Lögberg - 20.05.1937, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.05.1937, Blaðsíða 2
o LÖGrBEEG. FIMTUDAGÍNN 20. MAÍ, 1937 Maðurinn, sem vann frelsisstríÖ Araba Fornleifafrœðingurinn frá Oxford, sem vari/ti þrekvirkið, sem Aröbum sjálfiwn var um megn. Það hefr oft verið endurtekið, að styrjaldir nútímans séu vélamenning og ekkert annað. Að það séu pen- ingar, vélar fallbyssur, sprengjur og flugvélar, sem ráði úrslitum en dugnaður einstakra hermanna engu. Þetta er vitanlega rétt, hvað óbreytta liðsmenn snertir, þó að þvi verði ekki neitað, að mikið kemur undir þeim sem stjórna. Þó að styrjöldin sé vélavinna, er ekki loku fyrir það skotið, að ein- stakir menn geti ráðið úrslitum við- burða á vígvellinum, en þessa gætir svo lítið í samanburði við fallbyss- urnar, hergagnaforðann hráefnin, hafnbönnin og þvi um líkt. En þeim mun aðdáunarverðara er það, að rnenn skuli sýna persónulega djörfung og snarræði mitt i þessari rrélaslátrun, þó að þeir viti, að gegn kúlunni eða sprengjunni megni þeir ekkert og að þeirra eigin hreysti geti ekki ráðið úrslitum. Stríð nútknans er strið gegn óviðráðanlegum öflum, en ekki stríð manns við inann. En ein undantekning er til frá þessari reglu úr heimsstyrjöldinni, þeim hluta hennar, sem gerðist í ný- lendunum. Því það var ekki ein- göngu barist i Evrópu, á kyrstöðu- vígstöðvum skotgrafanna í austri og vestri — það var barist í Afríku, í Kína og ekki sízt í Vestur-Asíu: Arab'íu, Palestínu og Sýrlandi. Og þar réð ein einstaklingsdáðin úrslit- um, þar var vélamenningin ekki á eins háu stigi og i Evrópu. Þó að orusturnar um þýzku nýlendurnar i Afríku og Kína réðu ekki neinum úrslitum þá gerði styrjöldin í Asíu það. Þar var veikasti hlekkurinn i járnfestinni, sem Þjóðverjar og bandamenn þeirra höfðu girt sig — á víglinunni um Arabíu, Litlu-Asíu og Tyrkland var aðstaðan veikust gegn árásum bandamanna. I þessum hemaði var það einn maður, sem sérstaklega kvað mikið að, auk herforingjanna og stjórn- málamanna, sem höfðu völdin. Þessi maður er sennilega sá, sem mest ein- staklingsþrekvirki hefir unnið í heimsstyrjöldinni, allra þeirra, sem börðust á vigvellinum. Það er Thomas E. Lawrence, Englending- urinn, sem safnaði Aröbum í eyði- mörkinni undir sama merkið og hafði forustu þeirra i frelsisstrið- inu gegn Tyrkjum. Hann er án samanburðar merkilegasti og æfin- týralegtasti maður heimsstyrjaldar- innar og manni skilst bezt, hve stór- kostlegt og furðulegt þrekvirki hann hefir unnið, er maður kynnist að- stÖðunni, bæði hans eigin og á- standinu Arabamegin. Öldum saman höfðu Tyrkir kúg- að Araba, en þeir voru frelsisþrá- andi menn og höfðu hvað eftir ann- að gert uppreisnir. En jafnan höfðu þær verið bældar niður með harðri hendi, og höfðu í raun réttri jafnan verið óvitaverk, því að Arabar voru sjálfum sér sundurþykkir og kyn- kvíslirnar voru að staðaldri í blóð- ugum erjum og gátu ekki sameinast í frelsishreyfingunni. Engum af for- ingjum þeirra hafði tekist að sam- eina þá undir einni stjórn. Menn hafa líka spurnir af trúarofstæki Araba, hatri þeirra og fyrirlitningu á hinum “vantrúuðu” — “kristnu