Lögberg


Lögberg - 20.05.1937, Qupperneq 4

Lögberg - 20.05.1937, Qupperneq 4
ÍJÖGBEBG. FIMTTJDAGINN 20. MAl, 1937 ð ILogljerg GefiÖ út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árlO — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Krýningin um garð gengin Krýning brezku konungshjónanna fór fram í Westminster Abbey, eins og til stóð þann 12. þ. m., með þeim siðvenjum og þeirri viðhöfn, er við hefir gengist um aldaraðir þá er um slíka atburði hefir verið að ræða. Hinn nýi konungur sór eið að stjórnar- skránni, og hét því að vaka yfir velferð þegna sinna þar til yfir lyki; velferð sín og þeirra væri eitt og hið sama; var ræða konungs, eða ávarp hans til borgara hins brezka veldis, hin göfugmannlegasta, blandin með köflum nokkurri klökkvi eins og vænta mátti á jafn örlagaríkri og hátíðlegri stund. Verður það lengi í minnum haft hve hátíðahöldin í tilefni af krýningunni fóru skipulega fram, er tekið er tillit til þess einsdæana mannfjölda, er saman var kominn í Lundúnum meðan á athöfninni stóð. Forsætisráðherra Breta, Stanley Bald- win, sem nú er í þann veginn að leggja niður völd, kynti hans Hátign konunginn, í stuttri en faguryrtri útvarpsræðu, borgurum heims- veldisins brezka; auk hans árnuðu konungi heilla fyrir hönd hlutaðeigandi sambands- þjóða,' þeir forsætisráðgjafarnir Mackenzie King, Mr. Hertzog, Mr. Lyons og Mr. Savage; allar þóttu ræður þeirra góðar, og þó ekki hvað sízt hins canadiska forsætisráðherra; komst hann í niðurlagi ræðunnar þannig að orði: “Þrátt fyrir alt hið mikla öldurót og stórstreymi í málefnum mannkynsins, hefir krúnan staðið óhögguð eins og klettur úr hafi, sem lifandi tákn þess sameinaða góðvilja, er tengt hefir öldum saman þjóð við þjóð innan vébanda hinnar brezku veldisheildar, þar sem frelsi og friðarhugsjónir skipa ávalt og á öll- um tímum hið æðsta sæti. ’ ’ Afmœlishátíð háskólans Til sögulegra merkisviðburða hlýtur það að teljast, að Manitobafylki, jafn ungt og það er, skuli þessa dagana halda hátíðlegt sextugs afmæli sinnar æðstu mentastofnunar, háskól- ans í Manitoba. Frá þessari mætu. menta- stofnun, hefir hollstreymi margþættra menn- ingaráhrifa borist eins víða og vorgeislar ná innan takmarka þessa fylkis og sett sinn sér- stæða svip á þróunarsögu fylkisbúa, athafna- líf þeirra og andlega iðju. Háskóli Manitoba- fylkis hefir frá Ándverðu notið starfskrafta og hæfileika góðra og mildlhæfra menningar- frömuða, og hann gerir það góðu heilli enn þann dag í dag. Núverandi forseti háskólans, Mr. Sidney Smith, víðmentur maður og á- gætur, hefir á þeim stutta tíma, sem menta- stofnun þessi hefir notið forustu hans, getið sér þann orðstír, er með fágætum verður tal- ið, auk þess sem háskólaráðið hefir nú um nokkurt skeið átt á að skipa jafn samvizku- sömum áhugamanni og Hjálmar A. Bergman er. Þar eiga Islendingar fulltrúa, sem þeir mega vera stoltir af, og væri vel að eiga aðra slíka á sem flestum sviðum. íslendingar eiga úrvalskennara við há- skólann, svo sem prófessor Skúla Johnson og prófessor Anderson; þeir áttu þar einnig um hríð J. T. Thorson, K.C. sem forseta laga- deildarinnar. Islendingar hafa alla jafnan látið sér hugarhaldið um vöxt og viðgang há- skólans. íslenzkur mentalýður hefir getið sér innan vébanda hans hinn bezta orðstír, og gerir vafalaust enn í framtíð. Og nú á mánu- dagskvöldið var, sæmdi háskólinn þann víð- frægasta Islending, sem