Lögberg - 08.10.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.10.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER 1936. 5 Or borg og bygð Árdalssöfnuður í Árborg hefir ákvleÖiÖ að halda prógrams sam- komu í kirkju safnaðarins þann 14. okt., kl. 9 síÖd.; þar flytur séra Bjarni A. Bjarnason erindi. Gott og breytilegt söngprógram verÖur þar. Einnig stutt erindi flutt af öörum. Samskot verÖa tekin. Samkomur meÖ myndasýningu (filmslides) hefir séra GuÖm. P. Johnson sem fylgir: í Mary Hill skóla föstudaginn 9. október kl. 8 e. h., í Stone Hill skóla laugardaginn 10. október kl. 8 e. h., 12, 13. og 14. október á ýmsum stööum, og verÖur þaÖ auglýst nánar á hverjum staÖ fyrir sig. Inngangur er alstaðar frí, en samskot tekin. Einnig verður stór samkoma í Darwin skóla, föstu- daginn 16. okt. kl. 8 e. h. Dr. F. Walkin frá Ashern sýnir þar líka fræðandi skuggamyndir, og er aðal tilgangur þeirrar samkomu að mynd- að verði ungmennafélag í Darwin bygðinni, sem taki þá þegar til starfa og vinni að framgangi allra góðra og göfugra málefna í þeirri bygð og viðar.—Allir eru hjartan- lega boðnir og velkomnir. Mr. og Mrs. B,. Björnson og Mr. Oli Soli frá Mountain, N. Dak., og Mrs. Axelía Bergman og Kristín dóttir hennar frá Hensel, komu til borgarinnar á laugardaginn var og dvöldu hér fram á seinni hluta sunnudagsins. Síðastliðinn laugardag kom tfl borgarinnar Mss Mabel Benson, hjúkrunarkona við Deconess Hos- pital í Grand Forks, N. Dak., og dvaldi hér fram á sunnudaginn. I för með Miss Benson voru tvær hjúkrunarkonur af norskum ættum. Mr. og Mrs. Arni G. Eggertson og Dr. og Mrs. Kristján Austmann frá Wynyard, Sask., komu að vest- an til þess að vera við útför Dr. Jóns Stefánssonar. Dr. Sveinn E. Björnson frá Ár- borg og frú, og Jón Eaxdal, skóla- stjóri frá Gimli, voru meðal hinna mörgu utanbæjar, er voru við útför Dr. Jóns Stefánssonar. Meðal utanbæjarfólks er vér urð- um varir við, og kom til þéss að vera við útför frú Önnu Paulson, voru, auk dætra hennar, frú Margrétar Thorvaldson frá Saskatoon og frú Jónínu Kapff frá New York, Mr. og Mrs. Hallgrimur Sigurðsson, Foam Lake, Dr. Thorbergur Thor- valdson, Saskatoon, Mr. og Mrs. P. Tergesen. Gimli, Mr. Björn Thor- valdson og frú frá Akra, N. I)ak., og Mr. OH Thorvaldson og frú, frá Cavalier. GJAFIR TIL BETEL í septembcr 1936. Professor Joseph Alexis, Lincoln, Nebr., $24.00; Mr. Þorsteinn Þor- steinsson, Winnipeg, Man., $2.00; Mr. J. K. Olafsson, Garðar, N. D., $2.00; Mrs. Guðfinna Johnson, Gimli, Man., $1.00; Mr. Guðmund Peterson, 2903—1461 Ave. S.,.Min- neapolis, Minn., $5.00; Mr. Arngrim Johnson, Minneota, Minn., “In memory of my wife, Johanna,” $10.00. Nefndin vottar gefendum þess- um kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir. 601 Paris Bldg. Wpg. Anœgjulegt kveðjusamsœti. Eftir að hafa flutt messugjörð í Langruth kirkju sunnudaginn 4. október, við ágæta hluttekningu frá fólksins hálfu, var eg beðinn að taka þátt í kveðjusamsæti sem hald- ast átti þá um kvöldið á heimili Mrs. Johnson. Á tilteknum tíma, kl. 8 e. h., var húsið orðið fult af fólki, bæði ungu og gömlu. Heiðursgestirnir, sem verið var að kveðja þetta kvöld voru þau velvirtu hjón Mr. og Mrs. ívar Björnsson, eftir að hafa búið í Langruthbygðinni um 35 ár, en flytja nú alfarin til Winnipegborgar. Mrs. C. Líndal leiddi fram heið- ursgestina og setti þau i hásætið; risu 'þá allir úr sætum sínum og sungu “Hvað er svo glatt.” Ræður voru fluttar og íslenzkir þjóðsöngv. ar sungnir, gjafir voru færðar heið- ursgestunum, frá bygðarbúum, i við. urkenningar og þakklætisskyni fyrir /el unnið verk, góða og heiðarlega framkomu i hvívetna, séra Guðm. P. Johnson afhenti heiðursgestunum gjafirnar með nokkrum orðum. Rausnarlegar