Lögberg - 12.11.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.11.1936, Blaðsíða 1
49. AK/GANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER, 1936 NÚMER 46 Frá Islandi Séra Bjarni Þorsteinsson .heiðursborgari Siglufjarðar Séra Bjarni Þorsteinsson pró- fessor á Siglufirði var 75 ára í fyrradag. Siglf irðingar vottuðu honum þakkir fyrir vel unnið starf í þágu kaupstaðarins og heiðruÖu hann á ýmsan hátt. Kl. 4 í fyrradag kom karlakórinn Vísir, sem séra Bjarni er heiðurs- félagi í, heim að húsi hans og heils- aði honum með ávarpi og söng. Að því loknu kom bæjarstjórn Sigluf jarðarkaupstaðar heim til hans. Hafði bæjarfógeti orð fyrir henni og tilkynti prófessornum, að hann væri kjörinn heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar og las svo- Mjóðandi ávarp: “Herra prófessor séra Bjarni Þorsteinsson! í dag höfum vér í einu hljóði kjörið yður heiðursborgara Siglu- fjarðar. Um langan aldur hafið þér, herra prófessor, með tónlistar- störfum yðar, starfað með þjóð vorri með þeim ágætum, að langt hefir ljómað, og ekki aðeins út yfir takmörk bæjarins, heldur einnig út yfir hauður og höf lands vors. Um mörg ár hafið þér staðið fast í fylkingarbrjósti um framfaramál bygðar vorrar og stjórnað málum hennar, og yður, meira en nokkrum einum manni er að þakka, að Siglu- fjörður fékk bæjarréttindi með lög- um nr. 30, 1918. Yður ber því með réttu heiðursnafnið Conditor urbis, höfundur Siglufjarðar, og viljum vér því veita yður heiðursvott þann, er vér dýrstum ráðum yfir, með því að kjósa yður heiðursborgara bæjarfélags vors. Siglufirði, 14. okt., 1936. Bæjarstjórn Sigluf jarðar.” Að lokum söng karlakórinn Vísir nokkur lög. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur. Alþ.bl. 16. okt. # # * Kveðjusamsœti var Steingrími Matthíassyni héraðs- lækni haldið s. 1. þriðjudagskvöld á Hótel Akureyri. Stóðu fyrir því Oddfellowstúkan “Sjöfn” og Stú- dentafélag Akureyrar og sátu það alls um 120 manns.—Er Steingrím- ur nú að láta af héraðslæknisem- bættinu, sem hann hefir gegnt í 30 ár — og flytja til Danmerkur, þar cem hann ætlar að stunda lækning- ar framvegis. — Samsætið fór hið bezta fram og var heiðursgesturinn hyltur bæði í ræðum og ljóði. — Ræður fluttu Sig. Ein. Hlíðar, Sig. Eggertz, Sigurður Guð mundsson skólameistari, Steingr. Jónsson, Steinn Steinsen, Baldvin Ryel og læknarnir Árni Guðmundsson, Pét- ur Jónsson og Helgi Skúlason. — Kvæði flutti Konráð Vilhjálmsson kennari. —Heiðursgesturinn flutti tvær ræður, kveðjuorð og mintist héraðsins. Samsætið stóð til kl. 3 um nóttina — en kl. 9 um morgun- inn lagði Steingrímur upp í Dan- merkurför sína með e. s. Island.— Eylgja honum almennar velfarnaðar óskir, því hann hefir jafnan verið hér hvers manns hugljúfi og dreng- ur hinn bezti.