Lögberg - 20.05.1937, Síða 7

Lögberg - 20.05.1937, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAl, 1937 7 JÓN JÓNSSON Fæddur 1. nóvcmer 1862 Dáinn 22. desember 1936 Um þenna ágæta góSvin minn og samferÖamann langar mig til afi segja nokkur minningarorð, þó eg finni til þess að eg sé ekki fær um að gera það eins vel og eg vildi og hann ætti skilið. Hér er ekki um neinn meðalmann að ræða. Hann var framúrskarandi á flestum svið- um: sem eigintmaður, sem faðir^ sem búsýslumaður, sem félagsmað- ur, sem sannur íslendingur og síð- ast en ekki sízt, sem drengur góður, í þess orðs fylstu merkingu. Allir, sem höfðu náin kynni af Jóni Jónssyni, munu kannast við að þetta sé rétt lýsing af honum, og að við fráfall hans sé horfinn úr hópi okkar Dakota íslendinga einn þeirra frumherja, sem borið hefir merki sannrar manngöfgi einna hæst. Þeir, sem hafa orðið þeirrar á- nægju aðnjótandi að kynnast heim- ilislífi þeirra hjóna, Mr. og Mrs. Johnson, og þeir eru margir, munu kannast við að enga hafi verið betra að heimsækja að öllum öðrum heimilum ólöstuðum; þvi Islending- ar eru yfirleitt gestrisnir. Alúðleg- heitin og hlýhugurinn voru þar ætíð í hásæti, og barnahópurinn svo ljúf- ur og hæverskur í öllu viðmóti, að hver heimsókn varð manni litt gleymanleg. Eða svo var það þeim er þetta ritar. Þrjú heimili eru það, sem mér hafa ætíð verið minnistæðust, fyrir utan heimili foreldra minna og tengdaforeldra, og sem mest og bezt áhrif hafa haft á mig. Það eru heímili Mr. og Mrs. Sigurðar Jó- hannessonar, skálds, í Winnipeg, á fyrstu árum mínum hér í álfu; heimili Brynjólfs fólks í Hallson- bygð og svo þeirra Johnsons hjóna i Garðarbygð. Þau hafa öll orðið mér lærdómsrík. Endurminningarnar um þær leiðbeiningar og þá ástúð og góðgirni, sem eg átti þar að mæta, hafa fylt huga minn þakklátssemi og orðið mér gott veganesti, og mun það ekki vera einsdæmi með þá, er kyntust þessum áminstu heimilum. Hvergi hefi eg séð jafn gott sam- ræmi í allri umgengni, og snyrti- mensku utan húss og innan, eins og á heimili þeirra Johnsons hjóna. Og mun það halda áfrattii, eins lengi bg sonur þeirra Friðrik ílengist þar; þvi þau hjón kunna einnig vel að búa og nærgætnin er hin sama við menn og málleysingja, sem ætið hefir einkent það heimili. Jón Jónsson var fæddur á Jarls- stöðum í Bárðardal, í Þingeyjar- sýslu i. nóv. 1862. Foreldrar hans voru þau Jón Jónsson frá Mjóadal i Bárðardal, Jónssonar frá Mýri í sömu sveit og Sigurbjörg Stefáns- dóttir frá Kroppi i Eyjafirði, föð- ursystir St. G. Stephanssonar. Jón og Sigurbjörg byrjuðu bú- skap sinn á Jarlsstöðum 1861, en j fluttu þaðan að Mjóadal 1870; bjuggu þau þar i 3 ár, eða þar til | þau fluttu til þessa lands. Kom þá Jón með foreldrum sínum ásattrt j systur sinni Helgu, er seinna varð kona skáldsins St. G. St. Til Que- bec komu þau 25. ágúst 1873. Fóru þaðan, ásamt 10 öðrum f jölskyldum til Milwaukee, Wisconsin, og stað- næmdust í Straughton, Dane County Wis., eitt ár. Þaðan fluttu þau til Shawano County i sama riki. Vorið 1880 fór Jón yngri, ásamt tveim öðrum, St. G. St. og Hall- grími Gíslasyni, í landkönnunarferð til I3akota, með þeittr ásetningi að finna þægilegar bújarðir handa fimm eða fleiri fjölskyldum. Á því svæði er þá var kallað Park, með- fram norðurkvisl Park River, leizt þeim bezt á landið, og ánöfnuðu sér bújarðir í því umhverfi, sem seinna fékk nafnið Garðar. Á norður- bakka þessarar kvislar, il/\ milu vestur þaðan sem nú er Garðar þorp ánafnaði