veitingar voru fram bornar af yngismeyjum og hefðar- frúrn, samsætið stóð yfir tvær og hálfa klukkustund og allir viðstaddir skemtu sér ágætlega. Hugheilar hamingjuóskir allra Langruth-búa fylgja þeim góðu sæmdarhjónum, Mr. og Mrs. ívar Björnsson, og er þeim sannarlega óskað allrar beztu blessunar á ó- förnu æfiskeiði. Kærar þakkir fyrir ánægjulega kvöldstund og góða skemtun. G. P. J. COMMERCIAL GIRLS CELEBRATE FIFTH BIRTHDAY On Saturday, October ioth, the Annex of the T. Eaton Company’s store will be the scene of great activity, when the members of the Commercial Girls’ Club will hold their FIFTH Birthday Tea from 3 to 6 p. m. For many weeks now the various Committees in charge have been endeavoring to make this Fifth Birthday of theirs a Red Letter Event, and it is hoped that a great many friends and acquaint- ances will attend in order to show their encouragement for the won- derful work the Club is accomplish. ing. The Club was formed five years ago “to alleviate to the best of its ability, the need created by unem- ployment amongst Commercial Girls.” Not only have they helped to secure positions for the unem- ployed members, but they are also striving to help those not so fortun- ate to fill in their enforced leisure profitably. There are Club Rooms equipped with a free library, sewing machine (where the girls may do their own sewing), also cooking utensils, which privileges are avail- able free of charge at all times to any unemployed member. The mem. bers have reason to be proud of their Club Rooms, and they are always pleased to welcome any interested visitors. The annual Tea is the Big Event of the year and the Club depends very largely on the receipts derived therefrom for the furtherance of the year’s work. They are anxious to make new friends and cordially invite you to come to the Tea and hear how they carry on. You will find it well worth your while. Leiðrctting og viðauki við fréttabréf Fyrir skemstu kom út hér í blað- inu fréttabréf um fagnaðarsamsæti í kirkju Gimlisafnaðar, er presta- kallið hafði fyrir þau prestshjónin nýju, þau séra Bjarna A. Bjarnason og konu hans, og var þá skýrt um leið frá tildrögum samsætisins og ýmsu þar að lútandi. Meðal annars var minst á það fólk, konur og menn, er þar tóku til máls. Mun það hafa verið rétt með farið að öðru leyti en því, að láðst hafði að geta um Mr. Jóhannes Eiríksson, M.A., fyrrum kennara, er flutti hlýlega en þó rögg- samlega tölu i veizlunni. Á þessu vill fréttaritarinn biðja velvirðingar. Um leið kannast hann við, að hann fylgdi ekki trúlega góðri reglu æfðra fréttaritara, að skrifa niður hjá sér atburðina jafnóðum og þeir gerðust, heldur á eftir, þegar alt var búið. í stóru og margmennu samsæti getur, með þeirri reglu, auðveldlega gleymst sumt af þvi er fram fór, og það alveg eins það sem var af betra tægi eins og það sem minni athygli vakti. Mun maður hafa betri að- gætni á takteini á næsta mannamóti, þegar skýra á frá því er þar fer fram.— (Fréttaritari Lögb.). Sunnudaginn 27. sept., kl. 3 e. h., var sonur þeirra Dr. og Mrs. Don- ald L. Scott, að 250 Garfield St., skírður á heimili foreldra sinna, og gefið nafnið Donald John. Séra Haraldur Sigmar frá Mountain, N. Dak., skírði. Höfðu þau Dr. og Mrs. Scott óskað þess að séra Har- aldur, sem er móðurbróðir Mrs. Scott skírði drenginn þeirra, meðal annars vegna þess að hann hafði á fyrstu prestskaparárum sínum skirt Mrs. Scott. Fjöldi gesta var við- staddur athöfnina. Voru það eink. utn náin skyldmenni hjónanna og nokkrir vinir. Eftir skírnarathöfn- ina voru veitingar frambornar. Útvarpsræða um Leif Eiríksson Að öllu forfallalausu flytur Dr. Richard Beck, prófessor við ríkis- háskólann í Norður