Lögberg - 11.03.1937, Side 6
6
Þræll Arabahöfðingjans
/
Skáldsaga, eftir Albert M. Treynor.
Hermennirnir gáfn'sér ekki stundir til að
leita að sínum úlíoidum, heldur tóku þann,
sem var höndum næstur hver sem hann átti.
Þeir stukku á bak án þess að láta úlfaldana
leggjast niður. Þegar Caverly og tíó og Ali
1 Móham ásamt nokkrum öðrum ettirlegukind-
um komu til úlfaidanna, var mest allur hóp-
urinn á harða spretti upp brekkuna og hvarf
eins og fellibylur upp á brúnina.
Caverly náði í einn af minni úlföldunum,
þann bezta, sem völ var á í skyndi. Svo þreif
hann tíó og þeytti henni á bak, svo hún kom
sitjandi tvovega á herðakambinn, sjálfur
henti hann sér á bak á geðillan drómund, þreif
taumana og flýtti sér upp úr dalbotninum á
eftir hinum. Þeir Móliab urðu síðastir allra.
Menn Zaads höfðu nú liætt skothríðinni
og stokkið á bak úlföldum sínum. Há köll og
hróp kváðu við í f jarlægð. Það voru bardaga-
mennirnir, sem heilsuðu féiögum sínum í setu-
liðinu og buðu þá velkomna. Þessir nýkomnu
liðsmenn komu nú þeysandi yfir sandsléttuna
á harða spretti, og hinir fremstu þeirra tóku
þegar að senda kúlur í áttina á eftir flótta-
mönnunum.
Caverly heyrði kúlurnar skella í sandinn
að baki sér. Hann þreif annari hendinni í
ullarsnepla dómundsins og leit aftur. Það
var minnisstæð sjón og tilkomumikil, sem
fyrir augun bar. Sandgárarnir voru blóð-
rauðir í kvöldbjarmanum, og Khadrim-menn
komu þeysandi úr tveiinur- áttum, liurfu og
komu í ljós á víxl eins og skip í öldusjó. Hvít-
ai- skikkjur, mislitir lindar, vefjarhettir og
blaktandi fánar lýstu í sólskininu, og vopnin
blikuðu eins og logandi eldur. Hann heyrði
hávaðann og gauraganginn, þegar flokkarnir
mættust og sameinuðust. Svo sneri hann sér
við aftur, laut fram yfir háls úlfaldans og
hélt á eftir Bó.
Caverly varð þess alt í einu var, að ein-'
hver var kominn á hlið við hann. Það var
Ali Móhab. Og nú riðu þeir alveg samhliða.
Öðiu hvoru sneru þeir sér við og hleyptu af
skoti í áttina til óvinanna. Skiftust þeir á
nokkrum orðum og skemtu sér sameiginlega
yfir leiknum. Þessir tveir menn í samein-
ingu hefðu auð'veldlega getað stjórnað undan-
haldinu sómasamlega og með fullu skipulagi.
Nú komu þeir síðastir allra — eins og ofur-
lítill broddur í hala flóttamanna Tagars.
Þeir þeystu áfram samhliða upp brekk-
ur og ofan. Gazim-búar liéldu sprettinn all-
langt á undan þeim, og var auðséð á öllu, að
þar fór skelkaður hópur og skipulagslaus á
harða spretti heim á leið, hver sem betur gat.
Úlfaldarnir voru úthvíldir og léttir á sér og
heimfúsir. Þqir voru allir mestu hlaupa-
gammar, og í viðbót kom svo ótti sá, er auð-
veldlega grípur þessa reiðskjóta, óðar er þeir
verða þess varir, að reiðmaðurinn sjálfur er
skelkaður. Úlfaldarnir lögðu sig því alla
fram. Og er Zaad og menn hans komu fram
á síðasta öldugarðinn, voru jafnvel bæði
Caverly og Móhab fyrir utan skotmál.
Þannig lauk þá fyrstu herferð hins að-
dáanlega Sídí Sassí. Það höfðu orðið herfi-
leg mistök, en ekki neinn verulegur ósigur.
