Lögberg - 30.09.1937, Side 2

Lögberg - 30.09.1937, Side 2
2 LÖGBJ3RG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER, 1937. “Hnausaför mín” Fyrir nokkrum árum birtist rit- gjörð í Heimskr. með þessu nafni. Hún var eftir Dr. J. Pálsson, sem er stórmentaður maður, og skáld mikið. Ekki dettur mér í hug að semja rit- gjörð í líku sniði, því eg er ekki skólagenginn, og þvi síður skáld. En fréttarpistlar, um það sem fyrir augu og eyru ber, mættu vel ganga undir þessu nafni. Má vera að þeir verði fremur lesnir, ef þeir hafa fagurt nafn. Fer eg þar að dæmi Eiríks rauða, er hann nefndi land sitt Grænland. Eg vona að doktor- inn misvirði ekki þótt eg taki traustataki á nafninu. Vinur minn, Magnús Peterson í N'or.wood hafði boðið mér að koma og fara með sér í bíl norður að Hnausuim eða Iðavelli, sem skemti- staður þeirra norðurbyggja er nú nefndur. Eg tók því boði, því bæði átti eg ferð til Wlnnipeg um sama leyti og svo var mér forvitni á að koma á þessar slóðir, sem eg hafði varla séð áður. Við lögðum á stað frá Winnipeg snemma morguns 31. ág. svo við lentum ekki i þrengslum og ryki á brautinni, því búast mátti við að margir yrðu á ferðinni. V'eður var hið bezta, alheiðríkt, og hæg gola á sunnan; hélzt það veður allan dag- inn. Landslag er fagurt, eins og bezt má verða á sléttlendi, því nær alla þessa leið. Skiftast þar á skóg- arbelti græn, eða “bleikir akrar og slegin tún’’ eins og stendur í Njálu. Við vorum aðeins fjögur í bílnum, Magnús og kona hans, og Edvard Peterson, sem keyrði bílinn. Við komum til Gimli, litlu eftir vanalegan fótaferðartíma; þar höfð- um við litla viðstöðu. Þó sá eg þar tvo gamla menn, sem eg veitti eftir. tekt. Annar þerra var Guðni Þor- steinsson, er um nær heilan manns- aldur hefir verið þar póstmeistari. Hjá honum töfðum við um stund, því hann er góðkunningi Magnúsar. Þar sá eg allstórt og vel um hirt safn af íslenzkum bókum, og alt benti til þess að maðurinn væri margfróður, og sannur íslendingur. Eg sá eftir að geta ekki kynst honum betur. Skömmu síðar hittum við annan aldraðan mann, kunningja Magnús- ar. Sá heitir Érlendur Guðmundsson í og er ættaður úr Húnavatnssýslu, að mig minnir. Svo leizt mér á hann að þar mundi vera veðurbarinn vinnuvíkingur, sem ellin ætti erfitt með a? buga. Þá varð eg þess var að hann kunni margt í fornum fræð- um íslenzkum, og mundi hafa verið talinn fjölkunnugur, ef hann hefði lifað á fyrri öldum. En nú er þeirra manna að litlu getið hér í landi, og enginn ofsóttur fyrir fjölkyngi. þessi maður slóst í ferð með okkur norður og'hafði eg því tækifæri til að veita honum eftirtekt.— Við héldum nú áfram sem leið liggur norður að Hnausum. Eg hugði að þar væri skemtistaðurinn, en þaðan er alllangur spölur á Iða- völl. Þangað voru þá engir komnir. nema þeir, sem voru að búa undir hátíðina, og höfðum við þvi enga viðstöðu þar. Eg var ókunnugur á þessum stöðvum og fór því með Magnúsi norður til Mrs. Vídal og barna hennar. Það fólk býr þar í tveim húsum og er skamt á milli. Þar fengum við beztu viðtökur, og dvöldum þar fram yfir hádegi. Auð- vitað naut eg þar vináttu Magnúsar og konu hans; en svo leist mér á það fólk, að íslenzk gestrisni og