Lögberg - 07.02.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.02.1935, Blaðsíða 2
2 LöGBBRG, FIMTUDAGINN 7. FBBRÚAR 1935. Högíjerg Oeíltf öt hvern fimtudag af TBK COLUMBIA PRE8S LIMITBD *95 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanaakrift ritatjörans. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. TtrO 92.00 im áriO—Borgist fvrirfram The "Lögberg” is prir.ted and published by The Colum- bla Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 King og Bennett Stjórnmálaræður v’erður æfinlega að dæma með tilliti til þess undir hvaða kring- umstæðum þær eru fluttar. Samkvæmt þeim mælikvarða hlýtur ræða só, er King flutti í Ottawa-þinginu síðastliðinn mánudag (21. janúar) að teljast sem ein hinna allra áhrifa- mestu er þar hafa nokkru sinni verið fluttar. Samt 'er það ekki svo að skilja að tæki- favið væri svo óvenjulega hátíðlegt eða þýð- ingarmikið. Sú staðhæfing, sem galað hefir verið með úr ýmsum áttum ab Bennett hafi skapað frjálslynda flokknum hættu með hin- um s'ex eldhúsræðum sínum, var í raun og sannleika ekkert annað en einn anginn af þeirri pólitísku eftirhermuflugu, sem hingað hefir verið innflutt frá Washington. Það er tilraun til þess að láta svo virðast að Ben- nett sem nokkurs konar canadiskur Roose- velt, sé gæddur persónulegu töframagni og gagntakandi áhrifum þess manns, er hann ryenir að stæla; mannsins semhann étur eftir nákvæmlega orð og setningar í þeirri von að honum hepnist að einhverju leyti að beita sér til sigurs hér í Öanada. Að hann skuli treysta því að fólkinu í Canada sýnist hér vera um nokkurn saman- burð að ræða að því er kringumstæður snert- ir, eða að stefnur þessara tveggja manna og hugsjónir 'þeirra séu að nokkru leyti svipað- ar; að áhrif þeirra, þegar þeir tala til fólks- ins, séu nokkuð skyld. Já, að hann skuli í- mynda sér það, sýnir að hann telur ekki skyn- semi eða dómgreind canadisku þjóðarinnar á háu stigi. Til þess að fólkið hér í landi jafnaði þeim saman, Bennett og Roosevelt, yrði það t. d- að vera gersamlega minnislaust og sneytt öll- um skilningi á sinni eigin reynslu síðastliðin nokkur ár, og það yrði að vera svo trúgjarnt að það gleypti athugasemdalausa hvaða stað- hæfingu sem væri, hversu fjarstæð, sem hún væri þess'’ eigin reynslu, ef hún væri aðeins flutt með hljómmikilli rödd og ægilegri fram- komu. Bn hér er um alt aðrar og ólíkar kring- umstæður að ræða. Fólkið þekkir Bennett. Það þekkir King. Það þekkir lífssögu þeirra beggja og hefir og er ekki svo skyni skroppið, að því verði nein skotaskuld úr því að bera þær saman. Canadiska þjóðin veit það að King hefir varið allri æfi sinni til þess að kynna sér vel- ferðarmál yfirleitt, og þær leiðir, sem til um- bóta liggja í þeim efnum. Þjóðin veit það, að hann ihefir verið valinn sem sérstakur trúnaðarmaður til þess að rannsaka þessi mál; að hann hefir því næst verið kjörinn að- stoðar-verkamálaráðherra, og úr þeirri stöðu hófst hann til aðal-verkamálaráðherrasætis, og síðast til forsætisráðherra tignar. Þjóðin veit það, að hann héfir afkastað meiru en nokkrir tíu menn til samans í Can- ada á sviði umbóta og framfara í löggjöf al- þýðumanna til hags og heilla í síðastliðin 30 ár. A meðan King vann allan þennan langa tíma í þjóðheillaþarfir, var lögmaður í Cal- gary, sem hét R. B. Bennett, sem varði öllum sínum tíma og öllum sínum