Lögberg - 16.09.1937, Síða 1

Lögberg - 16.09.1937, Síða 1
50. ÁRGANGUB Frá Islandi Féll út af bryggju og druknaði Siglufirði 19. ág. ÞaÖ slys vildi til aÖfaranótt síÖ- astliÖins niiÖvikudags, aÖ annar vél- stjóri af línuveiÖaskipinu Málmey, Þorgeir EIís Þorgeirsson úr Hafnar- firÖi, féll úr af Tynesar-bryggju i Siglufirði og druknaði. Náðist hann þegar, en lífgunar- tilraunir reyndust árangurslausar. Þorgeir lætur eftir sig konu og þrjú börn.—Mbl. 20. ág. * # # Norrænt lögfræðinga- mót í Beykjavík Á lögfræðingaþinginu í Helsing- fors hafa danskir lögfræðingar boð- ið fundarmönnum að næsta lög- fræðingamót Norðurlanda skuli haldið i Kaupmannahöfn. Það fylgdi boði dönsku lögfræð- inganna, að frá þeirra hálfu væri samt sem áður ekkert því til fyrir- stöðu, að næsta lögfræðingamót yrði haldið i Reykjavík, ef islenzkir lögfræðingar vildu það heldur og teldu sig hafa ástæður til að efna til mótsins þar.—Mbl. 20. ág. # # # Fornminjafumdur á Kili Á öræfunum norðan við Kjöl hef- ir nvl. fundist vopn»eitt mikið, svo og forn mannvirki, sem ekki eru áður kunn. Björn Blöndal lög- gæslumaður, sem er nýkominn ofan af Kili, hefir skýrt þannig frá: f Auðkúluheiði sunnan Seyðisár fann Helgi Geirsson varðmaður á Kili fyrir skömmu vopn eitt. Lá það á melbarði ofanjarðar. Öll lengd vopnsins er 72 cm. og virðist þó allmikið hafa brotnað framan af því. Breidd vopnsins er 5)4 cm. Vopnið er mjög ryðgað, en þar sem ryðið er dottið af eggjunum er sjá- anlegt, að eggjarnar hafa verið mjög hvassar og vopnið beitt. — Ekki hefir verið leitað þar sem vopnið fanst, og er því ekki vitað nema fleiri fornminjar kunni að finnast, ef staðurinn verður rannsakaður. Þá hafa viða á sunnanverðri Auð- kúluheiði eða norðanverðum Kili fundist mannvirki, sem ekki eru áð- ur kunn svo vitað sé. Þar á meðal hefir fundist tóft ein 12 metra löng og 8 m. að breidd, og umhverfis hana aðrar minni tóftir eða önnur því- lík mannvirki.—Ólafur Steingríms- son úr Hafnarfirði veitti tóftum þessum athygli og skýrði fréttaritara útvarpsins frá þeim, en hvorugur þeirra leiðir neinar getur að því, til hvers þessar tóftir muni hafa verið notaðar.—Mbl. 20. ág. # # # Nýjar bækur Þessa dagana hafa komið allmarg- ar nýjar islenzkar bækur í bóka- verzlanir. Rit Jónasar Hallgríms- sonar eru nú komin öll, komu að þessu sinni öll síðari hefti bindanna, og er þar með verkið alt komið út. Jón H. Guðmundsson sendir frá sér laglega bók, sem hann nefnir: “Frá liðnum kvöldum.” Vestur-íslenzk skáldkona, Rannveig Sigbjörnsson, hefir samið bók, sem hún nefnir “Þráðarspottar,” og kom út um helgina. nnfremur kom út drengja- saga, þýdd, sem heitir “Röskur drengur.”