Lögberg


Lögberg - 20.05.1937, Qupperneq 3

Lögberg - 20.05.1937, Qupperneq 3
LiOGrBERG, EIMTUDAGINN 20. MAI, 1937 3 En hvaÖ hef'Si orSiS úr þeim, ef Katherina hefSi ekki haldiÖ eldin- um viÖ á arni heimilisins, svo ýmist blossaÖi lífsmóÖur hans, eÖa hann sindraði af innri andans glóÖ. Aður en þau giftust var Lúther oft veikur. Hann ifékk svimaköst, og hafÖi of mikinn blóðþrýsting. Hann þjáÖist og af gallsteinum. Fleira var þaÖ, sem amaÖi aÖ heilsu hans. Þegar honum leiÖ verulega illa, fanst honum ósýnilegur ári pína sig, og á eftir sótti aÖ honurw mikið þunglyndi meÖ iÖrun og efasemdum. En Katharina var ekki einasta fær um að matreiða handa honum eins og honum féll bezt, hún fann líka þegar þunglyndisköstin nálguðust. Þá gerði hún boð fyrir beztu vini þeirra heim i klaustrið, án þess bann vissi af, og bauð einmitt þeim, sem bezt gátu glatt hann og dreift á- hyggjum hans, efndi til veizlu og glaðværðar, ellegar undirbjó skemti- ferð út í sveit með þeim. Búsýslukona mikil. IlúsmæSur eru vanar að spyrja hvaðan peningar þeir koma, er þær þurfa til heimilisins. En þetta var erfitt mál. Lúther hélst ekki á neinu, og bað svo vini sína að hjálpa sér um það, sem hann þurfti til þess að halda uppi greiða og gestrisni. Kjörfurstinn sendi þeim villkjöt og vín. Aðrir gáfu þem kálfa eÖa grísi, og enn aÖrir sendu smjör, ost, græn- meti og ávexti. En húsmóðurinni likaði þetta ekki. Hún átti erfitt með að veita stóru heimili forstöðu, er var háð gjöfum manna sitt úr hverri áttinni. I Nimbschen hafði hún lært hvað hægt var að hafa upp úr landbúnaði, með jarðrækt og búpeningsrækt. Hún gat ekki þolað til lengdjir að vera svona ósjálfbjarga. Því var það, að þegar bróðir hennar flosnaSi upp af föðurleifö þeirra, þá fékk Katharina komið því í kring, að þau keyptu jörðina. Lífsregla Lúthers vaf: Gef þeim sem biður, og snú eigi frá þeim, sem vill lána. En Katharinu féllu betur í geð orðin: “Hver af yður, sem ætlar að byggja turn, setur sig fyrst niður og reiknar, hvort 'hann hafi nóg til þess að ljúka við hann, svo eigi allir spotti hann og segi: Þessi maður byrjaði að höggva, en hann var eigi þess megnugur að fullkotnna verk- ið.” Hún leit svo á, að þegar nienn ættu fyrir börnumi að sjá, þá yrðu ntenn aS koma sér þannig fyrir, að þeir gætu staðið á eigin fótum. Og hún fékk búsforráð á Zuelsdorf, og áhöfn á jörðina. Hún náði líka eignarhaldi á dálitlum skógi, svo hún gat fengið þar nægan eldivið, og hún leigÖi jörðina Boas, þvi þar var dálitil fiskitjörn. Hún gerði miklar endurbætur á jörðinni, sem góð búkona, lét byggja þvottahús og baðstofu, brugghús, hesthús og fjós, svínastall og hænsnagarð. Hún gróðursetti vín- við, ræktaði hör, til þess að geta spunnið og ofið í sængurföt heim- ilisins. Armæða og dauði. En svo komu veikindi á heimilið og dauðinn barði að dyrum. Verst féll þeim hjónum er þau mistu dótt- ur sína Magdalenu, 14 ára garnla. Hún var augasteinn þeirra, engill í mannsmynd. Fráfall hennar varð foreldrunum svo þungbært, að þau ætluðu vart að geta afborið það. Nú leið að því, að heilsa Lúthers bilaði alveg, og þunglyndið ásótti hann meira og meira. Eitt af því, sem jók á áhyggjur hans var það, að stúdentalífið i Wittenberg fékk alt annað snið og stefnu, en hann hafði gert sér vonir um. Það var árið 1546, að Lúther varð