Lögberg - 13.12.1934, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DEJSEMBEB, 1934.
5
þau, sem tílverunni stjórna. Og
þaíSJ verÖa þeir að gera á sviði
stjórnmála engu síður en á öðrum
sviðum lífsins.
Niðurlag.
1 framanrituÖu hefi eg gert til-
raun til þess að benda á, hvernig
beri að skilja hin ýmsu fyrirbrigði
þjóðfélagsins og hvaða afstöðu
skuli taka til þeirra og hvernig með
skuli farið, svo að hinn rétti og
heppilegi árangur fáist.
Eg ætlast eigi til þess, að menn
haldi að afstaða sú, sem eg hefi lýst,
sé sú eina varanlega lausn á hinum
þjóðmálalegu og pólitísku viðfangs-
efnum. Þær geta verið fleiri. Þetta
er mitt sjónarmið og mín tilraun til
þess að leysa gáturnar. Hvort menn
vilja hlita þessari lausn og þeim
kröfum, sem hún gerir, er þeirra
mál. En eg vona, að við nákvæma
yfirvegun muni menn finna eitt-
hvað það, sem ag gagni mætti verða.
Hitt er víst, að án mikillar áreynslu
og .fórnfýsi verður ekkert lagfært í
þessu máli frekar en öðrum.
Á meðan mennirnir fara ráns-
hendi um alt og hrifsa alt, sem þeir
mögulega geta, og vilja fá sem
mest fyrir minst, helzt hið mikla ó-
samræmi í heiminum, því jafnvæg-
inu, frelsinu, bræðralaginu er mis-
þyrmt, og stríð og styrjaldir og alls-
konar hörmungar þjá mennina.
En þegar fórnin, hið mikla við-
haldslögmál, sem er grundvöllur al-
heims, er orðinn rikjandi með
mönnum, ríkir velmegun, friður og
bræðralag.
Vilji menn feta þá braut i orði og
verki, nálgast menn óðum hina
miklu guðlegu hugsjón, sem i örófi
alda var skráð á musteristöflu al-
verunnar: “Svo á jörðu sem á
himni” eða fullkomið og guðdóm-
legt mannkyn.
—Eimreiðin.
Æskulýðsskóli á
Þelamörk
Eftir Albert ólafsson.
Þelamörk, nafnið þekkir hver ís-
lendingur, sem hefir lesið fornsög-
urnar. 1 Landnámu er getið a. m.
k. þriggja landnámsmanna, sem
voru ættaðir af Þelamörk.
í Þelamerkur-fylki (sýslu) getur
maður séð töluvert af stórfengleg-
ustu náttúrufegurð Noregs. Þar
skiftast á ísþakin fjöll og þröngir
dalir, fossandi ár, stór stöðuvötn og
miklir furu- og greniskógar. Sums
staðar hafa allstórir verksmiðju-
bæir risið upp á stuttum tíma, eins
og t. d. Rjúkan í Vestf jarðardal og
Nótodden í Heiðardal. Æfintýra-
borgirnar eru þessir bæir vanalega
kallaðir hérna. Þar veitir nú stór-
iðnaðurinn þúsundum atvinnu, þar
sem áður voru hálfhrjóstrugar
fjallasveitir. Og vatnsaflið er þar
eins og víðar orkulindin, sem iðnað-
urinn hefir tekið í sína þjónustu.
Eg er nú staddur á Söguvöllum,
sem hefir sitt aðsetur i sveit, er
heitir Nes á austanverðri Þelamörk.
Nes liggur norðan við stórt stöðu-
vatn sem heitir Norsjö. Hér er lág-
lendi töluvert og mjög frjósamt.
Þegar eg lít út yfir héraðið, þá
blasa við stórir búgarðar, rennislétt
tún og nýplægSir akrar, en inn á
milli eru fyrirferðamiklir skógar-
runnar, sem veita skjól og gera um-
hverfið hlýlegt. Skamt fyrir sunn-
an skólann, gefur að líta bláleitar
skógarhæðir, sem liggja eins og í
skjóli hins háa f jallahrings í norðri.
