Lögberg - 18.02.1937, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRCAR 1937
Þræll Arabahöfðingjans
Skáldsaga eftir Albert M. Treynor.
“Sá gamli, sem hneigði sig svo djúpt,
um leið og þú þaust fram hjá honum, hann
sem þú pikkaðir í afturendann!” Ali Mólmb
varð að styðja liöndunum á mjaðmir sér
til að velta ekki um koll af hlátri. Hann
liugsaði ekki vitund um þessa fimtíu berstríp-
uðu óvini hinum megin við hæðina. Hann
hafði séð þá fagnaðarsjón, er hann seint
mundi gleyma.
“Þetta var vesalings karlskröggur,”
mælti Caverly. “Það var í rauninni skamm-
arlegt að stinga liann. ”
“Það var Zaad — það var sjálfur Zaad
hinn ógurlegi! ’ ’ sagði Móhab og skegldi sig
allan í framan. “Ó-nei og nei! Zaad hinn
ógurlegi sezt víst með gætni á úlfglda sinn, ef
hann getur yfirleitt setið í söðli í dag!”
Þeir kiptu nú upp tjóðurhælunum í flýti
og stigu á bak. Bó Treves, sem enn var
bundin í söðulbogann, gat ekki hafst neitt að.
Hún hefði að vísu getað maldað í mótinn, en
hvað stoðaði það? Úlfaldi hennar elti hina
úlfaldana. Hún var nógu hyggin til að sætta
sig við það og sagði því ekki orð.
Ali Móhab reið á undan og réði förinni.
Hann hleypti úlfalda sínum á skokk úr for-
sælunni og út í sólskinið og stefndi á hæð
nokkura framundan og ætlaði að litast um
þaðan. Nú var aðalatriðið eftir, en það var
að teyma Zaad og menn hans á eftir sér til og
frá um eyðimörkina, og svo að lokum, er
réttur tími væri til, að ginna þá niður í ár-
gilið, þar sem þeim voru búnar óvæntar við-
tökur. Ali Móhab sat rólegur á úlfalda sín-
um, og skeiðaði sandöldurnar, og þerraði
blóðið af bogsverði sínu á herðakambi úlf-
aldans og stakk því síðan í slíðrin.
Ali Móhab liafði tekið með sér sem her-
fang langa rauða silkiræmu. Hann hafði það
fyrir venju í hvert sinn, er hann hafði drepið
einhvern fjandmanna sinna, að skera ræmu
af höíuðdúk hans og taka hana með sér, eins
og sigurtákn. Ræmur þessar geymdi hann á
þann hátt, að hann dróg þær í gegnum lykkju
og gerði úr þeim skúf, sem var orðinn allstór
og þungur, eftir því sem árin liðu. Og Ali
Móhab hafði fest skúfinn á vinstri öxl sér til
skrauts og viðhafnar, eins og marskálkar
menningarþjóðanna, er skreyta sig á líkan
hátt við hátíðleg tækifæri.
Skömmu eftir að þeir voru riðnir á stað
og voru komnir áleiðis frá salttjörninni, reið
Caverly fram á hlið við Mansor, þræla-
vörðinn.
“Núna er þér ef til vill orðið ljóst, livað
kæringarleysið getur haft í för með sér?”
sagði liann reiðilega og byrsti sig mjög. “Það
er þér og skeytingarleysi þínu að kenna, að
öll áætlun okkar lendir nú ef til vill í molum.
Vindlingurinn, sem þú fleygðir frá þér í
skrælþurt grasið, hafði nærri því kostað okk-
ur alla lífið. Hefði eg ekki farið að eins og
eg gerði, og ruðst þvert í gegnum hóp Zaads-
manna, þá hefði nú verið úti um okkur. Þú
skal svei mér gæta þín betur næst!”
Mansor leit upp og framan í Caverly og
brá fyrir móðgunarsvip á andliti hans. “Það
var ekki mér að kenna, Sídí!” sagði hann.
