Lögberg - 29.04.1937, Blaðsíða 3
LOLJBKKG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL, 1937
■
3
Nokkrir ungir kvenmenn eru hér
um fárra vikna tíinKq um fram þá,
sem rtú þegar halda hér til, og læra
GuÖs orÖ. BiÖjiíS fyrir okkur, aÖ
þessi tími verÖi vel notaÖur, og að
viÖ öll verðurn færari að þjóna Guði.
Það er líka nokkuð enn, sein við
mjög svo þurfum ykkar bænir fyrir.
Við erum komin að þeirri niður-
stöðu að við verðum að hafa stærra
húspláss hér í Hangchow. Okkur
er kunnugt um stórt hús, sem er
falt fyrir $2500 í gulli, og þar með
þægileg herbergi til að lifa í, bæði
handa Kinverjum og útlenduim.
Þetta er á góðum stað i bænum.
Biðjið að Guðs vilji megi fram
koma i þessu efni.
Óþarfi er að taka það fram, að
við fögnum yfir afturkomu Myrtle,
og svo bætist Elsie við. Hjartans
þakkir til allra fyrir heillaóskir og
alt það góða, sem sent var með þeim.
Hinir kristnu á meðal Kínverj-
anna senda kæra kveðju og óskir
beztu. Megi þetta nýja ár verða
hið bezta, sem við höfum séð í þjón-
ustu Guðs.
Ykkar með ástsemd,
Florence O. Hamilton.
Thora B. Thorsteinsson
tslenzkaði.
Frá Edmonton
19. apríl, 1937.
Herra ritstjóri Lögbergs :—
Þá er veturinn genginn urn garð;
sólskin og vorblíða á hverjum degi.(
Nýgræðingurinn farinn að gægjast
upp úr moldinni og seilast upp til
sólarinnar, lífgjafans mikla, og vex
með hverjum deginum, hærra og
hærra. Helsingjarnir í þúsundatali
fljúga hér fyrir ofan garð, í stórum
oddafylkingum, að hermannasið, til
sumarbústaða sinna við vötnin fyrir
norðan. Rauðbrystingarhjónin kom-
in til baka, og hún farin að hressa
upp á hreiðrið sitt í stóra möplu
trénu hér fyrir framan. H’ún gjörir
það sjálf. Hugsar máske eins og
margar skörulegar húsfreyjur, að
ekkert sé eins vel gjört eins og það,
setn þær gjöra sjálfar. Bóndinn er
samt ekki aðgjörðarlaus; hann
stendur á vakt meðan frúin hans er
að "snurfusa” við hreiðrið sitt, svo
ef nokkuð tortryggilegt kemur á
vettvang, þá gjörir hann henni að-
vart, og þau þá bæði strax horfin
út í veður og vind. Þessi rauðbryst-
ingahjón hafa alið upp börnin sín i
þessu sama hreiðri í nokkur undan-
farin ár, og gjört þau öll að sjálf-
stæðum rauðbrystingum.
Bændurnir eru líka byrjaðir að
vinna á ökrum sínum, nokkrir byrj-
aðir að sá, þar sem hálent er.
Þann 31. marz andaðist á heimili
sínu í Addrossau, Alberta, Mr. J. E.
O’Gorman, úr sæsinni lungnabólgu.
Á sama tíma var Mrs. O’Gorman og
yngra barn þeirra, aðeins fárra
mánaða gamalt, hættulega veik af
sama sjúkdómi. Voru þau strax
Voru þau bæði jarðsett í sama sinn
flutt á sjúkrahús hér í borginni, þar
sem Mrs. O’Gorman lézt 2. april.
5. apríl, hér í Edmonton. Þau láta
eftir sig tvo unga drengi. Þessi
yngri, sem liggur á sjúkrahúsinu, er
von um að komist til heilsu aftur.
Mrs. O’Gorman var íslenzk, Kristín
dóttir þeirra hjóna Stefáns Oliver
og Súsönnu konu hans. Mr. Oliver
er dáinn fyrir nokkrum árum, en
Mrs. Oliver er nú til heimilis í Win-
nipeg, kom hún hingað til að vera
við jarðarför dóttur sinnar og
tengdasonar.
Kristín var aðeins 30 ára gömul,
myndarleg kona, vel greind og
skemtileg í viðræðum. Verður henn-
ar eflaust getið nánar af ættfólki
hennar.