að fara að heiman til þess að koma sættum á i landamerkjamáli milli tveggja bræðra, er voru vinir hans. Það voru greifarnir af Mansfield. Þeir gerðu báðir tilkall til þess að eiga sama fjallið. Hann var á heinileið úr þeirri ferð, er hann veiktist í Eisleben. Honum hafði tekist að koma sættum á. Hann skrifaði til konu sinnar: “Alt hefir gengið að óskum, kæra Kata. Eg vonast eftir að vera kom- inn heim til þín eftir fáa daga.” En þegar hún fékk orðsending þessa, lá hann meðvitundarlaus á banabeði. Allar lækningartilraunir urðu árangurslausar. Hann leið út af í dauðann áður en varði. Við banabeð hans voru synir hans þrír, Coelsius 'hirðprestur og Albrecht greifi, svo og nokkrir fleiri vina hans. Síðustu orð hans voru: “FaSir, í þínar hendur fel eg minn anda. Þú hefir endurleyst mig, þú tryggi Guð.” Nú komu mikil mæðuár fyrir Katharinu, með ófriði og drepsótt- um. Vonir hennar brugðust. Heim- ilið várð hún að flýja. Fjárþröng hennar var mikil og varð hún að íeita á náðir ýmsra. M. a. leitaði hún styrks hjá Kristjáni þriðja Danakonungi, en hann hafði styrkt Lúther i þakkarskyni fyrir að Lúther annaðist kenslu danskra prestaefna. Og þegar pestin kom á fjölment heimili hennar, varð hún að flýja barnanna vegna. En á þeirri ferð varð hún fyrir slysi. Vagnhestur fældist, og slengdist hún úr vagninum. Hún slasaðist svo mikið innvortis, að hún dó 3 vikum síðar eftir miklar þjáningar. En meðan hún lá banaleguna las hún mikið í heilagri ritningu og bað fyr- ir börnum sínum og þjóð sinni. Vœn kona. Eitt sinn hélt Lúther ræðu í brúð- kaupi. Þá bafði hann verið giftur í mörg ár. Þá vitnaði hann í orð Salomons, hvernig .fyrirmyndar hús- móðir sé: Væna konu, hver hlýtur hana? Flún er mikils meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert ilt alla æfidaga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dag, skamtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verk- um. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún vingarð. Hún girðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. arðsöm, á .lampa hennar sloknar eigi uiú nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípt snælduna. Hún breiðir út lófana móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti 'hinum snauða. Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að alt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar, og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrós- ar henni: “Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram.” Vndisþokkinn er svikull og fríð leikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Jahve, á hrös skilið. Gefið henni af ávexti handa hennar, og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum. Að vísu nefndi Lúther ekki nafn xonu sinnar. En það fundu allir, að þetta var einmitt lýsing á húsmóður- inni á heimili hans.