“Eg fleygði að vísu vindlingi, en hann féli í
sandinn, og eg steig ofan á hann. Þú sást
það sjálfur, Sídí! Hann lenti ekki í grasinu.
Eg get svarið—”
Ali Móhab hafði heyrt samtal þeirra.
Hann stöðvaði úlfalda sinn og leit hvössum
dómaraaugum á Mansor, svo sljákkaði óðara
í honum.
“Það varst þú, sem kveiktir í grasinu!
öskraði hann upp. “Bannsettur grasasninn
þinn! Asna-merin þín! Þú ættir aldrei að fá
að stíga fæti á eyðimörkina framar — vit-
firringurinn þinn!”
“Það var ekki eg!” andmælti þrælavörð-
urinn og blés og hrækti af gremju yfir ásökun
þessari. “Eg segi það satt, að það var ekki
eg—”
“Þegiðu! Haltu þér saman, kvikindið
þitt—!” Ali Móhab skók magran og kræktan
sleikfiingur sinn rétt við nefið á félaga sín-
um. “Sídíinn og eg blóðguðum báðir sverð
vor. En þú — þú hljópst bara á stað! Og
svo kveiktir þú bálið það arna! Væri þér
goldið að verðleikum, ættirðu svei mér að fá
að kenna á þinni eigin svipu! Ef þú segir
eitt einasta orð framar, skal eg sjá um, að
þetta verði gert!”
Mansor steinþagði. Það sást ekki í and-
lit hans fyrir slæðunni, en augu hans voru
eins og glóandi kolamolar og hiiftruðu bæði
af gremju og bræði og einníg af ótta við hót-
anir Ali Móhabs.
Caverly glotti í kampinn, að baki Man-
sor. En svo setti hann upp alvörusvip og
stjaldraði við, þangað til Bó kom á hlið við
hann.
“Jæja,” sagði hann rólega. “Fáið mér
nú eldspýturnar! ”
Bó gerði totu á munninn, og Caverly sá
þegar, að hún ætlaði sér að þrjóskast við. En
hann var ekki að bíða eftir svari.
“Það voruð þér, sem kveiktuð þetta dá-
indis snotra bál!” sagði hann. “Eg veit það
ósköp vel. Þér kveiktuð á eldspýtu og fleygð-
uð henni í skrælþurt grasið. Það átti að vera
merki handa Lontzen, til þess að hann kæmi
og bjargaði yður. Það hefði orðið dásnotur
björgun eða hitt þó heldur, skal eg segja yður.
Til allrar heppni hefir Ali Móhab engan grun
um, að það voruð þér, sem gerðuð þetta. Eg
kendi þrælaverðinum um þetta. En það
breytir engu. Við vitum bæði, hver það var,
sem gerði okkur þennan grikk. Þér stunguð
á yður eldspýtunum, þegar þér höfðuð fata-
skifti og fóruð í þrælafötin. Fáið mér nú
eldspýturnar! ’ ’
Unga stúlkan svaraði ekki. Hún togaði
aftur á móti í handjárnin og reyndi að smokka
þeim fram af höndunum, en vann ekkert ann-
að með því, en að fá rauða hringi um úlf-
liðina. Það leit lielzt út fyrir, að hún væri
að reyna til að meiða sjálfa sig. Hún leit
þrjóskulega framan í hann. “Hvernig ætti
eg sVo sem að ná í eldspýturnar, þó að eg
hefði þær á mér?”
Caverlv reið alveg upp að hliðinni á
handlegg hennar og greip fast utan um hann.