kröftum til þess að efla hag þeirrar veru, sem honum var eitt og alt—efla eiginn hag. Og þetta starf tókst honum svo vel að hann bætti miljón á miljón ofan þangað til hann var loksins orðinn einn hinna örfáu manna í Canada, sem talið gátu auð sinn í tugum miljóna. Ef auðvaldið er sjúkt, ágjarnt, rángjarnt, " samvizkulaust, lætur sér standa á sama um hörmungar fólksins og er að öllu leyti eins og Bennett lýsir því nú, hvernig st'endur þá á því að hann fann það ekki út fyr en í desem- ber 1934? Hvernig stendur á því að hann skyldi einmitt finna það út eftir að hann hafði notið vemdar þess við söfnun allra sinna miljóna og í skjóli þess fengið auð sinn trvgðan? Hvernig stóð á því að hann fann það ekki út fyr en hann þurfti ekki lengur að beita sér til frekari f jársöfnunar beinlínis, heldur breytti hagsmunastefnu sinni og kepti að því valdamarki, sem gæti veitt honum svipað einræði í Canada og Mussolini á Ttalíu? Ástæðan er öllum ljós; hún er sú, að Bennett hefir æfinlega beitt öllum sínum hæfileikum, sem eru miklir, til þess að ná sínu persónul'ega takmarki, hvað sem það hefir verið í þann svipinn. Þegar takmark hans var auður þá lék hann leik auðvaldsins af öllum mætti og mis- kunnarlaust. Hann var sjálfur óaðskiljan- legur hluti af holdi og blóði þeirrar skepnu í full þrjátíu ár—þeirrar skepnu eða skrímslis, sem teygði ránshrammana yfir alt þetta land og er venjulega nefnt “ stórkaupmenska. ” Hann var einn aðallimur þess; hann var einn af stjórnandi heilum auðvaldsins; hann' var einn þeirra, er mestra hlunninda naut í skjóli þess. Þegar á það var ráðist verndaði hann það og varði. Þegar útreikningar þess og ákvarðanir mættu mótspyrnu, þá þurfti I ekki annað en að gefa honum beijdingu til þess að hann stykki á fætur og veitti því lið með öllum þeim krafti og öllum þeim ráðum, sem hann hafði vald á eða átti yfir að ráða. Ef afleiðingar auðvaldsins voru í þá daga: ágirnd, þjóðfélagsbölvun, mannúðar- leysi og grimd, þá hefir Bennett ekki vitað að svo er, eða hafi hann vitað það, þá hefir hann álitið að þægilegt væri að fresta um- bótum eða breytingum þangað til ihann hefði auðgast nægilega í skjóli þess fyrirkomulags, sérstaklega ef hægt væri að sameina það ; jiannig að kenningar hans um nauðsýnlega breytingu yrðu fluttar á þeim tíma og undi^- þeim kringumstæðum að þær gætu einnig orð- ið honum til hagsmuna. Nú finst honum sá tími vera kominn. Nú geta þær kenningar hans einmitt sam- rýmst takmarki hans, sem er alt annað en áður var. Hann vonast til að kenningar hans um nauðsyn á breyttu þjóðfélags fyriAomu- lagi geti nú unnið sér það nýja takmark, sem hann hefir hugann á, ef hann flytji þær nógu geyst, þótt þær komi nokkuð seint. En með því að það sýnist geðsmunaleg og lundarfarsleg nauðsyn fyrir hann að hann geti talið sjálfum sér trú um að hann sé eini maðurinn, sem nokkru sinni hafi haft nokkra hugmynd um þessa galla auðvaldsfyrirkomu- lagsins; eini maðurinn, sem nokkru sinni hafi stungið upp á nokkrum endurbótum; eini j maðurinn, sem nokkurn heiður eða nokkur verðlaun eigi skilið í því sambandi, þá er hon- um það auðvitað jöfu nauðsyn að neita því að nokkur annar eigi ]>ar nokkurn þátt í máli; nauðsyn að bera á móti því að félagsleg eða fjármálaleg breyting hafi komið í nokkurs manns hug löngu áður en hann opnaði augun fyrir nokkrum 'hlut eða nokkru máli nema