Lögberg - 03.09.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.09.1936, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1936 3 Kosningarnar síðustu Þær eru nú um garÖ gengnar og kyrð komin eftir alt umstangið, ysiÖ og þysiÖ, svo kostur gefst á aö athuga úrslitin í ró o gnæÖi og þau eru að ýmsu leyti eftirtektaverð. Fyjst það, að þeim lauk þannig, að enginn flokkurinn, eða flokkur manna, sem á þing var kosinn megn- ar að mynda stjórn af eigin ram- leik. Liggur því hið ráðandi stjórn. arvald, lamað og lítilsvirt á kosninga vellinum eftir kosningarnar, og menn spyrja sjálfa sig að spurning- unni, sem þeir hefðu átt að athuga, áður en þeir greiddu atkvæði sín: Hvernig fer nú? Mönnum getur auðvitað leikið hugur á að vita, hvernig að fram úr þessum erfiðleik,um verður ráðið. Hvaða hrossakaup að gerð verða. Hvaða neyðaroki eða isamningum að stjórnarflokkurinn verður að undirkasta sig, eða ganga að, til þess að geta haldið í horfi, eða hvort hann býður öllum mótflokkunum byrginn þar til að hann er feldur á þingi. En hvort sem er, þá getur niðurstaðan ekki orðið annað en tap. Skerðing á framkvæmdarvaldi og að öllum líkindum blátt áfratn aukin óþarfa útgjöld. Þetta er það, sem fyrir manni verður, þegar maður litur á kosningarnar frá almennu eða hinu víðtækara sjónarmiði, á- samt ýmsu fleiru, sem> oflangt mál væri að fara út í að þessu sinni, svo sem kosninga fyrirkomulagið í heild, aðstöðu manna og málefna, o. s. frv. En það er ýmislegt annað í sambandi við kosningarnar, sem í huga mínum er, og mér finst ekki óþarft að minnast á. Það sem mesta og almennasta eftirtekt vakti i sam- bandi við kosningarnar, að minsta kosti hér í Winnipeg, var kosning L. St. G. Stubbs, fyrverandi dómara, og er það vist einsdæmi í stjórnmála sögu vorri, að einum manni sé greitt þriðja hvert atkvæði af öllum greiddum atkvæðum — 24,805 at- kvæði af 79,344 atkvæðum, sem greidd voru í Winnipeg. Auðvitað er hér um sérstakar kringumstæður að ræða, sem þessu voru valdandi og öllum Manitobabúum eru kunnar og dettur mér ekki i hug að lasta til- finningu þá, sem réð þeirri atkvæða. greiðslu, því hún er eina vopnið sem alþýðan á, til þess, að láta í ljósi vel, eða vanþóknun sína á ákveðinn hátt, um athafnir og aðferðir valdhafa sinna. En sú atkvæðagreiðsla hafði geysismikil áhrif á kosningarnar í Winnipeg í heild og má því með sanni segja, að þær hafi ekki verið óháðar, eða snúist eingöngu um stjórnmálin, að því er aðstöðu kjós- endanna snertir. Eins og menn vita, þá fóru þessar kosningar fram undir hlutfallskosninga fyrirkomu- laginu, eins og að undanförnu, en það hefir þótt torskilið, loðið og leiðinlegt, og hefi eg aldrei fyr sann- færst um, eins ákveðið og nú, að það er svo alment í raun og sann- leika. Rétt á undan kosningunum sá eg leiðbeiningar í blaðinu Heims. kringlu til íslendinga í Winnipeg hvernig að þeir skyldu greiða at- kvæði nteð íslendingunum, sem í vali voru til þess, styrkur íslenzkra at- kvæða hér í bæ gæti notið sín, og þau á sama tíma gætu komið þing- tnannaefnunum islenzku að fullum notum, og það átti að vera með því, að allir þeir, sem greiddu Bardal ákvæðis-atkvæði (first choice) greiddu 2. atkvæði með Thorvald- son, og eins þeir sem greiddu Thor. valdson ákvæðis-atkvæði, gæfu Bar. dal annað atkvæði sitt. Þetta lætur vel í eyra, en það er ekki eins hald- gott í reyndinni. Sannleikurinn er sá, að annað atkvæði hefði enga þýðing eða áhrif á atlcvæðamagn þessara manna, þar til, að annar hvor þeirra var kosinn, eða fallinn, þá fyrst, en fyr ekki, gátu þau kom- ið til greina. Mér finst eg sjái hvað vakti fyrir ritstjóra Heimskringlu, þegar hann reit þessar leiðbeiningar, og líka fjölda mörgum öðrum, við atkvæðagreiðsluna. Þeir standa sem sé í þeirri meiningu að atkvæði Nr. 2 sé