hundunum” — sem þykja réttdræp- ir er þeir koma á eyðimerkur Ara- bíu. Því furðulegra er það, að ung- um, rauðbirknum Englendingi hálf- þrítugum, fornfræðingi og bóka- ormi, ókunnugum manni og kristn- um skyldi takast að leysa þá þraut, sem engum sheik Araba hafði tekist: að fylkja Aröbum til styrjaldar fyrir frelsi sínu, skipuleggja her þeirra, tala í þá kjarkinn og æsa þá — og sigra Tyrki. Thomas Edward Lawrence var einrænn og skrítinn undir eins á barnsaldri. Hann var orðinn læs f jögra ára gamall og þegar hann var fimm ára las hann öll blöð og bæk- ur, sem hann náði til og árinu eftir byrjaði hann að læra latínu. Hann hefir verið mikill lestrarhestur alla sína æfi; það var sagt að hann læsi stundum io—12 bækur á dag. Og þó hann læsi fljótt mundi hann ó- trúlega vel það sem hann las og gerðist brátt fjölfróður. Hann var snillingur í tungumálum: auk þess að hann kunni ágætlega latínu og grísku, gat hann talað ýms Evrópu- mál — dönsku skildi hann m. a. vel á bók — og svo kunni hann 32 arabiskar mállýzkur. Annars var það sérstaklega matinkynssaga og fornfræði, sem hann lagði sig eftir og þessar greinar tók hann fyrir þegar hann var orðinn stúdent; enn- fremur lagði hann fyrir sig forna lierstjórnarfræði—og það kom hon- um að haldi siðar, því að herstjórn- arreglur í eyðimörkum Arabíu nú á dögum eru ekki verulega frábrugðn- ar þvi, sem var í fornöld og á mið- öldunum. Snemma tók Lawrence að fræðast um sögu Vestur-Asíu sérstaklega; liann tók þátt í ýmsum-leiðangrum, sem gerðir voru út til þess að grafa upp fomrústir í Sýrlandi, Gyðinga- landi og Mesopotamíu. ' í þessum ferðum kyntist hann fyrst Araba- hirðingjunum — bedúínunum. Hann fór fótgangandi á milli stöðva 'höfð- ingjanna, naut gestrisni þeirra, Iærði Nmál þeirra, hlýddi á sögur þeirra við varðeldana á kvöldin, reyndi að samlaga sig lífsskoðunum þeirra, siðum og hugarfari. Og hann kyntist þessum mönnum betur en nokkur maður hefir gert á undan honum, og það var einmitt þetta — að hann skildi þá, virti þá, umgekst þá eins og jafningja og tók tillit til lífsvenja þeirra, sem olli því, að þeir fólu sig umsjá hans og hlýddu hon- um sem foringja sínum, þó hann væri "vantrúaður hundur.” Þegar heimsstyrjöldin hófst var Lawrence staddur á Sínai í vísinda- leiðangri. Honum var hafnað sem liðstforingjaefni, en þegar Tyrkir fóru í stríðið 1914 var hann kvaddur til Egyptalands ásarnt hinum leið- angursmönnunum, sem ráðunautar enska herforingjaráðsins þar, sem vildi nota sér kunnugleika þeirra og reynslu. Lawrence starfaði um tíma í landsuppdráttaskrifstofunni í Kairo, og síðar að gagnnjósnum fyrir Englendinga. Hann kom þar að ómetanlegu gagni vegna þekking- ar sinnar högum Araba og Tyrkja, en lítilla vinsælda naut hann samt hjá yfirmönnum sínum. Hann var ekki hermaður að uppeldi og hafði það til að vera frakkur og stráks- legur í svörum, þegar honum of- bauð fávizka liðsforingjanna um á- standið austan við Súes. Herfor- ingjaráðið varð því þeirri stundu fegnast er Lawrence fékk orlof i október 1916 til þess að fara í rann- sóknarferð til Arabíu, þá ferð, sem varð svo örlagarík bæði