Lögberg - 02.12.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.12.1937, Blaðsíða 7
LÖOBERG, FIMTUDAGINIS 2. DESEMBER, 1937. 7 Fundur Eldorado Eftir Stephan Zzveig. ' Þreyttur á Evrópu. 1834.—Ameríkuskip siglir frá Le Havre til New York. MeÖal margra æfintýramanna um borð, einn meðal margra hundraða, er maður sem kallar sig John August Suter, frá Rynenberg við Basel og er 31 árs. Honum er um að gera að hafið verði sem lengst rnilli hans og dóm1- stólanna í Evrópu. Gjaldþrota, þjófur og víxlafalsari er hann, hann hefir skilið konuna og börnin þrjú eftir forstöðulaus, logið s^r út pen- inga í París út á falsað skjal og er nú að leita að nýju hæli. Hinn 7. júlí fer hann í land í New York og í tvö ár rekur hann þar allskonar mögulega og ómögulega atvinnu, hann er pakkhúsmaður, uppþvotta- strákur, tannlæknir, lyfsali og gest- gjáfi. Um stund eirir hann til- verunni, og setur upp veitingahús, en svo selur hann það aftur og flyt- ur — fylgir töfrastraumi þeirra tíma og lendir í Missouri. Þar ger- ist hann bóndi og græðist talsvert fé á stuttum tíma. Þar hefði hann get- að átt beztu æfi til frambúðar. En í sifellu er fólk á ferð fram hjá bæj- ardyrunum hans, skinnavörukaup- menn, veiðimenn, æfintýramenn og hermenn. Þeir koma að vestan og eru á leið vestur og þetta orð vestur fær töfrahreim í eyrum hans. Hann veit að þar eru miklar sléttur, sléttur með nautahjörðum', og þar ferðast maður dag eftir dag án þess að hitta nokkurn mann. Svo koma fjöllin, há og geigvænleg og svo loksins land, sem enginn veit deili á. Cali- fornía, landið sem sögur fara af, hið ríka og órannsakaða land, þar sem alt flýtur í mjólk og hunangi, opið hverjum sem vill------það er bara svo fjarlægt, svo óendanlega fjar- lægt, og lífshætta að komast þangað. En John August Suter hefir æfin- týrablóð i æðum. Hönum nægir ekki að halda kyrru fyrir og rækta jörðina. Einn góðan veðurdág árið 1837 selur hann alt sem1 hann á, ger- ir út leiðangur með uxakerrum og hestum og hverfur frá Fort Inde- pendence inn i ókunna landið. Ferðin til Californíu. 1838.—Ásamt tveimur liðsfor- ingjum, fimm trúboðum og þremur konum heldur Suter vestur prerí- urnar miklu og loks yfir fjöllin til Kyrrahafs. Þau eru þrjá mánuði á leiðinni og loksins í október koma þau til Fort Van Couver. Þá hafa liðsforingjarnir tveir skilið við þau. Trúboðarnir vilja ekki fara lengra. En konurnar þrjár hafa sálast af vosbúð á leiðinni. Suter er aleinn. I Van Couver reýna þeir árangurslaust að kyrsetja hann, bjóða honum stöðu — hann hafnar öllu. Hann er segulmagnað- ur af nafninu dularfulla. Hann flækist út á Kyrrahaf á hripleku skipi, kemst alla leið til Sandwich- eyja og eftir miklar þrautir heldur hann aftur í austurátt og lendir ein- hversstaðar á strönd Alaska, á ó- bygðum stað sem heitir San Fran- cisco — ekki borgin sem við þekkj- um í dag, sem orðin er miljónaborg síðan landskjálftann, nei, aðeins ömurleg verstöð, heitin eftir Fran- ciscusmunkunum og ekki einu sinni höfuðstaðurinn í mexikanska hérað- inu í Californíu, sem liggur þarna forsómuð og auð á bezta bletta nýju álfunnar. Hér ríkir spánskt reiðileysi, alla stjórn vantar, sífeld uppþot, vinnu- tæki og fólk vantar, framtakssemi til að ráðast í eitthvað vantar. Suter leigir sér hest, ríður ofan frjósaman Sacramentodalinn — eins dags leið nægir til þess að sannfæra hann um, að hér er ekki aðeins jarðnæði fyrir eitt býli, stórbýli, heldur fyrir heilt konungsríki. Daginn eftir