Lögberg - 06.05.1937, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAl, 1937
7
Bergsveinn Matthíasson Long
i«57 — J937
Grisjast skógur göfgra frænda,
gróöursnauð hin beru rjóður;
mýkir þð hinn mædda huga
minning hvers, er svo var góður.
R. B.
Það var ætlun mín, að minnast
frænda míns og hollvinar, Bierg-
sveins Matthíassbnar Long, á átt-
ræðisafmæli hans, sem verið hefði
7. febrúar í ár, hefði honum orðið
svo langra lífdaga auðið. En það
fór á aðra leið. Hann lézt, eins og
greint hefir verið frá í íslenzku
blöðunum ihér, mánudagsmorguninn
25. janúar, tæpum hálfum mánuði
miður en áttræður. Verður því grein
þessi um hann kveðju- og þakkar-
orð, litilfjörleg greiðsla á þeirri
skuld, sem eg stóð í við hann, fyrir
fulla fímtán ára trygglynda vin-
áttu og frændrækni. Stephán G.
Stephánsson skáld komst einhverju
sinni svo að orði, að honum hefði
reynst talshátturinn gamli: “frænd-
ur eru frændum verstir” hið mesta
öfugmæli, að þeir hafi miklu frem-
ur reynst honum “bestir.” Við
frændur Bergsveins, sem bárum
gæfu til að kynnast honum og eiga
samleið með bonum, getum óhikað
tekið undir með skáldinu og borið j
því vitni, að Bergsveinn var maður
frændrækinn með afbrigðum í orðs- I
ins beztu merkingu, enda var það í 1
fullu samræmi við skapferli hans og
lifsskoðun.
Bergsveinn Matthíasson Long var
Austfirðingur að ætt og uppruna,
fæddur að Svínaskála við Reyðar-
fjörð í Suður-Múlasýslu, 7. febrú-
ar, 1857. Var hann af góðu bergi
brotinn í báðar ættir, sonarsonur
Richards Long hins enska, sem
fyrstur fluttist þeirrar ættar til ís-
lands, og var verzlunarstjóri og síð-
ar bóndi í Reyðarfirði og á Eski-
firði. Þótti hann hinn nýtasti mað-
ur, og er Svo lýst, að hann hafi
verið “listaskrifari, ágætur smiður
og erfiðismaður hinn mesti.” í júní
næstkomandi eru rétt hundrað ár
liðin frá dauða hans. Amma Berg-
sveins, kona Richards Long, var
Þórunn dóttir Þorleifs Bjarnarsonar
i Stóru-Breiðuvik í Reyðarfirði, er
var góður bóndi og gegn.
Mattbías faðir Bergsveins var
næstelztur þeirra sona Richards
Long og Þórunnar konu bans og
kvæntist Jófríði jlóttur Jóns bónda
Eiríkssonar á Freyshólum í Skóg-
um á Fljótsdalshéraði. Áttu þau
hjónin margt barna, og var Sig-
mundur M. Long, hinn kunni bóka-
vinur og fræðiþulur, sem margir
minnast vestan hafs, elztur þeirra
systkina; en hann dó í Winnipeg
árið 1924.
Bergsveinn, er var mörgum árum
yngri en Sigmundur, hinn sjöundi i
aldursröð þ^irra systkina, fluttist
vestur um haf úr átthögum sínum
1882. Vann hann að járnbrautar-
vinnu fyrstu 4-5 árin, en var þó
heimilisfastur i Winnipeg. Eftir
það var bann þar jafnan búsettur,
og vann að húsasmíði, því að hann
var smiður hinn bezti, ötull og
vandvirkur, enda átti hann til hag-
leiksmanna að telja, eins og fyr seg-
ir um Richard Long afa hans.
Árið 1897 kvæntist Bergsveinn
Þuríði B. Long, er ættuð var úr
Norður-Þingeyjarsýslu, myndar og
atkvæðakonu. Hún dó 1934. Eru
tvö börn þeirra á lifi, Friðbjörg Jó-
lianna, Mrs. Victor Jónasson, i
Winnipeg, er eiga tvö börn, dóttur
og son; og Georg, verkfræðingur í
Chicago, sem kvæntur er konu af
sænskum ættum, og eiga þau eina
dóttur barna. Eru börn Bergsveins
og barnabörn hin mannvænlegustu,
eins og þau eiga kyn til.
