Lögberg - 30.09.1937, Side 4

Lögberg - 30.09.1937, Side 4
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER, 1937. ILögberg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriO — Boryist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Glundroðinn í Alberta Mjög er almenningi tíðrætt um reimleika þann og gauragang í stjórnmálalífi Alberta fylkis, er svo hefir magnast í seinni tíð, að hreinni og beinni vitfirring sýnist ganga næst. Um hina svonefndu Social Credit stefnu, sem að líkindum, þegar alt kemur til alls, er í raun og veru hvorku fugl né fiskur, er tiltölulega fátt sagt; umtalið snýst aðallega um forsætis- ráðherra fylkisins, Mr. William Aberhart, er með bægslagangi sínum í nafni Ritningarinn- ar, hygst að knésetja sambandsstjórnina og leggja hvern þann skilning í stjórnskipulög landsins, er honum gott þykir. Það stendur öldungis á sama hversu oft Mr. Aberhart knýr þingmeirihluta sinn til þess að afgreiða lög, sem eru í ósamræmi við stjórnarskrána; þau verða ólögleg eftir sem áður og breyta engu til um afstöðu sambandsstjómar. Synjun hennar stendur óhögguð eftir sem áður. “Það smásaxast á limina hans Björns míns,” stendur þar; nú í seinni tíð má það vel til sanns vegar færast, að farið sé að stór- saxast á Aberhartslimina. Fjóra langhæf- ustu og veigamestu ráðgjafana, hefir hann með Mussolini-mensku sinni rekið úr embætt- um, og tekið aðra auðsveipari í staðinn. Smiðshöggið rak hann á þéssa ráðuneytis af- kvistun sína, með því að reka frá embætti dómsmálaráðherrann, Mr. J. W. Hugill, er bent hafði forsætisráðherra á það, að banka- löggjöf fylkisþingsins væri utan við valdsvið þess og mundi þar af leiðandi sæta synjun af hálfu sambandsstjórnar; nú hefir Mr. Hugill leyst ofan af skjóðunni í ræðu, sem hann ný- lega flutti í Calgaryborg í Canadian Club, og er það engan veginn ófróðlegt, sem hann hefir að segja um forsætisráðherra fylkisins, ásamt stefnu stjórnarinnar í almenningsmálefnum yfirleitt. Fer hér á eftir nokkur útdráttur úr áminstri ræðu hins fráfarna dómsmálaráð- herra Mr. Aberharts: “Ekki er það úrhættis, að stöðvaður verði flótti sá frá heilbrigðri skynsemi, sem heltekið hefir þetta fylki undanfarið. Sé lýð- stjórnarfyrirkomulagi voru þannig farið, að það framleiðir orðháka eina, er það dauða- dæmt, og hlífðarlaust einræði hlýtur að koma í stað þess. ” Um Mr. Aberhart hafði ræðumaður með- al annars þetta að segja: “Sálarástand yðar, eins og það opinber- ast við svo að segja hvert einasta tækifæri, sjálfsdýrkunin og mikilmensku brjálæðið, gerir yður með öllu óhæfan til þess að veita forustu nokkurri stjóm. Meðferð yðar á að minsta kosti þremur af samverkamönnum yðar í ráðuneytinu, sem og miklum fjölda stjórnapþjóna, ber augljóst vitni um grimm- úðugt hugarfar, er ekki getur með nokkrum hætti látið sér skiljast, eða komið auga á þau dásamlegu verðmæti, er samfélag vort grund- vallast á, og getur bygt á framtíðarvonir sín- ar. Bitrustu óvinir yðar, eða kærustu vinir, gætu ekkert mildara sagt en það, að fullvissa yður um að hinn ægilegi sjúkdómur, mikil- mensku brjálæðið, nær fullu haldi á hinni skörpustu skynjun nema því aðeins, að numd- ar séu á brott þær frumsendur, er