Nýskeð var hér á ferðinni í
heimsókn hjá Mrs. J. T. Johannson,
Mrs. J. E. Erlindson. Hefir húp
verið í þjónustu Saineinuðu kirkj-
unnar, "The United Church” i mörg
ár. Þrjú ár var hún kénnari við
einn af Mission skólum þeirrar
kirkjudeildar og fimm ár sem hún
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota Árborg, Man .... B. S. Thorvardson
Árnes, Man
Baldur, Man O. Anderson
Bantry, N. Dakota ...
Bellingham, Wash. .. Arni Símonarson
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. ...
Brown, Man. J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota .. .... B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask....
Cypress River, Man. .
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota.. .... Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota....
Gerald, Sask.
Geysir, Man • • • Iryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota . . • • • .S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man... . .Magnús Jóhannesson
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ...
Husavick, Man F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man .... John Valdimarson
Leslie, Sask
Lundar, Man Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ... O. Sigurdson
Minneota, Minn B. Jones
Mountain, N. Dak. ... S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask
Oak Point, Man
Oakview, Man Otto, Man.
Point Roberts, Wash. . S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash.
Selkirk, Man
Siglunes P.O., Man. .. . . Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man
Svold, N. Dak. .... B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota ... . Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man. ... Winnipegosis, Man.... .. .Tryggvi Ingjaldsson . .Magnús Jóhannesson Jón Valdimarsson .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask ;
«v —
var forstöðukona skólans. Um
eitt skeið átti Mrs. Erlindson heima
í Arborg, Manitoba. En er búin
að vera hér fyrir vestan í mörg ár.
Yar hún nú á heimleið til átthaganna
í Manitoha, þar sem hún bjóst við
að framtiðar heimili sitt yrði. Var
Mrs. Erlindson haldið veglegt gildi
hjá Mrs. Jóhannson. Líka var
haldið samsæti í virðingarskyni við
hana hjá Mrs. N. A. Marlatt og
Mrs. G. Gottfred.
íslenzki klúbburinn "Norðurljós”
hefir verið aðgjörðarlaus siðastlið-
ið ár. Leit helzt út fyrir að allur
íslenzkur félagsskapur hér væri að
“gufa upp.” Var því tekið það ráð
að kalla almennan fund, og bjóða
öllum íslendingum, sem náð varð til,
að sækja þennan fund, til að ræða
um “reorganization’’ íslenzka
klúbbsins “Norðurljós.” Var þessi
fundur vel sóttur og eftir nokkrar
umræðúr, var ákveðið að stofna nýtt
íslendingafélag og leggja niður
“Norðurljós.” Nefnd var kosin til
að semja lög og reglugerð fyrir
þetta nýja félag. Var nefndinni
falið á hendur að kalla til fundar
strax og hún væri til með að leggja
fram verkefni sitt.
Var fundur kallaður þann 29.
marz, þar sem Miss L. Einarsson,
skrifari nefndarinnar, las upp reglu-
gjörð þá, sem nefndin hafði samið;
var það alt samþykt eftir aðeins eina
breytingu.
Var þetta nýja félag skírt “Ed-
monton Icelandic Club.”
Þessir eru embættismenn félags-
ins þetta ár:
J. G. Hinrikson, forsetix
J. T. Johannson, j. fara-forseti
Mrs. Tom Johnson, 2. vara-fors.
Mrs. J. T. Johannson, skrifari
S. Guðmundson, féhirðir.
Stefnuskrá og markmið þessa fé-
lags er.hin sama og var í “Norður-
ljós.” Nokkrar breytingar voru
gjörðar á fundarhöldum og fyrir-
komulagi frá því sem áður var.
Félagið hefir leigt sér prýðilegan
fundarsal í “Art Institute” bygg-
ingunni á i09th Street.
Ákvarðað hefir verið að fyrsta
samkoma klúbbsins verði haldin á
sunrardaginn fyrsta (22. apríl), að-
eins fyrir meðlimi félagsins —
nokkurs konar “get acquainted”
fundur þar sem meðlimum félags-
ins gefist tækifæri til að kynnast
hver öðrum. Meðlimatala er nú um
30; búist er við að nnargir bætist
i hópinn ennþá.
Óefað stendur íslenzkur félags-
skapur hér nú á fastari fótum en
áður,
Þann 16. þ. m. lagði Mr. G. Gott-
fred á stað til Toronto í erindagerð-
um, og var- Mrs. Gottfred honum
samferða til Winnipeg, þar sem hún
dvelur hjá vinafólki sínu þar til
hann kemur til baka. Þau búast
við að verða i burtu um vikutíma.
Mr. Gottfred er Superintendent
fyrir C.N.R. Telegraphs í Albérta
og British Columbia.