talið fyrir þann sem þeir gáfu atkvæðið til, en það er engan veginn víst, og eru því atkvæðin 2, 3, 4 og 5 nokkurs kona vonaratkvæði, sem enga verulega þýðingu hafa, þar til að vissum skilyrðum er náð. Á- kvæðisatkvæðið eða “First Choice” er það eina atkvæði sem sigurvon einstaklinga og flokka byggist á, undir kosningalögum þeim, sem ráða hér í borginni. Þetta kemur svo glögt frarn við kosningarnar nýaf- stöðnu. Einn maður, óháður öllum flokkum, Mr. Stubbs, fær einn þriðja part allra greiddra atkvæða. Hann hefir afgangsatkvæði sem nema 17,591. Hann er utan flokka. Fyrsta viðfangsefni manna þeirra, sem atkvæðin töldu hér í bæ, eftir að vera búnir að telja ákvæðisat- kvæði allra þingmannsefnanna, var að skifta þessum atkvæða fjölda og byggist sú skifting á tilvisan kjós- endanna með öðru atkvæði sínu á atkvæðaseðlum Stubbs. Þegar sú skifting er búin, er sú næst hæsti í röðinni tekinn og atkvæðum þeim, þegar að hann hefir náð kosningu sem afgangs eru hjá honum, skift upp á milli þeirra, sem eru ókosnir, eftir tilvísan annars atkvæðis kjós- endanna á seðlum þess sem kosinn hefir verið. Þó fá þau þingmanna- efni aldrei fult gildi annars, þriðja og fjórða atkvæðis, því frá saman- lögðum atkvæðum þess sem kosinn er, verður að draga sameiginlega tölu eða “quota” hans sjálfs. Það er aðeins þegar menn hafa fallið, að annað atkvæði nýtur >sín til fulls, þegar atkvæðum þess, sem fallinn er, er skift á meðal þeirra, sem enn eru uppi á pólitíska skeiðvellinum. Eg hefi*nú nokkuð sýnt fram á mátt annars atkvæðisins undir þess. um hlutfállskosningum Winnipeg- borgar, en eg vil leitast við að gera vanmátt þess ennþá skýrari og færa hann nær yður, lesendur góðir, með því að taka dæmi frá síðustu kosn- ingu. Tökum' Paul Bardal, annað íslenzka þingmannsefnið í Winni- peg. Hann fær 1,155 ákvæðis-at- kvæði, og 370 atkvæði númer tvö. Frá hverjum fékk hann þessi 370 atkvæði. Frá andstæðingum sínum, sem búnir voru að ná kosningu. En öll númer 2, 3, 4, og 5 atkvæðin, sem flokksmenn hans gáfu honum, eru lokuð upp á bak við þingmannaefni hans eigin flokks, sem tvö féllu, en tvö náðu kosningu við síðustu eða sextándu talning, og þó þar hafi verið nóg atkvæðamagn til þess að kjósa hann, varð hann að falla, án þess að geta notið þess,—gat ekki notið eins einasta atkvæðis; sökum þess, að enginn af þingmannaefnum flokks hans var nógu sterkur til að ná kosningu í tíma, svo atkvæðin gætu losnað. Eg hefi heyrt menn furða sig á, að Bardal skyldi ekki fá fíeiri ákvæðisatkvæði en hann fékk, þar sem styrkur hans hafi verið yfirgnæfandi við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Vel finst mér þetta skiljanlegt. Bardal er formað. ur deildar þeirrar í bæjarráðinu, sem sér um atvinnuleysismálin og hefir í þeirri stöðu áunnið sér traust og virðingu atvinnuleysingjanna allra, sem þangað þurfa að leggja leið sína. Bardal hefir aldrei gert neinn mun á þeim, sem sóttu ráð til hans, eða báru upp fyrir honum1 vandræði sín; talað við þá alla, gert sitt bezta fyrir þá alla. Þessi mannf jöldi hef- ir máske ekki kært sig um að missa Bardal úr stöðu þeirri sem hann heldur í bæjarstjórninni og eiga á hættu að fá óvinveittari mann í stað- inn. Við getum verið viss um að það fólk hugsar líka —hugsar um vandræði sín og vinafæð. I öðru lagi sótti hann undir merkj. um stjórnar, sem litlum vinsældum til þess að rýra álit stjórnarinnar og rengja einlægni hennar hjá svo eða svo miklum fjölda fólks. í þriðja lagi skifting á atkvæðum Islendinga í ótal staði og sú eðlilega áskorun til stuðningsmanna stjórnarflokksins, að sjá um, að ráðherrarnir tveir fengju forgangsrétt að ákvæðis-at- kvæðum flokksmanna. Maður, sem er að byrja stjórnmálaferil sinn þarf við mörgu að sjá og margt að at- huga, jafnvel hjá sínum eigin flokk, ef