Lögberg - 02.12.1937, Blaðsíða 1
50. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. DESEMBER, 1937.
NÚMER 48
MR. JOHN QUEEN, M.L.A. Hinn nýkjörni borgarstjóri í WiHnipeg
Tíu ára afmæli '
Mentaskólans á Akureyri
1 gær mintist Mentaskóli Akur-
eyrar þess að liðin voru io ár frá
þvi þáverandi kenslumálará'Öhera,
Jónas Jónsson veitti skólanum rétt
til þess aÖ brautskrá stúdenta, en
kensla til stúdentsprófs var þá kom-
in á i skólanum.
AfmælishátÖ þessi fór þannig
fram, aÖ útvarpað var’bæði ræðum
og söng, en ræðumenn og söngmenn
voru bæði á Akureyri og i salar-
kynnum útvarpsins hér. Samkoma
var fyrir norðan í samkomuhúsi
Akureyrar. Þar voru kennarar,
nemendur og starfsmenn skólans og
gestir þeirra.
Brynleifur Tobíasson setti sam-
komuna fyrir norðan, en næstur
hontrm talaði Sigurður Guðmunds-
son skólameistari um stefnu skólans
og markmið. Þá töluðu þeir hér
syðra Haraldur Guðmundsson og
Jónas Jónsson, en síðan nyrðra
Brynleifur, er rakti sögu hins norð-
lenska skóla alt frá því að byrjað
var að undirbúa stofnun þessa, arf-
taka Hólaskóla.
Síðan talaði Árni Jónsson nem-
andi í 6. bekk skólans, en hér syðra
Benedikt Tómasson, en Ragnar Jó-
hannesson fldtti skólanum kvæði.
Hér söng M. A.-kvartettinn, en
skólasöngflokkur Björgvins Guð-
mundssonar söng nyrðra. Síðast
talaði Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari, þakkaði m. a. hlýjar kveðj-
ur til skólans og hans sjálfs.
Frá Islandi
Ferðafélag Isla/nds
Það var stofnað 27. nóv. 1927 og
er því senn tiu ára gamalt. Hefir
starfsemi þess frá upphafi verið hin
merkasta og þarf ekki því að lýsa.
En merkastar eru þó sæluhúsbygg-
ingar félagsins. Hefir hið ágæta
hús þess-við Hvítárvatn veitt mörg-
um skjól og þæga hvíld. Tvö ný
sæluhús verða tilbúin á næsta sumri:
Annað á Hveravöllum, hitt við
Kerlingarfjöll undir Hofsjökli.
Tala félagsmanna er um 1500.
Það er að vísu all-álitlegt, en stjórn
félagsins væntir þess, að 2000 verði
þeir orðnir á tíu ára afmælinu. Með
2000 meðlimum, góðum og gildum,
rnundi félagið verða þess um komið,
að reisa eitt sæluhús árlega.—
Árbók félagsins 1937 er nú út
komin fyrir nokkuru. Skýrir hún
í löngu máli “Lönd og leiðir í Aust-
ur- Skaftafellssýslu.”
Jón Eyþórsson hefir séð flm út-
gáfuna, en margir hafa lagt þar
hönd að verki. Eiríkur klerkur
Helgason lýsir Öræfum, Mýrum og
Nesjum, en Suðursveit Steinþór
bóndi Þórðarson i Hala. Um Lón
og Norðingaveg ritar Sigurður
bóndi Jónsson í Stafafelli. Bræður
tveir á Fagurhólsmýri,. Helgi og
Sigurður, hafa og lagt til ritaðar
heimildir um Öræfi, Breiðamerkur-
fjall og Mávabygðir. Kveðst J. E.
hafa “skeytt þessa þætti saman,”
þ. e. “lýsingar” hinna áður nefndu
höfunda, numið'af eða aukið við,
eftir því sem betur þótti fara. Sum-
staðar hafi hann og “bætt ný-jum
köflum inn i.” — Og fyrir því sé
ekki “unt að draga greinilegar
merkjalínur milli þess, sem hver
einstakur hefir lagt til bókarinnar.”
Margar ágætar myndir prýða “Ár-
bókina.’ ’ Þeim hefir safnað Stein-
þór Sigurðsson. Hann hefir og
ráðið mestu um myndaval, með þeim
Pálma Hannessyni og Gísla Gests-
syni.
Hér verður ekki út í það farið,
að meta verk þeirra höfunda, sem
ritað hafa “Ánbókiria” að þessu
.sinni. Lýsingar á “landi og leiðum”
virðast einkar nákvæmar, en ef til
vill óþarflega margorðar á sumum
stöðum. Fer betur á því, að höfund-
ur varist mærð og málalengingar í
sMkum lýsingum.
