Lögberg - 05.08.1937, Síða 2
2
LÖŒBEBG, FIMTUDAGINN 5. AGÚST, 1937
Fyrsta blaðamannafélag Islands
Eftir Þorstein Gíslason
1 sambandi við 6o ára afmæli Isa-
foldaqjrentsimáÖju hefir Morgun-
blaðið beðið mig aÖ segja eitthvaÖ
frá kynningu minni viÖ Björn Jóns-
son ritstjóra. Eg ætla j>á að segja
nokkuð frá fyrsta blaðamannafélagi
Islands.
—Eg kyntist Birni Jónssyni fyrst
persónulega er eg kom heim frá há-
skólanum í Khöfn sumarið 1896 og
tók, skömmu síðar, að gefa út blað-
ið ‘Tsland.” Björn var þá um
fimtugt og var alment talinn mikil-
hæfasti blaðamaður landsins. “ísa-
fold” var þá stærsta blaðið hér, og
Einar H. Kvaran hafði um nokkurt
skeið verið samverkamaður Björns
við ritstjórnina. Við hin hlöðin
unnu aðeins ritstjórarnir einir( og
var “Þjóðólfur” stærst þeirra og
mun hafa haft álíka útbreiðslu og
“Isafold.” Hin blöðin voru “FjaiU
konan,” blað Valdimars Ásmunds-
sonar, og “Dagskrá,” sem Einar
skáld Benediktsson var þá nýlega
farinn að gefa út. Svo bættist “ís-
land” í þennan hóp í ársbyrjun 1897.
Annar þektasti blaðamaðurinn frá
fyrri árum, Jón Ólafsson, kom heim
frá Ameríku vprið 1897, eftir nokk-
urra ára dvöl vestra, og settist hér
eftir heimflutning stjórnarinnar
1904, og voru þá báðir komnir á efri
ár. En i þeim deilum hlífði hvorug
ur öðrum, eins og margir hljóta enn
að muna. Það mun því vera álit
flestra, sem muna þær deilur,
þeir hafi verið svarnir fjandmenn
En svo var aldrei í raun og veru
Það var alt af einhver taug af eldri
vináttu lifandi hjá báðum. Eitt dæfmi
get eg sagt um þetta.
Skömmu eftir að Björn varð ráð
herra, sumarið 1909, sá eg þá tVo
einn morgun ganga lengi hlið við
hlið um Lækjargötu og nærliggjandi
götur og voru þeir að sjá mjög svo
bræðralegir. Og eftir gönguna urðu
þeir samferða upp í stjórnarráð. Eg
mætti Jóni síðar um daginn og
spurði hann i spaugi, hvort hann
væri nú að verða stjórnarmaður
kvaðst hafa séð þá Björn á göngu
um imorguninn, og síðan hefðu þei
leiðst upp í stjórnarráð. Jón sagði
að þeir hefðu verið að rifja upp
gamlan kunningsskap. Björn hefði
talað um, að hann væri nú orðinn of
gamall til þess að gegna ráðherra
embættinu, en að hann hefði haft
gaman að því, ef hann hefði verið
. svo sem 20 árum yngri. Um ferðina
að. Eftir þinglokin 1897 varð hann I , '
, • J ■*/ 1 upp 1 stjornarraðið sagði Jon mer
ritstjori að blaði, sem het Nyja old- | þetta; Hann hafði nýJega fiC út
in” og var gefið ut af forsprökkum 1, ,. , r ,,
° b ... - bok, sem hann nefndi Moðurmals-
kaupfelaganna. Þeir Bjorn og Jon , ,, . „ . • . *
r.fr, , bokina, og hafði sent Birm hana að
gjöf. Hún lá nú á skrifborði hans
voru vinir frá æskuárum, sambekk-
ingar í skóla, að mig minnir. Og
þetta haust höfðu þeir forgönigu í
því, að hér var þá stofnað fyrsta
blaðamannafélagið. Þeir komu báð-
ir heim til mín nokkrum sinnum til
þess að tala um þetta og eg félst
bráðlega á það, að vera með í félags-
skapnum. Vissa var þá fengin fyrir
því, að þau Valdimar Ásmundsson
og frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem
gaf út “Kvennablaðið,” yrðu bæði
með. Jón Ólafssyni var svo falið
að tala við Hannes Þorsteinsson, rit-
stjóra “Þjóðólfs,” en mér við Einar
Benediktsson. En hvorugur þeirra
var fáanlegur til þess að vera með.
