Lögberg - 28.10.1937, Qupperneq 1
50. ÁRGANGUB
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN
28. OKTÓBER, 1937
NÚMER
43
Frá Islandi
Kirkjuráðskosning
Talning atkvæða til kirkjuráðs-
kosningar fyrir næstu finnn ár fór
fram á skrifstofu biskups í gær.
Atkvæði féllu þannig: Af prestum,
kennurum guðfræðideildar, voru
kosnir þeir Ásm. Guðmundsson
próf. með 50 atkv. og Þorsteinn
Briem með 38 atkv. Næstur honum
var Björn Magnússon, gem fékk 8
atkv. Önnur atkvæði dreifðust á 12.
Ennfremur höfðu 17 héraðsfundir
tilnefnt kirkjuráðsmenn og hlutu
þessir kosningu: Ólafur Björnsson
kaupmaður á Akranesi, sem fékk
146 atkv. úr 17 prófastsdæmum og
Gísli Sveinsson sýslumaður með 79
atkv. úr 10 prófastsdæmum. Matt-
hías Þórðarson þjóðminjavörður var
næstur með 63 atkv. úr 9 prófasts-
dæmum. Önnur atkvæði dreifðust
milli 6 manna.—Mbl. 7. okt.
# # #
Merkilegt listaverk eftir
Sigurjóh Ólafsson, myndh.
“Aarhusposten” 3. október 1936
skrifar um sýningu ýmsra lista-
manna, sem haldin var í Aarhus í
haust er leið og Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari tók þátt í:
“Samstundis sem kemur iijn i
hringmyndaða salinn verður maður
svo gagntekinn af hlutum af stórri
lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson, að
erfitt er að festa augun á nokkru
öðru. Þetta er sýnilega mynd-
höggvari — þótt enn sé á.unga alcjri
—sem með innblæstri og markvísi
getur glímt við stórkostleg (monu-
mentale) viðfangsefni, oghefir bæði
nóga persónu og nægilega sköpunar-
hæfileika til þess að ráða fram úr
þeim. Það er sjaldgæft að nokkrir
gútar steyptir í gips tali svo glöggum
stórfengleik.”
Merksta listablað Dána “Sam-
y
leren,” segir um sama listaverk:
“Lang veigamesta (betydeligste)
höggmyndin er hin mikla lágmynd
Sigurjóns Ólafssonar: “Saltfisk-
stöflun” . . . Það er fagurt og ó-
brotið. Þessar kröftugu, afmörk-
uðu myndir, rólegar í hreyfingum.
. . . Ólafsson hefir séð viðfangs-
efnið með augum mikils mynd-
höggvara og rá‘5»ð fram úr því án
krókaleika málarans eða sálarfræð-
ingsins. Höfuðin, búkarnir, fötin
og fiskurinn hafa fengið sama
þrungna stílinn sem lið i einni plast-
iskri hild. . . .
Með þessari lágmynd hefir haim
getið sér mikið nafn.”
Þannig rita beztu listdóimarar um
listaverk eftir ungan íslenzkan dag-
launamannsson, Sigurjón Ólafsson.
Eg gæti bætt við mörgum lofsam-
legum orðum um Sigurjón sem
listamann, en kýs heldur að láta
aðra tala.
Umrætt listaverk: “Stöflun salt-
fiskjar,” er gríðarstór lágmynd
(relief), 3x4 metrar. Hugsar lista-
maðurinn sér lágmyndina steypta í
cement á ytri vegg viðeigandi húss í
Reykjavík.
Þetta hús er til. Það er hús Fiski-
félags íslands — veggurinn út að
Skúlagötu. Það mundi prýða húsið
mjög og standa sem óbrotgjarn
minnisvarði — bæði um. unga ís-
lenzka listamanninn og um lista-
smekk íslendinga — ef það kemst
á húsið.
En — það kostar 20,000 krónur
ttppkomið, steypt á húsvegginn.
