Lögberg - 18.11.1937, Side 2

Lögberg - 18.11.1937, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1937 * BREF FRA KINA * íslenzk blöð hafa beÖiÖ um frétta. bréf. Fréttir frá stríÖinu, Vel- komið! ViÖ vorum i sumarleyfi þegar fyrstu fréttir um stríðið bárust okk- ur, þá 14 daga gamlar. Útlend blöð höfum við ekki séð í 6 vikur, en kín- versk blöð (og blöð á erlenduim mál- um útgefin í Kína) koma i stórum haugum — með löngu hléi á milli, vitanlega. Þarna hittist vel á. í dag kom síðasti haugurinn. Nýjustu fréttir ekki nema tíu daga gamlar, birtar í íslenzkum blöðum níu dögutn fyr en þær birtust okkur. Svo Svo síð- ústu “nýjungar” verða orðnar gaml- ar þegar íslenzk blöð fá þær frá mér í pósti. Nú vill svo vel til að hér erum við ekki að öllu leyti upp á blöðin komin, Stjórnin í Nanking hefir ágætlega skipulagðan fréttaflutning um land alt með útvarpi og símskeytum, — flutning slíkra frétta, fyrst og fremst, sem stjórnin sér sér hag í að berist alþjóð til eyrna. Japönsk blöÖ í Shanghai lýsa viðburðunum með nokkuð öðrum litum, svo að ótrúlegt er að um sama stríð sé að ræða. Heimfærsla: Fréttaflutningur er einn þáttur stríðsins, eins og kunn- ugt er frá heimsstyrjöldinni. Hér eru stríðsfréttirnar skráðar stóru letri á breiðar pappírslengjur, sem settar eru upp á ákveðnum stöð- um á götunum. Fólk stendur í þvögu frá morgni til kvölds, hverju sem viðrar/ og les — eða öllu heldur hlýðir á þá, sem kunna þá list. Á striðsárunum var fréttaflutn- ingur og undirróðursstarfsemi í Kína, að mestu leyti i höndum bandamanna. Á stöku stöðuin sjást ennþá, sem veggjaprýði, myndablöð með striðsfréttum og óhróðri um Þjóðverja, sem bandamenn gáfu út á kínversku. Það var ekki fyr en á síðasta tug 18. aldar að Kínverjar auðmýktu sig til að skifta við Evrópuþjóðir eins og jafningjar væru. Síðan hafa þeir átt i ófriði við önnur ríki ótalsinn- um. Og altaf tapað. Þeir biðu ægi- lega ósigra í stríðunum við England um 1840, Frakkland og England um 1860 og Japan 1894-5. Þótt þeir væru bandamanna megin i heims- styrjöldinni, varð samt “sigurinn” þeim hin mesta hefndargjöf. “Altaf að tapa.” Hversvegna? Óefað ekki þessvegna fyrst og fremst að þeir séu “friðelskandi bændaþjóð,” eins og orð fer af, og því ekki nógu herskáir. Því miður munu Kinverjar eiga fulteins blóð- uga sögu og flestar þjóðir aðrar. En þeir voru, eins og í öllu öðru, seinir á sér að nema nútíma hernað- arlist. Kína var viðbúnaðar- og varn- arlaust land eins og Abessinía. Ekki að ástæðulausu óttast margir að sömu örlög bíði þeirra landa beggja. Einn af herforingjum Napóleons hafði tapað vígi. Keisarinn krafðist skýringar á þvi. “Tólf ástæður eru fyrir því að vígið varð ekki varið lengur,” svaraði herforinginn. “Fyrsta, að við vorum skotfæra- lausir. Önnur, að-----------” “Það nægir,” svaraði keisarinn. Þó ótrúlegt sé er önnur ennþá veigameiri ástæða fyrir því, að hing- að til hefir verið loku fyrir það skotið að Kínverjar ynnu stríð Stríð hafa verið einkafyrirtæki landsstjómarinnar (eða einstöku herforingja á stjórnleysistímuna), þjóðinni óviðkomandi nema óbein- línis