Lögberg - 21.03.1935, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1935
Sólarsýn
Framh.
Það var siður að miðsvetrarblóti
forfeðra vorra og gert aS leik, sem
þó jafnan fylgdi nokkur alvara, að
hafa heitstrengingar um hönd, stíga
á stokk sem kallaS var, eða leggja
fram hendur sínar á helga hluti, og
strengja þess heit að vinna einhver
afreksverk fyrir einhvern ákveðinn
tíma .eSa hniga dauSur ella. Þetta
er eitt af því fagra og góSa í hinum
forna siS feSra vorra, sem lagSist
niSur meS kristnitökunni aS ófyrir-
synju. Því aS einungis meS því aS
leggja lífiS aS veSi, getum vér feng.
ið þaS út úr lífinu, sem gerir þaS
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er tiáltvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
. «•
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janflar, 1936, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin flr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEIíTS, Betroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABHAGE, Enkliuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARROTS, Half I/orig Chantenay. The best ali round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCl'MBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meai. This packet will sow 10 to 12 hills.
IjETTCCE, Grantl Itapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Heatl. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellorv Globe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, AVliite Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Haif Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet wiil sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FIiOWER GARDEN. Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malahar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8 — REGULAR FULL SIZE PACKETS — 8
AVALANCHE, Clear White.
WHAT JOY, Cream.
ROSIE, Deep Pink
BARBARA, Salmon.
CHARITY, Crimeon.
No. 3 COLLECTION-
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALTFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested. .
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
AUSTEN FREDERICK,
Lavender.
W’ARRIOR, Maroon.
AMETHYST, Biue.
-Flowers, 15 Packets
MATIIIOIjA. Evening scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No. 4— ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT, Chantenay Half Long
(Large Packet)
ONION, Yellow Globe Danvers,
(Large Packet)
LETTUCE, Grand Rapids. This
packet wiil sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS, Early Short Ronnd
(Large Packet)
RADISH, ....French .. .Breakfast
(Large Packet)
TURNIP, Purple Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
eariy white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet)
ONION, White Pickling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(NotiS þennan seSil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” SendiS póst frítt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimilisfang
Fylki .......
; þess virði að lifa því—einungis með
því, að tefla orku vorri og kröftum
á fremsta hlunn eru líkindi fyrir
því, að störf vor og líf geti fengið
eilíft gildi. Einhver mundi nú
benda á, að sumar þessar heitstreng-
ingar urðu að harmleik.
Það má benda á heitstrengingar
Héðins og Helga í Helgakviðu
Hjörvarðssonar, heitstrenging
Hólmkels að Gaulum, heitstrenging
Hallkels goða eða heitstrengingar
þeirra Karls hins rauða, Gríss og
Klaufa í Svarfdælu. Þetta voru
j heitstrengingar, sem allar enduðu
| tneð blóðsúthellingum og óförum.—
j En það var jafnt á komið um allar
' þessar heitstrengingar, að þær voru
j bornar fram af illutn eða óhreinum
^ hvötum, og því hlutu afleiðingarnar
að vera illar. Og þó var þetta eitt
! gott við þær, að jafnan urðu þessir
menn að gjalda dýrt glópsku sinn-
ar sjálfir og fengu þannig að kom-
ast að raun um, að enginn leggur
óhegnt líf sitt að veði við ill eða au-
virðileg viðfangsefni. — Hitt var
venjulegra, að heitstrengingarnar j
væri þess eðlis, að sæmd og dreng-
skapur þætti í að efna þ^er.
Þess var iðulegast strengt heit, j
að drepa spellvirkja eða illdýri,
vinna konur eða ríki, eða fylgja
drengilega einhverjum mönnum eða '
málstað—eða, ef mikil varfærni var
með, að vera þó ekki verrfeðrung-'
ur.
Má í þvi sambandi minna á heit-
strenging Haralds konungs hárfagra !
að skera ekki hár sitt eða skegg,
fyr en hann hefði unnið allan Nor- ^
eg, eða heitstrenging þeirra Hróars '
og Harðar, Geirs og Helga um að
brjóta hauginn. — Heitstrenging
'Hallsteins um að halla eigi réttum
dómi, ef sér sé trúað til dygða um,
eða heitstrengingar Ingólfs og Leifs.
Heitstrengingar þeirra Jómsvík-
inga er gott dæmi um þennan merki-
lega sið:
Sveinn konungr mælti:
“Það veit eg menn gert hafa jafn-
an að góðum veizlum, þar sem
mannval er gott saman komið, að
menn hafa strengt heit sér til skemt-
unar og ágætis, og er eg þess fúss,
að vér freistum þess gamans.