slíkt leiða í ljós. Vera má að utan vébanda Albertafylkis, skoði fólkið það einungis skringileik, sem þar er að gerast. Fyrir oss, sem í fylkinu dvelj- um, líkist ástandið miklu fremur örlaga- þrungnum harmleik. Þó er svo Guði fyrir að þakka, að enn er á vettvangi margt fólk í Alberta, sem metið getur skringilegu hliðarn- ar líka og brosað í gegnum tárin. Til þess að fyrirbyggja allan misskiln- ing, afturkalla eg persónulega í eitt skifti fyr- ir öll, hin svonefndu “leyniloforð” er eg fyrir þrábeiðni Mr. Aberharts gaf á Social Credit þingmannafundinum í ágúst er leið í nærveru G. F. Powells, sérfræðingsins brezka.” Ræðumaður gaf það í skyn, “að sá skilningur yrði lagður í “leyniloforðin,” að þau benti 1 átt til landráða eða drottinsvika, að því leyti sem þau gæti freistað ýmsra einstaklinga til að ná marki sínu á ólöglegan hátt og stofnað til óánægju manna á meðal með það fyrir aug- um, að hleypa af stokkum flokkadrætti og stéttahatri.” Mr. Hugill skoraði því næst á samborg- ara sína í Alberta að rísa tafarlaust af dvala og slíta af sér Aberhart-hlekkina; hann sagð- ist líta svo á sem það væri í alla staði viðeig- andi og réttmætt, að heilbrigðismálaráðherr- ann fengi geðveikralæknirinn til þess að kynna sér sálarástand leiðtoga síns, eftir að hafa fyrst gengið úr skugga um sinn eiginn styrkleik á því sviði. Máli sínu lauk Mr. Hugill með svofeldum orðum: “Það er ekkert til sem mælir með I því, að vér þurfum að kollvarpa öllum núver- andi stofnunum til þess að knýja fram þær umbætur, er breyttar kringumstæður krefjast og breytt viðhorf krefst. Stjómskipulög vor eru slík, og fjárhagskerfi vort er slíkt, að koma má fram nauðsynlegum umbótum á stjórnskipulegan hátt, án þess að þjóðarein- ingunni sé stofnað í voða, og glundroði taki við af stjórnskipulegri þróun.” Alvarlegt mál Fyrir nokkrum dögum bárust þær fregnir út um heim af fundi Þjóðbandalagsins í Geneva, að Fríríkið írska og Canada, hefðu greitt atkvæði gegn því að Spánn ætti lengur sæti í framkvæmdarnefndinni; kjörtímabilið var runnið út. Astæðan, sem málsvari hins írska Fríríkis gaf fyrir afstöðu sinni til máls þessa var sú, að kaþólskir menn þar í landi hölluðust því nær einvörðungu á hlið P1rancos, foringja uppreistarmanna á Spáni. Afstaða }>essi verður því furðulegri sem vitað er að á Spáni er einungis um eina löglega stjórn að ræða, hvernig sem mönnum fellur hún, sem unt er að hafa nokkur formleg mök við.— Það væri engan veginn ófróðlegt að fá vitseskju um ástæðuna fyrir því, að Canada fyrir munn erindreka síns á áminstum Þjóð- bandalagsfundi, tók sömu afstöðu og hið kaþólska, írska Fríríki; ýmsum getum hefir verið að því leitt, og fer það að vonum. Mikill meirihluti canadisku þjóðarinnar lítur alveg vafalaust þannig á, að Franoo, uppreistar- foringinn, hafi við næsta veikan málstað að styðjast; að hann fvrir atbeina þeirra Musso- lini og Hitlers, sé sendur út af örkinni til þess að blása Fascista-stefnunni byr í segl á kostn- að lýðræðishugsjónanna. Gera má á hinn bóginn ráð fyrir því, að innan vébanda hinnar canadisku þjóðar megi finna lítinn minni- hluta, er telji ijúverandi stjórn á Spáni og þá sem að henni standa, guðlausa kommúnista; slíks hefir að minsta kosti orðið nokkuð vart meðal kaþólskra manna í Quebec.