Lögberg - 29.04.1937, Síða 6

Lögberg - 29.04.1937, Síða 6
6 LOUBKRG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL, 1937 i-------------------------------------- Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. “Herra — höfðingi eyðimerkurinnar — sjá, eg ligg fyrir fótum þínum. ’ ’ Hún leit brosandi upp til hans. Og nú var bros hennar ekki lengur tvírætt og í- skyggilegt, eins og hann mintist þess oft áður er hún hafði verið sem allra ísmevgilegust og vinaleg á yfirborðinu. Þetta var alveg eðli- legt og fordildarlaust bros. Hún minti helzt á barn, sem skemtir sér við að búa til nýjan leik og leikur hann svo með lífi og sál, að það gleymir sér alveg. Þetta var hin tælandi Nakhla, yndisleg og hrífandi — kvenvera, sem myndi hafa verið algerlega ómótstæði- leg, jafnvel fyrir Caverly, hefði hann ekki verið af öðrum kynstofni, og hefði eigi lijarta hans verið háð annari konu. “Býðurðu mig ekki velkomna í þín salar- kynnif’’ spurði hún, er Caverly hélt áfram að virða liana fyrir sér með sama kæruleysis- lega og hálf kaldhæðnislega brosinu og áður, sem hlóð upp ófleigan múrvegg á milli þeirra. Hún var auðmjúk og full eftirvæntingar og leit hikandi og hægt upp á hann aftur. “Þyk- ir þér ekki ofurlitla vitund vænt um Nökhlu t” “Hver getur sneitt hjá því að verða hrifinn af Nökhlu,” svaraði hann með lirein- skilinni kurteisi. Hún lét sig síga niður á mjúkan gólf- koddann og spenti greipar og setti upp mjög hátíðlegan svip. “Það verður ef til vill auðveldara fyrir þig nú, þegar enginn er framar, sem getur dregið liuga þinn burt frá mér. Kristni þræll- inn, sem þú hafðir alt af hjá þér, gerði alt svo erfitt fyrir Nökhlu. Þessi þræll, sem þú lézt þér svo ant um, og sem þú vildir, að allir héldu að væri piltur — hún var — hún er mjög falleg, — eg held, að þú hafir elskað hana — ofurlítið. Gerðirðu það ekki?” Hún horfði á liann spurnaraugum. Caverly mætti augnaráði hennar rólega og rannsakandi. Honum var það ljóst, að Nakhla myndi ekki unna sér hvíldar, fyr en hún á einhvern hátt væri búin að koma Bó fyrir kattarnef. Fyrirætlun hennar, að vekja eftirtekt Tagars á Þræl Sídíans, liafði mis- hepnast að því leyti, að það hafði kostað Tagar lífið. Það hafði verið vel hugsuð ráðagerð, sem mvndi hafa afrekað tvent í einu: að losa um taumhald Tagars á Nökhlu, og samtímis að losa hana við þann keppinaut, er stóð á milli hennar og Caverly. Caverly gerði sér fyllilega ljóst á þessu augnabliki, hve nauðsynlegt honum væri að geta tek’ið Ifram fyrir hndurnar á þessari eiturnöðru, sem þegar einu sinni áður hafði liöggvið eftir hvítu stúlkunni og myndi gera það aftur og aftur, unz henni tækist að veita henni banasár. En andlit hans sýndi engan vott hugsana hans. Það komu drættir um munn hans, eins og hann ætlaði að brosa. En hann gleymdi því. Andlit hans var algerlega rólegt og hugsandi, er hann leit til dyranna. Bó hafði enn ekki látið til sín heyra, þótt Ali Móhab hlyti fyrir löngu að vera búinn að framkvæma það, sem Caverly hafði boðið honum. “Þú munt brátt gleyma henni,” sagði Nakhla og horfði á hann tindrandi augum. “Hejdurðu það?” spurði hann, eins og utan við sig, og án þess að' líta af dyrunum. “Öðrum eins manni og þú ert, hlýtur að veitast það létt að gleyma — núna, þegar hún er farin.” “Farin . . v Hann deplaði augunum og beindi nú allri athygli sinni að Nökhlu, eins og að honum skildist nú fyrst, livað hún væri að segja.