Lögberg - 02.12.1937, Page 4
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2. DEiSEMBER, 1937.
Högberg
GefiS út hvern fimtudag af
1 U K COLUMBI^ P R E 8 S LIMIT E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Uíanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN1.
VerO $S.OO tim driS — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by The
Coiumbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Við þjóðveginn
Bæjarstjórnarkosninfarnar í Winnipeg
eru um garð gengnar; lauk þeim með glæsi-
legum persónusigri fyrir Mr. John Queen, er
gegnt hefir borgarstjóraembætti tvisvar sinn-
um áður, og er því kjósendum bæjarfélagsins
næsta kunnur; eigi aðeins sem borgarstjóri,
heldur og fylkisþingmaður líka; hann er mað'-
ur fylginn sér vel og lætur ekki alt fyrir
brjósti brenna. Liðsafli hins óháða vérka-
mannaflokks í bæjarstjóm og skólaráði, að
öðru leyti en því, er borgarstjórann sjálfan
áhrærir, er óbreyttur. Aðeins ein af þeim
þremur lagaheimildum sem lagðar voru undir
úrskúrð kjósenda á föstudaginn, náði fram að
ganga, sú, um tveggja ára kjörtímabil fyrir
borgarstjóra; verður þar að lútandi löggjöf
vafalaust lögð fyrir næsta þing og afgreidd
þar. Þessi breyting verður að teljast til
bóta; enda í rauninni sjálfsögð, þar sem vit-
að er að bæjarráðsmenn og skólaráðsfulltrúar
eru kosnir til tveggja ára. Aðeins einu sinni
áður í sögu Winnipegborgar hefir það hent,
að borgarstjóri væri feldur í kosningu eftir
eins árs kjörtímabil; var það árið 1901, er
John Arbuttnott gerðist borgarstjóri.
Fráfarandi borgarstjóri, Dr. Warriner,
er glæsilegur og nýtur borgari; hann reyndist
mæta vel sem formaður skólaráðs; um athafn-
ir hans í borgarstjóraemíbætti, hafa verið og
verða, næsta skiftar skoðanir, þó einlægni
hans efi enginn.
Mr. Paul Bardal var endurkosinn í 2.
kjördeild með feikna afli atkvæða, eða nokkuð
yfir sex þúsund; er þetta réttmæt og ánægju-
leg traustsyfirlýsing í hans garð fyrir vei
unnið vandastarf í þágu bæjarfélagsins. Vinir
hans samfagna honum innilega með sigurinn.
Hinn Islendingurinn, sem í kjöri var við ný-
afstaðnar kosningar, Mr. Victor B. Anderson,
skorti aðens 13 atkvæði til þess að ná kosn-
ingu; var það verulega illa farið að hann
skyldi ekki komast að, með því að hann fyrir
flestra hluta sakir, stendur skör framar þeim
flokksbræðrum sínum, er kosningu náðu í
hlutaðeigandi kjördeild.
II.
Aukakosning til sambandsþings fór fram
í Victoria-borg í British Columbiafylki á
mánudaginn var, og urðu úrslitin þau, að
frambjóðandi liberal flokksins, Mr. R. W.
Mayhew hlaut kosningu umfram tvo keppi-
nauta sína, þá Mr. Bruce McKelvie, conserva-
tív og prófessor J. King Gordon, er bauð sig
fram af hálfu C.C.F. flokksins. Aminst þing-
sæti losnaði við fráfall Dr. Tolmie’s á önd-
verðu nýliðnu ahusti. Þetta er í fyrsta skift-
ið síðan 1906 að Victoriaborg hefir sent
liberal þingmann til Ottawa. Kosningaúrslit
þessi munu alment verða skoðuð sem trausts-
yfirlýsing á núverandi sambandsstjórn.
III.
