Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1936 1 Hnausa-rœða Kaldbaks ÞaS er nú það eina efni í hinum langa vaÖli Kaldbaks, er út kom fyr. ir skemstu, sem eg í þetta sinn geri athugasemdir við. Sennilega heföi eg þó slept þessu líka, eins og öllu hinu, ef maður- inn hefÖi ekki með þeim óskapa ofsa og formælingum farið að ræða það efni.— Ef Kaldbak hefði sagt, að hann myndi ekki hvað hann hefði talað um í ræðunni á Hnausum, þá hefði eg tekið það trúanlegt. Sömuleiðis, ef hann hefði sagt, að hann vissi ekkert hvað hann hefði farið þar með, þá hefði mér þótt það einnig mjög svo trúlegt.— En þegar maðurinn lemur það fram, meÖ frekju og óhemjuskap, að smágreinin, er birt var, og nú rétt nýlega endurprentuð, sé öll ræðan, sem hann flutti á Hnausum, þá er næsta erfitt að trúa því, að maður- inn viti ekki, að hann er að fara með gjörsamlega rangt mál, því önnur eins staðhæfing nær ekki nokkurri átt. Ræða Kaldbaks hefir víst hvergi komið á prent. Hún varð til, að þvi er virtist á augnablikinu. Ekkert var lesið Ekki fyrri en að kvæð- inu kom. Ræðan sjálf gúlpaðist út úr manninum, vanhugsuð sjálfsagt, eða sem næst óhugsuð; en kom með þeim dunum og dynkjum, sem venjulega eru í för með Kaldbak, þegar hann er kominn einhversstað- ar á ræðupall. Tala, sem þannig er til orðin, get- ur tæplega komist á prent, enda hefir þessi endemis-ræða hvergi komið út. Smágreinin, sem Kaldbak segir að sé Hnausa-ræða sín, er nákvæmlega tveggja mínútna lestur. Mjög þægi- legt að lesa hana á tveim mínútum. Maðurinn er að treysta um of á tri.. girni og íhugunarleysi fólks, ef hann heldur, að almenningur trúi því, að hann hafi látið sér nægja tveggja mínútna formála fyrir kvæði sínu. á I sjálfan íslendingadaginn, þar sem fjöldi manns var saman kominn, cg hann sjálfur var kominn i þann ó- hemju spenning, sem hann venjul 'ga kemst í, við slík hátíðleg tækifæri. Það var heldur ekkert svipað þvi. Ræðan var sjálfsagt tíu til tólf min- útur, ef til vill alt að fimtán mín- útum. Og ofsinn í manninum var því líkastur, að hann væri í þann veginn að leggja af stað til að berja á jötnum og hrimþursum. Það má vera meiri trúgirnin hjá þeim mönn. um, sem geta trúað þvi, að ræðan sé öll í þessum tveggja mínútna greinarstúf, sem birtur hefir verið. Eitt er þó sameiginlegt, eða svip- að, i þessari smágrein og í ræðunni sjálfri. í báðum var reynt að gera lítið úr biblíunni. Smágreinin segir að biblían kenni, að “hinir fyrstu menn hafi verið skapaðir fyrir sex þúsund árum.” En vísindin hafi aðra sögu að segja, og geti menn svo aðhylst i þvi efni það sem hverjum einum þyki trúlegt. Maður á sjálf. sagt að þakka fyrir það frjálslyndi. En því er aKldbak að koma með þessa lokleysu ? Biblían stgir ekkert um það hve lengi menn hafi bygt þessa jörð. Ekki eitt einasta orð. Af hverju er maðurinn þá að segja þetta? Er höfðinginn svona fáfróð. ur, eða ræður hér mikill áhugi hans, að vinna ritningunni eitthvert tjón, ef hann mætti því við koma?— Ekki hefi eg gert hina minstu til raun til að finna menn er muna glögr eftir Hnausa-ræðu Kaldbaks. En óaðspurt hafa þó nokkrir minst á þetta við mig. í VíðinesbygÖ c i tveir menn, báðir greindir menn, er vita glögt um þetta. Annar þeirra var þó ekki á hátíðinni á Hnaustim En hann fékk nákvæmar fregnir af ræðu og óhenljuskap Kaldbaks, strax eftir hátíðina, og var sú lýs- ing algjörlega í samræmi við frá- sögn mína um ræðuna. Hinn maður- inn var heyrnar- -og sjónarvottur að ærzlunum á hátíðinni. Varð hann svo forviða á ræðunrii, að hún er honum ógleymanleg.— • , 1 , INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS j • Amaranth, Man Akra, N. Dakota.... Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota. .. Bellingham, Wash... Rlaine, Wash Bredenbury, Sask.. .. Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak»ta.. Churchbridge, Sask.. Cypress River Man.. . Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota. þ Elfros, Sask Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson GarCar, N. Dakota. .. Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .. Hayland, P.O., Man. Hecla, Man Hensel, N. Dakota. . . . Hnausa, Man Tvanhoe. Minn Kandahar, Sask. ... J. G. Stephanson 1 Langruth, Man læslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak. .. S. J. Hallgrimson 1 Mozart, Sask Oak Point, Man. ... Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dak .... Point Roberts, Wash.. Red Deer, Alta Revkjavík, Man ! Riverton, Man Seattle. Wash Selkirk, Man W. Nordal ■ Siglunes, P.O., Man. Silver Bay, Man Svold, N. Dakota... . Tantallon, Sask Upham. N. Dakota... Viðir. Man Vogar, Man. Westbourne, Man Winnipegosis, Man.. . Wynyard. Sask J. G. Stephanson ' r I samtali við mann í Riverton, ‘yrir nokkuru síðan, kom það sama fram. Maðurinn er greindur, eins og hinir. “Eg man vel eftir Hnausa- ræðunni,” sagði hann við mig. Þessi ntaður hafði verið staddur náiægt ræðupalli, ásamt nokkurum félögum sínum, á meðan ræðan var flutt. Sagði hann að þeim hefði “ekki lit- ist á blikuna.” Bæði ræðan og ræðu_ maður hefðu verið með þeirn merkj- um, að þeir hefðu orðið gjörsamlega forviða. Mest voru þeir undrandi á vonzkunni í manninum. Fæstir þeirra félaga höfðu heyrt eða séð ræðumann áður. Áttu ekki von á þeim hamförum, er þarna voru á ferð. Flestir þessir menn eru enn í Riverton og munu tæpast geta gleymt þessari einstöku ræðu. Rétt nýlega mætti eg á götu hér á Gimli, greindum manni, er eg hafði ekki séð nokkuð lengi. Mintist hann að fyrrabragði á þessa marg-umtöl. uðu ræðu Kaldbaks. “Eg man vel eftir ræðunni á Hnausum,” sagði hann. Spurði eg hann ekkert út í það og datt talið þar með niður. — Munu þeir vera fleiri eri Kaldbak hyggur, sem muna eftir þessari makalausu ræðu hans. Það er ekki nema rúmt ár síðan, að Kaldbak var að flytja “prédik- un” í Mikley, er fór í sömu átt og ræða hans á Hnausum. Var hann að burðast með þá kenningu, að greindir menn eða gáfaðir, gætu ekki verið trúmenn. Gáfur þeirra stæðu þar í vegi. Átti hann þar sér- staklega við evangeliska trú, að því er virtist. Hún var eftirlátin heimsk- ingjunum. Gáfaðir menn voru of vel viti bornir til þess að vera trú- menn. Þegar maðurinn hafði svo “forpokast” þannig, í þessari “pré- dikun,” sinni, þá settist hann niður, með neyðarlega hlægilegt ánægju- bros á andlitinu, rétt eins og hann teldi sig hafa unnið eitthvert stor- virki. Með þessum “pokaskap” sínum hafði þó Kaldbak, af vissum ástæðum, sært tilfinningar stórhóps af góðu, kristnu fólki, auk þess sem hann hafði vakið gremjú hjá þeim, er atburðir líðandi stundar, snertu minna og f jær stóðu. Um hvorugt þetta virtist maðurinn vita hið minsta, Áhugi hans á að tengja saman trú og heimsku, og hins veg. ar, gáfur og trúleysi, virtist vera al. gjörlega í fyrirrúmi og ráða þarna framkomu hans. — Það var sami innri maðurinn, áem þarna var að tala og sá sem sýndi sig í Hnausa- ræðunni um árið.