— “Farin — hv'að meinarðu með því ? Eg skil ekki ...” “Vissirðu það ekki?” Naklila var eins blíð og mjúkróma og kurrandi dúfa. “Er eg þá að færa þér rtýjungar ? Þegar flokkur Zaads réðist á okkur, notaði hvíta þrællinn þinn tækifærið til að flýja, meðan fólk þitt var alt í uppjiámi. Eg sá hana snúa hesti sínum og hleypa af stað í öfuga átt, til að leita sér athvarfs lijá óvinum vorum. Eg sá hana ríða upp brekkuna og inn í hóp þeirra, sem komu þar ríðandi á úlföldum sínum. — Þú hefir mist þrælinn þinn — herra!” Caverly sat og starði á hana, en eitthvað í augnaráði hans benti til þess, að hugur hans væri laugt í burtu, jafnvel þótt hann heyrði hvert orð, sem hún sagði og skildi það. Naíkhla þreifaði upp eftir koddunum í dómarasætinu og tók utan um fingur Caverly. Hann hreyfði sig ekki, en sat í djúpum hugs- unum, eins og ekkert þessa heims gæti framar dregið huga hans að veruleikanum. “Rainee, ” hvíslaði hún — “er það ekki betra, að þú leggir þá konu í þrælafjötra, sem kemur til þín af frjálsum vilja og er ftís til að vera hjá þér ? 0r ekki betra, að þú beinir’ liug þínum að henni og gleymir hinni, sem stvnur í fjötrum sínum og slítur þá, undir eins og húji sér sér tækifæri til þess. Er ekki betra að hlusta á þá konu. sem gleður sig við að hvísla ástarorð í eyru þér, heldur en að stara eftir henni, sem er ótrygg og svíkur þig og skilur þig aleinan og huggunarlausan eftir? Svaraðu mér, Rainee — er það ekki betra að snúa huga sínum að Nökhlu, þinni tryggu og hlýðnu ambátt, heldur en að lilera eftir hinni, sem farin er, og sem aldrei kemur aftur af frjálsum vilja?” XXII. Svikinn. Það kom alt í einu þreytusvipur á andlit Caverly. Það var eins og honum alt í einu stæði svo algerlega á sama um alt. Hann starði eins og út í bláinn á dyrnar, sem hann vissi að aldrei framar myndu opnast til að hleypa Bó Treves inn. Honum kom ekki til liugar að etast um sögu Nökhlu. Hann var sanniærður um það í hjarta sínu, að þetta væri satt. Svo framarlega sem Bó væri í Gazim, hefði hún vissulega verið komin til lians fyrir löngu.. Hún hlaut að hafa flúið í uppnámi því, er árás Zaads olli. Hann hafði mist sjónar á henni allra snöggvast, og hún hafði ekki verið sein að nota tækifærið. Henni hafði veizt auðvelt að læðast í hvarf yfir til manna Zaads, þar sem hiin þóttist viss um að finna vernd og liðveizlu. Það var einmitt þetta, sem hún hafði alt af verið að hóta. Hún hafði snúið baki við Caverly, til þess að leita á náðir Carls Lontzens. Caverly varð að viðurkenna fyrir sjálf- um sér, að hann hafði í rauninni ekkert að ásaka hana fyrir. Hún hafði þegar frá upp- liafi gert honum aðvart um þetta og skýrt honum frá áformi sínu. Hún hafði ekki lof- að honum neinu, og hann hafði ekki getað neytt hana til að gefa drengskaparorð sitt. Hún hafði verið fyllilega hreinskilin við liann. Og það var als ekkert að ásaka hana fyrir, þótt hún sæktist fremur eftir vernd og liðveizlu hjá Carl Lontzen heldur en hjá Caverly. Þessháttar valt alt af álitamál ein- staklingsins. Hún hafði kosið sitt hlutskifti. Hún hafði gripið tækifærið í sama vetfangi og það gafst, og liafði sli,tið öllum félagsskap við Caverly, til þess að leita á fund annars manns. Þetta var ákaflega léttúðugt af henni. í stað þess að njóta nú ávaxtanna af þrekvirki því, sem hann hafði afrekað fyrir þau bæði, og dvelja hér í fullu öryggi, hafði hún kosið að leita til Lontzens og eiga örlög sín undir honum. Og þau örlög voru meira en óvissa. En það var nú einu sinni eðli Bó, að láta undan skyndilega og vanhugsuðum . . . Það var svo sem eftir henni, að fara svona að ráði sínu, aðeins til að sýna honum, að hún lilýddi honum ekki lengur en henni rétt sýnd- ist.