Lögberg - 13.12.1934, Qupperneq 6
6
LÖGBEŒtG, FIMT UDAGINN 13. DE'SEMBER, 1934.
Heimkomni hermaðurínn
Þrír drengir í standandi vandræðum yfii
óvæntum atburðum, horfðust nú í augu við
Jamie. Óli feiti laut íhöfði undirgefnislega
og sagði: “Eg þakka. ” Góða barnið leit
beint framan í Jamie og sagði með þessum
orðum: “Innilegar þakkir.“ Loks kom Engil-
andlit: “Yðar skuldbundinn, herra!” Skáta-
foringinn veifaði nú sverðinu í kringum sig
og mælti á þess leið: “Eg þakka )>ér aðstoð-
ina; skátar mínir þakka þér, og þjóðin í heild
sinni þakkar þér. Skáti númer eitt! Sæktu
slönguna. Skáti númer tvö! komdu með sóp-
ana; skáti númer þrjú, snúðu vatninu á. ”
Nú fvlktu skátarnir liði og gengu til verks.
Óli feiti greip til sópsins, en Góða barnið og
Engilandlit sópuðu saman tómötutætlunum,
og hentu þeim í úrgang*skörfuna. Er öllu
hafði að heita mátti verið komið í samt lag,
og Jamie fór að brjóta heilann um hverju
þetta í raun og veru sætti, komst, hann að
þeirri niðurstöðu, að hérværi ekki ósennilega
um vikulega atburði að ræða í garði býflugna-
meistaransj 'þó hann hefði ekki orðið sjónar-
vottur að þeim fyrri. Það var engu líkara en
skátameistarinn væri í hálfgerðum vandræð-
um með sjálfan sig; að eitthvað hefði öðru-
vísi farið en ihann hafði ætlast til. “Þið
verðið að koma á innbyrðis friði,”’ hrópaði
skátaforinginn; “það nær ekki nokkurri átt
að hnakkrífast út af slöngunni. Eg sagði
skúta númer eitt að fara með hana í burtu.”
Nú var Engilandliti nóg boðið. “Þú gerðir
enga slíka fyrirskipun; þú sagðir skáta númer
þrjú að gera það, og eg er skáti númer þrjú.”
Skátaforinginn var auðsjáanlega í þungum
þönkum, og nú ávarpaði hann lið sitt í slík-
um málblæ, sem væri hann fram að flytja
mikilvægt trúnaðarmál. “Engilandlit hefir
sennilega á réttu að standa. Eg gaf honum
víst fyrirskipun um að koma slöngunni í
burtu; númer tvö átti að annast um sópinn,
en Óli feiti átti víst að sitja hjá að þessu
sinni.” Nú dró skátaforinginn sverð sitt í
slíður, þurkaði sér um andlitið á skyrtuerm-
inni og hagræddi mittisól sinni. Svo gaf
hann fyrirskipanir um það með valdsmann-
legri rödd, að dagsverkinu væri lokið. Skáta-
foringinn staðnæmdist nú íbeint frammi fyrir
Jamie og starði á hann rannsóknaraugum.
Óli feiti, Góða barnið og Engilandlit hnypr-
uðu sig forvitnislega í kring. Það stóð öld-
ungis á sama hversu veikur Jamie var, eða
hve (hreinkynjaður Skoti, þá gat samt sem
áður ekki hjá því farið, að hann myndi eftir
því frá bernskuárunum, er hann átti í erjum
og háði stundum íharða hildi við ímyndaða
Indíána með dálitla hríslu að sverði, og það
jafnvel stundum gílorhungraður; ihann gat
þess vegna gert sér það auðveldlega skiljan-
legt að líkt gæti verið ástatt með skátafor-
ingjann og liðsmenn hans í þetta sinn; hon-
um fanst Engilandlit vera eitt hið yndisleg-
asta ungmenni, er hann fhefði komist í kynni
við í háa herrans tíð; brosið var undur
innilegt og sama var um augnatillitið að
segja. Komið þið nú með mér félagar góðir,
yfir að hressingarskálanum, við fáum þar
eitthvað af “heitum hundum”, eða löngum
og ef til vill nokkra maísstöngla. ” Fagnað-
arópin, er til eyrna Jamie bárust vegna upp-
ástungunnar, mundu margborga fyrir það, þó
hann ætti fáeinum skildingum færra í vasan-
um á eftir. Þessum einkennilegu skátagest-
um fanst, mikið til um Jamie; þeim féll vel
bjarminn í augum 'hans, og ekki hvað sízt
skotfimi hans; hann hafði skotið stönglana
niður af girðingunni einn eftir annan, með
slíkri nákvæmni, er einungis þaulvanri skyttu
var lagin; hann hafði fylgt nákvæmum og
föstum reglum, er báru þess órækan vott að
hann var enginn viðvaningur, heldur það
gagnstæða.