Þeir höfðu að vísu mist talsvert af farangri
sínum, en þess háttar er fljótfengið aftur í
eyðimörkinni. Hagurinn sá arna hafði ekki
fært þeim sigur; en Sahara-sólin á fleiri daga
en þennan. Einn mað'ur var fallinn og þrír
eða fjórir særðir. En fjandmennirnir höfðu
mist tvo, og jafnvel Zaad gamli hafði ekki
sloppið alveg skejnulaus. Hann hafði þó
fengið ofurlitla endurminningu um bardag-
ann, svo að honum mundi veitast erfitt að
setjast niður næstu dagana. Ali Móhab hafði
líka hepnast að bjarga gunnfánanum gamla
— fána Kreddache-ættarinnar, með fimm
höggormshausunum í.
Eltingaleikurinn heldur áfram fram í
mvrkur. Maður skyldi nú ætla, að myrkrið
myndi stilla huga flóttamannanna og spekja
þá. ' En það er nú einu sinni svo, að það er
ekki auðvelt að stöðva flýjandi fætur. Her-
menn Tagars riðu alla nóttina, alt af í vestur,
eins og skollinn væri á hælunum á þeim. Og
í afturbirtu var enn sömu sjón að sjá, ridd-
arasveit, sem þeyttist áfram yfir sandauðn-
ina, grá af ryki og úrvinda af þreytu og með
þá einu ósk í brjósti að fá að drekka og að
koma sem allra fyrst auga á múrana í Gfazim.
Það var bjart og heiðskýrt úti við sjón-
deildarhringinn, en samt var þar hvergi að
sjá rykský eða neitt það, er bæri vott um að
Zaad og menn hans væru að nálgast. Undir
hádegið eygðu þeir loksins grænar og bros-
hýrar vinjarnar undir rauðum klettunum, og
skömmu seinna reið Tagar og menn hans á
ný inn um hliðið á Gazim.
Það var livorki veður né vindur í neinum
þeirra, og þeir ráku ekki einu sinni upp bofs,
er þeir veltust af baki á ytra hlaðinu. Þeir
/
LÖGtíERG, FIMTUDAGINN 11. IMARZ, 1937
T
tautuðu eitthvað fyrir munni sér sem svar
við spurningum forvitinna félaga sinna, sem
tóku á móti þeim, þömbuðu sig óþyi^ta af
vatni og skjögruðu svo af stað til að sofa!
Seint um daginn var Caverly vakinn með
þeirri ægilegu frétt, að hann ætti að finna
Tagar. tíoðið hljóðaði þannig, að hann ætti
þegar að koma á fund höfðingjans og hafa
þrælinn sinn með sér. Þessi síðari helmingur
boðsendingarinnar var ærið grunsamlegur, en
eigi var hér um annað að ræða en að hlýða.
tíó kom þegar út úr svefnklefa sínum, er
hann barði að dyrum. Hún hafði laugað sig,
er hún hafði sofið út, og farið í hreinan kyrtil
og vefjarhött. En hún hafði dökka bauga
undir augunum, og þreytusvipurinn var svo
auðsær á litla, andlitinu sólbrenda, að manni
varð ósjálfrátt á að kenna í brjósti um hana.
Hún hafði harðsperrur og var stirð í göngu-
lagi, er hún skreiddist áfram og studdi ann-
ari hendi á bak sér. Það var auðséð á öllu,
að liún var dauðuppgefin.
Caverly lá við að hlæja er liann sá hana,
en.hláturinn sat fastur í hálsi hans. Hann
tók í staðinn utan um herðarnar á henni og
þrýsti hana vingjarnlega. “Agætis stúlka!”
mælti hann.
Bó hrökk við, og hún reyndi að losa sig
úr fangi hans, en alt í einu seig hún saman og
hneig upp að brjósti hans. Litl'u sólbrúnu
hendurnar hennar kreptust og gripu dauða-
haldi í jaðarinn á skikkju hans, og svo fór
hún að gráta, stilt og hljóðlega, og faldi and-
litið við öxl hans.