Smekkleysa er það af lakasta tæi,
er farið er að “punta upp á” Suður-
sveitina með því, að láta þess getið,
að þar (á efsta bænum, Hala) sé
“Þórber^ur Þórðarson borinn 'og
barnfæddur!” Er vant að sjá, hvert
erindi slík “tilkynning” getur átt til
lesenda Árbókarinnar.
Þá mun og ýmsum þykja furðu-
mikið tré það, sem skýrt er frá að
borist hafi á rekafjöru Kálfafells-
staðar, laust fyrir aldamótin síðustu.
Það var svo ótrúlega mikið, að því
er “Árbók” hermir, “að úr því var
bygt (sem nú er) á Kálfafellsstað,
og nokkru af trénu var auk þess
varið til viðgerðar á kirkjunni.”
Má því öllum ljóst vera, að sitt
hvað merkilegt getur við borið i
Suðursveit — við f jöll og sæ!
Útvarpið að norðan gekk stór-
slysalaust, nema hvað upphaf að
tveim ræðum fór forgörðum.
Mjög sýndu ræðumenn, í hv?
miklum metum norðlenski menta-
skólinn er, og hve miklar vonir eru
við hann tengdar. í ræðum þeirra
Sigurðar skólameistara og Brynleifs
kennara kont það greinilega í ljós,
að forráðamenn skólans beina starfi
sínu einbeittlega að því að sporna
gegn öfgum og óbilgirni í þjóðfé-
laginu. Er vel þegar skólamenn
taka djarflega upp það merki.
—Morgunbl. 30. okt.
* * *
Loðdýralánádeildin
og starfsemi hennar
Landbúnaðarráðuneytið hefir birt
tvær reglugerðir varðandi Loðdýra-
rækt, aðra um loðdýrarækt alment
og hina um Loðdýralánadeild Bún-
aðarbanka Islands. — í sambandi
við það hefir blaðið átt viðtal við
aðalbankastjóra Búnaðarbankans,
Hilmar Stefánsson, og spurst fyrir
um störf þessarar nýju lánadeildar.
—Hve mikið verður lánað og hve-
nær hefjast útlán?
—Heimilt er að lána alt að 100
—Vísir 28. nóv.
* # *
The Men’s Club
of the FIRST LUTHERAN CHURCII
announce that their next meeting will be held on Mon-
day, December 6th, at 8:15 p.m. The guest speaker
will be Dr. Sidney E. Smith, M.A, L.L.D., D.C.L.,
President of the University of Manitoba. Because of
the significance of the occasion the executive have ex-
tended a cordial inyitation not only to all members of
the congregation and their friends, but to the general
public, to attend this meeting. The “well-rounded-out”
program will be followed by a reception in the church
parlors. The program will be as follows:
L O Canada.
2. Solo—Mrs. Lincoln Johnson.
3. Introduction of the Guest Speaker—Mr. H. A.
Bergman, K.C. ,
4. Address: “Peace and Democracy”—
Dr. Sidney E. Smith, M.A., L.L.D., D.C.L.,
President, University of Manitoba.
5. Vote of thanks to Guest Speaker—
J. G. Johannson.
6. Solo—Mr. Frank Haldorson.
x 7. Reception—“Friendlv Hour” in church parl.
Remember, this is an “open” meeting.
Everybody is welcome !
þúsund krónur á ári hverju í fimm
ár. . •
Fé sjóðsins er 10 þúsund króna
styrkur úr ríkissjóði árlega í 5 ár,
en auk þess ábyrgist ríkissjóður alt
að 100 þúsund krónur árlega í 5 ár.
Samkvæmt lögunum má lána 40—
60 af hundraði af matsverði loð-
dýragarðs — það er af samanlögðu
matsverði dýr og girðinga—og fer
um lánsfjárhæð meðal annars eftir
því, hvort um verður að ræða ein-
staklingsbú eða félagsbú, en ekki
þarf að gera ráð fyrir að nokkru
sinni verði lánað yfir 50 af hundraði
af matsverði loðdýragarðs. Búist
er við að útlán geti hafist um miðj-
an næsta mánuð.
—Og hvaða skilyrði setur bank-
inn fyrir lánúeitingu til loðdýra-
garðs ?
—Lán til loðdýragarðs fær enginn
fyr en loðdýragarður sá, er veð-
setja á, er að fullu kominn upp, og
fyrir liggja veðbókarvottorð og
vottorð ráðunauts um garðinn og til
þess að lánsskjöl séu í lagi, ef um>
samvinnubú er að ræða, verður fé-
lagið að vera stofnað samkvæmt
lögum um samvinnufélög og lög-
skráð. Veðbókarvottorð viðkom-
kandi sýslumanns og ráðunauts fylgi
einnig að sjálfsögðu.
—Hversu hátt verða svo dýrin
metin og hversu fer ef ekki verður
staðið i skilum?
