Lögberg - 12.03.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.03.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 12. MARZ 1936. Hóffberg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMHIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanft.skrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO <3.00 um driö—Borffist fyrírfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Fjölskrúðugt og fróðlegt rit Lögbergi hefir nýverið borist í hendur til umsagnar 17. árgangur Tímarits Þjóð- ræknisfélags fslendinga; er hér um stóreflis bók að ræða, fjölskrúðuga að efni og vandaða hið bezta að hinum ytra frágangi, að próf- arkalestri undanteknum, sem er meinlega á- bótavant; nægir því til sönnunar að vísa til ritgerðar Dr. Becks um George P. Marsh og vísna St. G. Efnisyfirlit er á þessa leið: Áning (kvæði): Gísli Jónsson; Ármann frændi: J. Magnús Bjamason; Brautryðjend- ur (kvæði): próf. Richard Beck; Edward VIII. Bretakonungur (mynd); Fjárhags- skýrsla Þjóðræknisfélagsins 1934; Fjórar vísur: Stephan G. Stephansson; Frumbygð og fortíð: O. T. Johnson; George V. Breta- konungur (mynd); George P. Marsh, braut- ryðjandi ísl. fræða: próf. Richard Beck; Guð- bjartur Glói (kvæðisbrot): Stephan G. Steph- ansson; Indriði Einarsson: Dr. Stefán Ein- arsson; Kvæðabrot: Stephan G. Stephans- son—Alibi, Glámskygni, Þýzku kartöflurnar; Landnema minnisvarðinn á Gimli: B. E. Johnson; Matthías 100 ára (vísa) : Páll S. Pálsson; Nokkur orð um tunglöld, pakta o. fl.: Sveinn Arnason; Prófessor Watson Kirk- connell: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson; Risar og skessur: Dr. Steingr. Matthíasson; Rödd hrópandans: Guðrún H. Finnsdóttir; Sext- ánda Ársþing Þjóðræknisfélagsins; Skrá yfir valin rit á ensku, um íslenzk efni: próf. Richard Beck; Upphaf borgaralegs hjóna- bands á íslandi: Jón Pálsson; Vísur Mið- húsa-Magnúsar; W. H. Paulson: Jón J. Bíld fell; Þótt þú langförull legðir (sönglag): Einar E. Einarsson; Þrjú kvæði: Páll S. Pálsson—Söknuður, Skilnaður, Endurfund- ir; Ættbróður heilsað (kvæði): próf. Richard Beck. Ritið hefst að þessu sinni með langri og skemtilegri grein um Indriða Einarsson leik- ritaskáld, eftir Dr. Stefán Einarsson prófes- sor í Baltimore; hefir ritgerð þessi mikinn og margvíslegan fróðleik til brunns að bera um þenna víðmenta og bjartsýna brautryðjanda íslenzkrar leikritagerðar, því segja má með fullum rétti að Indriði kæmi í þessari grein skáldskaparins að lítt numdu landi með þjóð vorri. 1 niðurlagi ritgerðar sinnar farast höf. þannig orð: “Það kostar engan neitt að óska hálf- níræðu skáldinu langs lífs. Hitt væri drengi- legar gert ef landar hans létu svo ríflega af mörkum til þjóðleikhússins að djarfasti draumur skáldsins mætti rætast áður en tjald- ið fellur fyrir síðasta þættinum í æfi hans.” Dr. Richard Beck á í Tímaritinu að þessu sinni eitt innleggið öðru betra; stórvandaða og fræðimannlega ritgerð um fjölfræðinginn ameríska George P. Marsh, er manna fyrstur varð til þess að opna augu amerískra manna fyrir ágæti íslenzkra bókmenta. Næst ber að telja “Skrá yfir valin rit á ensku um ís- lenzk efni,” er Dr. Beck hefir tekið saman; er með þessu unnið hið þarfasta verk, sem koma hlýtur að góðu haldi íslenzkum æskulýð þessa lands, er fræðast vill um sögu og bókmentir hinnar íslenzku þjóðar — á ensku. Þriðja innlegg Dr. Becks er prýðilegt kvæði, er hann nefnir “Brautryðjendur.’f 1 því standa þess- ar meitluðu ljóðlínur: “1 týndum gröfum? Morgunleiftur