Lögberg - 13.12.1934, Page 4

Lögberg - 13.12.1934, Page 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. DEJ3EMBER, 1934. Hógtjcrg OeflC Ot bvern fimtudag af T B K C n L C M B I A P R E 8 8 L I M I T M D «96 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Otanáakrift ritatjðrans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð S8.00 um drlð—BorgUt fvrirlram The ~Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave„ Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Hagalagðar Fornleifarannsóknir, er fram hafa farið í Samaríu undanfarin ár, og unnið hefir ver- ið að fyrir atbeina Harvard háskólans og hins hebreska háskóla í Jerúsalem, hafa borið margháttaðan og mikilvægan vísindalegan á- rangur, að því er J. W. Crowfoot, merkum ferða- og fræðimanni segist frá; dvaldi hann all lengi á þeim stöðvum, er rannsóknirnar fóru fram, og hefir fyrir skömmu gert skil- merkilega grein fyrir því ihelzta, er fyrir augu bar; hafa ritgerðir hans í þessu sambandi verið birtar í stórblaðinu London Times. Konungabækurnar geta um fílabeins höll, er Ahab hafi látið reisa í Samaríu. Spá- maðurinn Amos úthúðaði lýðnum, eða þó einkum og sér í lagi höfðingjum hans, fyrir makra*ki og svall; spáði hann því að þannig háttað líferni hlyti að enda með skelfingu, ríkið myndi leysast upp og fílabeinshallirnar hrynja til grunna. Frá tíma Ahabs eru nú liðnar tuttugu og átta aldir; nú eru þær farnar að skila úr fóðrunum íhuldum fjársjóðum forna tímans og styrkja með því söguleg rök. Við rannsóknir þessar hefir fundist f jöldinn allur af haglega útskornum munum úr fílábeini; flestir þeirra eru að vísu ekki noma svipur hjá sjón, þá sumir lialdi sér furðu vel og gefi allglögga hugmynd um auð og listræni þeirrar tíðar. Margir eru munir þessir lagðir fulli og skreyttir litgleri; all- títt mun það hafa verið í Samaríu á þessu tímabili, að skreyta hallir og híbýli líkönum dýra, skornum úr fílabeini; hafa síðustu rannsóknir dregið minjar þess glögt fram í dagsljósið Fundir þessir hinir nýju, varpa margvíslegum fróðleiksbjarma á “fílabeins- öld” hinna fornu Israelsmanna og menningu, auk þess sem áhrif þeirra á fornlist Grikkja skýrast að mun. # # # Senotor Huey Long frá Louisiana, hefir gert lýðum ljóst að hann ætli sér að verða næsti forseti Bandaríkjanna; ekki einungis ætli hann sér að verða í kjóri við forseta- kosningarnar 1936, heldur sé hann staðráð- inn í því að sannfæra þjóðina um hið persónu- lega segulmagn sitt með því að verða kosinn. Hinn aldna og æruverða flokk Republicana telur Huey Long nú vera í þann veginn að syngja sitt síðasta vers; þeir Harding, Cool- ilge og Hoover hafi svo um hnútana búið, að slíkt. verði óhjákvæmilegt; hann sé aðeins bráðabirgða griðland útlifaðra afturhalds- kenninga, er ekki 'þoli dagsljós nútíma þrosk- ans; æskan hafi með öllu snúið baki við flokknum og þar af leiðandi sé hann hraðför- um á leið til grafar. “Engar jómfrúr una þar, alt eru tómar kerlingar,” sagði skáldið forð- um; slíkur er í rauninni andinn í ummælum Huey Longs um Repuhlicana flokkinn syðra. Fylgi Roosevelts og Demokrata telur Huey Long einnig vera komið svo að segja á heljarþrömina. Roosevelt ihafi að vísu hreint ekki farið svo illa af stað; um hitt verði þó ekki vilst, að hann hafi átakanlega skort þrek til þess að hrinda stefnuskrár at- riðum sínum í framkvæmd; það sé ekki ófyrir- synju að þjóðin sé farin að fá óbeit á slíku meðalmensku káki. E(ftir orðum Huey Longs að dæma, mætti helzt ætla að alt væri