Jón föður sínum heimilis- réttarland (]/\ sec.) því þá var hann of ungur til að taka rétt á bújörð fyrir sjálfan sig. Fór Jón svo að vinna að nauðsynlegustu umbótum á þessu tilvonandi heimlii, yfir sumar- timann; en um haustið kom fólk hans, ásamt fleiri fjölskyldum, frá Shawano sýslu, sem áður er getið, og hjálpuðust allir að við byggingu á bjálkakofum, fyrir fólk og bú- fénað. Eftir 3 ár bygðu þeir feðg- ar stórt og vandað bjálkahús, eftir því sem þá gerðist. Á þessum tíma og fram að 1886, vann Jón bæði við landbúnað með föður sínum og hjá öðrum, eða aðra algenga vinnu, og part af þeim tíma við búðarstörf. Vorið 1886 kvongaðist hann Guð- björgu Guðmundsdóttur Pétursson- ar, bónda frá Smiðsgerði í Kolbeins- dal í Skagaf jarðarsýslu. Móðir hennar var Þorbjörg Finnbogadótt- ir, einnig Skagfirsk að ætt. Þau hjón bjuggu ijú mílu norðvestur af Mountain þorpi. Það ár tóku þau Jón og Guðbjörg við búsforráðum af foreldrum hans. Gaf þá Jón eldri sig meira að bókbandsiðn sinni, og var snild á öllu hans verki í þeirri grein, eins og fleiru frá hans hendi. Sigurbjörg móðir Jóns var blind síðustu 7 árin, áður en hún dó, og part af þeim tima rúmföst. Hún andaðist í apríl 1904, en Jón í júlí 1909, og hafði þá verið rúmfastur í 8 ár. Má þvi nærri geta hversu mikið það hefir bætt á áhyggjur og umstang hjónanna að annast þessa krossbera með annari eins nákvæmni og alúð eins og þar var gert; en sem varð þó eðlilega meira hlutverk tengdadótturinnar. Þar að auk var þriðja gamal- mennið á heimilinu sem var lítt sjálfbjarga síðustu ár æfinnar. Guð- finna Jónsdóttir, systir eldra Jóns. Er þvi auðsætt hvað mikið hér vai að starfa, þar sem líka um stóran barnahóp var að ræða, sem þurfti að fæða, klæða, og koma á skóla, á degi hverjum, fyrir utan öll önnur vanaleg bústörf. Þrátt fyrir alt þetta gegndi Jón margs konar opin- berum störfum. Skólahéraðsskrif- ari var hann í 30 ár. Virðingar- maður Garðarhrepps í 35 ár. Sýslu- nefndarmaður Pembina sýslu i 4 ár, og þingmaður á tíunda þingi Norð- ur Dakota-ríkis. Á þessu sézt hvað mikla almennings tiltrú hann hafði, enda kom hann fram íslendingum til sæmdar, hvaða stöðu sem hann skipaði. Jón var bæði hygginn og samvinnuþýður maður, vel lesinn bæði á íslenzka og ameríska vísu og því skemtinn og ræðinn heim að sækja, og svo alúðlegur í viðmóti, að það var eins og geislaði af ásjónu hans þegar hann ræddi þau mál, er honum voru hugðnæm. 1 kvæði er St. G. St., frændi Jóns, sendi honum á 50 ára afmæli hans eru þessi stef: “Fegurst enn á fimtugs brár festir geisla morgun-eldsins: þótt að slái á efri ár aftanroði sumarkveldsins.” Þessi lýsing á Jóni átti vel við hann fram á síðustu ár. Árið 1899 lét Jón byggja stórt og vandað timburhús með nýtízku sniði, þar sem fjöEkyldan hefir síð an búið, og var Jón Jónsson frá Munkaþverá í Eyjafirði yfirsmiður að þvi. Seinna var bygt vandað , gripahús með súrheysgeymi við, ali- fuglahús og akuryrkju verkfæra skúr. Alt mögulget var gert til þess að öllu lifandi liði sem bezt, og akuryrkjuverkfærin entust sem lengst. Þar voru hyggindi sem i hag komu, fyrir alla aðstandendur. Þannig var hans umhyggjusemi varið frá þvi fyrsta til hins síðasta. | Þau Jón og Guðbjörg eignuðust j 13 börn. Tveir drengir dóu í æsku, Jón á fyrsta ári, Bogi á öðru. Einn pilt mistu þau 25 ára að aldri, Stefán Pétur, og eina fullorðna dóttur, Clara að nafni. Á lífi eru 5 synir og 4 dætur. Eftir aldri talin: Emily, gift Hjálmari A. Bergman, K.C., í Winnipeg; Friðrik