ljóma frá legstað þeirra huldum grænum sverði. Þeir unnu meira röðulrisi en kveldi og raddir slíkra gegnum eilífð hljóma. Þeim pílagrímum allra landa og alda, sem eldi fóru jörð að báðum skautum, í hreinu gulli hjartaprýði og dáða ber hraustra sonum erfðafé að gjalda.” Þrjú kvæði eftir Pál S. Pálsson birtast í þessum árgangi Tímaritsins, öll ljóðræn og vel kveðin; fallegast þykir oss kvæðið “Skilnaður.” Þar er þessi vísa: “Og blástjarnan brosinu týndi, —en blikuðu í augum tár; Eg sá hvernig sorgin var máluð á svip og heitar brár. En léttfættu norðurljósin, sem léku um himininn, með stirðnuðu brosi störðu , er steig eg hingað inn. ” “Áning” er nafnio á góðu kvæði eftir Gísla Jónssön, sámið Í* *tilefní 'af sextugs af- mæli höfundar. Síðasta erindi kvæðisins er þannig: ‘ ‘ Og nú á aldursára gatnamótum, er yfir langan feril verður gáð, mér virðist æðra öllum sálubótum þeim æfimetum hafa að lokum náð:— að vinatrygð, í verki, orðum, hótum, sé vænsta hnoss á farveg lífsins stráð,— og vita, að hafa viljandi engan svikið, þó verkið lítið sé — og ógjört mikið.” Þá á frú Guðrún H. Finnsdóttir í Tíma- ritinu prýðilegt endurminningabrot í sögu- formi, “Rödd hrópandans,” samið á óvenju- lega fögru máli. Það er ávalt eitthvað laðandi við ritsmíð- ar Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar; svo er það líka með “Armann frænda,” sögukorn það, er Tímaritið að þessu sinni flytur. Fróðleik margvíslegan hefir ritgerð Sveins Árnasonar um “Tunglöld óg pakta,” að geyma, þó vera megi að hún eigi sé við allrar alþýðu hæfi. Skrif Steingríms læknis Matthíassonar, “Risar og skessur fyr og nú,” sverja sig mjög í ætt við hans fyrri ritsmíðar að stíl; sniðug framsetning og létt. Ritgerð Dr. Sigurðar Júl. Jóhannessonar um Watson Kirkconnell ágætlega sögð, eins og venja er til frá hans hendi, og grein Jóns Pálssonar fyrrup bankagjaldkera, “Upphaf borgaralegs hjónabands á Islandi,” fróðleg og skemtileg. Sönglag við kvæði Stefáns G. “Þótt þú langförull legðir” eftir E. E. Einarsson, er óþörf viðbót við mörg léleg lög við ódauðleg- an meistaratexta. Jón J. Bíldfell minniht í ritgerð sólskins- mannsins ógleymanlega, W. H. Paulson; framsetning óþarflega þunglamaleg, þó skýrt sé víða allgreinilega frá. Margt fleira læsilegt en það, sem nú hef- ir nefnt verið, hefir Tímaritið til brunns að bera, og sumt ef til vill eins gott, þó rúm leyfi eigi að frekar sé út í farið. Tímaritið verðskuldar margfalt meiri útbreiðslu en það nú nýtur. Það stendur ekkert að baki ýmsu því bezta, sem gefið er út heima á íslandi. Vér lesum alt sem þaðan kemur með áfergi; ilt og gott. Heimaþjóðin gæti alveg sér að meinalausu lesið það bezta, sem samið er og gefið út af þjóðarbrotinu vestra. Ritstjóri Tímaritsins er, eins og að und- anförnu, Dr. Rögnvaldur Pétursson, en prent- unina hafði með höndum Columbia Press, Ltd. MacKenzie King MAÐURINN OG AFRERSVERK IIANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) 1 hinni frægu bók sinni: “Iðnaður og mannúð ” refir King auðsjáanlega liaft í huga þetta hörmungamál, sem liér hefir verið lýst og hann leiddi til lykta með sanngjarnri mála- miðlun. Einn kaflinn í þeirri bók heitir: “Ilinir fjórir málsaðilar.” Þeir eru: Starf- ið, auðurinn, stjórnin og þjóðfélagið. Hið síðasttalda kallar hann hinn þögula málsað- ila. 1 þessu Saskatchewan máli hafði honum verið gleymt eins og hann væri ekki til. Þjóð- félagið hafði liðið, hlustað og horft á deiluna og baráttuna og ekkert getað aðhafst. Þjóð- félagið