Strengdi þá Sveinn konungur þess
heit, að vinna ríki af Aðalráði, Sig-
valdi að vinna ríki af Hákoni jarli,
Þórkell hávi að flýja eigi og fylgja
vel Sigvalda, og á sömu leið mælti
Vagn Ákason og allir Jómsviking-
ar.
En einkum er athyglisverð heit-
strenging Bjarnar brezka, "að
fylgja Vagni fóstra sinum, svo sem
honum entist drengskapur og vit.”
Þessi maður einn virtist sjá hætt-
una, sem því gat verið samferða, að
vera of ör á heitstrengingar, nema
um leið væri gætt alls drengskapar,
og þó voru þessar heitstrengingar
allar drengilegar eftir þeirrar tíðar
mælikvarða.
En það, sem eg vildi einkum
draga athyglina að um allar þessar
heitstrengingar, er það, að annað-
hvort voru þær framkvæmdar eða
lífið lagt i sölumar. Það var eng-
inn millivegur til—það var ekki unt
að lækka seglin.
Vér erum oft ör á að gera nýárs-
ákvarðanir, en vér erum venjulegast
jafnfljót að brjóta þær og láta þær
sér til skammar verða. Þetta kem-
ur af því, að vér höfum ekki dug i
oss að leggja lífið við. Vér höfum
ekki þennan næma skilning forfeðra
vorra á því, að líf vort hlýtur að
liggja við, að vér drýgjum þær dáð-
ir, er vér einu sinni komum auga á,
að oss seemir að gera og ber að gera.
Því að hver, sem lækkar seglin fær
ekki að eins við það óvirðing og
vantraust á sjálfum sér, heldur tap-
ar einnig við það þeirri dýpstu gleði,
sem lífið getur gefið, þeirri gleði,
að vinna sitt ítrasta og komast með
þvi í samband við eilífðina i sál
sinni og skynja með því hann óum-
ræðilega fögnuð, sem alt annað verð-
ur að dufti og ösku í samanburði
við.
Enda þótt enginn vafi leiki á því,
að forfeður vorir hafi oft stigið á
hlut réttlætisins, jafnvel þegar þeir
hugðust að vinna hin mestu dreng-
skaparverk—þá hafa þeir þó áreið-
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENCE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
anlega að sumu leyti haft meiri
reynslu af eilífuTif i en vér— af því
að þeir lögðu jafnan líf sitt að veði
við afrekum sínum og gátu eigi
annað.
Þetta er það, sem vér þurfum að
læra af þeim. Ef vér viljum nálg-
ast fortjald eilifðarinnar, þá getum
vér það ekki með öðru móti en því,
að gefa hverju augnabliki eilíft gildi
með störfum vorum, heitstrengdum
til hins itrasta. Og með því móti
umbreytum vér eigi aðeins vorum
innra manni til góðs, heldur einnig
öllum þeim ytri táknum, sem renna
yfir himin sögunnar, þeim táknum,
sem ægja oss óhamingju og feigðar-
spám í byrjun hvers árs og láta sér-
hvert ár drukna í blóði og bölmóði.
Allir tímanlegir hlutir hverfa og
breytast. Mennirnir sjálfir fölna
eins og gras, eins og ritningin segir,
og enginn skyldi undrast það, þótt
vor ytri maður hrörni, því að jafn-
vel himnarnir hrynja í rúst í fylling
timans—sólkerfin slokkna og eyð-
ast og jörðin visnar upp eins og strá.
En því undarlegri er tilfinningin
fyrir því, að samt sem áður stönd-
um vér á þröskuldi hinnar eilifu
veraldar, sem stendur. Það er ver-
öld ljóssins, hins eilífa, sem aldrei
þrýtur og ávalt byggir hverja ver-
öld upp að nýju, betri og fegri en
áður.
“Eldur er beztur með ýta sonum
og sólarsýn.” Þetta skal nú vera
vort nýársguðsjall. Og við þá sól-
arsýn skyldum vér enn einu sinni
hafa þrek og dirfð í oss að gera
heitstrengingar til mikilla hluta —
ef vér viljum leita að hliðum eilífð-
arinnar—og ef vér viljum ekki, að
tíminn líði yfir oss eins og þegjandi
spurning, eins og tilgangslaus
skugganótt.
Benjamín Kristjánson.
—Kirkjuritið.
