Lögberg - 07.02.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.02.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Rtf Lffi?^ «¦• Service and Satisfaction PHONE 86 311 1 Seven Lines +k0C\ V\^>$*&°* Dry aeaning 3nd Laundn 48. ARGANGUR ^r^^" ,, w inim ...i nrap '¦'¦ ¦ '¦' ' »¦¦ WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1935 NÚMER 6 Blikmynd — Eftir Nicholas Morant Er eg, alveg nýverið, var staddur í Árborg, var eg kyntur þeim Mr. og Mrs. Harry Gourd; starfsemi þeirra og afrek höfðu slík áhrif á mig, að mér fanst eg vera knúður til þess aíS láta aðra fá vitneskju um þetta líka. Gourds hjónin eru í tölu tólf f jölskyldna, eða svo, af enskum stofni, er á svæði þessu eiga heima. Mr. Gourd, stöðvarstjóri Canadian Pacific járn- brautarfélagsins, fann snemma til þess, hve óhægt honum varíS um vik málsins vegna; leiddi þetta til þess, aö þau hjónin tóku að læra íslenzku að næturlagi við olíulampa, með því að rafljós voru ekki á staðnum; en íslenzkan var aðalmálið á þessum stað. Mæltist þetta, eins og gefur að skilja, vel fyrir hjá bygðarbúum ; dró það heldur ekki úr athyglinni á þessum hjónum, er það vitnaðist, að Mr. Gourd hefði allgóða baritone rödd. Á myndinni getur aS lita Mr. og Mrs. Gourd viS stjórn islenzks söngflokks i lútersku kirkjunni í Árborg. Mrs. Arthur Sigurðsson, organisti safnaðarins er við hljóðfærið. — Wi nnipeg Free Press, laugardaginn 2. febrúar. RÍKISSTJORA HRUNBIÐ AF STOLI Þau tíðindi gerðust siðastliðinn laugardag, að samkvæmt úrskurði hæztaréttar North Dakotaríkis, varð hinn nýkjörni ríkisstjóri, Thomas H. Moodie, aö láta af embætti; hafði hann gegnt því aðeins tæpan mánaðartíma. Úrskurður hæztarétt- ar er bygður á því, að Mr. Moodie hafi ekki fullnægt þcim búsetuskil- yrðum, er grundvallarlög ríkisins geri kröfu til, með því að sannað sé að hann haf i greitt atkvæði í Minné- sotariki 1930, og með því lagt grund- völl að heimilisfangi þar. Mr. Moodie er af canadiskum ættum; fæddur í Huron sýslu í Ontario. Mr. Moodie var kjörinn til ríkisstjóra af hálf u Demokrata-f lokksins; hef ir hann stundað blaðamensku í mörg ár og vakið á sér athygli og traust fyrir ágæta hæfileika til ritmensku. Sá, er við tekur ríkisstjóra-embætti í North Dakota, Walter H. Wel- tord, telst til þess stjórnmálaflokks eða félagsskapar, er nefnir sig Non- Partizan League. KOMST TIL ARA SINNA Þann i. þessa mánaðar lézt að heimili sínu við Old High Bluf f hér í fylkinu, Mrs. Joseph Gladu, 108 ára að aldri; var það álitið að hún myndi vera elzta kona fylkisins; hún var tvígift, og lætur eftir sig fimm börn af fyrra hjónabandi. Barnabörn hennar eru fimtíu og þrjú talsins. KRBFST GERBREYTINGA A OTTAWA SAMNINGUNUM ÞINGMANNSEFNI JAFNAÐARMANNA Flokkur jafnaðarmanna i Mið- Winnipeg kjördæminu hinu syðra, hefir valið sér að þingmannsefni, Stanley H. Knowles, ungan prest hér í borginni. Er hann að sögn lærdómsmaður mikill og mælskur vel. MacMlLLAN- BROWNLEE MALIÐ Gang máls þessa er óþarft að rekja; svo mikla athygli vakti það frá öndverðu, að um fátt var um eitt skeið tíðræddara. Frá úrslitum þess í undirrétti var á sínum tíma greini- lega skýrt. Þau Vivian MacMillan og faðir hennar, áfrýjuðu til hæzta réttar Albertafylkis, úrskurði Mr. Ives dómara, og kröfðust á ný $15,000 skaðabóta af fyrrum for- sætisráðgjafa Brownlee, eða