peningapokum. Af þessum rótum er sú ákvörðun runnin að feykja King í burt úr huga fólksins í sam- bandi við öll umbótamál. Það aðdáunarverðasta við ræðu Kings var, um leið og hann minti fólk á hinar miklu og mörgu umbætur, sem átt 'höfðu sér stað á dögum frjálslyndu stjórnanna, bæði í stjórn- og mannfélagsmálum, hve hógværlega hann drap á sína eigin þátttöku í þeim umbót- um; skýrði frá fyrirætlunum frjálslynda flokksins um áframhaldandi endurbœtur, þegar hann kæmist til valda aftur — fyrirætlanir, sem frá hefði verið skýrt löngu fyrir desembermánuð 1934—en þá var það sem Bennett snerist hugur þegar hann horfðist í augu við ákveðinn ósigur. — Já, um leið og King minti á alt þetta dró hann það greinilega fram í dagsljósið hverjar væru ástæðurnar fyrir snúningi Bennetts og lík- indin fyrir einlægni hans. > King er velviljaður og sanngjam maður; hann getur sameinað prúðmannlega fram- 'komu og sanngjarna dómgreind við þann mesta heiður, sem nokkrum manni getur hlotnast,—það að vera leiðtogi miljóna manna, sem allir bera til hans fult traust— af því hann er sanngjarn maður ákærir hann ekki Bennett, eins og hann þó gæti með réttu gert, um það að hann fari með vísvitandi á- setnings blekkingar; að hann sé óeinlægur; að hann sé trúðleikari og iðrunarbænir hans á pólitísku banasænginni séu yfirskyn eitt. En hann telur það dálítið grunsamt hversu ákafur og heimtufrekur þessi nýi snáði er í umbótaliðinu þar sem hann krefst þess að fyrir þá dygð að hann ætli að segja skilið við auðvaldið, fái hann keisaralegan skrúða sér til prýði og konungsvald til þess að leika sér að. King og ajlir þeir, sem ásamt honum eru reyndir um langan aldur á sviðum stjórnar- farslegra endurtbóta, bæði í f jármálum, þjóð- félagsmálum og fleiru, neita því að viður- kenna vitnisburðarskjal Bennetts fyrir hann sjálfan og undirritað af honum sjálfum, og krefjast þess að hann sýni merki einlægni sinnar og iðrunar; sýni að hann sé í raun og sannleika það sem hann segist wera, en ekki aðeins fífldjarfur sjónhverfingamaður í hinni pólitísku sögu Canada. Um þetta velta stjórnmálin nú sem stend- ur hér í landi, og King hefir skýrt það greini- lega fyrir canadiskri alþýðu. (Forustugrein þessi er þýdd úr dagblað- inu Winnipeg Free Press). 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd's Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Silfurbrúðkaup Að kveldi þess 14. des. síðastl. söfnuðust saman vinir og nágrann- ar Mr. og Mrs. Ásbjörns Pálssonar í Sunnybrook skólanum í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra. Rev. J. E. Whittles sótti Pálsons fólkiÖ á bíl og stýrði hann einnig skemtun- inni. Hann talaði nokkur orð og bað svo Mr. O. O. Johannson, sem betur og lengur hafði þekt silfur- brúöhjónin að tala einnig. Mr. Johannson talaði vel, sem hans er vandi; benti hann meðal annars á hina framúrskarandi gest- risni Pálssons hjónanna og einnig barna þeirra, sem byðu hverjum þeim, sem að garði bæri að koma inn, og það brosandi. Hann afhenti þeim gaslampa að gjöf, og lét svo um mælt, að þó gjöf þessi væri smá, bæri hún samt vott um hlýjan hug og vináttu þá, er fólk bæri til þeirra. Einnig talaði Magnús Elíasson nokkur orð. Ásbjörn Pálsson þakkaði síðan fólkinu, fyrir hönd þeirra hjóna, fyrir þá velvild, sem þeim væri með þessu sýnd. Síðan skemti fólk sér við söng og leiki og svo