Bæjirnir eru reisulegir, það eru
oftast hvítmáluð timburhús og rauð-
máluð hlaða og fjós í einu tvílyftu
húsi—fjós og fjárhús í fyrstu hæð
og hey- og kornhlaða á annari hæð.
—Fallegir aldingarðar eru á hverj-
um bæ, epli, perur og plómur og
önnur aldini eru nú um það bil full-
vaxin. Annars setur skógurinn ein-
kennilegan blæ yfir alt núna að
haustinu. 'Grenið er dökkgrænt
eins og vanalega og furutrén eru
dálítið ljósleitari á litinn, en lauf-
skógurinn hefir ótal litbrigði frá
ljósgulu að dökkbrúnu. Það er ekki
aö furða þó að listmálararnir komi
hingað á haustin. Rétt fyrir neðan
hæðina þar sem skólinn stendur,
Albert Ólafsson er œttaður úr
Norðurárdal, bróðir Ólafs kristni-
boða. Hann fluttist til Noregs fyr-
ir fjórtán árum, þá átján ára að
aldri. Hefir hann nú um níu ára
skeið verið kennari við alþýðuskóla
þar og er eflaust eini islerízki kenn-
arinn í Noregi. Nú er hann kennari
við Sagavoll Ungdomsskule á Þela-
mörk, og segir t þessari grein frá
skólalífinu þar.
rennur straumhæg á í stórum bugð-
um. Á vorin er gaman að sjá timbr-
ið, þúsundir stórra og lítilla trjáa,
sem áin fleytir hægt og þungt á-
fram.
Við höfum nýlega byrjað vetrar-
námskeiðið hérna á æskulýðsskól-
anum. Eitthvað um sjötíu ungmenni
frá sveitum á Þelamörk eru saman-
komin til að stunda nám í sjö mán-
uði. Aldur nemenda er 17—18 ára
og þeir eru yfirleitt mjög svipaðir
íslenzkum sveitaunglingum, nema
aö þeir eru kannske ljóshærðari.
Málið sem þeir tala er jafnvel tölu-
vert blandað gömlum norskum orð-
um, sem hver Islendingur kannast
við.
Söguvalla-skólinn er elstur hinna
svokölluðu kristilegu æskulýðsskóla
í Noregi. Það eru rúm 40 ár síðan
hann var stofnaður og nú starfa
eitthvað um þrjátíu þesskonar skól-
ar á víð og dreif um Noreg. Þeir
eru mjög vel sóttir og stefnuskrá
þeirra er falin í þessum þremur
greinum:
1. Þeir vilja vekja og glæða and-
legt líf æskunnar á kristilegum
grundvelli.
2. Þeir veita æskunni kunnáttu
og æfingu í þeim fræðigreinum,
sem unga fólkið í sveitunum þarfn-
ast mest.
3. Þeir vilja hjálpa unglingun-
um til að finna ánægju og gleði í
allri heiðarlegri vinnu.
Skólar þessir hafa mætt mjög
miklum vinsældum meðal bænda-
lýðsins. Það sýnir sig að það er
hægt að trúa þeim fyrir unglingun-
um og að þeir glæða andlegt líf og
góðar hugsjónir nemendanna. Þeir
fylgja þeirri skoðun, að lærdómur-
inn er lítils virði ef lífernið er á
lágu stigi.
Skólahús er þrjú hér á Söguvöll-
um. Stærst þeirra er ibúðarhúsið
fyrir stúlkur og kenslukonur og
einn kennara. Þar eru kenslustofur
í neðstu hæð, matreiðslustofur í
kjallaranum og handavinnu stofur
fyir stúlkur á efstu hæð. Annað
hús er bústaður fyrir skólastjóra og
íbúð piltanna. Það er einnig mjög
skrautlegur samkomustaður fyrir
nemendur og trésmíðavinnustofu.
1 þriðja húsinu er stór leikfimis-
salur og geymsla.
