tuttugu ár.
Sigmar sál. misti konu sína árið 1929, eftir mikið og langt
vanheilsustríð. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, drengs
og stúlku, þau mistu drenginn sinn á leiðinni yfir hafið frá Js-
landi, en þá líka fæddist dóttirin, hem heitir Magnea og er nú
gift Mr. Baldur Ólafson, og búa þau hjón nú á landi því er
Sigmar sál. átti, í grend við Leslie, Sask.
Eins og áður er getið þá hafði Sigmar sál. þjáðst í mörg
ár af vanheilsu; árið 1912 fékk hann snert af slagi og síðan
hafði hann aldrei orðið jafngóður á heilsunni, og fyrir sex
árurn siðan þá þyngdi honum fyrir alvöru; mátti svo heita að
hann væri mesti aumingi eftir það, og að miklu leyti rúmfastur.
Hann þjáðist af höfuðverk og líka sykursýki, og virtist ekki
mögulegt að hann gæti fengið nokkurn bata, þó oft væri hann
undir læknishendi. En Sigmar var í góðra manna höndum þar
sem dóttir hans og tengdasonur voru, Mr. og Mrs. Ólafson, má
segja að Mrs. Ólafson hafi sýnt frábæra ást til föður síns,
eins og hún hafði lika verið mikil stoð móður sinni, í hénnar
veikindum; má því segja að Mrs. Ólafson hafi með dygð og
sérstakri trúmensku uppfylt hin dýrðlegu orð—heiðra skaltu
föður þinn og rnóður þína.
Sigmar sál. Sigurðsson var innilega tryggur vinum sínum,
og góður félagsmaður, enda gaf hann sig mikið að þeim málum
svo lengi sem heilsa hans leyfði; hann var greindur maður með
afbrigðum, skemtinn í samtali, og víða vel heima, enda var
hann mjög vel lesinn maður, því hann var bókhneigður og las
allar þær bækur, sem hann gat orðið aðnjótandi. Hann var
íslands sonur í orðsins fylstu merkingu; hann elskaði alt sem
íslenzkt var, og bar heita heimþrá í brjósti öll þau ár, er hann
dvaldi hér vestra.
•
Sigmar var í sínu insta eðli sannkristinn maður, þrátt
fyrir það, þó hann gæti ekki verið mikið við kirkjunnar störf
riðinn nokkur síðustu árin, og mun þar mest hafa valdiö veik-
indin. Sálmsversið, sem hann bað að syngja við líkbörur sínar
mun bezt bera vitni um hans kristnu trú, og sem þannig
hljóðar:
Og þegar dauðans svefn á augu sígur,
þá sýn mér opinn dýrðarhiminn þinn;
og þegar hold rnitt þreytt til hvíldar hnígur,
ó, þinn send anda til að styrkja minn.
Og þegar lokast aftur eyra,
þitt evangelíum, um Jesúm lát mig heyra.
Sigmars eigin orð, við þann, sem þessar línur skrifar, voru
á þessa leið: “Nú er eg reiðubúinn að fara héðan, því eg er
ónýtur til allrar vinnu, og nú vil eg helzt að eg mætti fara heim
til góða föðursins, því eg treysti frelsara mínum til þess að
móttaka anda minn inn í dýrðarríkið.” Þetta var einum mánuði
áður en Sigmar sál. dó.
Hann hefir nú öðlast það, sem hann þráði, og andi hans
umsveipast þeirri dýrð sem evangelíið um hans blessaða frels-
ara hafði opinberað honum. Hann er nú leystur frá öllum
veikindum og þrautum þessa mannlega lífs, hann er frí og frjáls
sem andi, sveipaður í dýrðarskrúða Guðs barna á himnum.
Frelsarinn hefir leitt hann inn í nýja heimkynnið, þar sem
sólin aldrei gengur til viðar.
Sigmar sál. var jarðsunginn þann 12. október frá heimili
dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. B. Ólafson i Hólar-
bygðinni, að viðstöddum f jölda vina og kunningja. Séra Guðm.
P. Johnson jarðsöng.
G. P. J.
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
Hvað virðist yður um
Krist ?
Prédikun eftir séra Jóhann
Fredriksson.