fer hann til Monte Rey. í þessari aumu höf- uðstaðarnefnu gengur hann á fund Alverado héraðsstjóra og skýrir honum frá áformum sínum um ræktun landsins. Hann hefir haft 'rneð sér “kanaka” frá Kyrrahafs- eyjum, hann vill flytja þessa vinnu- sömu menn í stórum stil til megin- landsins, og hann skuldbindur sig til að rækta landið og stofna þarna ofurlítið ríki — Nýju Helvetiu. —Hversvegna Nýju Helvetiu? spyr héraðsstjórinn. —Eg er Svisslendingur og lýð- veldissinni, svarar Suter. —Jæja, gerið þér það sem þér viljið. Eg skal gefa yður einkaleyfi til tiu ára. Þar vestra þurfa þeir ekki langan tíma til að gera kaup. Þegar mað- urinn er kominn þúsund mílur frá allri siðmenningu er verðlagið ann- að á orku hans en hér heima hjá oss. Nýja Helvetia. !839. — Lestin mjakast áfram meðfram Sacramentofljóti. Fremst er Suter ríðandi með byssu um öxl, næst honum koma tveir eða þrír Evrópumenn, síðan 130 hálfnaktir kanakar, svo þrjátíu uxakerrur með vistir, útsæði og hergögn, 50 hestar, 75 málasnar, kýr og kindur, og svo nokkuð af fygliliði. Þetta er herinn, sem ætlar að leggja undir sig Nýju Helvetiu. Framundan þeim æðir stórkostlegt éldský. Þeir kveikja í skógunum, það er auðveldasti mátinn til að ryðja þá. Og undir eins og risalog- inn hefir eytt landið byrja þeir að rækta, áður en rokið er úr trjárót- unurn. Þeir byggja hlöður, grafa brunna, sá í landið, sem ekki þarf að plægja, reisa girðingar fyrir hjarðir sinar. Smámsaman koma fleiri landnemar úr yfirgefnum trú- boðanýlendunum. Árangurinn er stórkostlegur. Fyrsta árið uppskera þeir 500-falt. Hlöðurnar verða of litlar, búfénað- urinn skiftir bíátt þúsundum og þrátt fyrir áframhaldandi örðug- leika — viðureignina við hina inn- fæddu, sem sifelt eru að ráðast á þá — gerist Helvetia fyrirmyndar nýlenda. Þarna grafa þeir skurði, reisa myllur og verksmiðjur, en prammar ganga upp og ofan ána. Suter sér ekki aðeins Van Couver og Sandwicheyjum fyrir matvælum, heldur einnig öllum skipum, sem koma við í Californiu. Hann ræktar aldini — kalifornisku aldinin, sem nú eru orðin svo víðfræg. Hann fær sér vínvið frá Frakklandi og úr Rínardal — hann þrífst. Eftir nokkur ár veru víðlendar ekrur al- þaktar vínviði. Hann byggir sjálf- um sér höll, útvegar sér pianó frá París úr 180 dagleiða fjarlægð og gufuvél fær hann frá New York — 60 uxar draga hana vestur yfir þvera Ameríku. Hann hefir tiltrú og á innstæðu í stærstu bönkunum í Eng- landi og Frakklandi, og nú — 45 ára gamall — á hátindi frægðarinn- ar, minnist hann þess, að fyrir fjórtán árum skildi hann eftir konu sína og börn alein einhversstaðar austur í gömlu veröldinni. Hann skrifar þeim og biður þau að koma til sín, í riki sitt. Því að nú er hann mikill, hann er drotnandi Nýju Helvetiu, einn af ríkustu mönnum heiimsins. Og nú hafa Bandaríkja- inenn náð hinni vanræktu nýlendu úr greipum Mexikó. Nú er alt trygt. Eftir nokkur ár er Suter orðinn rik- asti maður i heimi. örlagarík skóflustunga. 1848.