Lögberg - 02.12.1937, Síða 6
LÖGBURG. FIMTUDAGINN 2. DBSEMBER, 1937.
Madame Thérése
... , ^
Frændi hlustaði á mig þar sem hann sat
bak við ofninn, og þegar liann sá hvað hrif-
inn eg var og þóttist vita að þetta væri rétt,
þá lagði hann frá sér bókina og sagði undr-
andi:
“Br það mögulegt, Fritzel? Hvernig
getur það verið?”
♦
“Já,” sagði eg; “hann kann líka allar
kurteisisreglur. Hann stökk fjrrir lýðveldið,
fyrir Hoohe foringja; en hann vildi ekki
stökkva fyrir Prússakonung. ”
Þá hló frændi dátt, og horfði á konuna í
rúminu innan við tjöldin, sem brosti og reis
upp við olnboga.
“Madama Thérése,” sagði hann; “þú
hefir aldrei minst á þetta um hundinn. Er
]>að mögulegt að hann kpnni öll þessi ósköp!”
“Já, það er rétt,” sagði hún. “Þér meg-
ið trúa því, doktor,” sagði hún og lagði llönd-
ina á höfuð hundinum, sem var kominn að
rúminu og leit upp eins og hann væri venju
fremur kátur. “Já, hann kann alt þetta.
Hann skemti löngum herdeildinni með kunn-
áttu sinni og kænsku. Jón litli fann upp eitt-
livað nýtt, vanalega á hverjum degi, til að
kenna honum. Var það ekki svo, vesalings
Sci}>io. Þú lékst með klemmu á trýninu,
kastaðir teningum og harðir bumbuna. Æ,
það var ótal sinnum að faðir minn og eldri
braiður léku við þig sér til afþreyingar í hin-
um löngu biðum liér og þar, þegar ekkert var
að gera. Þá létu }>eir þig íara á kreik til að
leika svo margt. Þú gerðir alt svo vel, að
allir fóru að hlæja; gleymdu þreytu og þján-
ingum og hlógu dátt.”
Hún sagði þetta með angurblíðri rödd,
brosandi samt. Scipio hafði lagt lappirnar
upp á rúmstokkinn til að hlusta á lofið um
sjálfan sig. En frændi, sem skildi fullvel að
Madama Thérése rifjaði upp altaf meira og
meira af liðinni æfi, liélt að það gæti orðið
henni um megn, og sagði við mig:
“Mér þykir vænt um að heyra hvað
Scipio er vel að sér í heræfingum og kurteis-
isreglum, en hvað hefir þú verið að gera síð-
an um miðjan dag?”
“Við vorum með sleða uppi á Altenberg,
frændi. Faðir Adam lánaði okkur sleða.”
“Ágætt,” sagði frændi; “en alt þetta
liefir orðið til þess að við höfum glevmt Buf-
fon Klopstock. Við höfum hugsað um Scipio;
nú verðum við að hugsa um þig. ”
Hann stóð á fætur og opnaði skáp og tók
út mannkynssögu Buffons og kerti, sem hann
setti á borðið.
“Komdu, Fritzel,” sagði hann brosandi,
er hann sá hvað eg var ólundarlegur, því eg
vildi helzt ekki byrja strax. “Komdu!”
Hann settist niður og eg settist á kné hon-
um.
,Mér fanst frændi býsna vinalegur, og að
það væri hreint ekki úr vegi að fara að
stúdéra eftir að hafa leikið sér fimm tíma,
og lengur. Eg var seinn að átta mig, en
frændi var þolinmóður, svo eg fór að verða
það líka og alt gekk fremur vel með frönskuna
og hina miklu mannkynssögu.
Við vorum við þetta í meira en klukku-
tíma, eða þangað til Lisbeth lagði dúkinn á
borðið. Þá leit eg í áttina til Madömu
Théróse og sá að hún lá í dái eða móki. Frændi
lagði frá sér bókina, dró saman tjöldin, með-
an Lisbeth setti á borðið.
t
IX.
Þetta kvöld, eftir kvöldverð, reykti frændi
pípu sína þegjandi bak við ofninn. Eg sat við
eldinn og var að þurka buxurnar mínar að
neðan; þær höfðu orðið fyrir ýmsu misjöfnu
í snjónum. Seipio hafði trýnið milli knjáa
mér og eg horfði í ljósið, sem reis og féll á
víxl, og bjarmana, sem lagði af því eftir gólf-
inu. Lisbeth hafði komið með ljósastjakann,
eins og hún var vön. Við vorum í skugganum.