al- úð mundi þar á háu stigi, hvern sem að garði bæri. Allur var þar heim- ilisbragur þriflegur og myndarlegur, og útsýni hið fegursta. Að liðnu hádegi héldum við suður á Iðavöll. Var þar margtmanna saman komið, og hátíðahald byrjað. Þá varð mér það fyrst fyrir, að leita uppi fornvin minn Stefán Hall- dórsson frá Sandbrekku. Var mér sagt að hann mundi vera í húsi sínu, en það er lítið hús á sléttum töðu- velli rétt hjá skemtistaðnum. Hafði Stefán keypt þetta land fyrir nokkr- um árum, og síðar selt skógarlund- inn fyrir hátiðagarð. Eandslag er þar hið fegursta; stórvaxinn greni- skógar einhver sá fegursti sem eg hefi séð. sem nær alla leið ofan að vatni. Mikið hefir þegar verið gjört til að laga og hreinsa garðinn og mun þó verða meira gjört síðar.— Ræðuhöld voru að byrja þegar eg j kom í garðinn. Ekki hafði eg full .lun morguninn, því rigning kom um not af þeirn, því eg heyri illa, en | fótaferðartíma og r.gndi mikið fram flestar þeirra hafa verið birtar í undlr háde&!- Þó rættist furt5u vel hjá vinum sínum skamt þaðan. Var eg hjá Sigurði J. Olson um nóttina, en Ingbjörg kona hans var sveitungi minn heima, og þeir bræður hennar Sigfús Björnson og Halli heitinn. Sat eg þar í bezta yfirlæti þar til eftir hádegi daginn eftir. Um gest- risni þeirra þarf ekki að f jölyrða. Magnús og fólk hans fór heim á sunnudaginn, en eg vildi vera í há- tíðinni á Gimli líka, fyrst ekki var lengra en dagur á milli þeirra. Magnús flutti mig því til Sigurðar Sigurðsonar fornvinar míns sem býr hjá Birni sinum 3 mílur fyrir sunn- an Gimli. Hafði eg ekki séð hann í mörg ár. Sigurður er nú 77 ára, en furðu hraustur á þeim aldri. Hann var sterkbygður og vel gefinn til sálar og líkama. Björn á þar snoturt heimili og gott land. Hafði hann keypt það úr þrotabúi her- manns nokkurs, er byrjað hafði þar búskap og kostað allmiklu til um- bóta, en sem ekki reyndist búmaður. Mun það oftast hafa verð mesta gagnið sem sá búnaðarstyrkur hefir unnið, að ungir bændasynir hafa keypt löndin á allgóðu verði, og haft nokkur not af verkum þeim er her- mennirnir byrjuðu á. Kona Sigurð- ar heitir Járngerður, og er systir Stefáns heitins Eríkssonar, er lengi bjó við Wlnnipeg Beach og síðar við Oak View. Bæði voru þau hjónin sveitungar mínir á æskuárum, og átti eg þar vini að hitta. Á mánudaginn 2. ág. var hátíðin á Gimli. Þar leit illa út með veður blöðunum. Getur þvi hver sem vill dæmt um það eins vel eins og eg eða betur. Hátíðin fór vel fram og skipulega Ræðurnar voru flestar skörulega fluttar og fengu góða áheyrn. En ræðuhöldin tóku helst of langan tima, því ræðumenn voru margir. Munu því fleiri en eg hafa orðið þreyttir að standa svo lengi, því sæti sem voru of fá, og alllangt í burtu. Eg gat vorkent Fjallkonunni (Mrs. Dr. Björnson* og Miss Canada (Miss Ólafsson) að sitja allan þann tima móti sólinni, því þær máttu hvergi hreyfa sig eins og aðrir. Báðar þessu, því góður þurkur var eftir *pað um daginn. Hátíðin á Gimli fór vel fram. Þar var líka allur útbúnaður betri en á Iðavelli, því aðstaða er þar betri að flestu leyti. Þá mun skúrin hafa raskað nokk- uð skemtiskránni, svo ekki vanst tími til að koma öllu í framkvæmd áformað var. Garðurinn og byggingar allar eru þar betri en á Iðavelli, og er það að vonum, þvi sá garður mun hafa verið undirbú- inn í mörg ár, en hinn má kallast á f rumbýlngsárunum.