snar- vitlaust og alt dauðvona, annað en hann sjálf- ur. En hvaða maður er svo þessi Huey Long, þegar alt kemur til alls? Hann er Senator frá Louisiana, eins og þegar hefir verið sagt; en hann er meira en það; eins og stendur má svo að orði kveða að hann ráði lofum og lög- um í ríki sínu og hafi þing þess í hendi sér; heima fvrir líthúðar hann auðvaldi og stór- iðju, en í Washington hefir hann aldrei gert það, svo menn viti til. Nokkrir menn hafa þá trú, að töluvert sé spunnið í hann sem stjórnmálamann; ]>eir eru samt miklu fleiri, er telja hann lýðskrumara og orðhák, er auð- veldlega geti kollsiglt sig nær sem vera vill. # # # Skammdegið er mörgum manninum þungbært, og iþá ekki hvað sízt þeim, sem kominn er á efri ár, og fáa eða enga á að, Þeir eru margir, sem sitja auðum höndum í skammdeginu, er öfugstreymið í þjóðlífinu hefir bægt frá starfi. Það er ekki ávalt á- hlaupaverk “að drepa tímann”eins og kallað er; en stytta má hann í vissum skilningi og draga úr leiðindunum við lestur hollra og nyt- samra bóka. Bækur eru í rauninni menn, eða það líf- rænasta er í höfundum þeirra bjó. Þjððræknisfélag Islendinga í Vestur- heimi, eða ef til vill réttara sagt, deild þess í Winnipeg, hefir komið á fót all-mikilvægu -afni íslenzkra bóka, er auðvelt er að eiga aðgang að og stytta með því skammdegið; mun nú svo komið, að safn þetta telji hátt á áttunda hundrað bóka í góðu ásigkomulagi til útláns. Er þar margt nýrra ágætisrita, svo sem “Islendingar” eftir Dr. Guðmund Finnbogason, “Glæfumaðurinn” eftir Einar H. Kvaran, ásamt leikritum og ljóðum eftir góðkunna höfunda. Með lestri hollustu og fagurliugsuðustu ritanna að heiman höldum vér lengst við lífrænu sambandi víð stofnþjóð vora og njótum með henni þeirra verðmæta, sem því eru samfara. Bókasafns hugmynd Þjóðræknisfélagsins er góð; hún ætti að verða vinsæl og metin að verðleikum. Bókasafli það, er hér um ræðir, hefir nú trygt sér húsnæði til árs í Jóns Bjamasonar skóla frá 1. janúar næstkomandi að telja. Verður það opið til útláns frá kl. 7 til 9 á miðvikudagskvöldum, sem og á sunnudögum einhvern stuttan tíma. Skuldlausir meðlimir Winnipegdeildar Þjóðræknisfélagsins eiga fullan aðgang að bókum safnsins gegn 50 centa gjaldi auk- reitis. Nýaáta bók Huldu Eftir professor Richard líeck. Enn einu sinni kemur Hulda skáldkona (frú Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) fram á ritvöllinn íslenzka með fangið fult af fögr- um ljóðum. Nýjasta bók hennar, ljóðaflokk- urinn Þú hlustar, Vör, kom út á Akureyri ár- ið sem leið hjá Þorsteini M. Jónssyni, sem mikilvirkur gerist nú í bókaútgáfu og harla vandur að vali. Er 'þetta tíunda bók skáldkonunnar, og kennir eigi lítillar fjölbreytni í ritum henn- ar; auk ljóðasafna hefir hún samið smásögur, æfintýri, og smágreinasafn, er alt ber vitni fegurðarþrá hennar, hugarhreinleik og auð- ugri ljóðgáfu. Það er því hreint ekki ómerki- 'egur skerfur, sem Hulda er búin að leggja til íslenzkra nútíðarbókmenta. Ritafjöldinn og fjölbreytnin koma þar samt langt frá ein til greina. Það var alls engin tilviljun, að Þor- .steinn Erlingsson, þessi sann-ljóðelski og þjóðlegi snillingur, hylti Huldu fyrstur manna (í “Huldupistli,” Þjóðviljinn, 15. júní, 1905) fyrir ljóðtöfra hennar, og þó eink- um fyrir það, ihvað henni hafði tekist snildar- lega, að vekja til lífs á ný þulurnar gömlu og vinsælu; honum var full ljóst, að íslenzk ljóðagerð hafi eignast nýjan streng 'þýðleiks og tónfegurðar í hörpu sína. í sama anda var það, að Einar