Lögberg - 20.05.1937, Page 1

Lögberg - 20.05.1937, Page 1
50. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. MAÍ, 1937 NÚMER 20 Frá Islandi 168 þús. króna síldarbrœðslu- stöð á Húsavík Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Júl- íus Havsteen, hefir dvaliÖ hér í Reykjavík tvo sí'Öustu mánuði til að undirbúa og semja um byggingu á síldarbræðslustöð í Húsavík. Á sunnudagsmorguninn hitti fréttaritari Morgunblaðsins sýslu- mann uppi í Sundhöll, og spurði hann hvað þessum máli liði. —Eins og þér sjálfir sjáið, þá er eg nú að synda — og eg er að synda þessum málum upp á strönd veru- leikans! í gær var endanlega lokið öllum samninguim’ verki þessu að- lútandi, og vinna verður hafin þeg- ar í næsta mánuði, og þá á síldar- bræðslustöðin í Húsavík að verða fullger í , september næstkomandi. Vinnuafköst hennar verða 400 mál á sólarhring. —Bjarni Þorsteinsson, hefir tek- ið að sér alt verkið, fyrir hönd vél- smiðjunnar “Héðinn,” fyrir 168 þúsund krónur. Þar af þurfa 80 þúsund krónur til greiðslu á bygg- ingarefni og vélum — og hefir Eandsbaitkinn gengist inn á að yifir- færa þá fjárupphæð smátt og smátt á næstu þremur árum. Verksmiðjan verður reist á upp- fyllingunni ofan við bryggjuna — en sú uppfylling verður stækkuð nokkuð til suðurs, og er sá kostn- aður talinn með í hundrað sextíu og átta þúsund króna tilboðinu, sem nú er fastráðið að taka. —Hve langan undirbúning hefir þetta haft ? .Það er fyrst og fremst nýja haf- skipabryggjan okkar á Húsavík, sem hefir þegar, og á eftir að skapa ný og margþætt atvinnuskilyrði í þorp- inu, — en aukinn vegur Húsavíkur er hagur fyrir alla Þingeyjarsýslu, eins og gefur að skilja. Strax og bryggjan var fullgerð var Húsvíkingum, og öllum síld- veiðimönnum, sem sild söltuðu í Húsavík í fyrra, það þegar íjóst, að hér þurfti að reisa síldarbræðslu- Kristján X, konungur Islendinga og Dana og Alexandra drotning Kristján tíundi heiðraður Tuttugu og fimm ára ríkisafmælis þessa ástsæla konungs Dana og Is- lendinga var minst hér í Winnipeg með veglegri veizlu 14. þ. m. Stóð það hóf í Music and Art skálanum og gekst “Bræðrafélag Dana” fyrir þvi. Um hundrað manns sátu boð- ið. Var sezt að matborðum kl. hálf átta síðdegis. Elestir gestanna voru danskir menn og konur, en að há- borði sátu samhliða forystu inönn- unum dönsku boðnir málsvarar frændþjóðanna sænsku, norsku og íslenzku. Konungs-fulltrúinn Al- bert C. Johnson, konsúll, skipaði öndvegi, ásamt frú- sinni, og svaraði fyrir konun'gs hönd minni konungs- ins. Aðrir boðsgestir íslenzkir voru dr. B. J. Brandson, Mr. H. A. Berg- man, K.C., og dr. Björn B. Jónsson og konur þeirra. Mælti dr. Brand- son fyrir minni Islands en hinir tveir fluttu stutt ávörp. Samkomustjóri var danskur mað- ur, R. J. R. Bonneland. Fyrir minni Kristján tíunda mælti Hans A. Brodahl, en ifyrir minni Georgs VI. Breta-konungs, mælti Fred Hansen. Kai Scholer talaði fyrir minni Can- ada og danski presturinn A. Th. Schultz fyrir minni Danmerkur. Kveðju frá Svium bar fram sænski könsúllinn, H. P. A. Hermanson og Norðmanna kveðjuna flutti séra O. H* Walby fyrir hönd norska konsúlsins. Við hvert minni var sunginn þjóðsöngur viðkomandi þjóðar. Fyrir hönd borgarstjórans mætti Paul Bardal, öldurmaður, og flutti kveðju borgarbúa. Var alt þetta hin bezta skemtun og öll veizl- an hin hátíðlegasta. Eftir er staðið var upp frá borðum, var stiginn dans fram eftir nóttinni. Það var samhliða vitnisburður allra ræðumanna að Kristján tíundi hefði reynst Dönum og íslending- mn hinn ágætasti þjóðhöfðingi og að þvi vikið af öllum, hve lýðræðis- hugsjón nútímans hefði fengið að njóta sín vel á ríkisáruin þessa al- þýðlega og milda konungs. Samsætið fól Albert