hann á að geta notið sín svona í byrjun. Áður en eg legg frá mér pennann get eg ekki leitt hjá mér að minnast á kosningarnar frá enn einu sjónar- miði og það er frá þjóðræknislegu- sjónarmiði, þvi mér finst að við Is- lendingar ættum ekki að missa sjón. ar á þeirri hlið málsins, því ef við gerum það, þá er úti um áhrif okk- ar sem sérstaks þjóðflokks í stjórn. málum landsins. Vér erum þá sokknir í stjórnmálahafið og enginn framar gefur okkur gaum, eða veit að við séum til sem sérstakur flokk- ur manna. Eg get vel séð, að slík afstaða okkar er ýmsum erfiðleikum bund- in ekki sizt þegar um er að ræða mismunandi stefnur í stjórnmálum, og að hægt sé með nokkurri sann- girni að sýna mönnum fram á að ekki sé hægt, né heldur sanngjarnt, að varna íslendingum að taka þátt í þeim eftir því sem sannfæring þeirra sjálfra býður þeim. Mér dett. ur ekki í hug að -amast við því, að Islendingar gæti sannfæringar sinn. ar og njóti hennar, þegar að hún getur orðið þeim eða öðrum til góðs, en mér finst að þeir geti það vel, án þess að skerða eða skaða heildar- áhrif íslendinga. Heildaráhrifin er sterkasta aflið, sem vér eigum yfir að ráða, sverðið bitrasta, sem við höfum. Áhrifin mestu, sem> við get- um beitt á hvaða sviði sem um er að ræða, eða í hvaða máli sem er. Að veikja það er óhappaverk — að eyðileggja það er ódáðaverk. Þegar um framsókn á stjórn- málasviðinu er að ræða, á meðal vor, þá verðum við að hafa það hugfast ef við gerum það ekki, þá er sómi vor í veði. Eg sagði hér að framan, að eg vildi ekki skerða hugsana- eða mál- frelsi nokkurs manns. Látum Is- íendinga fylgja hvaða stjórnmála- stefnu, sepi sannfæringin býður, og látum þá vinna þeim málum, sem þeim liggja á hjarta, eftir megni, án þess að misbjóða þeim á nokkurn hátt. En látum þá líka skilja, að af þeim er krafist, að gæta sóma heild- arinnar, ávalt og æfinlega, og eins þá þegar um það er að ræða, að styðja efnilega menn af íslenzkum stofni, til opinberra mála, eða opin- berra embætta. Að hlaupa í kapp við slíka menn hverjir svo sem þeir eru, þegar von er um sigur, er illa gert og í algerðri mótsögn víð fram. komu annara þjóðflokka í landinu, í slíkum kringumstæðum. Afleiðing- in sú ein, að eyðileggja alt tækifæri til sigurs og samheldni. Enn verra er þó, ef menn láta stjórnmálaflokka þá er þeir kunna að tilheyra, siga sér út í gagnsókn á móti landa sínum, til þess eins, að dreifa fyrir honum at. kvæðum og eyðileggja tækifæri hans til sigurs á þann hátt. Vér íslendingar megum ekki troða skóinn hver ofan af öðrum. Ef við gjörum það, þá verðum við allir orðnir skólausir áður en við vitum af. Jón J. Bíldfell. átti að fagna hjá bæjarbúum yfir- leitt og sem þar af leiðandi var minnj styrkur fyrir þingmannsefni þau, er sóttu undir hennar merkjum hér í bænum, en hún hefði verið, ef vin- sældir hennar hefðu verið meiri. Eg segi ekki að aðfinslur við gerðir hennar, sem fram voru bornar í kosningabardaganum, hafi verið sanngjarnar, eða á rökum bygðar. Sumar þeirra voru fáránlegar, sum. ar algerlega tilhæfulausar, en sumar sem einhvern veruleika höfðu í sér fólginn, magnaðar og marg-útþand- ar, eins og gengur, þó það geti naum. ast heitið heiðarleg stjórnmála af- staða. En það hreif að einhverju leyti — kom að tilætluðum notum, Minni Nýja Islands Að Hnaiosum, 1. ágúst 1936 Eftir séra Sigurð Ólafsson. Háttvirtu tilheyrendur: Mál mitt byrja eg með broti úr ljóði um Nýja ísland eftir Gutt- orm J. Guttormsson skáld: “Bygðin ertu mesta, hin bezta og stærsta, Bygðin ertu helzta, hin elzta og kærsta, Fegurst áttu kvæði og fræði og hljóma, Fuglasöngva bólið og skjólið þíns blóma.” I hugum þeirra er héraðið fyr^t nefndu, átti nafnið að verða trygg- ing þess, að tengslin við ættlandið héldust sem allra lengst. Þeir, sem að landnáminu stóðu