— Það var frekar óttinn fyrir örlögum Bó, sem bjó ríkast í huga Caverly, heldur en von- brigðin út af því, að hún skyldi hafa reynst lionum svona óþakklát. Og þó hafði hann fulla ástæðu til að taka sér vonbrigðin nærri. Honum hafði tekist að vinna ótrúlega mikið þrekvirki, og þó að hann hefð auðvitað bjarg- að með því sínu eigin lífi, þá var með öllu ó- víst hvort hann hefði lagt sig svo mjög fram eingöngu sjálfs sín vegna. Hann hefði ef til vill heldur reynt sömu aðferðina, sem Carl Lontzen hafði hepnast svo vel. En ábyrgðin á lífi og velgengni Bó hafði hvílt þungt á hon- um. Hann hafði verið strangur við hana, en þó aðeins þegar það var nauðsýnlegt, og hann hafði haldið, að hún væri svo skýr og skynsöm, að hún myndi skilja tilgang hans. En vonbrigðin sviðu enn sárar. Caverly gleymdi alveg um hríð, að nokkur Nakhla væri til, og hann starði hljóður og dapur út í bláinn. Dögum og vikum saman höfðu þau Bó verið saman. Þau höfðu boðið þreytu og liættum byrginn sameiginlega, og þau höfðu e5np|ig spjaílað saman- í trúnaði stund og stund og hlegið saman, þegar kringumstæð- urnar urðu alt of kátbroslegar. Hann hafði barist eins og ljón, hann hafði logið og svik- ið eins og útsmoginn erki-þorpari, og hann - hafð háð einvígi og drepið mann — og alt það, sem með því hafði unnist, fanst honum vera glatað á ný — nú þegar hann hafði mist Bó. Það var nærri því eins og að vera að snúast í glaða sólskini og verða þess svo var, að maður hafði mist skuggann sinn. Aldrei fvr hafði hann fundið til annars eins tóm- leika og verið svona einmana, ekki einu sinni þaginn þann, er hann — einmana þiællinn hvíti — var reknn inn í þrælastíur Gazim- borgar, vonlaus og örvinglaður. En hann varpaði af sér þessu hugsana- fargi — eða reyndi að minsta kosti að gera það. Hann sneri sér að Nökhlu og brosti biturt. “Maður getur keypt sér þræl, hvenær sem vera skal,” mælti hann. “Hvað ætli maður sésvo sem að fást um þræl!” Hann stóð upp, en Nakhla sat kyr og hnipraði sig saman á koddanum. Að þessu sinni vrar ekki snefill af leikaraskap eða hæðni í augum hennar. Hún leit upp á hann og augnaráð hennar var heitt og ástríðuþrungið. “Eg hefi aldrei á æfi minni þekt annan eins mann og þig!” sagði hún í aðdáunar- róm. “Alt sem þú óskar þér að vera, það verðurðu líka, og alt sem þá ætlar að gera, það gerirðu. Ef þú ætlar að losa þig vdð til- finningar — sjálfa ástina til konu — þá get- ui'ðu það, aðeins af því þú vilt það.” Hún krepti litla hnefann og klemdi hann hart sam- an, eins og liún væri að kreista lífið út úr annari smá-veru. “Svona — svona fórstu að því. Þér veittist það jafn auðvelt, eins og þegar þú draj>st Tagar Kreddache.” Caverly stóð kyr og horfði á hana. Hann lét hökuna hvíla á brjóstinu og augnaráð hans var kuldalegt og rólegt. “Þetta hefirðu sagt einu sinni áður. Að eg hafi drepið Tagar. Það getur verið hættu- legt að bera fram þvílíkar ásakanir.” “Já, það er samt satt,” svaraði hún l)vergirðingslega. Og nú brá fyrir á ný hæðnisglampanum í augum hennar. “Eg var sjálf viðstödd, og eg sá það með mínum eigin augum.” Caverly lileypti brúnum. Vonbrigðin út af hvarfi Bó viku sem allra snöggvast fyrir athugulli grunsemd hans. ‘ ‘ Þú — þú sást það ? ’ ’ “Já, eins og eg er að segja!” Nakhla kinkaði kolli. “Bg stóð í leynidyrunum þarna og horfði á, meðan einvígið fór fram. Eg sá — alt saman!” Hún stóð upp af koddanum, þar sem hún hafði setið með krosslagða fætur. Hún gerði það alveg fyrirhafnarlaust með einni mjúkri og liðlegri hreyfingu. “Það er sú stórfeng- legasta sjón