Benediktsson nefndi Huldu “fyrsta gróður vors nýjasta skóla,” í snjöllu kvæði til hennar (Tlrannir, 1913, bls. 99-101). Mun það mála sannast, að Guðmundur Guð- mundsson og Hulda hafi, síðan Jónas Hall- grímsson leið, átt hvað drýgstan þátt í að gera íslenzkt ljóðform mýkra, léttara og fjöl- breyttara en áður var, án þess að lítið sé gert úr hlutdeild annara, sem fylgt hafa þeim í spor; enda segir Þorsteinn svo í “Huldu- pistli”: “Mér fundust þessir tónar enn þá eiginlegri en samkvns tónar hjá Jónasi og Guðmundi Guðmundssyni og fanst mér það þó líkast þeim, en hér fanst mér þetta standa enn þá dýpra.” Þó bókin Þú hlustar, Vör sé prentuð sem handrit og eigi venju samkvæmt að ritdæma slíkar bækur, má ekki minna vera en útkoruu hennar sé getið að nokkru, sér í lagi þar sem í hlut á jafn merk skáldkona og Hulda er. Þeim til fróðleiks, sem kunna að furða sig á heiti bókarinnar, má geta þess, að það er á- varp til ásynjunnar Varar, en frá henni er þannig sagt í Snorra-Eddu: “Vör, hon er vitr og spurul, svá at engi hlut má hana leyna; þat er orðtak, at kona verði vör, þess er hon verðr vís.” Og fjarri fer því, að skáldkonan hafi valið þessum ljóðaflokki sín- um nafn af handahófi; með fölskvalausri hreinskilni lýsir hún hér dýrkeyptri inuri reynslu sinni, gerir lesandann hluthafa í .hjartfólgnustu draumum sínum og kærustu minningum. Bjart er yfir inngangskvæðinu, ávarps- ljóðunum til ásynjunnar, en þar renna saman tónfegurð og hugsanaauðgi í listræna eind: “Þín höll er þar sem hæstu tindar brenna, og heilög vötn á hvössu gr jóti renna. Hve langt, hve langt úr djúpum Sorgadal. Hve bratt þeim fót, sem elskar lilju engi, hve örðugt þeim, sem vorið þráði lengi að hafa að marki hæsta fjallasal. En yfir gráts og gleðisöngva alla þín grjóti hreinsuð vötn úr fjarska kalla því (hærra æ, sem líður lengra á dag. —Þökk, Vanadís, þinn hörg eg Ieit í loga og ljós þín stór og smá á himinboga. “Mörg stjarna hrapar, lögmál lífs þær slær. En guðleg fegurð, eins og ljósitS, lifir; þinn ljómi brennur sokknum höllum yfir og hvítar dúfur flögra f jær og nær. Hvað lifa skal mun lífsins drottinn dæma, hvert duftsins barn skal reynslu- bikar tæma. Senn styttist leið — í ljóma heiðum skín þinn lundur, Vör, og kallar mig til sin. Ein hef eg gengið urð og fluga- brúnir, ein hvlst um nótt og lesið stjörnu- rúnir og hlustað alein þegar þögn gaf svar; einmana vind um vængi sterka beðið, sem völva ein á nóttu ljóð mín kveðið er æfin blakti, eins og ljóssins skar. Ei fylgir neinn, er feril sál skal hef ja og fjarlægjast þau mörk, er villa og tefja. Kojn blessuð ró, er býr á þessum f jöllum. Þú blessuð dís, er ræður efstu höllum, minn veika fót munt finna láta stig. Þann hug, sem útsýn fegri og fegri þráir þú, frjáls af duftsins skugga, eigi smáir, þín líkn sér þá, sem leita og biðja þ’g- Sjá, alt er þitt, sem ung í dölum fann eg og alt, er þrautum treyst, á leiðum vann eg.” Margt er hugljúfra, klökkra og i draumrænna ástarsöngva í þessum ljóðaflokki, léttstígra munarmála, þar sem orð og efni fallast mjúk- tega í faðma. Þó eru einlægnin og hreinleikinn hvergi meiri en í kafl- anum “Innan vébanda,” um móður- sorg og móðurást, heimilishelgi og heimilisfrið. Heimilið er- skáldkon- unni griðastaður og gróðurreitur, sem hún lofsyngur og biður fyrir í tónmjúkum söngvum eins og eftir- farandi erindum úr “Silfurbrúð- kaupsljóðum” og lokakvæði flokks- ins: “Ef lífið launar nokkuð þá launar það trygð. Sé nokkuð hreint í heimi er það heimilisbygð. Þú bjarti