væri. Enginn hlutur var ó- hugsanlegri en að þjóðin færi að blanda sér inn í gerðir stjórnarinn- ar. Hér í upplöndum Kínaveldis, einkanlega, hafði fólk venjulegast enga hugmynd um þessi strið. Til þessa héraðs (Hupeh), sem er tiltölulega sunnarlega í landinu og hefir yfir 30 miljónir íbúa, bárust til dæmis engar fréttir um stríðið við Japana 1894-95. Það gekk um garð án þess jafnvel að héraðsstjórinn sjálfur vissi um það. En setum nú svo að fréttir frá stríðinu þá hefðu borist jafn ört og nú. Hvað kom það héraðsstjóranum i Hupeh við að stjórnin í Peking átti í ófriði við Japan! Og hvað snerti það fólk hér, —fólk, sem ekki átti snefil af þvi sem í öðrum löndum var kallað ætt- jarðarást og þjóðarmetnaður. Kína var heil heimsálfa, en sund- urhlutuð í um eða yfir tuttugu hér- öð, sem hvert um sig nutu mikils sjálfræðis, áttu í deilum og háðu blóðug stríð, en voru lauslega sam- einuð í persónu keisarans í Peking. Það var mikið í húfi þegar sú taug hrökk í sundur 1910. Við sem kom- um hingað til landsins tíu árum síð- ar, urðum sjónarvottar þess stjórn- arfarslega óskapnaðar, sem hér ríkti á því tímabili og þangað til að Nan- king-stjórnin komst til valda 1927. Sun Yat-sun skorti skipulags gáfu. Hann var óhagsýnn eins og títt er um mikla hugsjónamenn, — en þjóðin hefir þó engan þarfari mann átt. Kínvferjar eru yfirleitt efnishyggjumenn og hugsjónasnauð- ir. Sun dó í hentugan tíma og fékk ekki tafið það, að honum hæfari rnenn kæmu áformum hans í fram- kvæmd. Þær breytingar, sem orðið hafa í landinu síðasta áratug, eru alveg ó- trúlega miklar. Flestar stórkostlega til batnaðar. Boðskpur Sun Yat-sun varð að honum látnum, trúarjátning menta- manna og æskunnar í landinu. Þess eru ekki dæmi í 4 þúsund ára sögu Kinaveldis, að þjóðin hafi verið sameinuð undir eina stjórn á þann hátt sem hún nú er. Við henni blas- ir mikil framtíð undir forystu þeirra manna, sem nú hefir tekist að sameina hana alla að einu verki: verndun arfleifðar hennar og endur- nýjungar. Japönum mæta nú ekki á vígvell- inum hermennirnir, sem gamla Pek- ing stjórnin hafði á mála. Heldur eru það eldheitir föðurlandsvinir, sem nú halda vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, uppaldir við ágengni Japana til óslökkvanlegs haturs til þeirra. Það er ekki aðeins brot úr kin- verska hernum, sem nú leggur til orustu við Japana, í trássi lands- stjórnarinnar, eins og 1932, heldur ríkisherinn allur studdur af þjóð- inni sjálfri og í fullu umboði henn- ar. Strið skellur á eins og stórviðri, altaf í óhentugan tíma, þó mikið s« um viðbúnað, og óvænt, þrátt fyrir allar ófriðarspár. Svo f jandsamlegt er það Mfinu og óvelkomið, en óum- flýjanlegt þó eins og dauðinn og dómurinn. Það vissu allir, sem eitthvað þektu tií viðskifta Japana og Kínverja síð- ari árin, að til ófriðar myndi koma, fyr eða síðar. Vissasti forboði þess var stríðið í Shanghai 1932, sem Japanaf unnu — i bili. Þá buðu þeim byrginn nokkrir herforingjar aðeins, í forboði stjórnarinnar i Nanking, og án hennar stuðnings. Chiang Kai-shik og þeir menn aðr- ir, sem mest mega sín í landinu, vildu