Eldurinn var glæðilegur eins og vant var í
frostum eins og nú var. Klukkuhengillinn
tifaði hægt og stöðugt; og úti fyrir í eldhúsinu
heyrðum við til gömlu vinnukonunnar, þar
sem hún var að þvo diska á pönnunni.
En sá sægur hugmynda, sem rann í gegn-
um huga minn, þar sem eg sat! Stundum var
það hermaðurinn við hlöðuna hans Rálbocks
eða svarti haninn í J)akglugganum. Stund-
um var það Smith að æfa og reyna Scipio.
Stundum var það við á sleðanum niður Alten-
berg. Alt þetta kom hvað á eftir öðru og
stundum hvað innan um annað. Og svo var
sönglið í viðnum, sem var að brenna mögl--
andi, væluega, eins og sönglist um alt hitt.
Mér fanst sem augu mín lokuðust með mestu
hægð.
Þetta varaði hér um bil hálfan klukku-
tíma; en þá vaknaði eg alveg er eg heyrði að
gengið var á klossum í ganginum. Nálega á
sama tíma opnuðust dyrnar og inn kom
Mauser og sagði glaðlega um leið og hann
kom inn:
“En sá snjór, Doktor, sá mikli snjór!”
Það er byrjað að snjóa aftur og það lítur út
fyrir að muni snjóa í alla nótt.
Það leit út fyrir að frændi hefði fallið í
eitthvert mók, því það var ekki fyr en eftir
augnablik að eg heyrði hann hreyfast og
svara.
Hvers er að vænta, Mauser, um þetta
leyti árs, nema snjóveðurs? Við megum bú-
ast við snjó og engú öðru,” sagði hann.
Síðan stóð hann á fætur og fór fram í eld-
hús, að fá sér eld í pípuna og ljós.
Mauser kom nær í skugganum.
“Sjáum til! Þú ert þarna, Fritzel,” sagði
hann. “Þú ert ekki sofnaður.”
Frændi kom nú inn aítur.
*
Eg leit nú á Mauser er ljósið kom og sá
að hann var kominn í vetrarföt sín; var með
lúna, beiglaða hattinn og skottið slitna upp-
ullaða úr honum niður á bakið, var í vestinu
úr geitarskinni, hárið inn, og rauða smokkn-
um með stóru vösunum, sem litu út eins og
dálitlir baggar á mjöðmunum. Og hann var
í brókunum úr brúnu flaueli, skreyttum um
knén með rósóttum skúfum. Plann var bros-
andi og kreisti saman augun, er hann hand-
lék eitthvað, sem hann hafði í fanginu.
“Þú hefir komið eftir blaðinu!” .sagði
frændi; “en það er ekki komið. Pósturinn
hefir tafist í snjónum.”
“Nei, Doktor, það er annað, sem eg er
með,” sagði Mauser. Hann lét nú á borðið
bók sprungpa mjög með tréspjöldum, all-
þykka. öll var bókir^ l>akin útflúri, sem átti
að tákna vínviðarlauf. Ilaðir allar voru grá-
ar og svartar af elli og jafnvel óhreinindum
og hvert blað var fest með spotta og gat því
komið eitt í einu, og blaðsíður voru merktar,
til að sýna það sem þótti áríðandi.
“Á þessu sérðu hvers vegna eg kom,”
sagði Mauser. “Eg þarfnast ekki frétta úr
dagblöðum. 1‘egar eg vil vita ’ hvað er að
gerast úti í heminum, þá fletti eg upp þessari
bók og yfirvega ýmislegt.”
Hann brosti svo sást í skolbrúnann tann-
garðinn, undir hinum gisnu stríjuhárum yfir-
skeggsins, snúin saman hér og þar í stöngla
fína sem nálar.
Frændi sag'ði ekkert, bara gekk aftur
fyrir ofninn og settist í hornið.
“Já, sagði Mauser; innan þessara
spjalda er það alt, ef maður gæti bara lesið
úr því. Hann hristi höfuðið með dreymandi
svip í augum. Það eru ekki stafirnir, heldur
hugmyndirnar og hugsjónirnar á bak við, sem
eru mikils virði — það eru andarnir, sem alt
þetta skýra, sem eru undrunarverðir, Hann
settist niður í ruggustól og tók bókina í hið
mjóa skaut sitt, eins og hún væri ein af hin-
um allra helgustu bókum. Hann opnaði bók-
ina og þegar hann sá að frændi horfði á hann,
sagði hann:
“Doktor! “Eg hefi hundrað sinnum fyr-
ir eitt minst á þessa bók, sem frænka mín,
Roesel Heming átti; jæja, í dag kem eg með
hana til að sýna þér hana, og þar með sýna
þér inn í liðna tíð — nútíð og þátíð eða kom-
andi tíð. Þú færð að sjá alt, já alt. Það sem
skeður á fjórum öldum er hér alt ritað fyrir-
fram. Eg skil það mjög vel sjálfur, en eg
vil ekki láta það uppskátt vegna Richters.
