Lögberg - 18.06.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.06.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1936 Kaflar úr sögu hegn- ingarhússins í Reykjavík Eftir Arna Óla. L'pp úr aldamótunum 1800 fer föngum sífelt fjölgandi hér í hegn- ingarhúsinu. svo aÖ til vandræÖa horfir um þaÖ aÖ láta >á fá nógan mat, og gæta þeirra. Hinn 3. marz 1804 eru taldir þar 10 fangar fyrir utan sakafólk, en það var 7 karl- menn og 7 konur, eða alls 33 fangar, en í nóvember sama ár, eru fangarn. ir 40. Eru jafnan taldir margir sjúklingar á meðal þeirra, og eru konur þær, sem hraustar eru, látnar hjúkra þeim, en annars stunda þær tóskap, ræsta fangaklefana og íbúð fangavarðar; eru í eldhúsinu, látnar fara í þangfjöru, vinna að mó og garðrækt o. s. frv. En karlmennirnir eru látnir stunda allskonar útivinnu hjá hin- um og öðrum, kom jafnvel fyrir að þeir voru lánaðir suður til Kefla- víkur. Á vertíðinni eru þeir, sem hraustir eru, látnir róa og i april hafa þeir flestir róið 6—12 daga. en sumir verið í beitifjöru. Er nógu fróðlegt að taka lítinn kafla upp úr vinnuskýrslum fangavarðar. í apríl skýrslunni fyrir árið 1804 segir svo; —Jón Jónsson stóri 11 daga við útróðra, Jón Helgason einnig, Guð- mundur Nikulásson 12 daga við sjó- róðra, 3 daga í beitufjöru. Hannes Hannesson 12 daga við sjóróðra, 3 daga í beitufjöru, 1 dag að sækja skipið, J4 dag hjá Frydensberg bæj- arfógeta, 1 dag hjá Wetlesen, 2 daga í apótekinu, 1 dag að höggva brenni. Jón Runólfsson n daga í beitu- f jöru, 1 dag hjá Wetlesen, 1 dag hjá Knudsen, 1 dag að sækja lækni til að skoða lík eins fangans.. Tveir voru 17 og 10 daga að vinna út í bæ. Þuríður Nikulásdóttir gerði hreint í 23 daga. Kristín Vigfúsdóttir var við hjúkrun allan mánuðinn. Helga Jónsdóttir var ýmist við hjúkrun eða í fiski. Jón Snorrason var umsjón- armaður hússins. Af sakafólkinu voru allir veikir, nema einn sem dó! Konurnar voru flestar veikar. Má nú gera ráð fyrir að sumir hafi ver. ið veikir af slæmri aðbúð og illri meðferð. Munu sjást rök til þess í því sem fylgir hér á eftir. Vegna þess að fangarnir léku nokkuð lausum hala, varð gæsla þeirra erfiðari, og voru þeir stund- um að strjúka, eða fóru ferða sinna að fangaverði fornspurðum og kyn, okuðu sér jafnvel ekki við að fremja allskonar þjófnað innan veggja hegningarhússins. Verða nú talin ýms slik atvik, eftir því sem frá þeim er skýrt í fundabók hegningar- hússtjórnarinnar og öðrum skjölum. Hinn 23. ágúst 1804 hélt hegn- ingarhússtjórnin fund i hegningar- húsinu. Fundarefnið var það, að halda yfirheyrslur yfir nokkurum föngum, sem Wjaldbohm fangavörð- ur hafði tilkynt að tekið hefði sig saman um það að strjúka úr fanga- húsinu. Væri foringi þeirra Bjarni Bjarnason, morðinginn frá Sjöundá. Hafði hann lengi verið hafður i járnum, en slept úr þeim að læknis- ráði, vegna þess hvað honum var orðið ilt í fótunum. Sagði Wald- bohm í kæru sinni, að fangarnir hefði útvegað sér ýmis verkfæri, svo sem öxi, tvo hnífa, sax og beykis- knif. Nú fór yfirheyrslan fram, og var fyrstur kallaður fyrir Vigfús Er- lendsson. Hann kvaðst fyrst ekkert um þetta vita, en