Góðs ,viti hlýtur þ$ð að teljast, að al-
menningur virðist vera farinn að vakna til
meðvitundar um það, hver hætta hinni cana-
disku þjóð stafi af kúgunarlögum þeim, er
þeir Mr. Aberhart í Alberta og Mr. Duplessis
í Quebec hafa hvor um sig hrundið í fram-
kvæmd í hlutaðeigandi fylkjum, þó með mis-
munandi hætti sé; er með þessu tiltæki þeirra
tvímenninganna svo höggvið nærri málfrelsi,
ritfrelsi og skoðanafrelsi einstaklingsins, að
til raunverulegra vandræða horfir, sé eigi að
gert í tæka tíð. Sambandsstjórnin synjaði
um framkvæmd vissri löggjöf frá Alberta.
Því gerði hún ekki það sama við kúgunarlög-
gjöf Mr. Duplessis?
A sunnudagkveldið var flutti Rev. Howse,
prestur Westminster’kirkjunnar hér í borg-
inni þungt ádeiluerindi í garð áminstrar
Quebec-löggjafar, og nú alveg nýverið birtist
í stórblaðinu Ottawa Journal ritgerð, er skor-
ar á canadisku þjóðina, að vaka á verði um
persónuréttindi sín, og verjast ágangi Fas-
isla, hvort heldur sé í Quebec eða annars-
staðar.
Enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist
hefir. Þetta má engu síður heimfæra upp á
persónuleg mannréttindi, en flest annað.
Islenzkan
Eitt af því, sem slendingar í þessu landi
mega aldrei láta sér til hugar koma, er að
glata íslenzkri tungu-dýrmætustu eign þeirra.
Þó er ekki þar með sagt að ef svo fer að ó-
kleift reynist að varðveita málið — en reynsl-
an ein sýnir það — sé til einskis öll viðleitni
Islendinga hér að hafa samtök sín á milli, þó
alt verði þar að fara fram á ensku. Islenzki
stofninn er,svo góður að vænta má mikils af
honum á hvaða máli svo sem hugsað er. En
aldrei verður von eins mikils úr þeirri átt, ef
íslenzkan glatast. Sál hverrar þjóðar endur-
speglast í tungumáli hennar og þar er hana
að finna. Og að lokum glatar sú þjóð sjálfri
sér, sem glatar tungu feðra sinna. Ekki þarf
heldur að taka það fram, að þeir menn, sem
ekki lesa fornbókmentir vorar á frummálinu,
fá aldrei skilið til fulls sögu hinnar íslenzku
þjóðar — þá merkustu, sem mannkynið hefir
að sýna — því ómögulegt er að þýða forn-
bókmentir vorar svo vel að þær tapi ekki
miklu.
Þetta — bæði hvað ómögulegt er að þýða
íslenzkuna, og hvert geysitap ]>að er að kunna
hana ekki — hefir aldrei orðið mér eins ljóst
og á þessu síðasta ári. Eg fann hið fyrra
sérstaklega við lestur Sturlungu — einhverr-
ar mestu bókar, sem nokkurntíma hefir rituð
verið bæði frá listarinnar og sögunnar sjón-
armiði. Ómögulegt er, held eg, að lesa hana,
án þess að finna til að gott sé að vera Islend-
ingur. Því þrátt fyrir hryðjuverkin, sem í
henni má finna, finst og það sem göfugast er
í íslenzkri sál. Aldrei líður mér úr minni
margt sem sagt er frá þar (einhverntíma ætla
eg að rita um draumana, sem þar er sagt frá)
og aldrei minnist eg Sturlu Sighvatssonar að
mér komi ekki til hugar orð hans skömmu
fvrir Örlygsstaðabardagann: “Mikinn mun
ætla ek þess um oss frændr, hvern veg þat er
gefit. Ef þeir hafa tald á mér, frændr mínir,
þá hygg ek, at mér sé dauði einn ætlaðr; en
þat veit Guð með mér, þótt ek eiga vald á
þeim, at einskis þeirra blóði skal ek út hella. ’ ’
Þetta er svo sönn lýsing. (Sturla ætti skilið
að hans væri minst í löngu máli). Og oft er
eg að íhuga hvernig saga Islands hefði orðið,
hefði Sturlu, þegar flokkur hans áði í hraun-
inu fyrir ofan Alftavatn, orðið að orði:
“Vinnið á Gizpr,”' heldur en: “Ríðum enn,”
eins og honum varð. Svo er og mikið í þá
menn spunnið, sem verða við dauða sínum
eins og Þórir jökull, er kvað þá hann var til
höggs leiddur' “Upp skaltu á kjöl klífa,”
o. s. frv. Og er þetta ekki einsdæmi. Svona
frásagnir ættu að vera hverjum íslendingi
gjörkunnar en þær verða ekki þýddar.