konsúl áð framvísa hugheilum hamingju-ósk- um til hans Hátignar Kristjáns ti- unda. stöð. Það er þegar komið greinilega i ljós, að á svæðinu milli Gjögurs og Langaness nægir ekki ein síldar- bræðslustöð í Raufarhöfn — heldur þyrfti líka 1,000 — 1,500 mála bræðslustöð í Húsavík, ef vel ætti að vera, því sá staður er hinn ákjós- anlegasii að dómi allra, sem skyn bera á þessi mál. En til svo stórrar stöðvar fékst hvorki fé né bygging- arleyfi að þessu sinni. Á síðastliðnu sumri voru saltaðar við bryggju á Húsavík 6 þúsund tunnur af síld — en margir, sem þar vildu leggja upp veiði sína, urðu frá að hverfa, vegna þess, að nokk- ur hluti aflans var bræðslusíld. Að- staða öll til söltunar líkaði ágæt- lega. —Hvaða félög og einstaklingar hafa sérstaklega borið uppi þetta síldarbræðslumál á Húsavík? —í fyrsta lagi hreppsnefnd og hafnarnefnd Húsavíkur — en um þetta mál standa allir Þingeyingar óskiftir og hafa, bæði heima fyrir og utan sýslunnar, sýnt málinu mik- inn skilning — t. d. með f jársöifnun meðal Þingeyinga hér í Reykjavík, sem Halldór Sigfússon skattstjóri hefir gengist fyrir. Samstarfsmenn mínir hafa aðal- lega verið Karl Kristjánsson spari- sjóðsstjóri og Benedikt Björnsson skólastjóri og oddviti Húsavíkur- hrepps og samstarfsmenn mínir í hafnarnefnd. — Mbl. 27. apríl. Fröken Halldóra Bjarna- dóttir Hingað kemur til borgarinnar í lok yfirstandandi viku, fröken Hall- dóra Bjarnadóttir, útgefandi og rit- stjófi tímritsins “Hlín,” sem helgað er málefnum íslenzkra kvenna, prýðilega vandað rit, er nýtur víð- tækrar útbreiðslu á Fróni. Að komu fröken Halldóru stend- ur Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, kvenfélögin íslenzku hér í borginni og vafalaust víðar. Fröken ‘Halldóra er fyrir löngu kunn fyrir afskifti sín af heimilis- iðnaðarmálum á íslandi og forustu á því sviði; hefir hún unnið landi sínu og þjóð ómetanlegt gagn með samtökum, ræðum og ritum, er að þessu þarfa metnaðarmáli lúta. Hún kemur hingað með ógrynnin öll af íslenzkum handiðnaði, er hún hygst að sýna hér í borg, sem og út um ný- bygðir vorar, flestar hverjar, jafn- framt því sem að hún að sjálfsögðu flytur erindi. Þeir sem kynst hafa tímaritinu Hlín, eru fróðari en ella um þau á- hugamál, er fröken Halldóra eink- um og sérílagi ber fyrir brjósti. Urrt það verður ekki vilst, að bak við Hlín og þak við áhugamálin, standi heilsteypt kona, sem veit hvað hún vill. Sagt verður vitaskuld frá því nokkru ger, hvernig samkomum fröken Halldóru og ferðalögum hennar verður. háttað, er tækifæri hefir gefist til þess að ráðgast við hana; hún er aðeins ókomin til borg- arinnar. Islendingar vestan hafs fagna þar góðum gesti sem fröken Halldóra Bjarnason er. Kirkjuþing Hið f'imtugasta og þriðja ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í kirkju Gimli safnaðar að Gimli, Manitoba, dagana 17.—21. júní, 1937. Þingið verður hafið með hátíðlegri guðsþjónustu og altarisgöngu fimtudaginu 17. júní kl. 8 að kvöldinu. Ejru allir söfnuðir kirkju- félagsins beðnir að senda erindreka á þingið eftir því sem þeim er heimilað að lögum. Embættismenn og fastanefndir minnist þesis að allar skýrslur ber að leggja fram á fyrsta þingdegi. Dagsett í Seattle, Washington, 8. maí, 1937. K. K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins. Arni G. Eggertson, K.C. Dr. Vilhjálmur Stefánsson Frá því var sagt í síðasta blaði, að Manitobaháskólinn hefði ákveðið að sæma Dr. Vilhjálm Stefánsson, landkönnuðinn og rithöfundinn heimsfræga, doktorsnafnbót í lög- um; kom hann hingað á mánudags- morguninn og flutti ræðu um kvöld- ið i Wjnnipeg Auditorium, þar sem háskólinn afhenti honum heiðurs- skírteinið. Framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins