Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.04.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTCJDAGUNN 23. APRIL, 1936 Mannorðsdómur Eftir Johanne Vogt. Þau gengu þrjú inn í stofuna. “Nær komstu heim í nóttF’ spurði Petra, “segðu mér alt um Gunnar.” ‘ ‘ Það var um dagrenningu. ’ ’ “Klukkan var sex,” sagði Ella. “Heyrðuð þér til mín, ungfrú Kirkner, eg fór þó úr stígvélunum niðri í forstofunni.” “Eg var af tilviljun vakandi og heyrði bjölluhljóminn, kveikti á eldspýtu og leit á úrið. Gunnar hefir háð langt stríð.” “Já, mjög langt, eins og oft á sér stað með gamalt fólk. ” “Talaði hann?” “Stundum mest í óráði. Má eg kveikja í pípunni, ungfrú Kirkner?” “Þú þarft ekki að spyrja Ellu í hvert skifti. Hún er hér eins og heima nú. Er það ekki, Ella?” “Ekki alveg. Mér finst stundum eins og dúa undir fótum mínum. ’ ’ Hún hló lítið. “ Af því Frich var svo ákafur í gærkvöldi, þegar hann talaði um borgarstúlkurnar, en hann átti ekki við þig. ” ‘ ‘ Fyrir yður hefi eg mestu virðingu, frú,” hafði Viktor upp eftir Jakobsen í “fjárþrotunum.” “Það var ekki Frich að þakka að eg misti ekki alt álit hjá unga fólkinu. Hann hafði f jar- lægt mig því allmikið áður en eg kom inn. ’ ’ “Alt, tekur þú persónulega, Ella. Þú ]>arft þó ekki að álíta þig lökustu borgar- stúlkuna — en af þeim fer nú slæmt orð.” “Já, eg veit betur núna; menn halda að minsta kosti að þær aðeins skemti sér. Líf þeirra er aðeins skemtanir. ” “Þá skjátlast ykkur,” sagði EJla róleg “1 höfuðborginni er unnið meira en nokkurs- staðar annarstaðar í landinu' og þar eð sam- kepnin er mikil milli þeirra, sem sækja um vinnu, leggja þeir alla sína krafta fram til að ná áliti. Sé tækifæri, geta menn því ósök- unalaust skemt sér á kvöldin — er það ekki satt?” “Mér finst þú skemtir þér of mikið hér heima' Petra,” sagði Viktor. Petra þaut á fætur. “Já, þú gerir aðeins það, sem þig langar til; þú gætir tekið meiri þátt í hússtjórninni.” “Þetta sagðir þú líka seinast þegar þú varst heima, Viktor. Þú ert ekki viðfeldinn.” “Ungfrúin ætti að fara og þú að taka við stjórninni með duglegri matreiðslukonu. Hér er svo gamaldags og ógeðslega mikill matur. ’ ’ “Þegar þú heimsækir okkur í vetur, Petra, getur þú fengið tilsögn á matreiðslu- skólanum. Það er ágæt stofnun, bæði í hag- fræðilegu og praktísku tilliti. ” “Finst þér líka maturinn vera gamal- dags, Ella?” “ Já' hann er of feitur. Menn brúka ekki nú orðið rjóma ídýfur, aðeins kraftsúpu og smjör. Grænmetið væri miklu aðgengilegra, ef það væri soðið í saltvatni í stað mjólkur.” “Og svo eru það þessi stóru ílát barma- full,” sagði John, “þúsund bjúgubitar- þeg- ar maður borðar aðeins tíu. Það er betra að láta peninga á bankann en eta þá alla upp.” Petra var orðin eldrauð með tár í augum. “Eg hefi aldrei séð slíka kökuhauga eins og í gær,” sagði John. “Það held eg séu smámunir, John. Pabbi ræktar hveiti, eg sá það í sumar. ” “Nei, við getum ekki notað dökka mél- ið,” svaraði Petra. “Við kaupum sæta- brauðshveiti. ” “Það ungverska líklega,” sagði Elífli. “Það er dýrt.” “Eg veit það ekkb eg borga aldrei neitt og pabbi gefur því heldur ekki gaum, en eg hélt að stórbýli þyrftu að hafa þetta. Já — máske eg fari nú að skilja — eg líka.” “Ef þú giftist, eyðileggur þú manninn