átti engan þátt í deiluefninu. Flestir munu kannast við svipuð dæmi þar sem f jöld- inn líður fyrir deilur fárra. • Árið 1907 kom upp önnur deila — tal- símaverkfallið. Það mál hafði King einnig með höndum og sýndi þar sem annarstaðar lipurð og sanngirni. Lýsti hann í skýrslu sinni svo greinilega þeim erfiðleikum, þeirri áreynslu og þeim áhyggjum, sem símastörf- um væru samfara og gerði tillögur um svo breytt og bætt kjör símaþjónanna að mörgum þótti nóg um. Hann tók það sérstaklega fram að við þetta starf ynnu stúlkur frá 17 til 20 ára, og einmitt á þeim aldri væru þær við- kvæmar fyrir öllum þeim áhyggjum, sem kvartanir og aðfinslur skilningslítilla og geð- illra símanotenda ykju þeim. Af þessum á- stæðum kvað hann sjálfsagt að sýna lipurð og nærgætni við þessar stúlkur af hálfu vinnu- veitendanna. Af þessu leiddi það vinnu- tími símakvenna var styttur og kjör þeirra að ýmsu leyti bætt. Um þetta mál er hérstaklega rétt hér vegna þess, að það sýnir svo greinilega hversu opin augu og næman skilning hann hafði fyrir kjörum alþýðunnar og hversu ant hann lét sér um að bæta þau. Síðasta stórmál, sem King hafði til sátta meðan hann var verkamálaráðherra var bóm- ullarmálið svokallaða í Quebec. 1 sambandi við rannsókn þess máls kom hann til leiðar miklum endurbótum á lögum fylkisins við- víkjandi unglingavinnu. Upp að ]>eim tíma hafði meðferð á ungíingum í verksmiðjum verið óþolandi.—(Framh.) Ásgeir Ásgeirsson í lieimboði hjá Roosevelt Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri kom hefm úr Ameríkuför sinni með íslandi í gærmorgun. Morgunblaðið hitti hann að máli í gær og bað hann að segja frá ferðalaginu. Var frásögn hans í stórum dráttum á þessa leið: Fyrirlestrar. —Það var Columbia-háskólinn í New York, sem bauð mér vestur, en svo sá hann, eða fyrirlestrastjóri hans, prófessor Potter, ifm það að fleiri háskólar og félög buðu mér lika heim til að halda fyrirlestra hjá sér. Alls flutti eg um 20 fyrirlestra i Bandaríkjunum og Kanada, þar á meðal við Columbia-háskólann í New York, við ríkishá^kólann i Minnesota, við háskólann í South- Carolina, við Wassar College (kvennaháskóla) i New York ríki, í Harvard-klúbbnum í New York og Boston, The Forum (stúdenta- fræðslu) í Montreal, Þjóðræknisfé. laginu í Winnipeg, i Bismarck í Norður-Dakota (á kennaraþingi), í Criterion Clulb í Colorado í Ohio, í Cincinnati (English Speaking Union) o. fl. —Hvert var fyrirlestraefnið ? —Það var aðallega um forna menningu íslendinga. fornsögurnar. Vínlandsferðirnar o. f 1., og nútíðar. menningu þjóðarinnar. Fyrirlestr- arnir voru ágætlega sóttir, eftir því sem um var að gera á hverjum stað. Sumir klúbbar eru fámennir, en þar voru þó um 300 áheyrendur, en í stærstu háskólunum og á kennara- fundum voru áheyrendur alt að 3,000. Ameríkumenn eru góðir á- : heyrendur. og langar til að fræðast | um ísland. Veit allur almenningui þar sára lítið um oss, en þó leyndist | einhver óljós hugmynd hjá flestum I um það, að hér úti í reginhafi byggi | virðuleg menningarþjóð með forna sögu, sem vert væri að kynnast. Þat | gætti áhrifa frá Alþingishátíðinni og I er ótrúlegt hvað hróður hennar hefir | farið víða. Margir hafa haft ein- hver kynni af íslendingum vestra og bera virðingu fyrir þeirri þjóð, sem þeir eru komnir af. Víðast þar sem eg hélt fyrirlestra fyrir félög, komu fram fyrirspurnir á eftir og umræður um íslenzk mál- efni. Gafst mér þá tækifæri til þess að fræða um ýmislegt, sem menn vildu vita og leiðrétta margar rang- ar hugmyndir. Hjá Roosevelt forseta. 