—Lesb. Mbl. Færeyskir fishú tflytjendur senda nú umboðsmenn í fyrsta sinn til Argentinu, Braziliu og Cuba, og er það gert meðal annars með tilliti til þess, að reynslusending, sem áður var send til þessara landa frá Færeyjum, hefir reynst ágætlega. Frá Oak Point Oak Point, Man., 14. maí, 1937. Háttvirti ristjóri Lögbergs:— Þáu hjónin Óskar og Helga Thor- gilsson, sem í nálega 15 ár hafa átt heima hér á Oak Point og í námunda við bæinn, eru nú í þann veginn að kveðja “kóng og prest” og ætla sér að setjast að í borginni Vancouver, vestur á Kyrrahafsströnd. í tilefni af för þeirra vestur á strönd, þar þeirn haldið veglegt samsæti í gærkvöldi í samkomuhúsi þessa bæjar, sem er eitt af þeim álit- legustu “sölum” sem til eru með- fram C.N.R. brautinni alla leið til höfuSborgarinnar Winnipeg. Á þriSja hundraS manns sóttu mót þetta að meötöldum unglingum, í því skyni að kveðja þau Thorgilssons hjón og árna þeim heilla og blessun- ar i hinunn nýju heimkynnum þeirra vestur við haf. Samsætinu stýrði hinn valinkunni sóknarprestur að Lundar og hér, séra GuSmundur Árnason, með sinni vanalegu lipurð og frábæru fyndni. Það þykir vanalega tilhlýðilegt, að menn matist vel við slíkar tækifæris- veizlur Þegar staðið var upp frá “sumbli” þessu, hélt séra Guðinund- ur ræðu bæði á enskri tungu og á móðurmáli okkar íslenzkunni. Þar næst kallaði séra Guðmundur á ræðumenn, að mig minnir í þessari röð: Frank Taylor, Mrs. Hackland, Helgi Thorvaldsson, Kári Byron (oddviti frá Lundar), Þorlákur Nelson, Frú Einar Johnson og mað- ur hennar Einar Johnson kau]>maður og stórbóndi. Mrs. Hackland af- henti Thorgilssons-hjónunum borð- búnað, hnifa, gaffla og skeiðar á- samt einhverju af peningum, sem gjiif til minja frá kvenfélaginu á Oak Point og frá öðrum ættingjum og vinum þeirra hjóna er sóttu þetta mót. Meðan setið var undir borðum, veitti eg þessum persónum lielzt at- hygli þar í salnum, sem mest áber- andi: : Frú Sigríði konu séra Guð- mundar, Frú Helgu Ámason, konu Jóns T. Árnasonar’kaupmanns. Hr. Jón kaupmaður Árnason var því miður fjærvtrandi í verzlunarerind- um í Winnipeg og gat því ekki tekið eins almennan þátt í samsætinu og ella hefði verið. Eftir að allir ræðumenn höfðu lokið máli sínu, var þeim Thorgils- sons-hjónum gefið tækifæri að tala og héldu þau bæði ræður og þökk- uðu vinutn sínum fyrir gjafirnar og fyrir allan hlýhug er þeim hafði ver- ið auðsýndur með þessu höfðinglega samsæti. Eftir að menn höfðu skemt sér vel með ræðuhöldum og samræðum, var tekið til ifótanna. Dansinn byrjaði. Menn sýndu mælsku sína i ræðu- formi, auðvitað, en þegar dansinn hófst, leyndi það sér ekki að fólkið var ekki síður vel að sér til fót- anna. Þessi almenna list, dansleik- irnir, eru jafngamlir mannkyninu. Öld eftir öld hefir dansinn skemt miljónum manna og enn þann dag i dag standa dansleikirnir á tindi frægðarinnar. Hljóðfæraslátturinn er ekki minsti þátturinn í tílkomu- miklum dansleikjum. llér á Oak Point er komin upp all-áberandi hljómsveit (Orchestra) undir forustu ungs manns, Her- manns Eyford. Hefir hann af miklu kappi æft fimm menn í þess- ari list, og hefir jafnan lagt mikið kapp á að sveit sín yrði sem full- komnust. Þessir sex menn, sem vel mætti nefna “hljómsveit Hermanns” á íslenzku eða á ensku: “Eyford’s Orchestra” spilaði fyrir dansinum í gærkveldi og nótt og tókst að vanda vel. Stórskáldið góðkunna, Jónas Hallgrímsson, kemst sannarlega vel að orði, er hann segir: “Er við sjá- um sólskinsblett í heiði, vér setjumst allir þar og gleðjum oss.” Samsætið í samkomuhúsinu á Oak Point í gærkveldi, var einn af þessum blessuðu sólskinsblettum, sem skáldið sá og talar um í kvæð- inu sínu: FLvað er svo glatt, sem góðra vina fundur. X. Andans menn Eftir Halldór Jónsson sóknarprcst að