Slíkt ráða eigendur hússins, Fiski-
félagið ekki við — og enginn ein-
staklingur eða stofnun heima.
En er það ekki óbærileg hugsun,
ef slíkt listaverk, sömi nú er til í
gipssteypu, molnar niður í geymslu
og týnist? Hvernig á að bjarga mál-
inu?
Hér er ein hugmynd.
Síldin hefir verið góð við okkur
í ár. Ef hver sjómaður, sem verið
hefir á síld; vildi leggja fram 1—10
krónur, eftir efnum og löngun, og
hver útgerðarmaður 10—100 krón-
ur, Fiskifélagið eitthvað og rikis-
sjóður máske eitthvað, og aðrir á-
hugamenn einhvern skerf — þá er í
lófa lagið að leysa þrautina.
Mundu ekki margir, sem f ram hjá
ganga, auk nautnarinnar af að sjá
svo gott og myndarlegt listaverk á
húsi í Reykjavík, fá aukaánægju af
þeirri hugsun, að hér hafi þeir sjálf-
ir lagt sinn skerf til?
Kaupmannahöfn í sept. 1937.
Sveinn Björnsson.
—Mbl. 25. sept.
# * *
Flugvél til tslands
Agnar Köfoed-Hiansen flugmála-
ráðunautur hefir í Osló keypt fjögra
farþega Waco-flugvél og kemur húr^
til Reykjavíkur í janúar. Er vélin
ætluð til póst- og farþegaflutninga.
—Hér getur tæplega verið um
aðra flugvél að ræða en þá; er
nokkrir Akureyringar ætluðu að
kaupa. Hafði safnast 25 þús. króna
hlutafé á Akureyri til kaupa á flug-
vél.
Mun hafa verið sótt um innflutn-
ingsleyfi fyrir flugvél, en Mbl. er
ekki kunnugt, hvort leyfið hefir ver-
ið veitt, eða hvenær ráðgert er að
flytja flugvél þessa hingað til lands.
—Mbl. okt. 6.
--------Frónsmót —
Samkoma sú, er Fróns-félagið
hélt í liúsi Goodtemplara síðastliðið
mánudagskveld, var vel sótt, svo vel
að ekki var eitt sæti autt. Skemti-
skrá var mikil og vel vönduð og
byrjaði með ávarpi forseta. Þar
næst söngur. Tóku þátt í því Mr. Ed.
Johnson og R. Ragnar, og var gerð-
ur að því góður rómur af áheyrend-*
um.
Þá flutti skáldið og rithöfundur-
inn, Hjálmar Gíslason tvö Lvæ®i
eftir sig, bæði frumort og lét nokk-
ur gamanyrði fylgja, og var hvort-
tveggja góð skemtun.
Það sem einkum prýddi þó þessa
samkomu; var ræðá sú, er Dr. B. B.
Jónsson flutti þar; það var stór-
merkileg ræða, flutt af djörfung og
mikilli mælsku, og átti beint erindi
til allra Vestur-íslendinga. Ræðu-
maður tók sér fyrir texta tíðirnar
þrjár: þátíð, nútíð og framtíð. Eftir
nokkur inngangsorð, sem flutt voru
á skáldlegu líkingamáli, tók hann
liðnu tíðina til athugunar, og talaði
um það eitt, sem hann sjálfur hafði
séð og heyrt imeðal frumbyggjanna
íslenzku hér í landi, á fjórum aðal-
stöðvum þeirra Nýja íslandi, Winni-
peg, Dakota og Argyle. Þó margar
þessar endurminningar væru frá
bernskuárunum voru þær ei að síð-
ur glöggar og skýrar. Eg býst við
að sumum hafi fundist þau ummæli
hans stinga nokkuð í stúf við það,
sem þeir höfðu áður heyrt um þá
góða menn. Svo mikið hefir ver-
ið gum'að af afreksverkum þessara
frumbyggja að vér höfum næstum
farið að trúa því, að þeir hafi verið
einhverjir yfirburðamenn, jafnvel
helgir menn með ljós upp úr skall-
anum.
