Lögberg - 23.09.1937, Síða 3

Lögberg - 23.09.1937, Síða 3
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1937 3 gremju. Enda fékk h‘fundurinn aÖ heyra þa'S. “Fantur,” byrjaði eitt bréfiÖ, sem bann fékk frá konu, sem lesið hafði um dauða Sherlock Holmes i sög- unni “Síðasta vandamálið,” i Strand Magazine. Það var í júlíhefti blaðs- ins 1893. Astæðan fyrir því, að Arthur Conan Doyle tók söguhetjuna sína af lifi með svo köldu blóði mun hafa verið sú_ að hann vildi losna við hann. Nenti ekki að finna upp fleiri sögur um hann. Harln vildi snúa sér að öðrum bókmentum. En lesendurnir neyddu hann til þess að byrja á nýjan leik. Sher- lock Holmes lifnaði við að nýju og afrekaði nú meiru en nokkru sinni áður. Eftir það lifði hann jafn- lengi og Conan Doyle sjálfur, og í sögum hans deyr hann aldrei. pyrirmynd Sherlock Holrnes A sínum yngri árum, þegar Conan Doýle var starfandi læknir í Southsea, og beið eftir sjúklingum, sem ekki vildu koma, stytti hann sér stundir með því að semja fyrstu æfintýrin um Sherlock Hölmes. Aðal fyrirmyndin var hinn gamli kennari hans við háskólann i Edin- borg, dr. med. Joseph Bell. Hann var gæddur mörgum þeim hæfileik- um. sem síðar gerðu Sherlock Holmes frægan. Hann gat dregið undraverðar ályktanir og leyst flókn ustu vandamál, án þess að hreyfa sig frá skrifborði sínu. En i sögurn Conan Doyle gætir líka áhrifa frá höfundinum Edgar AJlan Poe. Holmes svipar að mörgu leyti til Dupins, aðalsöguhetjunnar í saka- málasögum hans. Fyrst i stað vöktu Sherlock Holmes sögur Conan Doyle ekki sérlega mikla eftirtekt. Fyrstu bók- ir\a varð hann t. d. að senda til fjögra eða fimm bókaútgefenda, áður en hann kom lffenni út; og þá var hún tekin með því skilyrði, að hún. kæmi ekki út fyr en árið eftir, 1887, og hann fengi 480 krónur fyrir hana — i eitt skifti fyrir öll. Síðan kom hún út í 20 gríðarstórum upplögum. í Ameríku vakti bókin meiri at- ■hygli. Og árið 1889 kom fulltrúi frá bókaútgáfufélagi einu og bauð Conan Doyle og öðrum enskum rit- höfundi til miðdegisverðar nffeð sér. Varð það að samkomulagi með þeim, að þeir skrifuðu sína bókina hvor fyrir bókaforlag í Ameríku. Hinn rithöfundurinn var Oscar Wilde, sem þá var enn lítt kunnur. 'Sherlock Holmes verður frægur. Verulega viðurkenningu og frægð hlutu þeir Conan Doyle og Sherlock Holmes fyrst fyrir 24 smásögur, sem komu út í “Strand Magazine” í júlí 1881, og þangað til í desember 1893. Sögur þessar voru strax þýddar á ótal mörg tungumál og duglegur leikhússtjóri skrifaði Sher- lock Holmes leikrit, sem var sýnt víða um heim. Það er eins og" Conan Doyle hafi um þetta leyti verið eini maðurinn, sem var ekkert sérlega hrifinn af söguhetju sinni. Upphaflega fór hann að skrifa m. a. til þess að afla sér fjár og þegar tekjurnar ukust óðum að mun, og bækurnar flugu út; fanst honum Sherlock hafa gert skyldu sína og geta farið leiðar sinnar. En þar skjátlaðist honum. Þeir lesendur, sem einu sinni höfðu heim- sótt — i huganum — herbergið á fyrstu hæð i Baker street nr. 2(21, þar sem alt var fult af reyk og ryk- ugutn skjölum, vildu halda áfram að kotna þangað. Frumútgáfan af fyrstu Sherlock Hohnes sögunum er nú orðin afar sjaldgæf og fáséð, en þykir mesta þing. Hún er orðin slitin og máð af miklum lestri. “Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir" sannaðist um Sherlock Holmes. Ásökunum og gremjuorð- um rigndi yfir höf. munnlega og bréflega. Bréfritararnir heimtuðu að minsta kosti að fá að heyra til hlítar þau Sherlock Holmes æfin- týri, sem dr. Watson hafði ymprað á í þeim sögum, sem þegar voru út komnar. T. d. sorgarsöguna um Atkinson bræðurna frá Trincomalee, æfintýrið um aluminiumhækjuna, söguna um Rigoletti með tréfótinn og hina hræðilegu konu hans