sömu upphæ'ðar og kviSdómur undirrétt- ar hafði ákveðið þeim. Þann 2. þ. m., kvað hæstiréttur Alberta-fylkis upp dóm í málinu, er synjaði á- frýjendum um f járbótakröfu þeirra. DÓMARI t HÆZTARÉTTI Samkvæmt símfregn frá Ot- tawa þann 31. janúar síðastliðinn, hefir Henry Hague Davis, dómari við yfirréttinn í Ontario, verið skip- aður dómari í hæztarétti Canada. BEZTA SKEMTUNIN í þessari viku er sjónleikurinn "Maður og kona." Hann verður líklega aðeins leikinn tvisvar sinn- um. Óefað situr enginn sig úr færi að sjá leik, sem sýndur var í Reykjavik 42 kvöld. Bæði persón- urnar í leiknum og leikendurnir eru að góðu kunnir. Útbúnaour allur er í bezta lagi, tjöldin máluð af Frið- riki Sveinssyni. Einu kvarnarstein- arnir, sem til munu vera í Vestur- heimi, eru notaðir í leiknum. Tala aðgöngumiða er takmörkuð og sýn- ingin byrjar stundvíslega klukkan 8, svo að hyggilegt er að tryggja sér sæti í tæka tið.. Viðleitni leikfélagsins til þess. að sýna góða íslenzka sjónleiki hefir ávalt verið vel metin af Vestur-Is- lendingum og er þess vænst ao svo verði í þetta sinn, þegar það hefir tekist á hendur að sýna á leiksviði meginef niö úr skcáldsögu ef tir braut- ryðjanda í íslenzkri sagnalist. Emil Thoroddsen hefir samið sjónleik- inn upp úr sögu afa sins, Jóns Thor- oddsen sýslumanns, svo sem kunn- ugt er. íslendingar! Fjölmennið og njót- ið góðrar kvöldskemtunar með Leik- félagi Sambandssafnaðar. /. /. Á föstudaginn þann 31. janúar siðastliÖinn. flutti Rt. Hon. W. L. Maskenzie King, leiðtogi frjáls- lynda flokksins, ræðu í sambands- þinginu, er einkum og sérílagi*f jall- aði um afstöðu flokksins gagnvart samningum þeim, sem kendir eru við samveldis fjárhagsstefnuna, er háíS var í Ottawa. Taldi Mr. King ýms, eða jafnvel flest ákvæði þeirra samninga með öllu óviðeigandi í því formi, sem þau nú væri; þessvegna væri óhjákvæmilegt að breyta þeim til tnuna, og yrði slíkt að sjálfsögðu gert jafnskjótt og frjálslyndi flokk- urinn kæmist á ný til v.alda. Ekki kvað Mr. King það svo að skilja, sem hann væri mótfallinn viðskifta- samningum við Bretland og hinar brezku sjálfstjórnar nýlendur, held- ur þvert á móti. En hitt taldi hann engum vafa bundið, að tollmúrar Mr. Bennetts frá 1930 og 1931 gagnvart brezkum varningi, væri hvorttveggja í senn, bæði óeðlilcgir og skaðvænlegir, og hefðu þar af leiSandi á engan hátt náð tilgangi sínum, hversu góður sem hann ann- ars hafi kunnað að vera. Mikið kvað Mr. King núverandi stjórn hafa gert að því að telja almenningi trú um þá margvíslegu blessun, er af samningum þessum hefði leitt; viS nákvæma yfirvegun væri það þó ljóslega sannað, að þrátt fyrir allan fagurgalann, hefðu viðskifti þjóð- arinnar fremur þorrið en hitt, frá þeim tíma er samningar þessir gengu í gildi; ef um hagnað hefði orðið að ræða í einhverri vissri grein, þá hefði það venjulegast ver- ið á kostnað einhverra annara marg- falt þýöingarmeiri tegunda. Með tilliti til þingsályktunartil- lögu frá Mr. J. H. Harris, íhalds- flokks þingmanni frá Toronto, er blessa átti yfir þessa samninga af nýju, lýsti Mr. King yfir því, að f lokksmenn sínir myndu undantekn- ingarlaust greiða atkvæði á móti henni; enda hefði fimm ára reynsla þjóðarinnar vegið þessa margum- ræddu samninga og fundið þá létt- væga. Sveinn Thorvaldsson Þín sæmd er þjóðar sigur og sól í