Lögberg - 06.05.1937, Blaðsíða 1
50. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. MAÍ, 1937
NÚMER 18
Sœmdur doktors nafnbót
DR. VILHJALMUR STEFANSSO.X
Háskóli Manitobafylkis hefir ákveÖiÖ aÖ sæma landkönnuðinn
víÖfræga, Dr. Vilhjálm Stefánsson, doktors nafnbót i lögum þann
17- þ. ni. Er Dr. Stefánsson þessarar sæmdar löngu maklegur, því
í þessu fylki er hann borinn og barnfæddur. Mun það fastmælum
bundiÖ, aÖ hann flytji fyrirlestur hér í borginni, og má almenningi
vera þaÖ hið mesta tilhlökkunarefni, því Dr. Stefánsson er með
fágætum skemtilegur fyrirlesari.
Frá Islandi
**■*■*■+■■*■*■■+ * * ^ ^ ^ -*•
Önnur mesta vatnsvirkjun
á Islandi
í nýútkomnu Tímariti Verkfræð-
ingafélags íslands birtir Árni Fáls-
son verkfræðingur áætlanir um
virkjun Laxár. Eru það áætlanir
hliðstæðar við áætlun um virkjun
Goðafoss, og eru gerðar til þess að
fá sem áreiðanlegastan samanburð á
virkjunarkostnaði, svo ganga megi
úr skugga um, hvort fallvatnið sé
hæfara til virkjunar, Goðafoss eða
Laxá. Varð niðurstaðan sú, að
Laxá virðist betur til virkjunar
fallin fyrir Akureyri en Goðafoss.
Stærð orkuvers er við áætlanirnar
um virkjun Laxár miðuð við 2,000
hestöfl eins og við virkjun Goða-
foss, þ. e. tvær i,ooo hestafla véla-
samstæður, en “vélasalur þegar i
upphafi gerður nægilega rúmur fyr-
• ir þriðju vélasamstæðu á 200 hest-
öfl, er bætt verður við þegar þörf
krefur. Áætlanir eru miðaðar við
það timakaup og verð á byggingar-
efni, sem var s.l. ár, þ. e. það sama
sem áætlanir um virkjun Goðafoss
eru miðaðar við, en verð á vatns-
vélum, rafbúnaði og efni í há-
spennulínu við tilboð frá 15. des.
'36, sem er hlutfallslega nokkru
hærra en tilboð frá 25. marz 1936
í rafbúnað Goðafoss-virkjunar.”
—Vísir 7. april.
# # #
“ísland,> strandar
Danska eimskipið “Island” strand-
aði í gærmorgun við eyjuna May,
utaríega í Leith-firði. Var það á
leið til Leith frá Kaupmannahöfn,
en ætlaði síðan hingað. Var ákveð-
ið fyrir nokkru, að skipið kæmi við
í Leith í Islands'ferðum sínum í vor
og sumar og var þetta fyrsta ferð
þess þá leið á þessu ári.
Þegár seinast fréttist voru far-
þegar allir komnir í land, en skipið
sat fast á kletti og var leki kominn
í vélarúmið. Skipshöfnin var þá
enn í skipinu til að dæla úr því sjó.
Övíst var talið, hvort skipið myndi
nást út.
Þoka var mikil, þegar skipið
strandaði.
Farþegarnir, sem voru með skip-
inu og ætluðu hingað, munu halda
áfram með Brúarfossi 21. þ. m.
í einkaskeyti til útvarpsins segir
að kvöldblöðin í Kaupmannahöfn
flytji samtal við einn af farþegun-
um og segir hann, að engin hræðsla
hafi gripið fólkið, þegar skipið
strandaði og að björgunin hafi farið
skipulega fram og rómar hann sér-
staklega framkomu skipstjórans,
Lydersen.—N. dagbl. 14. apríl.