á fyrstu árum þess, trúðu því, að hin stóra bygð, yrði aðal óðal íslenzks landnáms í Vesturheimi, Þessi bygð er því tengd við sögu landnámsins frá allra fyrstu tíð. Saga hennar hófst með ‘hópnum mikla, er lenti á Gimli siðla í okt. 1875. Nærri óþrotlegur straumur íslenzks fólks stefndi að ströndum Nýja íslands um langa hríð, og er innflutningur fólks þvarr i ýmsum öðrum bygðutn, er að alda. mótum dró, hófst i Nýja íslandi nýtt innstreymi fólks, Þá mynduð. ust hinar glæsilegu yngri bygðir i norðvestur hluta héraðsins, á eg þar við Árdals, Víðir og Framnes bygð- ir. Mun mega fullyrða að landnáms- tímabilið i Nýja íslandi varði leng- ur en í nokkurri annari bygð í Vest- urheimi. Hverjum þeim, sem að reynir til að setja sig inn í sögu liðins tíma, dylst ekki, að allsnemma á árum hvildi nokkur skuggi yfir Nýja ís- landi og íbúum þess, er varði urn langa hríð. Þegar Nýja ísland var nefnt á nafn utanhéraðs, var það oft að menn yptu öxlum, eða hleyptu brún. um, bjó spurning og vantraust i hreyfingunum, er lýstu sér oft í af- stöðu gagnvart sonum og dætrum Nýja íslands. Héraðið varð í 'hug- um margra eymdanna, kyrstöðunnar og vonleysisins og vegleysanna heim. kynni. Sennilega var það á þessum tíma að einhver kvað um bygðina: Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 21 834—Office tlmax 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba ------------------------—j Dr. P. H. T. Thorlakson 20S láedical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonee 11 111—11 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViOtatstfml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.--Simi 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddtœknlr 41 FURBY STRKET Phone 36 137 SfmiO og semjiO um samtalstlma DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aO hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. - J. T. THORSON, K.C. tslenekur löofrœóingur ltlenzkur lögfrtx/Ungur Skrlfstofa: Room 811 McArthur BuilcHng, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 PHONES 95 052 og 19 041 BUSINESS CARDS “Flóa víða flæmi og flugna paradís.” Aldrei var það þó staðhæft, að sjálfur flugnahöfðinginn ætti hér bygð, en milli línanna mátti lesa, að “norður og niður” t. d. frá Win-, nipeg séð, táknaði á jarðríki, lengi vel, Nýja ísland. Sumum þeim, er fljótt vildu “móðiras” og enskir verða, láðist þá að skilja og meta þróttlund, gáfur og verðmæti hinna afskektu Ný-íslendinga, og kosti bygðarinnar. I hugum margra varð héraðið að nokkurs konar Horn- stöndum. En eina viðurkenningu hlaut það fyr og síðar: Hingað voru oft send- ir allsleysingjar og öreigar. Inn- flytjendastjórn og þeir er mikils máttu sin ráðlögðu oft slíku fólki að Nýja ísland væri nógu gott. og þeir sem ekki gætu komist þar af, gætu hvergi lifað!----- Skugginn, er eg hefi á minst or- sakaðist af eðlilegum ástæðum, þótt sjálft héraðið ætti naumast mikla sök þar á. Hörmungar fyrstu landnámsára, sjúkdómar er geysuðu og lögðu að velli, t.‘ d. á Gimli, þriðja hvern mann, flóðin, er síðar dundu yfir norðurhluta héraðsins, lifðu í hug- um fólks og urðu ógleymanlega tengd við Nýja ísland. Burtflutn- ingar til Dakota, Argyle og til ann- ara stöðva var sumpart af þessum en einnig af öðrum rótum runnin. Svo átti og héraðið sjálft, með vegleysum þess, myrkskógum og fenjum, sinn þátt í miður góðu áliti og orðstýr út á við. Burtflutningar hindruðu framför. Um 40 ár urðu héraðsbúar að bíða þess að járn- braut yrði lögð eftir nýlendunni. Varð héraðið því lengi vel langt á eftir öðrum bygðum, er bráðþroska urðu og áttu minna við að stríða, og höfðu aðra aðstöðu. Þetta er saga liðins tíma, sem þó á sinn þátt í því að skilja afstöðuna eins og hún var. Fyrstu áratugir ísl. landnámsins í Vesturheimi voru víðast 'hvar