—Þá gerist það, að James W?. Marshall timburmaður Suters kemur einn góðan veðurdag vaðandi inn á skrifstofu Suters eins og þrurna úr heiðskiru lofti — hann verður að fá að tala við hann undir eins. Það er ekki lengra en síðan í gær að hann sendi Marshall upp á býlið við Coloma til þess að setja þar upp sögunarmyllu. Og nú er maðurinn kominn aftur í leyfisleysi, hann stendur þarna fyrir framan hann, titrandi af hugaræsingi og af- læsir hurðinni eftir sér — svo tekur hann hnefafylli af sandi með gyltum kornum upp úr vasa sínum. I gær, þegar hann var að grafa tók hann eftir þessum einkennilega gylta málmi. Hann heldur að þetta hljóti að vera gull, en veit það ekki með vissu. Hinir hafa hlegið að honum, þegar hann sagði það. Suter verður alvarlegur á svipinn, hann hreinsar gyltu kornin úr sandinum — það er gull. sþlann einsetur sér að riða upp eftir tneð Marshall undir eins dag- inn eftir, en gullæðið sem bráðlega gagntekur veröldina hefir þegar gagntekið Marshall — hann ríður uppeftir undir eins sama kvöldið í ófæru veðri. Hann þyrstir í viss- una. Morguninn eftir kemur Suter til Coloma. Þeir hlaða fyrir ána og rannsaka sandinn. Þeir fá sér siju og hrista hana og gullkornin verða eftir, glóandi á dökku netinu. Suter kallar saman hvítu mennina og lætur þá vinna drengskaparheit að því að þegja, þangað til sögunrmyllan sé komin upp. Svo ríður hann alvar- legur og ákveðinn heim til sin. Stór- kostlegar hugsanir byltast í honum. Svo langt aftur í tímann sem hann þekkir hefir gull aldrei fundist á svona aðgengilegum stað. Og þetta land á hann sjálfur, hvern einasta þumlung. A einni nóttu — í stað tíu ára — varð John Suter ríkasti maður veraldarinnar. Gullœðið. \ Ríkasti maður heimsins> — Nei, sá fátækasti, aumkunarverðasti og vonsvikn'asti betlari á jörðinni. Eft- ir átta daga er leyndarmálið komið upp. Kona — altaf ko'nan ! — hefir trúað manni fyrir þessu og gefið honum nokkur gullkorn. Og nú ger- ist það, sem ekki átti sér nokkurt fodæmi. Verkamenn Suters ganga undir eins úr vistinni. Smiðurinn hleypur frá smiðjunni, smalarnir frá fénu, vínyrkjumennirnir frá berjun- um, allir eru orðnir tryltir, þeir ná sé í skaftpotta og síjur og þyrpast upp að myllunni til þess að ná í gull. Á einni nóttu er öll sveitin orðin tóm. Kýrnar baula, en enginn mjólkar þær, nautahjarðirnar mölva niður girðingarnar og troða niður akrana. Aldinin skemmst, mjólkur- húsið er Iokað, hlöðurnar hrynja, öll hjól fyrirtækisins standa kyr. Sím- inn flytur gleðiboðskapinn land úr landi og undir eins kemur fólkið, sjómennirnir ganga af skipunum, embættismennirnir flýj'a skrifstof- urnar, fólkið kemur í endalausum halarófum austan og sunnan, gang- andi, riðandi, akandi — eins og skriða, engisprettuhópur, gullgraf- ararnir. Tryltur og Vfsafenginn hópur, sem þekkir ekki önnur lög en hnefans, sem ekki hlýðir annari skip- un en skammbyssunnar, flæðir yfir hina blómlegu nýlendu. Hann við- urkennir engan yfirmann, engum þýðir að nrögla gegn þessurn óalda- lýð. Þeir drepa búfénað Suters, rífa'hlöðurnar hans og byggja sér kofa úr þeim, troða niður akrana hans, stela vélunum hans — á einni einustu nóttu er Suter orðinn bláfá- tækur maður — kafnaðúr í sinu eigin gulli eins og Midas. Og hið ákafa sog að gullinu er orðið enn æfintýralegra. Fréttin er komin um allan heirn. Frá New York einni fara 100 skip, frá Þýzka- landi, Englandi, frá Frakklandi og frá Sj>áni koma árin 1848, 1849, 1850 og 1851 hópar af æfintýra- mönnum. Sumir sigla suður fyrir Horn, en þetta er of löng leið fyrir þá bráðlátustu og þeir leggja á hættuleiðina yfir Panamaeiðið. Fé- lag er stofnað í skyndi til þess að léggja járnbraut yfir eiðið og þús- und verkamenn týna lifi við þetta starf, til þess að spara bráðlátum ^ullnemum tvær—þrjár vikur, svo að þeir komist sem fyrst í gullið. Yfir þvert meginlandið fara langar lestir, fólk af ýmsu kyni og með alls- konar tungumál, og allir grafa í landi John Suters eins og þeir ættu