Hann myndi gera háð að mér. Hann skilur
ekki svona sakir, því hann skilur fátt og sér
ekki fram fyrir nefbroddinn á sjálfum sér.
ÍVamtiðin er innan þessara spjalda, eins og
eg sagði; en eg ætla ekki að skýra neitt fyrir
þér, Doktor, því þú ert maður skynsamur,
sanngjarn og skýr. Þetta er orsökin tjl þess
að eg kem. ’ ’ /
“Hlustaðu á mig fáein augnablik,”
sagði frændi. “Eg veit mjög vel að alt í þess-
um heimi er meira og minna leyndardómsfult,
og eg er ekki svo hégómlegur að hugsa mér
að eg geti neitað eða afsannað ýmsa spádóma
og kraftaverk, sem sagt er frá af slíkum
mönnum sem Móses, Teródótus, Shucidides
og Livy og mörgum öðrum. Þrátt fvrir það
ber eg of mikla virðing fyrir vilja Guðs al-
máttugs, til þess að leyfa mér að skygnast inn
í hans eigin leyndardóma. Eg kýs heldur að
fjalla um það sem liðið er, í þessari bók þinni,
lieldur en um það ókomna. Til að byrja með
verður það miklu auðveldara.”
“Ágætt! Agætt! Þú veizt það alt,” svar-
aði Mauser, ánægður með svip og svar
frænda.
Iíann þokaði nú ruggustólnum nær borð-
inu, fór niður í vasa sinn og dró upp kopar-
spangagleraugu, sem hann klemmdi á nefið,
og gjörði það útlit hans furðu skringilegt.
Þið getið því nærri hvað eg tók nákvæm-
lega eftir þessu, því eg íærði mig að borðinu,
setti olnbogana á borðið og hökuna á hendur
mér.og horfði, hélt niðri í mér andanum og
glenti upp augun út að gagnaugum.
Þessi sjón er mér sí og æ í minni: þögn
algerð í herberginu, klukkan tifaði, eldurinn
skíðlogandi í ofninu, kertaljósið mitt á meðal
okkar, rétt á móti mér; frændi í horninu hálf-
dimmu, Scipio við fætur mér, og svo Mauser
tvöfaldur yfir spádómsbókinni, en bak við
dökku rúðurnar. Bnn í dag sé eg þetta í hug-
anum og mér finst eg heyra rödd vesalings
Mausers, og hins góða fræiula míns Jacobs,
sem nú þegar hafa lengi verið í gröf sinni.
Mér er sýn sú minnistæð og mun það láta
að vonum.
“Hvernig er það með þig, Mauser,”
sagði frændi; “þarftu virkilega gleraugu á
þessum aldri ? Eg sjálfur, til dæmis, hefi á-
gæta sjón.”
“Eg sé nægilega vel til að lesa vanalegt
letur og að litast um úti,” svaraði Mauser.
Eg hefi góða sjón. Eg sé til dæmis héðan upp
að Altenberg og að vorinu sé eg fín hreiður
í trjánum, en þú hlýtur að skilja að þessi gler-
augu eru þau, sem Heming frænka notaði þeg-
ar hún var að ráða fram úr spádómum þess-
arar bókar. Stundum sá eg ekki vel með
þeim, en þá horfi eg fyrir ofan þau. Það sem
aðallega ríður á, er að hafa þau á nefinu. ’ ’
.“Ó, það er annað, alt annað.” sagði
frændi, alvarlega mjög; “því það er þá af
góðvilja gleraugnanna að rottuveiðari fær
að sjá svo furðulega hluti, sem finnast í bók-
inni.”
Nú fór Mauser að lesa:
“Arið 1793 var jurtagróður þur og
skorpinn og blóm féllu alveg af, þegar vind-
urinn <æddi sífelt yfir, nótt og dag.”
“Þetta þýðir, að þá hefir verið vetur;
grasgróður er J)á þur, vegna þess að vindur-
inn æðir yfir!”
Frændi hneigði höfuðið lítið eitt, til sam-
þykkis, og Mauser hélt áfram :
“Eyjarnar höfðu séð eitthvað og urðu
hræddar. Þessir litlu skeklar jarðarinnar
urðu hræddir. Þær nálguðust og komu alla
leið.”