sem eg hefi séð á æfi minni!” Hún leit á hann, og hrifningin yfir þessu ægi- lega einvígi lýsti úr augum hennar. “Þú barðist reiðilaust, þú barðist brosandi, stælt- ur og mjúkur eins og pampari ástríðulaus og óttalaus. Þú ert dásamlegur, Rainee!” Það fór ónota-tilfinning um hann allan, og hann leit undan. Hann vildi helzt ekki þurfa að minnast hinna hræðilegu atburða, er stóðu svo skýrir og lifandi fyrir hugskots- sjónum hennar, og enn síður geðjaðist honum að gleði þeirri og hrifningu, er hún lét í ljósi yfir viðureign þeirra Tagars. Það hefði verið Bó, sem mesta ástæðu hafði til að gleðj- ast, en hann mundi svo vel, hve bleik hún hafði verið, er þau stóðu bæði saman uppi yfir líki Tagars, hann mundi svo vel, hve geðshræring hennar hafði verið djúp og sterk yfir því, sem fram hafði farið. Hann beit fast saman tönnunum. Hann langaði mest af öllu til að fleygja Nökhlu í gólfið og mola höfuð hennar undir hæl sínum, eins og þegar maður stígur ofan á eitur-kvikindi. Það var eins og Nakhla hefði gert hann samsekan sér í hræðilegum glæp og að öðru eins mann- liraki og hún var sjálf. “Það er búið, sem búið er,” mælti hann kuldalega. “ Við skulum ekki tala meira um það.” Hún kerkti hnakkann þrjózkulega. “Jú, eg vil einmitt tala um það. Eg mun aldrei gieyma því. Eg vildi aðeins óska þess, að þú hefðir barist svona mín vegna.” Hún dró andann djúpt og andvarpaði. “En það gerð- irðu ekki. Þú notaðir nafn Nökhlu aðeins til að erta Tagar. Það var þér ekkert gleði- efni, þó þú hefðir hitt Nökhlu í laumi við gömlu gröfina. Þú drapst Tagar vegna hinnar stúlkunnar. Vegna þrælsins þíns, þessa litla nefbleika héimskingja, er vsveik þig við fyrsta stækifæri, og hafði ekki svo mikið vit, að hún skyldi það, að öðrum eins manni og þér mætir ung stúlka ekki nema einu sinni á æfinni.” Caverly sner'i sér snöggt við og leit hvat- skeytlega á hana. , “Eg er búinn að segja, að eg \'il ekkert um þetta tala,” mælti hann. Hún beygði sig yndislega og lét með því í ljósi auðmjúka undirgefni sína. “Óskir þínar eru mér lög, herra!” Caverly var í þann veginn að snúa sér frá henni og fara burt, en Nakhla brá snöggt við og lagði hendina á handlegginn á honum. “Hvað ertu nú að hugsa um að gera?” spurði hún. Hún vissi vel, að frétt sú. er hún hafði fært lionum af Bó, hafði gengið honum mjög til hjarta, þótt hann liefði gert sér mik- ið far um, að láta það ekki á sér sjá. Hún var auðsjáanlega smeik um, að hann myndi ef til vill hafast eitthvað ]>að að í sorg sinni, er komið gæti áætlun hennar fyrir kattarnef. Hún litaðist um í hinum skrautlega sal, og augu hennar spegluðu í einni svipan alla dýrðina þarna inni. “Ætlarðu að taka við arfi þínum, öllu því, sem þér ber eftir Tagar Kreddache — eða ætlarðu að vera sá lieimsk- ingi að fleygja öllu saman frá þér?” Hann nam staðar, er hann fann, að hún lagði hendina á liandlegg hans, og hann sneri sér að henni og horfði á hana rannsókn- araugum, eins og hann hygði að kanna djúpið í ómælanleg-um, spyrjandi augum hennar. “Þú átt það alt saman. Þú þarft ekki annað en rétta út hendina og taka það,” mælti hún uppörvandi. “Þú, sem fyrir skömmu varst aðeins þræll, þú hefir nú með tómum höndunum unnið heilt ríki.” Hún tylti sér á tá og lagði fagrar liendur sínar á axlir honum. Rödd hennar og augna- ráð var þrungið af ástríðu, — og jafnvel hin mjúka snerting skjálfandi fingra hennar — öll lireyfing hennar var ástríðuþrungnari en sjálf orð hennar. “Nú áttu alt það, sem Tagar Kreddache taldi sitt,” mælti hún há- tíðlega. “Og enn þá meira — óendanlega miklu