Miskunnarlaus sólarhitinn síðustu dag-
ana hafði sviðið hana og brent gegnum þunn-
an og lélegan kyrtilinn. Hann fann því, að
herðar hennar og bak voru glóandi heit undir
hendi hans. Hann ætlaði að fara að klappa
lienni á herðarnar í huggunar-skyni, en hætti
við jiað í tæka tíð. Það myndi hafa valdið
henni sársauka. Hann stóð því kyr og hélt
utan um hana, þýtt og blíðlega, þangað til
hendur liennar sleptu loksins takinu, og hún
hafði náð sér svo, að hann gat slept henni.
Jafn skyndilega og óvænt, sem Bó hafði
farið að gráta, þannig hætti hún einnig alt í
einu. Hún steig eitt spor aftur á bak og depl-
aði augunum. Svo leit hún framan í hann
með skærum augum. “Nú líður mér betur.
Þakka yður fyrir!”
Ilann -skildi hana nægilega vel til þess,
að honum var það ljóst, að nú átti ekki að
minnast á þetta frekar. Ilún hafði sem allra
snöggvast látið yfirbugast af mjög eðlilegri
þreytu og áreynslu eftir hina nærtæku og æs-
andi viðburði síðustu daga; en nú hafði hún
náð sér aftur og var hress og örugg á ný.
“Við verðum að fara á fund Tagars og
reyna að greiða úr málinu,” sagði hann ró-
lega við hana. “Gleymið ekki að skilja eftir
ilskóna fyrir utan dyrnar. Þér verðið að
ganga berfætt inn til hans hátignar.”
“ Já, það skal eg muna,” mælti hún. Hún
leit framan í hann allra snöggvast, og brá fyr-
ir hlýju þakklæti í augum hennar. “Sídíinn
getur verið nógu þægilegur í viðmóti—stund-
um,” mælti hún hratt, en það var ekki eðli-
legt samræmi í orðunum sjálfum og málrómn-
um. “Ef þér eruð tilbúinn, stendur ekki á
mer. ’
Þegar Caverly og Bó var vísað inn í
einka-viðtökusal Tagars Kreddache, greip
óttinn hann hörðum tökum. Höfðinginn sat
með krosslagðar fætur í dómarasæti sínu og
tottaði vatmspípu með löngum legg. Hægra
megin við hann stóð Ali Móhab, þögull og
innibyrgður. En vinstra megin stóð þræla-
böðullinn Mansor, svipþungur og þrjóskuleg-
ur.
Caverly hafði ekki séð Mansor síðan hann
barði hahn kvöldið áður. Hann hafði nú
band um augað. Em hitt augað starði illilega
á Bó Treves, er hún kóm inn í salinn.
Caverly gekk kæruleysislega yfir gólfið,
beygði sig djúpt fyrir Tagar og rétti svo úr
sér djarfmannlega og með sýnilegum sjálf-
byrgingssvip, bar höfuðið hátt og leit hvat-
skeytlega í kringum sig. Einasta ráðið til að
komast klakklaust út úr þessu vandamáli, var
að taka til sinna eigin bragða og sýna hvorki
auðmýkt né undirgefni.
“Mér þykir vænt um, að þú hefir gert boð
eftir mér, faðir minn, ” mæltiCaverly rólega,
en með yfirlætislegum myndugleika. “Og
mér þykir vænt um að sjá, að Mansor er einn-
ig hingað kominn. Eg hefi kæru fram að
færa á hendur honum. Þessi Mansor gerði
tilraun til að drepa þrælinn minn.”
Tagar lét vatnspípu?munnstykkið detta
úr munni sér og glápti á Caverly. “ Þú — }>ú
hefir kæru fram að færa? Þú—?”
“ Já, það hefi eg. Á eg kannske að sætta
mig við, að verðmætur og nytsamur þræll sé
drepinn fvrir mér, sökum þess, að svívirði-
legum þrælaböðli þóknist svo?”