—Mbl. 24. ág. # # # Illviðri Ifiamla veiðum “Síðastliðinn sólarhring hefir ver- ið vont veður og snjóað niður i miðjar hlíðar,” símar fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði í gær. Ennfremur símar hann: Mörg skip leituðu hafnar vegna veðurs og sögðu mikinn sjó úti fyr- WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1937 MR. JOHN QUEEN Hinn óháði flokkur verkamanna hefir í einu hljóði útnefnt Mr. Queen, fyrrum borgarstjóra, sem borgarstjóraefni við kosningarnar, sem fram fara til bæjarstjórnarinnar í Winnipeg í næstkomandi nóvember. ir. Stöðva varð löndun á Siglufirði í nótt er leið, vegna illveðurs, en byrjaði aftur á hádegi. í dag er gott veður, en mikill sjór. Allir reknetabátar eru nú að fara út aftur, svo og önnur skip, sem inni lágu. I F. Ú. fregn segir, að um nón í gær hafi 48 skip beðið eftir af- greiðslu á Siglufirði, með um 23— 24 þús. mál.—Mbl, 26. ág. # # # Maður druknar af “Max Pemberton’’ •Það slys vildi til i fyrrakvöld að háseti í Max Pemberton, Nikulás Nikulásson, Framnesveg 46, féll út- byrðis af togaranum, sem staddur var í Norðursjónum, og druknaði. Nikulás *var maður um þrítugt, kvæntur og átti tvö börn. Hann var þaulvanur og duglegur sjómaður og hefir undanfarin ár verið háseti á Max Pemberton, en þar áður á öðrum íslenzkum togurum. — Mbl. 26. ág. # # # Maður druknar í Kolkuós Kolkuós 25. ágúst. Björn Hafliðason á Kolkuósi druknaði í gær í Kolkuós. Ætlaði hann að flytj^. bát upp eftir árósn- um og fór að heiman klukkan að ganga 12 í gærdag. Fanst Björn rekinn í árósnum um kl. 19, en báturinn hefir ekki fund- ist. Björn lætur eftir sig konu og tvær dætur uppkomnar.—Mbl. # # # Bogi Smith Magnússon stýrimaður látinn I gær andaðist í Landsspítalanum Bogi Smith Magnússon, sonur Magnúsar Guðmundssonar fyrv. ráðherra. Hann var fluttur á spítalann í gærmorgun úr olíuflutnngaskipinu Skeljung, en þar hefir hann verið stýrimaður í nokkur ár. í fyrrakvöld gekk hann til hvílu alheill 'heilsu. En þegar skipverjar vöknuðu um morguninn urðu þeir þess varir að hann svaf ekki eðli- legum svefni. Var hann þá sam- stundis fluttur fluttur á spitalann. Læknar gerðu alt sem i þeirra valdi stóð til að bjarga lífi ’ ans. En hann komst ekki til m j. nndar og andaðist trm kl. 4. Foreldrar Boga tóku sér far rneí Drotningunni á mánudag til I lafnaE Fór Magnús til þess að sitja fund löggjafanefndarinnar. Þau fengu þessa sviplegu harmfregn til Fær- eyja í gær.—Mbl. 26. ág. # # # Fregnir úr Húnaþingi Karl Helgason símstjóri á Blöndu- ósi er um þessar mundir gestur hér í bænum. Nýja dagblaðið hefir hitt hann að máli og spurt hann tið- inda úr Húnaþingi. —Hvernig hefir heyskapur geng- ið nyrðra? —Sláttur byrjaði með seinna móti og spretta á túnum var léleg. Óþerr- ar hafa gengið og töður velkst, en ekki hrakist til muna. Um miðjan ágúst 'gerði nokkra þurkdaga og náðu menn þá alment heyjum sín- um. Fyrri hluti sumarsins var kaldur og orsakaði það hinn trega gras- vöxt, en með votviðrunum brá til meiri hlýinda og hefir sprettu mið- að vel áfram síðan og mun nú vera orðin í meðallagi. Þó er yfirleitt útlit fyrir lítinn heyfeng í sumar vegna tafa af völdrnn veðurfarsins. —Hvað getið þér sagt um borg- firzku veikina og útbreiðslu hennar. —Það er mikill geigur í mönnum við þann faraldur, sem von er til. Virðist veikin sífelt vera að breið- ast út. —Hefir verið söltuð síld á Skaga- strönd í