— Erindreki canadisku stjórnarinnar, er sæti átti á fundi þessum, senator Dandurand, er meðlimur hinnar rómversk-kaþólsku kirkju; hann á jafnframt því sæti í ráðuneyti King-stjórnarinnar. Ólíklegt er að afstaða hans til atkvæðagreiðslunnar á téðum fundi hafi stjórnast af persónulegum hvötum. Svo hlýtur að verða alment litið á, sem hann.hafi mælt fyrir munn hinnar canadisku stjómar, og ber þá stjórnin fulla ábyrgð á afstöðu hans. Frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, sýnist afstaða stjórnarinnar í máli þessu lítt' verjandi; enda verður ekki um það vilst, að í meðferð utanríkismálanna sé hún næsta reikul í ráði sínu. Það skiftir engu máli hvernig menn greinir á um gildi eða vangildi núverandi stjórnar á Spáni; hún er samt sem áður eina, löglega kosna stjórnin þar í landi, sem unt er að semja við. Þetta var Canadastjóm vitan- skuld kunnugt um, og eftir því átti erindreki hennar á Þjóðbandalagsfundinum vitanlega að hegða sér.— Athyglisverð ummæli Shermann hershöfðingi er víðfrægur fvrir ummæli sín um stríð og hjaðningavíg í heiminum; er hann ekki myrkur í máli, þar sem hann flettir ofan af þeirri skynvillu, er dáir hermensku og vígaferli. Einu sinni komst hann þannig að orði: “Eg er fyrir löngu fullsaddur á vígaferl- um; herfrægð er einungis blekking. Menn stæra sig af sigurvinningum með blóðgan val til beggja handa, en sorgir og grát ekkna og munaðarleysingja heima fyrir; tortíming og örbirgð. Þeir einir, sem aldrei hafa hlustað á kveinstafi hinna örkumluðu og deyjandi á víg- vellinum, dá stríð og hvetja til nýrra og nýrra blóðsúthellinga. Sannleikurinn er sá, að allur ófriður undir hvaða yfirskyni sem hann er háður, er helvíti á þessari jörð.” Stefán Guðmundsson óperusöngvari hélt þrjá konserta hér í bænum fyr- ir rúmum tveimur árum. þá nýkom- inn frá útlöndum eftir 5 ára nám. Og sló hann þá slikt met í íslenzkri söngmenskn sem erfitt er að yfir- stiga á ný. svo mjög sem ljóminn af fyrnefndum konsertum er söngvin- um þessa bæjar enn í fersku minni. I liÖ örðugasta hlutverk sæmilega þroskaðrar listamensku er að verða sífelt að “slá út” sín eigin met, og það verður því örðugra sem hærri þroska er náð. Mönnum verður æ- tíð fyrir að gera samanburð á því sem var og er, og það stundum svo einhliða að þeim sézt yfir það góða, finnist mönnum áður hafa verið bet- ur gert. Nú höfum vð Stefán Guð- mundsson aftur á meðal okkar og hefir hann er þessar línur eru ritað- ar. haldið hér tvo konserta fyrir húsfylli. þann fyrri sl. föstudags- kvöld og sinn síðari í gær. Fyrir þann, sem hlýtt heíir á báða konsert- ana, gengi það glæpi næst að dæma listamanninn eftir fyrri konsertin- um, til þess bar hann of glögg merki um eðlilega þreytu söngvarans eftir rúmrar viku ferðalag í bílum allar götur frá Reykjavík til Austfjarða og til baka hingað. Hinsvegar er sá konsert gott dæmi þess, hve var- legt er að dæma eins tækifæris frammistöðu. Vilji menn því kalla þessar línur dóm,_er hann algerlega miðaður við seinni konsertinn, og eftir að hafa hlýtt á hann, er eg þeirrar skoðunar, að söngvarinn hafi í sumu falli slegið