Ræðumaður sýndi nú fram á að
þetta hefðu verið bara menn engu
meiri en vér og eins og fólk er flest.
Hann rakti mjög ýtarlega framfara-
sögu þeirra hér í landi, lýsti mörgu
því sem einkum einkendi þann hóp,
svo sem sundurlyndið, sem allstaðar
brauzt út meðal þeirra. En hann
gleymdi ekki heldur að geta um það
sem mest var um vert, en það var
frelsis- og framsóknarandinn, sem
PAUL BARDAL
bœjarráðsmaður
Samkvæmt yfirlýsingu í ensku
dagblöðunum á mánudaginn, verður
Mr. Bardal ekki i kjöri við næstu
bæjarstjórnarkosningar. Hann hef-
ir unnið sér almenningstraust þau
árin, sem hann hefir setið í bæjar-
stjórn, og nú um langt skeið skipað
forsæti i þeirri nefnd, sem um at-
vinnuleysismálin hefir fjallað. Er
það almælt að vandfundinn muni
verða eftirmaður Mr. Bardals í þá
vandasömu ábyrgðarstöðu.
knúði þá til meiri og betri. dáða
Yfir höfuð fanst mér hann ganga
mjög vel frá fortíðinni. Um nútíð-
ina fór hann færri orðutn, enda er
það tímabil stutt, aðeins augnablik,
sem óðara hverfur í aldanna haf.
Hann tók nokkuð hart á tilduræði
nútímans, sem gengur meira út á það
að sýnast en það að vera ; sýndi fratn
á að svo myndum vér sýna þjóð-
ræknina bezt með því að reynast trú-
ir starfi voru her í landi. Hann fór
nokkrum orðuim um nýútkomna bók
heima sem “Vestmenn” nefnist.
i
Ummæli hans um efnisval í þeirri
bók mintu mig á visuna eftir Stein-
grím:
Grammatikus greitt um völl
gekk með tínu kerin,
hirti spörðin, eg held öll,
en eftirskildi berin.
En framtíðin er það, sem oss alla
mest um varðar. Þangað leit hann
spámannsaugum og sá margt gott og
fagurt. ilattn lauk erindi sínu með
brennheitri áskorun til allra góðra
Islendinga að taka nú höndum sam-
an um þá miklu stofnun við háskóla
þessa fylkis og sem nú þegar hefir
verið byrjað á, Hólastól hinn nýja,
þar sem íslenzk menning mætti njóta
verndar um aldur og æfi og eiga ör-
ugt hæli og heimili.
Ragnar Stefánsson las upp kvæð-
ið “Sandibar” og sögu eftir Gest
Pálsson.
“Hann er skáld, mann skrattinn,”
sagði Níels skáldi um Jónas Hall-
grímsson. Hið sama datt mér í hug,
þegar eg heyrði Ragnar lesa hið
mikla kvæði Guttorms. Hann gerði
því sóma, og er þá mikið sagt. Þeg-
ar hann las sögu Gests, kom fram
hin lipra leikaralist hans, sem mönn-
um er nú þegar kunn orðin.
Að síðustu bað fundarstjóri Dr.
Rögnvald Pétursson, sem nýkominn
er að heiman, að tala nokkur orð,
og varð hann góðfúslega við þeim
tilmælum. Elutti oss kveðju fóst-
urjarðarinnar, fór nokkrum vel
völdum orðum um mál, sem nú eru
ofarlega á dagsskrá heima. Gat um
merkilega bók, nýútkomna. Dr. Pét-
ursson næstum lofaði því að halda
fyrirlestur hér um þessa síðustu ferð
sína og veru heima í sumar sem leið
og var því vel fagnað af öllum.