“Þetta, Doktor, á að skiljast þannig, að
England og jafnvel eyjar fjær, hafi orðið
hræddar við Republikana. Þær nálguðust og
komu alla leið. Allir vita að Eínglendingar
fóru til Belgíu til að ráðast á Frakkland. En
nú skulum við hluta á það næsta: A þéim ó-
lánstímrjm fójru leiðtogjar f)61ksins eins og
skógareldar um alt, og eins og logi yfir akur;
eyddu öllu á báðar hendur um land alt.”
Mauser benti nú mjög alvarlega með vísi-
fingri og sagði: “ Þetta þýðir ]>að, að kóngar
og keisarar mitt á meðal manna sinna, æddu
um alt og lögðu í eyði borg og bygð, hvar sem
þeir fóru. Við þekkjum alla þá ógæfu og
eyðileggingu. Við höfum séð það. Þorpið
okkar mun lengst bera þess merki.”
Og þar sem frændi svaraði ekki, þá hélt
hann áfram:
“Vei þeim hirði, sem þá yfirgefur hjörð
sína. Sverðið mun falla úr höndum hans og
hægra augað mun ekki lengur sjá. — Við sjá-
um á þessu að borgin Mayence var tekin af
Frökkum og var undir umsjón fimm mismun-
andi kvenda og mismunandi fóstra; var tekin
aftur næsta ár af Custine hinum þýzka. Hann
var lélegur hirðir, sem óorð fór af um alt
land. Armar hans voru óstyrkir og augað
dimt.”
“En,” sagði frændi, “mundu að þetta
var ekki það eina, sem hann þurfti að sjá um,
borgin Mayence, þessi franski foringi. Hann
hafði líka margt fleira að sjá um og halda í
skefjum í Þýzkalandi, Frakklandi, ítalíu og
út um alt. ’ ’
“Því betri sönnun, Doktor,” sagði Maus-
er; “bókin talar um alla menn í öllum heimi,”
sagði hann og studdi fingrinum á blaðsíðuna
— “því á þeim tímum, segir hinn Eilífi, mun
eg uppræta úr heiminum alla falsspámenn, og
þá sem gjöra kraftaverk og anda myrkr-
anna. — Hvað getur þetta meint, Doktor
Jacob, nema alla menn, sem sí og æ tala um
náungans kærleika og eru vinalegir bara til
að ná í peninga okkar, — sem ekki trúa neinu
í Ritningunni en gjöra okkur mein með ýmsu
móti, klæðast purpura og gulli og prédika
okkur undirgefni, — sem hrópa: Seljið öll
ykkar auðæfi og fylgið Kristi. — Og þetta
eru mennirnir, sem hrúga saman auðæfum í
höllum sínum, svo út af flóir, tala fagurt og
biðja fyrir okkur þegar við heyrum til; en
hlæja svo að okkur sín á milli, fyrir hvað við
séum einfaldir, sem hlustum á þá. Er það
ekki hinn óhreini andi myrkranna, sem verkar
í þessum mönnum ? ’ ’
“Jú,” sagði frændi, “það er fyrirlit-
legt.”
“Jæja, það eru þeir, það eru allr hinir
vondu menn, það eru hinir lélegu lnrðar, sem
sjá ekki um sína hjörð, sem þetta er ritað
um,” sagði Mauser.
Svo hélt hann áfram:
“Á þeim tímum risu og heyrðust raddir
mannfjöldans fjöllum hærra. Það var hin
mikla þjóð, það voru sameinaðar raddir allr-
ar þjóðarinnar, sem risu og æddu sem ofsa
veður um umheiminn. Það var þessvegna að
nágranna þjóðirnar hlustuðu og að mannlegt
hjarta komst við. Drambið lækkaði og góðir
menn báru kinnroða fyrir misgerðir sínar. I
fyrsta sinn heyrðu menn um það sem er mik-
ið, göfugt og gott. Menn fóru að skilja að
allir menn eru jafnir í augum hins Eilífa og
allir menn fæðast jafnir og eiga því að njóta
jafnréttis á sama hátt sem tr.é skógarins njóta
öll sólarljóssins.”
“Er þetta virkilega ritað þama?”
Mauser,” sagði frændi.
“Sjáðu sjálfur,” sagði Mauser, og rétti
honum bókina. Frændi leit fremur flóttalega
á bókina.
“Jú,” sagði liann, “það stendur hér
skrifað, ” sagði hann lágt. “Það stendur
hér.”
“Já, svo það er þá hinn Eilífi, Guð
sjálfur, sem framkvæmir þetta alt, sem nú er
að gerast, og gleður okkur með hinni ægilegu
baráttu milli þjóða, og kynkvísla — þessari
hryllilegu sjón!”