sumar? —Síldarsöltun hófst á Skaga- strönd í fyrra sumar og var þeim atvinnurekstri haldið áfram í ár. Þó hefir engin síld borist til söltunar síðustu þrjár vikurnar, enda þótt ó- venjulega mikil síld hafi verið fyrir Norðurlandi á þeim tíma. Vöntun á sildarbræðslustöð á Skagaströnd veldur sennilega mestu þar um. Bygging slíkrar stöðvar væri þýð- ingarmikil, ekki einasta fyrir kaup- túnið heldur og héraðið umhverfis, síldarútveginn Og atvinnulífið í heild. —Nýja dagbl. 25. ág. # * # tJ tflutningsv e rð mæti Útflutningsverðmæti síldarinnar var 21. þ. m., 20 miljónir 286 þús- und krónur. Hæsti aflahlutur há- seta á togara er kr. 1,120.12 netto, á vélbát 2,244.66 @g á línuveiðara kr. 2»333-77 brútto.—Nýja dagbl. 24. ágúst. “íslandssíld” Norðmanna Samkvæmt útvarpsfregn í gær gekk í gildi í Noregi 10 þ. m. ný reglugerð um mat á Islandssíld. Eftir þessari reglugerð er það ó- heknilt að senda nokkra sild, sem veidd hefir verið við ísland beint á markað án þess að hún sé rnetin og merkt i Noregi. Þó er svo ákveð- ið, að fiskimálastjórnin hafi rétt til að gefa undanþágu frá þessu á- kvæði, ef síldin er seld beint til vefksmiðju^ sem notar hana sem hrá- efni til iðnaðar, en selur hana ekki frá sér sem síld til neyzlu undir einu nafni. Matsmenn hafa þegar verið skip- aðir og hafa þeir fengið fyrirmæli um, að rannsaka nákvæmlega alla síld, sem veidd 'hefir verið við Is- land og gefa einungis matvottorð þeirri síld, sém fullkomlega fullnæg- ir þeim ákvæðum um gæði og með- ferð, sem sett er í hinni nýju reglu- gerð um mat síldar, sem er veidd við ísland. Mega þetta heita góð tíðindi hér á landi. Hingað til hafa norskir út- gerðarmenn, sem sent hafa skip til veiða hér við land, oft og einatt selt veiði sína sem “íslandssíld” og “Islands-Matjes” án þess að láta þess. jafnframt gétið, að hún sé ,veidd og verkuð á skipsfjöl utan landhelgi. Enda hafa þessir keppi- nautar okkar sumir reynst helzt til lítið vöruvandir, og oft saltað svo snemmveidda og magra síld að háski hefir stafað af á markaði fyrir hina raunverulegu Islandssíld. — Nýja dagbl. 22. ág. UATÍÐLEGAB OG UPP- BYGGJANDI SAMKOMUB Samkomur þær, er fram fóru i Fyrstu lútersku kirkju, guðsþjón- ustan, er prestur safnaðarins, Dr. Björn B. Jónsson, flutti á sunnu- dagskvöldið og samkoman á þriðju- dagskvöldið, þóttu með afbrigðum tilkomumiklar og uppbyggilegar. Var sunnudags guðsþjónustan helg- uð því fólki, eldra sem yngra, er fermt hafði verið innan vébanda Fyrsta lúterska safnaðar. Karlaklúbbur safnaðarins, undir forustu hins ötula og framtaks- sama forseta síns, Mr. Normans S. Bergman, átti frumkvæði að þessum fjölsóttu samkomum; spáir þetta góðu um árvekni og athafnir safn- aðarstarfsins á starfsári því, sem nú er svo að segja nýbyrjað eftir sum- arfríið. SENATOB LYNN J. FBAZIEB KVONGAST Á þriðjudaginn þann 7. þ. m.. voru gefin saman í hjónaband að Mountain, North Dakota, þau Sena- tor Lynn J. Frazier, fyrrum ríkis- stjóri og Mrs. Catherine Paulson frá Concrete. Séra Haraldur Sigmar framkvæmdi hjónavígsluna á