og ! margar fleiri. Sherlock Holmes lifnar við Loksins lét Conan Doyle undan þrábeiðni lesenda sinna. En hann hafði engar af þessum sögum, held- ur skrifaði hann nýja skáldsögu um Sherlock Holmes “Flundur Basker- villes” og er það ein af allra beztu sögum hans. Hún kom sem fram- haldssaga i “Strand Magazine" árið 1901, og næsta ár hlaut hann titilinn “Sir” og 'hét eftir það Sir Arthur. Þó var það eiginlega ekki fyr en í október 1903 að Sherlock Holmes kom aftur á sjónarsviðið. Þá kom fyrsta sagan af 13, sem út komu i Strand Magazine. “í tóma húsinu” er sagt frá því hvernig Sherlock slapp úr greipum Moriarty og var síðan i tvö ár í Tíbet. Næstu 12 smásögurnar eru hreinustu perlur. Síðar kom út skáldsagan “Skelfinga- dalurinn.” Og síðan hafa komið út tvö bindi af Sherlock Holmes smá- sögum. í þeir er S'herlock Holmes farinn að draga sig í hlé frá leyni- lögreglustarfseminni og farinn að fást við býflugnarækt í Surrey. í hinum enskumælandi heimi er Sherlock Holmes ekki aðeins sögu- persóna í bók. Hann er raunveruleg hetja, sérstakur maður. Marjgir rit- höfundar hafa ritað æfisögu hans eins og hann væri lifandi persóna, og gangskör hefir verið gerð að því, að finna húsið í Baker street, þar sem hann og Watson bjuggu, undir um- sjá búst^runnar Mrs. Hudson. Allar upplýsingar og tilvitnanir í sögunum, sérstaklega sögunni “Tóma húsið,” hafa rækilega verið at hugaðar og bornar saman, og hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að húsið, sem Conan Doyle hefir haft í huga, er ekki nr. 221, heldur m. Allar lýs- ingar eiga við það hús. Og þó að húsið sé ekki auðkent að einu eða neinu leyti, eru ótal margir ferða- menn, sem spyrja fyrst og fremst eftir því, og fara síðan að skoða “British Museum.” —Lesbók. Dæmdur ti) vinstri Jóel frá Seli spígsporaði niður sniðgöturnar, ofan í dalinn, áleiðis til sjávar. Hann veifaði hand- leggjunum, bar hátt höfuðið; lét mikið yfir sér í limaburði og öllu fasi. Hann var að fara út í heim- inn. Þegar hann var rétt að komast ofan í dalverpið, heyrði hann marg- víslega klukknahljóma. í fyrstu þótti honurn þetta næsta undursam- legt, en svO fóru hljómarnir að að- skiljast. Hann kendi þá, að annar straumurinn var kirkjuklukkna- hljómur( hinn dansleikahljómur. Jóel settist niður og hlustaði. Þá kemur til hans ókunnur maður og spyr hann að, hvorum straumnum hann vilji fylgja. “Danshljómnum,” svarar Jóel og stendur upp. Nokkru seinna kom hann þar að, sem menn voru við vinnu. Þeir bjóða Jóel að vinna með sér. Hann þiggur það og alt gengur vel um stund. Surnir mann- anna brúka f jarska ljót orð og hlæja að öllu aurnu eða ljótu, sem fyrir ber. Einn þeirra talar sífeldlega um það, að þeir séu heimskingjar að vinna. Heimskingjar að hafa nokk- urn mann yfir sér við vinnu, þó sá maður, sem þarna var, væri sann- gjarn, ofbyði mönnum sínum í engu og gildi þeim góð laun. Þeir, sem mest töluðu þannig, tóku upp á því, að taka sér tíma, þegar þeim sýndist, til þess að reykja og hvíla sig. Þeim tókst æf- inlega að ná í Jóel með sér. Þeir brúkuðu hræðilegt orðbragð af öll- um tegundum. Jóel var upp með sér af því, hve fljótt og vel hann komst upp á allar ódygðir félaga sinna, þegar uppreisn var ger gegn yfir- manni þeirra, þá var Jóel kosinn að foringja. í uppreisninni var for- maður vinnunnar ráðinn af dögum af óaldarflokknum. Svo skiftu þeir með sér gózi hans. Nú hélt Jóel sig eiga góða daga, þvi nú þurfti hanu ekkert að gera, nema eta, drekka og skemta sér. Svo sjö daga vikunnar voru þeir félagar að veiðum og ránum. . En þó þeim höndlaðist nokkurt fé, var sífeldur kurr að koma upp í liði þeirra, þar til einn góðan veðurdag, að flokkurinn gerði uppreisn á móti Jóel og vildi nú ráða hann af dög- um, svo sem