umbera ágengni Japana í lengstu lög, svo tími ynnist til að undirbúa sig undir þá úrslita bar- áttu, sem nú hefir borið að miklu fyr en æskilegt þótti. Kínverjar eru auðmýkingum van- ir, og þeir voru við því búnir að Jap- anar yrðu ekki frekjuminni eftir 1932. Þegar sá, er þetta ritar var stadd- ur í Peking á næstliðnu hausti, voru æfingar japanska hersins í Norður- Kína nýafstaðnar. Um 7,000 her- manna tóku þátt í þeim dagana 26. okt. til 4 nóv. Nú er það ekki óal- gengt að erlendar hersveitir sjáist að æfingum í kínverskum bæjum, þó auðmýkjandi sé. En þessar heræf- ingar Japana í fyrrahaust tóku þó öllu slíku fram í ósvífni. Þær voru í því fólgnar, hvorki meira né minna en að hertaka Peking, hina helgu borg þjóðarinnar og hennar forna höfuðstað og mentasetur. Hermenn og hergögn, alveg óhóflega mikil við heræfingar aðeins, fyltu strætin svo umferð stöðvaðist. Að heræfingun- um loknum skoðuðu þeir söfn, hallir og helgodóma þessa söguríka staðar. Áður en þeir færu, buðu þeir yfir- völdum staðarins í samsæti I Hvort allir þáu heimboðið, er cnér ókunnugt. En stúdentar héldu mót- mælafundi og kröfugöngur, og há- skólarnir flögguðu í hálfa stöng. Nú eru sumar háskólabyggingarnar í rústum. Tilgangi Japana með her- æfingunum í fyrra er náð. Þeir hafa skipað yfirvöld eftir sínu eigin höfði og stökt kinverska hernum á flótta. Því ófremdar ástandi er lokið, að Kinverjar fái þolað alt. Hver ný auðmýking varð þeim um leið á- minning um það í hverri hættu þjóð- félagið var statt. Ágengni Japana hefir verið einn helzti aflgjafi þeirr- ar þjóðernislegu vakningar, sem farið hefir yfir landið síðari árin. Og Japanar eiga sjálfum sér um að kenna að vígbúnaði hefir verið svo mjög hraðað í Kína síðan 1932, að nú er tvísýnt um það hver aðilanna vinni stríðið. Japanar þykjast hafa vaðið fyrir neðan sig, eigi síður en Þjóðverjar 1914. Kínverjar gera ráð fyrir að tapa, en það er jafnframt von þeirra að sigurinn verði andstæðingunum svo dýrkeyptur að þeir fari á haus- inn, uppskeri að leikslokum gjald- þrot og bylting, líkt og hernaðar- stefnan þýzka. Þessvegna er hér talið að útkoma þessa mikla hildar- leiks sé undir því komin fyrst og fremst, hve lengi hann varir. Það er löng herlína frá Kanton meðfram ströndum og til Tientsin, og svo þaðan vestur i Suiyuan — umsátur á þrjá vegu lands, sem er á stærð við Evrópu. Það þarf geysi- mikið gjaldþol til að gera út nálega allan flotann og yfir 300 þús. her- manna til Kína, stöðva verzlun sína þar og fá öll sín miljóna-fyrirtæki þar eyðilögð. Tugi miljóna króna hvern dag. Eftir þær miklu miskhðar sem verið hafa milli hinna ýmsu stjórn- málaflokka annarsvegar og hernað- arstefnunnar hinsvegar, er alls ekki óhugsanlegt að leitt geti til innan- lands-óeirða, ef ekki fer alt að áætl- un í stríðinu. A. m. k. er hætt við því í Mansjúríu. Þessvegna hafa Japanar hraðann á. Og þessvegna er þetta stríð svo blóðugt að mesta hernaðarþjóð heimsins leggur alt í sölurnar til þess að ná takmarki sínu eins fljótt og auðið er, af því það þolir enga bið. Árásum Japana mætti óvænt við- nám. Kínverjum