# # #
Þingsályktun
um utanríkismálin
Þingsályktunartillagan um með-
ferð utanrikismála var samþykt í
sameinuðu þingi í gær. Tillagan var
upþhaflega borin fram af fulltrúum
stjórnarflokkanna i utanríkismála-
nefnd, og bar íhaldsflokkurinn fram
aðra tillögu. Við nánari athugun
tóku íhaldsmenn sína tillögu aftur
og varð samkomulag allra flokka
um að tillagan skyldi orðast svo:
■ “Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að undirbúa nú þegar, í
samráði við utanríkismálanefnd, þá
tilhögun á meðiferð utanríkismála,
innanlands og utan, sem bezt kann
að henta, er íslendingar neyta upp-
sagnarákvæðis sambandslaganna og
taka alla meðferð málefna sinna i
eigin hendur. Tillögur um mál
þessi séu síðan lagðar fyrir Alþingi.
Allur kostnaður við urfdirbúning
málsins greiðist úr ríkissjóði.”
—N. dagbl. 16. apríl.
Útbreiðsla fjárpestarinnar
Borgfirzka fjárpestin er nú að
koma í ljós í ýmsum sveitum, þar
sem hennar hefir lítið eða ekkert
orðið vart áður. Hefir hún komið
upp á Björnólfsstöðum í Engihlíð-
arhreppi, en áður var hún komin á
einn bæ austan Blöndu, Vindhæli,
og í Ytri-Þorsteinsstöðum og Vatni
í Haukadal, en áður var hún þar
komin að Saursstöðum. Gengur
sauðfé úr Haukadal og Norðurárdal
nokkuð saman á sumrum.
Einnig er ótvírætt, að pestin er
komin að Klausturhólum í Gríms-
nesi og hefir veikinnar þá orðið vart
á a. m. k. fjórum bæjum austan-
f jalls. Þá hefir veikin færzt vestur
á bóginn á Mýrum. Loks eru
ýmsir bæir grunaðir í Grímsnesi og
Hreppum og sömuleiðis Eystra-
Miðfell á Hvalfjarðarströnd og ef
til vill fleiri bæir sunnan Skarðs-
heiðar, en þar hefir veikinnar ekki
gætt hingað til. Að nokkrum dög-
um liðnum verður unt að gefa nán-
ari upplýsingar um útbreiðslu sýk-
innar.—N. dagbl. 9. apríl.
FRA STYRJÖLDINNI
ASPANI
Að því er síðustu fregnir herma,
er svo að sjá sem árásarher Francos
vegni betur upp á síðkastið. Er nú
svo komið, að talið er nokkurn veg-
inn víst, að hann hafi hafnarborgina
Bilbao þá og þegar á valdi sínu.
Bretar hafa verið að l)jarga þaðan
konum, börnum og gamalmennum
undanfarna daga.
KNCÐUR TIL ÞESS AÐ
SEGJA AF SÉR
Þau tíðindi hafa gerst, að William
Aberhart stjórnarformaður í Al-
berta, hefir knúð landbúnaðarráð-
gjafa sinn, Hon. W. N. Chant, til
þess að láta af émbætti. í embætti
hans hefir verið skipaður D. B.
Mullen, Social Credit þingmaður frá
Edmonton. Mr. Chant er þriðji
ráðgjafinn sem gengið hefir úr
ráðuneyti Aberharts á skömmum
tíma.
KOMINN Atí GIFTINGU
Fullyrt er það nú, samkvæmt
nýjustu símfregnum, að Hertoginn
af Windsor og Mrs. Simpson, hafi
ákveðið að gifta sig síðustu vikuna
í þessum mánuði. Á mánudaginn
var fékk Mrs. Simpson í Lundúnum
löglegan skilnað frá Mr. Ernest
Simpson. Jafnskjótt og Hertogan-
um bárust þessi tíðindi, lagði hann
af stað áleiðis til Frakklands til
fundar við konuefni sitt.
ÚR BORG OG BYGtí
Söfnuðir Kirkjufélagsins eru
beðnir að senda sem fyrst ársskýrsl-
ur sínar til skrifara fqlagsins, séra
Jóhanns Bjarnasonar, Ste. 14 Glen-
ora Apts., 774 Toronto St., hér í
borg. — Ýmsir söfnuðir eru enn
eftir að senda þessar skýrslur, þó
margir séu búnir að því nú þegar.