Jamie settist nú niður undir eikartré, er
stóð þar skamt frá; vafði hann öðrum liand-
leggnum um skátaforingjann, en hinum um
Engilandlit; hann gætti þess að nægilegt rúm
yrði þó fyrir Óla feita og Góða barnið líka;
fór hann nú að útskýra fyrir þeim livað það
þýddi í ófriði að vera skáti; það væri í raun-
inni eitt og hið sama og að vera njósnari; þeir
menn er það gerðu, færi á hnotskóg að næt-
urlagi hvemig sem viðraði og skriðu á mag-
anum yfir hraun og hellur, oft of einatt í
verstu húðarrigningu, til þess að njósna um
fyrirætlanir og aðstöðu óvinanna. Góða
barnið ög Óli feiti íhjúfruðu sig fast upp að
Jamie, en skátaforinginn og Engilandlit höll-
uðust að brjósti hans þar sem sárið var; hinn
síðarnefndi var svo önnum kafinn við blíðu-
atlot sín, að það fór alveg framhjá honum þó
kallað væri hvað eftir annað með hárri röddu
að nú væri “heitu hnudarnir” eða langarnir
þegar framreiddir. “Segðu okkur meira,
miklu meira. Við höfum aldrei heyrt neitt
þessu líkt? Þú hefir lifað upp veruleikann
sjálfan; þú 'hefir séð blóðið fossa um orustu-
völlinn og tekið sjálfur þáttí vígaferlum. Er
það ekki lokkandi? við höfum aðeins látið
hugann dvelja við ímyndunina eina.” Jamie
mundi nú alt í einu eftir bætiefnunum og ráða-
bruggi sínu við Margaret Cameron; hann
hafði sannfærst um með sjálfum sér, að ger-
breytt mataræði væri það eina hugsanlega, ef
nokkur von ætti að vera um heilsubót Jionum
til handa. Margaret Cameron hafði verið á
sama máli, og þessvegna hafði hún tekið að
sér að útbúa handa bonum sérstakar matar-
tegundir; nú hafði hann brotið í bága við
allar slíkar reglur og hámaði í sig “heitum
hundum” með strákunum; fyr mátti nii rota
en dauðrota. Það var ekki oft hnífur litlu
skátanna hafði komið í feitt; enda hvarf nú
ofan í þá hver “heiti hundurinn” á fætur
öðrum, ásamt maísstönglum mýktum í smjöri.
Bftir hálftíma, eða svo, staulaðist Jamie
upp gangstéttina að húsi Margaret Cameron;
hún átti að sér að vera föl í andliti, en nú
mátti svo heita að andlit hennar væri mjalla-
hvítt. Mig skyldi ekki furða að þú hafir fylt
þig á “heitum hundum” með strákahnokk-
unum þarna niður frá,” sagði hún með
nokkrum ásökunarhreim í röddinni. Jamie
brosti; hann fann til sektar, þó hún væri nú
ef til vildi ekki sérlega stór. “Þú átt koll-
gátuna, ” sagði hann. “Voru þeir þó ekki
annars gómsætir?”