hefir blætt ógut- lega. Stríðið er háð innan þeirra landanæra og engin af stærri borg- um landsins fer varhluta af heim- sóknum flugvélanna, sem nú valda meiri eyðingu en nokkurt annað hernaðartæki. Þó hafa Kínverjar varist með miklum móð, og eftir tvo mánuði er vörn þeirra ósvekt, þrátt fyrir töpin i Norður-Kina. Margt bendir til þess að Kínverj- ar geti haldið stríðinu áfram miklu lengur en andstæðingana grunar. Viðbúnaður þeirra var ónógur, en þó meiri en búast mátti við. Landið er að heita má í herkví, en nú er góð- æri og kemst þá þjóðin af án mikils innflutnings. Mjög er hætt við að skortur verði á skotfærum og her- gögnum, ef engin tök eru á að fá það aðkeypt. Ræningjaóeirðir hefir tekist að bæla niður að heita má um alt land. Kommúnistaherirnir gömlu hafa gengið í lið með stjórn- inni. Þeir eru norður í MongóMu og standa að Hkindum í beinu sam- bandi við Rússland. Kína getur orðið hált á þeirri samvinnu, en nú þykja engin vopn ófáguð sé þeim beitt gegn þeirra erkióvin, Japönum, til landvarna. Þess fer errginn duHnn hér, að takmark Japana sé nú sundurHmun lýðveldisins kinverska, sneiða af héröðin norður af Gulafljótinu og vestan fjallanna i Shansihéraði. Sjálfir segja Japanar að þeim sé ekki landnám í hug. (Ónei, Mklega ekki fremur en þegar þeir tóku Man- sjúríu). En þeir vilja knýja Kín- verja til fylgis við sig gegn kommún. ismanum og til friðsamlegra við- skifta. Miklu Hklegra er þó að þeir vilji tryggja sér mikið landrými þarna nyrðra og auka svo völd sín að þeir komist af án hvorutveggja og verði í engu upp á Kínverja komnir. Af útlendingum búsettum i upp- löndunum, eða hér í Mið-Kína, hafa fáir flúið. Kristniboðsfélögin flest- öll hafa og ákveðið að þeir kristni- boðar, sem hafa verið hér lengst, taki sér hvíld nú, (þó ekki sé hættu- laust að leggja upp í ferðalög til hafnarbæjanna). Þvi er það að við hjónin leggjum af stað til íslands, með þýzku skipi frá Hongkotig, í lok nóvemermánaðar. Laohokow, Hupeh, Kína. 24. sept., 1937. Ólafur Ólafsson. Hvernig á að lesa fornsögurnar? Síðari kafli af grein Dr. Einars Ól. Sveinssonar. Þegar söguritarinn dylst þannig að tjaldbaki, er persónunum mest- megnis lýst með því, að sagt er frá orðum og verkum, svip og hreyfing- um. Oft er þó aðferðin einskonar mannjöfnuður, tvær persónur leik- ast við, eða sagan veitir færi á að sjá, hvernig tveir eða fleiri menn bregðast við sama atburði; með þessu kemur fram einkennileg “af- stæð” persónulýsing. Það er eins og höfundurinn bregði birtu á persón- urnar með varpljósum úr öllum átt- um. í sögunum er ekki fengist við að rekja upp sálarástand manna, en margir af höfundunum eru gæddir mikilli mannþekkingu, og með þvi að bregða upp myndum af einstökum atburðum, sem sýna, hvað í persón- unum býr, veita þeir lesandanum færi á að skygnast niður í hyldýpi sálarinnar. Eg skal nú leyfa mér að nefna dæmi úr Njáls sögu, þar sem þessi “afstæða” mannlýsing kemur fram eins skýrt og verið getur. Það er sagan af fjandskap Bergþóru og Hallgerðar. Bergþóra hefir móðgað Hallgerði í boðinu á Bergþórshvoli, þær fara að senna, og endar