Lögberg - 12.11.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.11.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER, 1936 5 Rev. K. K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins, kom til borgarinn- ar á mánudaginn var norðan úr ís- lenzku bygðunum við Manitoba- vatn. Hann hélt af stað suður til Minneota, Minn, daginn eftir, þar sem hann hafÖi ákveðið að flytja fyrirlestur. Mr. Jónas Helgason frá Lang- ruth, Man., var staddur í borginni seinnipart fyrri viku. Eins og áður hefir verið auglýst, heldur Jón Sigurdson Chapter, I.O. D.E., “Re-union of Icelandic Ex- service Men” í Army and Navy Vet- eran Hall, 299 Young St., cor. Por- tage Ave., á miðvikudagskvöldið J?ann 18. nóvember kl. 8 e. h. Góðar veitingar og skemtun. Boðsbréf hafa verið send til allra þeirra, er nefndin hafði utanáskrift til, en þessi tilkynning skal skoðast sem boðsbréf til allra heimkominna hermanna af íslenzkum stofni i Winnipeg og grend, um að heim- sækja félagið þetta kveld ásamt konum sínum. Tilkynnið Mrs. J. B. Skaptason, Regent, 378 Maryland St., Phone 73 298. SYNDAKVITTUN til Gunnlaugs Jóhannssonar Dapur má eg dvelja hér sem draugur inni í Haugi; með feykna hraða framhjá mér ferðaðist hann Laugi. Þorgils Asmundsson, 4415 Esmeralda Street, Los Angeles, California. Hafa verið gift 56 ár. Mr. og Mrs. Kristján Goodman, sem búa að 576 Agnes St., áttu glaða stund síðastliðið föstudagskvöld, 6. nóvember, þegar börn þeirra og barnabörn komu saman að árna þeim heilla á 56 ára giftingarafmæli þeirra. Kristján og Jóna Goodman voru gift 6. nóvember 1880 af Sókn- arpresti þeirra, séra Þórarni Böð- varssyni í Garðakirkju á Álftanesi syðra. Þau byrjuðu búskap sinn i HafnarfirÖi og voru þar í sex ár. Árið 1886 fóru þau til Ameríku og hafa verið í Winnipeg í 50 ár. Börn þeirra eru sjö og átta barnabörn og þrjú barnabarnabörn. CITIZENS URGED TO VOTE BY YOUNG MEN’S SECTION The yearly campaign conducted by the Young Men’s Section, Win- the citizens to éxercise their fran- nipeg Board of Trade appealing to chise on election day, Friday, Nov. 27th, is now in progress. , The campaign slogan is the same as used in past years: “Vote As You Please — But Vote.” Splendid re- sults have been accomplished by thi§ yearly campaign in getting the citi- zens to vote and take greater in- terest in the government of the city, this year it is hoped that a record breaking vote will be polled on elec- tion day, Friday Nov. 27. Mr. A. S. Bardal var kosinn gagn- sóknarlaust til sveitarráðsins i North Kildonan á mánudaginn var, sem fulltrúi i 1. kjördeild. Er þetta í tíunda skiftið, sem hann hefir verið kjörinn í þessa stöðu. Reykjavík um alda- mótin Þegar Reykvíkingar héldu Þjóð- minningardag sinn fyrir 39 árum, hinn 2. ágúst, eignuðust þeir gjöf, sem margir muna, og sem vaxið hef- ir að gildi með árunum sem líða. Einar Benediktsson skáld hafði í þá daga ekki náð viðurkenningu sem þjóðskáld, heldur stóð hann í skugga Matthíasar og Steingríms, enda hafði hann um þaðjeyti gefið út aðeins fátt eitt af ljóðum. Sem skáld verður hann þjóðinni kunnur af Aldamótaljóðunum, sem þóttu skara fram úr því, sem aðrir lögðu til þess viðburðar og fekk verÖlaun þau, sem heitið hafði verið fyrir beztu aldamótaljóðin, þrátt fyrir það, að hin gullvægu ljóð Hannesar Hafstein yrðu til um sama leyti. Það var mikið talað um aldamóta- ljóð þessara tveggja skálda, sem þá voru báðir á þróttmesta skeiði æfi sinnar, og mjög deilt um, hvort að dómurinn væri réttlátur, sem feld- ur var. En það sem einkendi báða ljóðflokkana var hvatning sú, sem í þeim fólst. Skáldin bæði vildu tala kjark í þjóðina; þau ögruðu henni. Og þau sögðu