“Þrællinn þinn barði Mansor,” mælti
Tagar ískyggilega rólega. Hann horfði beint
framan í Caverly, sem mætti hiklaust augum
hans. Tagar hélt áfram á sama hátt. “Man-
sor var í fullum rétti til að drepa hann. Og
hann hefir einnig nú fullan rétt til að heimta
líf þrælsins.”
“Hver hefir sagt, að drengurinn haíi
barið hann?” spurði Caverly með tilgerðar
kurteisi.
“Eg segi það!” mælti Mansor.
“Það var eg sem barði þig,” mælti Cav-
erly og sneri sér að þrælaböðlinum og brosti
kuldalega. “Kæra þín beinist því að mér, að
mér skilst?”
“Eg hefi líka heyrt um áreksturinn á
milli ykkar Mansors, ’ ’ mælti höf ðinginn. ‘ ‘ Þú
stakst hann með hníf. Það var ekki rétt gert
af þér, Sídí!”
“Gerði eg það ? Stakk eg hann?” Cav-
erly atliugaði gaumgæfilega hnúana á sér, sem
enn báru merki eftir harðan skalla þrælaböð-
ulsins. “Nei, eg sló hann með hnefanum.”
Hann leit framan í Tagar og brosti yfirlætis-
lega.
“Þú stakkst hann með hníf,” sagði Tag-
ar ákveðið. “Eg hefi séð sárið', þú gætir ekki
gert það með hendinni einni. ’ ’
Caverly ypti öxlum. Hann hugsaði með
sér, að það væri ekki hyggilegt að gera Tagar
gramt í geði með því að andmæla honum of
mikið. Það var heldur ekkert aðalatriði,
hvort hann hefði notað hníf eða ekki.
“Jæja, þá segjum við það,” mælti hann.
“Veltur það svo sem á nokkru, hvort eg hefi
beitt hníf eða hnefanum tómum? Höggið,
sem hann fékk fyrir ofan augað sýnir sig
sjólft. Eg þarf ekki að tala frekar um það. ’ ’
Hann krosslgaði rólega hendurnar á brjóst-
inu. “ Er eg ekki í mínum fulla rétti að verja
eign mína ? Á að dæma mig fyrir eina auð-
virðilega hnífsstungu?”
“Kæran er ekki á hendur Sídíanum,”
mælti Tagar, ‘ ‘ heldur þræli hans. Hann hefir
barið Mansor,þrælaböðul minn, og hefir með
því fyrirgert lífi sínu samkvæmt vorum lög-
um. Það er aðeins ein hegning fyrir þess
háttar. Þrællinn þinn verður að deyja,
Sídí!”
Caverly varð gagntekinn af kæfandi ótta
við þá kuldalegu ró og ákveðni, sem dómur
þessi var tilkyntur með. Þetta var dómur
höfðingjans sjálfs, og honum varð ekki á-
frýjað. Bó Treves stóð berfætt frammi fyrir
dómarasæti höfðingjans. Hún skildi ekki mál-
ið og vissi því ekki, hvað' fram hafði fariðþen
hún var nógu næm fyrir til að skynja, að ein-
hver alvarleg hætta vofði yfir henni, og að
Caverly setti sjálfan sig í hættu við það að
taka málstað liennar, því það gerði hann ó-
efað. En samt horfði hún rólega á Caverly,
og augu hennar lýstu ákveðnu trúnaðar-
trausti, eins og að hún teldi það vafalaust, að
hann myndi ráða heppilega fram úr þessu
máli, eins og hann hafði alt af gert hingað til.
Caverly horfði alvarlega á Bó, en leit
því næst á Mansor. Því næst gekk hann fram
á móti honum og staðnæmdist hár og ógnandi
rétt fyrir framan hinn lága og sveigfætta
þrælaböðul. “Hvernig gat þér dottið í hug
að ætla að berja þrælinn minn?” spurði hailn.
“Hvað hafði hann gert þér?” Yar það ekki
skylda þín að snúa þér fyrst til mín, ef þú
hafðir yfir einhverju að kvarta? — Svaraðu
mér? Hvers vegna?”
