Lögberg - 11.06.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.06.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNl 1936 3 I minningu um tíunda maí 1936 Sástu þá, Jesú sœli, sár mín óbœrileg, til lausnar þínum þrœli Því léztu binda þig, gekst svo undir þá grimdarkvöl að eg kvittaður yrði við eilíft hrygðarböl. —Passíusálmar Hallgríms Pét. urssonar, 23. sálmur, 6. vers. Af öllum villum, er inn hafa kom- ið i kristna kirkju, síðan Marteinn Lúter reis gegn yfirsjónum með- bræðra sinna, held eg að mæðra- dýrkunin sé hættulegust. Únítaratrúin er svo köld, að mannssálin sprengir hana af sér, er til lengdar lætur, \>ó ekki skei það kostnaðarlaust. Andatrúin er svo pyttótt, að heilbrigð skynsemin hafar hfenni einnig, er í virkilegar nauðir rekur. Mæðradýrkunin hrellir mest, því hún tælir mest. Þar er tekinn við- kvæmasti strengur mannlegrar ástar og falskir tónar leiknir á. Fjöldinn dansar eftir alveg eins og börnin á eftir lúðurþeytaranum á mislitu föt- unum í sögunni “The Pied Piper of Hamelin.” Mæðradýrkunin treður sér inn á hársbreiddar bilið næsta við Guð, i mannssálinni. Hún gerir konuna sjálfselskari, óþolinmóðari, dramb- samari, verri við börn sin. Eg hefi verið sjónar- og heyrnar. vottur að því, í sérstökum tilfellum, að konur, sem mikið voru búnar að drekka í sig, frá prédikunarstólum sóknarpresta sinna, um hetjuskap og heilagleik konunnar, þær urðu mikið óþýðari og uppskrúfaðri við börn sin, en þær höfðu áður verið. Það getur ekki haft annað en rotnandi áhrif, að tilbiðja sjálfan sig. Taka þá allir prestar daginn til þess að prédika konuna? Nei, einstöku prédika henni ó- mengað Guðs orð. Áminna hana og báða foreldrana um skyldur þeirra, biðja fyrir þeim. Það hefir sín bætandi áhrif, sem endranær og er því gilt. Því þá að fást um úthverfuna á þessu máli? Hún er svo ógeðsleg. Hún er svo víðtæk. Hún er svo hættuleg. Af því sem eg hefi séð, bæði á íslenzku og ensku, er sá straumur- inn mikið víðtækari, sem prédikar konuna, en hinn, sem prédikar henni Guðs orð þenna dag. Þó kirkjurnar séu tómar eða nær því tómar aðra sunnudaga, fyllast þær þenna dag. Svo margt er á tjá og tundri, af því hún “mamma” á hlut að máli. Það, að Guðs hugmyndin f jarlæg- ist i hugum manna, en móður mynd- in komi í staðinn, er ekki rokið í burtu strax þegar dagurinn er út- runninn. í kirkjum sér maður myndir uppi yfir altarinu, af fríðleiks \ nútíma- konum, með börn í fangi. Konurn. ar hafa krullað hár, eftir nýjustu tízku og mér þykir ekki ólíklegt að fyrirmyndin hafi haft “farða” mál. að andlit. Konan á myndinni er sérstaklega alúðleg við barnið. Hún er svo sem ekki að bera það út þar, auminginn; ekki heldur hlaupa frá því á spilafund eða dans. í haust sem leið kom eg inn í eina slíka kirkju. Á leiðinni inn gólfið, grípur lítil stúlka í mig og hvislar að mér: “Líttu bara á Maríu Jesú móður, er hún ekki indæl þarna með Jesúm í fanginu?” Seinna fór hún aftur að tala um myndina, á sama hátt. Eg hafði ekki hug til þess í það sinn, að út- skýra það fyrir henni, að þetta væri ekki María móðir Drottins, heldur bara hvaða kvenpersóna sem væri, og börn gæti alið. Ef þetta er rétt, þá hefir verið illa gallað það, sem manni hefir áður verið kent. Aumingjarnir, við konurnar. Það er ineð ýmsu móti, vitandi og óaf- vitandi, að bræður vorir ná sér í töglin og hagldirnar. Eg las nokkrar blaðsíður í “Mother India” (Katherine Mayo) á “mæðradaginn” svonefnda, núna tiunda mai. Hafði séð og heyrt tölu. vert úr henni áður. En þarna var það, með öllum til- vitnunum og staðhæfingum, sem þarf til þess að sýna, að um sann- leika ræðir. Og hvílíkur er sá sannleikur, hví- lík sú tilvera, sem konan lifir í þarna og hefir lifað, kvalist og dvalið í öldum saman, og gerir enn. Hvílíkur er sá átrúnaður, sem þetta vesalings fólk hefir. Og undir hvaða merki koma þeir, sem koma þarna til bjargar: trú- boðarnir, læknarnir, bæði karlar og konur? Bara einu merki. Merki krossins. Það er bara fyrir þann eina at- burð, krossfestingu Jesú Krists, að þetta fólk, venjulega úrvalsfólk, fer inn i þenna myrkraheim, bæði með hraðbjörg, það er skjóta læknis- hjálp og með varanlega björgun, það er kristna trú, og eyðir dögum sín- um og kröftum á þessu sviði. Það er fyrir það, að Jesús Kristur lét gegnumstinga hendur sinar og fætur, að þessum margþjáðu verum er nú, smátt og smátt að sendast náðargeisli inn í það algerlega ólýs- anlega böl. Það, að þær sjálfar, þessar niður- troðnu konur, stúlkubörn, réttara sagt, geta orðið mæður, og unna vafalaust afkvæmum sínum með eins fölskvalausri ást, eins og skinið getur í gegnum svo dimma og að- þrengda sál, sýnist ekki hefja þær hátt. Bókin “Mother India” hefir verið prentuð þrjátiu og átta sinnum, síð- an 1927, að hún kom út. Samt býst eg við, að margir þeirra manna og kvenna, sem Lögberg lesa, hafi ekki lesið hana. Eg ætla því að segja hér eina litla sögu af mörgum svip- uðum og margfalt verri, í lauslegri þýðingu: Kofinn er niðdimmur, því troðið hefir verið inn í einu gluggakytruna, sem til er á honum. Svo er nú nótt. í kofanum er þéttskipað mönnum og skepnum. Kona, um tíu ára ald. ur er í barnsnauð þarna uppi í bæla- hrúgunni. Yfirsetukonan, sem æf- inlega er óhreinasta og fáfróðasta konan, sem hægt er að finna, er hlaupin á dyr. Hún þrefar um á- haldið til þess að skiljá á milli með, við húsföðurinn úti (í húsagkirði. Konai^ í barnsnauðinni er í ægileg- ustu þjáningunum. Enskur kvenlæknir kemur inn. Hún spyr hvar yfirsetukonan sé. “Hún fór út,” segir tengdamóðir- in og snýr sér upp í horn. Kýr liggur fast við rúmfletin og fleiri skepnur. Konan veika er á hærra fletinu. Enski kvenlæknirinn klifrar upp á bakið á kúnni og eftir nokkra stund er hún búin að bjarga tveimur börnum inn í veröldina, pilti og stúlku, og tiu ára móðirin lif- andi. HVernig ætli okkur litist á konun. um, sem undir þessum kringumstæð. um njótum þeirrar fullkomnustu hjálpar, sem mannúð og vísindi geta veitt, að vera settar út í óþrifa- legasta kofahornið, sem hægt er að finna, loft- og ljóslaust, i skítugum tuskum, já ólýsanlega skítugum; vera misþyrmt svo ægilega og heimskulega, þegar illa gengur, að út í það færi eg ekki í frásögn, nema orð fyrir crð upp úr bókinni. Samt má geta þess að þegar afar illa gengur, þá tekur yfirsetukonan sig til ogGabbar eftir endilöngum sjúkL ingnum, fram og aftur. Treður hana eins og vinþrúgu. Þó eru aðr- ar aðferðir liennar enn verri. Og hvernig ætli okkur litist nú á það lika, þegar á nú svo sem að hlúa að manni, að láta hrúga að sér kúa- mykju, hrossataði, ösku; síðan að næra nýfædda barnið á þvaginu úr því sjálfu, saman við annan óþverra. Að maður ekki tali nú um að fjögra ára stúlkubarni er kent að biðja um eiginmann og börn, og fjöldinn giftar konur, stundum