spádóma, sem komu fram miklu fyr, en menn leyfðu sér að vona í þá daga. En gjöfin, sem minst var á í upp- hafi þessa máls, var þremur árum eldri. Hún hefir verið í miklum skugga þess, sem síðar gerðist, en er svo vegleg, að einmitt nú er á- stæða til, að draga hana úr þeim skugga. Því að spádómurinn, sem Einar Benediktsson segir í þjóð- minningarkvæði sínu 1897 hefir ræst svo merkilega, að þeir sem efast um, að góð skáld hafi spásagnaranda, verða að breyta meiningu sinni. “Fálkanum” þykir hlýða að birta þetta gamla þjóðminningarkvæði, sem flestir Reykvíkingar ættu að kunna, og minnast um ókomnar ald- ir þeirra hvatningarljóða, sem skáld- ið kvað fyrir 39 árum um höfuð- staðinn: Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til varÖ landsins högum lík;— og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. En þá við Flóann bygðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð— ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi er hún ber, er betra að vanta brauð. Þeir segja að hér sé hættan mest og hérna þrífist frónskan verst, og útlend tíska temjist flest og tungan sé i nauð. Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr að vekja land og lýð,— er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skin hátt um strönd og hlíð, skal sjást að bylgjan brotnar hér.— —ViÖ byggjum\nýja sveit og ver, En munum vel hvaÖ íslenzkt er um alla vora tíð. Þó kvæðið sé ekki langt lýsir það höfuðstaðnum eins og hann kom fyrir sjónir vakningar- og vöku- mannsins, sem hugsaði djarft, þrátt fyrir fásinnið, sem kringum hann var. Og mörgum fanst hann spá djarft er þeir lásu kvæðið. En spáin rættist fljótar en flesta varði. Höfnin, sem var “opin enn” er nú orðin mesta mannvirkið á Islandi. Knerrirnir komu, gamli skútuflot- inn, sem enn var að vaxa, þegar kvæðið var orkt, hvarf úr sögunni og í stað þess myndaðist floti ný- tízku veiðiskipa, sem notuðu eim- inn til þess að færa fiskimennina á miðin og ausa fiskinum upp úr sjón- um, “ „ . . vissir þú hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar.” segir sama skáld í aoldamótaljóðum sínum. Það rættist fyr en varði úr því, að íslendingar eignuðust fleyt- ur, sem gátu komist “utar” en gömlu skúturnar og róðrarskipin. Og Reykjavik varð miðstöð þeirrar nýju tilbreytni, Og höfuðstaðnum varð að því sem skáldið vonaði, að hún yxi og yrði “stór og rík.” Og það voru knerrirnir og mennirnir, sem eiga heiðurinn fyrir það. Reykjavík varð svo stór og rik, að hún gat fleytt öllum kostnaði við þær miklu framfarir, sem orÖiÖ hafa í höfuðborginni sjálfri síðan um aldamót, og borið þyngstu byrðina, sem bera þurfti til þess aÖ “hrinda vorurn hag á leið — með heillar aldar taki,” það sem af er þessari öld. “Ef þjóðin týndi sjálfri sér . . . er betra að vanta brauð.” Hættan, er skáldið minnist á, að “hérna þrifist frónskan verst“ þótti mikil hér um aldamótin, þó þá væri hraðvöxtur bæjarins ekki orðinn eins mikill og síðar reyndist. En hér í höfuðstaðnum, sem fyrir hundrað árum var svo danskur, að menn jafnvel reyndu að “tyggja upp á dönsku” er nú í dag öflugasta vígi alls þess sem íslenzkt er, enda er þaÖ eÖlilegt. Reykjavík er menta- setur landsins og héðan koma menn- ingarstraumarnir, sem ráða mestu um örlög þjóðarinnar. Reykvíking- ar tyggja upp á ísíenzku og öll þjóð- in fer að eins og þeir. ÞaÖ hafa “víkkað tún og breikkað ból” í landinu síðan E. Benediktsson gaf Reykjavík kvæði sitt og landimi aldamótaljóð sín. Og það hafa ræst vel uppörfunarorðin, sem hann segir í niÖurlagi kvæðisins um Reykja- vík. “Við byggjum nýja sveit bg ver.” Um “verið” þarf ekki að f jöl- yrða, en sveitin hefir lika bygst. Or fúamýrum