með því að Gunnar og Hallgerður fara heim. Hallgerður hyggur á hefndir, og þegar Gunnar og Njáll eru á alþingi, lætur hún drepa einn af húskörlum Bergþóru og sendir Gunnari síðan orð um það, hvað gerst hafi. Gunn- ar fer til búðar Njáls, segir honum vígið og sættist við hann. Næsta sumar fer á sömu leið, nema það er þá Bergþóra, sem veldur viginu, en sættir verða á alþingi eins og áður. Svo fer um stund. Söguþráðurinn fylgir hér, eins og víða í Njálu, fastri skipun með end- urtekningu líkra atburða. Það er grindin. En eins og ella í þessari sögu, er fylt út í þá grind með grúa smáatvika úr daglegu lífi, svo að frásögnin ber hin greinilegustu lífs- merki. En það er mest um vert hér, að við fáum að sjá hvernig fjölda- margar persónur bregðast við svip- uðum atburðum, höfundurinn fer að likt og efnafræðingur, og hann heldur þessu áfram, þangað til við þekkjum þær allar saman. Og þá veitum við einu athygli: þessar per- sónur eru einstaklingar, ekki tegund- armyndir, hver hefir sinn andlits- svip. Það er vert að gefa þessu gæt- ur. Eg gat hér að framan um hina klassisku eðlisþætti í sögunum: ró, skýrleik, hófsemi, mætur á því, sem er miðja vega milli öfganna — hér má sjá, til að vega upp á móti þessu, skilnirtg á einstaklingseðli og sér- kennum og mikla gáfu til að lýsa þessu. Fornritin eru sköpuð við samstarf margra andstæðra afla, samleik sem varð samræmur. Sá, sem vill skilja þau, má ekki einblína á eitt þessara afla, því að það sem mest veltur á, eru ekki þessi öfl í sjálfum sér, heldur hið giftusamlega samstarf þeirra. Það er auðvelt að nefna mörg dæmi þess, hvernig Htilsháttar van- gá í lestri getur spilt heilum þáttum í sögum. Eg skal nefna eitt, tekið úr þýðingunum á Njálu. Eftir stuld Hallgerðar í Kirkjubæ býður Gunn- ar fyrst Otkeli margskonar góð boð, en Skammkell spillir fyrir með svik- ráðum sínum, svo að Otkell stefnir Gunnari og vinum hans tekst þó með harðfylgi að ná sáttum á alþingi. Nokkru síðar fer Otkell austur að Dal. Þeir félagar ríða austur með FljótshMð og fóru mikinn. Gunnar er þá að sá á akri sínum, og lýtur hann niður. Leið Otkels liggur þar hjá, fara nú meira en Otkell vildi. Hann hefir spora á fótum sér og hleypir neðan um sáðlandið og sér hvorugur annan, Gunnar og Otkell. Og í því er Gunnar stendur upp, ríður Otkell á hann ofan og rekur sporana við eyra Gunnari og ristir mikla ristu, og blæðir þegar mjög. “Allir megið þér sjá,” segir Gunnar, “að þú hefir blóðgað mig, og er slíkt ósæmilega farið: hefir þú stefnt mér fyrst, en nú treður þú mig undir fót- um og ríður á mig.” Skammkell mælti: “Vel er við orðit, búandi, en hvergi vart þú óreiðuligri.