uppi er, Vilhjálm Stefánsson landkönnuð og rithöfund, doktors- nafnbót í lögum. Þróunarsaga Islendinga í þessu landi, hefir staðið í nánu sambandi við háskólann og þroskaferil hans, og þangað munu for- ingjaefni þeirra sækja menningarþrótt sinn í framtíðinni. Samkoma karlakórsins Það má óhætt fullyrða að samkoma sú, er stofnað var til af karlakórnum íslenzka, og fram fór hér í húsi Templara þann 4. þ. m., hafi orðið til hinnar mestu ánægju og yndis öllum, sem á hlýddu, og söngflokknum og stjórnenda hans til prýðis og sóma. Það leyndi sér ekki þegar í byrjun, að hinn mikli fjöldi sem þá samkomu sótti og sem fylti öll sæti, var þar kominn með glöðu sinni og ánægjusvip. Hafi einhver verið þar með ólund í byrjun, þá hvarf slíkt undir eins, eins og strá fyrir vindi og allir sameinuðust við að klappa og biðja um meira. Skemtiskráin var fjölbreytt og vel með farið flest af því. Það var aðallega söngur, að undanteknu einu stuttu piano-spili og kvæði sem hr. Gordon Paulson flutti; það var frumkveðið og flutt á ensku, og var vel fagn- að af áheyrendum, sem undir eins gripu grunntóninn, sem var einlæg velvild og hlý- hugur til söngstjórans og ákveðin traustsyfir- , lýsing alls kórsins á hæfileikum hans, sem leiðtoga. Kvæðið var ort af lipurð og í glað- værum anda. Mr. Paulson sýndi það, að hann getur bæði sungið og kveðið, og finst mér það megi góðs vænta af honum fram- vegis. Það er ekki tilgangur minn með þessum línum að gagnrýna túlkan hinna einstöku söngva við þetta tækifæri. Eg er ekki söng- lærður, en mig langar til að votta karlakórn- um einlægar þakkir fyrir frábærlega ánægju- lega kveldstund. Því svo er góðum Guði fyr- ir að þakka, að eg get orðið hrifinn af því sem fagurt er, hvort sem það ber fyrir augu mín eða eyru. 1 þetta sinn var það hvorttveggja; það var jafn ánægjulegt að horfa á hinn prúð- búna og fríða hóp ungra manna á söngpallin- um, eins og það var yndislegt að hlusta ár hvað raddir þeirra féllu vel saman og hvað vel þær létu að stjórn söngstjórans. Karlakórinn íslenzki hefir áunnið sér mikla hvlli fólks á liðnum árum; haft ágætan söng- stjóra, meðal annars. Það er full ástæða til að álíta að hinn nýi söngstjóri, Mr. R. H. Ragnar muni fremur auka það álit, eins og hann hefir nú gert strax í byrjun. Menn fundu undir eins að hér var eitt- hvað nýtt á ferðum, einhver tilbreyting frá því sem áður hafði verið, það kom hér fram meiri glaðværð og gleðibragur en áður, og sá gleði var svo einlæg, svo eðlileg og sprikl- andi, að hún kveikti út frá sér og barst út til áheyrenda og hreif þá með sér. Því er ekki að leyna að menn geta orðið leiðir á að hlýða á sömu söngvana ár eftir ár, hversu ágætir, sem þeir í raun og veru eru; t. d. “Hvað er svo glatt, o. s. frv.” Raunar er það nú kvæðið, sem gerir hér lagið frægt. En svo ólánlega hefir til tekist, að endur fyrir löngu hefir ein ljóðlínan misprentast þannig: “Meðan þrungnu gullnu tárin glóa,” í staðinn fyrir: “Meðan þrúgna gullnu tárin glóa.” Svo hefir þetta verið beljað svona af- bakað og vitlaust í mörg ár. Eg hélt fyrst að þetta væri hrekkjabragð af Goodtemplur- um og hefði það þá verið fyrirgefanlegt, en ]>ví miður er það grunnhyggni fólksins, sem hér er eingöngu um að kenna. Þetta er í annað sinn, sem karlakórinn undir stjórn hr. Ragnars hefir komið fram á skemtiskrá hér í vetur. í hvorttveggja skift- ið hefir húsfyllir af fólki