Trúboð meðal Gyðinga
Þessu málefni hefir sjaldan verið
hreyft meðal íslendinga; mun fæst-
um kunn sú starfsemi. Vafalaust er
það, að það er eitt af hinum mestu
velferðarmálum kirkjunnar. Nú er
vaknaður áhugi meðal allra kirkju-
deilda að hrinda áfram þessu máli
eftir ítrasta megni.
Afstaða kirkjunnar gagnvart
Gyðingum hefir á liðinni tíð verið
hin mesta sorgarsaga. Þetta hefir
skapað mikið djúp milli Gyðinga og
annara þjóða; það reynist afar tor-
velt að brúa það. .
Menn hafa það á móti Gyðingum,
að þeir krossfestu frelsara mann-
kynsins; hinu gleymt, að fyrir at-
beina þeirra er guðsorð til okkar
komið og frelsarinn mannlegu holdi
klæddur meðal þeirra.
Þegar Gyðingum er gefin sök á
því, að þeir hafi krossfest frelsar-
ann, verður að taka tillit til orða
Drottins á krossinum: “Faðir, fyr-
irgef þeim, þvi þeir vita ekki hvað
þeir gera.” Líka má minnast orða
Péturs (Post.s. 3:17) : “Nú veit eg
bræður, að þér gerðuð þetta af van-
þekkingu.” Hygg eg að ef nútíðar
mönnum yfirleitt væri gefið að sök
breytni forfeðra þeirra, þá væri
margur sekur. Mun það reynast
flestra hagur að allar fornar sakir
séu látnar falla niður; enda bein
kristileg skylda að fyrirgefa þeim,
sem frelsarinn bað fyrir á deyjanda
degi.
Það er ekki tilgangur minn að
rýra gildi annarar starfsemi innan
kirkjufélagsins eða kirkjunnar yfir-
leitt, en innan hvers heimilis á sér
stað margskonar starfsemi, er það
hagsýni samkvæmt að hverjum
heimilismanni sé fengið starf það,
sem honum er hentast að vinna,
þannig er það og á svæði kirkjunn-
ar; menn skilja nauðsyn hinna marg
breyttu starfa, en fæstum er gefið
að geta haft jafn mikinn áhuga fyr-
ir þeim öllum, því störfin hafa mis.
munandi þýðingu í huga manna, eft-
ir því hvernig þeir skoða afstöðu
þeirra og gildi innan félagsskapar-
ins.
Það er vel hugsanlegt, að sumir
séu engir sérlegir áhugamenn fyrir
sumu af því, sem kirkjufélagið hef-
ir með höndum, eða hvort sem held-
ur er það alls ekki óhugsandi þeim
sumum sé auðsæ þýðing og gildi
trúboðs meðal Gyðinga, og séu fúsir
að leggja fram krafta sína í þá átt
fremur en að öðru.
Þessvegna vek eg máls á þessu.
Að hverju leyti kemur þá þetta
mál kirkjufélaginu við? Á því get-
ur ekki leikið nokkur vafi.
Þess er fyrst að gæta, að Gyð-
ingum var trúað fyrir orðum Guðs,
og þaðan er það komið til allra
þjóða og kr)istilegra félaga; þess
nýtur kirkjufélag vort; skuldar það
Gyðingaþjóðinni meira en nokkurri
annari.
Skýlaus fyrirheit Guðs boða það,
að Gyðingar muni eitt sinn hylla
frelsara mannanna, sem hinn fyrir-
heitna lífgjafa mannkynsins. Reynsl-
an virðist benda til þess, að þegar
Gyðingar snúast til kristinnar trúar,
að þeir eru atorkumenn og áhuga-
menn öðrum fremur. Minnist eg
skólabróður míns Gyðinga ættar;
víst var enginn meðal okkar, sem
sýndi meiri einlægni og áhuga en
hann; starfar hann nú meðal þjóð-
ar sinnar og vinst vel.
Þegar rætt er um trúboð meðal
erlendra manna annara en Gyðinga,
er fyrsta skilyrðið að geta fengið
til þess menn og konur, sem hafa
til að bera frábæra einlægni og fóm-
fysi og þrautseigju,—að kunna að
velja menn til starfsins.
Siðustu skýrslur herma, að þre-
falt fleiri kristnir Gyðingar taki að
sér kennimannsstörf heldur en
menn, sem snúast til kristni af öðr-
um þjóðum.
Þetta er vert að athuga.
Gyðingar, fyrir daga Krists, voru
mestu trúboðar heimsins. Eg er
sannfærður um það, að þeir eiga
eftir að verða það.