10. KAFLI.
Næst þegar símabjallan hringdi var
Jamie kvaddur til sjúkrahússins. Klukkan
var rétt um tvö, er hann tók sporvagninn inn
í bæinn. Hann var ekki í nokkrum minstu
vandræðum með að finna sjúkrahúsið, enda
var það mesta stórhýsið þeirrar tegundar í
bænum. Er þangað kom var honum tafar-
laust fylgt inn í herbergi býflugnameistar-
ans; þetta var rúmgott herbergi og sólbjart;
á borði einu stóð mikil blómkrukka með ynd-
islegustn rósum; fylti angan þeirra herberg-
ið. Jamie kannaðist við anganina, eða að
minsta kosti fanst honum það; rósimar hlutu
að vera úr einhverju blómabeði Margrétar
Cameron. Jamie lá við yfiriiði vegna þess,
er nú fyrir augu bar; hann vissi vel að bý-
flugnameistarinn, maðurinn, er hann hafði
aðstoðað upp í sjúkravagninn, var veikur; ef
til vildi mikið og hættidega veikur; en að
hann væri þannig á sig kominn og raun bar
vitni um, átti hann örðugt með að gera sér
grein fyrir; honum hafði virst, þó maðurinn
væri auðsjáanlega veikur, sem full líkindi
væri á að hann gæti komist til heilsu aftur;
hann hafði sýnst vöðvasterkur maður með
óbugandi viljakraft. Eins og ásigkomulagi
hans nú var háttað, var helzt svo að sjá sem
hvert einasta líffæri væri að syngja sitt síð-
asta vers. En hvað hendin framrétta var
skinin og mögur! Au-gun báru vitni um sára
þreytu og andvökur. Jamie færði stól sinn
fast að rúmi sjúklingsins. Fyrst af öllu verð
eg að segja þér frá því, að eg er með öllu
brynjaður gagnvart býflugunum; þær hafa
hvergi komið á mig sári. Eg hefi ávalt verið
í treyjunni og roðið mig allan í gulum kanel,
eins og þú skipaðir fyrir. Mér hefir gengið
vel að vatna þeim, og saltskerfurinn hefir,
að því er eg bezt veit, verið hæfilega mikill.
Hinn ungi félagi þinn í býflugnaræktinni er
ánægður með starf mitt og lætur vel yfir við-
gangi búsins.” “Félagi minn ber flestum
fremurt skyn á býflugnarækt, ” sagði sjúkl-
ingurinn, “jafnvel á það feykilega vanda-
verk hvemig stýfa skuli drotningarvængi. ”
“Þú mátt reiða þig á, að alt gengur vel bý-
flugunum viðvíkjandi,” sagði Jamie. “Mar-
grét Cameron bað mig um að skila til þín
sinni innilegustu kveðju með fullvissu um
það, að blómgróður allur væri í ákjósanlegu
lagi í garðinum, og að um heimilið væri ann-
ast eftir beztu föngum. Það verður alt í röð
og reglu, húsbóndi góður, þegar þú kemur
heim,” sagði Jamie. Sjúklingurinn brosti
góðlátlega. “Mér geðjaðist þegar vel að þér á
veginum; eg fann það einhvernveginn á mér
að þú mundir reynast vel og verða trúr þjónn;
eg var ekki í neinum vafa um að mínar dýr-
mætustu uppáhaldseignir yrði örugíar í þinni
varðveitslu; eg hafði ekki minstu hugmynd
um hvernig á þér stóð, eða að þú værir með
öllu ókunnugur á þessum slóðum; það var
engu líkara en þú bærist upp í hendurnar á
mér eins og áhald, sem eg undir engum kring-
umstæðum gæti án verið. Skátinn litli! Já,
blessaður litli félagi minn! Slík sál er ekki
á hverju strái.” “Félagi þinn, litli skátinn,
kemur oft í garðinn,” sagði Jamie. “Þó er
eg í rauninni í töluverðum vafa um garðinn
og gildi hans án þín. Eg á eftir að segja þér
ívent. Mér var sagt fyrir um matreiðsluna;
að “heitu hundarnir” ættu að vera klofnir og
þar fram eftir götunum, og laukurinn brún-
aður. Jamie stakk nú nokkrum skildingum í
hinn pappírshvíta lófa býflugnameistarans;
það er fyrir “heitan hund” og maísstöngul. ”
Býflugnameistarinn brosti; hann lukti lófa
sínum um skildingana, — Þessa kærkomnu
smápeninga, er litli skátinn félagi hans hafði
talið út handa honum; ekki ósennilega höfðu
greipar verið látnar sópa um handraðann.