út sin fyrri met. Og er það í fullu samræmi við það, er mér virtist þá er eg heyrði hann gegnum útvarpið frá Tivoli, þegar hann söng þar í tilefni 25 ára ríkis- stjórnar-afmælis konungs vors. Það getur engum dulst. að allmikil breyting hefir orðið á söngvaranum frá því hann var hér síðast og fer það að líkum. Röddin hefir stórum aukist, og þá um leið möguleikar söngvarans til stórbrotnari túlkunar á ástríðufullum og sláandi tónverk- um, því til staðfestu vil eg nefna meðferð hans á aríunni úr óperunni “I Pagliacci” eftir Leoncavallo, sem var með ágætum. Og er eg þess full- viss; að fyrir tveimur árum hefði Stefán ekki megnað að túlka það afarörðuga viðfangsefni með slík- um skörungsskap og raun bar vitni nú. Þá virðst mér líka að hin melódíska túlktmargáfa söngvarans einnig hafi þroskast að mun, og vil eg því sambandi vekja athygli á meðferð hans á “Vaghissima sembi- anza” eftir S. Donaudy, Vögguvísu Höllu og fleira mætti nefna því til áréttngar, sem söngvarinn túlkaði ágæta vel frá listrænu sjónarmiði skoðað. Aftur virðist manni hin blæríka raddmýkt, sem1 við dáðum svo mjög fyrir tveimur árum, óheil- steyptari nú, og get eg hugsað mér, að ýmsir sakni þess og telji um að kenna átaka-girni söngvarans. Þetta mun þó ekki vera rétt, því hitt er afar eðlilegt, að svo hröðum skref- um sem röddin hefir vaxið, og er að vaxa, hljóti það samtímis að gerast að einhverju leyti á kostnað mýktar- innar og satt að segja hefði eg síður kosið að hitta Stefán nú alvek eins og hann var fyrir tveimur árum síð- an, en einmitt eins og hann er nú. Allar veðrabreytingar eru margátta, og svo er um allan lífrænan þroska, hann á sín vísu gelgjuskeið. og mannlegur þroski a. m. k. tvö. Og ætlun mín er sú, að einmitt nú sé Stefán á sinu síðara gelgjuskeiði— vel á veg kominn til fullkomnunar i list sinni, að svo miklu leyti sem oss leyfist að viðhafa það orð. Fyrir tveiim árum birtist Stefán okkur sem sérlega aðlaðandi söngvári, blæfag- ur, mjúkur og lýtalaus, því nær ein- hliða í viðkvæmri túlkun, en ekki stórbrotinn né tilþrifinn að sama skapi. Nú hefir hann komið fram á sjónarsviðið sýnu víðfeðmari og stórbrotnari bæði í raddmagni og túlkun, jafnvgur á að túlka hetju- hug karlmannsins og viðkvæmni móðurinnar, en skortir þó enn, radd- arinnar vegna, fullkomið öryggi til ítrustu átaka á báðar hliðar, einkum virðist manni röddin ekki laus við ofþenslu (forzando) á sterkum tónum. og yfirleitt virðist mér söngvarinn fyrst og fremst skapað- ur fyrir lagræn viðfangsefni (lyrik). Nú er spá mín sú, að eftir önnur tvö ár hér frá verði Stefán búinn að sigrast á þeim örðugleikum. sem hann sífelt hefir átt i höggi við, og sem við hans vegna, listarinnar og þjóðarinnar hljótum að óska og vona að honum fyllilega auðnist, því hér er áreiðanlega guðsnáðar-lista- menska á ferðinni. Það er hverju guðsbarni gott að trúa því að hann eða hún sé “það sem koma á.” En jafn sjálfsögð og óumflýjanleg tilraun til að verða að þeirri trú sinni er sú' eina leið að afneita sjálfum sér og fylgja köllun sinni eftir. Sá, sem það gerir, finn- ur kjarnann í sjálfum sér og fargar hisminu. Og þeirrar orku, sem til þess þarf; biðjum við höfund lífsins þér