Lögberg - 05.08.1937, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.08.1937, Blaðsíða 1
50. ARGANGUB 1 WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. AGÚST, 1937 1 / NÚMER 31 Fimm þúsund . manns sæl kir 1 [s. lend] ingad agana að Giml li ogHnausum Ávarp Fjallkonunnar á Islendingadaginn á Hnausum 31. jíUí 1937. StórskáldiÖ Matthías Jochumsson sem orti þjóösönginn okkar fræga, “Ó Guð vors lands,” og sem nú hefir verið sunginn, mælti eitt sinn til Vestur-íslendinga í einu sínu feg- ursta og kröftugasta kvæði á þessa leið: “Særi eg yður við sól og báru, særi yður við líf og æru yðar tungu, (orð þó yngist) aldrei gleyma í Vesturheimi. Munið að skrjfa meginstöfum mannavit og stórhug sannan. Andans sigur er æfistundar eilífa lífið. Farið heilir!” Vil eg nú við þetta tækifæri gera þetta erindi að einkunnarorðum mínum er eg í nafni okkar ástkæru ættjarðar ávarpa ykkur á þessum minningaríka þjóðminningardegi Vestur-f slendinga. Hjartkæra bam mitt vestan Atlants- ála, Ættjörðin sjálf þér fagnar dýpst og mest. í hugarlundi minningarnar mála Þá morgunstund, sem fegurst var og bezt. Á liðnum öldum máttur móður þinnar Á morgni landnáms hafði gróður fest Iyandssjóður dýrstur þróttur þjóðar- innar í þúsund ára stríði sigur vann. Trúmenska hennar gætti glóðarinnar Á gæfuleið hún sína köllun fann. En áður hafði eg ort mitt bezta kvæði Er eldur harrna í sálu rninni brann. Þó jökla mína ei sumarsólin bræði, Sveitirnar finna hjá þeim öruggt skjól Og lífsins geta notið þar i næði Við náttúrunnar fagra höfuðból. Þar hrærast dýpstu strengir landsins laga Og ljóssins álfar búa í hverjum1 hól. Já, þar var börnum sögð hin fyrsta saga Á sveitabæ við húmsins þagnareld, í fögrum lundi leikin harpa Braga Og ljóð og hetjukvæði í stuðla feld Og þjóðin fann sinn eiginn mátt og megin. Og manndóm þroskast við hvert sagna kveld. Minn sagna-auður verður ekki'veg- inn Á vanans met, sem dýrsti jarðar- málmur, Því rót hans er og æðaslög hans eigin Og andi hans minn skjöldur, sverð og hjálmur, Sem lífsins tré skal ljóðs og sagna gróður Um löndin breiða sínar fögru álmur. Sú erfð er þín ef metur góða móður Og málið, sem hún kendi þér til forna, Megi það verða lífs þíns æðsti óður f útlegðinni Þá mun aftur morgna. Vínland hið góða, vonalandið nýja, Verðmæti þinna linda ei mun þorna, Gef mínum börnum, er í faötn þinn flýja Þann fögnuð, sem er mestur hér á jörðu, Vizkunnar mátt við móðurskaut þitt hlýja, Mennina frjálsa, sterka og sanna gjörðu. í framtíð verði áhrif íslenzkunnar Með orði treyst af vörum Fjallkon- unnar. Á. E. Björnsson. MISS PEARL PÁLMASON \ Þau góðu tíðindi flytur Lögberg lesendum sínum, að fiðlusnillingur- inn, Miss Pearl Pálmason, siglir frá Montreal á föstudaginn kemur á- leiðis til London, þar sem hún stund- ar framhaldsnám á næstunni. Þetta hefir henni orðið kleift vegna þess, að nokkrir vinir hennar í Winnipeg stofnuðu dálítinn sjóð, að meðtöld- um fáeinum utanbæjarmönnum, í því augnamiði að greiða götu henn- ar. Svo vel hefir Miss Pálmason miðað áfram á hinni torsóttu braut listarinnar, að nú stendur hún við dyr