þinn ” sagði Viktor. “Einn af vinum mínum sagði mér litla sögu frá hveitibrauðsdögum sínum. Hann var giftur prestsdóttur úr Guðbrandsdalnum. Einn daginn segir hún við hann: “Gefðu mér peninga fyrir sykur- toppi.” “Hve mikið?” “12 krónur,” svar- aði hún. “Eg hefi spurt mig fyrir í búðinni þar sem pabbi verzlar.” Hann tók upp pyngju sína og taldi það sem hann átti, þar voru, 25 krónur. “Þetta verður að duga í tíu daga enn,” sagði hann, “fyrir þann tíma get eg ekki hafið kaup mitt. Heldurðu að við getum keypt 12 króna sykurtopp?” Fró þessu augnabliki áttaði hún sig á kringum- sta'ðunum.” Allir hlóu. “Eg ætla að sækja matreiðsluskólann í Kristjaníu!” sagði Petra áköf. “Þú ert líka of gild,” sagði Ella ertandi. ‘ ‘ Eg er svo þakklát fyrir þessar bending- ar,” sagði Petra. “Láttu nú alt ganga eins og það hefir gengið, þangað til þú kemur aftur með þína nýju þekkingu. Þá er tími til að byrja, og minstu svo ekki á þetta við neinn, Petra—” A þessu augnabliki voru dyrnar opnaðar og inn kom kennarinn og Frich. Þegar Frich sá þennan hóp hrökk hann við. “Sefur þú ekki' Viktor?” spurði hann hörkulega. “Nei, þú vaktir mig með hávaða í morg- un og síðan hefi eg ekki sofnað, enda iðrast eg þess ekki- okkur hefir liðið ágætlega.” “Ó, Frich,” sagði Petra, “eg hefi afráð- iðað—” “Biðja Ödegaard um morgunverð handa kennaranum og Frich,” greip Viktor fram í fyrir henni. Petra beit á vörina, en stóð upp og fór. “ Já, eg er líka svangur,” sagði kennar- inn. “Hvernig líður telpunni minni?” “Agætlega, guðfaðir.” “Það er gott.” Nú kom Ödegaard inn með matinn. “Nei, gefið þér mér smurt brauð og gamalost; þessar sætu kökur eru fyrir börn.” “A eg að koma með staup af portvíni þá- kennari. Hinir borða kökurnar.” Nú var borið inn öl. Þegar kennarinn var búinn að slökkva þorsta sinn, sagði hann: “Ella, komdu hingað' eg skal segja þér nokkuð skemtilegt. ” Ella stóð upp og allir eltu hana. “Við ma'ttum lautinant Börresen í dag, þar sem hann var að temja hund. Þeir hafa aldrei neitt að gera, þessir lautinantar ...” “Hvað svo, guðfaðir?” “Hann stöðvaði mig og bað mig að sjá um að þú dansaðir fyrsta dansinn við mig, á danssamkomunni.” Frich hvíslaði einhverju að Petru. “Hverju er Frich að hvísla, Petra?” spurði Elín. “Hann sagði að þú bolaðir mér út. Það er eg sem vön er að byrja dansinn hér. ” “Það eru þá misgrip,” sagði Ella blíð- lega. “Lízt þér vel á þennan herra—herra—” “Hundatemjarann? áttu við, guðfaðir- .Já, mjög vel, við höfum oft dansað saman og hann kemur stundum heim til mömmu.” “Það var vel gert af honum að bjóða þér að dansa’” sagði kennarinn. . “Það var lán að enginn var áður búinn að bjóða ungfrú Kirkner að dansa.” “Þú ættir ekki að láta svona mikinn pip- ar á matinn þinn,” sagði Viktor. “Það hefir ill áhrif á lifrina. Áreiðanlega. Eg sé gula neista í augum þínum. ’ ’ “Hver vill fylgja mér á pósthúsið?” spurði John. “Bg býst við reikning frá skraddaranum, og verð að sýna skrifaranum hann. ” “Vesalings pabbi-” sagði Viktor. “Láttu mig sjá liann fyrst. Skrifarinn hefir tóman kassa.” “Nei, Viktor — þú manst að þú borgaðir skuldina á Grand—” “En hvað þú ert skrafgjarn, John, og það er Petra líka. 1 f jölskyldunni er aðeins einn stjórnfræðingur — og það er eg,” sagði hann hlæjandi. Þeir