— Þessum hátíðum hefir verið lýst fluttu þær erindi sín skörulega og báðum í blöðunum, og hefi eg þar sómdu sér hið bezta. Góð stjórn var þar á öllu þvi er eg sá, og stórum betri en oft var á Is- lendingadögum í Winnipeg fyr á ár- um, þegar íþróttir fóru fram á sama tíma og ræðuhöld. Veitingar voru þar nægar og rúmlegir skálar til þeirra. Eg hitti þar nokkra gamla kunn- ingja en þó færri en eg vildi, þvi tíminn var stuttur, eftir að i;æðu- höldiyn var lokið. Fékk eg því ekki tíma til að skoða hið nýreista barna- hemili, sem þessu bygðarlagi er til stórrar sæmdar. Um kvöldið fór eg með Magnúsi norður til Riverton. Þar áttum við báðir gamla kunningja, sem við kus- um heldur að hitta heima, en í f jöl- menninu. Magnús flutti mig til gamalla sveitunga minna upp með ís- lendingafljóti en þau hjónin gistu Verzlunarmentun j Oumflýanleg nú á tímum! | Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Yið- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum g sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram U óumflvjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- n skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu ° við skrifstofu- og verzlunarstörf. \ t O 0 UNGIR PILTAR 0g UNGAR STÚLKUR, sem ætla n sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í H Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG engu við að bæta. Þá þykir mér nokkuð kynlegt að þessar tvær há- tiðir skuli vera haldnar samtímis, af sömu hvötum og i sama sniði, í sama bygðarlagi. Auðvitað draga þær nokkuð hvor frá annari, þótt margir sæki þær báðar. Báðir eru sam- komustaðrnir fagrir og vel valdir og miklu fanst mér þessar hátíðir vera íslenzkari en í Winnipeg. Hér er maður nær fjölbreyttri náttúrufeg- urð en í borginni, og færra sem glepur fyrir. Eg fór heim með Sigurði vini mínum um kvöldið og var hjá hon- um um nóttina. Morguninn eftir fór eg til Gimli aftur, því eg vildi skoða bæinn betur, og hitta gamla kunningja. Fyrst hitti eg Friðfinn Ó. Lyngdal, sem áður var nágranni minn við Vogar. Tók hann mér á- gætlega og var með mér allan daginn og sýndi mér bæinn og umhverfið. Gamalmennaheimilið Betel var það fyrsta sem eg vldi skoða. For- stöðukonan, Miss Inga Johnson, tók mér vinsamlega og sýndi mér alla bygginguna, hátt og lágt. Eg hafði heyrt dálítið misjafna dóma lun þá Stdfnun^ og reyndi því að taka eftir þvi sem fyrir augun bar. En það þarf skarpari skoðunarmann en mig til að finna þar nokkuð í ólagi. Eg sá ekki annað en að þar væri alt í röð og reglu, og ekki var annað að heyra á gamalmennunum, en að þeim liði vel, og að þau væru ánægð með alla aðbúð. Átti eg þó tal við nokkur þeirra sem eg þekti áður. Bærinn Gimli er snotur og svip- meiri en eg bjóst við. Að vísu er víða nokkuð langt á milli húsa, en flestir þeir reitir eru skógi vaxnir, og eru því fremur til prýði en óprýði'. Húsin eru flest nýleg og vel hirt í kringum þau. Gefur það oftast sann- ari hugmynd um ibúana, en skraut- legar byggingar að ytra áliti. Vonandi