Lögberg - 12.03.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.03.1936, Blaðsíða 6
LöGJtSERGr, FIMTUDAGiNN 12. MARZ 1936. 6 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Regar hann varð þess var hver hún var og hvaða glæp hann hafði framið, flýtti hann sér heim. Hendur hans og föt voru ötuð hennar saklausa blóði. Hann komst með illan leik inn í stofuna, þar sem eg var, og í veik- um og deyjandi málróm ásakaði hann mig fyrir að vera orsök til þess hra>ðilega glæps, sem hann hefði framið, og fylti brjóst mitt þeirri skelfing og iðrun, sem varir meðan eg lifi. Svo féll hann máttvana og deyjandi þar sem hann stóð ofan á gólfið við fætur mér. Við fallið hafði slitnað æð í brjósti hans, og blóðið streymdi úr munni hans og nösum, svo enginn veitti því eftirtekt að hendur hans og f'öt voru með storknum blóðblettum; allir héldu að það væri hans eigið blóð. Enginn, nema eg vissi hvað skeð hafði. í veikindum þeim og óráði, sem yfir mig féllu eftir þessi ósköp, getur skeð að eg hafi sagt eitthvað við frænku mína, frú A\'augh eða Claudesly Alarn- ington, sem liafi vakið einlivern grun hjá þeim um hver moi-ðið liafi framið. Eg hefi engum sagt fyr en nú, frá því, hvernig og hver framdi þetta viðbjóðslega morð, og eg ætlaði aldrei að gera það; en undir þessum kringum- stæðum, til þess að frelsa saklausan mann t'rá gálganum, tel eg það skyldu mína. Má eg nú setjast niður ?” Nei, ríkissaksóknarinn kvaðst þurfa að yfirheyra hana og byrjal5i á hlífðarlausum gagnspurningum, og reyndi á allan hátt að gera hana tvísaga og flækja frambnrð hennar. En þar sem hún hafði sagt hreinarr sannleika, vanst honum ekkert á að veikja framburð hennar, heldur hið gagnstæða, því eftir því sem hann reyndi meira til að flækja hana í mótsagnir, sem ekki var hægt, skýrðist málið betur og betur, þar til öllum virtist ekki ann- að hægt, en að fanginn jrrði sýknaður undir eins. Eln ríkis-saksóknarinn var ekki þeirrar meiningar; hann gerði alt hva*(5 hann gat að véfengja vitnisburð hennar, en árangurslaust. Konan, sem inn kom með blæjuna fyrir andlitinu, sat hljóð í afskektu horni í salnum, og hlustaði grandgæfilega eftir hverju orði, sem vitnið sagði. Hver getur hugsað sér og því síður lýst þeirri gleði, þeim óumræðilega fögnuði, sem fylti hjarta hennar, þegar hún heyrði að hann var saklaus! Thurston, hennar elskulegi Thurston var saklaus, bæði í hugsun og verki! Honum hafði einu sinni aldrei komið nein glæpsamleg hugsun í hug. Hann var nú sami maðurinn sem hann hafði áður verið í aug- um allra; hann var sá sami, göfugi, elskulegi maðurinn eins og hann var þegar hún sá hann fyrst; trúfastur, sannur, stöðuglyndur, göf- ugur, einlægur, — og ástin blossaði að nýju upp í hjarta hennar. Hún fann það að ást hennar var ekki eins og hún hafði hugsað stundum á þessum löngu aðskilnaðar árum, nein yfirsjón, veiklun eða augnabliks hrifn- ing, nei, þvert á móti, hann verðskuldaði alla þá ást, sem hún bar í brjósti til hans. ó, hversu óumræðileg gleði, hversu takmarka- laus fögnuður! Hún var stilt kona, gædd miklu sjálfs- stjórnar afli, — hún var ekki