— Nokkurn veginn föst venja mun það vera hjá Kaldbak, að hafa lang_ an og strangan formála fyrir öllum ljóðum sínum, sem hann les upp á opinberum mannfundum. í veizlu einni í Riverton kom þetta, sem oft- ar, greinilega í Ijós. Tveir gáfaðir menn sátu þar saman, annar aðkom- inn, hinn búsettur í bænum. Kald- bak var á skemtiskrá með ljóðmæli. Þegar komið var að þeim lið, gerði veizlustjóri honum aðvart, að flytja kvæðið. Stendur maðurinn þá upp, en í stað þess að fara að lesa ljóð- mæli sín, yfirlætis-lítið eða látlaust, eins og menn venjulega gera, þá fer hann af stað með heilmikla ræðu. Kemst ræðumaður brátt í geðshrær- hverjum ástæðum, knúðan til að flytja. Talsvert hefi eg orðið var við það að mér hefir verið láð það, að eiga nokkur orðaviðskifti við Kaldbak. Að hann sé sá maður, sem ekki sé svara verður. Hans hugsun sé sú eina, að sverta og svívirða sem mest þá, sem hann eigi orðastað við. Það er fremur slæm lýsing. En mér datt í hug, að eitthvað mætti þó kan- ske laga manninn. Til dæmis væri ekki ómögulegt, að hann gæti lagt af, að minsta kosti nokkuð af sóða- skapnum, sem ásækir hann þegar hann skrifar. Og svo þá um le’Ö, að maðurinn gæti smátt og smátt lært að meta það sanna, svona á borð við illyrði, formælingar og manti- last, eða kanske vel það, þegar frá líður og “lukkan er með.” Gæti ná- unginn tekið þessum umbótum og þannig bjargað þvi sem eftir kann að vera af mannorði hans, þá teldi eg alls ekki eftir mér, að hafa virt hann svars, og þar með hjálpað honuni til að verða ofurlítið þokkalegri cg skárri maður. Mætti þá segja með sönnu, að orðaskiftin hafi ekki orð_ ið til ónýtis. Að við deilu þessa hafi þó, að lokum, eitthvað ofurlítið verið unnið.—- Jóhann Bjarnason. Þjóðmálastefna SERA MATTHIASAR JOCHUMSSONAR í vændum?” Heimamaður lítur til ‘Þetta kannast maður nú við hér: Þarna kom fram hin algenga að- Eftir prófessor Richard Beck. Samtiðarmenn séra Matthíasar gerðu, rnargir hverjir, lítið úr blaða- mensku hans og hlutdeild hans í ís- lenzkum þjóðmálum; brugðu hon- um ósjaldan um stefnuleysi í þeim efnum. Eins og Þorsteinn ritstjóri Gíslason, sem ítarlegast hefir ritað um þessa hlið á starfi skáldsins, bendir á, var sá dómur hvergi nærri með öllu réttmætur. (Afmælisrit 1905, bls. 34-35). Að þeirri niður- stöðu hlýtur hver sá að komast, °r les blöð þau, sem séra Matthías var ritstjóri að, “Þjóðólf” (1874-80) og “Lýð” (1888-90), sæmilega gaum- gæfilega og hlutdrægnislaust. Þar kemur ótvírætt í ljós, eins og víðai í ritum hans, að hann var miklu fast- ari í rásinni í stjórnmálaskoðunum heldur en alment var látið í veðri vaka. (Sbr. ummæli Guðm. prófess- ors Hannessonar í Afmcelisritinu 1905, bls. 67). Hitt er jafnsatt, eins og Þorstcinn Gíslason og fleiri hafa vakið athygh á, að séra Matthías var lítill málá- I fylgjumaður í blaðamensku sinni og þjóðmála-afskiftum, alt annað en ‘ bardagamaður á þeim sviðum, og j enginn flokksmaður. Hann var stór- I um of frjálslyndur og víðsýnn til | þess að láta f jötrast á flokksklafa j og líta á málin gegnum lituð gler augu einhliða flokksfylgis. Stefnu sinni, þegar hann var rit- stjóri “Þjóðólfs,” lýsir séra Matt- hías þannig í sjálfsæfisögu sinni: “Eins og áður er sagt, gat eg ekki með neinu móti fylgt stefnu þeirra blaða né flokka, sem þá létu mest til sin heyra, enda ömuðust margir við minni, sem öll snerist í jafnaðar- og friðarátt. Öll nýmæli, sem mér þótti mestu skifta, voru menta- og samúðarmál, og Dönum vildi eg vægja og reyna til að bæta stjórnar- skrá vora með sáttfúsu og friðsam- legu móti.” (Sögukaflar af sjálfum mér, bls'. 276-77). Hann vildi, eins og hann komst að orði í “Þjóðólfi,” er hann tók við ritstjórn hans (4. maí 1874): “glæða heilbrigt og hlut. drægnislaust lalmenningsálit, —al- menna flramfaraátefnu í landinu, bygða á frjálslyndi, viti og réttvísi.” Þessi miðlunar- eða sáttastefna séra Matthiasar, sem vitanlega átti ekki upp á pallborðið hjá vígreifum samtíðarmönnum hans íslenzkum, kemur mjög ákveðið og glögt fram í tveim bréfum hans til Jóns Sig- urðssoar forseta, rituð þjóðhátíðar- árið, en prentuð í “Skírni” 1921. Segir hann þar meðal annars: “F.g hefi skoðanir