meira. Því hann var aðeins herra og höfðingi samkvæmt ætterni og fæðingu, en þú, herra, þú ert það samkvæmt eðli þínu og höfðingjahæfileikum. Alt — alt saman lieyrir þér til!” bætti hún við hvíslandi. “Viltu ekki taka við því?” Caverly stóð grafkyr og þogull eins og myndastytta. Hendur lians hengu niður með hliðunum. Hann gerði enga tilraun til að losna við Nökhlu eða hrista hana af sér. Hún krepti fingurna, eins og hún ætlaði sér á þann hátt að lialda honum föstum, en þó voru tál- fögur augu hennar enn þá háskalegri. Hann leit framan í Nökhlu með dreymandi augna- ráði, og það voru merkilegar sýnir, er hann sá speglast þar. Til þessa hafði hann aðeins liaft þá einu hugsun, hveraig honum og Bó yrði auðið að komast burtu frá Gazim. En livers vegna átti nú að flýja? Hví gat hann ekki sezt hér að og notið allra réttinda sinna sem erfingi Tagars? Það var sannarlega svo sterk freisting, að hún gat auðveldlega komið karlmanni til að hika. Bó Treves var horfin — hún var strokin frá honum. Hvað var það þá, sem gat tælt liann burtu frá þess- um stað? llvað átti útheimurinn honum að bjóða af því tagi, sem liann kærði sig um að gera sér nokkurt ómak fyrir? Til þessa hafði einasta takmark hans verið það að frelsa Bó og fylgja henni aftur til heimkynna sinna, og að baki þessara hugsana duldist ef til vill ein- liver von, einhver óljós þrá. En nú var alt þetta svifið á burt, hafði leystst sundur í þokuhnoðra eins og táldrægar hillingar í út- jöðrum eyðimerkurinnar. Hve margir karlmenn liafa eigi barist og stritað alla æfi til þess að vinna aðeins ofur- lítið brot þess, sem nú var rétt að Caverly, án þess að hann hefði beðið um það? Hann hafði unnið einn stærsta vinninginn í happ- drætti lífsins. Auð og veldi hafði liann hlotið og aðdáun manna. Nú gat hann vel, ef hon- um aðeins þóknaðist, lagst í leti og sællífi, eða þá á hinn bóginn ráðist í æfintýraleg stór- ræði, sem honum var svo hugleikið, hann gat lileypt á sprett í sólskini og stjörnuljósi í broddi fylkingar, er hlýddi liverri bendingu hans og fylgdi honum hvert er vera skyldi. Hann gat auðveldlega orðið einvaldur í Mið- eyðimörkinni og lifað eins og konungur með Nökhlu, hina dásamlega fögru Nökhlu við lilið sér . . . Honum var það fyllilega ljóst — það gat engin kona á jarðríki jafnast á við Nökhlu að fegurð. Yfir henni hvíldi einkennilegt sam- bland frumstæðrar blíðu og sætleika og hið Sérkennilega ívaf af grimd, er einkendi skap- gerð hennar, gerði hana eiginlega enn þá eftirsóknarverðari. “Hversvegna spyrðu mig að því?” mælti hann alveg rólega. “Hvers vegna óskar þú * þess?” “ Þarftu að spyrja mig um það?” hvísl- aði hún. “Þá myndir þú líka heimta þinn hluta?” sagði hann eins og til að reyna hana. Hann vissi það vel, að Nakhla myndi ætla sér full laun. Bogadregnar augnabrúnir hennar lyft- ust titrandi eins og fiðrildisvængir, og augu hennar töluðu skýrara en tungan hefði megn- að. Hann liorfði á hana og brosti harðneskju- lega. “Mundir ])ú gera þig ánægða með að sitja í kvennabúrinu og bíða þess að húsbóndi þinn, höfðinginn, kæmi heim aftur?” spurði hann. “Nei, aldrei!” Augu Nöklilu leiftruðu. “Eg mundi aldrei sætta mig við að láta fara með mig eins og þræl. Eg vil hafa mitt fulla frelsi, ríða með húsbónda mínum út í eyði- mörkina og berjast við lilið hans.” Caverly greip alt í einu fast utan um hendur Nöklilu, sem enn lágu á öxlum lians. “ Finst þér það, Nakhla, að það væri kvenlegt að ríða með mér út um eyðimerkur og berjast þar með mér?”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.