Bergsveinn Long var á alla lund
hinn mætasti maður, sómi sinnar
stéttar. Hann skipaði með prýði
rúm sitt í hóp þeirra heillyndu og
atgjörvisríku Islendinga, sem hing-
að vestur fluttust snemma á land-
námstíð og brutu sér hér braut.
l lann var maður glaðlyndur og góð-
lyndur, en þó fastur fyrir, enda var
vinfestu hans og trúfestu í störfum
við brugðið. Uppgerð og óheilindi
áttu ekki upp á pallborðið hjá hon-
um, því að hann var sjálfur hrein-
lundaður, óvenjulega einlægur.
Hann átti áreiðanlega heima í
flokki þeirra manna, er ungir höfðu
sett sér það takmark, að “breyta í
öilu rétt,” eins og skáldið orðar það,
og “ héldu sín heit.” Skapfesta
hans og heillyndi lýstu sér einnig í
trygð hans við ættmenni sín, í
frændrækni hans, eins og fyr er
vikið að.
Bergsveinn var eigi neinn hávaða-
eða bardagamaður um dagana. Engu
að síður lagði hann mörgum félags-
málum lið, beinlínis og óbeinlínis, og
munaði jafnan um liðveizlu hans.
Hann var maður frjálslyndur í trú-
málum, en þó hvergi nærri áhuga-
laus um þau mál; hann var fyrrum
i Skjaldborgarsöfnuði, og þarf ekki
að efa, að hann hafi reynst þar lið-
tækur sem annarsstaðar.
Langmest kvað samt að störfum
Bergsveins í þágu bindindismál-
anna, og þá sérstaklega Good-
Templarareglunnar. Hann var fé-
lagi hennar í nærfelt hálfa öld, og
átti sér fáa lika innan hennar; mál-
efni hennar voru hans hjartfólgn-
ustu áhugamál, og þau bar hann
fyrir brjósti fram til síðustu stund-
ar. Starfi hans og áhuga á því sviði
er ágætlega lýst i eftirfarandi um-
mælum um hann í Minningarriti
Stúkunnar “Heklu” (Winnipeg,
1913, bls. 56-57) :
“Bergsveinn M. Long gekk í
stúkuna Heklu 14. marz, 1890.
Hann má hiklaust teljast einn hinn
allra bezti meðlimur hennar. Áhugi
hans á bindindismálinu er óbilandi
og umhyggja hans um hag stúku
sinnar sívakandi.
Hann er maður mjög gætinn, en
þó kappgjarn og framfylginn þvi,
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Koma þessir eiginleikar hans í ljós
í öllu starfi hans í þarfir stúkunnar.
Eru tillögur hans jafnan gætilegar
og vel hugsaðar, en um leið styðj-
andi allar heilhrigðar framfarir í
stúkunni. Hann er allra manna fús-
astur að vinna í nefndum og á hvern
hátt, sem þarf og síhvetjandi aðra
til að gera hið sama.
Stúkan hefir metið hina ágætu
starfshæfileika hans og áhuga með
þvi að kjósa hann stöðugt i vanda-
sömustu embætti sin. Hann var
æðsti templar marga ársfjórðunga
og nú hefir hann um mörg ár verið
fjármálaritari, sem er mjög. erfitt
embætti í jafnfjölmennri stúku og
Hekla er. Á stórstúkuþingi 1893,
sat hann sem fulltrúi stúkunnar og
á flestum þingum siðan. Stór-drótt-
seti var hann kosinn 1896 og stór-
gjaldkeri var hann frá 1905-1911.
Hverjum félagsskap , sem á
nokkra jafn ötula meðlimi og bróðir
Long er, er vel borgið. Stúkan
Hekla á honum mjög mikið að
þakka og bindindismálið á engan
trúrri stuðningsmann meðal Vestur-
Islendinga.”—
Þessi ummæli fjalla að vísu að-
eins um fyrri helming starfstíma-
bils Bergsveins i þágu stúku hans
og Good-Templarareglunnar í heild
sinni; en þau eiga engu miður við
um seinni hluta starfsára hans í
þarfir þess framsækna og áhrifa-
mikla félagsskapar. Hann var t. d.