og grýttum holtum hafa myndast iðgræn tún og nú lifa hér á búskap margfalt fleiri menn, en hjáleigubændurna í Reykjavík fyrir 150 árum gat nokkurn tíma dreymt um, — og þó er hjartaÖ úr skák- inni þeirra horfið undir húsakjall- ara og malbikaðar götur. Öldin aldna er flúin og frekur þriðjungur genginn af hinni nýju, sem skáldið bygði vonir sínar á. Og það hefir þegar sézt, að “bylgjan brotnar hér.” Reykjavík hefir haft forustuna í íslenzkum sjálfstæðis- málum, eins og henni ber, sem höf- uðborg landsins. í Reykjavík ger- ast átökin um stjórnmál landsins. Og hér hefir mörg bylgja brotnað í viðureign íslendinga og baráttu fyr- ir sjálfstæði landsins. Svo mun og verða framvegis. Á ströndinni við Kollafjörð munu mæða þær öldur, sem aldrei mega gera landskemming, hvort heldur þær eru komnar úr út- hafinu, eða þær rísa innan íslenzkrar landhelgi.—Fálkinn. Beinafundur á Stóra- Ósi Fyrir mörgum árum (um 1880) var bygð skemma rétt norðan við bæinn á Stóra-Ósi í MiðfirÖi. Hafði þar áður staðið kofi, sem nefndur var Gunnukofi, en munnmæli gengu um það, að þar hefði áður staðið bænhús. Getur það vel verið rétt, en þarna var áður útkirkja frá Mel og er hennar getiÖ i visitazíu 1461. Nú var það áriÖ 1930 að afráð- ið var að grafa kjallara undir skennmunni. Gekk Eggert Arn- björnsson á Ósi að því og hafði með sér dreng, son Friðriks bróður síns. Byrjuðu þeir að grafa í norðurenda skemmunnar og ætluðu að grafa Norðurhelming kjallarans fyrst. En ekki höfðu þeir grafið djúpt, er þeir komu niður á mannabein. Og er haldið var áfram aÖ grafa, kom þarna upp hver beinagrindin eftir aÖra og lágu þær hver ofan á ann- ari og sem allra þéttast. Voru bein- in nokkuÖ fúin, en hauskúpur heil- legar og allar mjög vel tentar. Og er þeir höfðu grafið'fyrir hálfum kjallaranum, voru komnar þarna upp 23 hauskúpur og að auk gríðar- stórir og sterklegir kjálkar, sem eng- in fanst hauskúpan að. Þótti það með fádæmum vera, hvað kjálkarnir voru stórir, því að þeir náðu vel utan yfir kjálkana á Eggert og er hann þó kjálkameiri en í meðallagi. I þessum kjálkum voru nokkrir jaxl- ar mjög slitnir, en geisilega stórir og sterklegir. Eggert þótti svo leiðinlegt að raska friði hinna framliðnu, að hann hætti við að grafa suðurhluta kjall- arans. Safnaði hann öllum beinum um saman og fyltu þau tvo stóra poka. Akvað hann að jarða þau undir austurvegg skemimunnar, sem næst því er þau höfðu legið. En er hann tók þar gröf fyrir þeim, kom hann niður á gríðarmikla beina- hrúgu, sem hann sagði likasta því, er mikill gröftur hefir komið upp úr kirkjugarði og er látinn í skot út úr gröfinni. Á einum stað, þar sem kjallarinn var grafinn, vottaði fyrir kistum, en þær voru grautfúnar Og toldu ekki saman, eða voru líkastar hismi. Annars varÖ ekki betur séð en aÖ líkin hefði verið grafin kistulaus og líklega mörg í senn, og alt af verið bætt líkum ofan á í sömu gröfina þangað til hún var orðin hér um bil full. Bendir það til þess, hve grunt var niður á efstu beinin. Þarna er aldagamalt tún mjög þurt, og hefir jarðvegur aldrei raskast, sízt að hann hafi grynkað. Fremur mun hann hafa hækkaÖ, og ætti því að hafa veriÖ enn grynnra á líkunum, þegar þau voru jörðuð, heldur en nú var. • Eins og fyr er sagt var áður út- kirkja á Ósi, en hve lengi hún hefir staðið og greftrað hefir verið að henni, er mér ekki kunnugt. Aðal- greftrunarstaðurinn hefir verið að kirkjunni á Melstað, sem er skamt þaðan. En þessi mikli beinafundur á Ósi virðist benda til þess, að þarna hafi verið komið niður á almenn- ingsgröf frá drepsóttar eða hallær- isárum, þegar fólk hrundi svo nið- ur, að varla var mannafli til þess að flytja likin til kirkju, og