Reynivöllum. Það má öllum góðum íslending- um vera gleðiefni, hve hinn íslenzki andans akur er frjór. Ber meðal annars vott um það, hve margir al- þýðumenn hafa komist langt í því, að auðga bókmentalíf þjóðarinnar, ýmist með skáldskap eða fræðirit- um. Mega þó allir sjá, að bæði miklar gáfur og trúmensku við slika köllun og þrautseigju þarf til slíkra afreka vegna harla erfiðrar aðstöðu og þarf henni eigi að lýsa. Mætti nefna nöfn fjölda slíkra andans- manna, sem getið hafa sér með þess- um hætti langvinnan heiður. Eitt dæmi vil eg hér nefna um nú- lifandi gáfumann úr leikmanna (alþýðu) stétt, sem fagran vott þeirra hæfileika, sem mieð þjóðinni búa. Sá maður er Jón Magnússon skáld í Reykjavík. Hann hefir fyrir löngu hlotið viðurkenningu ágætra manna og dóm þeirra um, hve ágætt ljóðskáld 'hann væri, svo um það þarf eigi að efast. Hann er af fátækum foreldrum kominn, en þau voru auðug í sinni fátækt. Frá þeim hlaut hann arf, sem ifólst í góðum vitsmunum beggja, í fögru fordæmi, í ást þeirra, umhyggju og fyrirbón. Föður sinn misti hann á ungum aldri, en hin greinda og góða móðir er látin fyr- ir fáum árum. Áhrifa hennar eigi sizt hefir eigi lítið gætt í lifi hans og starfi. Honum hefir einnig auðnast fjölda mörgum fremur að nota sér dýrmætan menningararf þjóðarinnar. Jón Magnússon ólst upp sem efnalaus unglingur, gerðist vinnu- maður i sveit, síÖan lærði hann beykisiðn og vann að henni um hríð, og nú hefir hann hin síðustu ár gert kaupmensku að sínu aðallífs- starfi. Hann hefir jafnan reynst hlutgengur í sínum veraldlegu störf- um og trúmensku við þá köllun. Þar njóta sín vel vitsmunir hans og staðföst lund. Þegar nú alls þessa er gætt, mega allir sjá og skilja, að það þarf eigi litla þrautseigju til að helga líf sitt listinni uin leið eins og hann hefir gert. Hann hefir í eng- an skóla gengið, en aflað sér ment- unar af sjálfsdáðum við lestur góðra bóka og kynnum við marga merka menn. Nú er þessi fátæki ungling- ur orðinn efnalega sjálfstæður mað- ur, sem hefir á sér almenningsorð vegna dugnaðar og ágætra mann- kosta, og þjóðkunnur maður vegna bókmentalegra afreka. Gæti það nokkuð lýst huga hans, að hann á bæði tiltölulega stórt bókasaín og svo fagurt, að fágætt er og aðdáanlegt. En þetta út af fyrir sig sýnir virðinguna fyrir hinni merkliegu skáldköllun. Þar er það fegurðin, sem athygl- isverðust er. Það er eitthvað hreint, fagurt og heillandi yfir ljóðum hans. Þau bera glöggan vott um mikla mannþekking, góðvild, vorkunnsemi við olnbogabörn lifsins, trúna á hið fagra og góða og sigur þess. Allar vélar vondra manna eru honum við- urstygð. Sjálfur á hann slíkt ekki til. í ljóðum hans sameinast vits- munir og smekkvísi, hin næma til- finning fyrir því, sem fer vel. Ljóðum hans verður hér eigi lýst á annan hátt en þennan. Hér skal aðeins bent á, hve mikilsverðan skerf hann hefir þegar lagt til ís- lenzkra bókmenta, því bann hefir gefið út hverja ljóðabókina eftir aðra. Það gefur að skilja, að maður, sem eins og hann hefir orðið að ryðja sér braut til sjálfstæðrar af- komu og aldrei má í þeim efnum slaka til, hafi haft tíma aðeins af skornum skamti til bókmentalegra starfa, en hann er eitt íhugunarvert dæmi þess, hve vel má nota tímann. Er ekki ólíklegt, að á mörgum' and- vökustundum hafi hin ríka og fagra skáldhneigð fundið framrás eigi sízt, því dagsins stundir varð yfir leitt að nota í þarfir hinnar verald- legu köllunar.