f jármálaritari stúkunnar “Heklu” i
meir en tuttugu ár, og gegndi því
starfi.með frábærri alúð. Stúkan
sýndi það einnig, að hún kunni að
meta hið mikla og ósérplægna starf
hans í hennar þágu, er hún kaus
hann æfifélaga sinn. Veit eg, að
honum þótti sérstaklega vænt um
þann sæmdarvott, þó eigi væri hann
maður virðingagjarn; en hann var
þeirrar sæmdar stórum meir en
maklegur, því að engan veit eg verið
hafa trúrri hugsjón okkar Good-
Templara. í þvi efni var hann
Magnús Jónsson Mýrdal, látinn
Hann andaðist að heimiii sinu í Árborg, Man., þann 5. apr.,
kl. 9:20 síðdegis. Sjúkleika þess er leiddi hann til dauða, kendi
hann á síðastliðnu sumri; en rúmfastur var hann frá desember-
byrjun. Miklar þjáningar mun hann ekki hafa liðið, nema síð-
ustu daga. Hress og glaður var hann ávalt. Innvortis sjúkdómur
var banamein hans. Magnús heitinn var fæddur 19. júní 1866,
að Galtarhöfða i Norðurárdal i Mýra- og Bbrgarfjarðarsýslu.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson og Sesselja Jónsdóttir;
hann ólst upp hjá móðurbróður sinum, Klemens Jónssyni hrepp-
stjóra i Gröf í Miðdölum i Dalasýslu. Klemens druknaði tveim
árum eftir að hinn ungi sveinn kom á heimili hans; vildi það
slys til á sjóferð úr Stykkishólmi. Ingibjörg Sveinsdóttir ekkja
Klemensar, ól Magnús upp, og reyndist honum sem bezta móðir;
brá hún búi er pilturinn var 14 ára. Magnús fluttist til Vestur-
heims 1889, ungþroska maður. Settist að í Norður-Dakota.
Kvæntist þar árið 1891, Þorbjörgu Gísladóttur, bónda á Kirkju-
skógi i Miðdölum. Misti hana tveim árum siíðar. Áttu þau eina
dóttur, Jóhönnu Þorbjörgu, er ólst upp að mestu með fósturfor-
eldrum í Eyford-bygð í Dakota. Þessi dóttir Magnúsar heitins
er búsett í Minneapolis, Minn., gift Kristjáni Johpson, ættuðum
af Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu. Magnús giftist á ný árið
1903, Þorbjörgu Runólfsdóttur, bónda á Kvíslhöfða i Álftanes-
hreppi, Guðmundssonar bótida á Jarðlaugsstöðum. Runólfur
bóndi i Kvislhöfða og Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður, voru
þremenningar. Þorbjörg, síðari kona Magnúsar, var ekkja, er
þau giftust. Fyrri maður hennar Þorvaldur Einarsson bónda i
Þverárholtum Þorvaldssonar. Börn þeirra voru: Einar og Jó-
hann, báðir búsettir i Selkirk, Man., og báðir kvæntir, og Lára
systir þeirra, er ávalt dvaldi heima með móður sinni og stjúp-
föður, og hefir þjónað heimili þeirra með dygð og snild., Þar
hafa og tvær dætur Láru, Florence Lillian og Dorothy Beatrice
Muriel, alist upp. Börn Magnúsar og Þorbjargar, síðari konu
hans eru: Þorvaldur og Sesselja Laufey. Er hann fiskimaður,
en hún siðari ár starfandi á gistihúsi í Selkirk. — Útför Magnús-
ar fór fram þann 9. apríl, frá heimili hans, og kirkju Árdalssafn-
aðar í Árborg, en þeim söfnuði tilheyrði hinn látni, ásamt heim-
ilisfólki sinu. Dóttir hins látna kom frá Minneapolis til að vera
viðstödd, ásamt annari dóttur hans, stjúpsonum og uppeldisdóttur.