Texti: Matt. 16:13-17
“En ér Jesús kom til bygða Ses-
areu Filippi, spurði hann lserisveina
sina og sagði: Hvern segja menn
manns-soninn vera? Og þeir sögðu :
sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía,
og aðrir Jeremía eða einn af spá-
mönnunum. Hann segir við þá:
En þér, hvern segið þér mig vera?
En Símon Pétur svaraði og sagði:
Þú ert Kristur, sonur hins lifanda
Guðs. En Jesús svaraði og sagði
við hann: Sæll ert þú, Símon
Jónasson, því að hold og blóð hefir
ekki opinberað þér það, heldur fað-
ir minn í himninum.”
Það þekkir enginn Drottinn, sem
ekki hefir séð hann.
Sem svar við þessu berið þið
kanske fyrir ykkur þessi ritningar-
orð: “Enginn hefir nokkurn tíma
séð Guð.” Og hvernig getum við
svo séð hann ?
Að vísu hefir enginn séð Guð í
sinni fullkomnu dýrð, en trúarsagan
ber það þó með sér að hargir hafa
séð Drottinn í einni mvnd eða ann-
ari.
í Gamla testamentinu lesum við
að Drottinn heimsótti Abraham, og
þeir töluðu saman. Oft höfum við
óskað að Drottinn heimsækti okkur
á likan hátt.
í sömu bókinni lesum við einnig
að Drottinn birtist Jakobi. í upp-
vexti var Jakob hinn mesti strák-
ur, eigingjarn, svikull og ósvífinn
og komst oft í mikil vandræði. Einu
sinni átti Jakob von á að mæta bróð-
ur sínurn, sem hann hafði leikið illa.
Jakob var hræddur. Þegar hann
hafði gert alt það bezta, sem hon-
um fanst hann geta gert, leitaði
hann Guðs einn i hljóði. Guð mætti
Jakobi, þeir glímdu saman. Jakob
var yfirunninn í viðureigninni. Svo
kallaði hann staðinn þar sem þeir
glímdu “Pnieli” því þar sá hann
Guð augliti til auglitis.
Upp frá þessu varð Jakob betri
maður.
Sumir leggja lítinn trúnað á
þessar sögur. En hvað um það.
Við getum þó ekki komist hjá því
að athuga þann sannleiksþráð í
þessum sögnum sem er í samræmi
við lífsreynslu margra fram á vorn
dag.
Eftir erfiðar stundir og glímu við
bitran sannleikann hafa augu
margra opnast til að sjá Guð.
Við óskum öll eftir því að sjá
Drottinn. Stundum komum við
hlaupandi eins og riki unglingurinn
og spyrjum: Hvað eigum við að
gera til að geta eignast eilíft líf—
séð Guð? En svo þegar Drottinn
hefir bent okkur á hvað við eigum
að gjöra, eða á eitt eða annað í lífi
voru, sem hefir hindrað okkur frá
því að sjá hann, þá segjum við:
Þetta kostar of mikið. Þegar á
reynir viljum við ekki Ieggja það i
sölurnar sem þarf til þess að fá að
sjá Guð. Nei, það kostar of mikið
og við hverfum á burt.
Við höfum kanske séð Jóhannes,
Elía, Jeremía eða einhvern spá-
mann, en ekki Jesú. Og án þess
að hafa séð Jesús reynum við að
gera okkur grein fyrir hvað okkur
virðist um hann.
Jesús spurði lærisveina sína að
því hvern fólkið héldi manns-son-
inn vera. Sumir sögðu: Jóhannes
skirara, aðrir Elía og aðrir Jeremía
eða einn af spámönnunum. Skoð-
anir folksins voru skiftar. Einn
hélt þetta annar hitt.
Svo snýr Jesús sér að lærisvein-
um sínum og spyr: En þér, hvern
haldið þið mig vera? Símon Pétur
svaraði og sagði: Þú ert Kristur,
sonur hins lifanda Guðs. Jesús svar-
aði honum og sagði: Sæll ert þú
Símon Jónasson, því að hold og blóð
hefir ei opinberað þér það, heldur
faðir minn' í himninum.”