honum og Aröbum. Þessum heragalausa litla bókaormi og fornfræðagrúskara átti að auðnast að vinna Englandi meira gagn, en nokkurn foringj- anna með einkennissnúrurnar, þarna í Kairo, gat dreymt um. í Arabíu höfðu nokkrir kynþættir gert uppreisn gegn Tyrkjum, undir stjórn Husseins í Mekka og sona hans, sem dreymdi um að gerast frjálst stórveldi í Arabiu, með Dam- askus sem höfuðtsað. Til þessara manna, og þá einkum til Feisals prins, sem var mestur atgerfismað- ur allra sona Husseins, sneri Lawr- ence sér. Lawrence hafði fyrst átt tal við bræður hans, Abdullah og Ali, en komst fljótt að þeirri niður- stöðu að báðum væri þeim um megn að stjórna sjálfstæðisbaráttu Araba. Þá sneri hann sér til Feisals. “Eg fann það undir eins,” segir Law- rence þar sem hann lýsir fyrstu sam- fundum þeirra Feisals, “að þetta var sá maður, sem eg var kominn til Arabíu til að finna, sá foringi sem var til þess hæfur að ljúka uppreisn Araba með glæsilegum sigri. Mér virtist hann mjög hár og grannur i hvítri silkiskikkjunni og með brúnan túrban á höfði. Hann leit niður og svarta skeggið og litlaust andlitið var eins og gríma. Hann spenti greipar um rýting sinn. Eg heilsaði honum. Hann rýmdi til fyrir mér og settist á klæði sitt við dyrnar. Þegar augu miín fóru að venjast dinwnunni sá eg að þarna sátu margir þöglir menn í litlu her- berginu og allir störðu á Feisal og mig. Feisal leit á hendur sér, fing- urnir voru kreptir um rýtinginn. I /iks spurði hann mig, hvernig mér hefði gengið ferðin. Eg mintist á hitann og hann spurði hve lengi við hefðum verið á leiðinni frá Ra- begh; honum þótti við hafa riðið hart. “Og þér fellur vel að vera hér hjá okkur í Wadi Safra?” “Já — en það er langt frá Dam- askus!” Orðin féllu eins og sverð meðal Arabanna. Það varð ofurlítil ókyrð í svipinn, svo hljóðnuðu þeir aftur þarna sem þeir sátu, og héldu niðri í sér andanum. Suma þeirra dreymdi ef til vill um sigur i fjarlægri fram- tíð, aðrir munu hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeir mundu verða bældir niður að lokum, eins og alt af áður. Loks leit Feisal upp. Hann brosti og sagði:: “Allah sé lofaður. Tyrkirnir eru nær okkur en Damaskus.” Og nú efndu þessir tveir menn í saineiningu, arabiski eyðimerkur- sheikinn og enski vísindamaðurinn, til einnar merkilegustu herferðar, sem mannkynssagan kann frá að segja. Feisal var leiðtoginn, setn Arabar þektu og treystu, en Law- rence var heilinn, sem öllu stjórnaði og þess varð skamt að bíða, að “el- Aurans,” sem bedúínarnir kölluðu hann, yrði viðurkendur sem þeirra eigin maður. Hann gerði alt sem í hans valdi stóð til þess að samlagast þeim sem bezt, hann klæddist sams- konar klæðuin og þeir, hafði alla þeirra siði, fylgdist með hugsunum þeirra. Og hann hafði ýmsa per- sónulega kosti, sem Arabar dáðust að; iiann var hugdjarfur, hann var hygginn og athugull, hann var orð- heldinn og svo hafði hann líka tamið sér líkamlegar íþróttir, sem Arabar dáðust mest að honum fyrir; hann var bráðfimur úlfaldariddari, sem hékk lengur í hnakknum en flestir synír eyðimerkurinnar sjálfir, hann gat hlaupið við hlið úlfaldanum