Námsgreinar eru bæði verklegar
og bóklegar og geta nemendur valið
hvort þeir vilja bóklega eða verk-
legu deildina. Bibliusögur, móður-
mál og reikningur eru þó skyldu-
fög. Mikil áherzla er lögð á það,
að nemendur noti skólaveruna sem
bezt. Áhugasamir nemendur nota
oft frístundirnar í handavinnustof-
unum. Piltar æfa sig viö trésmíði,
en stúlkur stunda saum eða vafnað,
eða matreiðslu. Maður verður oft
að dást að handlægni og áhuga
unglinganna í þeim verklegu grein-
um, enda hefir þjóðlegur heimilis-
iðnaður þrifist mjög vel um margar
aldir hér á Þelamörk. Kirkjan hérna
i sveitinni, sem er orðin 700 ára
gömul, sýnir það að hér hafa lifað
margir listamenn í tréskurði og
rósamálningu.
Að loknu námskeiði er haldin
sýning á handavinnu nemenda og
það hvetur þá sjálfsagt til að gera
sitt ítrasta. Á sýningu þessari getur
maður séð marga þarflega hluti
fyrir vanaleg sveitaheimili, svo sem
borð, stóla, skápa, hyllur, kistur,
fötur, ábreiður, dúka og vinnuföt
og alt er unnið mei? þjóðlegu sniði.
Af bóklegum fögum er lögð mest
áhersla á móðurmálskenslu. Eins
og margir þekkja til, þá hafa Norð-
menn tvö ritríiál, nýnorsku eða
landsmál og bókmál eða ríkismál.
Og allir, sem ætla sér að ganga
mentaveginn, verða að kunna bæði
málin. En það er skiljanlegt, að það
tekur langan tíma, að verða jafn
ritfær á tveimur málum, einkum
vegna þess að málin eru svo svipuð
að nemendur eiga oft erfitt með að
aðgreina þau.
Þar sem svo mörg ungmenni eru
saman komin, þá gefur að skilja,
að það er oft glaumur og gleði á
Söguvöllum. Nemendur mynda fé-
lag og boða til fundar eða skemti-
samkomu, einu sinni í viku. Ritari
les þá skrifaða fundargerð frá síð-
asta fundi og ritstjóri les handritað
blað, sem fjallar um helstu áhuga-
mál nemenda. Annars er fyrirlest-
ur eða samtal um helztu nauðsynja-
mál æskunnar, sögur og hljóðfæra-
sláttur og skuggamyndir eða fræð-
andi kvikmyndir vanaleg dagskrá á
þessum samkomum. Allar samkom-
ur og skemtanir eiga að vera fræð-
andi og hollar fyrir unglingana. Að
neyta áfengis er stranglega bannað
og tizkudansar eru einnig bannlýst-
ir bæði vegna þess að það þykir
truflun fyrir starfið, og svo eru ný-
tízkudansar ekki talin neitt göfg-
andi skemtun fyrir unglinga á þeim
aldri. Norðmenn hafa næga reynslu
fyrir því að mikil skemtanafýsn
getur gersamlega spilt öllu góðu
æskulýðsstarfi, hvort heldur það er
i skóla eða félagi, ef hún fær að
drotna þar.
Öðru hvoru fer allur skólalýður
i skemtigöngu um holt og hæðir og
kynnir sér markverða staði í nánd
við skólann. Skamt héðan er t. d.
þúsund ára gamall haugur, þar sem
sagan segir að smákóngur einn, sem
barðist á móti Haraldi hárfagra sé
grafinn. Oft förum við í skíða-
ferðir og þá þykir piltum gaman að
æfa sig við stökk í hengibröttum
brekkum. Einn af skólapiltunum,
sem var hérna síðastliðinn vetur
stökk hæglega sextíu metra á skíð-
um. Er það vegleg og þróttmikil
íþrótt. Um langan aldur hafa beztu
skíðamenn Noregs verið frá Þela-
mörk, og sá, sem hefir heimsmet í
skíðastökki er ættaður af Þela-
mörk.
Tvisvar sinnum á dag brunar
Suðurlandslestin frá Oslo, rétt
fram hjá skólanum. Það er aðeins
fjögra tíma ferð með járnbraut
héðan og til höfuðborgarinnar. Það
er fljótlega farið þrátt fyrir að
vegalengdin er ca. 280 kílómetrar.