Dakota, ræðu um Leif Eiríksson og Amerikufund hans frá útvarpsstöðinni WNAX, Yankton, Suður Dakota, á föstudag- inn í þessari viku kl. 12.40-1.00 eftir hádegi. Ræðan verður flutt á ensku og er þáttur í Leifs Eiríkssonar há- tíðarhaldi, sem forvígismenn Norð- manna í Suður Dakota gangast fyr- ir. Home cooking sala undir umsjón Mrs. B. J. Brandson og Mrs. H. Olson, verður haldin á föstudaginn 9. okt. í fundarsal kirkjunnar á Victor St. Verður þar á boðstólum heimabakað brauð, Vínartertur og sætabrauð, rúllupylsur, lifrarpylsur, blóðmör, kæfa og svið. Einnig kaffi selt bæði eftir hádegi og um kvöldið. Fjölmennið! Salan stendur yfir síðdegis og að kveldinu. Young Peoples Society Fyrstu lútersku kirkju, iheldur ekki fund, eins og auglýst hafði verið, á föstu- daginn kemur. Næsti fundur verður í samkomusal kirkjunnar á föstu- dagskveldið þann 16. þ. m., kl. 8.15. Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskvöldið þann 14. þ. m., að heimili Mrs. F. Johnson, Ste. 14 Thelmo Mansions, B.urnell Street, við Ellice Ave. Nefnd sú, sem annaðist um mót- töku lávarðar Tweedsmuir að Gimli, heldur fund í Jóns Bjarnasonar skóla á föstudagskveldið kemur, kl. 8, til þess að ganga frá reikningum í sambandi við hátíðarhaldið. Árið- andi að nefndarmenn mæti stund- víslega. Hjónavígslur Gefin voru saman í hjónaband hér í borginni þann 26. september síðastliðinn, Sigurjón Anderson og Gertrude Hicks. Rev. Blackett framkvæmdi hjónavígsluna. Fram. tíðarheimili ungu hjónanna verður að Lake Dauphin. Laugardaginn 26. sept., voru þau Victor Guðlaugur Ágúst Sigurdson og Ruth Evelyn Proctor gefin sam- an í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. Hjónavigslan fór fram í Jóns Bjarnasonar skóla að viðstöddum allstórum hóp ættingja og vina. Eru þau fyrstu hjónin, 'seni gift hafa verið í skólanum. Foreldrar brúð,gumans hafa lengi haft umsjón á hendi í skólabygg- ingunni og hann sjálfurymeð þeim hin síðari ár. Brúðkaupsveizlan fór fram hið bezta. Heimili brúðhjón- anna verður í Winnipeg. Siðastliðinn laugardag voru gef- in sarnan í hjónaband þau Miss Rúna Sædal og Mr. Henry L. Hop- kins. Hjónavígsluna framkvæmdi Dr. Björn B, Jónson að heimili sinu 774 Victor Street. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ágúst Sædal að 685 Home Street. Brúð- guminn er starfsmaður hjá Hudsons Bay verzlunarfélaginu. Að aflokinni hjónavígsluathöfninni var setin veg- leg veizla að heimili foreldra brúð- arinnar, er milli 20 og 30 manns tóku þátt í. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Kennedy Apart- ments hér í borginni. Mannalát Ragnheiður Davíðsdóttir, 87 ára gömul, andaðist eftir stutta legu, að heimili sonar síns, Valdimars Jó- hannessonar og Kristveigar konu hans, í Víðirbygð, í Nýja íslandi, þ. 28. sept. s. 1. Var wttuð úr Þing- eyjarsýslu, var hálfsystir Stefáns heitins Sigurðssonar á Hnausum, Jóhannesar heitins kaupmanns og þeirra systkina. Ragnheiður og þau systkin sammæðra. Móðir þeirra Guðrún Eiriksdóttir. Maður Ragn. heiðar var Jóhannes Grímsson, dekkskipa formaður, er fórst með allri áhöfn i hafi árið 1883. Þau hjón bjuggu á Dálksstöðum á Sval-, barðsströnd, og bjó Ragnheiður þar áfram ekkja í mörg ár, eftir lát manns síns. Kom vestur um haf árið 1909 og var Valdimar sonur hennar, er áður hafði verið í sigl- ingum, þá nýlega seztur hér að. Þau Ragnheiður og Jóhannes maður hennar eignuðust átta börn, en mistu sjö af þeim á unga aldri. Fóstur- dóttir Ragnheiðar er Herdís Krist- jánsdóttir. Maður hennar er Ingvi Sveinn Eiríksson. Þau hjón búa í Árborg. Ragnheiður var góð kona og merkileg, var vel greind, hæglát í fasi og hjartagóð. — Jarðarförin fór fram frá heimili þeirra Jó- hannessons hjóna, í Víðir, þ. 2. þ. m. Séra Jóhann 1 Bjarnason, sökum fornrar viðkynningar við Ragnheiði, flutti þar kveðjuorðin. Jarðsett var í grafreit Víðirsafnaðar.