var drukk- ið kaffi. Mrs. Pálsson gæddi gest- unum á brúðar-köku, sem þeim silf- urbrúðhjónunum var afhent af kvenfélagi bygðarinnar Síðan var dansað fram eftir nóttunni og sneri fólk svo heimleiðis með glöðum huga yfir að hafa notið þessarar gleðistundar, og að hafa hjálpað til að gera hana sem ánægjulegasta, og með því hafa sýnt þeim Mr. og Mrs. Pálsson verðskuldaða virðingu fyrir hjálp|emi þeirra og drjúga þátttöku í félagsmálum. Arras, B.C. 15. jan. 1935. Viðstaddur. Frá Edmonton 26. jan. 1935. Tíðarfarið hér var gott þar til 21. desember; þá kom svæsið kulda- kast og hríðarveður, og hefir það haldist við í meir en mánuð. Mest varð frostið 45 gráður fyrir neðan núll. Hér er nú mikill snjór, og allir vegir nærri ókleifir yfirferðar, og allur lestagangur á járnbrautum í miklu ólagi,—langt á eftir vana- legum tímatöflum. í dag er mikið mildara veður, og eru menn að vonast eftir góðum kafla, því það er sjaldan, að þessi kuldaköst hér séu eins löng og þetta síðasta. Skýrslur frá veðurstofu stjórnarinnar hér í Edmonton, segja að þessi mánuður sé sá kaldasti janúar, sem komið hafi í siðastlið- in 40 ár. Islendingafélagið “Norðurljós” ákvarðaði að halda “þorrablót” í einum samkomusal borgarinnar (Scandinavian Hall) þann 4. febrú- ar, þar sem íslenzkur matur af ýmsu tagi yrði borinn á borð. Á eftir máltíð fór fram stutt skemtiskrá, og svo dansað til miðnættis. Á árs- fundi félagsins, sem haldinn var 15. janúar, voru allir embættismenn fé- lagsins endurkosnir. Þann 26. des. voru gefin saman i ^ hjónaband af Rev. F. O. Roxburgh, D.D., presti St. Andrews presbytera kirkjunnar, Miss Alice Grace Guð- mundsson og Cyril E. Eoster frá Calgary, Alta. Alice er yngsta dótt- ir þeirra Mr. og Mrs. S. Guðmunds- sonar hér í borginni. Framtíðar- j heimili þeirra verður í Calgary. Um ekkert er mönnum eins tíð-! rætt nú á dögum, eins og “kúvend- I ing” Hon R. B. Bennetts í stjórn-1 NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — Pægilegrl og betri bók í vasann. Hundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirilkingum. ZICZAG málastefnu sinni. Margir eru að geta þess til, að hann hafi náð i eitthvað af pésum Mr. Woods- worth, og þeir orðið til þess að koma fyrir hann vitinu að nokkru leyti, því mikið vantar á það, að stjórnar- formaðurinn sé enn þá kominn á rétta leið til þess að geta komið nokkru lagi á alt það, sem er öfugt við núverandi þjóðfélagsskipulag. Hann er ekki kominn lengra í þá átt en það, að hann heldur að capitalistastefnan sé það hollasta fyrirkomulag, seni þjóðin geti haft. Það þurfi aðeins að gera litlar breyt- ingar hér og þar. Hann verður að gera betur, ef duga skal. Þó bæði liberalar og sambandsmenn (C.C. F.) lofi því, að vinna með honum að öllum umbótamálum i þinginu, þá er engin von til þess að þeir geri sig ánægða með þær uppástungur, sem Mr. Bennett hefir enn þá komið með, og þvi mjög óliklegt að þeir og hann eigi samleið, eða verði sam- mála, þegar hann leggur frumvörp sín fyrir þingið. Það er vonandi að almenningur veiti alvarlega eftir- tekt öllu því, sem fer fram á þessu yfirstandandi þingi. Það ætti að verða til þess, að menn geti óhik- andi vitað hverjum þeim ber að gefa atkvæði sín við næstu kosningar. Það þarf að segja skilið við alt blint flokksfylgi, og að hver og einn greiði atkvæði sín þeim, sem eru að berjast fyrir hagsmunum