—íslendingur, 2. okt. # # # • Borgarís fyrir Norðurlandi Veðurstofunni bárust í gær fregn- ir frá enskum togara um tvo borg- arísjaka á siglingaleiðum norðan- lands. Annar er stór og var í gær á norð- lægri breidd 66 stig 34 mín. og vesturlengd 21 stig 25 mín. á 140 metra dýpi, en sá staður er á all- fjölfarinni skipaleið á austanverðu Strandagrunni nálægt Reykjafjarð- arál. Hinn jakinn er minni og var Guðmundur S. Grímsson héraðsdómari Fréttir frá Lundar Við Bandaríkjakosningarnar þann 3. þessa mánaðar, var Guðmundur S. Grímsson endurkosinn gagnsókn- arlaust til héraðsdómara í 2. dóm- þinghá North Dakota ríkis. Er' Guðmundur sæmdar þessarar og trausts vel maklegur, því hann er hið mesta valmenni, og hefir á sér al- mennings orð sem glöggskygn og réttlátur dómari. í gær á norðlægri breidd 66 stig 12 mín. og vesturlengd 20 stig 16 mín. á 80 rnetra dýpi, en sá staður er á fjölfarinni skipaleið út af Skagatá skamt undan landi. Kringum þessa jaka eru nokkrir smájakar.—Mbl. 20. okt. # # * Álftir spilla silungsveiði í Mývatni Stjórn Fiskifélags Mývetninga stað- hæfir í viðtali við Ólaf Sigurðsson ráðunaut, að á síðustu árum hafi farið mjög í vöxt, að álftir tæti sundur riðsvæðin í Mývatni og éti hrognin, enda þótt álftin sé grasbítur að eðlisfari. Segja kunnugir og athugulir menn, er stundað hafa silungsveiði í Mývatni um langt skeið, að fyrir nokkrum árum hafi fáeinar álftir byrjað á því að ræna hrognum, en síðan hafi þeim álftum alt af farið fjölgandi, sem grafi upp riðsvæðin og éti hrogn, og virðist svo sem hver læri það af annari. Telja þeir að veiði í Mývatni stafi af þessu hin mesta hætta. í sumar voru svo mikil brögð að þvi, að álftir græfu upp riðsvæðin í vatninu, að botninn, sem á að vera sléttur eftir klakið, líktist á stórum svæðum þýfðri mýri eftir gröft álftarinnar. Dæmi er og til þess að úr maga einnar álftar, er var veidd og krufin, kom 1V2 lítri eða 20—30 þús. hrogn. Eíta því margir svo á, að álftin sé orðin þar einn hinn skæðasti veiði- vargur og að einhver ráð þurfi að finna til þess að fæla hana burtu af vatninu, því hún er sem kunnugt er alfriðaður fugl.—Mbl. 20. okt. * * # Lík finst i Hafralónsá 1 gær fanst lík Davíðs Vilhjálms- sonar frá Ytri-Brekkum á Langa- nesi, rétt fyrir norðan brúna á Hafralónsá. Davíð hafði farið áleiðis heim til sín frá Gunnarsstöðum i Þistilfirði á föstudagskvöld. — í gær fanst hestur hans rétt utan við Syðri- Brekkur með reiðtýgi undir kviði, og var þá annað ístaðið brotið. Margt ntanna frá Þórshöfn og ná- lægum bæjum leitaði hans í fyrra- kvöld og fram eftir nóttu, og í gær leitaði fjöldi manns. Þegar slætt var i Hafralónsá í , gær, fanst líkið rétt neðan við brúna. —Mbl. 18. okt. Þá er þetta sumar á enda og vet- ur genginn í garð, og þykir mörg- um hann koma of snemma, því 20. október byrjaði að frjósa fyrir al- vöru svo Manitobavatn fraus upp fyrstu daga nóvember, en viku fyr féll fets þykkur snjór og frusu öll vötn við Hudson Bay brautina norð- an við La Pas, svo það lítur út fyr- ir að við eigum langan vetur í vænd- um, en bót er það í máli, að víða heyjaðist vel næstliðið sumar, því grasspretta var góð í norðurparti Manitobafylkis, og hirðing heyja ágæt, því varla kom regndropi úr lofti hér um slóðir frá 20. júni til 1. september, enda skrælnaði allur akragróður og garðar, svo stórtjón varð að, í öllu voru umhverfi Óvanalega mikið var unnið að vega gerð hér næstliðið surnar, og bætti það inikið hag þeirra, sem at- vinnulausir voru. Þar lagði Sam- bandsstjórnin mikið fé fram til at- vinnubóta, til hálfs við fylkisstjórn vora, og nutum við þess að við höfð- um mikilhæfan mann á sambands- þingi Canada, því slíkt hnoss hefir oss eigi hlotnast fyrri, að fá breiðan og háan