heimsfrægðar. Vinir hennar árna henni góðs brautargengis, og treysta því að hún komi heim aftur með sigurpálmann í hendinni. ÍSLAND (Flutt á Gimli 2. ágúst, 1937) “Þar roðnar aldrei sverð af banablóði, þar byggir gyðjan mín sin himintjöld.” —Ben. Gröndal. Vér fornaldar dygðirnar dáum og drengskap, er aldrei vér sáum: þar alt sýnist heilagt og háleitt, af hrifningu fólkið er dáleitt. Nú finst oss sem þjóðinni þrotinn sé þróttur, og flugvængur brotinn, og trústyrkur flúinn af Fróni og farinn með Hallgrími’ og Jóni. Já, þeir kunnu’ að blóta og bölva og brothættar sálir að mölva, og ógna með sífeldu suði um syndir — og refsing frá guði. Þó gott sé hins gamla að minnast, er guðsorði hætt við að þynnast, sem tuggið er aftur og aftur:— Hann eyðist þess skapandi kraftur. Vér þykjumst ei þekkja né sjá menn, er þjóðina leiði sem spámenn:— En hvar er wú haglegar stjórnað ? á helgara altari fórnað? Það logar í ófriðar eldi hvert einasta “menningar” veldi:— Til vopna og víga í samtíð þau veðsetja barnanna framtíð. Hver óþjóðin flýgur á aðra sem eitruð og hvæsandi naðra. Um háloftið herdrekar fljúga og helvízkum eldgusum spúa. En Island sem öruggur klettur, hinn aleini friðsæli blettur. Þar heimssálin vakir á verði og veit ekki’ af byssu né sverði. Þó margur þar hörmung sé háður, er helvíti mildara’ en áður, og fordæmdu sauðirnir færri, en frelsaði hópurinn stærri. Ef þjóðin er vegin í þátíð er þyngd hennar einstæð og fátíð'; en þó á hún sálríkri samtíð og sér út í dýrðlegri framtíð. Sig. Júl. Jóhannesson. ÍSLAND (Flutt að Iðavelli við Hnausa, 31. júlí 1937) Áttaviltur Islendingur enginn sé í dag! Æðaslögin enn hin sömu, undirspil og lag. Við oss blasir móðurmyndin minjadjásnum sett. Þennan dag er austrið eina áttin, sem er rétt. Sólargull og mánamildi merla þína brá. Innsýn djúp og útvirk hyggja afreksverkum spá. Stolt og víðskygn íslenzk æska erfa landið skal; breyta í akur Berurjóðri, blómgva sérhvern dal. Bjarminn út frá Egils ljóði eggjar heitt í dag. Stórra verka minning mótar morgundagsins lag. Tærra linda langspil vekur ljóðaþjóð til starfs. Slær í takt við himinhelgi hjarta norræns arfs. Allir draumar, allir straumar ávalt leita heim! Viljinn brúar allra átta, allra vídda geim. Eínnþá speglar elda forna íslenzk þjóðarsál: Ilallgrímsljóð og Lilju Eysteins— landans Hávamál. Island hækkar, Island stækkar; alt fær nýjan brag. Alt, sem lækkar, alt sem smækkar útlægt sé í dag! Vökusveitir allra alda um þig haldi vörð ; sérhver æfi Islendingsins eilíf þakkargjörð! Einar P. Jónsson. Minni Veáturheims (Flutt á Gimli 2. ágúst, 1937) Þeir leita til þín enn úr austurvegi, sem æðra líf á jörðu vorri þrá. A himni þínum blikar brún af degi er böðlum hervalds ógnar mest að sjá. Og allir þeir, sem ánauð reyrði böndum, og örbyrgð þjáir, fella hug til þín. Því kom þér úrvalslið frá mörgum löndum sem ljósi þínu felur börnin sín. Þú býður öllum beztu lífsins gæði; - við borð þín full en enginn settur hjá. Þú heimtar aldrei auð né veizluklæði; en alúð, traust og sanna frelsisþrá. Að margir guldu vanþökk velgjörð þinni er vafalaust; en stærri er