hverri þraut, í vorri framsókn vigur á veruleikans braut. Þig hyllir heiðurs orðan, en hærri er þín dáð, sem fært oss hefir forðan með f estu, táp og ráð. Þú komst sem ýmsir aðrir með árdags vonar glóð, af feðra grund með fjaðrir til flugs á nýrri slóð. Með þinnar ættar þrótti og þor, sem 'engu kveið, og andans sjón er sótti mót sól á þroska leið. Vér lítum liðna daga með landnemanna þor, þar er vor sigur saga, er svnir gengin spor. Þar ungur byr8i barstu í bræðra þinna sveit, og snemma va.skur varstu á vegí í frama leit. Með hlýjum þakkarhljómum þig heiðrar íslenzk sveit, j)ví fáir fleiri blómum hér fáðu okkar reit. Þú megir lengi lifa, er ljós og okkar von, og skörpum dráttum skrifa á skjöldinn Thorvaldsson. M. Markússon. Ofangreint kvæði var ort fyrir heiðurssamsætið, sem herra Sveini Thorvaldssyni var haldið í Winnipeg þann 24. janúar síðastliðinn, en af vangá gleymdist að kalla nafn höfundarins á meðan prógram samsætisins stóð yfir; þarafleiðandi var kvæðið ekki lesiö upp við áminft tækifæri.—Höfundurinn. íslenzk hjúkrunarkona Hermaon Hjálmarsson Hermann látinn Sío'astliðinn þriðjudagsmorgun lézt á heimili sínu 885 Garfield Street hér í borginni, Hermann 1 [jálmarsson Hermann, frekra átta- tíu og sjö ára að aldri, fæddur á Reykjum í Mjóafirði í Suður-Múla- þingi þann 20. dag desember mán- atSar áriÖ 1847; voru foreldrar hans lin alkunnu sæmdarhjón þau Hjálm- ar Hermannsson og María Jóns- dóttir. Hermann var settur til menta og útskrifacSist úr Latínuskólanum 1873; að loknu prófi sigldi hann til Kaupmannahafnar og stundaði nám við háskólann þar árlangt. Upp úr því gekk hann á verzlunarskóla, og lauk þar námi. Þann 27. april 1876 kvæntist Hermann í Kaupmanna- höfn Magneu Guðjohnsen, dóttur l'éturs dómkirkju-organista, og fluttu ungu hjónin þá til Jslands og settust að á Rauf arhöf n; gegndi Hermann þar verzlunarstjóra sýslan um þriggja ára skeið; næstu þrjú árin á eftir bjuggu þau á Harðbak á Melrakkasléttu. Árið 1881 flutti Hermann með fjölskyldu sína til Húsavíkur og gekk i þjónustu þeirrar verzlunar, er Þórður tengdabróðir hans stýrði þar í þorpinu. En árið 1800 flutt- ist f jölskyldan vestur um haf og tók sér bólfestu í Pembina sýslu í North Dak. Stundaði Hermann þar jöfn- um höndum að heita mátti búskap og verzlun og lét hvorttveggja vel. Næsti áningarstaður var í Árborg, þar sem Hermann tók heimilisréttar- land; hingaS til borgarinnar fluttist svo fjölskyldan árið 1914. Gekk Hermann þá í þjónustu Columbia Press, Ltd. sem bókhaldari og gegndi þeim starfa fram á árið 1926; féll honum það verk á marga lund vel; var hann f ramúrskarandi vandvirkur bókhaldari og skrifaði flcstum mönnum fegurri rithönd. Konu sina, ágæta og glæsilega, misti Herman 3. febrúar 1920, eftir langa og ástúðlega sambúð. Börn þeirra Hermanns og frú Magneu eru, sem hér greinir frá: Kirstín (Mrs. J. K. Ólafsson), Gardar, N. Dak.; Hjálmar, búsett- ur í Chicago; Pétur, að Mountain, N. Dak.; María. hjúkrunarkona í Winnipeg, er stjórnaði heimili fyrir föður sinn; Theodora, hjúkrunar- kona i Winnipeg; Þórhallur, verk- f ræðingur í British Columbia; Hall- dóra (Mrs. M. Magnusson), Lon- don, Ont.; Rósa (Mrs. Campbell), Castleton, N. Dak., fósturdóttir. Hermann Hjálmarsson Hermann var margþættur hæfileikamaður og fróðleiksgjarn; hann var fríður maður og