komið, svo engar aðrar samkomur vor á meðal hafa dregið slíkan fjölda fólks. Það mun hvorttveggja, að fólk veit hvers vænta má, svo líklega engu síður hitt, að menn vilja sýna velvild sína og innilegar þakkir fyrir frábærlega myndar- lega framkomu kórsins. Það vakti mikla eftirtekt og greip hugi fólks með alveg óvana- legri hrifning, þegar söngstjórinn snemma í vetur sem leið og nokkrum sinnum síðar kom fram með barnakór, sem hann hafði sjálfur æft að öllu og lagt mikla alúð við. Framkoma hans með þann unga flokk var eitthvað það prýðilegasta sem eg hefi séð hér í borg. Stundum eru menn seinir að vakna til meðvitundar um ágæti annara. En eins víst er þá að þegar þeir hafa fyrir alvöru orðið þess varir, þá láta þeir einhver merki þar um sjást. Með beztu heillaóskum til karlakórsins íslenzka hér í borg og hins ágæta söngstjóra hans. G. E. Frá Islandi Reiknignar Happdrættis Háskól- ans fyrir síðastl. ár eru komnir út. Samkvæmt þeim hefir sala hluta- miða heldur aukist frá því árið áður eða um 42 þús. kr. Alls nam sala hlutamiða 1,024 þús. kr. Eigendur hlutamiða hlutu í vinn- inga 746 þús. kr. eða 91 þús. kr. meira en árið áður. Hafa þeir þannig fengið aftur yfir 70% af vandvirði seldra miða. Hreinar tekjur af happdrættinu urðu kr. 158,474.51,, en þær voru 1935 kr. 210,142.26. Hafa þær því lækkað allverulega, sem stafar af því að egendur hlutamiða hafa feng- ið meira í.sjnn hlut. Happdrættismiðar eru nú seldir í umboðum, víðsvegar um alt landið. Fá þeir 7% af andvirði seldra miða og námu umboðslaunin 72 þús. kr. á árinu. Annar kostnaður við rekst- ur happdrættisins nam 63 þús. kr. —Nó dagbl. 28. apríl. # # # Ný verksmiðja í byggingu Áður en langt um líður mun taka til starfa hér i bænum verksmiðja, sem framleiðir máíningarvörur, að nokkru leyti unnar úr íslenzkum hráefnum.' Hlutafélag, sem í eru flestir málarar bæjarins, stendur að iðnrekstri þessum, en framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hefir verið ráð- inn Pétur Ó. Johnson hagfræðing- ur. Fréttaritari N. dagbl. hefir snúið sér til Þeirra Einars Gíslasonar og Ósvalds Knudsen málarameistara, sem eru aðalhvatamenn þess, að hugmyndin um nýtingu íslenzkra jarðlita komst í framkvæmd. Sagðist þeim svo frá: —Eftir að við höfðum átt við- ræður við Guðmund Einarsson frá Miðdal um hin ýmsu jarðefni, sem finnast kynnu hér á landi og nothæf væru til þessarar vinslu, voru sýnis- horn send til Danmerkur og Þýzka- lands til rannsóknar. Það var um sömu mundir og Guðmundur frá Miðdal lét gera tilraunir með ís- lenzkan leir til postulíns-vinslu. —Hver er niðurstaða þessara rannsókna á litarefnunum ? —Sýnishornin þóttu mjög góð, sérstaklega reyndust rauðu litirnir ágætlega og sagðir einhverjir beztu rauðir jarðlitir, sem til eru. Að fengnum þessum úrskurði leituðum við stuðnings ríkisvaldsins og á haustþinginu 1935 var okkur veitt einkaleyfi til þess að vinna máln- ingarvörur úr íslenzkum jarðefn- um; ber sérstaklega að þakka Her- manni forsætisráðherra hversu greiðlega það náði f ram að ganga. Svo kom að því, að hagnýta einka- leyfið og 1. des. 1936 var stofnað hlutafélagið Litir & lökk, sem hófst þegar handa um byggingu verk- smiðjuhúss, sem bráðlega verður fullgert, þrátt fyrir tafir vegna ó- hagstæðs tíðarfars í vetur. Stendur það inni á Rauðarárholti. Daníel Þorkelsson málarameistari var send- ur utan til þess að annast ráðningu