vön að verða snortin, syo á bæri, af neinum áhrifum gleði eða sorgar — en nú báru tilfinningarnar hana ofurliði. Hún titraði eins og hrísla og féll á- fram á grindaverkið, sem var fyrir framan hana; hamingja og fögnuður tóku svo alger- lega vfirráð vfir huga hennar um stund, að hún gleymdi öllu öðru. En svo rankaði hún vúð sér og mundi að hún þyrfti að koma fram fyrir dómarann og fólkið, til þess að gera enda á kappdeilur lögmannanna, um sókn og vörn, og hún safnaði allri sinni orku, til þess að stilla tilfinningar sínar og ná fullu valdi vfir sér, áður en hún gæfi sig fram. Meðan þessu fór fram hafði lögmaður fangans unnið það á, að framburður síðasta vitnisins var tekinn sem góður og gildur og málinu var vísað í annað sinn til úrskurðar kviðdómsins; þegar konan, sem með hægð hafði verið að koma sér áfram gegnum mann- þyrpinguna upp að dómgrindunum, stóð alt í oinu fvrir framan dómarann, tók af sér skýl- una og Marian Mayfield stóð þar ljóslifandi í fullri mynd. Fanginn rak upp fagnaðaróp og ætlaði að hlaupa til liennar, en var strax tekinn af tveimur lögregluþjónum, sem héldu að hann ætlaði að gera tilraun til að strjúka. Marian sagði ekki eitt einasta orð; hún gat það ekki, enda var það ekki nauðsynlegt. Hún stóð þarna ljóslifandi milli þeirra. Allir þektu hana — dómarinn, lögreglumennirnir, lögmennirnir og fólkið, sem fylti réttarsalinn — hún var þarna fyrir allra augum, og það var nóg! Allir, sem inni voru stóðu á fætur í einu, og allir hrópuðu sem einn maður: “Marian! Marian Mayfield!” og tróðust fram hver sem bezt gat til að fagna þessum kæra en óvænta gesti. Jacqueline féll yfirkomin af þessum ó- vænta íögnuði í faðm Claudys, sem sjálfur af undrun og gleði hafði næstum tapað allri sjálfstjórn. Fólkið þyrptist utan um Miriam, kall- andi, spyrjandi og fagnandi. Marskálkurinn gleymdi alveg að heimta “reglu og þögn” í réttarsalnum, en stóð með opinn munninn af undrun og beið eftir að heyra, eins og aðrir, hvaða sögu að Marian Mayfield hefði að segja. Marian tók loksins til máls og sagði: “Eg er ekki hér til þess að segja neina sögu; sú skýrsla, sem eg þarf að gefa tilheyrir fyrst og fremst hr. Wilcoxen, sem á fullan rétt á að krefjast slíkrar skýrslu af mér, þeg- ar honum þóknast.” Að svo mæltu snéri hún sér frá mannfjöldanum og gekk þangað sem fanginn var, milli tveggja lögreglumanna. Hún leit með sorgbitnu gleðibrosi framan í liann og rétti honum hendina. Hvernig hann mætti þessu ástúðlega til- liti hennar — hvernig hann þrýsti hina fram- réttu hendi hennar—er óþarfi að gera nokkra iilraun til að lýsa. Þeim var báðum of mikill fögnuður í hug til þess að geta sagt nokkurt orð. Hávaðinn og ysinn í dómssalnum varð loks þaggaður niður og dómarinn stóð á fæt- ur til þess að halda ræðu — ræðu, já mjög stutta ræðu. “Hr. Thurston Wilcoxen er sýknaður; réttarhaldinu er slitið.” Að svo mæltu vék dómarinn úr sæti sínu og lögregluþjónarnir hrópuðu af öllum mætti lil fólksins, sem tróðst hvað yfir annað: ‘‘ Víkið úr vegi og gefið hans háæruverðug- heitum dómaranum gangrúm.” Dómarinn gekk rakleitt til hr. Thurstons