keyrsluveg í gegnum alla sveitina, og búið að mölbera eða réttara sagt að “mölva” 14 mílur af veginum, oss að kostnaðarlausu, nema óbeinlínis, þar sem alt fé sem stjórnir vorar leggja fram, er borg- að af fólkinu með sköttum og toll- um, sem okkur er nýstárlegt að sjá nokkurn árangur af. Heilsufar hefir verið gott hér í bygð þetta haust, og fáir dáið. Af íslendingum hefir látist Gísli Grímsson Snjólfssonar frá Ytra- Núpi í Vopnafirði, áttræður maður; hann var karlmenni að sjá og hafði lengi gengið sem grjótpáll fyrir búi Stefáns Ólafssonar í Lundi (bæjar- nafn hér), enda vel haldinn á þvi heimili til dauðadags. Slys vildi til hér nýlega, er tveir menn Skúla Sigfússonar, voru að líta eftir fiskimiðum úti á Mani- tobavatai, og féllu í vatnið, í ný- skænda vök; annar þeirra, Berg að nafni, islenzkur maður, gat bjargað sér upp úr með harðræði, en hinn var druknaður áður en hjálp kom Maðurinn hét Haraldur Hjálmsson, nýlega kominn af Islandi í æfintýra- leit, viðfeldinn maður og greindur, um þrítugsaldur. Við söknum hans allir, sem þektum hann, þvi hann var mannvænlegur. En ekki verður feigum forðað — kemur í huga manns, er maður sér menn ganga út í auðar vakir eða nýskændar, á gló- björtum degi, og geta hvorki dregist upp úr né haldið sér uppi dálitla stund, með langa stöng í hendi. Mikill fjöldi fiskimanna sækir nú að vatninu, alt í kringum það, svo eflaust verður það þvergirt víða af netjum, þó það sé 30 mílna breitt. Frá Winnipegvatni eru komnir hingað um 100 fiskimenn, þeir álíta þægilegra að veiða hér á Manitoba- vatni, þó lítið sé orðið af fiski hér nema smákóð; hvítfiskur og gedda gjöreydd. Eg vildi óska þeim gengi vel, því tilkostnaður er ærinn, en út- lit fyrir sæmilegan markað fyrir fisk, einkum síðan farið var að flytja fiskinn á vöruflutningabílum til Bandaríkjanna. En þó fiskimannafjöldinn okkar sé fríður, mundu gömlu kerlingarn- ar á íslandi hafa sagt eins og forð- utn, “að nú væru flestir sótraftar á sjó dregnir.” En íslendingar reyn- ast góðir veiðimenn og sjómenn hvarvetna. (Ritað á dánardegi Jóns Arason- ar, 7. nóvember, 1936.). Sigurður Baldvinsson. KOSNIB 1 BÍKISSTJÓRA- EMBÆTTI William Langer, utanflokka, hef- ir verið kosinn ríkisstjóri í North Dakota, að því er nýjustu fregnir herma. En í Minnesotaríkinu náði Elmer A. Benson, Farmer-Labor, ríkisstjórakosningu með miklu afli atkvæði. Skipuð í virðulega ábyrgðarstöðu FRÁ NORTH DAKOTA Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Mr. Stone Hillman frá Akra, hefði náð Sheriffs-kosningu í Pem- bina County. 1 Bottineau var Oscar Benson kosinn State At- torney, Mr. Hall, County Com- missioner fyrir Pembina County, og G. S. Grímsson, endurkosinn til héraðsdómara. Auk þess eru taldar líkur á að Gunnar Olgeirsson hafi náð héraðsdómara kosningu í Burleigh County. MISS GUÐRÚN MELSTED Dagblaðið Winnipeg Free Press, flutti á mánudaginn var, faguryrta- grein urn Miss Guðrúnu Melsted og starfsemi hennar í þágu stjómar- deildar þeirrar, er Sambandsstjórm in starfrækir i Winnipeg og um rannsókn útsæðistegunda fjallar. Svo mikla athygli hefir Miss Mel- sted vakið á sér við rannsóknar- starfsemi sína á þessu sviði, að hún er talin með helztu sérfræðingum hinnar canadisku þjóðar. Á al- þjóða kornsýningunni