Þessir blaðamenn urðu þá stofn-
endur félagsins: Björn Jónsson og
Einar H. Kvaran, Valdimar Ás-
-mundsson og frú Bríet Bjarnhéð-
insdóttir, Jón Ólafsson og Jón
Jacobson, sem var útgáfustjóri
“Nýju aldarinnar,” og eg. Félags-
stofnunin var gott verk og nytsam-
legt. Með henni átti bæði að vernda
sameiginleg hagsmunamál þeirra,
sem við blaðaimensku fengust, og
líka að bæta viðræðutón blaðanna
hvers gegn öðru. Þetta var hugs-
unin. Og fyrst framan af var bezta
samkomulag í félaginu. Fundir
voru haldnir vikulega, alt af á kvöld-
in. Þeir voru haldnir í veitingahúsi,
og Björn, Jón og eg borðuðum alt
af kvöldverð á fundarstaðnum áður
en fundir hófust, og sumir hinna
einnig öðru hvoru. Oft var setið
lengi fram eftir kvöldum og kaffi
drukkið. Einkum voru það við þrír,
Björn, Jón og eg, sem venjulega
vorum þaulsætnir þarna og sátum
stundu/m fram á miðjar nætur. Bar
þá margt á góma og eg hafði mikla
skemtun af samtali og sögum þeirra
eldri mannanna. Þeir voru kátir og
léku á als oddi, er þeir mintust á
ýmislegt frá fyrri árum, eða sögðu
sögur af mönnum, sem þeir hvor um
sig áttu í höggi við. Það var ein-
kennilegt í viðræðum þeirra, að þeir unni
uppnefndu bæði menn og hús í bæn.
um, og var auðheyrt, að þetta hafði
verið leikur þeirra þegar þeir voru
hér saman á yngri árum. Á þess-
um fundum greindi þá aldrei á um
neitt mál og réðu þeir mestu utn alt,
sem fram fór í félaginu. Þeir höfðu
þá aldrei átt í persónulegum illdeil-
um hvor við annan, þótt þeir hefðu
auðvitað stundum haldið fram ólík-
um skoðunum í blöðum sínum með-
an báðir voru hér ritstjórar á uim-
liðnum árum. Og þegar Jón fór til
Ameríku gekst Björn, ásamt fleir-
um, fyrir kveðjusamsæti, sem hon-
um var haldið, og f lutti þar um hann
mjög vingjarnlega og lofsamlega
ræðu.
Persónuleg illindi milli þeirra
Björns og Jóns áttu sér ekki stað
í stjórnarráðinu og kvaðst Björn
hafa lesið hana og lét mjög vel yfir
“Svona verk eiga að launast af opin-
beru fé,” sagði hann, reis svo á fæt-
ur og bað Jón að bíða sín litla stunc
þar inni. Hann kom svo inn aftur
með nokkurra hundraða króna á-
visun á landssjóð og rétti Jóni. “Eg
vil afgreiða þetta undir eins,” sagð
hann, “svo að það falli ekki
gleymsku.”