annar tugthúslim- ur, Árni Jónsson, mundi hafa átt upptökin að þessum samtökum. Hann hafi talað um þetta við sig snemma þá um sumarið, að hann ætlaði að strjúka og spurt sig hvort hann vildi ekki vera með, og segja Bjarna Bjarnasyni frá þessu. Er nú svo að sjá sem Vigfús hafi þegar verið fús til þessa. Að minsta kosti viðurkendi hann það, að hann hefði fundið Bjarna að máli og sagt hon- um frá þessari fyrirætlan. Hafi Bjarni þá beðið sig að ná í öxi og kníf og það kvaðst hann hafa gert. Öxinni hefði hann náð uppi á lofti í hegningarhúsinu, en kníf og beykisknif frá sjálíum fangaverð- inun\ Vigfús var nú spurður að því hve margir hefði ætlað að strjúka í einu. Hann sagði að þeir hefði verið þrír, Árni, hann og Bjarni. Þórólf- ur Bjarnason hefði gjarna viljað strjúka líka, en hvorki viljað hafa sig né Bjarna með, því að sér þætti þeir ógiftusamlegir. Þetta hefði Þrúður Dagsdóttir sagt sér. Þá var Bjarni yfirheyrður. Hon- um sagðist svo frá, að þeir Vigfús og Árni hefði talað um þetta við sig, og það hefði verið ákveðið að strjúka þá um síðustu helgi, Hefði þeir valið helgina vegna þess, að matarskamt þeirra, sem var viku- skamtur, var úthlutað á laugardög- um, og hann ætluðu þeir að hafa með sér í nesti. Þetta viðurkendi Vigfús líka. Bjarni sagði ennfrem- ur að Vigfús hefði náð í áhöld þau, sem hjá honum hefði fundist og þar að auki hverfistein. En ekki væri það rétt, að hann hefði náð í kníf. Hann hefði aðeins náð i knífsblað og kvaðst Bjarni hafa sett skaft á það. Árni þrætti þess fyrst alger^ega, að hann hefði ætlað að strjúka. Slíkt hefði sér aldrei dottið í hug, og það væri svo viðurlitamikið, að hann hefði ekki viljað ráða neinum til þess. Vigfús hefði spurt sig að því að fyrra bragði hvort hann vildi strjúka, en hann kvaðst ekki hafa svarað því neinu. Seinna viðurkendi hann þó að hann hefði einsett sér að strjúka um vorið áður og flýja til fjalla. Þar ætlaði hann að vera þangað til hann kæmist í eitthvert hollenskt fiskiskip, en þá var örmull af þeim hér við land á vorin. Þegur Árni hafði skýrt frá þessu, viðurkendu þeir Vigfús og Bjarni að þetta væri rétt, og að þeir hefði ætlað að vera með honum og lifa á silungsveiðum eftir að tugthúsnestið var þrotið, og þangað til þeir kæmist í útlent skip. Nú virðist svo sem þeim kump- ánum hefði verið það í lófa lagið að strjúka um helgina áður en þetta réttarhald var, því að þeir voru spurðir að því hvers vegna þeir hefði ekki strokið. Þeim bar öllum saman um það, að sér hefði þótt heldur seint að ráðast í það er 17 vikur voru af sumri. Og svo hefði orðið nokkur mistök. Vig- fús kvaðst ekki hafa getað náð tali af Bjarna á annan hátt en þann að fá leyfi til þess að fara úr klefa sín. um erinda sinna. Hefði Bjarni átt að taka við áhöldunum kvöldið áður en þetta samsæri komst qpp, en það hefði mistekist, þvi að ekki hefði verið hægt að koma verkfærunum til hans. Þórólfur Bjarnason vildi alls ekki viðurkenna að hann hefði ætlað að strjúka með þeim, og 'sagði Bjarni að það mundi aðeins kvik- saga sem um það gengi. Þess vegna slapp hann við refsingu í það sinn. En daginn eftir var dómur yfir