—Mat dýra ákveður lánveitandi
og ráðunautur á hverjum tíma, og
mun þar verða farið lítð eitt upp
fyrir skinnaverð. Beztu dýr verða
sennilega ekki metin hærra til lán-
lölui en 300-61 4XX) krónur og- lakari
dýr þaðan af minna. Eftir því ætti
lán til bús með f jórum fyrsta flokks
silfurrefum að verða 600 til 700
krónur, auk láns út á girðingar, en
hvað viðvíkur girðingunni, verður
sennilega lítið tillit tekið til annars
en aðkeypts útlends efnis og vinnu
kunnáttumanna, ef um verður að
ræða.
Verði vanskil verður fyrst gengið
að búinu. Nægi það ekki til fullrar
greiðslu láns, er lántakandi, svo sem
venja er til, skuldbundinn persónu-
lega fyrir eftirstöðvum og yerður
hann að greiða þær.
Að lokum kvað bankastjórinn lán
ekki verða veitt að þessu sinni, öðr-
um en þeim, sem búa á f járpestar-
svæðinu og þá fyrst þeim, sem, orðið
hafa fyrir mestu tjóni af völdum
Miss THELMA GUTTORi\!SON
Miss Guttormson, vann eins og
kunnugt er Matthews Scholarship,
ekki alls fyrir löngu. 'Nú hefir hún
lokið fullnaðarprófi, A.T.C.M. við
hljómlistardeild Manitoba háskólans,
sem “Solo Performer” í píanóspili,
með ágætis einkunn. Einnig hefir
hún hlotið L.R.S.M. stig frá Royal
Schools of Music í London. Má
þetta kallast vel að verið, og er vin-
um hennar og velunnurum það hið
mesta ánægjuefni.
Miss Guttormsson er dóttir þeirra
Mr. og Mrs. Björn Guttormson að
987 Minto Street, og þar hefir hún
kenslustofu sína. Símanúmer henn-
ar er 30974.
MR. PAUL BARDAL.
Við bæjarstjórnarkosningar, sem
fram fóru hér í borg á föstudaginn,
var Mr. Bardal endurkosinn í 2.
kjördeild með svo miklu afli at-
kvæða, að hann hafði á annað þús-
und umfram þá hlutfallstölu, sem
til þess þurfti að ná kosningu.
veikinnar.—Timinn 3. nóv.
# # #
Haustþing
Umdæmisstúkunnar nr. 5 var háð á
Akueyrir dagana 16. og 17. okt.
r937- Á þinginu mættu 28 fulltrú-
ar frá 9 stúkum og :hik þess margir
aðrir templarar. Að þinginu loknu
var haldinn almennur templara-
fundur og fluttu þeir þar erindi:
Brynleifur Tobíasson og Pétur Sig-
urðsson.
Á þinginu voru m. a. eftirfarandi
tillögur samþyktar:
1. Löggæslunefnd Umdæmisstúk-
unnar nr. 5 á Akureyri og Áfengis-
varnanefnd Akureyrar hafa kornið
sér saman um að leggja eftirfarandi
tillögur fyrir hustþingið 1937:
a) Að skora á Alþingi og ríkis-
stjórn, að breyta núgildandi áfengis-
lögum í það horf, að öllum kaup-
stöðum sé veittur sami réttur og öðr-
um lögsagnarumdæmutn landsins, til
þess að ákveða sjálfir, hvort áfeng-
issala skuli leyfð innan þeirra vé-
banda.
b) Að það ákvæði verði sett inn í
gildandi áfengislöggjöf, að enginn
einstakur maður, hvort sem er í
heimahúsum eða annarsstaðar, megi
hafa meira en 2 lítra af áfengi i
vörslum sínum í einu.
c) Að enginn, hvorki félög eða
einstaklingar, hafi leyfi til að halda
samkomur, hvort sem er í sveit,
kaupstöðum eða kauptúnum, nema
að maður með lögregluvald sé á
staðnum til eftirlits með því, að á-
íengi sé ekki um hönd haft, sem
leitt geti til ölvunar eða óspekta.
Vanræksla í þessu efni varði rétt-
indamissi til samkomuhalds um
lengri eða skemri tíma.
d) Þingið felur framkvæmdar-
nefnd sinni, að leita eftir samvinnu
við ungmennafélögin í Norðlend-
ingaf jórðungi, og hvetja þau til að
gera það sem í þeirra valdi stendur
til þess að hafa; m. a. með opinber-
um: umræðufundum um bindindis-
og menningarmál, áhrif i þá átt, að
ölvaðir menn verði útilokaðir frá
öllu opinberu samkomuhaldi.
Samþyktar tillögur frá ýmsum
fulltrúum:
1. Haustþing Umdæmisstúkunnar
nr. 5 skorar á Alþingi að veita á
næstu fjárlögum a. m. k. 30 þús.
kr. til Stórstúku íslands til bind-
indisstarfsemi.