Eitt af þeim málum, sem Blaða-
mannafélagið tók fyrir, var að koma
á sameiginlegri stafsetningu meðal
sem flestra af þeim, sem við ritstörí
fengust. Var Pál'nii Pálsson íslenzku
kennari við Latínuskólann fenginn
til þess að flytja fyrirlestur í Blaða-
mannafélaginu um stafsetningu, og
siðan voru, með ráði hans samdar
stafsetningarreglur þær, sem kend-
ar hafa verið við Blaðamannafélag
ið. Samkomulagið um þetta mátti í
fyrstu heita gott innan félagsins og
höfðu þeir Jón Ólafsson og Björn
alla forgöngu í málinu. Eg einn
hreyfði athugasemdum við ýmsar
þær reglur, sem samþyktar voru, en
hinir voru að mestu leyti á einu
bandi. En mér var þetta hins vegar
ekkert áhugamál og stóð nokkurn
veginn á sama, hvað ofan á yrði.
Þær stafsetningarreglur , sem þá
tíðkuðust hér mest voru þrjár. Ein
var kend við Sveinbjörn Egilsson,
önnur ýmist við Konráð Gíslason
eða Halldór. Fr. Friðriksson, en sú
þriðja ýmist við Guðbrand Vigfús-
son eða Jón Þorkelsson fyrv. rektor.
Björn M. Ólsen rektor hafði á síðari
árum haldið fraim fjórðu stafsetn-
ingarreglunni, en þeim fylgdu fáir.
Stafsetning Halldórs Kr. Friðriks-
sonar hafði um langan aldur verið
kend í Latínuskólanum, svo að hún
var langalgengust meðal skólageng-
inna manna. Björn Jónsson hafði
Guðgeir Eggertsson
F. 19. apríl 1859 — D. 16. júni 1937.
Foreldrar hans voru Jíggert Guðnason og Ástríður Þor-
valdsdóttir, er lengi bjuggu á KoJbeinsstöðum i Kolbeinsstaða-
hreppi í Hnappadalssýslu. Dvald hann i föðurgarði þar til hann
réðist að Hábæ í Vogum í Gullbringusýslu 1876. Þaðan f luttist
hann til Vesturheims 1887. Hélt hann til í Winnipeg um tíu
ára skeið. Þá fluttist hann á bújörð í grend við bæinn Stony
Mountain, og var þar í f jögur ár. I desember 1898 gekk hann
að eiga Guðnýju Árnadóttur frá Hábæ í Vogum. Vorið 1901
fluttust þau til Þingvallanýlendunnar í Saskatchewan, og námu
land í grend við bæinn Churchbridge og komust í góð efni. Þau
eignuðust einn dreng barna, Eggert að nafni; er hann fæddur
29. ágúst 1901.
Árið 1933 brugðu þau búi og fluttust inn í bæinn Breden-
bury, og þar lézt Guðný 1. desember það ár. Bjó Guðgeir upp
frá því með syni sínum í eigin húsi þar til hann lézt. Hann var
jarðsunginn af séra S. S. Christopherson presti Konkordía safn-
aðar í grafreit safnaðarins þ. 18. júní; hvílir hann við hlið
konu sinnar. Var jarðarförin f jölmenn.
Nánustu skyldmenni Guðgeirs auk sonar hans eru hér-
lendis þau Mrs. Ástdís Johnson og Ásbjörn, systkini hans, sem
eiga heima í Winnipeg.
Guðgeir var sómamaður í hvívetna, og atorkumaður and-
lega og líkaimlega; þrekið var mikið og geðbrigði og hugsun
með rólegu jafnvægi, skoðanir voru sjálfstæðar, lundin dul með
afbrigðum og yfirlætislaus og föst.
Guðgeir var iheilhuga trúmaður, og starfsmaður ágætur
innan Konkordía-safnaðaq og forseti hans um nokkur ár; bar
hann hag safnaðarins fyrir brjósti til síðustu stundar.