‘ ‘ Ef þér fáið mér ekki eldspýturnar með góðu,
neyðist eg til að leita að þeim sjálfur. ”
Hún leit á hann rannsakandi augum. Og
án þess að mæla orð af munni stakk hún
hendinni í barminn á kyrtli sínum og tók þar
út eldspýtustokkinn. Hún var eiginlega ekki
sérlega broshýr, er hún gerði þetta; en hún
setti upp skringilega ósvífinn svip, sem spáði
ekki beinlínis góðu um framtíðina. Þó að
Caverly væri reiður út af þessu hugsunar-
leýsi hennar, er hæglega hefði getað kostað
hann lífið og skapað henni örlög, sem væru
þúsund sinnum verri, þá gat hann þó ekki
annað en dáðst að óbilandi hugrekki hennar.
Hann stakk eldspýtunum í hnakktösku
sína, án þess að segja nokkuð frekar, svo reið
hann við hliðina á henni og losaði af henni
handjárnin og fékk Mansor þau aftur.
Nú komu íþau öll upp á kollóttu hæðina,
sem þau höfðu stefnt á, og þaðan var útsýn
á alla vegu. Móhab leit fyrst til sólar og síð-
an í suðaustur átt og athugaði alla afstöðu
rækilega.
“Ef við liéldum til árfarvegarins við-
stöðulaust,” sagði liann, “myndum við koma
full snemma. Bið skulum fyrst ríða dálítinn
spöl til hægri, en síðan álíka langt til vinstri.
Við þurfum ekki að óttast, að þeir komi ekki
á eftir okkur,” bætti hann við og glotti á-
nægjulega. “Við höfum espað þá svo greini-
lega, að þeir myndu elta okkur þangað til þeir
sprengdu úlfaldana.”
Ali Móhab glotti, svo að skein í brunna
tannstubbana, og var auðséð á honum, að nú
var hann í essinu sínu.
Zaad'og menn hans flýttu ser í fötin og
voru að vörmu spori komnir á bak úlföldum
sínum. Þeir hófu þegar eftirreiðina og
hleyptu á sprett yfir sandöldurnar til hliðar
við salttjörnina. Tveir-þrír hinna fyrstu ráku
nú höfuðin upp yfir öldukamb og röktu þegar
slóð flóttamannanna. Á eftir þeim komu
fimm eða sex á strjálingi, og því næst kom
aðal-hópurinn í langri halarófu í bugðum og
beygingum. Tilsýndar líktist alt saman risa-
vaxinni nöðru, sem liðaðist áfram í sandinum
á fleygiferð.
Undir eins og þeir komu auga á hina
fífldjörfu friðarspilla, lömdu þeir úlfaldana
áfram, ráku upp margraddað öskur og
hleyptu af byssum sínum, þótt engin líkindi
væru til þess, að þeir myndu hitta. Hinir
nöktu menn höfðu þrifið vopn sín, sveipað um
sig skikkjunni í mesta flýti og höfðu síðan
stokkið á bak, alt svo að segja í einni svipan.
Svo bundu þeir linda sína og klúta, fóru í
stígvélin og vöfðu saman höfuðföt sín á baki.
Ali Móhab dokaði við, þangað til fremstu
reiðmennirnir voru komnir í skotmál. Svo
kinkaði hann kolli, snéri sér í hnakknum og
sagði skellihlæjandi: “Jæja, bræður, þá ríð-
um við dálítinn spotta á ný!”
Sólin var hátt á lofti. Fjórmenningarnir
létu hermenn Zaads elta sig á harða spretti
fram og aftur um eyðimörkina. Þeir þeystu
á fleygiferð yfir sandöldurnar. Úlfaldarnir
voru úrvalsgripir, hraustir og úthvíldir og
ákaflega fljótir. Það var auðséð á öllu, að
þeim mvndi veitast það hægt að hamla upp
á móti beztu úlföldum óvinanna. Þetta var,
svei mér, .ágæt skemtun fyrir Ali Móhab
Hann lék sér að því að hægja á sér, þangað til
hann var kominn í skotmál óvinanna, og erti
]>á svo með allskyns skringilegum tilburðum
og látbragði, sem mvndi hafa komið heiftar-
aiðinu til að sjóða alveg upp úr hjá Zaad
gamla, ef hann hefði ekki verið orðinn fleyti-
fullur af bræði fyrir fram, út af allri þeirri
svívirðingu, sem hann sjálfur hafði orðið fyr-
ir um daginn. Nú var eltingin hafin, og
henni varð að halda áfram, þangað til annað-
livor aðili yrði að gefast upp, sökum þess að
úlfaldarnir springju af mæði. Og þótt fjór-
menningarnir hertu reiðina og færu í hvarf,
myndu eftirreiðarmennirnir rekja slóðina og
halda eltingaleiknum áfram.