Yfir höfuð var samkoma þessi hin
ánægjulegasta að öllu leyti og starfs-
mönnum Fróns til stórsóma. For-
seta Fróns, herra R. Ragnar, hefir
auðsjáanlega tekist að anda nokkru
af f jöri og hita æskunnar inn í þenn-
an félagsskap, en það voru einmitt
þau hin rauðu blóðkorn, sem sá lík-
ami mest þarfnaðist.
Grtmur Eyford.
Hátíðlegt prestskaparaf-
mæli í Grand Forks
Mjög fjölmenn hátiðarguðsþjón-
asta var haldin í Sameinuðu lútersku
kirkjunni í Grand Forks árdegis á
sunnudaginn, í tilefni af 55 ára
prestskaparafmæli séra Hans B.
Thorgriimxen. Bar margmenni það,
sem sótt hafði kirkju við þetta tæki-
færi, órækan vott um miklar vin-
sæld hins íslenzka prestaöldungs,
sem hér var verið að heiðra; enda
á hann yfir óvenjulega langan æfi-
og starfsferil að líta, og merkilegan
um margt.
Séra David Stoeve, D.D., formað-
ur Norður Dakota deildar Norsk-
Lútersku kirkjunnar í Ameríku,
flutti aðalprédikunina, og fór meðal
annars drengilegum viðurkenning-
arorðum um kirkjulega starfsemi
séra Hans og trúfestu hans í þeim
verkahring. Sjálfur flutti séra Hans
áheyrilega og gagnorða ræðu um
kirkjuna og hlutverk hennar, sér-
staklega um andlegu hliðina á starfi
hennar. Þrír aðrir prestar aðstoð-
uðu við guðsþjónustuna, þeir séra
F. I. Schmidt, sóknarprestur Sam-
einuðu Lútersku kirkjunnar; séra
Olaf O. Brandt, aðstoðarprestur
hans; og séra A. J. Hulteng, sem er
sænskrar ættar, en hefir um langt
skeið verið einn af merkisprestum
nörsku kirkjunnar vestan hafs.
Mikilí og prýðilegur söngur jók
einnig á hátíðleik þessarar eftir-
minnilegu guðsþjónustu.
Séra Hans höfðu, sem vænta tná,
borist margar kveðjur í bréfum og
símskeytum, á þessum heiðursdegi
hans, meðal annars frá Luther Col-
lege í Decorah, Iowa, en hann er
elzti núlifandi stúdent frá þeim
merka mentaskóla Norðmanna. En
eftirfarandi kveðjur voru lesnar upp
við guðsþjónustuna: frá Concordia
College, Moorhead, Minnesota; Trá
séra K. K. Ólafson, forseta Hins
Lúterska Kirkjufélags Islendinga í
Vesturheimi; og frá séra B. B. Jóns-
son, D.D., presti Fyrstu Lútersku
kirkju í Winnipeg. Voru kveðjur
þeirra prestanna einkar fagurorðar
og önduðu fölskvalausri hlýju og
virðingu í garð hins virðulega
prestaöldungs, sem þær voru stílaðar
til, og umi langt skeið hafði verið
starfsbróðir bréfritaranna, beinlínis
eða óbeinlínis.
Séra Hans er löngu kunnur flest-
um Islendingum í landi hér, einkum
eldri og miðaldra kynslóð vorri;
hann hefir skírt, fermt eða gift f jöl-
marga í þeim hóp, og á því drjúg
ítök í hugum íslenzks fólks hérlendis
fyrir persónuleg kynni. Hann hef-
ir á margan annan hátt og merki-
legan komið við sögu íslendinga. í
Vesturheimi, einkum á fyrri árum.