Mátti því segja að allir nánustu ástvinirnir væru samansafnaðir
á Mýrdalsheimilinu, utan Mr. Johnson, tengdasonur hins látna, og
konur og börn stjúpsona hans. Fjölmentu sambæjarmenn og
vinir við útförina. — Magnús heitinn var yfirlætislaus, en sann-
ur liðsmaður í liði samtíðarinnar. Til Árborgar komu þau hjón
til dvalar um 1906, nam hann land og bjuggu þau þar um hrið,
en síðar fluttu þau inn í bæinn og starfrækti Magnús þar bú, og
gekk að algengri vinnu, gekk hann að verki sínu, einnig síðastliðið
sumar. Hann var góður verkmaður, trúr og dyggur, er gekk
að hverju verki hávaðalaust, og varð vel ágengt.
Hann var greindur, en heldur dulur. Ástvinum sínum og
heimili helgaði hann krafta sína, af fúsum og glöðum hug. í
þarfir þeirra vann hann af ítrasta megni, meðan kraftar entust.
Konu sinni og börnum reyndist hann ávalt vel, stjúpbörnum sín-
um vildi hann sem faðir vera. Ástvinir hans, kunningjar og ná-
grannar og samferðafólkið kveður hann með þakklæti fyrir vel
unnin verk. Sigurður Ólafsson.
öðrum hreinasta fyrir mynd. Aldrei
áttum við svo tal saman, eða skrif-
uðumst svo á, að þau mál bæri eigi
á góma, og jafnan brann honum á-
hugaeldurinn úr augum i slíkum um-
ræðum. Þess ber einnig að geta, að
Þuríður kona Bergsveins var honum
hin samhentasta i bindindismálinu,
ötul og áhugasöm félagskona í stúk-
unni “Heklu,” ekki sízt í útbreiðslu-
starfinu.
Eigi var Bergsveinn Long skóla-
genginn, fremur en margir aðrir
landar hans, eins og það orð er
venjulegast skilið. En hann hafði
frá þvi að hann komst á fullorðins-
ár gengið á þann skólann, sem einn
spekingurinn enski taldi háskólann
bezta — skóla góðra bóka. Berg-
sveinn var fæddur ríkri fróðleiks-
hneigð og bókást. Hann las mikið
og vandlega, og kom sér upp all-
stóru og prýðisvönduðu bókasafni.
Ber það vott um smekkvísi hans og
hirðusemi, hversu vel er um bækur
hans gengið; þær eru allar i góðu
bandi og hinar hreinlegustu; og
voru þær honum þó miklu meira en
veggjaskraut eitt, eins og dæmi eru
til. Hann var maður ljóðelskur, og
ber því mikið á kvæðabókum i safni
hans. íslenzkar fornbókmentir
skipa þar einnig heiðurssess, og
sætir það engri furðu um jafn ætt-
rækinn mann og þjóðrækinn og
hann var.
Bergsveinn var eigi hár maður
vexti, en þrekinn og sómdi sér vel,
hvatlegur og gáfulegur, og hinn
snyrtilegasti í allri framgöngu.
mynd sú, er fylgir grein þessari, var
tekin af honum sjötugum, og er
mjög lík honum eins og hann var
þá; en hann breyttist lítið úr þvi.
Hann var jarðsunginn frá útfar-
arstofu A. S. Bardals föstudaginn
29. janúar s.l. Séra Rúnólfur Mar-
teinsson flutti likræðuna, en hr.
Hjálmar Gíslason flutti kveðju fyrir
hönd Good-Templara. Var jarðar-
förin f jölmenn ; þó voru hinir marg.
ir, sem gátu eigi, sökum fjarlægðar,
verið viðstaddir, en fylgdu í anda
hinum trygglynda vini og ágæta fé-
lagsbróður síðasta spölinn með
þakklátum huga.
Þegar eg minnist Bergsveins
frænda míns og annara mætra frum-
hyggja islenzkra, sem hér hafa unn-
ið langt og drjúgt dagsverk og hvila
nú i mjúkri sæng fósturmoldarinn-
ar, hvarfla mér i hug orð Davíðs
skálds Stefánssonar í kvæðinu “Nú
fækkar þeim óðum”—
“Allir kusu þeir kjarnann,
og köstuðu hýðinu burt.
Þeir fræddu hver annan á förnum
vegi
um forna reynslu og liðna stund,
og döfnuðu á hverjum degi
að drengskap og hetjulund.”
Richard Beck.
Friðbjörg Júlíana Stefáns-
son
Nú eru frumherjarnir íslenzku
hér í álfu óðum að týna tölunni.