En til hins síðara hefi eg fundið við lest-
ur íslenzkra skálda og þá sérstaklega þeirra,
sem eg hefi mest lesið upp á síðkastið.
Stephans G. Stephanssonar og Guttorms J.
Guttormssonar. Ahrifin af lestri íslenzkunn-
ar eru svo auðskilin, að þau dyljast engum.
Og þessa gætir hjá öllum íslenzkum skáldum
að meira eða minna leyti. Aldrei má það
gleymast — en það vill verða — að öll stór-
verk mannanna eru til orðin fyrir áhrif frá
fortíðinni. E!n þess auðugri garð sem um er
að gresja, þess meiri verða verkin. Án þess
að menií þekki þjóð þá, sem hefir alið þá —
með þvílíkum þjáningum oft — og sál henn-
ar, fá ekki öfl þau, sem í ]>eim búa, komið að
fullum notum. Þeir visna, skrælna og verk
þeirra gleymast.
Og Islendingar mega sízt allra við því að v
glata íslenzkunni. Þeir eru svo fámennir, að
ekki verður þess langt að bíða í þessu landi,
að þeir glatist eins fullkomlega og hafsbylgja,
þegar hún hefir risið og fallið, nema þeir sjái
að sér. Bókmentum sínum verða þeir ætíð
að unna og feðra sinna að minnast. Dásam-
legt er þetta hjá Stephani þar sem hann seg-
ir: “En ættjarðarböndum mig grípur hver
grund, sem grær kringum Islendings bein.”
Islendingar hafa hlutverk að vinna hér og
það verður ekki unnið, ef þeir halda ekki sem
fastast í íslenzkuna. Hún hefir ekki varð-
veist í ]>úsund ár, til þess að henni sé glatað
í framandi landi. Það er bókstaflega satt,
sem skáldið segir um íslenzku þjóðina:
“hennar líf er eilíft kraftaverk,” og þess
verða börn hennar að minnast. íslenzkan er
svo dýrmæt að því verður ekki með orðum
lýst.
“Sittu heil með hópinn þinn
og hniptu við þeim ungu.
Þeir ættu að hirða um arfinn sinn.
sem erfa slíka tungu.”
T. J. 0.
“Lœknir allra þjóða”
Dr. Victor Heizer heitir amerísk-
ur læknir, sem um langt skeið hefir
verið í þjónustu Rockefeller-sjóðs-
ihs, en alla sina æfi hefir staðið i
ströngu í baráttunni gegn illkynj-
uðustu og skæðustu sjúkdómum
mannkynsins. Hann hefir farið
víða um heim og lagt margt á gjörfa
hönd. Hann hefir nú skrifað end-
urminningar sinar, sem bæði eru
fróðlegar og skemtilegar og hafa
vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Mikill hluti af bók hans er fræði-
leg frásögn um baráttu hans gegn
pest og malaríu, holdsveiki, kóleru
og fleiri skaðræðis sjúkdómum.
Hann var um skeið á Filipseyjum.
Þar var mikil holdsveiki. Hann vann
bug á útbreiðslu hennar. Það var
þrekvirki, sem margt annað, er þessi
atorkumaður hefir komið í verk.