til handa, Stefán minn, og sömu- leiðis til handa allra fslands óska- barna. Undirleikinn annaðist Páll ísólfs- son. organisti og tónskáld, af hinm' mestu prýði og þeim myndarskap, sem einkennir hann sérstaklega. Það er eitthvert aðalsmark á Páli, sem m. a. lýsir sér í því, að þegar hann leikur undir, hefir hann ekki í frammi nein vammalæti i því skyni að vekja á sér athygli tilheyrenda. En hann vekur athygli samt, þá ó- sjálfráðu athygli sem sannir lista- menn jafnan vekja í hjörtum músik- elskra hlustenda. Akureyri 23. ágúst 1937. Björgvin Guðmundsson. —Dagur. Aðalbjörg Sigarðar- dóttir segir frá Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir dvalið erlendis í sumar, lengst af í Hollandi, og er nú nýkomin heim. Nýja dagblaðið hefir hitt hana að máli og haft fregnir af ferðum hennar. U Otnmen —Eg var boðin til Hollands á samkomu, sem Krshnamurti efndi til í Ommen, mælti Aðalbjörg. Þessi samkoma stóð yfir júnmánuð allan og sátu hana 65 menn, alt boðsgestir, þar af tveir Skandinavar. Samkoma þessi bar mjög keim af kensíu- stundum. Þar voru engar ræður haldnar, en hver talaði úr sæti sínu. Að þessu leyti hefir Krishnamurti breytt um kenslufonm1 frá þvi, sem áður var. í ágústmánuð hélt Krishnamurti aðra samkomu, sem öllum var heim- ill aðgangur að gegn því, að þeir sætu hana allan tímann, er hún stóð, hálfan mánuð. Þennan fund sóttu 1100 manns úr öllum áfum heims- ins, og var hann með sama sniði og hinn fyrri. Eg var eini ísendingur- inn, sem sat hann. Á þessum fundi varð mér ljósara en fyr hvílíkur af- burðamaður Krishamurti er að geta tengt alla þessa menn saman af lif- andi áhuga og beint umræðum öll- um að vissum punkti. 1 haust mun eg gefa út bók, sem hefir inni að halda hin siðustu prentuðu erindi Krishnamurti í þýð- ingu. Hollenzku vinnuskólarnir Eg notaði tímann, sem eg var í Hollandi til þess að kynna mér nýj- ungar á sviði skólamálanna og starf- semi meðal vangæfra barna. Sér- staklega athugaði eg nýja tegund vinnuskóla, sem þar hefir risið upp. Aðalskólinn af þessu tagi er í Bilt- hofen. Skólastjórinn og upphafs- maður þessara skóla, Kees Bocke, að nafni, er ekki kennari heldur verkfræðingur að námi. Giftist hann dóttur verksmiðjueiganda eins. Að verksmiðjueigandanum látnum erfði dóttirin verksmiðjurnar, en Kees Bocke afhenti þær verkamönnunum til fúllrar eignar. Verkamennirnir vildu hinsvegar ekki þiggja þær nema tryggja þem hjónunum jafn- framt vissa upphæð árlega. Fyrir þá fjármuni hefir hann lagt grund- völlinn að skólum sínum. Sjálfur átti hann sjö börn, sem hann byrjaði að kenna vegna þess að hann var ó- ánægður sem fleiri með árangurinn af skólanámi þeirra. Nú eru til orðnir þrír skólar þessarar tegund- ar og var í sumar verið að ganga frá því að próf frá þeim skyldi jafngilda prófi úr 4. bekk mentaskóla. í skóla þessa koma nemendurnir á unga aldri, en hafa venjulega lok- ið námi og hverfa brott 16—17 ára gamlir. Merkilegt er það meðal annars, að börnin sjálf leysa af hendi öll störf í skólanum, annast hreingerningar og halda uppi reglu. Þau eru að vissu leyti ábyrg með skólastjóranum og ráða sjálf ráðum sínuni, þegar eitthvert vandamál ber að höndum. Landflæmi hefir