Hann stanzaði eins og hann væri hissa á
hvað hann væri orðinn hrifinn, alt í einu:
“Er það mögulegt að eg á mínum aldri
geti orðið svona hrifinn? Eg er eins og ó-
harðnaður unglingur!”
Hann rétti bókina að Mauser, sem sagði
brosandi:
Eg sé mjög vel að þú skilur þetta eins vel
og eg; raddir hinnar miklu þjóðar, þýðir
raddir frönsku-þjóðarinnar, sem hafa kveðið
upp úr og krefjast jafnréttis fyrir alla menn,
vegna þess að allir komu jafnir í heiminn.”
“Þú meinar þó ekki að hér sé gefið í skyn
að franska byltingin hafi haft alt þetta í
skauti sér ?” spurði frændi.
‘ ‘ Hvað annað ? Það er eins ljóst og dag-
ur á lofti,” svaraði Mauser.
Síðan lét liann á sig gleraugun aftur, sem
liann hafði tekið af sér, og las:
Á sjötíu vikum skal syndin uppyætt og
misgerðir afplánaðar og réttlætið leitt yfir
aldirnar. Eftir það munu menn kasta lijá-
guðum í eldinn, öllum som brunnið geta, en
bræða upp alt silfur í annað þarfara. Þá
munu margir hrópa: Þið skuluð bræða niður
sverðin og búa úr plógskera og úr spjótunum
munu þeir smíða kornskurðarhnífa. ”
Hér stanzaði Mauser og setti olnbogana á
bókina, klóraði sér í skegginu, með nefið upp
í loftið, og leit út sem hann væri í þungum
þönkum. Eg leit ekki af honum. Mér virtist
liann vera að liugsa um óþekta hluti í hinni
leyndardómsfullu veröld vorri, um það sem
væri í myrkrunum hulið. Andardráttur
Scipio, sem svaf rétt hjá mér og ýlið í eldinum
og hið langa samtal og jafnvel þögnin gerði
mig órólegan.
Frændi virtist vera orðinn rólegur aftur.
Hann hreinsaði úr pípu sinni, kveikti í henni
með litlu bréfsnifsi, saug að sér þrisvar sinn-
um svo að l^viknaði vel í tóbakinu^ lét lokið
á og kastaði sér niður í ruggustól og varp
öndinni ánægjulega.
Þeir kasta þessum silfurlíkneskjum sín-
um í eldinn,” sagði Mauser, “þessum pening-
um, svo sem dölum, florins og hvaða tegund
sem er af peningum. Þeir kasta þeim fyrir
villuráfandi menn, þá sem ganga í myrkri um
hábjartan daginn; það er að segja, blinda
menn. Við vitum, Doktor, að þessir svoköll-
uðu “Taupis” eru blindir. Það eru hinir ó-
gæfusömu blindingjar, eins og Faðir Harich,
vii'kilegir blindingjar. Þeir ganga um há-
bjartan daginn í skugganum, eins og þeir
væru undir jörðinni. Svo á þeim tímum gefa
menn peninga sína blindingjum og moldvörp-
um. Því moldvörpur eru koxxur gamlar, sem
ekki geta lengur unnið fvrir sér, sem eru
sköllóttar, lifa í reykháfum og öðrum stöðum
þar sem lítil umferð er, eins óg Kristine
Bosme, sem við þekkjum allir vel. Þessi
vesalings Kristine var svo mögur og hafði svo
lítið eftir af hári á höfðinu, að hver sem sá
hana hrópaði: ‘ ‘ Ha! ha! Það er moldvarpa! ’ ’
“Jú, rétt; jú, rétt! Það er rétt,” sagði
frændi í einkennilegum tón og tók jafnvægi á
höfuðið, hxegt og stilt. “Það er ljóst, Mauser.
Það er mjög ljóst. Það, fyrir sig, er mjög
aðdáanlegt.”
“Þessir menn gefa peninga sína blindum
mönnum og gömlum konum, bjargarlausum, í
góðgerðaskyni,” sagði Mauser, “og það verð-
ur til að gera enda á bjargarleysi og eymd
heimsins, manna og kvenna. Eftir sjötíu vik-
ur, finnast ekki fátæklingar; en það eru ekki
vikur daga, lieldur vikur mánaða, tímabilin
lengri en við liöfum vanist, hver vika mánuð-
ur; já, þeir bræða niður sverð og spjót á
aflinum og búa til úr þeim plóga og sigð, að
nota við ræktun móður jarðar, svo allir menn
geti lifað í friði.”