sérfræðings, sem skyldi standa fyr- ir iðnaðinum og var valinn þýzkur maður, sém um langt skeið hefir starfað við hollenzkar og þýzkar málningaverksmiðjur. Hann sá lika iwn inn kaup á vélum og hráefnum. —Þið vinnið þá ekki eingöpgu úr íslenzkum hráefnum? —Sum jarðefnin, sem til vinsl- unnar þarf, finnast ekki hér á landi svo vitað sé; eru jafnvel svo ifágæt, að verksmiðjur hér i Norðurálfu fá þau alla leið austan frá Kína. Einnig verður að nota mikið af efnum, sem eru búin til á kemiskan hátt. —Hvaða litarefni fáið þið hér? —Hér fáum við rauða, gula og brúna jarðliti, grænumbru og fleira. Þessi efni finnast hér viða, en fyrst um sinn munum við ifá þau suður á Reykjanesi, austur við Geysi og við Þeystarreyki í Þingeyjarsýslu. —Hvenær hefst fraimleiðslan ? —Seint í maí eða snemma í júní. —Hvaða vörur verða það, sem þið leggið mesta áherzlu á að fram- leiða? —Það verða allskonar málningar- vörur, hvítur, lökk, olíumálning, þurrir litir, blýmenja og fleira. ZIGZAG Orvals pappír í úrvals bók 5' S' 2 Tegundir SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. J Biðjið um ■ “ZIG-ZAG” Black Cover ]. ! BLÁ KÁPA “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana éins og þeir væri vafðir I verksmiðju. Biðjið um “ZIÍi-ZAG” Blue Cover • —-Og hvaða vonir gerið þið ykkur um gæði varanna? —Það verður okkur kappsmál að framleiða aðeins beztu vörur. Við höfum gert okkur alt far um að svo geti orðið.—N. dagbl. 28. apríl. # # * Kantötukór Akureyrar Heimsókn Kantötukórs Akureyr- ar undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar tónskálds verður talinn einstæður viðburður í tónlistarlífi fslendinga. Við keppni þá, sem efnt var til árið 1930 um söngdráp ur við hátíðarljóð Davíðs Stefáns- sonar rituðu flest helztu tónskáld okkar söngdrápur, þar sem mun vera að finna margt af því bezta, sem gert hefir verið i íslenzkri tón- list. En þjóðin hefir átt lítinn kost þess að heyra drápur þessar. Sjálf hátíðarkantatan á Þingvöllum druknaði að nokkru leyti í ys og öldugangi háþíðarhaldanjia. Síðan hefir engnn af þessum söngdrápum verið flutt í heilu lagi, nema söng- drápa Björgvins. Meðan hann var i Winnipeg flutti .hann drápu sína fyrir íslendingum þar. Á Akureyri hefir hann flutt hana margsinnis. Nokkuð af henni hefir hann látið syngja inn á hljómplötur. Og nú hefir hann tekið sig upp með sína fríðu og if jölmennu sveit til þess að gefa íbúum höfuðstaðarins kost á að hlýða á þetta mikla tónverk flutt af svo miklum myndarskap og list- rænum tilþrifum. Hér brestur að vísu bæði rúm og söngþekkingu til þess að dæma um söng þennan. Það verður ríkast í huga, hvílik feiknarleg vinna liggur á bak við þessa stund frá hendi tón- skáldsins, söngstjórans og söng- sveitar hans. En þakklætiskendin verður blandin fögnuði og feginleik hrærðra tilf inninga: Hér er íslenzkt verk, tónelfur af ifjöllum ofan með öll tilbrigði tónfalla i fossum sínum og strengjum, stormgnýr við há- jökla; — raddir frjá brjósti lands- ins og grátur og gleði kynslóða margra alda. Og í huganum óma lengi í þakklátri minningu mörg af lögunum, eins og til dæmis að taka: Hylla skal um eilífð alía, Sjá dagar koma, Við erum þjóð, Þó að margt hafi breyzt, Við börn þin, ísland og loks Rís, Islands fáni. Einsöngvar- amri fluttu hlutverk sín með ágæt- um, ekki sízt hinir þektu söngvarar, Gunnar Pálsson og Hreinn Pálshon. —Þórarinn Guðmundsson aðstoðaði kórinn