langt innan tíu ára aldurs. Bölið alt í sambandi við þetta — komu Indverja í heiminn — er svo víðtækt, þungt og svart, að engin tunga eða penni gæti lýst þvi til fulls ; en hin göfuga kona, Katherine Mayo, hefir gert það ljósara en nokkur annar, sem maður hefir um heyrt, enda segir hún að böl Ind- verja stafi frá koniu þeirra í heim- inn — kringumstæðunftm, sem þar að lúta. Vitaskuld veit hún, og við vitum öll, að það er rétt, sem trú- ^óðinn mikli, dr. Jones, segir, að trúarbrögð þeirra þurfi að breytast. Það er hans köllun að flytja þeim kristna trú og við getum séð það á ritum beggja þessara merku höf- unda, ef við trúum því ekki að öðru leyti, að hugsunarháttur fólksins þarna þarf að breytast. Réttur hugs- unarháttur er skilyrði fyrir allri framför. En það er ærinn tími fyr. ir þá sem eru í ægilegum þjáningum staddir, að biða, þar til heil þjóð hefir trúarbragðaskifti. Jú, þær hafa beðið margar kon- urnar, hálfvaxnar þar að auki og í nauðungar hjónabandi, þær hafa beðið og bíða. Þær hafa dáið písl- ardauða og eru að deyja. Þær hafa orðið vitfirtar, er æsku þeirra og sakleysi hefir verið misboðið svo ægilega. Eru því miður að verða það enn. Þegar Bretar voru að setja í gildi ný hjónabandslög, lög, sem hækkuðu aldurstakmark stúlkunnar svo mikið nær fullorðinsárunum, þá var svo fult af fólki, feðrum og mæðr- um fyrir framan skrifstofuna, sól- arhringana áður, að ekki varð kom. ist um strætið. Og hvað var þetta fólk að gera? Það var að gifta börnin sín ó- málga og fram eftir æskuskeiði; skrásetja hjónabönd óvitAnna, áður en nýju lögin gengju í gildi.------ Það er algerður misskilningur, að eg sé að níða konur, mæðurnar, þeg- ar eg er að tala um þetta mál. Lik- lega geta allir séð, að eg vil ekki níða sjálfa mig. Né vil eg gera litið úr þeim ágætu konum, sem margar eru, sem hafa í dygð og trú- mensku alið upp börn sin og beint þeim brautir til sjálfsfórnar og margvíslegrá mann dygða, þar til heyrandi. En þrátt fyrir hið ólýs- anlega gildi móðurástarinnar, þá hefir hún samt oft brugðist. Þján- ingarnar eða syndin, — takmörkin í konunnar eigin sál, orðið konunni svo mikið ofurmagn, að hún reis ekki undir því og börn hennar urðu í minnihluta og verða á svo marg- víslegan og sorglegan hátt. Hún sjálf líka. Af þessu sjáum vér, að það nær engri átt, að setja mynd konunnar upp í kirkju, sem táknandi ódauð- legt afl. Það er ekki sannleikur og má því ekki prédikast. Jesús Kristur er eini maðurinn, sem komið hefir á þessa jörð, er opinberað hefir kærleikann í full- kominni mynd. Það er fyrir hinar gegnum- stungnu hendur hans og fætur að nú er verið að lyfta smælingjunum upp úr myrkraveldinu hjá Indverj- um og annarsstaðar. Það er fyrir kvalabikarinn, sem hann drakk, að okkur kristnum kon- um er i mestri nauðsyn boðin öll sú bezta hjúkrun, sem heimurinn þekkir. Að undir okkar græðast og við hljótum líf og heilsu. Ættum við að láta okkur henda það, að troða okkur svo inn i helgidóm hans, að á hann beri skugga í sálum mannanna. Nei. Við skulum ekki gera það. Bræðrum vorum, þeim hinum vígðu, hefir yfirsézt. Það skal vera partur af trúar og móðurskyldu vorri að leiðrétta þá, er þeim fatast svo grátlega. Eg vil jafnrétti konunnar við manninn. Eg trúi því einnig, að fyrir það hafi Jesús Kristum látið krossfesta sig. Fyrir réttinn í kær- leika á öllum sviðum. En meir en minn hluta vil