eiga bændur hér góða framtið fyrr höndum. Hér ætti að vera tryggasta vígi íslenzks þjóð- ernis. Hér var fyrsti og öruggasti grundvöllur íslenzkrar menningar lagður. Eg óska bygðinni og bæn- um Gimli allra heilla. Guðm. Jónsson. frá Húsey. Brot úr sálfræði (Þýtt) HUGSUNIN. Hugsunin er efni hugans í starfs- ástandi. Sérhver sú hreyfing hugans, þar sem mynd, tilgangur og vald verður ákveðið. er fullkomin hugmynd. Vanti hana eitthvað af þessum eiginleikum. er hún ófullkomin. Hreyfing hugans verður að hafa form til að útskýra hana; hún vérður að hafa ástœðu fyrir tilveru sinni, til þess er nauðsyn á tilgang; hún verður að hafa afl, annars gæti hún ekki hreyfst. Hugsunin smýgur í gegnum alt. eins og ljósvakinn og er óeyðileggj- anleg, sé hún uppbyggjandi. Hugsunin er annaðhvort upp- byggjandi eða eyðileggjandi. Upp- byggjandi hugsun er fullkomin og á uppruna sinn í löngun til að vona, sem er hæsta framsókn mannlegrar sálar. Uppbyggjandi hugsun er æfinlega í samræmi við tilgang hins eilfa og er bæði vaxandi og saman- safnandi. Hugsunin er til i alheimslegum skilningi og mannleg sál er fær um að flytja, móttaka og útþýða hana beina leið frá Hug eða Sál tilver- unnar. Uppruni hugsunarinnar. Þetta leiðir einstaklinginn að þeirri niðurstöðu að hugsunin eigi uppruna í uppruna lífsins og að sál mannsins sé eitt af þeim áhöldum. sem hún opinberar sig í, því maður- inn er aðeins sérstæð (individual) opinberun þess eilífa — altilverunn- ar. t likamlegri opinberun er hugsun- in hreyfilegs eðlis og megnar að op- inbera sig — og til slíkra æfinga er hún gædd veruleika. 1 eilífri opinberun útskýrir hugs- unin sig í öllu sem til er og er ávalt samræmileg. Sérhver hugsun, sem bygð er upp af uppbyggjandi tilgangi. dregur að sér úr inum ómælilega heimi hug- ans allar aðrar hugsanir sér skyldar og safnar þeim saman við sjálfa sig og verður með hverjum degi stærri og víðáttumeiri. Hugsun einstakl- ingsins starfar aldrei ein, heldur dregur hún 'að sér styrk allra annara hugsana. sem líkjast henni í tilver- unni. Uppbyggjandi hugsun hefir ekki einungis styrk frá einstaklingn- um, sem lætur hana í ljósi; heldur sameinast hugsun, sem er uppbyggj- andi á sama sviði og umfram alt, sameinast styrk altilveru hugans (sálarinnar). Hæsta eðli mannsns er í beinu sambandi vlið alheimssálina, þess- vegna, þegar maðurinn hugsar hugs- un, sem bygð er á sönnum tilgangi, verður hún strax hluti af hinum óbreytilega tilgangi hins eilífa og ber með sér mynd af persónuleika þess. sem hugsar. og með því gefur henni þýðingu og gerir hana skiljanlega huga þess sem er að leita eftir hjálp frá slíkum krafti. Sá virkilegi maður (ego) er að- eins ánægður þegar hann getur stjórnað gjörðum sínum svo, að þær framleiða samræmi — og samt rís innri vitundin oft upp á móti því, sem hún skoðar nauðsyn til hlýðni. Þessi uppreist, sem kemur fram i sálu manns á móti skipun annara, hefir komið mörgum til að standa á móti fullkomnum hlutum og finna út fyrir sjálfa sig miður fullkomna hluti. Þar af leiðandi hefir hugsun mannsihs orðið afvegaleidd og at- hafnir hans leiðst frá hinni uppruna. legu stefnu. En slík uppreist vinnur líka oft á hinn veginn, þá