Hin trúarlega festa gaf honum hugrekki í baráttunni við
örðugleika og mótlæti. Hann forðaðist alt víl og volgur ;
heyrðist aldrei af vörum hans vantraustsyfirlýsing til gjafara
allra góðra hluta; varð Ihonum og að trú sinni og efni hans
blessuðust vonum framar. Hann vann með kyrð og rósemi
störf sín, en alt gekk vel fram, sem gera þurfti. Aldrei átti
hann svo annríkt, að hann gæfi sér ekki tíma til að fagna gest-
um, er bar að garði. Var gott að koma á heimili þeirra hjóna.
og ríkulegur beini ávalt á reiðum höndum. Gott var að búa í
nágrenni við þau hjón; hjálpsemi og hlýleiki til orða og verka
dreifði sér út frá heimilinu.
Sæti þeirra hjóna er nú óskipað, en sár söknuður kveðinn
vinum öllum og vandamönnum, en huggun að vita Guðgeir
genginn á fund elskandi ektamaka og góðvina annara, sem voru
farnir á undan.
« /
Blessun Guðs náðar er árnuð öllum, sem leituðust við að
hjúkra og liðsinna homnn á sinni síðustu, ,og að sögn manna,
hinni fyrstu sjúkdómslegu hans, og þeim einnig öllum, sem
fylgdu hans jarðnesku leifum til grafar.
Hugljúf geymist minning þeirra Guðnýjar og Guðgeirs í
brjóstum skyldmenna og hinna mörgu vina f jær. og nær.
Fyrir hönd skyldmennanna,
5. S. C.
ÞAKKLÆTI
Öllum þeim, er á einn eða annan hátt tóku þátt í erfiðum
kringumstæðum og fráfalli okkar elskaða bróður og föður, Guð-
geirs Eggertsson; sérstaklega viljum við þakka séra S. S.
Ghristopherson, Miss Ghristopherson, Mr. og Mrs. Hjálmar
Loftson í Bredenbury, fyrir alla alúð og umhyggjusemi honum
og okkur auðsýnda, og þeim öllum, 'sern1 hjálpuðu til við útför-
ina yg lögðu blóm á kistuna. Guð launi og veri með ykkur
öllum.
Eggert Eggertson
Astdís S. Johnson
Asbjörn Eggertson.
alt til þessa fylgt skólastafsetning-
l Jón Ólafsson fylgdi að
mestu stafsetningu Jóns Þorkels-
sonar fyrv. rektors. Upp úr þess-
um tveimur stafsetningarreglum var
Blaðamannafélagsstafsetningin að
mestu Ieyti soðin, reglurnar teknar
jöfnum höndum úr báðum, en þó
farið nær stafsetningu Jóns Þor-
kelssonar.
fyr en í deilunum, sem risu hér upp J lét vel yfir.
Svo voru rithöfundum og embætt-
ismönnum úti um alt land send skjöl
með hinum nýju stafsetningarregl-
um og þeir beðnir að skrifa undir
samþykt á reglunum, ef þeir gætu
fallist á þær, og loforð um, að. fylgja
þeim þá fra/mvegis. Með fáum
undantkningum féllust þeir, sem
skjölin voru send, á reglurnar, og
hétu þeim fylgi. Hafði Björn haft
allan veg og vanda af þessu. Og nú
birti hann málalokin í “ísafold” og
En Halldór Kr. Friðriksson reis
>á upp og tætti hlífðarlaust í sund-
ur þessar nýju stafsetningarreglur.
Þar næst voru þær teknar til um-
ræðu í Stúdentafélaginu og þar reif
Bjöm M. Ólsen rektor þær niður.
En Björn Jónsson réðst þá á stjórn
\ Stúdentafélagsins í “ísafold” og
sagði, að hún hefði farið með þetta
•máí á bak við Jón Ólafsson, sem þar
var félagsmaður, til þess að staf-
setning Blaðamannafélagsins ætti
þar engan talsmann. Og er farið
var að deila um þetta í blöðunuim,
varð brátt úr því svo mikið hitamál
að furðu gegnir. Nýr fundur var
boðaður í Stúdentafélaginu og varð
mjög fjölmennur. Þar töluðu þeir
Halldór Kr. Friðriksson og Björn
M. Ólsen og vom sammála um það,
að rífa niður stafsetningu lBaða-
mannafélagsins, en þeir Jón Ólafs-
son og Pálrni Pálmason héldu vöm-
um uppi. Fundurinn var nær ein-
róma imeð þeim HaJldóri og Ólsen
og var samþykt að gefa innleiðslu-
ræður þeirra út og svo útdrátt úr
umræðunum. Ekki man eg samt,
hvort úr því varð.