— Þann 6. þ. m., lézt að heimili dótturdóttur sinnar, Mrs. B. Green, 401 Agnes Street hér í borg, Mrs. Guðný Gunnarsson, fædd 1856; var hún systir þeirra Árna, Friðjóns, Olgeirs og Friðbjörns Friðrikssona. Systir lætur hún eftir sig á íslandi, auk Mrs. Þórhildar Goodman í Van- couver. Mrs. Gunnarsson kom vestur um haf 1887, dvaldi 42 ár í Argyle en 9 siðustu ár æfinnar i Winnipeg. Mann sinn, Jón Gunn- arsson, misti Guðný heitin í Glen- boro 1904. Dætur hennar eru þær Mrs. J. A. Harvie og Mrs. E. R. Moorhouse í Winnipeg. Tiu barna- börn lifa Guðnýju og 2 barnabarna- börn. Útförin fer fram undir um- sjón Bardals í Glenboro á föstu- daginn kemur, kl. 2 e. h. Jólin voru einu sinni bönnuð í Englandi Hver er það, sem ekki á sér mót- stöðumenn? Ekki einu sinni jólin, barnanna og gleðinnar hátíð. Og það hafa ekki aðeins verið guðleys- ingjar og heiðingjar, seiu börðust gegn þeim. Jólin voru einu sinni bönnuð í einu af stærstu löndum bins kristna heirns, Englandi, og af hákristilegri stjórn, puritönum. Þegar jólin runnu upp yfi heim- inum árið 1621, var þeim fagnað i Englandi með klukknahringingum og viðhöfn. En er þau héldu áfram vestur yfir Atlantshafið, og hröktu skammdegi'smyrkrið á undan sér, var þeim ékki fagnað í nýlendunni Plymouth í Norður-Ameríku, sem var grundvöllur hins Nýja Englands. Þar var þeim tekið eins og hverjum öðrum degi. Forstjóri nýlendunnar kallaði eins og vant var alla tnenn til vinnu. Flestum fanst þetta ekki nema alveg sjálfsagt. Aðeins fáir, 'sem nýlega voru komnir þangað, lýstu yfir því, að þeir vildu ekki vinna á jóladaginn. Nýlendustjórn. inn beitti ekki valdi við þá, en hann harðbannaði þeim að hafa neinn jólafagnað. Puritanisminn gat ekki þolað, að menn gerði sér glaðan dag í þessari fátæku nýlendu. Þrjátiu árum seinna höfðu puri- tanar náð völdunum í Englandi. Á aðfangadag 1652 ákvað parlamentið að afnema jólin og til þess að sýna fram á að næsti dagur væri virkur dagur, voru fundir haldnir i þing- inu eins og vanalega. Þetta einræði puritana gegn jólunum, var eitt af óvinsælustu framkvæmdum þeirra. Það var auðvitað himinhrópandi synd, að þeir höfðu tekið af lífi hinn rétta konung Englands. En þetta, að þeir skyldi ráðast á jólin sjálf, var miklu verra. Síðan í grárri fornöld höfðu jólin verið fagnaðarhátíð. Frá því á að- fangadagskvöld. til þrettánda átti ekki að vinna nema hið allra nauð- synlegasta. Mat og drykk átti að bera jafn ríkmannlega á borð og hvert heimili var færp um, og allir, jafnt húsbændur og hjú, áttu að 'fá upp- áhaldsrétti sina. — Allir gestir voru velkomnir og enginn var látinn fara svangur frá garði. Hver betlari, sem kom til herragarðs eða bónda- býlis, átti það víst að fyrir hann væri .settur matur og drykkur. Alt andstreymi og fátækt átti að gera gleymt, og meðan jólin voru, voru öll boð og bönn upphafin. Á sumum stöðum var það jafnvel venja að láta málaferli falla niður. Alls kon- ar leikar voru leyfðir. Á stærstu heimilúm var t. d. útnefndur “Lord of Misrule,” sem stóð fyrir öllum fagnaði og espaði æskuna til alls konar uppátækja. Meðal annars var ungu mönnunum leyft að kyssa stúlkurnar þegar þær stóðu undir mistilteininum. Á þennan hátt voru jólin hátíð allrar þjóðarinnar, en gleðibragur þeirra féll puritönum ekki í geð. Þeim var eigi aðeins illa við óhóf í mat og drykk og kæruleysi í fram- ferði. Öll hátíðarhöldin voru þeim þyrnir í augum. Þeir gátu ekki þol- að, að menn prýddi heimili sín með sígrænum við. Þeir höfðit andstygð á hinni hátíðlegu athöfn þegar jóla. éldurinn var kveiktur, en það var gert á þann hátt að trjábolur, eins stór og framast gat komist