þeir höfðu gert við sinn löglega húsbónda. Jóel slapp við illan leik. Einn dag kemur hann öreigi og uppgefinn að ókunnu heimili, sem var mikið og fagurt. Honum er tekið þar vinsamlega og hann í- lengdist þar. Jóel var fríður sýnurn og ennþá ungur og var margt vel gefið. Hann reyndist svo nýtur heimilinu, í mörgu, að hann má ganga þar út og inn, sem væri hann einn. af fjöl- skyldunni. Á meðan hann er þarna, berast honum þau tíðindi, að einn af fé- lögum hanis, er fallinn í mhnna- hendur og a að dæmast til dauða, fáist eitt vitni meir, sem beri á móti honutn. Jóel kennir i brjósti um félaga sinn, er hann sér hann svo nauðug- lega staddan, að hann vinnur þess eið að hann sé saklaus. Það frýjar manninn. Skömmu síðar finna lögin út, að Jóel hefir unnið þann glæp, að sverja rangan eið og vilja nú hafa hendur í hári hans. Jóel hefir náð hylli húsfreyjunnar, þar sem hann er, svo bæði strjúka, af hinu auðuga heimili. t örbirgðinni, sem þau lenda í, ófríkkar hin fremur unga húsfreyja. Gerist þá Jóel lausari við að sinna henni. Ung stúlka, einkar fríð sýnum, verður á vegi hans. Hana vill Jóel eiga. Konan, sem hann rændi, deyr í örbirgð og vol- æði. En þó Jóel sé nú laus við alla ólöglega förunauta í mannsmynd, þá hefir hann síður en svo losað sig við ódyðirnar. Hann drekkur, er iðjulítill og áhugalaus um að standa fyrir heimili sínu, leggur lítið upp úr lögum og rétti bæði Guðs og manna og lifir yfirleitt hirðulausu lífi. Kona hans deyr og margt af börn- um þeiri;a. Það sem eftir er af börnunum, flýr frá honum út í heim- inn, svo fljótt sem þau megna. Einn dag, þegar Jóel er orðinn vel miðaldra, er hann á ferð í stórborg. Kemur hann í útjaðar hennar. Þar eru menn að verki, moka þar gryf ju mikla. Er Jóel fer eftir strætinu þar skamt frá, heyrir hann vein ungrar stúlku og hlátur manna. Jóel verður þá litið þangað, sem fólk þetta er. Mennirnir við mokst- urinn eru niður í gryfjunni. Þeir styðjast fram á áhöld sín, horfa á það, sem gerist ujipi á bakkanum og hlæja. Uppi á bakkanum er ung stúlka. Dýr hefir umspent hana framlöpp- unum og vill ráða yfir henni. Hún færist undan, sem mest hún má. En það gefur henni ekki sigur. Dýrið hefir fest klærnar í föt hennar, beggja megin við hálsinn. Það teygir opinn froðufellandi kjaftinn upp að höfði hennar og það lítur út fyrir að yfir muni ljúka fyrir stúlk- unni. Hún veinar sáran. En þó undarlegt megi virðast, þá sáu menn- irnir ekkert annað en gaman við þessar athafnir og hlæja að því alt sem af tekur. v Jóel þolir ekki þetta mát. Hann ræðst að dýrinu og bjargar stúlk- unni, einsamall. Fyrir þessa velvild og drengilegar framkvæmdir hlaut Jóel mikil laun. Nýtt heimili og öll lífsþægindi, sem hann gat bezt óskað sér. Þessa naut hann um stund. En félögum hans fianst það aldeilis ranglátt að Jóel nyti svo mikilla lífs- gæða og það langt fram yfir þá. Sá sem Jóel hjálpaði frá hengingunni, rennur fyrstur á vaðið og kærir Jóel fyrir yfirvöldunum fyrir mein- særi. Málið er flókið og erfitt að fá sakargiftir sannaðar. Þá koma til þeir, sem voru í gryfjunni, þegar Jóel bjargaði stúlkunni. Þeir kæra það, að Jóel hafi tekið þátt í upp- reisn gegn lögmætri vinnu og hús- bónda, sem var drenglyndaður mað- ur. Uppreisn og lífláti hans. Að hann hafi tekið þátt í ránum og mannvígum oftar og yfirleitt brotið VEITIR HREYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU l'ólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnyjaða heilsu við að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fðlk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. lnnan fárra daga munið þðr finna til bata. NUGA TONE fæst í lyfjabúðuin. Foröist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. J>etta úrvals hægðalyf. 