“Félagi þinn vann veðmál,” sagði Jamie, “og
þessvegna er heimilinu undir engum kring-
umstæðum hætt við gjaldþroti.” “Vel að
verið!” sagði býflugnameistarinn og hlýtt á-
nægjubros leið um varir hans; það fer sjald-
an hjá því að litli skátinn hitti í mark.”
“Félagi þinn er góðhjartaður og ástúðleg-
ur,” sagði Jamie; “hann mundi alt leggja í
sölurnar fyrir það að heimta þig heim aftur
heilan á 'heilsu.” Býflugnameistarinn hand-
lék skildingana. “Já, eg efast ekki um að
það, sem þú segir sé satt og rétt; jafn göfuga
sál liittir maður ekki á hverju strái. Láttu
ekki félaga minn vita um það, að eg megi
hvorki neyta “líeitra hunda” né maís-
stöngla; segðu honum einungis að eg sé hon-
um fjarska þakklátur- fyrir nærgætnina og
hugulsemina. Og ef þú heldur að heilsa mín
leyfi samfundi við hann, þá skaltu koma með
hann næst. ” “Það yrði mér mikið ánægju-
efni,” svaraði Jamie; “nú er heimsóknar-
tíminn líkast til á enda. Dr. Grayson lagði
ríkt á við mig að dvelja ekki hjá þér í einu
nema fáeinar mínútur.” “Það verður þá
þannig að vera,” ságði sjúklingurinn. “En
vænt þætti mér um það, ef þú í tómstundum
þínum frá býflugnavafstrinu, tækir þér bók
og bók úr safni mínu, er um meðferð og sér-
kenni býflugna f jallar, og læsir með athygli;
slíkt kemur að ómetanlegum notum. Dr.
Grayson vill tala við þig nokkur orð á skrif-
stofu sinni, áður en þú ferð. 0g viltu svo ekki
draga út skúffuna þá arna og stinga umslag-
inu sem þar er í vasa þinn; í því er falin smá-
vægileg þóknun fyrir það ómak, sem þú hefir
gert þér og þá ánægju, sem þú hefir veitt mér
með komu þinni hingað og fræðslunni um það
hvernig alt gangi heima. Segðu Margréti að
rósirnar, sem hún sendi mér, hafi innilega
glatt mig og bréfin hennar, þó stutt séu, geri
hið sama; skilaðu til ’hennar að eg biðji hana
að halda áfram að skrifa mér þangað til e-g
kem heim, með því að líkur eru til þess að
svo ve-rði, þó þær séu ef til vill fremur dauf-
ar. Og nú ætla eg að kveðja þig. Eg vil þér
skiljist að eg hugsa oft til þín; gleymdu ekki
að finna Dr. Grayson; hann er sannkallaður
dánumaður; hver veit nema hann sjái ein-
hver ráð til þess að hressa upp á heilsu þína?
Vertu nú sæll á ný, góðurinn minn. ” “Já,
vlertu sæll, ”endurtók Jamie, og gerðu þér
far umað njóta eins rækilegrar hvíldar og
frekast má verða. Við Margrét Cameron og
litli skátinn munum gera alt, sem í okkar valdi
stendur til þess að annast um búið og heim-
ilið.”