inn í arininn, var dreginn af hestum og mönnum inn í stofu og stungið inn i arininn með miklum fagnaðarlát- um. Þetta kölluðu puritanar ósæmi- legt. Þeir gengu jafnvel svo langt að þeir vildu ekki hafa neinar há- tíðarmessur. Ástæðan til þessa var sú, að puritanar vissu að jólin eiga ekki uppruna sinn í kristninni. Jólin eru gömul heiðingjahátíð, að vísu breytt í kristna hátíð, en puritana grunaði, að bak við helgibraginn mundi leyn. ast mikið af fornum venjum. Þess vegna voru þeir á móti jólunum. Og þeir höfðu nokkuð til síns máls, því að hinir gömlu jólasiðir áttu margir upptök sín í römmustu heiðni. Það var t. d. ekki af fegurðar- smekk eingöngu að menn skreyttu heimili sín rtieð sigrænum viði. I sí- grænum viði bjó guðdómur, þar var hinn ódauðlegi lífskraftur. I þeim viði, sem stóðst vetrarkuldann bjuggu hfeilög öfl, verndaröfl. Helg- astur af öllu var mistilteinninn. Hann varði húsið fyrir göldrum og illum öndum. — Þetta var forntrú. Hin hátiðlega viðhöfn þegar jóla- eldurinn var kveiktur, var eftir- stöðvar af hátíðahöldunum í heiðni, þegar jólin voru sólarhátíð. Þetta “jólatré” var þvi heilagt og jafnvel um 1600 höfðu menn mikla trú á þvi. Leifarnar og kolin af því var geymt vandlega og höfðu menn trú á því að það kæmi í veg fyrir elds- voða, sérstaklega eldsvoða, sem stafaði af eldingum. Mörg önur hjátrú stóð í sambandi við jólin og umbótaviðleitni puritana var þvi ekki með öllu ástæðulaus. En þeim tókst ekki jafn viturlega og giftusamlega eins og kirkjufeðr- unum á 3. öld, þegar þeir létu æðstu hátið kristinna manna bera upp á miðsvetrarhátíð heiðingjanna, til þess að heiðingjarnir yrði fúsari að taka trú, og hátiðin um leið gerð göfgari og helgari. Reynslan hefir sýnt, að þetta var heppilegasta úr- lausnin. Árás puritana á jólin varð ekki langvinn; en hún varð aðalá- stæðan til hruns puritanismans og til ofsókna gegn honum. —Lesb. Mbl. Hitt og þetta Höfundur rennilásanna, Vestur. heims-Svíinn Peter A. Aronsson, er nýlega dáinn. Hann var búsettur vestur í Connecticut. Hann var Vermlendingur að ætt, en fór ungur vestur um haf. Árið 1893 fór hann að vinna að því að búa til rennilásinn. Nokkr- um árum seinna fór hann til Evrópu til þess að gera sér fé úr uppgötvun sinni. Stofnað var hlutafélag. En alt fór það út um þúfur, er ófriður- inn braust út 1914. Aronsson gafst þó ekki upp. Tíu árum seinna yar hlutafélagið komið vel á laggirnar. og átt iAronsson meirihluta í félag- inu. Þá fór hann aftur vestur um haf og var þar síðan. Uppfynding hans auðgaði hann mikið að lokum, því víða ryður rennilásinn sér til rúms. Prestur einn í Englandi komst um daginn í mikinn vanda við að skíra stúlkubarn. Barnið átti að heita 26 nöfnum. Presturinn varð að læra þau utanað. En hægðarauki var það, að nöfnin voru i stafrófsröð. Fyrsta nafnið var Anna, en þrjú hin síðustu Xantippe, Yvette, Zoe. Ameriskir efnafræðingar hafa kveðið upp úr með það, að meira næringargildi sé i korngrasinu með- an það er lítt vaxið, en í korninu fullþroskuðu. Þetta bendir til þess, að i framtiðinni fari mannkynið að lifa að nwklu leyti á snemmslegnu heyi. Liðin eru 100 ár síðan Joseph Neruda samdi hinn fyrsta polka. Hann fékk hugmyndina af því að vinnukona hans var að tritla um eldhúsgólfið. —Mbl. ^ iuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii...111111.1111.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.1111.... .. I THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- || ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF j|| THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | R95 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 3‘47 ............... .............. W

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.