skól- inn tekið til ræktunar og eru þau börn send þangað um stundarsakir til vinnu, sem valda truflun í kenslu- stundum, en þau mega hverfa aftur til hins bóklega náms þegar þau sjálf óska þess. Hefir þetta gefist vel. Vinnan hefir verkað róandi á börnin er áður gátu ekki haldið sér í skefj- um í kenslustundum. Kees Bocke hefir fundið upp mik. ið af kenslutækjum og voru sum þeirra sýnd á kenslusýningunni i París. Siðferðisbrot eru tíð í Hollandi í Ommen kyntist eg manni, sem hafði með höndum starf meðal spiltra drengja, bæði í fangelsum og á hæhim. Þegar hann heyrði, að eg hafði með höndum svipað starf hér, vildi hann fá að vita um ástandið hér og íslenzka löggjöf varðandi þetta efni. Kvað hann alls staðar vera hægt að rekja sambandið milli vaxand glæpahneigðar og atvinnu- leysisins. Hann varð undrandi, þeg- ar eg sagði honum að á Islandi væru óskilgetin börn jafnrétthá öðrum og spurði mig að, hvort ekki væri litið niður á slk börn á ættjörð minni; í Hollandi kæmust þau ekki til sömu aðstöðu og önnur. Eg kvað því fara fjarri. Er þá siðferðið ekki alveg óskaplegt, spurði maðurinn. Eg hélt það vera svipað og annars- staðar á Norðurlöndum. Síðar komst eg að því hjá honum, að sið- ferðisafbroþ sifjaspjöll, kynferðis- afbrot náinna ættingja og annað slíkt, var mjög algengt í Hollandi, enda þótt refsingar við slíku athæfi séu þar mjög þungar. Minnir hvort- tveggja ástandið, sem ríkti hér á landi, þegar Stóridómur var í gildi. Til dæmis um hina ströngu löggjöf má geta þess, að maður einn varð uppvís að fáheyrilegu siðferðisaf- broti. Læknir úrskurðaði hann geð- veikan, en engu að síður varð hann að fara í fangelsi og taka þar út refsingu, sem hann var dæmdur til, áður en hann yrði settur á geð- veikrahæli. Þegar maðurinn hafði sagt mér urn hið slæma ástand i Hollandi, spurði hann mig, hvort svipað ger- ist virklega aldre’i á hinum afskektu bæjum í fjalldölum Islands, en eg vissi þess engin dæmi. Afstaða til Gyðinga Á síðustu árum hefir tekið að bera á varandi andúð í garð Gyðinga í Hollandi. Oftar en einu sinni var eg spurð um afstöðu íslendinga til Gyðinganna; sem eg vitanlega gat svarað því einu, að hér væru engir Gyðingar, ef þeir hefðu einhvern tíma slæðst hingað, hefðu þeir fylli- lega samlagast hinum íslenzka þjóð- stofni og væru nú Islendingar og ekkert annað, og ætternis vegna væri ekkert því til fyrirstöðu, að þeir menn kæmust til æðstu valda í land- inu. Þegar eg hafði gefið slík svör, trúðu þessir spyrjendur mér venju- lega fyrir því að þeir væru Gyðing- ar sjálfir. Fyr þorðu þeir ekk^að segja frá því. Á heimssýningunni í París Eg brá mér til Frakklands og sat þar kennaraþingið, sem Sigurður Thorlacius skólastjóri hefir skýrt frá hér í blaðinu fyrir stuttu síðan. ,í sambandi við þau naut eg ókeypis aðgangs að heimssýningunni miklu. Það er skemst að að segja, að sýn- ingin var alveg óviðjafnanleg. Hið ytra var eitt út af fyrir sig heilsteypt listaverk, skipulagið bar vott um hinn óskeikula smekk Frakkanna. Ljósadýrðin var dásamleg. Kvöld eftir kvöld stóðum við Islending- arnir, sem þarna vorum; á tröppum Trocaderohallarinnar og dáðumst að

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.