En þegar hraðlestin blæs hjá stöð-
inni í Nesi, þá er það eins og hún
vilji minna okkur, sem búum hérna
á Söguvöllum á nútíðina og hvers
hún krefst af okkur. Gufuaflið og
rafmagnið, sem knýr lestina áfram
er tákn hins nýja tíma.
, í október 1934.
—Lesb. Mbl.
Gjafir í <Jllbilee, sjóðinn
Á næsta kirkjuþingi verður minst
fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút.
kirkjufélags Islendinga í Vestur-
heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags-
ins er viðhald og efling kristnihalds
í bygðum vorum. Það er vort
heimatrúboð. Að borin sé fram
frjáls afmælisgjöf til þess, auk
hinna venjulegu árlegu tillaga til
starfseminnar, á að vera einn þátt-
ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin
gjöf í sjóðinn má fara fram úr ein-
um dollar frá hverjum einstaklingi,
þó allar minni gjafir séu vel þegn-
ar. Þar sem ástæður leyfa gætu
margir eða allir meðlimir í fjöl-
skyldu tekið þátt og væri það æski-
legt.
Áður auglýst ............$200.15
Safnað af J. ,Tliorðarson, Langruth.
Mr. og Mrs. B. Bjarnason .. 2.00
Mr. og Mrs. R. M. Pálson .. x.oo
Mr. og Mrs. B. Eyolfson .... 0.50
Miss L. Valdimarsson ........0.50
Mr. og Mrs. S. B. Olson .. 0.50
Mr. og Mrs. G. Thorleifson .. 0.50
Mrs. S. Gottfred ............0.50
Mrs. O. Thorleifson......... 0.50
Mr. og Mrs. B. Ingimundson 0.50
Mr. og Mrs. J. Thorðarson .. 2.00
Mr. G. J. Thorðarson ....... 0.50
Mr. A. Thorðarson ...........0.50
Gordon Thorðarson ...........0.50
Mr. og Mrs. G. F. Thorðarson 1.00
Mrs. Ólafur Egilson..........0.50
Egílsons bræður .............0.50
Ónefndur ....................1.00
Framvísað af séra Sigurði
Ólafssyni, Arborg
Tveir vinir, Riverton .... 1.00
J. P. Vatnsdal, Geysir....0.25
Mrs. Agnes P. Vatnsdal,
Geysir .................... 0.25
Sigurður Jónsson Vatnsdal,
Geysir .................... 0.25
Samtals ..............$214.90
18. des. 1934.
Kvittað fyrir með þökkum,
S. O. Bjerring féh.
NÝ SKALDSAGA
eftir Sigrid Undset.
Skáldkonan Sigrid Undset hefir
skrifað nýja bók, “Elleve aar,” sem
kemur út næstu daga. 1 bókinni
eru lýsingar frá , uppvaxtarárum
I hennar og er mælt, að i bók þessari
’ kanni hún nýja stigu seni skáld.
“Norðurljós”
. “Norður loga ljósin há
lofts um boga dregin,
himinvogum iða á
af vindflogum slegin.”
—Sig. Breiðfjörð.
Eldri íslendingar
Islands lengi sakna,
glæðast innri eldar,
æskudraumar vakna.
Yndisleg var Urður,
eldri barnaleikir,
Verðandi var varma
vorsins elda kveikir.
Norðurljósa logar
lofts um boga rísa,
ofar fannhjúp fjalla
foldu á norður-ísa.
Bndurminninganna
aldrei tæmist sjóður.
Ljúft er höfði’ að halla
hjarta sinnar móður.
Ungir þegar eldast,
ungdóms fjöri glata,
aldnir munu yngjast,
» æðri lífssvið rata.
Sú er lífsins saga—
segja hana þori:
Ungir gerast gamlir,
gamlir fagna vori.
Gömlu, góðu börnin
gleðji sig við elda,
ljúfmæt sú er lífsmynd
langra vetrarkvelda.
Kæti kvíða eyðir,
kveðum fyrri bögur!
Heilli unga og aldna
íslendingasögur.
0. T. Johnson.
Lesið á fundi félagsins “Norðurljós” í Edmonton, Alberta.
Jónína Guðrún Jónsdóttir Gunnarsson
Á GRUND.