En eftir þennan fund reis Björn
Jónsson upp með miklum móði i
“Isafold,” skrifaði fimm dálka grein
um fundinn og gerði skop að þei/m
Halldóri og Ólsen og að félaginu í
heild sinni.
“Það urðu tíðindi í Stúdentafé-
laginu hérna á föstudaginn var,”
sagði hann. “Ein hávirðuleg hefð-
armær í þeirri samkundu, rektor
Björn M. Ólsen, varð léttari og ól
fullburða fóstur, en ekki þar eftir
félegt; því faðirinn kvað vera Hall-
dór Kr. Friðriksson fyrv. yfirkenn-
ari. . . . Sængurkonan hafði verið
heldur ófrísk undanfamar vikur,
einkum eftir heimkomuna úr leið-
angrinum út af fomtungnanáminu í
Latínuskólanum. . . . Ljósmóðir að
króanum var einn undirkennarinn
(Þorleifur H. Bjarnason) og lagði
til að félagið tæki hann að sér til
fósturs. . .. Þá rak suma minni til
annars laungetnaðar, er félagið
hafði fóstrað, Brennivinsbókarinnar
sælu, með Malakoffsbragnum og
öðrum leirburði af sama tagi.” o. s.
frv.
Björn M. Ólsen varð afarreiður
þessari grein og svaraði henni með
miklum þjósti í “Þjóðólfi.” I næstu
grein B. J. í “ísafold” er það ljóst,
að hann hefir séð eftir því, hve ó-
hlífinn hann var í fyrri greininni.
Hann byrjar á því, að glensmæli sín
hafi hitt B. M. Ó. ver en ætlunin
haf vierið. “Mér þykir það illa far-
ið,” segir hann, “vegna þess að eg á
svo mikils góðs og ánægjulegs að
minnast í okkar löngu viðkynningu,
—eg get gjarnan sagt óslitinni vin-
áttu meiri hluta æfi okkar, eða hátt
upp í 40 ár, hér um bil frá því, er
við sáumst fyrst og settumst saman
á skólabekk.”
En deilunni uim stafsetninguna var
um tima haldið uppi í öllum blöðum
hér í bænum, ýmist með eða móti.
Hafði Pálmi Pálsson sagt það
fyrirlestri sínum í lBaðamannafélag-
inu, að deilur um stafsetningu gætu,
þótt lítt trúlegt mætti virðast, orðið
hið imesta hitamál, og kom það nú
skýrt fram, að hann hafði haft þar
rétt að mæla. Hann kom fram
deilunum með mestu lipurð og
reyndi að miðla málum. En hjá
hinum, sem deildu, var um enga
miðlun að ræða. Eg hvarf frá
Blaðamannastafsetningunni og færði
fyrir því ástæður á fundi, sem mér
fanst að hinir hlytu að taka til
greina. En við það var ekki kom-
andi. Eg varð annað hvort að fara
úr félaginu eða halda fa^t við staf
setningarreglur þess. Og er eg gerði
hvorugt, fékk Björn það knúið fram
með miklu harðfylgi, að'eg var rek-
inn úr félaginu. En Blaðamanna-
félagsstafsetningin hafði þegar
fengið mikið fylgi, eins og fyr seg-
ir, og hefir síðan verið mjög alment
notuð bæði á blöðum og bókum. En
deilan um hana sýnir, hve kapps-
fullur Björn Jónsson gat orðið; er
hann tók að sér að halda fram ein-
hverju máli.—Þ. G.