Skýrslur þessar eru miðaðar við
áramót, sú, er nú á að sendast, á að
ná aðeins til síðastliðins nýárs. Er
því engin ástæða til að draga að
senda skýrslurnar, með því alt efni
þeirra er tilbúið fyrir löngu, var al-
búið um síðastliðin áramót.
BEIÐNI
Hver sá, sem getur gefið nokkrar
upplýsingar um Sigríði Árnadóttur
Backmann (Mrs. Gunnar Back-
mann), er vinsamlega beðinn að láta
þær í té undirrituðum.
Dr. Richard Beck,
University Station,
Grand Forks,
North Dakota, U.S.A.
Úr borg og bygð
Heklufundur í kveld (fimtudag)
á venjulegum stað og tíma.
Skemtisamkoma Karlakórs Is-
lendinga i Winnipeg, sú, er fram fór
i Goodtemplarahúsinu síðastliðið
þriðjudagskveld, var næsta fjöl-
breytileg og tókst á margan hátt vel.
Létu þar “nýir kraftar” til sín heyra,
skáld og sólósöngvarar. Auðheyrt
var, að í sumum lögunum var flokk-
urinn ekki æfður sem skyldi, en um
meðferð ýmsra laganna tókst samt
sem áður mæta vel til. Samkoman
var prýðilega sótt, eins og reyndar
sjálfsagt var, því Winnipeg íslend-
ingar standa í djúpri þakkarskuld
við söngflokkinn og sjtórnanda hans,
Ragnar H. Ragnar, fyrir þá miklu
rækt, sem hann hefir lagt við æfing-
ar flokksins í hjáverkum með öðr-
um önnum. ----------
Sunnudaginn 9. maí (Mother’s
Day), ferming og altarisganga á
Garðar kl. 11 f. h.; messa í Fjal’a-
kirkju kl. 2 130. Ensk kveldmessa á
Mountain kl. 8. H. Sigtnar.
Mr. Aldmar Blöndal, sonur þeirra
Mr. og Mrs. Ásgeir Blöndal, kom
frá Islandi á mánudagskvöldið eftir
nokkurra ára dvöl heima.
ÆGILEGIR SKÖGAR- ....
ELDAR
Síðastliðna þrjá daga hafa ægileg-
ir skógareldar geysað norðaustur af
SKIPAfíUB KONUNGS-
PRENTARI
Mr. J. L. Cowie
Þann 1. þ. m., tók við konungs-
prentara embætti fylkisstjórnar-
innar, Mr. J. L. Covvie, sá er und-
anfarandi ár hefir gefið út blaðið
Carberry News. Er hann alment
talinn hinn nýtasti maður og vel til
þess fallinn. að gegna sínu nýja em-
bætti.
Edmonton og gert mikinn usla; er
mælt að níu heimili í grend við
Breton, hafi brunnið til kaldra kola
og nokkuð af búpeningi farist.
Stjórnin i Alberta hefir að sögn
leitað ásjár Royal Canadian Mount-
ed Police til þess að reyna að
stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu
skógareldanna á þessum svæðum í
samráði við skóggæslumenn og
sjálfboðalið úr grendinni.
LÆTUR AF EMBÆTTI
Mr. PhHip Purcell
Þann 30. apríl siðastliðinn, var
konungsprentara Manitobafylkis,
Mr. Philip Purcell, veitt lausn frá
embætti, með fullum eftirlaunum;
er hann maður nokkuð hniginn að
aldri og hefir verið næsta heilsuveill
upp á síðkastið.
Mr. Purcell hefir gegnt konungs-
prentara embættinu um tuttugu ára
skeið með stakri alúð og reglusemi;
var skipaður í það af Norris-stjórn-
inni, skömmu eftir að hún tók við
völdum. Mr. Purcell er bráðgáfað-
ur maður. listrænn, ljóðelskur og
mikill vinur íslendinga. Er vonandi
að honum bætist svo heilsa, að hann
fái i ró og næði gefið sig alfan við
hugðarefnum sínum.