Jónína Guðrún Jónsdóttir, kona Sigmundar Gunnarssonar
bónda á Grund í Geysisbygð, andaðist að heimili sínu þann 27.
nóv. s. 1., eftir stutta legu. Hún var fædd 28. okt. 1852, og
voru foreldrar hennar Jón Jónsson frá Undirvegg í Keld-
uhverfi, en móðir hennar Rannveig Friðfinnsdóttir. Jónína
giftist ung Sigmundi Gunnarssyni frá Syðra-Álandi í Þistilf irði
í Norður-Þingeyjarsýslu. Þau fluttu vestur um haf 1891, en
settust að á Grund t%’eimur árum síðar, áttu þau fulla fjörutiu
ára dvöl saman á Grund.
Börn þeirra voru:
Sigrún, fyrri kona Jóns Nordals í Árborg, nú löngu látin.
Gísli, kaupmaðui í Hnausa, Man., kvæntur Ólöfu Sigur-
björgu Daníelsdóttur, Daníelssonar pósts Sigurðssonar.
Felix Sigurbjörn, bóndi á Grund.
Rannveig, gift Andrési fóstursyni Finnboga Finnbogasonar.
Gunnar, dáinn 1928, 36 ára að aldri.
Sigurrós, gift R. R. Moore, búsett i Moose Jaw, Sask.
Auk þess ólust upp á Grund þrjár stúlkur af ættstofni
þeirra hjóna og gengu hjónin þeim í góðra foreldra stað, og var
heimilið þeim jafnan góðra foreldra heimilí, sem það og var
fjölmennum hópi barnabarna þeirra, tengdafólki, skyldmtnnum
og þeim er þar kyntust.
Hin látna kona var að allra dómi er til hennar þektu góð
kona, er vildi í hvívetna til góðs fram koma. Kærleikur sá, er
hún átti sér í sál, var sannur og þráði jafnan útrás öðrum til
blessunar; hún var því börnum sínum ógleymanlega góð og
umhyggjusöm og sömuleiðis fósturdætrunum. En góðvilji
hennar náði til allra, er hún kyntist og mun hún sein-gleymd
nágrönnum, tengdafólki og vinum. Grundarheimilinu er og
viðbrugðið fyrir gestrisni og lætur svo ummælt maður einn, er
bygðarþátt eða landnámssögu héraðsins hefir ritað, að þar
hafi: “skáli staðiðjvið þjóðbraut þvera, og Jónína laðað þangað
þreytta og þurfandi vegfarendur, að dæmi Geirríðar og annara
göfugra landnámskvenna íslands.” Munu þau utnmæli Magn-
úsar fræðimanns á Storð sönn vera, og eiga við um mörg
heimili bæði fyr og síðar, og áttu einkar vel viö um heimilið á
Grund og hugarfar þeirra, er þar bjuggu.
Að dómi mér kunnugri manna mun hversdagsleg gleði
og öruggleiki hafa einkent Jónínu heitina.. En gleði og örugg-
leiki eru ávextir trúarinnar, og hana átti hún í ríkum mæli, og
var trúin henni leiðarljós og stoð á langi og starfsríkri æfileið.
En hún átti einnig ákveðinn og óbilugan viljakraft og dug til
framsóknar, svo fágætt mun verið hafa; og stóð hún styrk og
örugg við hlið mannsins síns og hélt vörð um heimilið með
bjartri útsýn og dug til framsóknar, má því telja starf
hennar stórt og Vel af hendi leyst—og hvíldin kærkomin og á
hentugri tíð.
Jarðarförin fór fram frá heimili hinnar látnu og frá
Geysiskirkju þann 30. nóv. að viðstöddu miklu f jölmenni: f jöl-
mennum hópi ástvina, afkomenda, tengdafólks og sveitunga og
vina. Var dagurinn bjartur og fagur eins og minning ást-
vinarins sem verið var að kveðja. Almennur harmur var sýni-
legur, og tilfinningum skyldra og vandalausra virðist mér bezt
lýst í stöku einni eftir Jakob Thorarensen skáld í niðurlagi
saknaðaróðs er þannig hljóðar:
“Blæða undir inst í lundu.—
Ástarþökk á hinstu stundu
inna eg vil, en orðin bila;
insta hug skal þögnin skila.”