1 —Eg kom til Washington að gamni mínu, og meðan eg dvaldist þar fékk eg boð frá Roosevelt for- seta og bað hann mig að heimsækja sig í Hvíta húsinu. Fór eg á fund hans og sátum við lengi á tali og bar margt á góma. RoRosevelt er fatlaður, eins og menn vita, nær máttlaus í fótunum og getur ekki staðið upp úr sæti sínu nema með hjálp, og styðja verður hann ef hann ætlar að ganga. En það sér ekki á honum þar sem hann situr. prúður og fyrirmannlegur og fullur af áhuga. Hann er mjög við. mótsþýður. lipur í viðræðum og er sýnt um að leiða viðræður að því. sem maður hefir áhuga fyrir. Meðal annars varð okkur rætt um íslend- inga vestra og sagði hann að þeir væri í röð beztu bænda og sjómanna i Bandaríkjunum. — (Sama sögðu ýmsir ríkisstjórar, sem eg átti tal við. Sögðu þeir að beztu landnem- arnir hefði komið frá Englandi og Norðurlöndum:. og þar væri íslend- ingar ekki síztir). Roosevelt nýtur mikillar virðing- ar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu. og er enginn efi á því að hann er einn af mestu forvígismönnum þjóðar sinnar. Viðskiftahorfur. —Hvað er að segja um það hvort vér getum aukið markað fyrir ís- lenzkar vörur í Bandaríkjunum ? —Það er enginn minsti efi á þvi, að þar eru mikil markaðsskilyrði fyrir íslenzkar vörur. — En til þess að ná i þann markað þarf mikinn undirbúning og auglýsingar. Og svo þárf áð ná i héþpileg verzhtnar-' sambö’nd, en ejÞ þykist viss um að margir góðir káúþsýsluménn sé reiðubúnir að taka upp viðskifti við íslendinga. Cordell Hull ráðgjafi, sem er nokkurs konar forsætisráðherra. er um þessar mundir að gera viðskifta- samninga við ýmsar þjóðir. og and- inn í þeim samningum er sá, að gera verzlusina frjálsari, þótt skamt sé farið í hverjpm. En það eru ekki gerðir viðskiftasamningar við aðrar þjóðir en þær, sem mest hafa við- skifti við Bandaríkin í einhverri grein. Það er þó ekki búist við að þessi stefna muni eiga sér langan aldur, en meðan hún er uppi þýðir ekkert fyrir oss að fara þá leið, að stjórnirnar semji sín á milli um við. skifti. —Hvaða vörur myndum vér helzt geta selt Bandarikjunum ? —Það er nú t. d. fiskur, en hann þarf þá að vera verkaður á annan hátt en nú er. Stjórnin vinnur að því að auka mjög fiskneyzlu í Bandaríkjunum, “og það kemur af þvi, að vér þurfum miklu meira af fiski, en vér getum aflað sálfir,” sagði Roosevelt forseti við mig. En sá er hængur á fyrir oss Islendinga. að þar vill fólkið helzt nýjan fisk. eða að minsta kosti svo útbúinn. að ekki þurfi að afvatna hann, taka af honum roð eða ná úr honum bein- um Hann þarf að vera svo að hús- mæðurnar geti sett hann beint í pottinn — og svo verður hann að þykja góður. Miklar líkur eru og til þess að vér getum selt mikið af síld til Banda- ríkja. Síldin er nær hið eina matar- kyns. sem menn eta þar saltað. Þá tel eg og að fá mætti mikinn markað fyrir prjónles. Amerísku konurnar hafa ekki tíma til þess að prjóna. En það þarf að vera ein- hver sérstakur stíll á því. sem fengi á sig nafnið íslenzkur still. Og þá er þar nógur markaður fyrir það. En, sem sagt, til þess að ryðja ís. lenzkum vörum braut í Ameríku, þarf mikinn undirbúning og miklar auglýsingar. —Morgunbl. 