Mr. Purcell er fæddur í Ont-
ario, en hefir dvalið full 50 ár í
Manitoba; gaf hann sig jafnan
við blaðatnensku, bæði í Brandon
og Winnipeg, þar til hann tók við
því embætti, sem fyr var getið, og
hann nú hefir látið af.
CR BOBG OG BYGÐ
Þessi börn og ungmenni voru sett
í embætti s.l. laugardag í bamastúk-
unni “Gimli” No. 7, I.O.G.T.
F.Æ.T.—Anna Árnason
Æ.T.—Haraldur Benson
V.T.—Margrét Árnason
K.—Kristjana Thordarson
Dr.—Alice Helgason
A.D.—Grace Jonasson
R.—Margrét Lee
A.R.—Þórey Thompson
F. R.—Margrét Olson
G. —June Einarsson
V.—Harvey Lee
Ú.V.—Carlyle Johannesson
Mr. Guðlaugur Sigurðsson frá
Lundar, Man., kom til borgarinnar
í byrjun vikunnar, og dvaldist hér í
nokkra daga.
Veitið athygli auglýsingunni um
“Young Peoples’ Organization
Meeting,” sem haldinnn verður í'
Goodtemplarahúsinu þann 11. þ. m.
Þetta er mál, sem alla þjóðrækna
íslendinga varðar, og ættu því sem
allra flestir að sækja fund þenna.
Það verður undir æskunni komið
að sjálfsögðú; hvernig þjóðræknis-
málum vorum reiðir af í framtíð-
inni.
Þeir Óskar Magnússon og Árni
Brandson frá Hnausa, Man., voru
staddir í borginni á föstudaginn í
vikunni sem leið.
Mr. Ólafur Hallson kaupmaður
frá Eriksdale, kom til borgarinnar á
fimtudaginn í vikunni sem leið, á-
samt móður sinni, Mrs. H. O. Hall-
son og Margréti dóttur sinni.
Þeir Tryggvd Ingjaldsson, Hall-
dór Erlendsson, Mr. Guðmundson
og Elli Sigurðsson frá Arborg,
komu til borgarinnar á mánudaginn.
Eftirleit
Sauðljóst þó að sýnist valla,
samt er haldið beint af stað.
Gönguþráin grípur alla,
gróðahlutdeild spáir það.
Einhversstaðar inn til fjalla
afdrep næst er liúmar að.
Mikið skal til mikils vinna;
margan vantar lamb og sauð.
Þeir, sem eitthvað af þeim finna,
eiga von um kryddað brauð —
roðadíla rósakinna,
rökkurkoss og faðmlags-auð.
Margt er gilið göngumanni
gestaþraut er syrtir að;
liætt við því að gáskaglanni
gleymi sér á slíkum stað,
gangi á hljóð í liamraranni —
liirði livorki um stöng né vað.
Fjallakóngi fatast ekki
forustan né ráðin glögg;
líkt og út í æsar þekki
öræfanna brigðin snögg.—
Særir fram úr sortans mekki
sauðalióp með víkings rögg.
* # #
Áð er loks hjá lindum auðum,—
leitin stóð í daga fimm.
Tylft af lömbum, tug af sauðum,
taldi úr vörzlu afrétt grimm.
Ekki er hollráð hyggjublauðum
heiðaruóttin löng og dimm.
# # #
Einn var sá, er ólund kvaldi
eftir leit hins fyrsta dags;
heim sér skemsta veginn valdi,
vék úr fylking bræðralags.—
Illur þræll á undanhaldi
á ei bjargarvon né hags.
Sá drakk aldrei ljóss af lindum,—
löðurmensku þráðinn spann;
engan dag af efstu tindum
útsýn yfir lífið fann;
merktur óttans erfðasyndum,
engin kona dáði hann.
# # *
Yfir veldi öræfanna
eldar himins lýsa rótt.
Stimpluð bjarma fyrstu fanna
ferðin verður greiðar sótt.
Glatt er skapið göngumanna,
gott að komast heim í nótt!
Einar P. Jónsson.