eld- vígslutímabil. Hvergi varð -sú eld- vígsla átakanlegri en einmitt hér. Hvað fólk vort leið hér á þeim tim- um—innflytjendur sjálfir og fyrsta kynslóðin í landinu—veit Guð einn. Engin saga verður nokkru sinni þess fær að gera því skil. En oft hefir mörgum í huga komið, að Nýja ís- land muni blessunarríkt framtíðar- hérað verða, sökum þess, hve miklu var fórnað af góÖum kröftum land- nemanna, af fúsum huga þeirra; sökum þeirrar þrautseigju, þolin- DR. A. V. JOHNSON Isienxkur Tannlceknir 212 CURRY BLiDG., WINNIPEG Gegrnt pösthúslnu Slmi »6 210 Helmllls 33 321 Corntoall ^otel Sérstakt Ter8 & viku fyrir námu- og fiskimenn. KomlC eins og þér eruO klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEQ ,A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur s& beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrtf8tofu talsimi: 86 607 Helmilis talsími: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur aB sér a8 ávaxta sparifé fólks. Selur eldsá.byrg8 og bif- reiSa ábyrgBir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraS samstundls. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 38 328 mæði og þróttlundar, er fólkið sýndi á ógleymanlegu erfiðleika og kyr- stöðu tímabili, er lengi varði. “Brosið er augnabliks glampandi glit en gráturinn skuggi þess liðna,” segir skáldið. Það sannast einnig á sögu Nýja íslands. Fyrir löngu síðan eru þeir skugg- ar, er inniluktu Nýja ísland horfnir. Langt er síðan að Ný-íslendingar, dætur héraðsins og synir, hafa sann. að, að þeir stóðu öðrum jafnfætis, og enda feti framar á mörgum svið- um. Ný framtök hafa átt sér stað. Menn hafa löngu síðan sannfærst um að héraðið er hið mesta happa- hérað. Allir vita hve auðug gull- kista að Winnipegvatn hefir reynst, en nú er mönnum löngu síðan einnig orðið ljóst að svo gróðursæl er jörð- in, að gull felst í henni; en að hún krefst mikillar vinnu, óþreytandi umönnunar og erfiðis. Héraðsbúar hafa bjargfasta trú á framtíð Nýja íslands, þrátt fyrir annmarka þá, sem nútímanum fylgja, og allir horfast í augu við. Bændur þessa héraðs hafa orðið brauðryðjendur í búnaði á sumum sviðum, í samtökum í ýmsum mál- um, i framkvæmdum síðari ára, Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG »----------------- DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 466 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipe* J. J. SWANGON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og elds&byrgS af ÖIlu tægl. Phone 94 ?21 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœoileour og róleour bústaður ( mióbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og par yflr; meí baSklefa $3.00 og þar yfir. Agætar m&ltI8ir 40c—60c Free Parkino for Oueets hafa þeir unnið sér gengi og góðan orðstýr, er vaxandi fer.. í kreppu undangenginna ára, skal þess með þakklæti minst, að þrátt fyrir peningaþröng, írnin neyð ekki hafa átt sér stað vor á meðal. Þeg- ar viðsvegar í landi voru að jörðin hefir skriðið burt undan fótum manna, hefir jarðvegur Nýja ís- lands verið hvorttveggja í senn, fastur og frjór. Þegar önnur bygðarlög taka öldr- uð að gerast og sýna ellimörk og hrörnun og óíslenzkan hugsunar- hátt, er þetta hérað enn í blóma, með nýja gullöld í aðsigi og dagrenningu heillavænlegs hamingjudags. Og enn er Nýja ísland íslenzk ný- lenda; íslenzkar bækur eru lesnar, sögur og kvæði svalalindir. Enn eru íslenzk ljóð hér ort; enn rikir hér þróttmikill hugsunarháttur, er valda mun blessun, enda þótt komandi timar færi með sér breytingar, sem erfitt er um að spá.— “T4p og fjör og friskir menn finnast hér á landi enn.” í Orð hins forna ljóðs eiga vel við Ný-íslendinga.. Karlmannlegri og vasklegri menn getur vart að líta en Framh. á bls. 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.