Án þessarar opinberunar verður
það ætíð ágreiningsefni, hver Krist-
ur sé, og hvað hann sé.
Meira hefir verið skrifað um
Krist en nokkurn annan mann. Og
flest af því i þá átt að gera sér
grein fyrir eiginleikum hans.
Skoðanamismunur hefir verið
frá því fyrsta. Þeir, sem haft hafa
líkastar skoðanir hafa flokkað sig
saman, kallað sína trúarheild vissu
nafni, til að geta aðgreint sig frá
öllum öðrum flokkum.
Þessi flokkaskipun hefir valdið
miklum ruglingi í. trúarsögunni, og
ekki bara ruglingi, heldur einnig
tjóni andlegu og tímanlegu.
Margir af þessurn flokkum hafa
setta trúarjátningu, til að geta á
sem auðveldastan hátt látið í ljósi
hvað þeim virðist urn Krist, eða
hverju þeir trxia. Það er sorglegt
að jafnvel þeir flokkar, sem að hafa
sörnu játninguna geta ekki komið
sér saman urn að tilbiðja Guð sinn í
einingu.
Það virðist sem skoðanir vorar
hafi frekar orðið til að sundra en
sameina.
Þetta sýnir að Krists andi rikir
ekki í hjörtum vorum, hver sem trú-
arskoðun vor er.
Við erum ætíð að öðlast meiri
og meiri þekkingu um Guð—um
Krist. Beztu heimildirnar höfum
við í Ritningunni sjálfri (þó ekki
þær einu). Biblían sjálf er bezta
dæmið um það hvað þekking manns-
ins á Guði eykst. Frásögn Biblí-
unnar nær yfir mörg þúsund ára
tímabil, enginn veit hvað mörg, og í
síðari hluta Biblíunnar (N. 7) er
þekkingin á Guði mikið meiri en
i þeim fyrri (G. T.).
Nú eru liðin rúm 1800 ár síðan
að Ritningin var skrifuð, eins og
við höfum hana í heild sinni. Síð-
an á dögum postulanna hefir Krist-
ur opinberast mörgum og þekking
og skilningur á andlegum efnum
aukist.
Margir á ýmsum tímabilum hafa
glímt við Drottinn og öðlast opin-
berun. Af sígari tíma mönnum
rná nefna til dæmis Lúter, Svingli,
Westley, Houge o. fl.
Fyrir þessar trúarhetjur o. fl
hafa aftur margir aðrir öðlast per-
sónulega þekkingu á Jesú Kristi.
En hversu miklu fleiri eru þó
ekki þeir, sem hafa aðeins að ytra
formi aðhylst skoðanir þessara
manna án nokkurrar opinberunar,
og svo haldið fram sinni hugmynd
um Krist, án þess að eiga Krist i
lífi sínu.
Við höfum fengið lánaðar hug-
myndir hjá einum og öðrum og sem
við höfum ekkert kunnað með að
fara. Fáir hafa haft þá persónu-
legu reynslu að geta vitnað urn
hvað Kristur er. Vegna þessa hafa
sprottið deilur, flokka hatur, ágrein-
ingur um hvað Kristur sé, og fleira
ilt,
Hvers vegna erum við lútersk?
Flestir mundu svara á þessa leið:
Það er vegna þess að við erum
fædd og uppalin í lúterskri kirkju.
Trúarjátningu þessa fólks hefir
verið haldið að okkur síðan við
munum ’fyrst eftir okkur. Við
þekkjum ekkert annað.
Og svo hvað gagnar okkur þessi
trúarjátning, ef trú vor hefir ekki
leitt okkur til Krists?
Hvað gagnar þér eða mér hvað
okkur virðist um Krist, ef hug-
myndir okkar um hann hafa ekki
leitt okkur til hans?
Hvað við höldum um Krist
breytir ekki eiginleikum hans hið
minsta. Hann er sá sami í gær og í
dag og til eilífðar.
Hvort við aðhyllumst skoðanir
lúterskra, katóískra; únitara, eða
einhvers annar trúarflokks, breytir
Kristi ekkert. Þó hafa sumir hald-
ið því fram, af þröngsýni auðvitað,
að Guð geti ekki verið neinum náð-
ugur nema að vissar skoðanir séu
aðhylstar viðvíkjandi honum.