ekki hugs- að um að smíÖa utan um þau, held- ur voru þau aðeins grafin í fötun- um. Hefir þá jafnt verið greftraÖ að útkirkjum sem aðalkirkjum, og aðeins hugsað um það, hvert skemst var að flytja líkin. Á Stóra-Ósi hefir búið maður fram af manni úr sömu ætt, og hefii jörðin verið óslitið í ábúð ættarinn- ar síðan 1814, en i eigu hennar síð- an 1765. Theodór Arnbjörnsson hefir sagt mér, að þar sem skemm- an var bygð, hafi veriÖ tóftarbrot og garðbrot norðan við það. En inn- an þess garðs hafi verið aflangar þúfur, sem sneru frá austri til vest- ur og voru kallaðar leiði. Nú hefir verið sléttað þar, en “leiðin” voru fyrir utan þann stað, ]>ar sem Egg- ert var að grafa.—Lesb. Mbl. “Verið heilirmenn” Fimtándi nóvember talar til okkar þessum orðum. Svo sem kunnugt er, var séra Jón Bjarnason, D.D., fæddur 15. nóvern- ber (1845). Guð gaf íslendingum hann að leiðtoga, á frumbýlingsár- um þeirra, á amerískri slóð. Þeir, sem vel kunna að meta heil- brigða notkun á lífinu, ættu, í þakk- lætisskyni við gjafarann allra góðra hluta og líka í þakklætisskyni tii hins framliðna, stórmæta leiðtoga, að lesa eitthvað eftir hann, þann 15. þ. m. eða um þaÖ tímabil. Það er eins og að ganga í f járhirzlu síria og tína þar upp gersemar. OrÖin, sem mér koma i huga, i nærveru þessa timabils, eru þessi: “\rerið heilir menn.” Af öllu því, sem eg hefi séÖ, eftir þenna merka höfund, finst mér þessi setning svo hóglát, hrein, en ófellandi, standa upp úr kafinu og vera endurtekin til vor allra, einmitt nú. Orð þessi standa á__blaðsíðu 588 í Guðspj allamálum. “Verið heilir menn. Verið allir þar sem þér eruð, — allir með Jesú Kristi. Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkom- inn.” Prédikun þessi í heild heitir “Heilir menn.” Og er útlegging á textanum: “Verið þar fyrir fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum er fullkom- inn.” Matt. 5. 84. Prédikun þessi er, eins og margt eftir dr. Jón Bjarnason, slétt á yfir- borði og áhlaupalaust mál, en svo heilt og haldgott, að aldrei mun fyrnast. Til dæmis þessi setning: “Hvað þýðir þetta? — Það þýðir það, að þér allir, lærisveinar Jesú, eruð skyldugir til að vera heilir menn, fullkomnir, eins og faðir vðar á himnum er fullkominn.” Það stendur alt af yfir barátta milli hins illa og hins góða. Hún kemur fram í ýmsum búningum og á ýmsum sviðum. Það getur ekki verið til fullkomnari áminning, en þessi: “Verið heilir menn.” Allir sannir menn, vilja vera heilir menn; en það er svo margt til að rugla og tæla mannanna börn, einmitt nú, að margur gætir þess ekki nógu vel, hvað það þýðir að vera heill mað- ur, heill með Jesú Kristi. Við lestur þessarar prédikunar, eftir dr. Jón Bjarnason, já, við um- hugsun um þessa einu setningu: “Verið heilir menn” réttir sjálfur Jesús Kristur fram gegnumstungnar hendurnar og seg- ir: “Þetta gerði eg fyrir þig. Hvað gerir þú fyrir mig?” Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. H. G. WELLS SJÖTUGUR London 14. okt. Fjöldi frægra rithöfunda var sam- ankominn í London í gærkvöldi, í veizlu er H. G. Wels var haldin, á sjötugsafmæli hans. Skálsagnahöf- undurinn J. B. Priestley stýrði sam- kvæminu, en meðal gestanna var George Bernard Shaw. í ræðu, er heiðursgesturinn hélt, sagði hann, að sér fyndist hann vera eins og lítill drengur, sem væri að leika sér við gullin sín. Bráðum mætti búast viÖ því að barnfóstran kæmi og segði honum að leggjæ gullin sín frá sér, því nú væri hann orðinn of stór til þess að leika sér lengur, og hans biði önnur verkefni á öðrum stað. “En mig langar ekki til ]?ess,” sagði Wells, “að leggja frá mér gullin min. Mig langar miklu fremur til þess að leika mér