Guð- mundur, bóndi á föðurleyfð sinni, kvongaður Sigurlaugu Skaftason; Jón Helgi, bóndi 1 mílu suðvestur af gamla heimilinu, kvongaður Guð- rúnu Magnúsdóttur Melsted; Fjóla, r ógift, bókhaldari hjá japönsku inn- flutningafélagi í Seattle, Wash.; Sigrún, gift Emil J. Sigurðsson bónda á næstu bújörð við gamla heimilið hennar; Lillian May, gift Albert E. Funk, póstafgreiðslu- stjóra í Hebron, N. Dak.; Magnús Bogi, “Resettlement” umboðsmaður i McClusky, N. Dak.; Percival, ( læknir i Flin Flon, Manitoba; og ( Gestur, sem nú er að stúdera fyrir | “masters degree” í efnafræði við (rikisháskólann í Fargo, N. Dak. 1 l’æði harin og Magnús áður út- . skrifaðir af þeim skóla m.eð B.Sc. I degree. Gestur búinn að vera skóla- | stjóri við miðskóla á Mountain i tvö og hálft ár. Þeir þrír síðast- töldu allir ókvæntir. Jón var meðalmaður á hæð, bein- vaxinn og svaraði sér vel. Liðleg ur á velli og snar í öllum hreyfing- um; ljúfmannlegur í allri fram- komu. Út úr bláum augum hans skein alúð og innileiki og handtakið var hlýtt og traust. Hann unni skáldskap og söng og yfirleitt öll- um fögrum listum. Sjálfur var hann raddmaður góður á yngri ár- um. Mér finst það eiga vel við hann sem Kristinn Stefánsson segir í eftirmælum um Skafta Brynjólfs- son: “Ef sást þú hann, þá sást þú mann, í samræðunum hver það fann, að einhver veigur var í þvi, sem vitið brendi svörin í; og þetta handslag — þér svb nýtt— um þig fór eins og veður hlýtt.” f trúarskoðunum var Jón mjög svo ifrjálslyndur; gat ekki felt sig við ýmsar þær kenningar, sem orthodoxian heldur fram, enda var 25 oz. 40 oz. §2.15 $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerð I Canada This ad vt rtiaerntnt is not inserted by the Oovernmení Idquor Control Commiasion. The Commission is not responsible for statements made as to the quality of products advertised. hann einlægur stuðningsmaður þeirrar stefnu í kristindómsmálum, er séra F. J. Bergman var leiðtogi fyrir á seinni árum; jafnvel þó hann um síðir gæfi það eftir að hinir tveir söfnuðir í Garðarbygð sam- einuðust undir merkjum kirkjufé- lagsins. En saTnkomulag bygðar- manna og samúð í hvívetna var hon- um fyrir öllu, og mun það hafa ver ið aðal ástæðan fyrir þvi að hann varð því hlyntur. Allri kirkjulegri starfseini, sem hann vann að, lagði hann sitt óskift fylgi, eins og öllum öðrum málum, er hann lét sig nokkru skifta. Veitti því stuðning, sem hann áléit réttast vera, en reiðu- búinn að hliðra til, ef um skoðana- mun var að ræða, sem gat valdið misklíð. Lífsskoðun Jóns gat verið innifalin í eftirfarandi erindi: (þýddu af P>en. Þ. Gröndal) “Eg trúi á kærleiks-blæinn blíða, sem birtist, Jesús, fyrst í þér; að þeirri hjálp og huggun lýða, eg halla’ i von og trausti mér. Eg hirði ei neitt um hefð né bauga í hafi kærleikans mig lauga.” Þessari lífsskoðun, eða trú, lifði Jón og starf hans alt var í samræmi við það. Jón var búinn að finna til þess lasleika til nokkurra ára, er seinast vann bug á honum,, var búinn að vera langan tíma undir læknishendi, og síðustu tvo mánuðina sem hann lifði alveg rúmfastur, en þó þján- ingalitill mest af timanum. 