— En heill sé þessum merka manni og þjóðarþakkir fyrir hinar fögru gjafir. Busmess and Professional Cards —------ PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahanx og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfi-œöingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-s j úkdóma Viðtalstími 2-5, by appointment Slmi 80 745 Gleraugu útveguO PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medicai Arts Bldg. Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtálstími 3-5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur 1 islenzkur lögfrceöingur Building’, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaöur Fyrir tslendingat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767— Heimas. 33 328 Jón Magnússon er enn maður á Iiezta aldri og er þess að vænta, að enn eigi hann eftir að auðga þjóðina að mörgum fögrum verðmætum. Vinir hans hlakka til næstu bókar og eg veit, að þeir verða eigi von- sviknir.—Vísir. Minningarorð Þann 16. apríl s.l. andaðist að heimili Arnolds bónda Bárðarsonar og móður hans og systkina í Geysis- bygð, öldruð kona, Elín Bergsteins- dóttir að nafni; fædd 12. ág. 1855. —Hún var ættuð af Suðurlandi, af borgfirzkum ættum; voru foreldrar hennar Bergsteinn Bergsteinsson og Þuríður Sigvaldadóttir kona hans, frá Varmalæk í Borgarfirði. Elín ólst upp á ættstöðvum sínum; um hríð var hún þjónandi á Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Mun hún ávalt hafa verið í vinnu- konustöðu á íslandi. Vestur um liaf kom hún nálægt aldamótum, ásamt ungri dóttur, Vilborgu Sig- urðardóttur að nafni, er var ljós og yndi augna hennar. En hraun- drangar sorgarinnar huldu þetta Ijós augna hennar, er hin unga dóttir andaðist með sviplegum hætti, 9. febrúar 1905. Varð móðir hennar mjög einmana þaðan af; en ein- mana tilfinningin magnast með f jölgandi æfiárum, og æfileiðin J. J. SWANSON & CO. LIMITÉD 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL, 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur < miöbihi borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; meS baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests verður mörgum öræfaganga. Elín heitin vann nærri allan dvalartíma sinn vestan hafs, í Geysisbygð vest- anverðri, á góðum heimilum, og eignaðist tiltrú og kærleika hús- bænda sinna. Hún var prýðisvel gefin á marga lund, ágætlega vinn- andi til handanna, fús til starfs. Festa og trygð voru áberandi ein- kenni hennar. Hafði hún ánægju af að gleðja börn, og ljá eftir megni lið þeim málum, er hún unni. Síð- ustu æfiárin dvaldi hún hjá Bárðar- sons fólkinu; þar naut hún deyjandi góðrar umönnunar og aðhjúkrunar. Útförin fór fram frá Geysis- kirkju, siðasta vetrardag, að við- stöddu allmörgu fólki, þrátt fyrir litt færa braut. Þakka eg svo öllum þeim, er fyr og síðar léttu lifsbyrði og einstæð- ingsskap þessarar öldruðu konu, er sjálf var jafnan gestur að heimilis- arni og létu henni líða vel á heimil- um þeirra. Einstæðingsspor þess- arar öldruðu konu eru öll gengin, og “Ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský.” (J. H.) Sigurður Ólafsson. ♦ Borgið LÖGBERG!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.