í okkar garði hefir oft heyrst á
þessa leið: Þú verður að vera lút-
erskur til að vera kristinn. í raun-
inni er þá verið að hakla því fram
að Drottinn sé hlutdrægur, og að
hann, fyrir sérstaka trúarjátningu,,
sé einum og öðrum náðugur, en ekki
af náð og kærleika.
Auðvitað má ræða þetta á marga
vegu, en heilbrigðasta svarið verð-
ur þó ætíð: Korndu til Drottins eins
og þú ert, með hvaða trú og hvaða
skoðun sem þú hefir.
Það gildir einu hvaða trúarskoð-
un við alhyllumst, eins lengi og sú
skoðun er aðeins úr Iausu lofti grip-
in, og ef trú vor hefir ekki á neinn
hátt leitt oss til Guðs.
Röng hugmynd um Krist sýnir
að persónulega þekkingu skortir al-
gjörlega.
Rétt þekking á Kristi, sem er
gripin frá öðrum, en ekki sprottin
i hjörtum vorum af persónulegri
viðkynningu, er oss með öllu gangs-
laus nema við færum oss hana í nyt.
Það öðlast enginn sáluhjálp fyr-
ir það aðeins að vera lúterskur,
kaþólskur, presbyteri, methódisti, að
tilheyra einum eða öðrum trúar-
flokki, að aðhyllast eina eða aðra
skoðun. Það öðlast enginn sálu-
hjálp aðeins af þeirri vitneskju,
sem hann eða ,hún hefir um Krist,
heldur fyrir það, að hafa öðlast
Krist sjálfan.
Ef trú þín hefir Ieitt þig til Krists
er hún rétt.
Það getur ekkert leitt okkur til
Guðs nema sannleikurinn. Og hver
sérkenning (doctrine), senx leiðir
okkur til Krists, er sannleikans
kenning.
Þær áreiðanlegustu heimildir,
sem við hfum um Jesú eru frá
mönnum þeim, sem sáu hann per-
sónulega, gáfu honum líf sitt, og
fylgdu honum eftir.
Þótt við nú aðhyllumst þessar
beztu heilmildir að öllu leyti, vitnis-
burð postulanna sjálfra, þá eru þær
oss að engu gagni, nema við færum
oss þær í nyt—nema við, fyrir þær,
höfum eignast Jesúm.
Sannur kristindómur er í þessu
fólginn, að við verðum honum lík,
“og þegar við sjáum hann, verðum
við eins og hann er.”
,Á þessi orð vil eg leggja áherzlu:
Gerið vkkur ekki ánægð með neitt
minna i lífinu, en það, að hafa öðl-
ast persónulegt samlíf með Jesú.
Færið yður þekkingu yðár á
Kristi í nyt. Ef hún er rétt, þá
munið þér daglega þroskast í Guðs
anda og af persónulegri reynslu
geta vitnað frá eigin hjarta, hvað
yður virðist um Krist.
“í þessu er hið eilífa líf fólgið,
að þeir þekki þig, hinn eina sanna
Guð, ,og þann, sem þú sendir
Jesúm Krist.”
“Af heilagleik meira, ó, herra gef
mér,
af hugrekki’ og tápi gegn freistinga
her,
af trú á þinn almátt og eilífa frið,
af unaði hjartans og grandvörum
sið.
Af hreinskilni hjartans enn meira
gef mér,
svo mætti eg standast, ó, guð fyrir
þér.
Eg vil, ó, eg vil að minn vilji sé
þinn
og verða þér líkur, ó, frelsai i minn.”
Amen.
Myndarlcg heyhlaða. Valdimar
Antonsson bóndi á Stórhóli í Eyja-
firði hefir nýlega lokið við að
byggja myndarlega heyhlöðu. Hún
er 34 álna löng, 16 álna breið og 9%
álna veggjahá Áætlað er að hlað-
an muni taka um 1,000 heyhesta, og
er því einhver stærsta hlaða þar
um slóðir. — Timinn.
Séra Hálfdán Guðjónsson vígslu-
biskup hefir sótt um lausn frá
prestsskap frá 1. þ. m. að telja.