hún hefir skapað sér ákveðið takmark, sem bygt var á föstum tilgangi — sem síðan byggir upp farsæla lífsstefnu. I ósjálfráðri hugsun er hver hreyfing hugans fullkomin og sé hún ekki trufluð eða drifin út af stefnu sinni með sjálfráðri hugsun, þá gefur hún jafnan fullkominn árangur. Árangur uppbyggjandi hugsunar kemur fram á öllum svið- um lífsins. Á líkamlega sviðinu gefur hún styrk og heilbrigði; á siðgæðissvið- inu, dygð og háan karakter; á við- skiftasviðinu, hagsmuni; á gáfna- sviðinu, vald og framkvæmdir; á fé- lagssviðnu, viðurkenningu og frægð. Ástríða vitundarinnar. sem orsak. ar hreyfingar hugans. er viljinn, sem fyrir stjórn einstaklingsins velur karakteer þeirrar hugsunar, sem hugurinn er meðtækilegur fyrir. Sjálfráð hugsun hefir áhrif á lík- amann eftir eðli og afli hugsunar- innar. Að hugsa stöðugt um sér- stakan hluta líkamans, hefir áhrif á vöxt og starfsemi þess hluta háns, samkvæmt eðli þeirrar hugsunar. sem honum er send. Líkamsæfing án viðeigandi hugsunar, gerir miklu minna gagn en æfing, sem gerð er með réttri hugsun. Hugsanir, sem gerðar eru með meðvitandi tilgangi að fullkomm, ganga í bandalag mcð ósjálráðri hugsun til að gera verk sitt fullnaðarlega og ótakmarkanlega. Allar hugsanir hafa áhrif á lík- amann að einhverju leyti, en aðallega þær hugsanir, sem snerta hann að einhverju leyti, framleiða áhrif. Þau áhrif, sem ekki hafa bráða nauðsyn fyrir líkamann. eru óbein, og í sumum tilfellum svo lítil. að þeirra verður naumast vart. Samt sein áður eru sérstakar hugsanir. sem skapa hugarástand, er hefir sterk heilbrigðisáhrif á líkamann. Til dæmis, hugsanir. sem mynda í huganum vonarríka tilfinningu með áhrifum sínum á líkamann, byggja upp vöðva og taugaþræði og endur- lifga allan manninn. Á aðra hönd hafa hugsanir, sem framleiða hræðslu og ótta, þau áhrif að rífa niður og með tímanum eyðileggja heilsuna bæði andlega og líkamlega. Að læra að stjórna þessum hugsun- um og þarafleiðandi áhrifum þeirra, er aðal verkefni þeirrar greinar sál- fræðinnar, sem hér er rædd. VONIN er sú ástríða eða löngun hvers manns, sem leitar eftir full- komnun. Vonin er í samræmi við lög til- veru vorrar, því hún framieiðir í likamanum hreyfingar, sem eru upp- öyggjandi og sem leitast vð að full- komna það bezta, sem í oss býr.— Óttinn er gagnstæður lögmáli tilveru vorrar. af því að hann stemmir stigu fyrir náttúrlegri starfsemi. rífur niður og eyðileggur. Vonin styrk- ir. Óttinn veikir. Undir áhrifum vonarinnar getur maður stundum framkvæmt það, sem undir vanaleg- um kringumstæðum virðist honum ofvaxið. Undir áhrifum óttans tap- ar maðurinn sínum náttúrlega krafti og verður að aumingja. Lífið er í eðli sínu fullkomið. en í hlutföllum við þau áhrif sem það nær í ástandi umhverfisins^ er þó fullkomleiki þess. Ef þetta ástand væri algerlegia sniðið eftir fram- sókn þess, þá gæti lífið opinberað sig í fullkomleika. Hvergi í nátt- úrunni, hvorki utan eða innan við mannleg áhrif, sjáum vér lífið gróð- ursett án hindrana. Það er aðeins fyrir stöðugt stríð og baráttu.1 sem það nær nokkurri líkingu af full- komnun. Sá verulegi sannleikur, að það nær ekki því stigi sannar, að til er djúp, aflmikil