Dagurinn leið, og er lengja tók skuggana,
nam Ali Móhab alt í einu staðar og sveiflaði
út handleggnum, og — nú þeystu þeir af stað
á ný, en í aðra átt — í suðaustur.
Að lokum, rétt um sólarlagið, gátu fjór-
menningarnir eygt hinar háu sandöldur í
námunda við Khadrim. Þeir hleyptu nú síð-
asta sprettinn og komust svo langt á undan
eftirreiðarmönnunum, að eigi sást annað til
þeirra en sandrykið óralangt úti á eyðimerk-
ursléttunni. Ali Móhab var vel ánægður með
árangurinn af för sinni. Hann hafði drepið
einn af óvinum sínum, hann hafði séð blóð, og
hann hafði hleypt upp í Zaad og gert liann
alveg hamslausan af bræði. Hvers var þá
frekar að.æskja? Nú myndu óvinirnir elta þá
þindarlaust, meðan nokkur úlfaldanna væri
ósprunginn. Og þeir voru nú á harða spretti
í áttina til gildru þeirrar, sem þeim var fyr-
irhuguð.
Fjórmenningarnir steyptu sér sigri hrós-
andi fram af gilbarminum og beint í opið
fang félaga sinna, er biðu þeirra þar. Ali
Móhab velti sér af baki skellihlæjandi og veif-
aði með hendinni í áttina þangað, er rykmökk-
urinn sást yfir Zaad og mönnum hans. Heift-
aræði þeirra myndi teyma þá beina leið til
árgilsins, en það myndi verða góð stund að
bíða þess.
“Þeir koma, bræður, stundvíslega á á-
kveðnum tíma, eins og eg var búinn að lofa! ’ ’
grenjaði Ali Móhab. “Veijið þið nú við-
búnir að taka mannalega á móti þeim og tæta
þá sundur!”
Andlit Tagars var grómtekið af tryll-
ingslegri áfergju og ránfýkni. Hann skipaði
mönnum sínum fyrir, og þeir dreifðust í allar
áttir, hver á sinn stað, og þaðan ætluðh þeir
svo að demba fyrstu skothríðinni á Zaad og
menn lmns algerlega að óvörum.
Caverly og Bó voru bæði farin af baki.
Hann notaði tækifærið til að segja við hana
fáein orð.
“Það er víst bezt að við'reynum til að
komast að einhverri niðurstöðu, áður en við
höldum þessum leik lengur áfram,” mælti
hann.
Hún svaraði engu, en stóð kvr og horfði
út í bláinn, eins og þetta væri mál, sem ekkert
kæmi henni við.
“Reykjarmerkið, sem þér senduð á stað,
hafði nærri því kostað okkur lífið,” sagði
hann. “Það voru nokkrar mínútur, sem líf
okkar allra og örlög — einnig yðar — hékk
á örgrönnum þræði. Það er ekki yður að
þakka, að við liggjum nú ekki í sandinum
með molaða hauskúpu eða það, sem er enn-
þá verra, værum á leiðinni sem handteknir
fangar í ræningjahóp Zaads. ”
Hún brosti yfirlætislega.
“Þetta er, svei mér, hlægilegt,” sagði
hún. “Carl var þó hjá þeim. Honum hefði
verið hægðarleikur að bjarga okkur öllum.