miklu, sem haldin var í Regina, Sask., mætti Miss Melsted sem fulltrúi Canada- stjórnar. Miss Melsted er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. W. Melsted að 673 Bannatyne Ave. hér í borginni. Á FERÐ VESTANLANDS Hon. Norman Rogers, verkamála- ráðgj af i Sambandsst j órnarinnar, kom til borgarinnar á’mánudaginn i embættiserindum. Þann tíma, sem hann stóð hér við, ráðgaðist hann um atvinnumál og atvinnubætur við fylkis- og bæjarstjórn. Héðan hélt Mr. Rogers vestur á bóginn til Regina, Calgary og Edmonton. MADBID 1 BJÖRTU BÁLI Samkvæmt símfregnum á mið- vikudagsmorguninn stóð nokkur hluti Madrid borgar í björtu báli; hafði fluglið árásarhersins varpað tundursprengjum yfir borgina, er orsakaði þenna óvinafagnað. Er búist við, að þrátt fyrir snarpa vörn, muni borgin innan skamms gefast upp, ef hún þá á annað borð verður ekki brunnin til agna. Samtíningur Það var líka skemtun Monsen var rithöfundur. Einu sinni sat hann kófsveittur yfir skáld- sögu og beið eftir andagiftinni, sem lét bíða eftir sér. Monsen var í mjög slæmu skapi, og ekki bætti það úr skák, að 6 ára gamall snáði, sem hann átti, var að leika sér í stofunni og hafði nokkuð hátt um sig og var alt af að leggja spurningar fyrir föður sinn. —Ef þú ekki hættir þessum spurningum, segir Monsen, — þá fer eg út og drekki mér. Það varð dauðaþögn í tvær min- útur, en þá sagði lítil rödd: —Pabbi! Má eg koma með og horfa á? Frjáls samkepni Fyrir um tuttugu árum ráku tveir kaupmenn verzlun í sömu götu í borg einni í Noregi. Þeir hétu Mikkelsen og Palsen og milli þeirra var mikil samkepni, einkum buðu þeir egg niður hvor fyrir öðrum. Mrs. Walter J. Lindal Á föstudaginn þann 6. yfirstand- andi mánaðar, gerði verkamálaráð- herra Sambandsstjórnarinnar í Ot- tawa, Hon. Norman Rogers, það heyrinkunnugt, að í samræmi við löggjöf síðasta þings, hefði Sam- bandsstjórnin skipað fimm konur til þess að starfa í samráði við allsherj ar atvinnuleysisnefndina. Verður það hlutverk þessarar fimm kvenna nefndar, að rannsaka frá strönd til strandar hag atv/innlausra kvenna og tölu, og bera síðar fram tillögur og niðurstöður við allsherjarnefnd- ina, með það fyrir augum, að ráða bót á atvinnuleysinu meðal kven- þjóðarinnar; hefir þessi ráðstöfun Sambandsstjórnar mælst hvarvetna vel fyrir, og gerir almenningur sér góðar vonir um giftuvænlegan á- rangur. Islenzk kona, mikilhæf og mæt, Mrs. Walter J. Lindal, hefir verið skipuð í þessa fimm kvenna at- vinmtleysisnefnd, og mun því al- inent fagnað meðal Islendinga, þvi sakir lærdóms og atorku má hún teljast flestum konum betur fallin til þessa virðulega, en jafnframt á- byrgðarmikla starfs. Mrs. Lindal (Jórunn Hinriksson) er fædd við Churchbridge, Sask., dóttir þeirra merkishjónanna Mr. og Mrs. Magnús Hinriksson. Þótti hún snemma afbragð annara ungl- inga fyrir hæfileika sakir, og var,því til menta sett; hún lauk stúdents- prófi við Manitobaháskólann árið 1916, en þremur áruin seinna prófi i lögum; við hvorttveggju prófin fékk hún fyrstu ágætiseinkunn. Maður hennar er Mr. Walter J. Lindal, K.C., forseti Manitoba Lib- eral Association. Mrs. Lindal er með afbrigðum vel máli farin; hún hefir tekið veiga- mikinn þátt í opinberum málum, bæði innan vébanda frjálslyndu stjórnmálastefnunnar