eg ekki. Inn í helgidóm Drottins á ekki að bera neitt það, sem hægt er að benda á galla á, og halda því þar á lofti sem fullkomnun. Það er algerlega langt og hefir hrun í för með sér. Andleysi er eitt af mörgu, sem getur gripið, grípur hana, konuna. Eitt af því, sem maðurinn hefir krafist af henni, er að hún ali börn til landvarnar. Föðurlands ástin er göfug kend og honum hefir tekist og tekst enn að búa til grímu úr henni, svo hin fáráða móðir trúir að uin göfugar hvatir sé að ræða. En eitt enn datt einhverjum hér i Canada að bjóða konum uþp á pen- inga, ekkert nema peninga, fyrir að ala flest börn. Hér um daginn kom svo í hinum ágætu stórblöðum lands- ins, mynd af fríðleikshúsfreyju, með hóp af efnilegum börnum. Hún var að vinna verðlaunin. Fjárfúlgu. ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meCal fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvi eftirlíking- ar eru árangurslausar. “Hún mamma átti mig fyrir pen_ inga, — til þess að eignast fáeina dali,” geta nú þessi börn sagt, þegar þau komá í kirkju á “mæðradag- inn.” Það er sannleikur og hann, aðeins hann, skal segjast þar. Eg held það sé smán svo mikil, að hún tekur út yfir tárin, að vera í heiminn borinn af kristinrii og þol- anlega upplýstri konu, með það á höfði sér, að móðirin hafi hlustað á peningaframboð, til þess að bera börn sin inn í heiminn. Hlustað á nokk'uð, sem óviðkomandi karlmað- ur sagði henni í • þá átt. Fyrir þetta, fyrir afglöpin, synd- ina í ótal myndum, lét Jesús Krist- ur krossfesta sig. “Náð lét hann oss i té í hinum elskaða, en í honum eigum vér end- urlausnina fyrir hans blóð, fyrir- gefning afbrotanna. Er það sam- kvæmt ríkdómi náðar hans.” Segir Páll postuli i Efesus bréfinu, I. k. 6., 7., 8. v. “Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig.” Jóh. 141. v. Þetta sagði Drottinn sjálfur. Sömuleiðis: “Eg er vínviðurinn; þér eruð greinarnar; sá sem er í mér og eg í honum, hann ber mikinn ávöxt, þvi að án mín getið þér alls ekkert gert.” Jóh. 15, 5. v. Jesús skipar þannig sjálfur fyrir um átrúnaðinn á sig og sýnir fram á að sambandið við hann sé skilyrðið fyrir allri sannri framför. Hvergi nokkursstaðar skipar hann fyrir um átrúnað á aðra mannlega veru. Orðin, sem Frelsarinn talar til móður sinnar á krossinum: “Kona, sjá þar er þinn sonur.” Og til Jó- hannesar: “Sjá, þar er þín móðir,” hefir mótmælendakirkjan skilið og útlagt á þennan hátt: Nú er eg farinn frá þér, en þessi minn elskulegi lærisveinn skal nú vera þér í sonarstað, og þú, Jó- hannes, skalt taka móður mína þér að móður. Frásögnin um skilning Jóhannesar á orðunum, bendir til þess að þannig hafi hann tekið þau. “Og frá þeirri stundu tók læri- sveinninn hana heim til sín.” Jóh. 19—27 v. En eigi orð Drottins þarna að skiljast svo sem eitthvert umboð, er móður hans hafi iyrir mannkynsins hönd, þá er það víst, að eigi hefir Marteinn Lúter skilið það svo, því þá hefði hann öðruvísi um búið. Og þó að flestum muni finnast sem móðir Krists standi guðdóminum nær en aðrir menn eða konur, þá er í mótmælendakirkju enginn ritn- ingarstaður fyrir því, að hún skuli tilbiðjasþ. Samanber Lúkas 11, 27, 28 v. “En er hann var að segja þetta, hóf kona nokkur í mannf jöldanum upp rödd sína og mælti við hann: Sæll er sá kviður, er þig bar og þau brjóst, er þú mylktir. En hann sagði: Já, en sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.” Manni