hinum föngunum upp kveðinn. Var hann á þá leið, að vegna þess að Bjarni hefði yfir sér líflátsdóm, skyldi honum ekki refsað, en gæta skyldi hans betur heldur en áður. Hinir voru dæmdir til hýðingar við staur, Vigfús til að þola 9 högg og Árni 12. Hefir þeim dómi eflaust verið fullnægt. Bjarni strýkur. Aðfaranótt 3. september 1804 íverfur Bjarni úr fangahúsinu. Var hans lengi leitað, en hann fanst ekki. Seinast náðist hann uppi í Borgar- firði og var fluttur hingað suður, og ?á tók stjórn hegningarhússins af honum skýrslu um strokið. Sagðist Bjarna þá svo frá, og er skýrsla hans merkileg á marga lund. —Þegar eg var fluttur frá sjúkra- stofunni, þar Sem eg hafði legið, á- kvað eg að strjúka. Eg komst út úr hegningarhúsinu á þann hátt, að eg braut bælið, sem eg átti að sofa í, og notaði eina f jöl. ina úr botninum til þess að beygja og brjóta járngrindur þær, sem fyr- ir glugganum voru. /Etlaði eg mér að komast vestur í Barðastrandar- sýslu og reyna enn hvort enginn af kunningjum*mínum þar vildi aumk- ast yfir mig og hjálpa mér. Eg strauk sem sagt aðfaranótt mánudags og hafði með mér viku- skamt minn af mat frá hegningar- | húsinu, en ekkert annað. Komst eg svo upp í Sogamýri og faldi mig þar á milli þúfna á mánudagsmorguninn og lá þar meðan eftirleitin var sem áköfust. Fór eg þar að dæmi Snorra goða, er hann reið til víga í Borgarfjörð og faldist í búfjárhög- um og fanst ekki, vegna þess að menn leituðu langt yfir skamt. Gekk mér og annað til, því að _eg var svo veikur í fótunum, að eg gat varla gengið. (Þess má geta, að áður en Bjarni kom í hegningarhúsið, var hann hið mesta karlmenni). Varð eg því að liggja þarna i Sogamýr- inni í heila viku, meðan eg var að jafna mig, og var ekki lengra kom- inn heldur en rétt upp fyrir Elliða- árnar þegar vika var liðin frá því að eg strauk. ' En nú voru fæturnir farnir að lagast, og hélt eg þá áfram ferð minni. Kom eg hvergi við á bæjum og lá alt af úti. Einhvers staðar á leiðinni hitti eg ókunnugan mann. Sagði ég honum að eg héti Björn og flakkaði um land til að biðja bein. inga. Hann aumkaðist yfir mig og gaf mér skó, þvi að honum mun hafa þótt fótaútbúnaður minn illa útlítandi. Hélt eg svo áfram þangað til eg kom að Hvítá í Borgarfirði. Hvergi á þeirri leið stal eg neinu, en lifði eingöngu á harðfiski þeim og smjöri, sem mér hafði verið úthlutað á kugardaginn i hegningarhúsinu, svo og berjum og vatni. Þegar eg kom yfir Hvitá, kom eg fyrst að Neðranesi. Bóndinn þar, Guðmundur Guðmundsson, þekti mig þegar, tók mig fastan og fór með mig til Guðmundar sýslumanns Ketilssonar, *sem síðan lét flytja mig hingað suður. Á þeirri leið svaf eg fyrst undir þaki, frá því eg strauk. Það eru sagnir, að Guðmundur í Neðranesi hafi áður verið kunningi Bjarna, og hafi Bjarni því leitað þangað fyrst trausts og húsaskjóls, er hann ætlaði að reyna að forða lífi sínu en það tókst nú eins og að framan segir. Fangi brýst út xir hegningarhúsinu, frernur innbrot í verzlun, og kemur svo heim í fangahúsið aftur. Næst er nú frá því að segja, að rétt fyrir jólin 1804 (20. des.) kær- ir Waldbohm fangavörður það, að einn