Þann 14. apríl hélt “The Council
of Jewish Women” fjölmenna satn-
komu í "The Tal Mud Torah Hall”
til arðs fyrir sjóð, sem verið er að
safna til að hjálpa ungum Gyðingum
á Þýzkalandi, sem hafa verið gjörð-
ir að landflóttamönnum, til að kom-
ast til Ameríku. Aðal þátturinn í
þessari samkomu, var leikrit eftir
Mrs. Laura G. Salverson, sem hún
nefnir “Love Lights a Candle.”
Hafði hún sjálf æft alla leikendur,
sem flestir tilheyra “The Little
Theatre” hér í borginni, og voru
því áður æfðir leikendur, enda
tókst þeim öllum vel að leysa sitt
verk af hendi. Strax á eftir, að
enda leiksins, kom Mrs. Salverson
fram á leiksviðið og sagði ágrip úr
þremur sögum, Recital of Tales, Old
and New”: God’s Fields,” "Elija'hs
Goblet” og "The Family of Gilje.”
Ræddi Mrs. Salverson í meira en
klukkutima og hlýddu allir á hana
með stakri eftirtekt. Annað á
skemtiskránni var: tvær piano solos
og tvær vocal solos. Mrs. Salver-
son fékk verðugt lof fyrir frammi-
stöðu sína, í sambandi við þessa
samkomu.
Mr. S. V. Gillis frá Vancouver
var staddur hér í borginni í þessari
viku, í erindagjörðum fyrir félag
sitt. Mr. Gillis er umboðsmaður
fyrir Simen Runigar félagið, bæði
^GOOD HEALTH“
FOR OIILY 4< fl DflY
Hundruð Winnipegbúd efla heilsu
sína með því að éta VITA-KKLP ,
töflur, hína nýju málmefna fæðu. j
VITA-KELP ber mikinn árangur
til lækningar taugabilun, gigt,
bakverk, meltingarleysi, ðnógri |
líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn- I
leysi og mörgum fleiri kvillum,
sem stafa frá skorti málmefna i
líkamanum.
Fáið flösku I dag! Tryggið
hellsu yðar fyrir 2 til 4c á dag.
Fæst i öllum lyfjabúðum eða
pðstfritt hjá
Runion s Drug Store
641% ELLICE AVE.
Winnipeg
SÍMI 31 355
Verð: 200 töílur ..............$1.50
350 töflur .............$2.25
1000 töflur ..............$5.40
í Alberta og British Columbia. Býr
þetta félag til Röntgengeisla verk-
færi.
Það væri að bera i bakkafullan
lækinn, að skrifa hér mikið um
stjórnmálin í Alberta. Svo mikið
er um þau rætt og ritað í Canada og
víðar, að það er hverjum manni
hægðarleikur að fylgjast þar með.
Nú hefir Mr. Aberhart viðurkent
það opinberlega, að hann hafi ekki
getað efnt það loforð sitt, að koma
hér á fót Social Credit stjórn innan
18 mánaða. Hann gaf það samt
fyllilega i skyn, að hann gæti efnt
öll sín loforð, en það tæki meiri
tíma, en hann hafi búist við. En
nú er svo komið fyrir konum, að
almenningur vill ekki hlusta á nein
frekari loforð. Ekkert nema rót-
tækar framkvæmdir á þeiin loforð-
um, sem hann hefir fylt almenn-
ing með frá þvi fyrst, gjöra þeir sig
ánægða með. 26 af 56 Social
Credit þirigmönnum hafa snúist á
móti stjórninni og tekið af henni
ráðin. Með fylgi Conservativa og
Liberala sem þeir geta reitt sig á,
hafa þessir uppreisnarmenn meiri
hluta atkvæða í þinginu hvenær sem
þeir vilja brúka það; þeir vilja að
Aberliart og allir ráðgjafar hans
segi beinlínis áf sér, svo þeir geti
stofnað nýja stjórn, án þess að
þurfa að hafa nýjar kosningar, en
það er ekkert útlit fyrir að stjórnin
leggi niður völdin af frjálsum vilja.