2. Haustþing Umdæmisstúkunnar
nr. 5 skorar á ríkisstjórnina, að gera
það að skilyrði fyrir sérleyfisveit-
ingu til fólksflutninga, að sérleyfis-
hafi flytji ekki ölvaða menn í bif-
reiðum sínum, ennfr. að. banna
stranglega reykingar í slíkum bif-
reiðum.
3. Haustþing Umdæmisstúkunnar
nr. 5 skorar á Alþingi og ríkisstjóm-
ina, að veita á næstu f járlögum ríf-
legan styrk til byggingar og starf-
rækslu sjómannaheimilisins á Siglu-
firði.—Dagur, 28. okt.
# # #
Bandaríki Norðurlanda
Bók Wenner-Grens, forstjóra
(sem gaf 30 milj. króna til eflingar
samvinnu Norðurlanda) um sam-
vinnu norrænna þjóða, er nú komin
út í bókaverzlanir í Sviþjóð, Dan-
mörku, Noregi og Finnlandi.
I bók þessari stingur Wenner-
Gren upp á því, að Norðurlönd
skipuleggi með sér félagsskap, sem
í ýmsum aðaldráttum sé sniðinn eft-
ir hinu breska ríkjasambandi, þann-
ig, að hvert ríki hafi sjálfstæði sitt
óskert, en standi þó í náinni sam-
vinnu við öll hin um ýms mál, þar á
meðal verzlunarsamninga, utanrík-
ismál og landvarnir.
Wenner-Gren telur, að með þess
háttar félagsskap Norðurlandaríkj-
anna megi þoka hugsuninni um
Bandaríki Evrópu eitt skref áleiðis.
—Mbl. 30. okt.
ÁRSFUNDUR FYRSTA
LÚTERSKA SAFN..
var haldinn í kirkjunni á þriðjudags-
kveldið var við feykilega aðsókn.
í fjarveru forseta, Dr. B. J. Brand-
sons, sem verið hefir lasinn um hríð,
gegndi varaforseti, Mr. A. C. John-
son, forsetastarfi. Skýrslur frá öll-
um deildum safnaðarins voru lesnar
upp og samþyktar; báru þær allar
vott um aukið athafnalíf og þroska.
Eftirgreindir menn voru kosnir í
stjórn sfnaðarins:
Dr. B. J. Brandson, A. C. John-
son, Fred Thordarson, S. W. Mel-
sted, Jim Snidal, G. F. Jónasson, J.
G. Johannson, Th. Stone, Albert
Wathne, J. J. Vopni.
Jljáknanefnd:
J. J. Swanson, S. O. Bjerring,
Miss Thea Hermann, Miss Vala
Jónasson, B. Baldwin, Miss Guðrún
Bíldfell, Mrs. B. Nicholson, Mrs. K.
J. Backman, B. J. Johnson.
Yfirskoðunarmenn:
H. J. H. Palmason, Paul Bardal.
Þann 11. ágúst næstkomandi á
söfnuðurinn 60 ára afmæli, og verð-
ur nefnd til þess að undirbúa hátíða-
hald í þvi tilefni, kosin á safnaðar-
fundi, sem kvatt verður til með það
fyrir augum.
ARSFUNDUR
Liberál samtakanna í Mið-
I Vinnipeg kjördæminu
hinui nyrðra.
Fundur þessi fór fram í Music
and Arts byggingunni síðastliðið
þriðjudagskvöld við afarmikla að-
sókn. Skýrslur allar í góðu lagi og
afgreiddar í einu hljóði.
Til heiðursforseta voru kjörnir
þeir Rt. Hon. W. L. Mackenzie
King, Hon. T. A. Crerar og Mr. W.
J. Lindal, K.C.
Til forseta var kosinn Mr. Paul
Bardal, bæjarfulltrúi, en að vara-
forseta, Mr. W. S. Melsted.
RANNSÓKNARNEFND
TEKUR TIL STARFA
iKonunglegá rannsóknarnefndin,
undir forustu Rowells dómsforseta í
Ontario, er á að kynna sér fjárhag
fylkjanna og fjárhagslega afstöðu
þeirra til sambandsstjórnar, er nú
sezt á rökstóla hér í borginni; hafa
þegar verið haldnir f jórir fundir.
Úr borg og bygð
Dr. Rögnvaldur Pétursson flytur
fyrirlestur um Islandsför sina og Is-
land, í Sainbandskirkjunni þann 2.
þ. m. kl. 8.30 að kveldi. Búast má
við miklu fjölmenni. Dr. Pétursson
endurtekur þetta erindi i kirkju
Quill Lake safnaðar í Wynyard
þann 4. þ. m.