fanginn, 18 ára piltur, Björn Gíslason að nafni, hafi um nóttina strokið úr hegningarhúsinu og kom- ið heim aftur sömu nótt, en ekki ver_ ið iðjulaus á meðan hann var burtu. Björn þessi var ættaður af Kjal- arnesi og hafði verið dæmdur í tveggja ára hegningarhúsvist 28. júní 1804, fyrir ýmsa smáþjófnaði. Sóknarprestur hans gaf honum þá þann vitnisburð, að hann sé “óhlýð- inn, ótrúr og ófyrirleitinn.” Fangelsisstjórnin bregður við og setur rétt yfir Birni, og hefir hann einkennilega sögu að segja, að hann hafi brotist út úr hegningarhúsinu til þess að fremja innbrotsþjófnað niðri í bæ. Saga hans var á þessa leið: —Eg opnaði eldhúsgluggann og fór út um hann. Hafði eg með mér pál úr hegningarhúsinu. Síðan hélt eg rakleitt niður að húsi Jóns kaup- manns Laxdals og braust þar inn í búðina á þann hátt, að eg losaði gluggaskeiðarnar frá með pálnum, braut svo tvær neðstu rúðurnar og rimann milH þeirra, og skreið þar inn í krambúðina. Þar tók eg smá- peninga i skúffu, 32 skildinga, einn. ig 6—7 skonrokskökur, borðaði 5 af þeim, en fór með tvær heim. — Waldbohm fangavörður lagði nú fram í réttinum þýfi það, sem hann hafði tekið af drengnum. Var það ein skonrokskaka, ein kringla, 32 skildingar og einir vetlingar. Þegár Björn var spurður að því hvar hann hefði fengið þessa vetlinga, sagði hann að Helga Jónsdóttir, fangi í hegningarhúsinu hefði látið sig fá Þá. , Nú var Helga kölluð fyrir rétt- inn og bar hún það að þetta væri satt. Hún hefði látið Björn fá vetl- ingana í staðinn fyrir leirkrús, sem hann hefði sagt sér að hann hefði keypt af Jóni i Melshúsum fyrir 4 skildinga, en þá peninga hefði hann fengið hjá Jóni Gíslasyni fanga fyrir það, að selja honum nokkuð af matarskamti sínum. Hvort þessi matsala Björns hefir orðið þess valdandi að hann hafi verið orðinn svangur og þess vegna þurft að stela til matar sér, verður ekki séð. En sagan sýnir — eins og margar aðrar frá þessum árum — að fangarnir í hegningarhúsinu hafa verzlað hver við annan, og við menn utan hegningarhússins, eins og síðar mun sagt verða. Jón Laxdal kaupmaður bjó einn í húsi Unu, en um þessar mundir var hann ekki heima. Hann var uppi á Skaga i einhverjum erindagerðum og var húsið því mannlaust. Senni- !ega hefir Björn Gíslason frétt það, eða haft eitthvert veður af því, en stjórn hegningarhússins læst ekkert um það vita, og spyr hann hvað hann mundi hafa til bragðs tekið, ef hann hefði rekist á einhvern mann í Laxdalshúsi. —Þá hefði eg úndir eins tekið til fótanna og hlaupið beina leið heim i tugthúsið aftur, svaraði Björn. Hann skýrði frá því, að klukkan nær eitt um nóttina hefði fanginn Jón Helgason vakið sig og sagt sér að nú væri Björn Gíslason strokinn. Kveðst hann þá hafa farið á fætur og leitað að Birni eins og saumnál allsstaðar um húsið en hvergi getað fundið hann. Nú voru góð ráð dýr, en þá kom leynilögreglumannseðlið upp í Wald- bohm. Hann tók þá ákvörðun að bíða þangað til þrællinn kæmi aftur! Slökti hann nú öll ljós í fangahúsinu og sat inni í stofu í Ij4—2 klukku- stundir. Þá heyrði hann eitthvert þrusk, og er nú Björn að koma heim. Hann hafði reist handbörur upp