Hann er einn í tölu hinna fyrstu
frumherja vorra, sem enn^eru ofan
moldar, þar sem hann fluttist vestur
um haf árið 1872. Var hann við-
staddur hna fyrstu íslenzku guðs-
þjónustu í landi hér, er haldin var
sem kunnugt er, á fyrsta þjóðminn-
ingardegi Islendinga i þessar! álfu,
í Milwaukee-borg í Wisconsin, 2.
ágúst, 1874. Hann þjónaði einnig
árum saman íslenzkum söfnuðum í
íslenzku bygðinni í Perríbinahéraði.
Merkasta hlutdeild hans í íslenzkum
félagsmálum er samt það, að hann
átti frumkvæðið að stofnun Hins
Lúterska Kirkjufélags Islendinga i
Vesturheimi, því að hann kallaði
saman fund í þeim tilgangi að stofna
slikan félagsskap, að Mountain, í
Janúar 1885.
Ekki varð séra Hans þó starfs-
maður félagsins svo talist gæti, fyr
en allmörgum árum siðar; enda hafa
atvikin hagað því svo, að hann hefir
starfað meiri hluta prestskapartíðar
sinnar meðal frænda vorra Norð-
manna. Ejarri fer því þó, að hann
hafi verið nokkur þjóðernislegur
frávillingur; hann hefir aldrei farið
í launkofa með þjóðerni sitt, en alt-
af, án nokkurs þjóðrembings, haldið
þvi á lofti, að hann sé Islendingur.
Hefir hann jafnan verið fljótur til,
að taka málstað íslands, hvenær sem
þörf hefir gerst, og leiðrétta frá-
sagnir, sem landi og þjóð rnættu til
óvirðingar eða óhagnaðar verða.
Fjölmargar eru þær líka orðnar ræð-
urna^, sem hann hefir flutt víðsveg-
ar um ísland og íslenzka þjóð. Hann
hefir, í fáum orðum sagt, verið
góður tslendingur í þessa orðs sönnu
merkingu, og fyrir það mega landar
hans tíeggja megin hafsins vera hon-
um þakklátir.
Séra Hans er nú senn hálf-níræð-
ur. En ekki sézt það á limaburði
hans, að hann beri svo þunga byrði
áranna á baki. Hann er enn sem
fyrri tígulegur og hvatlegur í fram-
göngu; sér hið bezta í hvaða hóp
sem er. Honum hefir alla daga ver-
ið sæmd íslands hugstæð, og Is-
landi hefir verið og er sómi að hon-
um sem fulltrúa sínum á erlendum
vettvangi.
Richard Beck.
ALFTA VA TNSBYGÐ
BÚMLEGA 50 ÁRA
Eg veit að þessi bygð er með þeim
beztu
af bygðarlögum okkar kæra lands,
því hennar ‘’kostir teljast með þeim
mestu
og mikið er hér tillag skaparans.
Hér hefir þroskast meyja fjöldinn
fríði
og fjöldamargur drengur stór og
,knár.
og hér gaf Drottinn hraustum land-
náms lýði
sitt líf og skjól, i meira’ en fimtíu
ár.
Eg bið Og kalla hátt til Guðs á hæð-
um,
að hann utn eilífð verndi þessa bygð
og veiti henni auð af æðstu gæðum
og andans lið með kærleik, vilja og
dygð.
Hér blessist alt, sem lýð og land má
prýða,
hér lifi alt, sem góðan ávöxt ber.
Það viti alþjóð þegar aldir líða
að Islendingar reistu bygðir hér.
V. J. Guttormsson.
SÉRA N. S. THORLÁKSSON
80 ára, prestur 50 ár, þjónaði
Selkirk söfnuði 29 ár
Áttatíu ára gamall unglingspiltur,
glaðlyndur, i geði stiltur,
af götu Drottins aldrei viltur.
Fimtíu ár hann flutti Drottins frið-
anda
>
bygginguna vel réð vanda,
varð á hellubjargi að standa.