Jamie vitjaði nú á fund Dr. Graysons, og
injian hálftíma eða svo, var -hann lagður af
stað heim með heilstóran pakka af sáraum
búðum undir hendinni, en ekki einn einasta
dropa af meðölum. Dr. Grayson hafði stað-
hæft við hann að náttúran væri í raun og
veru bezti og áhrifamesti læknirinn; hann
skyldi reyna að fylgja eins nákvæmlega og
auðið yrði kröfum sinna eigin tilfinninga, eða
réttara sagit fyrirmælum náttúrunnar; þess
vegna væri ekkert því til fyrirstöðu, að hann
fengi sér dýfu í sjónum, er hann fyndi til
hvatar í þá átt, eða flatmagaði sig annað
veifið í heitum sandinum við ströndina. Og
úr því fullkomnustu sjúkrahús stjórnarinn-
ar -hefðu reynst þess ómegnug að bæta hon-
um, þá væri ekkert því til fvrirstöðu að flýja
í faðm nátúrunnar og láta hana kveða upp
dóm á annan -hvorn veg. Jamie velt því fyrir
sér um stund, er fram hafði farið á skrifstof-
unni milli hans og Dr. Grays'ons. Það olli hon-
um ósegjanlegrar ánægju að vita til þess að
umlníðirnar, sem hann hafði fengið, gátu þó
ekki gert honum mein; að þær miklu fremur
verði spillingu en hitt, var þó talsverð hugg-
un, e-r tekið var tillit til þess er á undan var
gengið; að vfsu varð hann að játa það með
sjálfum sér að ihann hefði í rauninni aldrei
haft minstu hugmynd um það, sem læknarnir
og hjúkrunarkonurnar -höfðu verið að gera
við liann; víst var þó um það, að honum hafði
ekki batnað til muna; að minsta kosti gat
hann ekki gert sér þess grein. Nú skaut upp
í huga hans einu og öðru, er hann í rauninni
vanhagaði um. Gott væri til þess að vita, ef
svo mikið af skildingum væri í umslaginu að
það hrykki til þess að bæta upp það, sem
hann tók úr skúffunni til þess að borga fyrir
giftingarhringinn og leyfisbréfið; hann af-
réð því að opna það; honum lá við yfirliði.
Hann taldi saman dagana, sem hann hafði
verið í þjónustu býflugnameistarans; hann
hafði fengið þar fæði og húsnæði, auk fata
býflugnameistarans, er liann mátti nota að
vild; en að hann fengi jafnmikið kaup og ráða
mátti af því er umslagið hafði að geyma, náði
ekki nokkurri átt. Hann velti því fyrir sér
hvort allir menn í landinu, óbrotnir verka-
menn eins og hann, lamaður ofan í kaupið,
fengi jafn mikið fyrir vinnu sína; hann hand-
lék peningana um stund og starði á þá undr-
unaraugum. Það var ekki einasta að hann
gæti endurgreitt það, sem hann liafði tekið
.raustataki fyrir -giftingarhringinn og leyf-
isbréfið, heldur ætti hann stórmikinn afgang.
Hann stakk peningunum í vasann, en kom
þeim þannig fyrir að hann gæti auðveldlega
handleikið þá. Ef heilsubilaður maður gat
með réttu unnið fyrir svona miklum pening-
nm, hvað gæti þá ekki hraustur og heilbrigð-
nr maður? Dr. Grayson hafði sagt að salt-
ur særinn, sólskinið og hið tæra loft væri öft
og einatt líklegasti læknirinn. Alt þetta mátti
reyna.; nóg var af saltvatni í sjónum; þá var
heldur hvorki um að ræða skort sólskins né
lífræns andrúmslofts.
Jamie ypti snöggvast öxlum; með ann-
ari hendinni fitlaði hann við peningana í vasa
sínum, en strauk hinni um sárið á brjóstinu;
honum fanst það tæplega eins viðkvæmt o-g
það átti að sér. Ef hann hefði unnið reglu-
bundið fyrir svoha miklum peningum, unnið
í garðinum eftir þörfum, ihaldið hylli manns
eins og býflugnameistarans, átt góða konu
og börn, er bæri nafn hans, hlaut það að vera
einhvers virði að ganga á hólm við sjúkdóm
og dauða og lifa nytsömu lífi, eins lengi og
auðið yrði. Um það varð að minsta kosti ekki
vilst, að hann gæti -orðið ósegjanlegrar á-
nægju aðnjótandi við störf sín í garðinum í
samfélagi við litla skátann.
Jamie kom við í hinum og þessum búð-
um og keypti þar eitt og annað; fann hann
til nokkurs metnaðar við innkaupin með því
hann vissi sig þess megnugan, að greiða fyrir
varning sinn í fríðu. Svo hélt hann heim á
bóginn; honum fanst helzit sem ;endaskiftd
væri orðin á öllum sköpuðum hlutum; meðal
annars hugsaði hann nú aðeins um það að lifa
og komast til heilsu; umhugsunin um sjúk-
dóm og dauða var fokin út í veður og vind,
aldrei þessu vant.