—Lesb. Mbl.
Bygðarfréttir
Þær eru nú helztar að tíðarfarið
hefir verið hið hagstæðasta, sem við
höfum séð síðastliðin 6 ár, svo það
lítur vel út með upp skeru á öllum
jarðargróðri. Markaður á búnað-
arafurðum er miklu betri nú en
undanfarin ár; smjörfitu pundið er
nú t. d. 23 cent allan júlímánuð, en
var ekki nema 13 cent sumarið 1932
(bezta sort). Góð ull var borguð
17—18 cent pundið í vor; hér á
Lundar, en var aðeins 3—4 cent
pundið sumarið 1932. Sláturgripir,
síðan i febrúar næstl., svo góðir
bændur hafa séð arð af atvinnu sinni
þertta vor. Vonandi er að ungir
bændasynir fari nú að byggja sér
upp heimili á búlöndunum grösugu
hérna við fiskivötnin og gifti sig
þessum efnilegu bændadætrum
hérna, sem of lengi hafa beðið eftir
sæmlegu gjaforði, af því þær eru
nógu vitrar til að varast félagsskap
við staðfestulausa menn. Nokkrir
landar búa þó ógiftir hér í bygðinni,
sem eru of feimnir til að leita sér
kvonfangs. Stúlkur ættu að fara
hiklaust á eftir þeim, meðan tími er
til, þvi það er sannarlega kominn
tími til að konur taki sér þann rótt,
að biðja sér manna sjálfar. Slíkt
hefði góðan árangur.
Heilsufar hefir verið gott þetta
vor, og engin slys orðið á mönnum
eða skepnum.
24. júní var haldið íþróttamót hér,
og margskonar aðrar skemtanir við-
hafðar, það var fjölsótt að vanda, og
veður hið inlælsta, sem hægt var að
kjósa, hitar höfðu verið afarmiklir
undanfarna daga, svo menn og
skepnur ætluðu að örmagnast við
vegabótavinnuna sem venjulega fer
fram í júní.
Þegar hitinn var orðinn 105 stig
í forsælu, og nálægt 125 móti sólu,
23. júní, hætti eg aðWinna kl. 12
og fór að synda í tjöm, sem er hér
rétt hjá, því eg er líkur ísbirninum
í því, að mér fellur illa ofsahiti,
enda er eg alinn upp norður við ís-
haf. En um miðaftan þann dag tók
Ása-Þór í taumana og sendi þrumur
og eldingar yfir landið, með svo ö.fl-
ugum stormi, að hitamollan hörfaði
undan alt suður að miðjarðarlínu;
þar á eftir lét hann steypiregn falla
yfir landið til að kæla, skira og
frjóvga alt sem fölnað hafði í hitan-
um. Þegar regnið var sem mest
hljóp eg út í gripahúsin og rak
vægðarlaust út hverja skepnu, sem
flúið hafði inn úr hitanum og flug-
unni; þær þurftu sannarlega að fá
gott bað eins og eg, en þær mis-
skildu mig eins og mennirnir gjöra
oft líka og litu undrunaraugum upp
á mig, eins og þær vildu segja:
Ósköp ertu vondur, að lofa okkur
ekki að sofa inni í svona veðri; við
emm hrædd!
Á náttmálum hætti að rigna og
loftið var orðið svalt, svo breiddi
nóttin úðaský yfir bygðir manna, og
friðsæl værð færðist yfir alt. En
sú viðbrigði að vakna næsta morgun
við svalan vestanvind af Manitoba-
vatni og rétt þægilegan sólarhita,
sem hvorttveggja hjálpaðist nú til
að endurnæra öll grös og gróður
jarðarinnar.