á þinginu, þá er þú tókt sjálfdæmit ok þú helt á atgeirinum.” Gunnar mælti: “Þá er við finnumst næst, skalt þú sjá atgeirinn.” Síðan skilja þeir að þvi. Ef athuguð eru í þýðingunum orð Skammkels, sem eg hefi tilfært, eins og þau eru í frumritinu, sézt, að orðin “en hvergi vart þú óreiðuligri” eru vanalega þýdd: þú varst líka reiður . . Þetta er furðu máttlaust á þessum stað. Aðrir þýða það: þú varst fult eins reiður . . ., sem er ögn betra, en dugir þó ekki. Sjálfsagt var Gunnar enn reiðari á akrinum en á þinginu. Þýðendur hafa ekki gætt þess, að reiðuligr þýðir ekki sama og reiðr, heldur “með riðisvip.” Sú þýðing á hér ágætlga við. Skamm- kell segir: Þú varðst vel við — og er það vitanlega háð — en satt að segja varstu fult eins ægilegur á þinginu . . Nánari skýring þessara orða kemur síðar, þegar Skammkell er austur í Dal að segja frá þessum atburði: “Þat myndi mælt, ef ótig- inn maðr væri, at grátit hefði.” Nú skilst hve nöpur og eitruð orð Skammkels voru. Hann smánar Gunnar, spottar hann fyrir það, að hann hafi ekki orðið karlmannlega við sporahögginu og bendir á, að annað hafi verið, þegar Gunnar var á alþingi og réð eftir vild sinni mál- um þeirra, ógnandi og með atgeirinn í hendi. Svar Gunnars er það, sem hlýtur að vera: “Þá er við f innumst næst, skaít þú sjá atgeirinn.” Fram- hald sögunnar verður, sem vænta mátti: Á heimleiðinni falla þeir Ot- kell og Skammkell fyrir atgeirnum. Þetta atvik, sem nú var minst á, sýnir gjörla hina ríku skapsmuni í sögunum, það er eins og jarðeldur ólgi þar undir niðri. Frásögnin verður full þróttar og þenslu, at- burðirnir reka hver annan með ó- mótstæðilegu afli, orðin bíta eins og egghvast stál. Eg hefi hér að fram- an getið um andstæðuna: stillingu, hóf söguritarans. Þegar þessar andstæður renna saman, nær hann hæst. Án -hinna ríku skapsmuna yrði frásögnin köld, hana mundi skorta líf og þrótt og hraða, án still- ingarinnar yrði hún stíllaus, mundi skorta jafnvægi og yfirsýn. í sam starfi þessara afla má sjá afstöðu náttúru og menningar í fornritun- um, en aðeins eina hliðina, og það er ekki ómerkt efni að athuga, hvernig þeirri afstöðu er háttað á öðrum sviðum. Við litum nú aftur á ýmislegt, sem fyr var rætt um, en horfum á það af öðrum sjónarhól. í fornsögunum getur að líta heim, sem stingur mjög í sfúf við það, sem nefnist hinar kristnu miðaldir Mesta menningarafl þeirra, kirkjan, stóð á allan hátt f jarri náttúrunni, það er nóg að nefna hluti eins og klaustra- líf, meinlætalifnað, latínu, sálna- hyggju, hneigð til að hafa allan hug- ann við annað líf . . . Menning sú, sem birtist oss í fornsögunum, er alt öðruvísi, miklu samgrónari náttúr- unni. Mál þeirra er móðurmálið, sem þó ber ekki aðeins merki náttúr- unnar, heldur líka menningar. Það var skrifað á því fleira en sögur, og það hafði öldum saman verið i skóla dróttkvæðaskáldanna. Það var þjálf- að til að lýsa sælu og sorg lífsins, eymd og dýrð mannsins. Stíll og smekkur er í samræmi við náttúr- una og ber þó glögg merki menn ingar. Það má kalla, að söguefnin geti verið hver sem vera skal, og frá- sögnin er margvísleg eftir efni. En Sögumaðurinn finnur jafnan hvað við á, frásögnin verður aldrei stíl- laus. Oswaln Spengler ræðir áeinum stað um mismun á stíl ýmissa þjóða; hjá sumum þjóðum er hann sprott- inn af töluðu máli, samtali, verald- legri menningu — það eru þjóðir eins og Grikkir eða Frakkar —, hjá öðrum er hann skapaður af klerkum og lærðum mönnum — það eru þjóðir eins og Þjóðverjar. íslend- ingar í fornöld fylla án efa fyrra