Hann, sem er vinur Zaads — eða hvað?”
“Sei, sei, já, þeir eru alveg eins og tví-
burar, Zaad og hann,” svaraði Caverlv þur-
lega. Hann gafst alveg upp við að gera henni
skiljnlegt, á hve mjóum þræði líf Carl Lont-
zéns héngi, meðan hann væri í námunda við
Zaad og menn hans.
“Já, þarna sjáið þér sjálfur. ” Bó tók
auðsjáanlega orð hans í fullri alvöru. “En
hvað var þá að óttast? Carl hefði eflaust
séð um, að ekki yrði snert eitt hár á höfði
okkar. ” Hún leit á hann með móðurlegum
myndugleik. “Hið einasta sem þér gætuð ef
tií vill séð eftir, var það, að þér yrðuð að
sætta yður við að vera í félagsskap við Zaad
í staðinn fyrir Tagar, en þér mynduð nú lík-
lega samt sætta yður við það, þó að j)á væri
auðvitað úti með son höfðingjans og alla þá
tign, sem þeirri vegsemd fylgir! — En hvað
um það,” bætti hún við, “þá sætti eg mig alls
ekki við að þér ráðið yfir mér og beitið mig
ofbeldi. Eg sagði yður, að þér skylduð ekki
setja á mig handjárnin. Eg varaði yður við
því. Og eg sagði yður það, að eg mvndi gera
alt, sem í mínu valdi stæði, til þess að komast
til Carls.”
“Alveg rétt, Boadicea,” mælti Caverly
jafn rólega og áður. “Þér sögðuð þetta og
gerðuð það líka. En það verður nú að vera
í síðasta sinn, skal eg segja yður.”
“Haldið þér það?” Hún hló storkandi
beint framan í hann. “Bn ef eg geri það nú
samt einu sinni til, hvað þá?”
Caverly hafði fult vald á rödd sinni og
var jafn rólegur og áður. Hann talaði nú
eins og hann væri að spjalla við óþægan gælu-
krakka. “Fyrst framan af voruð þér mjög
skynsöm, Bó. Og það voruð þér líka alveg
þangað til Nakhla kom til sögunnar. Það er
annars skringilegt, að fögur stúlka skuli al-
veg ganga af göflunum, undir eins og önnur
stúlka sýnir sig, þ. e. a. s., ef hún er líka
falleg. ”
“Hvað eigið þér við?” stundi hún upp
úr sér, og blóðið þaut upp í kinnar henni.
“Nakhla? Hvað í ósköpunum kemur hún
mér við ? Hvað ætti hún svo sem að geta haft
nokkur áhrif á framkomu mína?”
“Það veit eg ekkert um. Eg segi yður
alveg satt, að eg skil það ekki. Eg hefi ekk-
ert vit á þess háttar. Eg bendi aðeins á stað-
reyndirnar. Síðan kvöldið góða við gömlu
gröfina hafið þér hegðað yður eins og óþekk
skólastelpa, sem dekrað hefir verið við. Þér
kannist víst við þá tegund, sem mann stund-
um getur dauðlangað til að leggja yfir kné
sér og gefa þeim duglega ráðningu. Það er
annars furðulegt, að þessi stutti fundur okk-
ar Nökhlu skyldi einmitt hafa þessi áhrif á
vður — eða finst yður það ekki sjálfri?”
Hann leit á hana ströngum augum og alvar-
legum, en þó brá þar fyrir ofurlitlum neista
af glettni.
“Eg hefi aldrei á minni lífsfæddri æfi
heyrt annað eins — þér — þér —” Bó varð
svo gagntekin af gremju og bræði, að henni
lá við. köfnun. Caverly var þá svo ósvífinn
að bregða henni um, að hún væri afbrýðis-
söm við drósina úr kvennabúrinu. Það var
alveg makalaust! Ef augnaráð konu hefði
getað banað manni, þá hefði Caverly ef-
laust dottið steindauður niður.