heimili sínu. Senator Frazier var giftur áður, en misti konu sína fyrir tveim- ur árum; hann á fimm börn á lífi af því hjónabandi. Hin nýja Mrs. Frazier er ekkja; misti mann sinn, Joseph Paulson, árið 1930; hún er átta barna móðir. Heimili þeirra Senator Frazier og frúar hans, verð- ur að Hoople, N. Dak., þar sem Senatorinn stundar búskap i stórum stfl. HEIMSFBÆGUB STJOBN- MÁLAMAÐUB LATINN Nýlátinn er einn af víðfrægustu og áhrifamestu stjórnmálamönnum Norðurálfunnar, Thomas G. Mas- aryk. fyrsti forseti Czechoslovakiu lýðveldisins, víðsýnn maður og víð- mentur, kominn á níræðisaldur; var hann um mörg ár háskólakennari, áður en hann tók að gefa sig við stjórnmálum. Þegar Austurríkis og Ungverja- Alberta's Mail Order Governaient Á laugardaginn var birtist stutt ritstjórnargrein í Edmonton Journal með þessari yfirskrift. Gef eg hér lauslega þýðingu á þessari grein rit- stjórans, því hún bendir svo greini- lega áj stjórnarfarsfyrirkomulagið, sem nú á sér stað í Alberta. “Það er nú orðið mjög vafasamt, hvort almenningur í Alberta gjörir sig lengur ánægðan með þessa “mail order” stjórn, sem nú situr hér við völdin. Það er nú á allra vitorði, að Premier Aberhart og ráðuneyti hans taka skipunum frá Major C. H. Douglas í London á Englandi, eða hinu svokallaða “Social Credit Board,” sem Mr. Douglas hefir al- gjörlega í sinni hendi, og sem ekki starfar neitt, nema samkvæmt því sem Mr. Douglas segir þeim fyrir. Það sem mesta undrun vekur á með- al hugsandi manna og kvenna hér í Alberta, er það, að Alberta-stjórnin yirðist verða að bíða eftir útkomu vikublaðsins “Social Credit” sem gefið er út í London af Mr. C. H. Douglas, til þess hún viti hvað hún megi aðhafast næst. Fyrir tveimur vikum'síðan birtist í þessu málgagni Douglasar, upp- lýsing um það, að Major Douglas hafi skorað á “The Social Credit Board” í Alberta, að láta þingið sem þá sat, löggilda “The Press Act,” sem Aberhart-stjórnin hefir lengi haft á prjónunum. En til allrar lukku var þingið uppleyst þegar þessi skipun frá útlöndum kom til nefndarinnar. “Nú í gær,” segir ritstjórinn, “kom sú upplýsing i þessu sama málgagni Mr. Douglasar, að Mr. Aberhart hafi í hyggju að kalla saman aukaþing í Alberta, til að gefa út í annað sinn þau lög, sem sambandsstjórnin í Ottawa hafi ný- lega synjað um löggildingu. Major Douglas veit alt af fyrstur allra, hvað Alberta-stjórnin ætlar séra að gjöra næst, áður en nokkrir af borgurum fylkisins vita neitt um það. Jafnvel áður en Mr. Aberhart veit það sjálfur. Það er Major Douglas sem segir stjórninni fyrir verkum. Þannig gengur það undir “Mail Order” stjórn. Þetta “Press Act,” sem ritstjór- inn getur um, að Major Douglas vilji fá löggilt hér í Alberta, ákveð- ur, að öll blöð eða blaðaútgefendur í Alberta, verði að hafa leyfisbréf frá stjórninni, til að iialda úti blöð- um sínum. Þegar stjórninni finst hún þurfi að þagga niður í ein- hverjum þessara blaðastjóra, þá er það mjög auðvelt; taka frá þeim leyfisbréfið, og blöðin verða að hætta að koma út. Mr. Aberhart hefir