Wilcoxens, tók innilega í hönd hans, og óskaði honum til lukku með málalokin og Marian sömuleiðis. Hún var frá fyrri tíð mesta upp- áhald dómarans. Svo hneigði hann sig auð- mjúklega fyrir þeim og fór út úr dómssalnum. Fólkið þyrptist að þeim til að óska þeim til hamingju og láta fögnuð sinn í ljósi yfir úrslitum þessa hræðilega máls. 1 fólksþvög- unni var Waugh sjóliðsforingi og fjölskylda hans, sem allir eins og ósjálfrátt viku úr vegi fyrir. Frú Waugh var svo frá sér numin, að hún bæði hló og grét af fögnuði og hrópaði í barnslegri hrifningu: “Ó, Herb! Ó, Lap- wing!” en svo var hún vön að kalla þær áður fyr, Marian og Jacqueline. Sjóliðsforinginn hreytti út úr sér einhverjum óskiljanlegum og sundurlausum blótsyrðum, sem hann hefir sjálfsagt ætlast til að væru tekin sem einhvers konar fagnaðar yfirlýsing, úr því fólkið ætl- aðist til einhvers slíks af honum. Frú L’Oiseau setti á sig hinn mesta fýlu- svip, lét neðri vöruna síga niður á höku, en sperti augabrýrnar upp í hársrætur og kross- aði sig á bak og brjóst, þegar hún sá hina vígðu hendi.systur Theresu innilukta í hinni sterku og karlmannlegu hendi Claudys. Thurston fanst engin ástæða til að dvelja þarna lengur, og bjóst til að fara sem fyrst. Marian studdist við hans styrka armlegg — hann titraði af ánægju-tilfiriningu við að finna hennar mjúku og fögru hendi hvíla á armlegg sínum, — hann sá hennar sólbjarta andlit svo broshýrt og milt — hinar engil- fögru augabrýr — hin speglandi fögru og fjörlegu augu — hina skínandi fögru og mjúku hárlokka, falla í unaðslegum bylgjum niður með hennar blómlegu kinnum, — hann hlustaði hugfanginn á hennar engilblíðu rödd — en — en — var þetta bara draumur! — hann þurfti tíma til að átta sig á því hvort þetta væri virkileiki, eða aðeins fögur draum- sýn. ‘‘Vinir,” sagði hann, “ eg þakka ykkur þá hluttekningu, sem þið hafið sýnt okkur. Fyrir þá, sem ekki mistu traust á mér á hinum skuggalegustu augnablikum æfi minnar á eg engin orð nógu góð til að láta í ljós með þá tilfinningu og j>að þakklæti, s(>m eg mun ávalt bera í brjósti mínu til þeirra. Þið vitið öll hversu erfiður þessi dagur hefir verið og hversu hvíldin mun vera okkur nauðsynleg,” — og hann leit með lotningarfullri aðdáun á IMarian. — “Eftir daginn á morgun óskum við að okkur mætti veitast sú ánægja, að .sjá alla vini okkar heima hjá okkur á Dell Delight. Að svo mæltu hneigði hann sig til hægri og vinstri, og leiddi Marian sína út í gegnum mannþyrpnguna. 37. Kapítuli. Hver mundi vilja ónáða þau, eða voga sér að hnýsast inn í helgidóm endursamfundanna, til að hlusta á þau með klökkum rómi og grát- staf í röddinni, úthella hinum helgustu til- finningum hjarta síns í sameiginlegu ]>akk- læti og lofgjörð — til að horfa á bros l>eirra og tár og brennandi faðmlög. Að síðustu lyfti Marian höfði sínu frá brjósti hans og sagði: “Eg kem til j)ín, eins og eg skildi við þig, blátátæk, elsku Thurston! Eg erfði mikinn auð eftir að við skildum, en j)ví er nú öllu eytt, og nú á eg minna en ekki neitt, j)ví eg stend í ábyrgð fyrir stórum skuldum, sem hvíla á munaðarleysingjahælinu