enn um stund, og eg vona að það verði langt þangaÖ til fóstra kemur, til þess að taka mig frá þessu öllu.” NÝ BARNA OG UNGLINGA- BÓK Þorsteinn M. Jónsson bókaútgef- andi á Akureyri hefir gefið út f jölda margar ágætar bækur og með- alannara nokkurar við hæfi barna og unglinga. Nýlega er komin á mark- aðinn frá honum bókin “Mamma litla” (II. bindi) eftir frú E. de Pressensé, sem er frakkneskur höf- undur. Bókin er gefin út með með- mælum skólaráðs barnaskólanna og er hin fjórða í röðinni af úrrvals- bókum “úr heimsbókmentum barna og unglinga,” sem Þorsteinn M. Jónsson hefir gefið út. Fyrra bindi sögunnar hefir orðið vinsælt og munu börn og unglingar, er þaÖ hafa lesið, fagna þessu hinu síðara bindi sögunnar. Þýðendur bókarinnar, sem er prentuð hjá Oddi Björnssyni á Ak- ureyri, eru þeir Jóhannes skáld úr Kötlum og Sigurður Thorlacius skólastjóri. Hafa þeir leyst verk sitt mæta vel af hendi.—\ isir 14. okt. Á veitingastofwnni Hjón voru á ferðalagi og komu inn í veitingahús, sem stendur við veginn. Veitingaþjónninn var Negri og hann spyr, hvaÖ gestirnir vilji borða: Eg vil fá tvö linsoÖin egg, segir konan. —Eg líka, segir maðurinn, en þau verða endilega að vera ný. —O.K. segir negrinn, vindur sér fram í eldhúsið og segir: 4 linsoð- in egg og 2 af þeim verða að vera ný. ------- Stœrsta og minsta ávísun í heimi í banka einurn í New York er all- merklegt peninga og ávísanasafn. Þar er stærsta og minsta ávísun i heimi. Ameríkanskt timburfirma innleysti stærri ávísunina með 146 miljónum dollara; hin ávísunin hljóðar upp á firmað Henry Ford. Detroit, að upphæð eitt cent.—Alþbl. NOTE AND COMMENT Frozen fish are being used as a medium of exchange in Iceland. They have this advantage over Mr. Aberhart's frozen scrip, that they don't have to have a stamp placed on them every week.—Toronto Star. Business Cards Sendið Furs yðar til Geo. W. Baldwin, Jr. 539 BALMORAL, Cor. SARGENT Winnipeg, Man. pegar þið hafið fengið nðg I sendingu af "Raw Furs,” þá sendið hana beint til mín, og þíð verðir ántegðir. Meðmæli: Hvaða banki sem er. NOKKRIR MENN ðskast til vinnu I gullnámu I B. C. Verða að hafa $100 1 peningum. Stðrauðug náma samkvæmt stjðrnarskýrSlu. Upphæð þessi tryggir aðiljum hluti I námunni. A. J. LOUIS, 669 Maryland Street Winnipeg, Man. Ókeypis kostnaðaráœtlun og túbuprófun Kallið upp Dorfman’s Radio Service 4 STAR MEAT MARKET 646 SARGENT AVE. Simar: Virka daga — 23 151 Nætur og helgidaga — 55 194 Phone 72 300 Oramophones aðgerðir 614 WINNIPEG PIANO BLDG. Winnipeg, Man. Quality Meats Lowest Prices in City Nákvœmur bollalestur og kristalla spádómar We Deliver F. PERRIS Ste. 3-530% NOTRE DAME AVE. ViÖtalstími 2-4 e. h. Á kvöldin kl. 7-9 Experts in Permanent Waving NEW RAY and THERMIQUE Heatless Methods McSWEENEY’S Beauty Parlor Most modern up-to-date Beauty Parlor in the West-End 609 SARGENT AVE. Phone 25 045 (Open Evenings) GEYSER BAKERY Við höfum það að sérgrein, að búa til hinar ágœtu, Islenzku tvi- bökur og kringlur, heilsustyrkj- andi brauð, köku og smáköku teg- undir. — Sérstök kjörkaup á vör- um, sem pantaðar eru utan flr sveitum. Wanted 20 Boarders $15.00 per Month Tasty Snack Shop COR. SARGENT & McGEE 624 SARGENT AVE. Phone 37 4 76 Full Course Meals, 15c up ' Booths for Ladies Management: Sorensen & Snell THE IDEAE XMAS GIFT YOUR PHOTOORAPH CAMPBELL’S STUDIO 280 HARGRAVE ST. (Oposite Eaton’s) Phone 21 901 BE DIFFERENT THIS CHRISTMAS and send a greeting card that is distinctly your own. Greeting cards made from your own photo negatives, $1.00 doz.. Write for illustrated list. GOODALL PHOTO Co. 921 CARLTON STREET Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.