þrá. sem knýr það til að berjast fram til fullkomn- unar. Lífs prinsip hverrar hugsunar en tilgangurinn. Það er tilgangur hugsunarinnar, sem gefur afli sálar- innar framgöngu. Það er tilgangur- inn sem ákveður hvort hugsunin, sem þú hefir viðtekið frá Huga ei- lífleikans, skal hafa kraft til að blessa og fullkomna þig. Tilgangur- inn leiðbenir ávalt hugsuninni. Ákvörðunin er þess vegna ákveð- inn tilgangur. Að sameina allan kraft sálarinnar í eina ákvörðun, samansafna til sín öllum þeim hugsunum. sem eru í samræmi við þá ákvörðun. S. B. Benedictsson. Sigfús Jóelsson Hann var fæddur 31. október 1868 að Sauðakoti á Upsaströnd í Eyjafirði. Foreldrar hans voru þau Jóel Jón- asson og Dórótea Loftsdóttir. Móð- ir Sigfúsar var ættuð frá Hólum í HjaltadaJ, en hann var sjötti maður frá Fnni biskupi Jónssyni í Skál- holti. Til Vesturhems fluttist hann árið 1888^ staðnæmdist í Winnipeg og átti þar heima til dauðadags. Sigfús var vel gefinn maður, glað- vær í félagsskap og léttur í lund. Hann var íslendingur í húð og hár, og þrátt fyrir það að hann var skap- stiltur imeð afbrigðum stóðst hann það ekki að heyra íslandi hallmælt eða lítið gert úr Islendingum. Sigfús vann alla æfi að trésmíð- um; hafði hann lært þá iðn heima og var ágætis smiður. Fyrir rámum þrjátíu árum kyntist |hann Önnu dóttur þeirra Eiríks Bjarnasonar bónda í Churchbridge, Sask., og konu hans Oddnýjar ljósmóður Magnúsdóttur. Höfðu þau flutt hingað vestur frá Seyðis- firði. Er Anna hin mesta myndar- kona, hagsýn og dugleg, enda fann Sigfús það glögt og mintist þess oft. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Þau eru þessi: 1. Eiríkur, stundar lífsábyrgðar- störf hér i Winnipeg. 2. Dorothy, gift Gisla Eyjólfs- syni í Churchbridge. 3. Oddný, gift hérlendum manni, er Root heitir. í Edmonton, Alta. 4. Magnús, 17 ára, í heimahúsum. 5. Vernon, 14 ára, einng heima. Eg gat þess að Sigfús sál. hefði verið íslenzkur í lund; lýsti það sér við mörg tækifæri, t. d. mætti geta þess að við vinnu sína raulaði hann oftast fyrir munni sér íslenzkar vís- ur og erindi. Sigfús var fríður maður sýnum og glæsilegur á yngri árum. Hann dó 2. ágúst síðastliðinn og fór jarðarförin fram frá Bárdals. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng. Haust Fölnuðu blómin nú bjóða oss brosandi góðar nætur; sumarsins djásn og dýrðar-hnoss dýpri þó festa rætur. Varanleg ekki þó virðist hér veikbygðu æfikjörin, alt að þeim sama brunni ber —baninn er heimanförin. Máttvana hnígur í moldarskaut maðurinn eins og blómin. allrar skepnu æfibraut endar við þennan dóminn. Lífs þó í blóma leikum hér ljósglatt á æfimorgni, Urðardóm hlýtum allir vér —ómnum af Gjallarhorni. Stormabólstrar þó byrgi hlað bugar það ei vorn huga. Sálræna ljósið á samastað, er svartnættin aldrei buga. Valdatök frostsns verða létt, vonin á þrótt sem lifir. Vísdóms að ráði var hún sett vetrar holskeflur yfir. Vorgeðið starfar vetrarlangt vorblómum til að fagna; aldrei svo verður ægistrangt ískulda forlag Ragna. Rofna á svipstundu sortans vé, ' sólin þá gleðst í næði, lífsgeislar falla á fölnuð tré frjódögg á andans svæði. M. Ingimarsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.