50c. öll boðorðin. Svo margir koma til sögu, sem þektu Jóel og öfunduðu hann af | gæðum lífsins, að loks fæst hann dæmdur. Það á að krossfesta hann 1 á Hausaskeljastað. Þeir, sem þar ráða skulu skera úr því hvar kross-' inn hans á að standa. Spor Jóels upp á þenna stað eru ægileg, sökum angistarinnar, sem1 liggur yfir sál hans. En það kemui 1 ekki meðbræðrum hans til þess að sýna honum meðaumkun. Þeir geta með engu móti gleymt þvi, að Jóel. hafði hlotnast meiri lífsgæði en þeim ; að hann hafði, þrátt fyrir alt, j um eitt skeið æfinnar, orðið vel met- inn maður. Stórhrið af g-rjóti og ópi illra orða dynur á honum, á meðan hann er að kliíra upp á hausaskeljastað. Þegar þangað kemui, koma nokkrir öldungar á móti Jóel. Þeir hafa drifhvita kraga utn hálsinn og eru í skrautsaumuðum skikkjum. Mál þeirra og framgangsmáti er | mjög fágað og kurteisin umvefur hvert orð, er þeir kunngera Jóel þetta: “Með því að téður Jóel Jóns- son er fundinn sekur um boðorða- brotin, er hann hér með dæmdur til þess að krossfestast til vinstri hand- ar við Guðs Soninn.” Nú þótti félögum Jóels vænt um. Þeir hlógu og skríktu og þó þeir hefðu aldrei árum saman haft yfir neitt af því, sem siðmenningin setur fram sein merkissteina fyrir menn- ina að leiðrétta sig eftir, þá þuldu þeir nú og stögluðu með ’háði og feginleik, hvað biði þeirra, sem standa til vinstri. Jóel varð svo máttvana af skelf- ingunni, að liann mátti eigi bera sig um. Hann neri hendur sínar í ang- ist. Napur stormurinn fór um bliknandi vanga hans. Ekkert tár kom honum á auga og engri bæn mátti hann upp stynja, svo máttvana af angistinni var hugur bans. Jóel var vægðarlaust negldur með göddum upp á vinstri krossarm Guðs Sonarins. Andlegar og likamlegar pislir hans urðu honum alveg óbærilegar. Þó tekur sú hugsun út yfir alt annað, ■að þetta skal aldrei taka enda. Fé- lagar hans í kring, spara ekki að minna hann á þetta. Þeir hæða hann meir og miskunnarlaust og móðga, og í enda hverrar setningar, endur- taka þeir einu greinina, sem þeir hafa haft yfir úr ríki siðmenningar- innar, þá, að Jóel sé nú dæmdur til vinstri og >að þeim dómi hafi enginn hnykað. Píslir Jóels afskræma hann og gera skelfilegt útlit hans. Þá kemur unga stúlkan, sem hann bjargaði úr dýrsklónum, að fæti krossins, fellur á kné og hrópar: “Herra, hann bjargaði mér.” Þá losar Guðs Sonurinn vinstri hönd sína, lyftir Jóel upp af kross- inum og leggur hann að hjarta sér. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Frétta-bitar upp úr salti Emilo de Bono marskálkur, sem fyrstur var yfirhershöfðingi Itala i Abyssínustríðinu, hefir ritað bók utn undirbúning ófriðarins. Segir hann meðal annars, að árið 1933 hafi Mussolini ákveðið a& ráðast á Abyssíníumenn. En þetta var löngu áður en honum datt í hug að kvarta um yfirgang Abyssíníumanna í Afríku. Ráðabrugg hans var alt gert á laun; fé ausið út í þá Abys- síníumenn, sem mögulegt var að múta til landráða; og dagurinn sett- ur sem styrjöldin skyldi hefjast, fullu ári áður en hún skall á. Meðan mútur og svik fóru fram í Abys- síníu, kvartaði Mussolini i Geneva yfir óaldarseggjunum í Abyssíníu! Það dásamlega við þessa bók er PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson SérfrœCingur I eyrna, augna, nef 205 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866 Viðtalstíml — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi — 22 251 Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimili — 4 01 991 Phone 62 200 i Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og Viðtalstimi 3-5 e. h. aimennar loekningar 264 HARGRAVE ST. 218 SHERBURN ST. —Gegnt Eaton's— Sími 30 877 Winnipeg Simi 22 775 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðinyur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 