mínu og út- flutnings og nýlendustofnuninni minni. Eg hef'i liugað mér að reyna að ná þessu fé saman með því að leita samskota hjá góðviljuðu fólki.” “ó, elsku Marian, nú finn eg fyrst til þess, hversu mér ber að þakka Guði fyrir þaxm yfirfljótanlega auð, sem mér hefir fall- ið í skaut. Þínum auð, elsku Marian, hefir verið varið á svo göfugan hátt — og liér eftir verða það mín blessuðu sérréttindi að taka að mér að greiða j)ær skuldir, sem hvíla á j)ínum göfugu kærleiksstofnunum, og sjá j)eim borg- ið — og eg fagna yfir þeirri hamingju, sem mér veitist með því að fá tækifæri að lyfta ])essari bvrði af herðum þér! Eg finn svo sárt til þess, elsku konan mín, — eg finn að eg get aldrei fvllilega sannað j)ér ást mína og virðingu, eins og þú átt skilið, hversu mjög sem eg þrái að geta það.” “Ferð mín til Bandaríkjanna, að j)essu sinni, elsku ’rtiurston, var til þess að útvega hæfilega landspildu fyrir nýlendu, einhvers- staðar í Vesturríkjunum, fyrir fátæklinga frá Lundúnaborg, sem eg tók mér fvrir hendur að reyna að hjálpa. ” “Bg veit það, elsku konan mín, eg veit það alt.. Eg tek það að mér að sjá fram úr því og létta þeirri byrði af þér, og standast allann kostnað í sambandi við það. — Ó, elsku Marian mín, hversu ljúft og indælt mér skal vera að vinna með þér og fyrir þig og verja eignum mínum til þess að koma jrinum göf- ugu kærleiksverkum í framkvæmd og borga hvert cent af þeim skuldum, sem þú berð á- byrgð á, svo enginn maður hafi framar nokkra skuldakröfu á hendur j)ér og j)ú getir hér eftir lifað þínu göfuga lífi, fráls og laus við allar áhyggjur. ” Meðan þessi dýrðlega enidursameining j)eirra fór fram í prívat stofu í gistihúsinu, fór Dr. Paul Dauglas til herbergja Thorn- tons liershöfðingja, til j)ess að flytja Miriam ■ J)essi gleðitíðindi og útvega vagn og ökumann, til þess að flytja j)au öll sem fyrst heim til Dell Delight. Ilann koni að lítilli stundu lið- inni með Miriam, sem hann leiddi við hönd sér inn í stofuna. Hún veitti engum, sem inni voru neina eftirtekt, en hélt beint áfram þangað sem Thurston Wilcoxen var, og féll grátandi að fótum hans og tók höndunum um kné hans og grét með svo miklum ekka, eins og hennar unga hjarta væri alveg að springa. Thurston laut niður að henni og reisti hana upp; hann kysti liana á ennið fyrirgefn- ingarkossi og hvíslaði að henni: “Miriam, hefirðu gleymt því að það er önnur manneskja hérna inni, sem á skilið að ])ú veitir henni eftirtekt?” og hann tók í hönd hennar og leiddi hana til Marian. Miriam var bæði feimin og eins og í efa, en Marian rétti henni hendina og þrýsti henni að brjósti sér og sagði: “Hefir barnið mitt gleymt mér? Jæja, svo þú ætlaðir að hefna fyrir mig, Miriam. Mundu það ávalt, alla þína æfi, elsku barn, að takast aldrei' slíkt á hendur eftir óvissum ímyndunum. ‘Mín er hefndin, eg mun endur- gjalda, segir Drottinn.’ ” Því næst kysti hún Miriam mjög innilega og leiddi hana til Paul og fól honum hana til umsjár. Hún rétti Thurston j>ví næst hendina og hann leiddi hana út í vagninn og fór því næst að sækja litlu Angel, .sem allan tímann hafði setið hreyfingarlaus í ruggustólnum í gestastof- unni. Paul og Miriam höfðu fengið sér annan vagn, og er þau voru tilbúin, keyrðu þau á- samt Marian og Thurston til Dell Delight. Þess skal getið, að Thurston sagði af sér prestsembættinu þar í sókninni; gekk frá við- skiftamálum sínum í nágrenninu; útvegaði sér gætna og trúa konu til að gæta húss og bústjórnar á Dell Delight, og’ skildi Paul, Miriam og vesalings Fanny eftir í hennar umsjá, og lagði svo á stað með Marian vestur í land, til að velja nýlendusvæði fyrir inn- flytjendurna frá London, sem Marian ætlaði að setja á stofn. Þegar þau höfðu fengið land sem j)eim líkaði og gengið frá öllu sem bezt, héldu þau austur á leið aftur; tóku sér far með fyrsta skipi til Liverpool og héldu þaðan til London, þar sem Marian fékk öðr- um í hendur umsjónina með útflutningi ný- lendumannanna og kvaddi munaðarlevsingja- heimilið sitt. Thurston lagði stórfé til hvoru- tveggja þessara fyrirtækja, og Marian fékk velhæfa góða konu til þess að taka við stjóm og umsjá munaðarleysingja heimilisins í sinn stað. Að þessu loknu og vel frá gengnu, lögðu l>au aftur á stað til Ameríku. Þau liöfðu ver- ið meir en ár í ferðalagi nú, þegar j>au komu heim. Kostnaðurinn var mikill; ‘þau höfðu eytt meira en þriðjung hinna miklu eigna hr. Wilcoxens í gjafir til líkríarstofnana Marian, og til að borga af skuldir, sem á þeim hvíldu, en það var ekki með nauðung gert; það var hr. Wilcoxen hin mesta g’leði og ánægja; hon- um fanst hann mundi aldrei geta gert nóg, livað j)á lieldur of mikið, fyrir sína elskuðu og óviðjafnanlegu Marian. Þegar þau komu heim var jæirn alstaðar fagnað eins og þau væru úr helju heimt, j)ví fólk var farið að verða lirætt um að þau mundu ætla að setjast að á Bnglandi. Söfn- uðurinn hafði sýnt ást sína, þakklæti og traust til hr. Wilcoxens með J)ví að kjósa engan prest í gtað hans, eftir að hann sagði af sér embættinu og vildu heldur vera prestlausir j>ar til hann kæmi aftur, ef verða mætti að liægt væri að fá liann til að taka aftur við em- bættinu; og fáum dögum eftir að hann var kominn heim, kom sendinefnd frá söfnuðinum á fund hans, með bænarskrá, sem allir, ungir og gamlir í söfnuðinum höfðu skrifað undir, ])ess efnis að biðja liann að takast á hendur prestsþjónustu safnaðarins, eins og hann hafði áður gert. Eftir að hafa talað við ‘ ‘ engilinn sinn, ’ ’ eins og hann með djúpri að- d'áun og virðingu, kallaði Marian, gaf hann- nefndinni loforð um að hann mundi takast á hendur prestsþjónustuna, eins og’ hann hafði áður gert. Tveimur dögurn seinna var annað vanda- mál lagt fyrir þau til úrskurðar. Jacqueline hafði ekki farið aftur til Betle- hem eða endurnýjað klaustur-heitið; hún hafði lagt niður nunnubúninginn og tekið upp búning ungra kvenna; hún var hjá frænku sinni á Luckenough. Claudy sótti fast eftir að fá hana til að heita sér eiginorði, en Jacqueline var í vafa um livað hún ætti að gera. Hún sagðist eltki vita það, en hún sagð- ist lialda að hún hefði engan rétt til þess að verða hamingjusöm, eins og annað fólk; hún sagðist hafa orðið valdandi svo mikilla