voru komnir fram í forstofuna á meðan þeir töluðu, og fóru þar í yfirhafn- irnar. “Eln Viktor, hvernig leizt þér á síðustu bituryrðin hans Frich til Ellu? Á ekki að lemja hann?” “Hann er vitlaus. Hann er þjáður af þeirri löngun að ofsækja. En geturðu sagt mér hvers vegna?” spurði Viktor. “Nei — eg skil það ekki.” Þeir voru komnir spottakorn inn í trjá- göngin, þegar þeir heyrðu Petru hrópa: “Halló.” Báðir snéru sér við og sáu Petru og Ellu á eftir sér. Petra var klædd í nýja kápu með svo hóum ermum að þær náðu upp undir eyru. Á höfðinu bar hún flókahatt með gulbrúnum fjöðrum skreyttan. Elia var í göngukjólnum sínum, þröngri treyju og með loðhúfu. “En Petra,” sagði Viktor- “hvers konar ermar eru það sem eru átreyjunni þinni. Þær fara þér illa eins beröxluð og þú ert.” “Það er nýi vetrarklæðnaðurinn minn, sem eg fékk frá Kristjaníu fyrir jólin, en mér líkar hann ekki. ’ ’ “Bg skal taka hann með mér þegar eg fer- og láta laga hann,” sagði Elín. “Viltu ekki hér eftir láta mig velja klænað þinn, eg þekki ögn af því tæi.” “Ó, eg fer heim og fer í gömlu fötin mín,” sagði Petra. “Nei, komdu nú,” sagði John, greip utan um hana og dróg hana með sér hlaupandi. Elín og Viktor urðu á eftir. “Er lautinant Börresen vinur yðar?” spurði Viktor þurlega. “Já, eg þekki hann mjög vel. ” “Þér þekkið víst marga af ungu mönn- unum í borginni?” “ Já, nokkra. Eg gekk á skóla ásamt ung- um piltum árið áður en eg var útskrifuð sem fullnuma, og eg held flestir þeirra hafi orðið vinir mínir.” “Var ekki leiðinlegt að vera innan um alla þá pilta?” “Dálítið í byrjun, en seinna hugsaði eg aldrei um það. Við höfðum nóg að gera og þá gleymist alt slíkt. Eg get ekkert fundið að slíkum skólum. ” “Þegar eg hugsa um minn bekk, hve tryltir við vorum allir síðasta árið,” sagði Viktor- “get eg ekki ímyndað mér að ung stúlka hefði þrifist hjá okkur. ” “Við vorum þrjár, og það er nú betra. Eg man ekki til að þeir móðguðu okkur nokk- uru sinni — nærvera okkar hefir máske gert þá stiltarh og það var þeim enginn bagi.” “Nei, alls ekki.” “Það er samt sem áður óskiljanlegt hve kærulausir þeir geta verið á þeim aldri. Eg man einu sinni að einn drengurinn tók blek- byttu kennarans og kastaði henni í ljósgráan vegg beint á móti, svo blekið myndaði stóra margfætlu með langa arma til allra hliða. Á sama augnabliki kom kennarinn inn og þá varð alger þögn. Enginn hafði gert það og enginn vildi meðganga. Eftir langa árangurs- lausa yfirheyrslu sneri hann sér að mér, sem þá var eina stúlkan þar. “Eg krefst þess af yður, ungfrú, að þér nefnið syndarann. Hver hefir gert þetta?” ‘ ‘ Mér varð nokkuð bylt við- en stóð samt upp og svaraði: “Við erum allir félagar hér. ’ ’ Hann varð eins og utan við sig, hætti við yfirheyrsluna og kenslan byrjaði. “Eftir kl. 2 voru piltarnir vanir að þjóta burt — en þennan dag, þegar eg kom ofan, stóðu allir beggja vegna við stigann, hver drengur með staf eða reglustryku- eins og svífandi sverð yfir höfði mínu. Eg gekk eins og drotning undir þessum konunglegu heið- ursmerkjum, mjög feimin en jafnframt upp með mér. Þegar eg gekk fram hjá þeim síð- ustu tveimur, gall við drynjandi húrra, sem kom skrifstofumanninum til að líta fram um leið og aðaldyrunum var skelt aftur, en allir voru