hetjulegur, er sameinaði í sér marga höfuðkosti íslendinga aö fornu og nýju; hann var örlynd- ur maður og harður í horn að taka, ef á hann var leitað, en í aðra rönd bljúggeðja sem barn. Þrátt fyrir óvenju háan aldur, rcði Hermann sér ekki fyrir fjöri fram til siðustu stunda. íslenzk marmfélagsgleði hefir mikils mist við fráfall hans; hann var einn þeirra manna, er með heilsteyptu lundarfari lengja daginn í lífi sam- ferðamannanna, en draga að jöfn- um hlutföllum úr dapurleik húm- kveldanna. Útför Hermanns fer fram í dag (fimtudag) frá heimilinu kl. 1.30, en frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 2. MISS GUDRON BÖÐVARSON Því er eins varið með hjúkrunar- kvenna stéttina og flestar aðrar stéttir, sem útheimta nám eða sér- þekkingu, að þar keppa fleiri fram en fastar stöður geti fengið. Nú sem stendur eru allmargar hjúkrunarkonur atvinnulausar eða atvinnulitlar, bæði í Winnipeg og öðrum ljorgum, þrátt fyrir það, þótt þeirra sé brýn þörf. Kringumstæð- ur almennings eru svo þröngar, að margir verða að vera án þess konar hjúkrunar, þótt hún sé nauðsynleg. Þegar læknar hafa Iokið námi gera þeir sér grein f yrir því, að ekki geta allir stundað störf sín í stórborginni; þeir leita þvi fyrir sér úti í bygðum og bjargast þar ein og bezt gengur. Þessu hefir verið öðru vísi varið með hjúkrunarkonurnar. Þær sýn- ast veigra sér við því að setja sig niður og stunda störf sín annars- staðar en í bæjum og borgum. Er þeirra þó sannarlega víða þörf úti á landinu. Astæðan fyrir landfælninni er auðskilin; hjúkrunarkonurnar vita það, að f jöldi fólks hefir úr litlu að spila að því er peninga snertir, og á erfitt með að bæta sæmilegum hjúkrunarkonulaunum ofan á alt annað. Þær eru því bókstaflega— og eðlilega—hræddar um atvinnu- leysi eða hræddar um a?5 störf þeirra veiti ekki nægilegt í aðra hönd, til þess að þær geti lifað sómasamlega. —En eg held fyrir mitt leyti, ao duglegar, heilsuhraustar og kjark- góðar hjúkrunarkonur, sem létu kylfu ráða kasti og settust að í bæri- legri sveit, gætu eftir nokkurn tíma unnið sig þannig áfram að fólkið teldi þær nauðsynlegar—að því bók- staflega fyndist það verða að hafa hjúkrunarkonu sin á meðal; gæti alls ekki verið án þeirra, fremur en það gæti verið án læknis. Mér datt í hug að skrifa þessar fáu línur i sambandi við það, að íslenzk hjúkrunarkona hefir nýlega lokið námi og mun ætla sér að reyna gæfuna í sínu heimahéraði. Er það einkar vel til fallið. Þessi stúlka er GuSrún Böðvar- son. Hún er fædd 21. janúar 1914, að Geysi í Nýja íslandi. Hún stundaði alþýðuskólanám við Lauf- ásskóla í Geysir-bygð og miðskóla- nám að Riverton. ITún byrjaði hjúkrunarnám 2. janúar 1932 við Grace-spítalann í Winnipeg og lauk þar fullnaðar- prófi um siðastliðin áramót, eftir þriggja ára nám, með fyrirtaks vitnisburði að öllu leyti. Ungfrú Böðvarsson er dóttir þeirra hjóna Tímóteusar Böðvar- sonar og Sesselju konu hans. En Sesselja er systurdóttir hins valin- kunna manns Jónasar Jónassonar kaupmanns i Fort Rouge, en hann og Guðmundur Björnsson fyrver- andi landlæknir á Islandi eru syst- kinasynir. Trúi eg því staðfastlega að Guðrún BöðVarsson hafi erft talsvert þeirra sömu hæfileika, er hezt komu Guðmundi Björnssyni að haldi í hans langa og gæfuríka starfi. 5"í<7. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.