kom til fundar við Dr. Stefánsson á C.P.R. járn- brautarstöðinni, áSamt nokkrum öðrum vinum hans. Á þriðjudag- inn flutti hann ræði í Canadian Club og um kveldið var honum hald- ið- virðulegt og f jölment samsæti á Royal Alexandra hótelinu, er Þjóð- ræknisfélagið hafði stofnað til. Stýrði því Dr. Röngvaldur Péturs- son. Stuttar ræður fluttu Joseph T. Thorson, K.C., Marino Hannes- son, lögfræðingur, Dr. Björn B. Jónsson og Sveinn Thorvaldson, kaupmaður frá Riverton. Dr^Sveinn E. Bjömsson flutti heiðursgestinum drápu, en með yndislegum söng skemti veizlugestum frú Sigríður Olson, með aðstoð ungfrú Snjó- laugar Sigurðson. Dr. Stefánsson flutti langa, skemtilega og iturhugs- aða ræðu, er verða mun veizlugest- um lengi minnisstæð; er Dr. Stef- ánsson óvenju skemtilegur ræðu- maður, bráðfyndinn, orðsnjall og rökfastur. Um komu Dr. Vilhjálms Stefáns- sonar má heimfæra ummælin fornu og víðfrægu: “Kom, sá og sigraði.” Ágætur fiskafli á Húsavik Húsavík. Ágætur afli má nú heita hér og er fiskurinn á grunnmiðum. Allar fleytur frá Húsavík stunda veiðar og hafa aflað frá 500 kg. á árabáta upp I 6,000 kg. á vélbáta. Loðna hefir jafnóðum aflast svo nægt hefir til beitu. Fiskurinn liggur alla leið frá Rauðunúpum til Flateyjar. — Mbl. 28. apríl. Á krýningardaginn þann 12. þ. m., var hr. Árni G. Eggertsson lög- fræðingur í Wynyard, Sask., sæmd- ur K.C. nafnbót af fylkisstjórn- inni í Saskatchewan; var hann þess- arar sæmdar löngu maklegur sakir frábærrar elju og athafna i stöðu sinni. Árni G. Eggertson er fæddur í Winnipeg þann 10. janúar árið 1896; sonur tatorkumannsins al- kunna Árna Eggertsonar fasteigna- sala og fyrri konu hans Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur, sem látin er fyrir allmörgum árum. Skólament- un sína hlaut Árni lögfræðingur alla í Winnipeg, og útskrifaðist i lögurn af háskóla Manitobafylkis vorið 1921, með ágætum vitnisburði; stundaði hann hér lögmannsstörf um hríð, en fluttist þó brátt til Wyn- yard, þar sem hann hefir gefið sig að málafærslustörfum jafnan síð- an. Nýtur bann hvarvetna góðs álits; eigi aðeins sem lögf ræðingur, heldur og engu síður sem áhrifa- mikill félagsmaður og góður dreng- ur.— • Kona Árna er Maja dóttir Gríms Laxdals, fyrrum kaupmanns, og frúar hans, Sveinbjargar Torfa- dóttur Laxdal. Þau Árni G. Egg- ertson og frú hans eiga þrjú mann- vænleg börn, tvo drengi og eina stúlku. Er heimili þeirra viðbrugð- ið lyrir risnu og íslenzkan höfð- ingsskap. MRS. PULLMAN-LOWDEN Mrs. Pullman-Lowden frá Ohicago, 111. (áður Miss Sigrún Magnússon frá Silver Bay), hefir dvalið nálægt hálfsmánaðar tima hjá foreldr- um sínum, þeim Mr. og Mrs. Ólafur Magnús- son við Silver Bay, P.O., hér í fylkinu. Hún leggur af stað heimleiðis í dag. PHILIP SNOWDEN LÁTINN Fyrverandi ráðgjafi tveggja stjórna á Bretlandi, og um nokkurt ára skeið meðlimur lávarðadeildar- innar, Philip Snowden, er nýlega látinn i Lundúnum. Þótti hann gáfumaður með afbrigðum og var annálaður 'fyrir mælsku. Lávarður Snowden fylgdi lengi verkamanna- flokknum að málum, og gerðist f jármálaráðgjafi í hinu síðara verkamannaráðuneyti Ramsay Mac- Donalds. Sama embætti gegndi hann einnig um hríð í samsteypu- stjórn þeirri, er Mr. MacDonald myndaði í satnvinnu við íhaldsflokk- inn, en sagði því embætti af sér vegna ágreinings við Mr. Mac- Donald og var þá hafinn til lávarðs- tignar. Úr borg og bygð Dr. og Mrs. S. E. Björnsson frá Árborg voru stödd í borginni á þrigjudaginn. Sveinn Thorvaldsson, kaupmaður frá Riverton, kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn. Frú Andrea Johnson frá Árborg var stödd í borginni á þriðjudaginn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.