fyrir mig, sem stú- dentar vorir ekki fallast á að öllu leyti — eg er náttúrlega ekki póli- tískari en stúdentar, en þó hvgg eg, að mínar meiningar um suma hluti eigi framtíð og heyri sannleikanum til. Eg tala nú reyndar i þcku; eg meina hér um bil þetta: eg vil reyna að efla frið og samlyndi hér innanlands, eins og lífsskilyrði’ þess. að kraftarnir þokist saman til fram- kvæmdanna; vér erum stirð þjóð og tortrygg, ömurlynd og ekki vel hreinskilin ; eðli og landshættir, kjör, vani og kringumstæður draga oss hvern frá öðrum; móti þessum voða vil eg setja vissan conservatívisma, nefnilega þennan: að draga niður dramb manna og gorgeir, þar sem hann ætlar upp, reyna að innræta mönnum hóf og drengskap og pietet, etc.” (bls. 15). Ennfremur farast honum svo orð: “Mín stefna — ef hún er nokkur — er sættandi og samþýðandi. . . . Við eigum stríð fyrir höndum, höfum óvígan her við að etja, eins og þér bezt vitið, en íátt lið og vanbúið mjög í fylking að skipa. Er oss því sá eini kostur beztur, að tvískifta ekki styrknum. heldur allir halda hóp, hvað sem á dynur.” (bls. 17). Trygð séra Matthíasar við þessa þjóðmálastefnu og sannfæring hans um brýna þörf hennar lýsa sér einn ig öfluglega i þessum ummælum hans úr grein i “Lýð” (3. des. 1888) : “Vort bága ástand liggur dýpra en örbirgð og tálmanir: sam- haldsleysið, skylduræktarleysið, dáð. leysið, trúleysið, eljuleysið — skap- lestirnir, þjóðlestirnir. Þetta mynd- ar vort mesta ófrelsi, mesta böl og vesaldóm. . . . Vér þurfum lands- horna milli að stofna eitt alsherjai bræðralag með batnandi tíð — ekki með samþyktum á pappir eða sömdum reglum, heldur með sant- þykt sama vilja, er hafi siðbót og samlyndi fyrir mark og mið.” En þessarar sáttastefnu skáldsin- t þjóðmálum gætir engu miður í ljóðum hans heldur en í blaðagrein- um hans. Einkum slær hann tíðum á þann strenginn í ættjarðarkvæð- um sínum: “Fyr’ borð, fyr’ borð, og brott frá storð, með blindan flokkadrátt! \ flótta jag, en festum lag með frjálsan manndóms hátt.” “Er þjóðin þreytt ? — Sé allir: eitt, til auðnu snýst vort hjól; frá Paradís þá dag hvern rís a: dásamlegri sól.” Þannig hvetur hann þjóð sína til samstarfs að framfaramálum í “Alda-Minni” sínu. Við sama tón- inn kveður í “íslandsminni” hans frá aldamótaárinu. Þá mun flest- um, sem komnir eru til vits og ára, í fersku minni lögeggjanin úr kvæð- inu fagra og hreimmikla: “Eitt er landið ægi girt”: “Burt með lýgi, hlekk og hjúp, hvað sem blindar andann; sendum út á sextugt djúp sundurlyndis f jandann! Græðum saman mein við mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framan. Hvað má höndin ein og ein ? allir leggi saman!” Af sama toga spunnið er kvæðið “Eitt,” þar sem skáldið harmar sár_ an, að “vér kunnum einhug aldri,” og brýnir fyrir þjóð sinni, hversu mikilvægt lögmál einingarinnar er í alheimslífi og þjóðlífi. Nefna mætti f jölmörg önnur dæmi þess úr kvæð- um séra Matthíasar, hve rík sátta- stefnan hefir verið í hug hans á efri sem fyrri árum. Og ekki var nóg með það, að hann væri sífelt að bera bróðurorð milli þjóðbræðra sinna innanlands og hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Hann vildi einnig treysta sem fast- ast bræðraböndin milli íslendinga austan hafs og vestan. (Sjá t. d. grein hans “Landsmenn vorir í Vesturheimi,” Lýður, 26. marz 1889) . Og var það að vonum um jafn ættrækinn mann og þjóðræk- inn, sem skildi og mat íslenzkar erfðir flestum fremur. Sátta- og samvinnustefna hans náði einnig til frænd- og nágranna- þjóðanna á Norðurlöndum. í “Lýð” (21. maí 1889) hvetur hann til auk- inna kynna milli Færeyinga og ís- lendinga: “Það á og þarf að vera veruleg og sönn viðkynning milli ís- lands og Færeyinga, og samhugur og STYIÍKIR TAUGAR OG VElTIIi NYJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar. skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingaríæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna & meðal I 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst I öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan órang- ur. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. bræðralag milli beggja þjóða þarf að skapast.” Sömu miðlunarstefnunni fylgdi hann jafnan í afstöðu sinni til á- greiningsmála íslands og Danmerk- ur, og sætti að vonum hörðum dóm- um fyrir þær skoðanir sínar. Þann- ig segir hann í bréfi frá Kaup- mannahöfn til “Austra” (27. maí Í905): “Eg vil hafa sátt og sam- lyndi, sem er lífsyndi. Þessi eilífi óþokki til Dana er mér reykur í augum.......Eg er nú að reyna til að leggja drög til ársrits, til skiftis á dönsku og íslenzku, sem bera á bróðurlegt sættarorð milli land- anna.” Að sama marki stefndi rit hans Frá Danmörku, eins og ljósast sézt á niðurlagskafla þess. Líti maður nú á þjóðmálastefnu séra Matthíasar í ljósi lífsskoðana hans, verður hún ofboð skiljanleg, og honum gersamlega eðlileg. Kvæði hans eru samfeldur hásöngur sam- úðar og kærleiks. “Mannúðin var drotnandi einkenni hans” (Sigurður Nordal). Hann var “skáldið af náð ! með fangið varma og viða,” eins og Sigurður Sigurðsson kvað um hann látinn. Sannleiksást hans og rétt- lætistilfinning voru að sama skapi, eins og kvæði hans vitna og þeir, sem voru honum gagnkunnugir. Það hefði því verið hin rammasta afneitun á dýpsta og insta eðli sjálfs hans, hefði séra Matthías látið leggja á sig viðjar þröngsýns og harðráðs flokksfylgis. Til daganna enda var hann sátta-semjandinn í þjóðmálum, hinn samúðar- og kær- leiksríki mannvinur, er reyndi “að leggja samúðarbrýr yfir móður mis. skilnings og kala,” eins og séra Jakob Kristinsson komst heppilega að orði í líkræðu sinni eftir skáldið. í ritdómi stuttu fyrir andlát sitt (Lögrétta, 9. júni 1920) játaði séra Matthías bjargfasta kærleikstrú sína með þessum eftirtektarverðu orðum: “Eitt vald er almáttugt og sigrar alt ilt. Og það vald heitir góðleiki. Og hver, sém með hug og hjarta ann góðleik, hann elskar um leið sann- leik og réttlæti. Þannig h'jóðar hin eina sáluhjálplega trú, sem engin þjóð þorir á móti að mæla, hverju sem hún annars trúir eða þv’kist trúa.” —Samtíðin. Meiri lífsgleði Valinkunn kona í Ameríku ákvað nýlega, að hún skyldi reyna að vera eins góðlátleg í viðmóti við alla menn þann klukkutíma dagsins, sern hún hefði mest að gera, en það var milli kl. io og 11 árdegis. Þennan klukkutíma hitti hún ýmsa. Stund- um var hún heima og átti þá m. a. tal við fiskimenn. Einnig sat hún á ráðstefnum í skrifstofum. Öðru livoru átti hún erindi út í bæinn, sem hún bjó i, og stundum voru gest ir hjá henni. Á laugardögum þurfti hún að sinna börnum sínum og hóp af öðrum börnum, sem komu að finna þau. Á sunnudögum var mað- urinn hennar heima á þessum tíma'. Neyttu þau þá morgunverðar sam- an og lásu blöðin. Aldrei hafði þessari konu skilist, hvílíka fylling tilveran á í sér fólgna fyr en hr.n tók upp þann sið að sýna öllum mönnum þessa sérstöku ástúð. Engir tveis dagar urðu eins, og henni opn. uðust sífelt ný unaðsleg útsýni yfir tilveruna. Á þessum eina tíma á dag fyltist hugur hennar slikum góðvilja óg birtu, að hún bjó að því allan daginn. Ef menn færu alment að dæmí þessarar konu, mundi tilveran get- breytast. Okkur vantar fyrst og fremst meiri góvild og hreinskilni. Slikt mundi þyrla burt þvi tortrygn- ismyrkri og þeirri úlfúð, sem núna gagnsýrir lif mannanna. —Samtíðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.