með tíu manna hljóðfæra- sveit. I Gamla Bíó var hvert sæti skipað og var söngnum tekið forkunnarvel af áheyrendum. Þegar karlakórinn Vísir söng hér >fyrsta sinn í nýlegri för sinni heilsuðu “Fóstbræður” honum með lagi af svölum hússins. Karlakór Reykjavíkur heilsaði kant- ötukórnum. Hvorttveggja fór fram með prýði. Björgvin Guðmundsson er um margt einstæður maður meðal Is- lendinga. Hann er náttúmbam. I fasi og viðmóti er hann eins og hann sé kominn beint úr faðmi íslenzkrar sveitar, sem hefir fóstrað ættliði hans um þúsund ár. En hann er af- kastamestur sönglagasmiður íslend- inga og hefir gefið þjóðinni mörg verk, sem munu óma i röddum henn- ar og dvelja í hugum manna á ó- komnum öldum. Gleði min en ekki geta, fögnuður minn yfir þessu söngafreki hefir knúð mig til þess að rita þessar lín- ur og tjá þér þakkir minar, Björgvin vinur minn. /. Þ. Stækkun útvarps- stöðvarinnar Vegna vaxandi útvarpstruflana frá erlendum stöðvum, ásamt þeirri hættu, sem á þvi er, að útvarpsstöð- in hér verði á ráðstefnu, sem haldin verður í Cairo að sumri, svift rétti til útvarps á langbylgjum, hefir það verið ráðgert að auka orku stöðvar- innar úr 16 upp í 100 kílówött og byggja endurvarpsstöð á Austur- landi, en þar eru truflanimar mest- ar. Hefir legið fyrir heimild Al- þingis til þessarar stækkunar. Nú hefir verið ákveðið að leita samninga við Marconi-félagið i London um aukningu þessa og kom maður að nafni Mackford hingað til landsins með Brúarfossi síðast til þess að standa að samningunum fyrir félagsins hönd. Útvarpsstjóri og verkfræðingur útvarpsins annast samningana af ríkisútvarpsins hálfu. —N. dagbl. 27. april. # # # Framboð Þegar hafa verið teknar ákvarð- anir um framboð af hálfu Fram- sóknarflokksins í þessum kjördæm- um: I Suður-Múlasýslu— Eysteinn Jónsson f jármálaráðhr. Ingvar Pálmason útvegsbóndi. I Norður-Múlasýslu— Páll Hermannsson bóndi, Páll Zóphóníasson ráðunautur. I Eyjafjarðarsýslu— Bernhard Stefánsson, útibússtjóri Einar Árnason, bóndi. I Strandasýslu— Hermann Jónasson, forsætisráðh. I Vestur-ísafjarðarsýslu— Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Framboð annara flokka: Sjálfstæðisflokkurinn hefir á- kveðið þessi framboð: I Vestur-ísafjarðarsýslu— Gunnar Thoroddsen, lögfr. I Norður-ísafjarðarsýslu: Sigurjón Jónsson, útibússtjóri. Á ísafirði— Bjarni Benediktsson prófessor. Sjálfstæðisflokkurinn og Bænda- flokkurinn hafa í sameiningu á- kveðið framboð. I Árnessýslu— Eiríkur Einarsson, bankaritari Þorvaldur Ólafsson bóndi. Kommúnistaflokkurinn hefir á- kveðið framboð í Reykjavík: Efstir á framboðslista flokksins eru— Einar Olgeirsson ritstjóri Brynjólfur Bjarnason kennari. —N. dagbl. 29. apríl. Sumar-óður Sumardagur! sumardagur. sælurikur, dýrðarfagur. Geislabrot leiftra um lægðir og f jöll, litauðugt blómaskrúð þekur völl. Sólbjarti sumardagur. Sumarkveld! sumarkveld. Skýin, þau klæðast í purpurafeld. Hafdjúpið laðandi, líkist við blóð, logar í kveldroðans töfra glóð. Seiðandi sumarkveld. Sumarnótt! sumarnótt, sjúkum og angruðum gefurðu þrótt. I draumum, þú veitir oss dýrðlega sýn, demanta auðlegð er glitrandi skín. Draum-milda dýrðarnótt. Sumartíð! sumartíð. Söngur í lofti og gróður i hlíð. Þá virðist oss lífið svo ljómandi bjart, og lofa svo góðu, og efna svo margt. Signaða sumartíð. —N. dagbl. 28. apríl. Á. K. Steindórs.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.