oft gefið það til kynna, að hann hefði i hyggju að þessi lög verði innleidd hér. Meirihluti af leiðtogum Social Credit sinna, hefir til þessa tíma, sett sig upp á móti slíkri Nazista löggjöf. Premier Aberhart hefir lengi hrósað sjálfum sér fyrir að hafa stofnsett hér hina fyrstu Social Credit stjórn í heiminum. Nú get- ur hann stungið annari f jöður í hatt sinn og hælt sér fyrir að vera sá fyrsti að koma á fót “Mail Order Government” og “Long Distance Control.” S. Guðmundson. lands keisaradæmið leystist upp að aflokinni heimsstyrjöldinni frá 1914, kom Masaryk til sögunnar, og stofn- aði, Czeohoslovakiu lýðveldið; var hann alment kallaður faðir þjóðar sinnar. NCMER 37 VICTOR B. ANDERSON Mr. Anderson hefir verið út- nefndur í einu hljóði til þess að vera merki$beri hins óháða verkamanna- flokks i 2. kjördeild, við bæjar- stjórnarkosningar næsta nóvember. Mr. Anderson reyndist ágætlega þau árin, sem hann sat í bæjarstjóm og verðskuldar endurkosningu og eindreginn stuðning Islendinga. HLYNTUB ÞVI AÐ ÞJOÐ- VEBJUM VEBÐI FENGNAB FYBBI NÝLENDUB SINAB Mr. Charles Te Water, umboðs- maður Suður-Afríku stjórnarinnar í Lundúnum, var nýverið staddur í Montreal og flutti þar ræðu, þar sem hann lýsti einbeittlega yfir þeirri skoðun sinni, að heimsfriðarins vegna( teldi hann það alveg sjálf- sagt, að Þjóðverjum yrði fengnar í hendur þær nýlendur, er þeir voru sviftir samkvæmt ákvæðum Versala- samninganna. Úr borg og bygð Þessir íslenzku nemendur luku hljómlistarprófi við Manitoba há- skólann í sumar: Louise Jónasson, Grade II, piano; Gloria Sivertson, Grade IV, piano, honors, 70 marks, and Theory ist Class Honors, 95 marks; Doris Goodman, Grade V, piano, ist Class Honors, 82 marks and Tíheory, Honors, 77 marks. Þessir nemendur hafa allir lært hjá Björgu Frederickson. Einn af nemendum hennar, Cora Doig, tók Senior Toronto Conservatory próf (Grade X) og hlaut næst hæstu mörk veitt í Winnipeg. Gjafir til sumarheimilis íslenzkra barna. Kvenfélag Sambandssafnaðar, Riverton, 25.00; Kvenfél. “Liljan”, Hnausa, $10.00; Dr. J. T. Thorson, ■ Winnipeg, $5.00; Mrs. Ingibjörg Bjarnason, Wynyard, $1.00; Sveinn Thorvaldsson, M.B.E., Riverton, $100.00; Hjörtur Guðmundsson, Árnes, $2.00; Jóhann Johnson, Bjargi, Mikley, $1.00; Riverton Transfer (work value), $1.00; Kvenfél. Sambandssafnaðar, Ár- borg, 4 pör þurkur; Mrs. G. Laxdal, Leslie, $5.00; Mrs. J. Ásgeirsson, Winnipeg, $6.00; Mrs. John Ander- son, Winnipeg, -3.00; Mrs. Bald- vinsson, Winnipeg, -3.00; Mrs. J. Sigurdsson, Wjinnipeg, -1.50; Mrs. Sam. Sigurdsson, Winnipeg, -1.00; Mrs. F. Hanson, Winnipeg, -2.00; G. Eiríksson, Winnipeg, $6.00; Parmes Magnússon, Winnipeg, $2.00; Mrs. Hinriksson, Winnipeg, 50C; Mrs. Bower, Winnipeg, $1.00; Mrs. Benson, Winnipeg, $1.00; Mrs. J. Bjarnason, Winnipeg, $1.00; S. B. Stefánsson (ferðakostnaður), $3.00; Rev. P. M. Pétursson (ferða- kostnaður) $3.00. Fyrir þessar gjafir kvittast með þakklæti, Mrs. H. v. Renesse, féhirðir nefndarinnar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.