Og hvað skepnurnar voru svip-
hýrar, sauðféð orðið snjóhvítt, og
það gljáði á naut og hesta, grasið
orðið sætara og safameira og bit-
flugan horfin. Illynmið hafði beðið
mikinn hnekkiq drekaflugur, bola-
hundar, mýflugur og nasaflugur og
fleira enn, liafði stráfallið. Þó lifði
eitthvað af eggjum þess, sem skreið
á f lakk skömmu seinna, en mér virð-
ist það ekki hafa náð fullri grimd
gamla vargsins.
Eg ætla að vera fáorður um há-
tíðisdaginn. Skemtanir allar fóru
sæmilega vel fram, og svalviðrið jók
ánægju fólksins. Við dmkkum
bjórinn forsvaranlega. Knattleikinn
unnu þeir sem æfðastir voru; þeir
stukku bezt sem • fimastir voru, og
bezt dönsuðu þeir sem kvenhollastir
voru.
Næst verð eg að geta um hið
merkilega heiðurssamsæti, sem
Núma lækni Hjálmarssyni og frú
hans, Sigríði, var haldið hér á
Lundar næstliðið vor.
Númi er búinn að starfa hér á
Lundar í 10 ár, með frábærum
dugnaði og samvizkusemi og vondu
brautirnar í bygðinni búnar að eyði-
leggja fyrir honum margar bifreið-
ar, en eins og mörgum er kunnugt,
hafa flestir hlutir sem fara í gegn-
um verksmiðjumar, hækkað stór-
kostlega í verði, síðan vinnulaun
lækkuðu og búnaðarvörur allar
lækkitðu niður fyrir framleið'slu-
kostnað, svo bændur máttu alveg
hætta aoð kaupa verksmiðjuvarning
og vélar. Alt þar til árið 1914, voru
góðar, nýjar sláttuvélar seldar hér
fyrir 60 dali þá græddu verkfæra-
félögin drjúgum og gudlu sæmileg
vinnulaun fólki sínu, en þá voru
Conservatívar komnir til valda, sem
leitt hafa marga ógæfu yfir okkar
þjóð, og enn eru að kenna oss þá
hagspeki að nú þurfi sláttuvélin að
kosta 109 dollara, af því vinnulaun
hafi lækkað mikið og einnig efnið í
vélarnar.
Jæja, Númi þurfti að fá sér nýj-
an bíl; það var farið að braka í þeim
gamla, en hann var nú orðinn eitt
þúsund dollara, sem er náttúrlega
helmingi meira en nauðsynlegt er að
hann kostaði. En þó Númi sé dug-
legur læknir, er hann ekki slunginn
að innheimta peninga sína, enda
verið harðir tímar síðastliðin 7 ár,
svo hann fann ekki þessa þúsund
dali í gullkistunni.
En bíddu við, þó við Lundarbúar
ekki höfum fengið orð fyrir að stíga
í vitið, skildist okkur brátt, að við
gátum ekki haft full not af Núma
•lækni, ef hann ætti að hlaupa á milli
húsa og postula hestar .eða asnar
ekki orðnir eins vakrir og þeir voru
forðum. Svo menn hófu samskot,
sem gengu svo vel, að hægt var að
borga ríflega hálfan bíl, og honum
afhent það með laglegum formála af
séra Guðmundi Árnasyni. Ýmsir
tóku til máls að þakka lækninum og
frú hans vel unnið starf.
Samsætið byrjaði með söng og
endaði við kaffiborðið; þar fram-
reiddu konur fínar og góðar veit-
ingar, ókeypis öllum gestum. Sveini
Guðmundssyni, er þó skylt að þakka
mest allra, framkvæmd í þessu máli.
Ritað á Lundar
síðasta hundadag 1937.
S. Baldvinsson.
Nýlega kom það fyrir, að Skoti
gleypti einn shilling, en hann stóð í
honum. Læknir var sóttur og með
mestu erfiðismunum hepnaðist hon-
um að ná shillingnum og frelsa líf
Skotans. Allir voru undrandi á því,
að það skyldi hepnast að ná shilling
—út úr Skota.