“Af því að þú kallaðir sjálfur á mig,
Sídí,” svaraði Mansor. “Þú skipaðir mér
sjálfur að . . . .!”
“Eg?”hrópaði Caverly byrstur. “Ætti
eg kannske að hafa skipað þér að berja dreng-
inn? Ertu alveg genginn af göflunum!”
‘ ‘ Það er ekkert aðalatriði hver skipunina
gaf,” greip Tagar fram í óþolinmóðlega.
“Hér er aðeins eitt um að ræða. Hefir þræll-
inn slegið Mansor? Alt annað er einskis
virði.”
“Eg hefi sagt þér það, herra,” mælti
Mansor. ‘ ‘ Þrælastrákurinn rann á mig og sló
mig í andlitið . . . .”
“Þú lýgur!” öskraði Caverly.
“Herra!” Mansor gapti aumkunarlega
.og gerði sig líklegan til að flevgja sér fyrir
fætur Tagars. En Caverly Jireif í öxlina á
honum, kipti honum á loft og neyddi hann til
að standa beinan. Hann vissi vel, að auð-
mýkt Mansors og undirgefni gat haft hættu-
leg áhrif á Tagar. Hann hélt Mansor frá sér
með beinum handlegg og horfði hvast í hið
eina, starandi auga hans.
“Eg er búinn að segja þér að þú lýgur!”
sagði Caverly á ný í hörðum og hvæsandi
málróm. “Eg er að bíða eftir, að þú slengir
sömu ásökun framan í mig líka! ’ ’
Mansor greip andann á lofti, þungt og
stynjandi. Hann stóð og gapti, og æðarnar
þrútnuðu í gagnaugum hans. Hann ætlaði að
svara, en gleypti það í sig í miðju kafi. Það
var áhætta mikil að bera lygar á höfðingja-
soninn. Og yfirleitt var það hættuspil að
andmæla Sídíanum, svo að þótt Mansor þætt-
ist hér verða fyrir hróplegasta ranglæti, og
væri alveg nötrandi á beinunum af heift og
hefndarhug, þá varð þó bleyði hans og hug-
leysi yfirsterkari. Orðin köfnuðu því í hálsi
hans, og eitthvert hikstababl var einasta svar-
ið, sem Caverly fékk.
Caverly þeytti lionum frá sér eins og
tusku með megnasta fyrirlitningarsvip og
sneri sér svo að Tagar.
“Og þú, faðir minn,” mælti hann og
horfði ásökunaraugum á höfðingjann, “þú
hefir hlustað á kæru þessa — þessa lygamarð-
ar. Þú sérð nú sjálfur, að ákæra lians er
röng. Hann þorir ekki að endurtaka hana,
þótt þú spyrðir liann. En —” Caverly þagn-
aði með ásetningi, og lionum var ljóst, að það
sem hann nú ætlaði að segja, myndi hafa mik-
il áhrif á Tagar — “þú ert ekki enn þá búinn
að heyra það versta, sem eg hefi um liann að
segja. Hver lieldurðh að það sé, sem átti
sökina á hinni sorglegu sneypuför vorri í
gær — sök í ósigri vorum?”
Tagar hleypti sínum lirafnsvörtu brún-
um og leit hvast ú Mansor, sem var að skreið-
ast á fætur, eftir að Caverly liafði þeytt hon-
um yfir hálft salsgólfið.
“Það var vilji Allah, ” mælti Tagar og
andaði þungt eins og í mestu eftirvæntingu.
“Allah!” mælti* Caverly í hæðnisróm.
“Var það Allah, sem sendi Zaad liðsauka,
áður en Zaad vissi af því, að liann þyrfti á
honum að halda? Bf þú triiir því, faðir
minn, þá ertu alt of auðtrúa!” Hann snerf
sér við og leit ógnandi á Mansor. “Þarna
stendur maðurinn, sem kallaði liðsauka frá
Khadrim handa Zaad!”