Jamie lagði nú frá sér hlutina, sem hann
hafði keypt, og gekk í áttina til bekkjar, er í
garðinum stóð. A bekknum fann hann litla
skátann steinsofandi og hringaðan eins og
flu-gdreka; hann einsetti sér að fara eins var-
lega og frekast var hugsanlegt, til þess að
vekja ekki litla skátann; þetta mistókst þó
fvrir þá sök að steinn, er hann rak fótinn í
sporðreistist og orsakaði slíkan skarkala að
litli skátinn hrökk upp; um andlitið lék barns-
legt blíðubros. “Hvað er nú hendi næst,”
spurði hann? “Eg er þreyttur,” sag'ði
Jamie; “óvanalega þreyttur; eg er svo að
segja nýkominn af sjúkrahúsinu úr heimsókn
til býflugnameistarans; honum líður nú
miklu betur; hann bað mig að skila til þín
ástarkveðju og þakka þér gjafirnar, er þú
sendir honum; það yrði honum óseg'janlegt
• ánægjuefni, ef þú heimsæktir hann einhvern
daginn; eg geri það áður en langt um líður?
En hverju fær 'þreyttur maður áorkað ?
Jamie brosti. Maður verður að hafa eitthvað
fyrir stafni til þess að gefa hverri einustu
stund lífsins gildi, eða er það ekki rétt skil-
ið?” spurði Jamie. “Getur maður ekki á
sumum augnablikum tekið fulla líkamshvíld,
en starfað samt sem áður að sálrænum efn-
um! Hverju mundir þú svara, ef eg færi þess
á leit við þig, að þú veittir mér tilsögn í öll-
um þeim helztu fræðum, sem þér eru kunn, þó
ekki væri nema svo sem klukkustund á dag?”
Litli skátinn loit sakleysislegum rannsóknar-
augum á Jamie. “Skil eg það rétt,” sagði
hann, “að þér sé ant um að fræðast af mér
um býflugur og býflugnarækt? Sé svo, ætti
það að verða tiltölulega létt verk; þó skilst
mér á hinn bóginn sem það ætti að vera auð-
velt fyrir þig að afla þér nauðsynlegustu upp-
lýsinga af öllum þeim mörgu -og mikilvægu
bókum, sem um þessi efni f jalla, og fáanlegar
eru í safni býflugnameistarans. Það stendur
þó sennilega ekki alt saman í bókum, sem þú
veizt?” spurði Jamie. “Nei! Síður en svo.”
Bækur eru ágætar, margar hverjar og hafa
oft mikilsverðan fróðleik að geyma; þó þar
sé ávalt eitthvað undan dregið, eða fram hjá
einhverju því gengið, sem nauðsynlegt er áð
vita og ekki verður á annan hátt lært, en af
lífinu sjálfu Lfklegast er skynsamlegast að
láta þig einan um það á hverju þú myndir
byrja viðvíkjandi fræðslu miniii í býflugna-
rækt og öðru þar að lútandi.
Litli skátinn néri saman moldugum lóf-
unum; alt í einu sneri 'hann sér'að Jamie o-g
I)ar fram eftirgreinda spurningu. Gettu þess
til ef þú getur, hvað það var er eg fyrst
spurði býflugnameistarann að?” “Var það
ekki um það hversvegna hann gæfi sig við bý-
flngnarækt ? ” Litli skátinn svaraði spurn-
ingunni með því að hrista Ii-öfuðið, er átti að
skiljast sem neitun. “Nei! Það fyrsta, sem
eg spurði um var það hverju það sætti að bý-
flugnagarðar væru ávalt -bláir að ]it. Eg veit
að þú getur hvorki .svarað þessu né skilið
það,” sagði litli skátinn ofur varfærnislega.
Það er guðs vegna.” Jamie vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið. ‘ ‘ Guðs vegna! Hvernig
á eg að skilja það ? ” “ Eg skal reyna að gera
þér það skiljanlegt,” sagði litli skátinn. * *