2h. des- emiber s.I. lcom hin þráða hvíld — hvíld eftir langt og erfitt æfistarf, —en þó um leið sigursælt og gleði- rikt, þegar litið er til baka yfir far- inn veg með ástríkri eiginkonu og góða og efnilega barnahópnum stóra, sem öll voru orðin fyrirmynd- arfólk, hvert í sinni stöðu. Á annan dag jóla fór minningar- athöfnin fram undir umsjón séra H. Sigmar; fyrst húskveðja heima og svo í eldri kirkjunni á Garðar, þar sem hann hafði lengst starfað i þarf- ir kristindónlsmálefnanna. Tvö af börnum þeirra hjóna gátu ekki ver- ið viðstödd kveðjuathöfnina, þau Percival og Lillian. Hin öll voru þar, ásamt tengdadætrum og sonum og mörgum barnabörnum, og svo fj'ölda annara náinna ættmenna f jær og nær, auk allra Garðarbygðar-búa þeirra er heimangengt áttu og margra úr hinum öðrum bygðum nýlendunnar. Með söknuði og hrygð í huga og innilegri hluttekning til nánustu vina og ættingja fylgdi þetta samferðaifólk Jóns Jónssonar hans jarðnesku leyfum til hins síð- asta hvílurúms. En öll munum við þó hafa stefnt huganum hærra, til þess móttökustaðar er hans sálrænu tilveru var tilbúinn fyrir handan þau takmörk, er okkar jarðneska sjón fær greint. Þó að hvilureitir hinna jarðnesku leyfa ástvina okk- ar geti vakiö hjá okkur endurminn- ingar um horfnar samverustundir, eins og frændi Jóns, St. G. St., kemst svo vel að orði, í einu af kvæðum sínum: “Á ástvinamoldum grær minningin hlý, og minjarnar stærri’ en oss dreymdi’ um, Vér berum á höndum oss huganum í hvert hollustu verk sem við geymd- um. Þá yngist hver vinsemd og velgerð á ný, þá vekst upp hver þökk sem við gleymdum.” Þó þetta sé sannleikur, þá.samt skýrist enn betur fyrir hugarsjón- um flestra, að upp frá gröfinni þarf að líta til að fá hugarfró á erfiðustu sorgarstundum Hfsins. Þegar ást- vinirnir hafa kvatt okkur fyrir fult og alt, að jarðneskum samvistum, þá verður víst flestum að okkur það til hugarléttis og svöluntir, að beina hugsun okkar út fyrir hinn sýni- lega sjóndeildarhring, inn á hin æðri tilverustig, þar sem við búumst við að mæta siðar ástvinum okkar og vinum. Hugurinn leitar hærra, þá hverfur alt- hið smærra og eymd og angist dvín ; frá alheims undra veldi, á æfi hinsta kveldi oss kærleiks-sólin kröftug skín. Vertu sæll, vinui;, og þökk fyrir samfylgdina og alt gott! Eg trúi því staðfastlega að þú haldir áfram að starfa í þínu nýja umhverfi, öðr- um til góðs og blessunar, með að- stoð þess kærleiksmáttar er öllu stýrir. Og þú kæra frænka, eg veit að söknuður þinn er sár, en það ætti að vera þér stór huggun í mótlæt- inu að hafa notið ástríkis annars eins manns í meir en hálfa öld, og allra ykkar elskulegu afkomenda og tengdafólks, um lengri og skemri tíma. Eg veit að umhugsunin um það gleður þig, vitandi einnig að alt verður gert, sem í þeirra valdi stend- ur, til að þér geti liðið sem bezt. Þar að auk mun ótal velvildarhug- skeytum verða stefnt til þín frá þeim stóra vinahóp, sem kynst hefir ykkur og heimili ykkar á síðastliðn- um 50 árum. Megirðu huggun, hlifð og skjól og harmalétti finna, . við ylríkið frá ástarsól allra barnanna þinna. Th. Thorfinnson. Síðdegis Flntt á sumardags fyrsta samkomu kvenfél. “Líkn” í Blaine. Einhverju sitmi bar svo við, sið- degis á nýbyrjuðu sumri, áð ung eiginkona sat hjá látinni, elskulegri dóttur sinni, sem bera skyldi til graf- ar næsta dag. Það sem einkum hvarflaði í huga hennar þessa stund, var sú hugsun, að þegar nú hún sjálf, eftir nokkur ár kæmi til him- ins þar sem dóttirin elskaða dveldi í ljósinu hjá englum Guðs, myndi dóttirin verða búin að gleyma móð- ur sinni, og ekki þekkja sig aftur. Þetta sama kvöld gengur unga konan úti í blómagarði sínum og hugsar um það hvort ilmur og feg- urð blómanna og dásamlegur ljómi sólarlagsins, geti ekki vakið hjá sér ráð til þess að senda dótturinni móð- urlega kveðju til himins, Hún