drengirnir horfnir á sama augnabliki. Eftir þetta vildu þeir gera hvað sem var fyrir mig — eg fekk seinna sönnun fyrir því. — Hefði eg þar á móti sagt til syndarans — þá náði guð mig—” “ Já, þá hefði farið illa fyrir yður,” sagði Viktor hugfanginn, “Það er áreiðanlegt. En slík breytni hefir góð áhrif á hugarfarið. Elg er oft klaufi gagnvart kvenfólki- líka sem læknir. Bg misti móður mína þegar eg var tólf ára, svo var eg sendur á skóla og var í fæði hjá fátækri en heiðarlegri fjölskyldu, þar sem eg las og las. — Þér sjáið líka hvern- ig Petra er, hún er ekki eins og aðrar stúlkur —óorðvör og óháttlagin er hún — getur ekki stjórnað hugsunum sínum né kenjum. Já, sá sem saknar heimilisins og áhrifum móðurinn- ar> verður merktur fugl í flokknum.” ‘ ‘ Það er ekki svo undarlegt, þegar maður er alla æfi sína í sveitinni eins og Petra, þar innrætist hjá manni sjálfselska, en í skóla- lífinu í bæjunum gleymist öll ímyndun. Eg held að þið bræðurnir hefðuð átt að sjá um að Petra hefði verið að heiman fáein ár.” ‘ ‘ Þá hefði pabbi orðið einmana, og engan haft að umgangast nema hina leiðinlegu Öde- gaard. Petra er fjörug, skemtir honum, og skoðanir þeirra eru líkar. En það er samt rangt. Já, eg ætti ekki að nefna það- en pabbi er einn af þeim, sem aldrei á peninga.” “Ó,” sagði Ella. “Alt ætti nú að vera hægra hér heima, en það er samt sem áður eins. Það er skylda mín að gera eitthvað fyrir Petru- og eg ætla líka að gera það.” Þau voru nú komin að bugðu á veginum, og þar sátu John og Petra og biðu þeirra. Á sama augnabliki heyrðu þau óp í Frich, sem kom þjótandi út úr skóginum drag- andi sleða. “Eigum við að aka niður að stöðinni,” spurði hann móður. ‘ ‘ Færðin er góð — setjist þið, ungfrú Kirkner — urigfrú Petra^” Elín beið á meðan hinir settust, en þegar hún gekk að sleðanum, setti Viktor hnéð í bakið á Frich’ og sleðinn þaut sem ör ofan brekkuna. Elín hló en varð svo alvarleg. “Hvaða hugsun kom yður til að gera þetta?” spurði hún. “Ó, mér varð það ósjálfrátt, vill yður aldrei slíkt til?” “ Jú, því ver.” “Þá þurfið þér ekki að lá mér. “Nú skulum við flýta otfkur,” sagði Ella. “Eg held Frich verði svo vondur að hann spúi neistum.” “Látum hann spú neistum. Það kemur mér ekki við- ungfrú — en yður ? ’ ’ “Nei.” “Alls ekki?” “Alls ekki — og þó er eg hálfhrædd við liann.” “Eruð þér hræddar við hann?” Segið mér eins og er. Eg þekki yður svo lítið, en hefi þó verið hreinskilinn við yður. Þér vitið ekki hvílík gæfa getur fylgt sannleikanum. ” Elín 1 eit á hann. Hann var blóðrjóður. Þá mundi hún orð Frichs: “Það er ^oig sem á að veiða núna ” Henni gramdist. “Eg hefi ekkert að segja,” sagði hún. Viktor sá að hún breyttist. Þau fóru að tala um ýmsa markleysu. Þegar þau komu til stöðvarinnar, stóðu hin þrjú saman í hóp og biðu þess að póst- húsið yrði opnað. “Þú tókst myndarlega í axlirnar á mér og gafst mér högg á hrygginn,” sagði Frich. “Já, eg hefi sterkar hendur og langa fingur. Það kemur sér vel við mitt starf.” • Gættu löngu fingranna þinna, að þeir kræki ekki í annars manns eign.” Viktor sneri sér að honum. Þeir litu hvor í annars augu heldur illilega. “Við hvað áttu? Álítur þú mig stelsjúk- an?” “Stelsjúkan — sem eins og konunglegur prins rænir dýrasta gimsteininum? Já> hver