9 5 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaður Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel i MAIN & RUPERT Sími 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIFEQ A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON ST. REGIS HOTEL, 907 CONFEDERATION LIFE 285 SMITH ST, WINNIPEG BUILDING, WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður í Annast um fasteignir manna. Tekur a6 sér að ávaxta sparifé miðbiki borgarinnar. fólks. Selvir eidsábyrgð og bif- Herbergi $2.00 og þar yfir; með reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- baðklefa $3.00 og þar yfir. spurnum svarað samstundis. Ágætar máltíðir 4 0c—60c Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 Free Parking for Guests það, að Mussolini hefir sjálfur rit- að formálann, og er upp með sér yfir að hafa með svikum, lygutn og mútum slegið ryki í augu annara stjórnmálamanna. Og þetta er tnað- urinn, sem Bretar makka við um að halda friðinn. Yikublaðið The Nation, í New York getur þess að einn ráðgjafi Hitlers, Boli (eða Bohle) hafi skip- að svo fyrir að útsendarar Nazi- kenningarinnar í öðrum löndum, skuli hljóta sömu sæmd og sendi- herrar og konsúlar Þjóðverja. Og er sendiherranum bannað að sitja veizlur og önnur opinber mót, sem venja er til að diplómatar sæki, nema því aðeins að þessum agentum eða postulum Nazi-kenningarinnar sé einnig þar til Ixiðið. England, Frkkland og Bandaríkin eiga að heiðra þessa spæjara og propaganda- búllur, svo þeir komi ár sinni fyrir borð í þessum löndum, eins og á Spáni fyrir borgara-stríðið. Nation á von á að Hitler sæki bráðlega um fjárstyfk frá Congress, handa þess- um sendisveinuin sínum og heimti sæti í Roosevelt cabinetinu fyrir einn eða fleiri þeirra. I ritstjórnargrein eins af stærri dagblöðum vesturlandsins var þess nýlega getið, hversu fqlki fækki í Evrópulöndunum — ao innan til- tölulega fárra ára verði fólksfjöldi þar til muna minni en nú er. Af þessu dregur svo ritstjórinn þá á- lyktun að innflutningur Evrópu- manna til Canada mtini þverra, og Canada hafi því minni von um fram- för. — Undarlegt, þegar fuglinum fljúgandi (væri hann í mannslíki) er ekki hleypt inn yfir landamæri Canada, svo framarlega að hann ætli sér að setjast hér að. Mikil er speki ritstjóranna. Um nokkurn tíma hefir það verið á meðvitund fjöldans í lýðræðis- löndunum, að Fascistar fari ekki að lögum. Þó hafa þeir verið látnir óáreittir með öll sín strákapör. Nefndir hafa verið skipaðar og milliþjóðaþing haldn, tll að ræða málin, en á meðan hafa Japanir, ítalir og Þjóðverjar farið sínu fram. Síðustu lögbrot þessara þjóða liafa átt sér stað í Miðjarðarhafinu. Þykjast tnargir brezkir blaðamenn þess fullvissir að kafbátar Itala hafi þar sökt flutningsskipum og lítur nú út fyrir að brezka ljónið sé að rumskast. Eitthvert sinn kvað Baldwin jarl hafa sagt, að Miðjarð- arhafið sé hryggur Bretaveldis. Fascistar hafa nú um langt skeið fitlað við og jafnvel snúið upp á rófu brezlka ljónsins, án þess að kenna á hrammi þess, en varla munu þeir hryggbrjóta dýrið, þó gamalt sé, án þess að klær þess komi við óaldar-seggina. íslendingar stæra sig af að vera kornnir út af herskáum mönnum og einnig af því að vera svo friðsöm þjóð, að halda ekki við neinum her. (“Sá visi hrósi sér ekki af sínum vísdómi,” o. s. frv., segir ritningin). Veturinn, sem eg dvaldi á Islandi fanst mér menn þar yfirleitt áfella Breta fyrir afskiftaleysi gagnvart árás Mussolini á henditr Abyssíníu- manna. Og trúað gæti eg að þeim væri ósárt þó tekið væri í lurginn á honum í Miðjárðarhafinu, og á Spáni. — “Miklir menn erum við, Hrólfur minn.” /. P. P.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.