“Eg skil það annars ekki almennilega,
livers vegna eg ber svona umhyggju fyrir
yður, Bó,” bætti hann við. “Eg ætti blátt
áfram að lofa yður að reyna að komast til
Carls Lontzen, svo að þér fengjuð sjálf að
sjá og kenna afleiðingarnar. Etn á hinn bóg-
inn vrði j>að of seint. Og eg get nú alls ekki
hugsað mér að sjá af yður, góða mín!”
“Hættið þér nú barasta!” greip hún
fram í. “Látið þér vera, að kalla mig góðu
yðar. Bf þér bara vissuð, hvað það er and-
styggilegt að heyra þess háttar af yðar
munni—”
Þau voru alveg niðri í gilbotninum og
gátu því eigi séð, hvað fram tor úti á eyði-
mörkinni. En af hreyfingum og háttalagi
hinna gat Caverly greinilega gizkað á, livað
um væri að vera. Tagar og Móhab höfðu
fært sig lengra niður eftir árfarveginum, til
að styrkja miðju flokksins. Mennirnir lágu á
dreif í tvær áttir með fram brjóstvirkjum
þeim, er þeir höfðu gert sér. Þeir lágu endi-
langir í sandinum með byssurnar tilbúnar og
höfðu árvökur augu á hverri minstu hreyf-
ingu. Caverly var ekki í minsta vafa um, að
úrslitastundin var rétt að koma. Zaad og
menn hans voru á fleygiferð í gildruna og
beint í opinn dauðann, og óvinir hans voru
reiðubúnir til að taka á móti honum.
En á þessu augnabliki hafði Caverly
hugann lítið við það, hvernig herkænskubragð
lians myndi hepnast og hverju fram færi úti
milli sandhryggjanna. Hann var miklu frem-
ur að hugsa um ungu stúlkuna, sem stóð við
hlið hans, kafrjóð í framan, bálreið og
þrjóskuleg á svip. Hann var hálf hissa á því,
í aðra röndina, að hún skyldi hafa þau áhrif
á liann, að honum varð svo einkennilega
þungt um hjarta.
Caverly var búinn að lifa sig svo inn í
þennan skringilega blekkingavef gagnvart
Tagar, að stundum lá við sjálft, að hann væri
kominn á fremsta hlunn með að blekkja sjálf-
an sig. Hann liafði látið Bó klæðast þræla-
búnin^i, liann umgekst hana eins og þræl —
a. m. k. þegar aðrir voru viðstaddir — og ann-
ars var liann venjulega í viðmóti við hana
eins og hvern ánnan kunningja undir sams-
konar kringumstæðum, og ekkcrt meira. En
þó gat það komið fyrir einstöku sinnum, sem
allra snöggvast, að hið kvenlega eðli Bó liefði
einkennileg og truflandi áhrif á hann. Þá
stundina leit hann hana öðrum augum; þá sá
hann, hvað og liver hún var, og að hún var
kona og meira að segja ung, falleg kona.
Og það var einmitt þetta, sem olli því, að
liann liafði gát á sjálfum sér og var á verði
gegn Jæssaúi hættu í eðli hennar og fari.
Honum var það ljóst, að hér dugði ekkert
annað en hart á móti hörðu, annars myndi
liann missa öll tök á henni, og það var eitt-
livað j>að versta, er orðið gæti. Það var hann,
sem hafði leitt hana út í þetta, þótt honum
hefði verið það mjög óljúft, og bar hann því
fulla ábyrgð á henni. Þetta var mesta hættu-
spil, og ef j>aið mishepnaðist, svo að þau
kæmu upp um sig, væri henni langtum betra
að sofa til eilífðar úti á sandauðninni, heldur
en að koma fram fyrir dómstól Tagars Kred-
dache.