Yfirleitt hafa þeir barist góðri bar-
áttu. Grundvöllurinn, sem að þeir
lögðu er sterkur og traustur. Minri-
ing þeirra verður blessunarrík fyrir
allar komandi kynslóðir. Á laug-
ardaginn 24. apríl fylgdum vér i
Selkirk einum þessum frumherja til
grafar með lotningu, kærleika og
þakklæti í hjörtum vorum. Þetta
var frú Friðbjörg Júlíana Stefáns-
son, ekkja Jóhanns sál. Stefánsson-
ar, sem að kvaddi þennan heim 29.
ágúst 1933.
Friðbjörg sál. var fædd 24. júli
1853, á Egg í Hegranesi í Skaga-
firði. Faðir hennar hét Grímur
Grímsson, en móðir hennar Þuríð-
ur Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum á hinu áminsta
heimili þar til hún giftist ofan-
greindum manni sínum. Þetta var
11. mai 1882. Þau hjónin komu til
Ameríku árið 1887 og settust að á
Gimli. Þar dvöldu þau í ellefu ár.
Síðan fluttust þau búferlum til Sel-
kirk bæjar og áttp þar heima fram
að aldurtila. Jóhann sálugi var sjó-
maður á íslandi og stundaði fiski-
mensku hér í landi. Frú Friðbjörg
var 84 ára 8 niánaða og 26 daga að
aldri þegar kallið kom þann 21.
apríl síðastliðinn.
Þeim hjónum varð tiu barna
auðið. Þrjú eru enn á lifi og eiga
heima i Selkirk: Skipstjóri Stefán
J. Stefánsson, Mrs. Wm. Ward og
Mrs. George Shields. Barnabörnin
22 að tölu og barna-barnabörnin 10.
Þessir voru likmenn: Bjarni
Árnason, Gunnar Johnson, Jóhann
Sigfússon, John Borgf jörð, Sigurð-
ur Indriðason og Th. S. Thorsteins-
son.
Friðbjörg sáluga var trúuð og
guðelskandi manneskja. Hún reynd-
ist málefni Drottins trú og trygg
ávalt og allstaðar. Guðslífið í sál
hennar bar dýrðlegan ávöxt í dag-
legri hegðun og breytni. Hún var
höfðinglynd, greiðug, gestrisin,
hjálpfús, góðgjörðasöm, mannúð-
leg og kærleiksrik í hvívetna. Trú-
mensku hennar við allt guðlegt og
gott var ávalt viðbrugðið.
Blessuð sé minning hennar.
Carl T. Olson.
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaSið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald tii 1. janúar 1938, fær aS velja 2 söfnin af þremur nömerum,
1., 2. og 3 (f hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber meS sór).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuS áskriftargjöld, $6.00 borgaSa
fyrirfram, getur valiS tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar aS auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær aS veija tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
aS auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig aS velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar aS auki.
Allir pakkar sendir móttakanda aS kostnaSarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEI6TS, Detroit Ilark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABB.IGE, Enkliulzon. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARllOTS, Half Eong Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
EETTUCE. Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
iettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popnlar white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 4 0 to 60 feet of
drill
PUMPICIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast, Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNTP. Whlte Siimmer Tabie. Eariy, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTT. Malahar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
B—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTF7T QUEEN. Pure White.
Five and six blooms on a stem.
WHAT .TOY. A Delightful Cream.
BEAUTY. Blush Pink.
SMILES. Salmon Shrimp Pink.
No. 3 COLLECTION-
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bioomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CAIjIFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering ciimb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERTjASTINGS. Newest shades
mixed.
GEO. SHAWYER. Orange Pink.
WELCOME. Dazbzling Scarlet.
MRS. A. SEARLES. Rich Pink
shading Orient Red.
RED BOY. Rich Crimson.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOLA. Evening scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No. ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Hftlf Long Biood (Large
Packet)
CABBAGF., Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT. Chantenay Half Long
(Large Packet)
ONION. Yeliow Globe Danvers,
(Large Packet)
LETTITCE. Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS. Early Short Round
(Large Packet)
RADISH, ....French ... Breakfast
(Large Packet) m
TURNIP, Purple Top Strap
Ijeaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TI7RNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet)
ONION, Wliite Piekllng (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.:
Nafn .......
Heimilisfang
Fylki ......