það sjálfir. Á grunni San Francisco, sem samkvæmt bréfi stjórnarinnar er eign Suters1 sprettur upp borg með leifturhraða. Ókunnir menn selja liver öðrutn eignir hans og nafnið Nýja Helvetia, konungsríki hans, hverfur fyrir töfrananfinu: Eldo- rado, Californi'a. Suter er orðinn gjaldþrota á ný og starir lamaður á þetta drekasæði. í fyrstu reynir hann að grafa sjálf- ur og færa sér auðæfin í nyt með vinnufólki sinu, en það fer alt frá honum. Svo flýr hann á burt frá gullsvæðinu og sezt að á litlu býli uppi í fjöllum, langt frá bölvaðri ánni og vanhelgaða sandinum. Þar hitta kona hans og börn hann að lok- um, en konan deyr skömmu eftir að hún er komin. Ferðalagið hefir ver- ið henni um megn. En nú eru synir hans þrír hjá honum, átta hendur til að rækta jörðina og enn kemur hann fótunuTn' fyrir sig aftur, með seiglu og iðni. Hann notar sér frjósemi jarðarinnar. enn dreymir hann stóra drauma. Málaferlin 1850. — California er innlimuð í Bándaríkin. Nú kernur strangur agi og loks fer ástandið að lagast eftir gullæðið. Stjórnleysið er hnept í fjötra og aftur eru lög í landi. Og nú kemur Johu August Suter fram með kröfur sínar. Hann á alt landið, sem borgin San Francisco stendur á. Ríkið er skyldugt til að bæta horium tapið er hann varð fyr- ir, er eignum hans var stolið, og hann heimtar sinn hluta af gullinu, sein unnið er í landi hans. Og nú hefjast stórfeldari málaferli en sög- ur hafa farið af. John August Suter stefnir 17,221 bónda, sem sezt hafa að í landi hans og krefst þess að þeir verði á burt aftur. Hann heimtar 25 miljónir dollara af rikinu fyrir að það hefir slegið eign sinni á vegi, skurði, brýr, stíflur og myllur, sem hann hefir látið gera. Hann heimt- ar 25 miljón dollara fyrir skemdir á eignum sínum og auk þess bætur fyrir gullið. Hann hefir látið elzta son sinn nema lögfræði i Washing- ton svo að hann geti flutt málið og hann notar tekjurnar af búgarði sin- um til þess að halda áfram málinu. Á fjórum árum er það flutt fyrir lægri og æðri réttum. Dómurinn er loks kveðinn upp 15. marz 1855. Dómarinn Thompson, æðsti dómari Californiudikis viður- kendi fullan eignarrétt John August Suters á landinu. Þann daginn er Suter við markið. Hann er rikasti maður heimsins. Útkoman. Ríkasti maður heimsins ? Nei, og aftur nei, fátækasti betlarinn, ó- gæfusamasti maðurinn á jarðríki. Á ný löðrungar armur örlaganna hann svo, að hann nær sér aldrei aftur. Eftir að fréttin um dóminn er komin út fer alt í bál og brand i California. Tugir þúsunda gera samsæri, lóða- eigendurnir sem dómurinn gekk út yfir, skríllinn á götunni, sem ávalt hefir gaman af ráni og gripdeildum þetta hyski gerir atlögu að dómhús- inu og brennir það upp, leitar að dómaranum til þess að gera út af við hann og síðan til Suters til þess að ræna hann aleigu sinni. Elsti son- ur hans bjargar sér undan bófunum með því að skjóta sig. Annar er myrtur. Sá þriðji kemst undan á flótta, en druknar á flóttanum. Brennualda gengur yfir Nýju Hel- vetiu. Býli Suters eru brend til ösku, vínekrurnar troðnar niður, lausafé hans öllu rænt, og nú er auðn eftir, sem skríllinn hefir farið um. Suter sjálfur kemst nauðulega lífs af. Eftir það áfall nær hann sér aldrei aftur. Verk hans er gereytt. Kona hans og synir þrír eru dáin og sjálfur er hann bilaður á geðsmun- unum. í heila hans er aðeins ein hugsun: rétturinn, málaferlin. í tuttugu og fimm ár flækist gam- all og tötralegur maður kringum dómhúsið i Washington. Á