veit?” Nú var pósthúsið opnað. Hann ruddist inn og bað um bréf og blöð til sýslumannssetursins. Elín smaug undir handlegg hans og sagði hátt: ‘ ‘ Eru nokkur bréf til ungfrú Kirkner ? ’ ’ Þjónninn leit til hennar, blaðaði svo í bréfunum og rétti henni þrjú bréf fyrst. BHn tók við þeim og gekk út. Einangrið þér yður frá okkur?” spurði Frich. “Eg var hrædd um að þér munduð seil- ast í annars manns eign,” svaraði Elín. “Maður hefir orðið þess var áður.” “Er þetta yðar eign hugsun, eða berg- mál af minni?” “Eins og maður hrópar í skóginum, er manni svarað. Komdu nú Petra og vertu mér samferða.” “Já — eg er að bíða eftir skraddara- reikningnum hans Johns; þessir reikningar koma pabba illa.” “Getur þú ekki safnað saman dálitlu handa honum ? ’ ’ ‘ ‘ Hvernig safna ? ’ ’ “Ó' selja dálítið af garðávöxtum, minka kostnaðinn við matarneyzluna og spara ögn við klæðnað þinn, Petra. ” “ Jú — þú segir satt. Nú, John, hvernig gengur það? Hvað sagði Viktor?” ‘ ‘ Viktor ? — eg hefi verið og eyðslusam- ur — og fékk nú sneypu. Næsta vor ætlar Viktor að setjast að sem læknir í höfuðborg- inni og leigja sér hús, þá flyt eg til hans og verð þar unz eg er fullnuma.” “Ó, eg vildi að eg gæti komið og annast um heimilið,” sagði Petra áköf. “ Þú — með Ödegaard og allar kökurnar. Nei’ við verðum að lifa sparsamt,” sagði John með málamyndar alvöru. “Hvað ætlarðu þá að gera við pabba?” sagði Viktor bak við þau. “Ert þú þarna, Viktor? Já- pabba — þetta er rugl úr mér.” “Svo ætlar Viktor að giftast fallegustu prinsessunni í heiminum,” sagði John. “Hvar finnurðu hana?” spurði Viktor hlæjandi. “Austan sólar og vestan mána?” “Ó, hún þarf ekki að vera svo loftkend,” sagði John. “Þú munt vilja hold og blóð eins og aðrir?” “Það hafa allar selráðskonur,” sagði Petra. “Nei, látum mátulega mikið af sólskini og tunglskyni duga,” sagði John. “Dálítið flökt er viðeigandi.” “Þúsund þakkir, John. Þegar sú stund kemur, þá sný eg mér til þín,” sagði læknir- inn. “Á hún að vera aflraunastúlka ? Dálitl- ar bendingar verðurðu að gefa mér.” “Ekkert ákveðið, en nokkuð af öllu. Nú skulum við ekki tala meira um þetta. Ungfrú Kirkner hlær að okkur.” “Nei’ þið skemtið mér. Því er ekki talað meira um ást en gert er. Um falska ást er skrifað — að því er eg skil bezt.” “ Já, eg er yður samþykkur í þessu. Mér líkar betur ensku og amerísku skáldsögurnar, heldur en þær norsku.” “ Já’ þær eru skemtilegri, hreinskilnari. ” “Um hvað talið þið?” spurði Frich bak við þau. “Um ást,” svaraði Viktor. “Um ást í skáldsögum,” sagði Elín. “Það er efni, sem kvenfólk ætti aldrei að tala um,” sagði Frich. “Hversvegna?” spurði Elín kuldalega. “Af })ví þær eru ekki nógu hreinskilnar til að segja meiningu sína blátt áfram.” “Þjófar halda að hver maður steli,” sagði Elín. “Við hvað eigið þér?” spurði Frich og roðnaði. “Lygarinn heldur alla ljúga. Baktalar- inn alla bakmálga. Viljið þér meira, hr. Erich? Eg kann þetta alt utan að.” Viktor leit til þeirra með leynd. Bara eg vissi hvað þetta þýðir, hugsaði hann. “Hvað er orðið af Petru og John?” spurði Elín. “Já’ tali maður um ást, þá heyrir maður hvorki né sér,” sagði Frich. “Þau gengu heim að Bakka, ungfní Petra ætlaði að spyrja um egg.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.