og á öðrum sviðum; mikið hefir hún gefið sig að málefnum háskólakvenna, og er um þessar mundir fyrsti varaforseti Women’s Canadian Club í Winni- peg. , Oss Islendingum er það ósegjan- legt fagnaðarefni, að geta samglaðst Mrs. Lindal yfir þeirri maklegu sæmd, er henni, með hinni nýju og virðulegu stöðu, hefir fallið i skaut. Fimm konur eiga sæti í þessari ný- skipuðu nefnd, er þegar tekur til starfa; lagði Mrs. Lindal af stað til Ottawa á þriðjudagskveldið. Eggin urðu ódýrari og ódýrari og að lokum brá Mikkelsen sér inn til Palsens og sagði: —Heldurðu að verðið á eggjun- um sé nú ekki orðið nógu lágt. Við seljum þau fyrir miklu lægra verð en við kaupum þau og þá er bara tap á þeim. —Tapar þú a þeim? spurði Pal- sen. —Já, auðvitað, svaraði Mikkel- sen. —Tapar þú ekki á þeim líka? —Nei, svaraði Palsen,—eg kaupi þau hjá þér. Á lœknin/fastofimni “Notið sem fæst orð,” stóð á hurð læknisins. Dag nokkurn kemur maður inn á lækningastofuna með hendina reif- aða og svohljóðandi samtal fer fram milli læknisins og sjúklingsins: —Skorinn ? —Bitinn- —Köttur ? —Hundur- —Gott! —Nei, vont! pilturinn, — þá get eg ekkert heyrt. Gamla manninum fanst þetta snjallræði og hélt fyrir eyru pilts- ins, meðan hann las bréfið upphátt. Þegar því var lokið, sagði gamli maðurinn: —Þú hefir vonandi ekki heyrt neitt ? —Eg held nú síður, svaraði strák- ur og fór. Hetjudáð Hermann hafði fengið verðlaun fyrir að bjarga dreng frá drukknun, Gestur, sem er á ferðalagi i þorp- inu spyr um nánari atvik að þess- um viðburði. —Hann var auðvitað fullur, sagði einn þorpsbúinn. —Hver ? Drengurinn ? —Nei, Hermann! Haldið þér að Hermann hafi hent sér ófullur fram af bryggjunni? Leyndardómsfult bréf Gamall maður, sem ekki var læs á skrift, fékk einu sinni bréf. Lenti hann nú í mestu vandræðum með bréfið, því að hann vildi engan láta vita, hvað stæði í bréfinu. En pilt- urinn, seni’ kom með bréfið kunni ráð við því: —Þú skalt bara halda fyrir eyr- un á mér, meðan eg les bréfið, sagði Gott minni Stórbóndi í sveit auglýsti eftir vinnumanni. Maður gaf sig fram, sem stórbóndanum leist vel á og á- kvað að ráða til sín. Fer hann nú að setja nýja vinnumanninn inn í embættið, og þegar hann er búinn að segja honum einu sinni, hvað hann eigi að gera, ætlar hann til frekari áherzlu, að endurtaka leið- beiningamar. —Nei, þess þarf ekki, segir vinnu- maðurinn. Eg man alt, sem mér er sagt einu sinni. Bóndi ákveður nú að ganga úr skugga um, hvoi^: vinnumaðurinn sé i raun og veru svo minnisgóður sem hann lætur, og dag nokkurn er vinnumaðurinn er að verki gengúr bóndi til hans og segir: —Þykir yður góð egg? —Ágæt, segir vinnumaðurinn. Mánuði siðar kemur bóndinn aft- ur til vinnumannsins, þar sem hann er að vinna og segir: —Hvernig viljið þér að þau séu? —Linsoðin, sagði vinnumaðurinn. Hani verpti eggi Árið 1474 var hanj í Basel ákærð- ur fyrir að hafa verpt eggi. Fyrir rétti v?4 haninn dæmdur til þess að brennast lifandi á báli. Dóminum var fullnægt að viðstöddu fjöl- menni. Hundar sendir í pósti Um 1775 urðu póstar að takast á hendur að flytja allskonar varning og jafnvel dýr. Þannig sendi enska hirðin 5 hunda í pósti sem gjöf til Leopolds keisara af Austurriki.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.