Hann er prestur í Reynistaða-
])restakalli.
Hvað er þjóðvernd?
Kaflar úr fyrirlestri dr. Pernice, er
hann flutti á fundi Læknafélags
Reykjavíkur þann. 14. okt.
Er þjóðvernd nauðsynleg? Er á-
stæða til að halda kynstofni þjóð-
arinnar hreinum?
Fjölmargar þjóðir hafa orðið
fyrir því böli, að verða fyrir úr-
kynjun. Mikil og fjölmenn menn-
ingarríki hafa fallið í rústir og orð-
ið öðrum færari og duglegri þjóðum
að bráð. Babýloníumenn, Assyríu-
menn, Egyptar, Persar, Grikkir,
Rómverjar, allar þessar þjóðir hafa
haft yfir heimsveldum að ráða. En
þó við enn í dag verðum að dást að
menningu þeirra og menningar-
starfi, hafa ríki þessi fallið í rústir
og mannvirki þeirra kæfst i ösku
og sandi.
Hví liðu hin miklu menningarríki
undir lok? Ríki Babylons stóð í
mesta blóma 2000 árum fyrir Krists
burð. Þúsund árum seinna voru
hjarðir á beit, þar sem áður voru
hin ramgerðustu borgárvirki.
1700 árum fyrir Kristsburð voru
Egyptar á tindi valda sinna og
menningar. Fjórum öldum seinna
voru borgir þeirra í rústum og um
1000 árum f. Kr. hafði framandi
þjóð tekið landið herskildi.
Kringum 800 f. Kr. réðu Grikkir
yfir öllum hinum kunna heimi. Þeg-
ar Rómverjar lögðu Griddland und-
ir sig 250 árum síðar, voru yfir-
stétt þjóðarinnar og akuryrkju-
bændastéttin útdauðar. Það sem
eftir var, var af þrælakyni, og ó-
hæft 'til þess' að halda uppi ríkinu.
Og þá Róm. Á dögum Krists
voru íbúar Rómaborgar 2)4 miljón.
En 300 árum seinna var ibúatalan
innan við 200 þúsund.
Sagan geymir og gagnstæð dæmi.
Þjóðir, eins og Kínverjar og
Japanar eiga þúsunda ára gamla
menningu. Og enn standa ríki
þeirra í blóma. Farsóttir, hungurs-
neyðir, styrjaldir, byltingar og stór-
feld manntjón hafa Kínverjar orðið
að þola. En 500 miljónir manna
lifa í Kína, tengdar sterkum ætt-
jarðarböndum við land og þjóö, en
láta sér hvergi bregða, þó hinir
stríðustu stormar geisi yfir landið.
Fyrir utanaðkomandi áhrif og
umbyltingar allskonar, liður engin
þjóð undir lok. Því ef svo væri,
þá væri Kínverjar löngu búnir að
vera. Þjóðin hefir mótstöðuafl í
erfðamenning sinni og í f jölskyldu-
trygðinni, er segir að velferð ætt-
arinnar skuli ávalt metin öllum per-
sónulegum ieiginhagsmunum æðri.
Þetta er meginstoð Kínverjanna,
af þessu verður skilinn lífsþróttur
þeirra.
Hinir kynbornu og ættarstoltu
Japanar halda fast við þúsund ára
gamlar venjur, er öldur tískunnar
geta ekki kæft. Á fáum áratugum
hefir þetta litla eyríki með 30 milj-
óntun íbúa, vaxið í 90 miljóna þjóð,
er veitir sér olnbogarúm, ýmist á
friðsamlegan hátt, (eins og í Ástra-
líu, Suður-Ameríku, Indlandi) eða
með hervaldi (þrátt fyrir Þjóða-
bandalag!) í Kóreu og Mansjúríu
Þessi fáu dærni í sögunni sýna
hættur þær sem ógna menningar-
þjóðum, þegar afturför nær tökum
á þeim, þegar barnsfæðingum fækk-
ar, forystumennirnir deyja út, lág-
Kýli, Bólga í Fótum
Gömul sár og skurðir
Lœknaát fljótt með Zam-Buk
Ointment 50c — Medicinal Soap 25c