með byssu í annari hendinni og sveiflað sér upp í hnakkinn með hinni, hann gat þolað hita, þorsta og sult dögum saman, og hann komst af með sára- lítinn svefn þegar á þurfti að halda. Þau æfintýri verða ekki talin, sem Lawrence upplifði meðan hann var í styrjöldinni með Aröbum og mjög reyndi þar á herkænsku hans, hæfi- leikana til þess að hafa aga á hinum hálfvilta eyðimerkurlýð, sem bæði var ofstofafullur og kenjóttur, djörfung hans er hann fór í njósnar- ferðir bak við vígstöðvar óvinanna —í þeim ferðum var Lawrence oft klæddur arabiskum kvenmannsföt- um, enda var hann lítill vexti. Hon- um varð sjaldan ráðafátt, hvort heldur hann þurfti að vinna tyrk- neska bæðistöð, skera sundur rit- símaþræði eða að sprengja járn- brautarteina eða brú í loft upp. Þessar sprengingar voru eitt af hættulegustu vopnum Lawrence gegn Tyrkjum, því að þær komu glundroða á alla aðdrætti þeirra til hersins — og sérstaklega voru Arab- ar hrifnir af því, er honum tókst að sprengja hermannaflutningalestir Tyrkja í loft upp. Þeir töldu sprengiefnin vera galdratæki og þótti mikið varið í að verða Law- rence samferða, þegar hann var að “gróðursetja liljur” meðfram braut- arteinunum. í framsókn Allenbys hershöfð- ingja, er hann tók Jerúsalem og Damaskus, átti Lawrence og Arabar hans ekki ómerkan þátt, því að þeir voru í hægra fylkingararmi hersins, þar sem ekki mæddi minst á. Og þessi framsókn, sem dró svo mjög kjarkinn úr miðveldunum, hefði aldrei getað orðið, ef ekki hefði áður verið búið að gera það sem Lawrence og Arabar höfðu gert. En undir eins eftir innreiðina í Damaskus dró I/awrence sig í hlé, og hafnaði öllum heiðri og virðing- VEITIR HKEYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu við að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er tyrirtak fyrir roskið fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þú. reynið NUGA-TONE. Innan fárra daga munið þðr finna til baía. NUGA TONE fæst í lyfjabúðuin. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. armerkjum—það hafði hann reynd- ar ávalt gert áður, þegar y.frivöldin ætluðu að festa kross á hann. — Eftir þetta biðu Arabar árangurs- laust eftir því, að eftirlætisgoð þeirra “el-Aurans” kæmi aftur. Ilonum skaut upp í París eftir að friðarsamningarnir voru um garð gengnir og erindið var að tala máli vina sinna, Arabanna: Það hafði verið gert ráð fyrir því áður að stórt, frjálst og sjálfstætt Arabaríki yrði stofnað, með Damaskus sem höfuðstað, en með leynisamningum stórveldanna höifðu örlög Sýrlands, Palestínu og Transjordaníu verið á- kveðin, þeim verið skift milli Frakk- lands og Englands. Þetta voru Aröbum sár vonbrigði, og Lawrence ekki síður. Honum fanst það hróp- leg smán, að loforð þau, sem hann — og ýmsr aðrir mikilsmetnir Bret- ar — höfðu gefið, skyldu ekki hald- in. Hann mótmælti þessu með því að hafna öllum heiðursmerkjum og segja af sér öllum virðingarstöðum — hann hafði m. a. verið skipaður ofursti — og réðist í flugherinn sem vélfræðingur, undir nafninu Shaw. Hann vildi fela sig, hvenfa í fjöld- anum, vera einn með hugsanir sín- ar og bækur — og mótorhjólið