öllum skrifstofunum þekkir fólkið “gener- alinn” í blettótta frakkanum og með bættu skóna, manninn, sem heimtar miljarðana. Og ávalt eru til sam- vizkulausir lögfræðingar, sem svíkja út úr honum síðustu eftirlaunin og "hjálpa'’ honum með málaferlin. Sjálfur vill hann ekki hafa peninga. Hann hatar peninga, þeir hafa gert hann fátækan, þeir hafa drepið börnin hans og gerspilt lífi hans. Hann krefst aðeins réttlætis og berst fyrir réttlætinu, sínöldrandi og kvartandi. Hann skýtur máli sínu til öldungadeildarinnar, hann gerir allskonar hjálparmenn að trúnaðar- mönnum sínum og til þess að kóróna verkið færa þeir hann í einkennis- búning og fara með hann skrifstofu af skrifstofu, og frá þingmanni til þingm'anns. Svona gengur það i tuttugu ár, frá 1860 til 1880, tuttugu ára aumlegt betlaralíf. Dag eftir dag fer hann á stjórnarskrifstofurn- ar, er spott embættismannanna og spé götustrákanna, hann — sem á ríkasta land heimsins, sem annar höfuðstaður heimsrikisins stendur á og vex á hverjum klukkutíma. Hann er látinn bíða. Og þarna, í stiganum upp að öldungadeildinni fær hann loksins lausnina 17. júlí 1880. Dauð- ur betlari er borinn út. Dauður betl- ari, en í vasa hans er ákærurit, sem samkvæmt öllurn mannlegum lögum tryggir honum og afkomendum hans mestu tign, sent ntannkynssagan kann að segja frá. Enginn hefir hingað til gert kröfu til arfs eftir John Suter, engir af- komendur sannað kröfur sínar. San Francisoo og alt nágrenni borgar- innar stendur enn á ókunnum grunni. —Fálkinn, 23. okt. -----------------1 V SÖNG-KVEÐJA Jón gamil smiður hafði frelsast á unga aldri. Snemma morguns daginn sem hann varð 60 ára komu nokkrir af félögum hans úr hernunt og fóru að spila út fyrir húsinu hans. Þeir sungu fyrst og spiluðu eitt lag, því næst annað, en þegar þeir voru að búa sig undir að taka þriðja lag- ið, kom konan hans út á þröskuldinn og sagði: —Eg held að það sé ekki vert að þið syngið meira, piltar, því hann Jón minn fór til vinnunnar fyrir klukkutíma siðan. \ INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man..........................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man................Sumarliði Kárdal Baldur, Man..............................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash............Arni Símonarson Blaine, Wash................Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptsön Cypress River, Man........................O. Anderson Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Ijónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Gárðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.........Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota........................John Norman Husavick, Man.................F. O. Lyngdal ívanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson Langruth, Man............................John Valdimarson Leslie, Sask.............................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak...........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld Oakview, Man..................Búi Thorlacius Otto, Mari..................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man...........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...............Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson THOSE WHOM WE SERVE ■ IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECAUSE- OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.