“Hvað áttu við?” Tagar stakk niður
stífum handleggjum sitt hvoru megin við hæg-
indið, er hann sat á, og reis upp til hálfs.
“Það var hann!” liélt Caverly áfram.
“Hann gerði þeim boð, er hann kveikti í gras-
inu, rétt í því er eg ætlaði að skera liausinn af
hvíta þrælnum þínum ...”
“Wallalii!” Hinn þungbúni Ali Móhab
rauf nú hina löngu þögn sína með þessu
gremju-lirópi. “Þannig liggur í því. Þarna
kemur skýringin ! Eg hafði hreint ekki hugs-
að út í það. En nú veit eg, hvers vegna áætl-
unin mishepnaðist. Það var reykurinn, sem
kom upp um okkur. Mansor — það var eld-
urinn þinn, sem eyðilagði áætlun vora, þú ó-
nefndi úlfaldasonur!”
Vatnspía Tagars þeyttist langt út á gólf,
er höfðinginn stökk á fætur, og rýtingur hans
flaug úr skeiðum. “ Svikahundur! ” öskraði
hann. Og viti sínu fjær af heiftaræði æddi
liann að þrælaböðlinum, sem hnipraði sig
saman og bar hönd fvrir höfuð sér.
‘ ‘ Miskunn — herra! Miskunn ! Það var
ekki eg . . . . ” hvíslaði Mansor alveg frá sér
af hræðslu.
Það var alveg liámark allrar bíræfni, er
Caverly greip fram í rás viðburðanna á þessu
stigi. Hann greip heljartaki um sinastæltan
arm Tagars og hélt honum í skefjum.
“ Nei! ” mælti hann í myndugum málróm,
“nei, faðir minn! Mansor er enginn svikari.
Það var ekki tilgangur hans að kalla á her-
menn Zaads. Það var tilviljun ein —óvar-
kárni. Hann fór að eins og asni. Já, víst
var hann asni, en í rauninni ekki meiri asni
(“ii allir þið hinir — að undanskildum Ali
Móhab.
Hann þagnaði og leit á hinn gamla eyði-
merkur hermann og brosti í viðurkenningar-
skvni.
Tagar hafði numið staðar í einum rykk,
og nú beindust æðistrylt og blóðhlaupin augu
hans að þeim manni, er leyfði sér svona ó-
virðulega að snerta hans heilögu persónu.
‘ ‘ Asni.. . ? ” hvæsti hann. ‘ ‘ Ertu að tala
um mig — telurðu mig asna?”
“Hver einasti einn, sem reið á hælum
þér, var asni og meira en það. Þeir, sem þjóta
af stað eins og kanínur, hafa ekki meira en
kanínuvit í kollinum. Eg undanskil framveg-
is Ali Móhab. Hann var sá fyrsti til að hefja
árásina, og sá síðasti, sem flýði. Allir hinir
báru sig að eins og óvita krakkar.”
Caverly slepti takinu á Tagar og steig
til baka. Honum hafði farist skammarlega
við Mansor og logið illa á hann. Til þess að
bjarga Bó hafði hann skelt á Mansor hverri
skuldinni á fætur annari og ekki dregið úr.
Hann hafði ekki verið vandur að verki, en
samt voru nú takmörk fyrir því, hve langt
hann gat gengið í þessa átt. Það var að
minsta kosti skylda hans gagnvart synda-
þrjótnum, sem hann hafð'i haft að skotspæni
að ganga ekki of langt. Hann liafði lileypt
Tagari upp gegn honum eins og grenjandi
ljóni. Nú var því skylda hans að taka í taum-
ana í tæka tíð.
Honum hafði hepnast að beina reiði Tag-
ars gegn sjálfum sér, og hann bauð nú bræði
hans byrginn með yfirlætisfullu brosi.
“Við hefðum alls ekki þurft að flýja, ”
mælti hann sjálfbyrgingslega, “þó að það
mistækist í einu ofurlitu atriði, Það var alveg
óþarft og engin nauðsyn!”
I