sitt. Ekki hafði hann hugsað sér að skrifa neitt um æfintýri sin í Arabíu en vinir hans fengu hann til þess. í ■fyrra skiftið var handritinu — sem hann hafði ekki afrit af — stolið frá honum; hann hafði lagt töskuna sem það var í af sér, er hann beið eftir lest á járnbrautarstöð. Þegar hann hafði skrifað handritið í annað sinn, var bókin “Seven Pillars of Wisdom” prentuð í sjö eintökum, sem nánustu vinir hans fengu: i bókaverzlunum var ómögulegt að fá hana og söluverð þessara sjö ein- taka var metið á 40,000 krónur hvert eintak. En nú er bókin til sölu. Lawrence dó fyrir tveimur árum, fórst af slysi á mótorhjóli. En fólk vildi ekki trúa því. Ivawrence var það, sem Bretar kalla “mystery man” og áður en hann dó hafði hann jafnan verið bendlaður við ýmsa ótrúlegustu hluti. Ef róstur voru í Afganistan, vandræði í Kina eða uppþot í Etíópíu, var þess jafnan getið til 'að Lawrence stæði þar bak við. Og nú var það spunnið upp, að Lawrence væri ekki dauður, þetta væri kænskubragð og Bretar hefðu logið fregninni, til þess að Law- rence fengi að vera í friði. Law- rence var einn þeirra manna — eins og Kitchener — sem þjóðtrúin vildi ekki missa, og í sögu Englend- inga verður hann eflaust skráður meðal stórmenna, sem Francis Drake eða Gordon tuttugustu ald- arinnar. —Fálkinn, apríl, 1937. Húsmóðirin á heimili Marteins Lúther í hinu stormasama lífi Marteins Lúthers var einn friðsæll reitur — heimili hans. Af bréfum þeim hin. um mörgu, sem hann lét eftir sig, eru vart nokkur fallegri en þau, er hann skrifaði konu sinni og börn- um. Lúther var 43 ára gamall er hann fastnaði sér konu. En þó hann væri orðinn þetta fullorðinn, og þó hann væri það mikilmenni, sem hann var, og þó 'hann hefði hina miklu lífsköll- un sem siðabótarmaður, þá varð hjónaband hans hið hamingjusam- asta. Bendir þetta ótvíræðlega til þess, að kona hans og lífsförunaut- ur hafi haft þá lund, er gerði samlíf þeirra ánægjulegt, og kom því til leiðar, að hinn skapríki maður henn- ar naut sín innan veggja heimilisins. Hver var hún? Katharina von Boraih, fædd í Lippendorf i her- togadæminu Sachen 29. janúar 1499. Foreldrar hennar voru af fá- tækum aðalsættum. Hún var ein A!»*'Ke|b ^GOOD HEALTH“ FOR OÍILY 4< fl DflY Hundruð Winnipegbúa efla heilsu sína með því að éta VITA-KELF töflur, hina nýju málmefna fæðu. VITA-KELP ber mikinn.árangur til lækningar taugabilun, gigt, bakverk, meltingarleysi, ónógri líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn- leysi og mörgum fleiri kvillum, sem stafa frá skorti málmefna í líkamanum. Fáið flösku í dag! Tryggið heilsu yðar fyrir 2 til 4c á dag. Fæst í öllum lyfjabúðum eða póstfrítt hjá Runion’s Drug Store 541% ELLICE AVE. Winnipeg SÍMI 31 355 Verð: 200 töflur ...........íl.50 350 töflur ..$2.25 1000 töflur ..$5.40 dóttir, en átti þrjá bræður, Sex ára var hún sett í klausturskóla í Rrehna. En faðir hennar hafði ekki efni á að kosta skólavist hennar, og var hún sett í jómfrúklaustur í Nimbschen, þar sem hún fékk ó- keypis kenslu. Klaustur þetta fékk mestar tekjur sínar af aflátssölu. En þegar kenningar Lúthers komu til Nimbschen, voru það ekki allfáar nunnur, sem að'hyltust þær og yfir- gjífu klaustrið.