að eldhúsglugganum og kleif upp eftir þeim og inn um gluggann. Jú, Waldbohm hafði ekki skjöplast! Og nú var hann ekki lengi að bregða við. Hann þreif reísivönd í hönd sér, kveikti ljos og æddi að Birni og heimtaði að hann meðgengi hvar hann hefði verið. Strákur varð hvérgi hvumsa við og laug einhverju, sem honum þótti líklegast. Þá skipaði Waldbohm tveimur föngum> að leysa ofan um hann og ætlaði nú að hýða hann ti! sagna. Þá gugnaði Björn og með- gekk alt. Afhenti hann nú þýfið og auk þess svuntu, sem hann hafði utan um það. Sagði hann að Þrúð- ur Dagsdóttir hefði léð sér þessa svuntu til þess að hafa utan um vikuskamt sinn, svo að rottur kæmist ekki í hann. Sézt á þessu að þá þegar hefir rottuplágan verið byrjuð i Reykjavík. Að þessari yfirlýsingu Björns fenginni segist Waldbohm hafa farið með honum og tveimur öðrum föngum, þeim Jóni Snorrasyni og Guðmundi Nikulássyni niður að húsi Jóns Laxdals og séð þar verks- ummerki. Kvaðst hann hafa fengið menn til þess að halda vörð um hús_ ið, og verður tæplega annað séð en að varðmennirnir hafi - verið þeir fangarnir Jón og Guðmundur. En með Björn fór hann heim í hegning- arhúsið og lét setja hann í járn. Þann vitnisburð gaf Waldhobm Birni, að meðan hann hefði verið í hegningarhúsinu, hefði hann reynst mjög þjófgefinn og kvaðst hafa orðið að berja hann hvað eftir ann- að fyrir það. Ekki vildi nú Björn meðganga þetta. Kvaðst aðeins einu sinni eða tvisvar hafa stolið smjöri í fangaklefa Jóns Snorra- sonar! Þegar Jón Laxdal kom til bæjar- ins og var yfriheyrður, virðist svo sem hann hafi viljað gera sem minst úr þjófnaðinum og spjöllum á hús- inu. Kvaðst hann hvorki hafa sakn- að skonroks, kringla né brennivíns, en eitthvað af smápeningum, sem voru á glámbekk, hefði horfið. Hinn 27. febrúar var Björn dæmdur fyrir þennan innbrotsþjófn- að að hýðast við staur og þrælka æfilangt á Brimarhólmi. (Framh.) —Lesb. Mbl. Fréttir frá Betel Tvær manneskjur hafa dáið að Betel nú fyrir skemstu. Guðmundur Guðmundsson Nor- dal dó þ. 18. maí s.l. Hann var ætt- aður úr Norðurárdal í Mýrasýslu. Þaðan nafnið. Kom vestur um haf 1903. Átti um alllangt skeið heima að Leslie, Sask. Synir hans þrir og ein dóttir búsett þar í fylki. Guðmund- ur varð háaldraður maður, skorti að- eins nokkra daga til að verða ní- ræður. Var lífsglaður maður og trúaður. Hafði afbragðs heilsu, þar til úm eða eftir miðjan s.l. vetur. Jarðarförin fór fram þ. 20. maí. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Við útförina talaði einnig Miss Sig- ríður Jónsson frá Lundar, er sökum vináttusambands um nokkur síðast- liðin ár, kom til að vera við jarðar- förina. Þ. 22. mai andaðist Mrs. Elín Katrín Baldvinsson 92. og hálfs árs gömul. Ættuð úr Norður-Múla- sýslu. Kom vestur um haf árið 1903. Börn hennar búsett að Lundar, Winnipeg, Árborg og Riverton. Sömuleiðis tvær dætur á Islandi. Elín hafði verið myndarkona og dugnaðar. Jarðarför hennar fór fram frá Betel þ. 25 maí. Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Heimsókn fjölmenna og ánægju- lega, hafði Betel frá kvenfélaginu “Sigurvon” í Víðinesbygð, þ. 4. júní s.l. Æði margt fólk í þeirri för, bæði giftar konur og ungar meyjar. Sömuleiðis ökusveinar á ýmsum aldri, eins og gerist. Fyrir förinni var Mrs. Elín Thiðriksson, forseti kvenfélagsins. Var slegið upp veizlu í borðsal Betel og veitt af mikilli rausn. Síðan var komið saman í samkomusal stofnun- arinnar og fór þar fyrst fram það sem venjulegt er við slíkar heim- sóknir, nefnilega stutt bænargjörð, undir umsjón séra Jóhanns Bjarna- sonar. Sunginn var sálmurinn; “Verði ljós, verði hér ljós!” síðan lesinn kafli úr guðspjalli Jóhannesar (3:16-21) og sungið versið “Þitt orð er, Guð, vort erfðafé.” — Séra B. A. Bjarnason, nú prestur Gimli prestakalls, var, því miður, ekki við- staddur. Hafði orðið að fara til borgar í nauðsynja erindum og var ekki kominn aftur úr þeirri för. Að stund þessari liðinni var sleg- ið upp nærri úrvalssamsöng. Við hljóðfærið var Miss Björg Gutt- ormsson, dóttir Odds bónda Gutt- ormssonar, bróður séra Guttorms og þeirra systkina. Á fiðlu spilaði Miss Steina Sveinsson, dóttir Þorvaldar Sveinssonar, bónda i Víðinessbygð. Spila þessar ungu stúlkur báðar frá- bærlega vel. Hafa þær lært hjá Óla Thorsteinsson hljómlistarkennara, er kent hefir fjölda fólks í suðurbygð- um Nýja Islands um margra ára skeið. Fór þá ýmist fram, að sungnir voru úrvals söngvar islenzkir, ræð- ur fluttar, eða spilað á hljóðfæri. Var sungið bæði af áhuga og af tals- verðri list. Ræðurnar fluttu þau Mrs. Thiðriksson og Ásgeir Frið- geirsson, er forstöðukonan, Miss Inga Johnson, hafði tilnefnt til að flytja þakklæti frá Betel fyrir heim- sóknina. Báðar ræðurnar voru góð- ar og vel þess virði að koma á prent. Peningagjöf nokkura afhenti Mrs. Thiðriksson einnig heimilinu. Þakk- aði forstöðukonan fyrir gjöfina fyr- ir stofnunarinnar hönd. Samkoman endaði með því að all. ir sungu “Allir heilir unz vér sjá- umst næst,” “Eldgamla ísafold,” og “God Save the King.”— Þótti samkoman hafa tekist hið bezta og heimsóknin hafa öll verið frábærlega ánægjuleg.— (Fréttarit. Lögb.) INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS • > Amaranth, Man. 1 B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes,' Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota... Bellingham, Wash.... Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man Cavalier, N. Dak«ta... Churchbridge, Sask... Cypress River, Man.. . Dafoe, Sask ! Edinburg, N. Dakota. þ Elfros, Sask Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson GarCar, N. Dakota.... Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .. Hayland, P.O., Man. . Hecla, Man Hensel, N. Dakota.... Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. G. Stephanson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak. ... S. J. Hallgrimson Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dak Point Roberts, Wash.. . Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle. Wash Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. . Silver Ray, Man Svold. N. Dakota Tantallon, Sask Upham. N. Dakota. .. . Víðir, Man f Vogar, Man. Westbourne, Man Winnipegosis. Man.. . . Wynyard. Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.