En þó viðfangsefni hans hafi ver-
ið hin alvarlegustu, er frásögn hans
tilvalin til skemtiWstrar, enda hefir
hann komist í kynni við margskonar
fólk, eins , og eftirfarandi frásögn
bendir til. Á einum stað kemst hann
þannig að orði:
Sumir álíta að mannætur séu úr
sögunni á Suðurhafseyjum. En
meðal Papúa, og vafalaust víðar,
kemur það fyrir við og við, að ungir
menn hverfa frá ekrunum. Sá sem
þekkir siðvenjur eyjarskeggja er i
engum efa um, að þeir hafi verið
étnir . . .
Á afskektri eyju einni hitti eg
einu sinni gamlan eykonung. Sonur
hans var á læknaskólanum í Suva.
Það orð lá á, að hann hefði verið
mnnæta “á hinum góðu, gömlu dög-
um.” En hann virtist ekki minnast
þess með sérlegri ánægju.
Hann sagði mér alveg hreinskiln-
islega, að þegar hermenn hefðu í
ungdæmi hans sigrast á einhverjum
ættflokk og ættflokkur þessi hefði
svo risið upp og reynt að koma fram
hefndum, þá hefðu þeir verið alveg
neyddir til að taka einhvern snáðann
höndum og éta hann. , Ekki vegna
þess að hann hefði verið neitt hnoss-
gæti. Heldur beinlínis vegna þess,
að þetta hefði verið hin rnesta refs-
ing.
Og svo komu trúboðar til eyjar-
innar. Hann hefði ekki boðið þeim
til veislu, og ekkert hirt um hvað
þer höfðu að færa. En trúboðarnir
vildu ekki hverfa á hrott, þó hann
hvað eftir annað gæfi þeim í skyn,
að hann óskaði að þeir færu. Til
þess að taka af allan vafa um það,
að þeir væri óvelkomnir gestir hefði
hann verið nauðbeygður til að taka
nokkra þeirra og éta þá. En öld-
ungurinn fullvissaði mig um það
með miklum alvörusvip, að það væri
ekki varið í að éta trúboða, þeir
væru svo frámunalega seigir.
* * #
í einum kapítulanum í bók sinni
talar dr. Heizer um Rockefeller-
sjóðinn, störf hans og fyrirkomulag,
svo og Rockefeller yngri, er hann
með. Hann segir
starfaði mikið
m. a.:
Þegar eg fór að vinna fyrir
Rockefeller-sjóðinn, hafði John D.
Rockefeller yngri yfirgefið stöðuna
sem forstjóri fyrir firmanu, og helg-
aði sig nú styrktar- og mannúðar-
starfsemi, *undir stjórn þeirra
manna, sem faðir hans hafði valið
til þess. En eigi leið á löngu áður
en hann hafði tekið,við formensk-
unni þarna. Ekki vegna þess að
hann var “sonur föður síns.” Held-
ur beinlínis fyrir dugnað sinn og
hæfileika. Nákvæmur og alvöru-
gefinn með ríka ábyrgðartilfinningu,
serti hann hefir alist upp við á hinu
guðrækna heimili föður síns, stjórn-
ar hann miljónum þeim, sem honum
hefir verið trúað fyrir.
En auk þess hefir Rockefeller
yngri aðra hlið, sem almenningur
verður ekki var við. Hann er kím-
inn í tali, hefir gaman af skemtisög-
um og ánægju af að segja frá þeim.
. * * #
Mjög skemtilegt var að ferðast
með Rockefeller yngra. Hann var
afskaplega nákvæmur í öllum við-
skiftum sínum við tollmerm, og
borgaði oft meira í toll en nauðsyn-
legt var. Jafn umburðarlyndur var
hann við allan þann urmul blaða-
manna og myndasmiða, sem beið
hans á hverri stöð. Þegar við sam-
ferðamenn hans notuðum tímann til
þess að hreyfa okkur og hressa með-
an lestin stóð við, þá lét hann sér
lynda að láta blaðamenn spyrja sig
spjörunum úr.