arineldur, það eina bál, sem breytist ei né bliknar við böl og tál. Sa byggir ei á sandi, sem byggir um þig. Þín stjarna friðmál flytur á fjarsta stig.” * * * “Þú himneski, helgi lundur, heimilis blessuð vé! í ykkar skjóli frá ómuna tíð fyrir öllum stormum var hlé. Æskan sem blóm þar brosti, sem brunnur Mímis á jörð ellin um vísdóm þar vitni bar, —alt vóx er þann snerti svörð. * * >1= Þó ættir þú allan heiminn en ekki kærleiks gjöf, hve sárfátæk væri, vinur þín sál, hún væri sem kölkuð gröf. Á meðan að mannleg tunga fær mælt er það sannast orð: að sem hljómandi málmur og hvell- andi kall er hjartalaus maður á storð. Sem afhöggvin grein á öldum ef enginn kallar hann vin. Skín, blessaða heimilis himinsól, sá hrjáði gleðst við þitt skin. svo djúpt er ei snævi snivin hin snauða einstæðingssál að þiðni’ ei og hlýni, smátt og smátt, við smábarns vinarinál.” Réttilega hafa ritdómarar lagt á- herslu á það, eins og hér hefir gert verið, hversu óvenjulegir söngtöfr- ar búa í ljóðum Huldu; en þau eru miklu meira en þýðir og blíðmálir hörpuhljómar einir saman; fagurt Ijóðform þeirra er hæfur ytri bún- ingur djúpra og viðkvæmra hugs- ana, skriftamál hreinnar og göfugr- ar skáldsálar, sem á sýn inn í drauma- og duliðsheima mannlegr- ar tilveru og kýs að opna öðrum þær veraldir með töfralykli listar sinnar. Um tilverurétt og nauðsyn slíkra skálda má vitna til spaklegra orða Þorsteins Erlingssonar í “Huldupistli”: “Þær ljóðadísir eru fagrar, sem láta sönginn fara eins og snæljós gegnum þoku og myrk- ur sálnanna, eða gera hina fölsku tóna aldarinnar að viðbjóð eða at- hlægi, þær fljúga margar frítt og hátt, en eg þekki enga svo albyrga, að henni væri ekki hagur, að eiga þessa vængi til skiptanna, til þess að bregða sér á út-yfir sjóndeildar- hringinn.” Þjóðskipulag og þróun Eftir Jón Arnason. (Framh.) Hitt getur átt sér stað, að honum þyki ekki nógu vel og drjúglega farið með fé hins opinbera, en hann fer sömu leiðina og áður að fá það leiðrétt. Hann reynir að skapa al- menningsálit, sem lagfærir misfell- urnar. Hann gerist ekki byltinga- maður né neitar að greiða, af því að honum finst illa með féð farið. í einkalífi sínu fer hann sömu leiðina. Hann er alstaðar hreinn og ákveðinn og áreiðanlegur, og gefur öðrum sama rétt og hann heimtar sér til handa. Hann er ætíð hjálpsamur og reiðubúinn að aðstoða menn og málleysingja, hve- nær sem tækifæri gefst og þess er þörf. Hann skoðar sig frekar sem niiðlara en eiganda verðmætanna, sem hann hefir undir höndum. Þess vegna notar hann fjármuni sína, siðferðisþroska, þekkingu og and- lega hæfileika þannig, að þeir komi heildinni að sem fylstum notum. Hann veit, að hagur heildarinnar er hagur einstaklingsins. Heildin fyrst og einstaklingarnir njóta ó- hjákvæmilega ávaxtanna. Hann skoðar sig frekar sem þjón heldur en húsbónda, því sá er mestur, sem þjónar bezt. Þjónustan er grunn- tónn lífsins. Þetta eru einkenni hins góða þjóðfélagsþegns og þó mikið meira, sem hér verður eigi talið. Hið fullkomna þjóðfclag Eins og til er hugmyndin um góð- an og fullkominn þjóðfélagsþegn, eins hlýtur einnig að vera til hug- myndin um fullkomið þjóðfélag. En fullkomið þjóðfélag getur að sjálfsögðu eigi birst nema til sé all- fjölmennur flokkur góðra og full- kominna þegna. Er því lýst hér að framan hvernig þeir séu. Alllíklegt er þó, að eigi verði allir jafn þroskaðir í hinu fullkomna þjóðfélagi frekar en nú, en hitt mun mega ætla, að alt verði þá komið í hærra yeldi en nú á sér stað. Einn- ig má