þjóðar- innar. S. Guðmundsson. Ræningjaflokkar hafa gert mik- inn usla á búgörðum og þorpum i nánd við Peiping í Kína síðan fyrir jól. Hafa þeir látið greipar sópa og sumstaðar brent heil þorp og myrt íbúana svo tugum skiftir. Nankingstjórnin hefir sent herlið til höfuðs bófunum, en það er talið, að þetta séu leyfar af her eins af kínversku hershöfðingjanna, sem snerust gegn Nankingstjó'rninni. VEITIR HREYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eöa annara orsaka, er lasburöa, fær endurnýjaöa hellsu viö að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fólk. MeðaliÖ eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra daga munið þór finna til bata. NUGA TONE fæst í lyfjabúðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Bandormur Margir menn, konur og börn, nota hin og þessi meðöl árangurslaust við ýmsu, sem álitið er að gangi að þvi, sem von er til, þar sem um bandorma ræðir. Merki þess koma oft fram I lystarleysi, stundum þó 1 óeðlilega mikilli matarlyst, giráhvítri tungu, höfuðverk, þreytukend, meltingar- leysi, óværum svefni, andremmu; fylgja þessu oft sárindi í hálsi, dap- urlyndi og veiklun í taugum og þar fram eftir götunum. Bandormar eru mjög mismunandi að lengd; getur stundum svo farið að þeir verði frá 45 til 50 fet á lengd. Eins og gefur að skilja, veltur mikið á að sllkur óvinafagnaður sé numinn með öllu á burt úr líkamanum, með því að dvöl hans þar verður æ hættulegri með hverjum degi sem líður. Að láta það afskiftalaust að bandormur nái að þroskast í manni dag eftir dag og ár eftir ár, er með öllu ósæmilegt og 6- verjandi. Tanex drepur ekki band- orminn á svipstundu, þvf til þess þyrfti það mikið eitur, er ríða myndi sjúklingnum að fullu. En Tanex lamar svo starfsemi bandormsins, að áhrif hans verða smátt og smátt að engu. Efni þau, sem Tanex er sam- sett af hafa hreinsandi áhrif á alt líkamskerfið. Taka má Tanex að morgnl og nær það venjulegast fullri verkun á klukkustund. Tanex er ekki selt I lyfjabúðum, heldur sent beint til sjúklingsins frá efnastofunni. pað er ekki sent C.O.D. Dtekninga skerfur með fullri forskrift kostar $5.00. Sé yður ant um að losna við bandorm, þá sendið eftir Tanez nú þegar. Aðeins selt hjá Royal Laboratory, 607 Royal Bldg. Box 104 Windsor, Ont. (Klipp- ið þessa auglýsingu úr blaðinu, geym- ið hana og sýnið hana vinum yðar; þeir geta orðið yður þakklátir seinna). ECZEMA, KAUN og aðrir skinnsjúkdómar læknast og græðast af Ointment 50c Zam-Buk So°P Eaton Leiðbeiningar Notadrjúgar fyrir heimilin Ef þér viljið endurfegra herbergi yðar og lækka kostnað við húsbúnað, þá sktduð þér hitta að máli Eaton’s sérfræðinga í innanhúss skreytingu. Þeir eru engir sjálfbirgingar. Þeir telja ekki eftir sér að leiö- beina yður við að verja viturlega smáum og stórum upphæðum. Þeir þekkja varning sinn og viðeigandi gerðir. Þeir stinga upp á nýtízku endurbótum, og eins og þér vitið, er slíkt oft æmum vanda bundið. Ef þér því þarfnist ábyggilegra upplýsinga í sambandi við skreyting heimilis yðar 1935, þá skuluð þér setja yður í samband við CONTRACT OFFICE okkar og skýra frá þörfum yðar. Leiðbeiningar ókeypis. Við hengjum veggjapappír, komum fyrir myndum; endurstopp- um húsgögn, málum húsmuni og leggjum gólfdúka. 1 —Furniture Section, Seventh Floor. +T. EATON C? LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.