Hin skefjalausa forvitni fólks
gagnvart Rockefeller-fólkinu var al-
veg ótrúleg. Á skipum gat Rocke-
feller aldrei losnað við að fólk træði
sér utan um hann. Þegar hann lék
tennis á þilfarinu var altaf fjöldi
fólks að horfa á hann. Og þegar
við að afloknum miðdegisverði sát-
um í farþegasölum þeim sem Rocke-
feller voru ætlaðir, voru oft glugg-
arnir út á þilfarið opnaðir með hægð
og fólk tróð sér þar að til þess að
gægjast inn á hann.
Daglega bárust Rockfeller bréf í
tugatali frá farþegum á skipinu, og
voru allir að biðja hann utji hjálp.
Þegar við komum til Filipseyja
flugu flugvélar yfir skipinu og flug-
menn vörpuðu bænaskrám niður á
þilfarið.
Öll voru bréfin opnuð, því hann
heimtaði að fá að vita um, hvað
hvert einasta þeirra hefði að geyma,
ef vera kynni, að í einhverju þeirra
væri farið fram á eitthvað það, er
hann taldi skyldu sína að sinna. Alt
þetta umstang tók mjög mikinn tima
fyrir honum. Eg hafði altaf á-
hyggjur af því, hve stuttan hvildar-
tíma hann fékk.
* * *
Næstum því allir, sem sneru sér
til hans, ætluðu sér að hafa eitthvert
gagn af því. í Peiping var okkur
haldin stórveiría í tilefni af því, að
opnaður var læknisfræðiháskóli í
borginni. Er við stóðum upp frá
borðum ætlaði eg að segja fáein orð
við hann um það, hvað við ættum að
starfa næsta dag. Á hinum stutta
spöl frá borðinu og út að dyrunum
á veislusalnum stöðvuðu þrír menn
hann, allir i þeim erindum að biðja
hann um peninga. Fjöldamörgum
sinnum hefir fólk reynt að fá mig
til að verða milligöngumann með
slík erindi.
Sægur af umsóknum berast sjóðn-
um úr öllum áttum, og eru ýmsar
Seði skringilegar. T. d.: “Eg er
ekkja og á veðskuldabréf, sem eg
fæ leyst út i næstu viku. Þangað
til vantar mig þúsund dollara. Vin-
samlegast sendið mér þá strax.”
Eða: “Óska eftir að fá sendar allar
bækur um skaðsemi tóbaksreykinga.
Sonur minn er 21 árs og reykir eina
sigarettu á hverjum degi.” Móðir
biður um hjálp til þess að lækna
ungbarn sitt, sem hefir fengið út-
slátt. Kona ein vill fá læknisráð
handa systur sinni, sem hefir béin-
himnubólgu í • kjálkanum. Gamall
maður kvartar yfir augnveiki o. s.
frv. Faðir óskar eftir 40 dollara
styrk til þess að geta alið upp
5 dætur sínar, læknir vill styrk tii
þess að geta lækkað taxtann fyrir
læknishjálp. Og allskonar félög
bera fram alveg óbrigðul ráð til þess
að tryggja heimsfriðinn, ef sjóður-
inn vill veita þeim ákveðna f járupp-
hæð til þess. Uppfinningamaður vill
að rannsakað verði meðal, sem hann
telur ábrigðult til þess að endurlifga
hársvörð sköllóttra. Og orðsending
frá innflytjanda á Elliseyju er svo-
hljóðandi: “Hér sit eg, hr. Rocke-
feller. Gerið svo vel að senda mér
ávísun upp á eina miljón.” (
Opið bréf
Eftirfylgjandi bréf birtist síðast-
liðna viku i blaðinu Winnipeg
Tribune, eftir Miss Salome Halldór-
son, M.L.A.:
Kæri ritstjóri:
Enn þá einu sinni höfum við
minst dagsins þegar veraldarófriðn-
um lauk og vopnahlé var samið.
Eins og venja er til, hefir mikið ver-
ið talað um stríð. En það sem við
þyrftum í samibandi við vopnahlés-
dag og alla aðra daga ársins, er á-
kveðið starf fyrir friðinn i heimin-
um en ekki fyrir stríð.