— Þær voru g nunnur, sem tóku þá ákvörðun að flýja úr klaustrinu í einu, og var Katharina frá Borah ein meðal þeirra. Kaupmaður einn, læonard Koppe að nafni, hjálpaði þeim til að flýja. Hann verslaði við klaustrið. Hann var kunningi Lúth- ers. Þetta var á páskadagskvöld. Fjórum dögum seinna komu þær til Wittenberg. Því þangað leituðu þær vitanlega. Þetta var árið 1521. Á næstu 8 árum flúðu 19 nunnur úr þessu klaustri. En abbadísin og þær aðrar, sem eftir voru snerust til Lútherstrúar. Og árið 1545 var klaustrið lagt niður. Lúther reynir að gifta Katharínu. Eins og eðlilegt var, kom það á bak Lúthers, að sjá þessum 9 far- borða. Óbeinlínis var það honum að kenna, að þær flúðu. Þetta var honum ljóst. En eitt er að festa upp kenningar sinar á kirkjuhurð og verja þær, og annað að sjá fyrir 9 óráðsettum óreyndum ungum stúlkum, heimilislausum, atvinnu- lausum og óvönum öllu öðru en klausturlifi. Fyrst sneri Lúther sér til ætt- fólks þeirra. En það bar engan árangur. Þá var ekki annað fyrir hann að gera, en koma þeim á góð heimili. Katharina frá Borah komst á heimili hins lærða magisters v. Reichenbach. Kona hans tók hina ungu vegalausu stúlku að sér, eins og þetta væri uppeldisdóttir hennar. Og Katherina hlýtur að hafa kom- ist til vegs og álits í heimili Reichen- bachs hjónanna. Því þegar Krsitján II. Danakonungur kom landflótta til Wittenberg, og settist að hjá mál- aranum Cranach, þá hlýtur hann að hafa kynst Katharinu, og haft mæt- ur á henni, því hann gaf henni hring er hann fór á brott og er sá hringur til enn. Á heimili Reichenbachs lærði Katharina öll hússtörf. Þetta var henni erfitt í upphafi, því hún kunni ekkert til eldhúss- eða stofuverka. En hinar mjúku hendur hennar urðu að venjast þvotti og eldamensku. Og lund 'hennar varð að venjast harðýðgi hins veraldlega lífs. Það var ekki að undra, þó Lúther væri hugleikið að hún giftist. Hann varð því feginn er ungur ríkis- mannssonur kom í heimsókn til Reichenbachs. Hann hét Hieroni- mus Baumgartner. Hann myndi vera tilvalinn eigin- maður fyrir Katharinu. Það fór líka vel á með þeim. Hann var ein- birni. Er hann að nokkrum vikum liðnum hvarf heim til sín, bjuggust allir við því, að hann myndi brátt koma aftur og sækja sína ungu brúði. En þetta fór á annan veg. Foreldrar hans munu hafa þvertek- ið fyrir þann ráðahag. Og skömmu síðar dréttist, að hann hefði gengið að eiga 15 ára gamla stúlku, sem foreldrar hans völdu honum sjálfir. Katharina varð svo harmþrungin, að hún lagðist í rúmið. Nú reyndi Lúther að ná í annan mann handa henni, mann, sem virt- ist vera henni fyllilega samboðinn. En hún neitaði alveg að giftast hon- um. Enn eina tilraun gerði hann. En alt fór á sömu leið. Nú fóru menn að álíta að Katharina væri hofmóðug stúlka. Eitt sinn spurði Reichenbach hana beinlinis að því, hvort hún ætlaði að hryggbrjóta alla biðla, hvort hún t. d. gerði svo, ef prófessorar eða doktorar bæðu hennar. En hún sagði, að ef Ams- dorpli prófessor eða doktor Lúther bæðu sín, þá myndi hún ekki hrygg- brjóta þá. Og einn