flokkinn. Hinn merkilegi samruni höfðingjaveldis og lýðræðishugsun- arháttar, sem einkennir þjóðveldið forna — þar sem höfðinginn er leiðtogi þjóðarinnar, en engin óbrú- andi gjá er á milli — þessi samruni er grundvöllur hins “aristo-demo- kratiska” smekks sagnanna, sem heimtar í senn hið eðlilega og stíl- hreina. Höfðingjasetrið, með stór- menskutilfinningu þeirri og skyn- semisdýrkun, sem þar ríkti — al- þingi með iðandi manngrúanum og stóratburðum þeim, sem þar ráku hver annan, —og einveran langa vetrarnóttina í dreifbýlinu, alt þetta hefir mótað þessa glöggu, en Hka djúpsæju menn sem hafa skapað sögurnar. í hlutleysi og raunsæi sagnanna er hinn kaldi, algáði hug- ur Norðurlandabúans á æðra þroska stigi; þar er haldið í skefjum út- þránni, lönguninni eftir æfntýrum, draumórum um hið fjarlæga—sem líka er norrænt einkenni. Æfintýra- sögurnar voru bæði á undan og eftir “fornsögunum,” þær eru til á öllum tímum; “fornsögurnar” eru tíma- bundnar eins og öll andans afrek. í þeim er agi, sjálfsafneitun: þær hafna fróandi svefngrasi tálvon- anna.. Oft segja þær frá því, að vammlaus maður verður fyrir rang- læti, ofsóknum ,er sviftur Hfinu — af því að þetta á sér oft stað. Það má kalla lífsskoðun sögumannsins bölsýni, og samt — þegar því er haldið frain, er aðeins litið á aðra hliðina, en sögumaðurinn sá þær báðar. Og þó að sögurnar segi mest frá deilum og vígaferlum, er ekki hægt að lesa þær án þess að veita því athygli, hve glöggan skilning þeir hafa á hófinu: ekkert um of. “Alt kann sá, er hófið kann,” stend- ur í Gísla sögu, ævaforn og þó sífelt ný reynsla. Þegar þeir segja harm- sögur—og það eru margar þessara sagna — þá speglast í sögunni mild, mannúðleg viska. “Margan þat sækir, er minst of varir; engi ræðr sættum sjálfr,”— og það sem sækir annan mann í dag, getur sótt þig á morgun. Hugsjónir þær og siðaskoðanir, sem birtast í sögunum, eru Hka sprottnar beint upp úr veruleikanum, náttúrunni, og kannske er rétt að minnast þess um leið, að gildi þeirra er meira fyrir bragðið: gildi dygð- arinnar er sem sé mjög undir því komið, hvort hún sé framkvæman leg eða ekki. Meginhugsjónir forn- sagnanna þær sem þeim eru sam- eiginlegar, eru ekki nýjar, þær eru frá víkingaöld, svo sem drengskap- arhugmyndirnar, forlagaírú, hetju- skapur, hin ríka og um leið við- kvæma tilfinning fyrir því, hvað manni sæmi. (Hér eins og áður ræði eg um það, sem er fornsögunum saimeiginlegt, ef litið væri hverja ein- staka sögu, mundi margt merkilegt koma fram við það). En það er nóg til af sérkenninlegum túlkunum slíkra hugsjóna í sögunum. Eg skal nefna sem dærni afstöðuna til dauð- ans. í mörgum germönskum hetju- kvæðum kemur fyrir ógleymanleg mynd: hetjan, sem er að deyja; f jandmennrnir hafa borið hærra hlut, hann hefir einskis góðs að vænta, ekki sigurs, ekki hefndar, öllu er hann sviptur, jafnvel lífinu. Nei, ekki öllu, enn getur hann yfirstigið óvinina, forlögin, dauðann. Það er með því að deyja eins og karlmanni sæmir, án æðru, án bölbæna, hafa vald á sjálfum sér og þjáningu sinni

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.