1 fyrsta lagi ætti fólkið að fá að
vita hinar réttu orsakir styrjaldanna.
En það er eftirtektarvert hvað lítið
þeir, sem mest tala, gera sér far um
það að fræða fólkið um þau efni.
Þessu er vel lýst í kvæði eftir
Southey, sem heitir “After Blen-
heim“:
“Seg oss um stóra stríðið meir,
já, striðið, og um hvað börðust þeir ?
Þeir ensku ráku þá frönsku’ á flótta,
og feldu í hrönnum. Caspar kvað.
En um hvað þeir börðust eiginlega,
ekkert heyrði’ eg um það.
En allir sögðu, hann svaraði’ ótregur
að sigurinn væri dásamlegur.”
Wilson Bandaríkjaforseti sagði:
“Er nokkur á meðal okkar, maður,
kona eða barn, sem veit það ekki, að
ástæðan fyrir styrjöldum er hin
hlífðarlausa verzlunarsamkepni ?”
Ástæða og fyrirrennari styrjald-
anna er hið efnalega stríð, sem kem-
ur fram í tollum, verzlunarbanni og
baráttu þjóðanna til að halda verzl-
unarjafnvægi.
Framfarir í verkvísindum hafa
verið svo miklar að framleiðslan er
nú komin á það stig að vel mætti
fullnægja þörfum manna. En
dreifing framleiðslunnar hefir verið
glæpsamlega vanrækt. Hvert land
út af fyrir sig framleiðir nú meiri
vörur en það getur selt innan sinna
landamæra, og verður því að leita
eftir útlendum sölusviðum. Þessi
samkepni um útlend sölusvið endar
svo vanalega í stríði. En hversvegna
geta ekki þjóðirnar selt mest af
framleiðslu sinni innan landamæra
sinna? Það er vegna þess, að þó
fólkið þyrfti að nota þessa fram-
leiðslu, hefir það ekki kaupmagn til
þess að geta eignast hana. Kaup-
magn er skapað af mönnunum sjálf-
um, og með rétt skipulögðum gjald-
eyrismálum er hægt að hækka og
lækka kaupmagnið eftir vild. Þess
vegna væri hægt að burti^ema þessa
aðal orsök styrjaldanna með þvi að
auka kaupmagn fólksins, svo að
meirihluta heima framleiðslunnar
væri hægt að selja á innlendum
markaði. Aðeins þegar of mikið
væri framleitt — það er að segja,
þegar meira væri framleitt heldur en
þörf væri fyrir í landinu, væri á-
stæða til að líta eftir útlendum
markaði.
Úrelt gjaldeyris fyrirkomulag er
nú á tímutti aðal orsök styrjaldanna.
Með núverandi gjaldeyris fyrir-
komulagi, er ekki mögulegt að út-
býta framleiðslunni og þessvegna
verðum við að líða fátækt, þrátt fyr-
ir það þó nóg sé framleitt af flestu
því sem heyrir til lífsþæginda.
Will Dyson segir einhversstaðar:
“Við bindum aldrei enda á styrjaldir
með því að sundra heilabúum ann-
arra, en við gætum það með því að
hreinsa til hjá okkur sjálfum. Ef
við sópuðum ryki og mauravefjum
úr okkar eigin heilabúum, gætum við
kannske farið að hugsa skýrar um
hagfræðileg efni.”
—Lesb. Mbl.
• Þakklœti •
Hérmeð vil eg votta íslenzkum kjósendum þakklæti mitt
fyrir ágætan stuðning veittan mér í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 26. nóv. Elg veit að eg á hinn álitlega sigur
minn mikið þeim að þakka. Það einhuga fylgi veitir
mér þá vissu, sem svo mikilsverð er, að eg sé. að starfa
í samræmi við vilja þeirra, og sem er eitt það ánægju-
legasta, sem þeim fellur í skaut, sem fyrir aðra vinna.
Með þakklæti fyrir fylgið og traustið, sem það ber vott
um að þér berið til mín.
Yðar einlægur,
PAUL BARDAL.