Unga og gamla oft hann leiddi að
altarinu,
glaðir sannleiks geislar skinu
glóbjörtu í sólskininu.
Ávextirnir altaf sjást um allan bæinn
blessun Drottins bætti haginn;
blómin skina nótt og daginn.
# # #
Trúin þín var traust og sterk,
tryggur sæmdarmaður,
þú hefir unnið vandaverk,
vertu marg-blessaður.
Selkirk 22. ágúst 1937.
» Kl. J.
Or ýmsum áttum
Af styrjöldinni í Kína er það síð-
ast að frétta, að svo virðist sem
Kínverjar hafi að miklu leyti stemt
stigu fyrir innrás japaniskra her-
sveita í héruðunum kringum Shang-
hai. Mannskæðar orustur hafa ver-
ið háðar þar svo að segja látlaust,
og er mælt að mannfall á hlið Jap-
ana hafi or^ið margfalt meira en af
hálfu Kínverja. Flugher Kinverja
þykir taka langt fram flugher hinna
japönsku þjóðar.
Fjármálaráðherra Þjóðverja, Dr.
Hjalmar Schacht, hefir nýverið lát-
ið af embætti. Hann var jafnfraint
forseti ríkisbankans, og er enn eigi
vitað hvort hann haWi áfram þeirri
stöðu eða ekki.
Borgarastyrjöldinni á Spáni er nú
þannig komið, að Franco uppreist-
arforingi hefir tvo þriðju hluta
landsins á valdi sínu. Er mælt að
hann muni láta til skarar skriða á
næstunni, með því að margfalda
herstyrk sinn umihverfis Madrid.
Hon. E Earl Rowe, leiðtogi i-
haldsflokksins í Ontario, hefir lýst
yfir því, að hann bjóði sig fram til
Sambandsþings í Dufferin-Simcoe
kjördæminu við aukakosningu, sem
fram fer þann 13. nóvember næst-
komandi. Mr. Rowe var þingmaður
þessa kjördæmis síðan 1935, en lét
af þingmensku til þess að bjóða sig
fram í fylkiskosningunum þann 6.
þ. m. Eins og nú er kunnugt, beið
■hann ósigurd þeirri orrahríð.
Mrs. Robert Forke, ekkja eftir
Senator Robert Forke frá Pipestone,
Man., og um eitt skeið landbúnaðar-
ráðherra sambandsstjórnarinnar,
varð bráðkvödd í fólksflutningabíl
skamt frá Old England stöðinni í
grend við Selkirk. Mrs. Forke var á
leið í heimsókn til dóttur sinnar,
Mrs. J. G. Berg, sem búsett er í Old
England hverfinu.
Or borg og bygð
Ráðskona óskast á íslenzkt heim-
ili i góðu þorpi hér i fylkinu, þar
sem allmargir íslendingar eiga
heíma. Störfin eru afarlétt, og góð
aðbúð ábyrgst. Ritstjóri Lögbergs
veitir upplýsingar.
Dr. Rögnvaldur Pétursson kom
úr Islandsför á laqgardagsmorgun-
inn var ásamt frú sinni. Með þeirni
kom Jón Sigurðsson, er einnig fór
heim til íslands siðastliðið vor.
Mr. Sveinn Thorvaldsson, M.B.E.
kaupmaður frá Riverton, var stadd-
ur i borginni fyrri part vikunnar. Sat
hann ársþing Retail Merchants fé-
lagsins, sem hér var háð.
Mr. S. A. Sigurðsson verzlunar-
stjóri frá Árborg, var staddur í borg
inni fyrripart vikunnar, og sat árs-
þing Retail Merchants félagsins.
Mrs. T. Tergesen frá Gimli var
stödd í borginni um síðustu helgi.
Fyrsti snjór.
Yfir skóga, akra og börð
október réð kasta,
fyrsta snjó sem faldi jörð
fjórða og tuttugasta.
Finnbogi Hjálmarsson.