Nú rignir yfir stjórnina kröfum frá
almenningi, úr öllum hlutum fylkis-
ins, að hún segi tafarlaust af sér,
þeir séu búnir að tapa trausti og til-
trú á stjórninni fyrir aðgjörðarleysi
þeirra á þeim tuttugu mánuðum,
sem þeir hafi setið að völdum. Til
þess að geta hangið í embættinu
sem lengst, þá hefir Aberhart og
stjórn hans gengið að öllum þeim
kostum sem uppreisnarflokkurinn
hefir sett þeim; fyrst að hætta við
alt það Social Credit kák, sem þeir
hafi þózt vera að koma hér á fót,
þvi þar sé ekki um neina Social
Credit stefnu að ræða. Alt, sem
stjórnin hafi gjört í þeim efnum sé
í öfuga átt, við það sem hefði átt að
vera. Þeir hafi tekið sér þetta
Social Credit nafn til að blekkja al-
menning, og þeir hafi siglt undir
fölsku flaggi frá því fyrsta. Svo nú
er búið að fleygja fyrir borð
“Prosperity Certificates,” “Coding
and Price Fixing,” skrásetning al-
mennmgs, “Social Credit Dividend”
og svo þessum 2—4 Credit Banks,
sem þeir þóttust ætla að setja hér á
fót. Alt þetta er búið að vera. Svo
það sýnist vera að koma nú í ljós, að
það sem eg hefi áður skrifað um
þessa Aberhartstjórn, hafi verið
býsna nærri lagi. Svo kom stjórn-
inni og uppreisnarflokknum saman
um það, að kjósa fimm manna
þingnefnd til að taka af stjórninni
það verkefni, sem hún í fyrstu var
kosin til að framkvæma, og að koina
því í framkvæmd á þessu þingi, að
reglulegt Social Credit Act verði
löggilt. Til þess að gefa þessari
nefnd tirna til að skipuleggja nýtt
Social Credit Plan, sem yrði lagt
fyrir þetta þing; þá var þinginu
frestað um tíma. Á að kalla það
saman aftur ekki seinna en 7. júní,
og þá á þessi nefnd að hafa þetta
Social Credit Act reiðubúið, svo það
verði lagt fyrir þingið. Nefndin
hefir alveg óbundnar hendur, má
■ |
| Business and Professional Cards
PIiYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by 'Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viótalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusími — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma Viðtalstlmt 2-5, by appointment Sfmi 80 745 Gleraugu útveguO
•
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Grdham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. TWEED
Viótalstfmi 3-5 e. h. Tannlæknar 406 TORONTO GENERAL
218 SHERBURN ST. TRUSTS BUILDING
Slmi 30 877 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur J. T. THORSON, K.C.
Skrifstofa: Room 811 McArthur íslenzkur lögfrœðingur
Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD.
PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaður Fyrir IsVmdingal Vingjarnleg aðbúS. . Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
1
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST, WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOvr < miObiki bórgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Quests
fara hvert sem er og fá Social Credit
sérfræðinga sér til leiðbeiningar. Er
nefnd þessi þegar tekin til starfa og
fyrsta verk hennar var að bjóða
Major C. H. Douglas að koma til
Alberta, til að verða “Technical
Adviser” fyrir nefndina. Flestir
muna það hvað Major Douglas hef-
ir sagt um Mr. Aberhart, að hann
hvorki þekti né skildi grundvallar-
atriði þau, sem Social Credit fyrir-
komulagið er bygt á. Má búast við
því að hér gjörist margt sögulegt
áður margir mánuðir líða. Eiga
þessir uppreisnarmenn þakklæti
skilið, fyrir að hafa nógan siðferð-
islegan kjark til þess að krefjast
þess, að stjórnin sýni það, hvort
þetta Social Sredit fyrirkomulag er
mögulegt eða ekki. Tíminn leiðir
það í ljós.
A. Guðmundsson.
KVEÐJA
við burtför frú Dýrfinnu Thor-
finsson frá Mauntain, 1936,
er hún flutti tit Seattle.
Við kveðjum þig með kossi og
blómavendi
og köllum á hinn almáttuga Guð,
að leiða þig með ljúfri föður hendi,
•því launin okkar verða takmörkuð.
: í nýju hverfi nú þín byrjar saga,
hvar náttúran er yndisrík og blíð.
Þér gæfan fylgi í grænum Baldurs-
haga
hvar gróa blómin aila lífsins tíð.
Þökk fyrir ást ag alúð verka þinna;
þin andans göfgi kveykti blys á leið.
Blessi þig Drottinn, fagra, góða
Finna
og fylgi þér um gervalt æfiskeið.
Fyrir hönd okkar hjónanna.
Magnús Snowfield.
Mokafli í Vestmannueyjum
Undanfarna þrjá daga hafa verið
ógæftir i Vestmannaeyjum og hafa
bátar ekki róið.
En í gær var komið gott veður
og fóru þá allir bátar á sjó að vitja
um net.
Fiskuðu þeir ágætlega og fengu
stærstu bátarnir 2-3000 fiska.
Fyrir páskana var allmikið af afl-
anum ufsi, en í gær var einungis
stór þorskur.
1 dag er blíðskaparveður og eru
allir bátar á sjó.
—Alþýðubl. 3. apríl.
+ Borgið LÖGBERG!