hópur sá, sem helgar þér það alt í eigu sinni, sem auðgar þig og hag þinn styðja má. Við Islandsniðjar fluttum f jársjóð vestur, þann föðurarf, sem ganga skal í ætt. Og svo mun haldast hagur allra beztur, að hans sé vel og dyggilega gætt. Á þennan andans auð, í sögu og kvæðum, skal öllu meira en gullið rauða treyst. Og munum vel, að á þeim fögru fræðum var feðra vorra sanna menning reist. Oft heimta þeir, sem betur vilja byggja, að burtu sé því gamla öllu fleygt. En ráð mun þó að láta ósnert liggja það lagið, sem að reyndist traust og seigt. Og eins mun bezt að stuðlar allir standi, er storminn þoldu og klufu alda flóð. Að eiga bjarg, en byggja hús á sandi, slíkt bráðræði ei sæmir neinni þjóð. Við látum enn um áratugi marga, með einurð fullri hljóma norrænt mál. Og reynum ávalt öllu því að bjarga, sem eykur dug og göfgar þjóðarsál. Þú Vesturheimur, griðland þreyttra gesta, við göngum, frjálsir menn í lög þín inn. Þitt afl er frelsi, vit og viljafesta, sem virðir ætíð hæstan drengskapinn. K. S. Pálsson. Hátíðahöldin í Nýja Islandi Eftirminnileg voru þau og mikil- fengleg hátíðahöldin, sem fram fóru i Nýja Islandi á laugardaginn að Hnausum, en á mánudaginn á Gimli. Uím 5,000 manns sóttu há- tíðir þessar til samans, og hvíldi yfir þeim hinn yndislegasti blær. Bygð- arlögin norður við Vatnið voru svip- fögur og vingjarnleg; gróðursæld mikil og létt yfir fólkinu. Skemti- skrár á báðum stöðum næsta fjöl- breytilegar; ræður og kvæði, söngv- ar og ávörp tiginna gesta, sköpuðu áhrifamikla litblöndun. Ánægju- legt var það, hve margt af unga fólkinu var viðstatt, og fylgdist at- hyglislega aneð öllu því, sem fram fór. Að minsta kosti í Nýja íslandi á íslenzkan sér langt líf fyrir hönd- um. Fjallkonurnar á báðum þess- um stöðum báru sig tígulega, og hið sama er að segja um Miss Canada á Hnausum. Karlakór ÍSlendinga i Winnipeg jók mjög á ánægju þeirra, er á há- tíðina komu, sem og ungmevja- flokkur sá, er söng á Hnausum. Þessa starfsemi ber íslendingum að meta vel og réttilega.— Nokkumveginn einróma álit mun það vera, að sjaldan hafi betur tek- ist til um hátíðahöld með oss en þessi nýafstöðnu. Enda veltur mest á því, að sérhvert spor miði fram á við, jafnt í þjóðræknismálum vorurn sem á öðrum sviðum. Islendingadagarnir eiga djúpan og mikilvægan þátt í þjóðræknisvið- leitni vorri. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að Vestur-lslend- ingar sameinist um einn Islendinga- dag! BEIN SÓLVEIGAR FRA MIKLABÆ. GRAFIN AÐ GLAUMBÆ, Siðastliðinn sunnudag voru jarð- sett að Glaumbæ í Skagafirði bein Sólveigar frá Miklabæ, er dó nálægt 11. apríl 1778 og þjóðtrúin setti í .samband við hvarf sérp. Odds Gísla- sonar að Miklabæ aðfaranótt 2. október 1786. Lágu bein hennar í kirkjugarði að Miklabæ, en hún á að hafa á miðilsfundum í Reykja- vík flutt ítrekaðar beiðnir um að vera grafin upp og flutt að Glaum- bæ. Kveðjuathöfn fór fram að Mikla- bæ er beinin vom flutt þaðan. Fjöl- menni var á báðum stöðum. At- höfnina framkvæmdi séra Lárus Arnórsson að Miklabæ. — Alþ.bl. 14. júlí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.