fellir nokkur tár á angandi laufblað, lyftir því svo á ofurlítið sólroðið ský nið- ur við sjóndeildarhringinn í vestr- inu, og ætlar því að svífa upp gegn- um ómælisvíddina með þetta kær- leiks teikn til dótturinnar. Um sama leyti kemur dálítill vindblær, lauf- blaðið fýkur niður. en skýið leysist í sundur og hverfur. í sama mund vekur lævirkinn eft- irtekt hennar, þar sem hann situr í kveldkyrðinni, og syngur svo und- urglaður lofsöngva fyrir höfund til- verunnar. Henni dettur í hug að láta laufblaðið á vængi hans, í þeirri von að hann muni koma því til skila. En eftir nokkur augnablik dettur hið dýrmæta laufblað niður við fætur hennar aftur, og hún grætur. Ein af kirkjum bæjarins var þarna allnærri. Þaðan heyrðist óm- urinn af dásatnlegum sálmasöng. Fólkið var að fagna sumrinu með bænagjörð og sálmasöng. Konan varð nú glöð við og lyfti sending- unni á hina þróttmiklu vængi söngs- ins, sem bar hana alla leið inn um hið gullna hlið himins. MÓÐURKVEÐJA SEND TIL HIMINS |Til hennar eg boð vil að bérist, sem blíðast eg elskaði hér. Mitt ætlunarverk er ei unnið. En ung héðan kölluð hún er. Til himinsins bústaða björtu burtu svo langt héðan frá; dóttirin elskaða eigi orð mín því heyra nú má. Ó, hvað vor vilji er veikur og vonin i framkvæmd er sein. Mér skilnaðar sársauki sviður, í sorginni græt eg alein. Til hennar eg helzt vil það senda sem hjarta mitt dýrmætast á, að engill það fyrir mig flytti, svo fengi hún ást mína að sjá. Á laufblað eg fáein tár felli, þau fegurstu’ er móðirin á; þau breytast í blómknappa fagra burtförnu smámeynni hjá. Um kveldstund eg laufblaðið lagði á ljósroðið aftan-ský; vindblær það fyrir mér feldi, það fauk niður vestrinu í. Eg lævirkjann bað það að bera um bláviðan himins geim, en flughraðinn vængi hans veikti og veglengdin ofraun var þeim. Til jarðar féll laufblaðið litla þá laugaðist tárum min brá eg boðbera engan átti, að uppflytja hjarta míns þrá. Eg heyrði frá kirkju þá hljóma, hreimsætan inndælan söng og eg varð af unaði hrifin og eigi varð sorgin þá löng. Með ljósvakans leiftrandi hraða hann lyfti sér himininn í, þá söngsins á svanfleygu vængjum eg sendi upp kveðjuna á ný. ■Og söngurinn hóf sig .til himins þeim heilögu bústöðum nær, hærra en auga vort eygir og andi manns skynjað fær. Þá komst min ást-kveðja einnig innum ’ið gullna hlið, nú rósöm í anda eg uni ánægð með stundlega bið. (Ort eftir enskri fyrirmynd) Kristín D. Johnson. Sjálfstœtt fólk II. Framh. frá bls. 5 Bjartur sé trölí. Má vel vera að hinn nýi skóli geri engan mun þess- ara hugtaka. Og finst mér það svara til þeirrar smekkvísi, sem vill gera andstæðu fegurðarinnar að undirstöðu listarinnar. Fyrir mörgum árum las H. K. Laxness upp hér í Winnipeg smá- sögu, sem mig minnir hann nefna “Sögu frá Nýja íslandi.” Eg var einn af áheyrendum, þótti mér sag- an góð og hefir orðið minnisstæð. Hygg eg hún muni verða þeim mun langlífari heldur en “Sjálfstætt fólk” sem hún er menskari og list- inni og lífinu trúrri. Ef til vill er það vegna þess, að “fjarlægðin geri fjöllin blá” að eg get ekki fallist á bölsýni sögunnar um framtíð íslands. En það er hvorttveggja: eg veit að íslenzk þjóðmenning er ekki eins hrakleg og saga þessi vill vera láta, og eg trúi því að bætt bjargartæki undir yfir- ráðum skynsamlegs mannvits geti og muni bæta úr mörgu því, sem þrengt hefir að menningunni, svo ekki sé ástæða til að láta hugfallast. Hjálmar Gíslason.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.