Sigurður Ólafsson.
Friðrik Johnson 1875-1934
Eins og áður hefir verið getið um í blöðunum, lézt Friðrik
Johnson, póstafgreiðslumaður í Hensel 25. október þessa árs.
Friðrik sál. fæddist 2. ágúst 1875 > Miðdal í Húnavatns-
sýslu á íslandi. Foreldrar hatis voru hjónin Jón Bjarnason
og Elinborg Bjarnadóttir. Til Ameríku fluttu þau hjón 1883,
með tvö börn sín, Kristinu og Friðrik. Höfðu þau áður mist
þrjá syni, er dóu i æsku. Þau hjón fluttu þegar til íslenzku
bygöarinnar í Pembina, N. Dak., og settust að í grend við
Akra, þar sem fyrir var frændfólk Elinborgar.
Friðrik sál. ólst þar upp með foreldrum sínum, þar til
er hann giftist sumarið 1897, eftirlifandi konu sinni, Önnu
Þrúði Eiriksdóttur. Þau hjón bjuggu þar um þriggja eða
fjögra ára skeið í grend við Akra; en árið 1901 fluttu þau til
Hensel-bæjar. Og þar bjuggu þau ávalt síðan. Stuttu eftir
að þau komu þangað var Friðrik sál. veitt póstafgreiðsluem-
bættið þar, og hélt hann því alt til dauðadags. Einnig hafði
hann þar dálitla verzlun á eigin reikning.
Friðrik Johnson var fríður sýnum og vel vaxinn. Hann var
mjög viðmótsþýður, skrafhreifinn, glaðvær og fyndinn i orði.
Hann var sérlega vel ge'finn og bókhneigður. Á starfi hans
öllu var hin bezta reglusemi, sem marka má af því, meðal ann-
ars, hve vinsæll hann var í stöðu sinni, og hversu mikils trausts
hann naut bæði hjá póststjórninni og fólkinu. Um margra
ára skeið var hann lika starfsamur meðlimur í A.O.U.W. félag-
inu. Var hann um langt skeið skrifari og féhirðir í því félagi,
og naut trausts og virðingar félagsbræðra sinna þar. Því em-
bætti gegndi hann einnig til dauðadags.
Eins og áður er að vikið átti Friðrik sál bara eina systur.
Bræður hans höfðu dáið í æsku. En foreldrar hans tóku til
fósturs bæði stúlku og dreng. Stúlkan heitir Elizabeth; er
hún gift kona, Mrs. McLean, og býr í Sherwood, N. Dak.
Drengurinn hét Valdimar Pálsson; hann dó árið 1922.
Kristín systir Friðriks giftist Ingimundi Leví. En hann
dó á bezta aldri, og var Kristín þá eftir skilin í fátækt með þrjú
ung börn. Friðrik sál. reyndist henni og börnum hennar frá-
bærlega vel. Liðsinti hann henni á margan hátt og var börnum
hennar ástúðlegur og góður. Sjálf var Kristín mjög heilsubiluð
mörg síðustu ár æfinnar og lézt fyrir 9 árum siðan. Og var
Friðrik sál. börnum hennar einnig þá kærleiksríkur og hjálp-
samur.
Hjónunum Friðrik og Önnu varð ekki barna auðið. En
þau tóku til fósturs einn dreng, Eirík Halldórsson, sem er bróð-
ursonur Önnu. Kom Eiríkur til þeirra þegar faðir hans dó, og
liefir síðan verið hjá þeim og notið góðs uppeldis þar sem
þeirra eiginn sonur.
Friðrik sál. var jarðsunginn frá heimili sinu, samkomuhúsi
A.O.U.W. félagsins í Hensel og Vídalíns kirkju. Séra H.
Sigmar jarðsöng. Var hann lagður til hvíldar í grafreit Ví-
dalínssafnaðar Afar mikið fjölmenni fylgdi honum til grafar.
Kom það greinilega í ljós að ekki einasta var hann sárt syrgður
af ástvina hópnum, heldur var og lika almennur söknuðu í
sveitinni. H. S.
■; r