góðan veðurdag spurðist það út um Wittenberg, að Lúther ætlaði að giftast strokununnu. Katharina var á heimili Reichen- bachs-hjóna þangað til þau giftust, en brúðkaup sitt héldu þau, eins og þá var siður, skömmu eftir að þau opinberuðu trúlofun sína. Fáir voru í trúlofunarveizlunni, ekki einu sinni Melanchton, enda var hann andvígur þessari giftingu. Aftur á móti var f jöldi boðsgesta | í brúðkaupinu. Giftingarhringar ^ þeirra hjóna eru til enn. Er hægt 1 að opna hring Lúthers. í hann er letrað “það sem Guð hefif sameinað, • skulu mennirnir eigi sundur skilja.” Hringurinn er skreyttur rúbínstein og demant, sem táknar ást og trygð- ir. Hringur Katharinu er með mynd af frelsaranum á krossinum, og á honum er rúbín-steinn. Innan í hringinn er grafið nafn hennar og brúðkaupsdagur. / Agústínusar-klaustrinu. Lúther stofnaði heimili sitt í ; Ágústinusarklaustri því, sem kjör- : furstinn hafði látið honum í té til íbúðar. Þar hafÖí hann verið á munkaárum sínúm. Þau hjónin settust að í íbúð príorsins. Þar var alt mjög óbrotið og iburðarlaust. En I hvorugt þeirra hafði vanist miklum 1 lífsþægindum í klausturlífinu. Kjörfurstinn lét þau fá 200 gyll- ini til þess að koma íbúðinni í lag, og frá Wittenlærg-ríki fengu þau 100 gyllini í sama tilgangi. Þau fengu ýmsa silfurmuni í brúðargjöf, bik- ara og skálar, en flest af því urðu þau síðar að selja, til þess að stand- ast ýmsan nauðsynlegan kostnað. Lúther var nefnilega frábærlega hjálpsamur, boðinn og búinn til að styrkja hvern sem var. Til hans ' leituðu landflótta prestar munkar, | 1 I nunnur, fátækir ættingjar hans, fá- tækir námsmenn,. ekki einasta frá , Þýzkalandi, heldur og frá Frakk- I landi, Sviss, Niðurlöndum og Norð- , urlöndum. Fyrsta hjúskaparár þeirra sat húsfreyjan jafnan inni í skrifstofu 1 Lúthers og spann á rokk. Það var | míkiíl munur á þeim vistarverum og I litla klefanum með hálmfletinu. En | iriilli þess sem hann vann við rit- storf og hún spann unnu þau úti i garði sínum, stungu upp, -sáðu og gróðursettu. Brátt blómgvaðist vel garður þeirra, blómailminn lagði á móti þeim er þangað kom og ávaxta- tegundirnar döfnuðu vel. Næsta ár skrifaði Lúther einum vini sinum. “Komdu — og þú verður krýndur með rósum og liljum.” Ári eftir brúðkaupið fæddi Katharina manni sínum son, sem skírður var á fyrsta degi Jóhannes. 18 mánuðumi seinna fæddist þeim dóttir, Elízabeth, sem þau mistu áður en hún varð missirisgömul. En 6 börn þeirra komust á legg, 3 synir og 3 dætur. En brátt stækk- aði barnahópurinn, með þvi að þau tóku fösturbörn, fyrst fjögur syst- kini, er mist höfðu foreldra sína úr pestinni. Þótti W|ittenberg-búum það mikil býsna, er þau tóku öll þessi börn að sér. En foreldrar þeirra höfðu verið vinir þeirra. Seinna, er bróðir Katharínu og mágkona dóu, tóku þau barn þeirra. Börn þeirra urðu því alls 11. En í klaustrinu var líka nægilegt húsrúm. Bæði höfðu þau hjón góða söng- rödd, og höfðu 3 börn þeirra erft söngröddina, þau æfðu með börnum sínum langa sálma, er börnin síðan sungu á undan hinum frægu borð- ræ'ðum Lúthers.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.