finst að bæði þarna og á krossinum hefði mönnum verið gef_ in bending um það, ef þeir áttu að tilbiðja móður hans. En þó stendur hún algerlega sér, er um þetta mál ræðir. Það, að allar konur séu teknar inn , kirkjuna og gerðar að dýrlingum. Það hefi eg aldrei heyrt um, að einu sinni kaþólsku kirkjuna PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON " '1 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834—Oífice ttmar 4.30-6 Phone 4 03 233 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON J Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 206 Medical Arta Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er a8 hitta Cor. Graham og Kennedy Bta. Phonea 21 213—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talslmi 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœlcnlr VI8talstfmi 3—5 e. h. 41 FURBT STREET 218 Sherburn St,—Sími 30877 Phone 36 137 SImi8 og semjíS um aamtalatlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 ViStalstimar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Siml 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS', ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenxkur löofrœtHngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur löcrfrxxOinour 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlaeknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEO Gegnt pðsthúslnu Slmi 96 210 Heimilis 33 323 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentlst Hours 10 a. m. to 9 p.m. • PHONES: Office 36 196 Res. 61 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. EnnfrBmur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrlfstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur að sðr að ávaxta sparifí fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- rei8a ábyrgðir. Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrlfst.s. 96 757—Helmas. 33 323 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Rcal Estate — Rentals Phone Office 9 5 41T 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viO 8t. Charles Vér erum sérfræðingar I öllum greinum hárs- og andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SlMI 25 070 • UÓTEL I WINNIPEG hafi hent. Munum það, konurnar, að Jesús Kristur hóf okkur upp, jafnt karl- manninum. Að, af þvi hann leið píslir og dauða fyrir vora skuld, þá erum vér nú eigi staddar sem vesa- lings Hindúa konur eða aðrar heiðn. ar konur, í ægilegu myrkri og písl- um. Látum eigi tæla oss til svika við hann, heldur biðjum Guð að sýna oss og þeim sem eiga að leiða oss rétta leið. —Rannveig Kristín Guðmundsdóttir I Sigbjörnsson. ST. REGIS HOTEL THE MARLBOROUGH 285 SMITH ST„ WINNIPEG SMITH STREET, WINNIPE3Q pœoileour 00 róleour bústaOur 4 "Winnipeg’s Down To-wn HoteF miöblkl borgarinnar. 220 Rooms with Bath Herbergi 3-2.00 og þar yfir; með B&nquets, Dances, Conventions, baðklefa 53.00 og þar yfir. Jinners and Functlons of all klnda Ágætar máltíðlr 40c—60c Coffee Nhoppe Free Parking for Cuests F. J. FALL,, Manager CorntoaU ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verð á viku fyrir námu- 100 Rooms with and without og fiskimenn. bath Komið eins og þér eruð klæddir. RATES REASONABLE J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG Phone 28 411 277 Market St. C. G. Htftchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.