12. febr. <i r Til Einars P. Jónssonar ritstjórn Lögbergs Góði vinur! Með þessum línum sendi eg þér þrjá dollara fyrir Lögberg. Það kemur æfinlega eins stund- víslega og flóð og fjara, og jafn- vel þó eg svíkist um að bofga, þá kemur það samt. Mikið væri gaman að hugsa til þess að allir, sem skulda Lög- bergi og Heimskringlu sæju sér fært að borga útistandandi skuld- ir fyrir sumardaginn fyrsta næst- komandi. Það má segja að það væri hreinn og beinn sáluhjálp- arvegur, enda lán og gæfuvegur, að borga réttmætar skuldir og þess meiri, sem efnin eru minni; en hinsvegar ekki minni siðferð- isskylda að borga gamlar skuldir, en hinar, sem yngri>kunna að vera. Það veitir ánægju að standa í skilum við þá sem maður hefir haft skifti við, og það þó ein- stakur eigi hlut að máli, í þessu tilfelli verður hún þó margföld, þar sem meiri partur þjóðarbrots okkar vestanhafs á í hlut. Það er víst, að margur er fátækur, og viðskiftavinir Lögbergs og Heims- kringlu ekki síður en aðrir, en mikið má þó gjöra þegar viljinn er með. Þá verður flestum létt að borga litla skuld. fslenzku blöðin í Winnipeg eiga fulla heimtingu á að lifa, ekki neinu vesaldar, heldur góðu lífi, svo lengi sem þau eiga nokk- urt erindi til íslendinga fyrir vestan haf, en til þessa hafa þau verið okkar likams- og sálarfóð- ur og þau munu halda því áfram svo lengi sem við ekki drepum þau úr hungri, fyrir gleymsku og trassaskap. En þegar þau hverfa af leiksviðinu, þá verður líka skamt til dagseturs hjá is- lenzka þjóðarbrotinu i þessu landi. Lengi lifi Lögberg og Heims- kringla! Gleðilegt sumar! Þinn einlægur, S. Sigurðsson. Calgary, 3. marz 1936. IsJenzkir námsmenn fá 20 þúsitndir að gjöf. Göfuglyndur danskur skipaút- gerðarmaður, A. P. Möller, í Höfn, hefir nú um áramótin lagt fram stórgjöf að upphæð 20 þúsund krón. ur. til stofnunar sjóðs, er nefnist: “Sjóður A. P. Möller til styrktar íslenzkum námsmönnum við æðri mentastofnanir í Kauptnannahöfn.” Skal vöxtum sjóðsins varið til húsaleigu eða annars styrks til handa íslenzkum námsmönnum við ýmsar æðri mentastofnanir þar í borginni, svo sem háskólann, f jöllistaskólann, landbúnaðarháskólann, verzlunarhá- skólann, listaskólann, kennarahá- skólann svo og við aðrar jafngildar æðri mentastofnanir. Tekjur sjóðsins greiðast ár hvert til Dansk-íslenzka félagsins, er ann- ast úthlutun styrks af þeim til ís- lenzkra námsmanna í Höfn, en fé- lagið gerir stjórn sjóðsins árlega grein fyrir hvernig fénu hefir verið úthlutað. í stjórn sjóðsins skulu vera þrir menn. Eru tveir þeirra tilnefndir af Dansk-íslenzka félaginu, en þriðja manninn tilnefnir sjóðstofandinn sjálfur og að honum látnum sonur hans, Mærsk Möller. En stjórnin sjálf velur sér formann. Ef koma skyldi fyrir, að eitthvert ár væri enginn íslenzkur nátosmað- ur í Kaupmannahöfn, er komið gæti til greina við úthlutun sjóðsvaxta, þá má annaðhvort leggja vextina við höfuðstólinn eða verja þeim til ein- hvers þess, sem hefir að augnamiði að efla samúðarsamband milli Dan. merkur og íslands, eftir nánari á- kvörðun sjóðstjórnarinnar. Loks segir í skipulagsskránni, að ef reistur skyldi verða í Khöfn námsmanna-bústaður, þar sem ísl. námsmönnum væri heimilað hús- næði svipað því, sem danskir náms- menn fá á námsbústöðum þeim, sem þar eru nú, þá heimilast sjóðsstjórn- inni, með samþykt sjóðsstofnanda eða sonar hans — ef þeir eru á lífi 30,1 Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun b’látt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svö komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR IHLTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO 0g SARGENT, WINNIPEG i/l 1 m.jöi.i’ j U , na ■ 3o‘cboc A iit \ =bc=o<±=>oc 0 o 00O

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.