telja víst, að það verði fá þjóðfélög, sem ná þessari hæð, því önnur þjóðfélög, er standa á Iægra stigi, verða einnig til þá eins og nú, þótt þau ÖII standi miklu hærra en þau þjóðfélög, sem hæst eru nú I þroska. Hin fullkomnu þjóðfélög- in munu þá hafa forystuna í heim- inum, jafnvel þó að þau séu ekki eins fjölmenn og hin, alveg eins og nú á sér stað. Sá hluti hins full- komna þjóðfélags, sem hæst stend- ur að þroska, mun verða aðalráð- andi þess. Því þjóðfélagi ráða vitr- ir og fullkomnir þegnar, sem hafa eingöngu hvöt til þess að vinna fyr- ir hina minna þroskuðu samþegna sína og aðstoða þá á alla lund. Líf- ið verður þar einfalt, látlaust og heilbrigt, fylt gleði og krafti. Þar veit hver maður, hvað honum bezt hentar, hvað starf og viðfangsefni áhrærir. Þar verður engin barátta um auð, völd og metorð. Slikan hégóma er ekki þar að finna. Þess vegna verður þar friður og velsæld. Þar verða stjórnmálaskoðanir og stjórnmálaflokkar, en hið pólitíska ástand verður alt annað en nú á sér stað. Ágreiningur verður eigi svo mjög um stefnur, þær verða ákveðnar og fastar, að svo miklu leyti sem þær koma til greina. En um aðferðir getur orðið ágreiningur nokkur. En sá skoðanamismunur veldur aldrei deilum, eins og nú, því öll mál verða rædd og afgreidd með friði og í fullkomnu bróðerni. Er það meðal annars vegna þess, að ágirndin þekkist ekki, sem nú er rót allra örðugleika. En orsök ágirndar er vanþekking. Pólitisk flokkaskift- ing verður til þá, en með alt öðrum hætti en nú. Framsóknarflokkur (rajas) verður þá orðinn mjög fá- mennur og eins ihaldsflokkur (tamas), en jafnvægisflokkurinn (sattva) verður þá stærstur og ræð- ur mestu. Er sá flokkur varla til nú. Hann verður stærstur, vegna þess að hann samsvarar vizkunni og þekkingunni, sem að lokum fæst við margendurtekna reynslu. Öll sú pólitíska þróun, sem hefir átt sér stað um aldaraðir, ber í skauti sér þennan árangur. Hvernig verður stjórnarfyrir- komulagið i hinu fullkomna þjóðfé- lagi? Þannig mundi einhverjum detta í hug að spyrja. Það verður einveldið. Einveldið er hið eina fyrirkomu- lag, sem tilveran þekkir. Alt annað fyrirkomulag er aðeins millibilsá- stand, sem fyr eða síðar hverfur úr sögunni. EinveMið er fyrst og síð- ast. 1 fyrndinni hrifsaði hinn sterki herkonungur til sín valdið og réði yfir þegnunum skilyrðislaust. Þeg- ar fram í sótti varð hann að af- henda þegnunum nokkurn hluta af þessu valdi sínu, því þeir urðu líka að taka þátt í stjórninni. Þeir urðu að vita hvað það er að stjórna. Og þeir fengu þingbundið konungsvald. Síðan lýðveldi með forseta. Svo kemur jafnaðarmannaríki, svo lýð- stjórnarríki. En að lokum, þegar menn hafa reynt þetta alt saman, þá hverfa þeir aftur að einveldinu. En það einveldi, sem þá sér dags- ljósið, hvílir á alt öðrum grund- velli en hið fyrra. Það verður af- hent þeim vitrasta og bezta af fús- um og frjálsum vilja hinna þrosk- uðu þegna hins fullkomna þjóðfé- lags. Þá fyrst er lagður sá rétti grundvöllur undir varanlegt friðar- ríki, en eigi fyr. Að einveldið sé hið eina fyrir- komulag, sem tilveran þekkir, birt- ist í hinni Iægri náttúru, meðal ann- ars í starfi og stjórnarfyrirkomu- lagi býfíugnanna. Þar ræður nátt- úran og náttúruöflin óskorað yfir fyrirkomulaginu og benda með því á hvað verða muni siðar nieð mönn- um, er þeir hafa komist í fult sam- ræmi við náttúruna og starf henn- ar. Mennirnir eiga sem sé að lok- um að birta að frjálsri leið lögmál

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.