Það er, að minni hyggju, nær ó-
bætanlegt tjón fyrir trúboð meðal
heiðinna manna, að ekki var hægt að
njóta liðsinnis Gyðinganna við það
starf. Hefðu kristnir menn borið
gæfu til þess að njóta liðsinnis
VEITIR HREYSTI OG
HUGREKKI ÞEIM SJÚKU
Fólk. sem vegna aldurs, eSa annara
orsaka, er lasburða, £ær endurnýjaða
heilsu við að nota NUGA-TONE.
NUGA-TONE er íyrirtak fyrir roskið
fólk. Meðalið eylcur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þðr finna til bata.
NUGA TONE fæst I lyfjabúðum,
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
þeirra, væri öll trúboðsstarfsemi
miklu lengra á veg komin en nú er.
Þessvegna blandast mér ekki hugur
um það, að það verður að róa að
því öllum árum að fá sem flesta
meðal Gyðinga til þess að snúast til
kristinnar trúar, mun það reynast
drjúgur skriðsauki í starfi meðal
annara manna þegar frá líður.
Það er kostur Gyðinga trúboðs,
að ekki þarf að fara í aðrar álfur
eða læra tungumál til þess að reka
það starf. Það er vel hægt að fylgj-
ast með því sem gerist í heimahög-
um.
Það er og kostur þessa starfs, að
það geta allar deildir mótmælenda-
kirkjunnar átt samstarf um þetta.
í Winnipeg hefir trúboði verið
haldið uppi í allmörg ár með góðum
árangri. Hefir það bækistöð sína að
158 Aikins stræti. Veitir því for-
stöðu Rev. Hugo Spitzer. Er starf-
inu haldið uppi með fríviljugum
framlögum.
Er starfið margskonar: Guðs-
þjónustur, sunnudagaskóli, tilsögn í
iðnaði, vitjun sjúkra, lækningar ó-
keypis fyrir fátæka, útbýting kristi-
legra rita, o. fl.
Mælt er að sextíu þúsund Gyð-
ingar séu búsettir í Vestur Canada.
Er kept að því að komast í samband
við þá alla; eru menn á ferðinni um
alt landið með þeim erindum; hefir
starfið blessast og borið mikinn
árangur.
Eg hefi fylgst með þessu starfi
um nokkur ár, getur engum bland-
ast um það hugur, að Guð er með í
verki og getur ekki hjá því farið,
að það skapar hverjum farsæld og
blessun, sem vill eiga hlut þar í.
1 Annars geta þeir bezt um þetta sagt,
' sem standa fyrir starfinu. Ekkert
finst mér á móti því, að einhverjum
; þessara manna væri leyft að segja
frá þessari starfsemi á næsta kirkju-
þingi, ef þess væri óskað.
5\ S. C.
HORFÐI’ EG ÚT A HAFIÐ
Horfði’ eg út á hafið
Úr háfjallasal.
En djúp var dimmu vafið,
Með rfaniþskipa val.
Horfði’ eg út á hafið
Og hafgyðja kvað:
Djúp er dimmu vafið,
Þig dreymir um það!
Jón Kernested.
WHAT ONE GIRL WORE
fíy fíETTY BROWNLEE
Llírht-weigrht wools are vying with
the crepes this season as impoirtant
materials for Spring ensembles. Inter-
esting to note, also, is that fabrics such
as taffeta, silks and satins combine
beautifully with wool.
This combination of frabrics is es-
sentially new, but one which has
proven itself a sensation since the first
daring courturiers planned it.
Today, for instance, we illustrate one
of the smartest of the new ensembles.
It is of black wool and one of its main
interests is the white taffeta vestee
and ruff-like collar of the dress.
The dress itself is simple, with short
sleeves, relying solely on the vest and
collar for decor.
The cont is one of the smartest of the
season’s offerings. Full-length, it con-
forms to the mode for the slender sil-
hauette, and at the same time, fea-
tures an unusual type of sleeve, full to
the elbow and tight to the wrist.
The square-cut neckline is a distinct
novelty, showing to advantage the
vestee and collar o,f the dress. The
large buttons which are an important
note in Spring trimmings, are of white
bone with cords of the wool run through
them. The belt and buckle are of black
leather.
As an ensemble for dressy occasions,
this o<ne has no rival and is flattering
to all types. To the tall young Miss it
accentuates the smart silhouette and
the long coat in a boon to the shorter
woman who craves the effect of added
height it gives.
A Black Wool Ensemble Smart for
Spring Wear ls Shoxvn Above. The
Coat Removed, thc Frock Beneath Is
Rcvcalcd as a Simple Affair with Short
Sleeves and Featuring an Interesting
Yestee and Collar of White Taffeta.