vand- ræða í heiminum, svo sér mundi vera bezt að hverfa aftur í klaustrið og eyða j)ar æfinni. “En þó ])ú óafvitandi liafir orðið vald- andi sorga og erfiðleika, sem nú til allrar hamingju er farsællega afstaðið, jiá sé eg ekki hvernig þú ætlar að leita þér huggunar í því að bæta einum við ])á tölu, sem hafa orðið að Hða fyrir ógætni þína, með því að gera mig óhamingjusaman alla mína æfi. Þetta er slæm römsemdafærsla, Lina, og ennþá verri trúarbrögð,” sagði Claudy. Jacqueline vissi ekki hvað hún átti að gera; hún gat ekki afráðið hvað gera skyldi; það var eins og hún gæti ekki treyst sér,; henni fanst eins og alt sitt líf liefði verið ein óslitin kveðja af yfirsjónum. Loks var þetta mál borið undir gamla sjóliðsforingjann til úrskurðar, sem náðarsamlega svaraði því ]>annig, að þau mættu fara til fjandans fyrir sér. En þau Claudy og Lina, sem voru ekki í neinum sérstökum kunnugleik við hans hátign, djöfulinn, kváðust ekki mundu notfæra sér þetta leyfi sjóliðsforingjans. Þau leituðu því næst ráða til frú Waugh, sem brosti svo á- nægjulega að því hvað þau voru barnalega úrræðalaus og saklaus, og sagði hughreyst- andi við J>au: “Hertu upp hugann, Lapwing! Hertu j)ig upp og láttu ekkert standa í vegi fyrir þeirri liamingju, sem þú mögulega getur öðl- ast. Eg er búin að lifa mörg ár og hefi kvn-ri mörgu fólki, svona upp og ofan, og þó eg hafi stundum kvnst fólki, sem var ekki eins ham- ingjusamt eins og það hefði ef til vill verð- skuldað, — þá samt sem áður hefi eg aklrei kynst neinum, sem voru hamingjusamari en þeir verðskulduðu að vera, og það virðist að vera órjúfanlegt náttúrulögmál að svo sé. Frú L’Oiseau aftur á móti varaði dóttur sína við að treysta ekki ráðleggingum frænku sinnar, sem j)rátt fyrir hennar góða tilgang, væri svo fjarskalega afvegaleidd í hugsunar- hætti, j)ví ef hún mætti ráða, mundi hún af- nema allar hegningar — já, og jafnvel Satan og hreinsunareldinn! En þetta var til einskis, ]>ví Jacqueline hafði miklu minna traust á móður sinni en frú Waugh. En ])ar sem hiín gat ekki ráðið fram úr Jæssu vandamáli með aðstoð frú Waugh, J)á sagði hún Claudy, sem fanst, hann vera búinn að bíða nógu lengi eftir svari, að Jætta mál yrði að bíða ])ar til að þau Marian og Thurston kæmu heim, og ef þau álitu að ]>að væri rétt fvrir sig að sækjast eftir að verða hamingjusiim — ja — þá kann- ske — hún yrði! En hvað sem öðru liði, þá vrði þetta mál að koma undir þeirra úrskurð. Vesalings Claudy beið ekki boðanna, þeg- ar þau voru komin heim, og þau sannarlega settu sig ekki á móti ]>ví að Jacqueline mætti verða “ hamingjusöm ” og hún varð það líka! Þegar frú L’Oiseau heyrði um trúlofun þeirra, signdi hún sig á bak og brjóst, og las fjölda bæna, og sagði að heimurinn væri orð- inn svo vondur, að hún gæti ekki lifað í hon- um. Hún sá þann eina kost fyrir sig að skilja við j)etta spilta fólk og búa sig undir að ganga í klaustur, sem hún og bráðlega gerði, enda leið henni betur þar en annarsstaðar, *því henni fanst hún vera laus við J)ennan syndum spilta heim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.