Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 6
6 Fimmtiu Ára Minningarblað Lögbergs Tnttwgasta og Annan Desemb er Nítján Ilundruð Þrjátíu og Sjö Madame Thérése Þú gerir rangt í því að etja hundi þínum á þann litla í horninu. Þessi hvíti hundur er veiði- og varðhundur og hefir verið lengi með hej-num og þekkir ýmsar brellur, ef ekki allar, úr þeim högum. Þessi hundur þinn er máske af gömlu, góðu kyni; en það er bezt fyrir ]>ig að eiga ekkert á hættu í þessu efni. Hann getur hengt þennan stóra hund þinn á augna- bliki. ” Þegar eg heyrði Smith tala svona vildi eg forða mér út með Seipio, því Richter hélt áfram að etja sínum hundi, og ýmsir fóru að hlæja af eftirvæntingu að sjá bardagann, sem var í vændum. Bg ætlaði að fara að gráta, en garnli Smith tók í öxlina á mér og hvíslaði: “Lofaðu þeim! Lofaðu þeim! Það er ekkert að óttast, Fritzel. Eg er búinn að sýna og .sanna þér að þessi hundur kann allar kúnstir úr hernum. Hinn hundurinn er bara stórt villidýr, og fáfróður sem ánamaðkur, sem ekki þekkir annan endann á sér frá hin- um.” Hann sneri sér nú að Scipio og sagði: ‘4 Reiðubúinn! Reiðubúinn! ’ ’ Scipio stóð grafkyr; en helzt leit út fyrir að hann væri reiðubúinn. Hann hélt sig í horninu svo hinn komst ekki aftur hann að glugganum. Scipio beindi höfðinu beint fram og augun leiftruðu undir löngu hrokknu hárunum, og veiðihárin í munnvikjunum titr- uðu og sá á hvítar, bitrar vígtennur. Stóri rauðleiti hundurinn réðist nú til atlögu og kom nær, setti hausinn undir sig og stóð hárið úfið í loft upp eftir öllum hryggn- um magra. Þeir urruðu nú báðir mjög grimdarlega, en rétt þegar Max ætlaði að taka Scipio kverkataki, heyrðust þrjú ógurlega hræðileg bofs, hvert á eftir öðru, en aðgrein- anleg, og smellur snöggur, sem aðskildi hund- ana um leið. Scipio hafði, rétt í því að Max ætlaði að seilast í háls honum gegnum loðn- una, beygt sig niður og gripið um löpp Max, og smelt tönnunum eins og töng í sama stað á löpijinni þrisvar sinnum, ótt og títt, þar til •sundur tók beinið. Á sama tíma rak Max upp ýlfur svo hvelt og hátt, að það ætlaði að æra alla, sem inni voru, þar sem vesalings skepnan biltist undir borðunum fram og aft- ur. Hann rendi sér óðfluga milli fóta manna og linti ekki af hljóðunum, svo Richter neydd- ist til að reka hann út sjálfur, með fótunum, eins og lionum var lagið. Mr. Richter ætlaði að ráðast á Scipio; en Mauser greip göngustaf sinn úr horninu við dyrnar og sagði: “Monsieur Richter, þó að þessi stóri hundur þinn hefði verið drepinn, þá hefði það verið passlegt. Þú komst honum af stað. Nú hefir ]»að viljað til, sem getur ef til vill kent þér eitthvað.” Og gamli Smith tók utan um höfuðið á Scipio og hló svo mikið, að tárin runnu niður kinnarnar og hrópaði: “Eg vissi vel að sá hvíti kunni ýmislegt úr stríðinu. Ha! ha! ha! Við höfum lyft tjaldinu af fallbyssum og fleiru.” Allir hlógu nema Richter, og hann varð að reka hundinn út sjálfur, því hann ætlaði að æra alla, og hann gerði það með því að sparka í vesalinginn, og hann hefði viljað gera Scipio -sömu skil, en allir aðrir dáðust að Scipio fyrir hug hans og kunnáttu. “Komdu,” sagði Mauser, og stóð upp; “komdu, Fritzel, það er kominn tími til að eg afhendi þér það sem þú áttir að sækja til mín. Vertu sæll, Monsieur Richter, þú átt frægan seppa. — Gredel, færðu inn í bókina tvær flöskur af hunangi.” Smith og Koffel höfðu líka staðið á fætur og við fylgdumst allir að út, kátir og hlæjandi. Scipio var með okkur, rólegur. Hann vissi að engin var hættan, þegar hann \rar með okk- ur einum. Þegar við komum niður á strætið, sneru þeir Smith og Koff'el til ha'gri handar, út á aðalstrætið; Mauser og eg fórum til vinsti’i, inn á Orties stíg. Mauser gekk á undan boginn í baki, með aðra öxlina dálítið hærri en hina, eins og hans var vandi, og rendi út úr sér stórum reykjar- strokum, einni eftir annari, og hló dátt að vandræðum þeim, sem Richter hafði komist í. Við komum bráðlega að litlum dyrum, sem virtust liggja niður í jörðina; og er hann fór niður tröppurnar, sagði hann: “Komdu Fritzel; láttu hundinn verða eftir. Það er fremur þröngt hér niðri í hol- unni.” Já, það var virkileg hola, ]>ví hér voru aðeins tveir mjög litlir gluggar, og komst inn glampi aðeins frá jafnsléttu stígsins úti fyr- ir. inni var dimt. Eitt stórt rúm á gólfinu og stigi upp, úr tré, gamall hnakkur þrífættur og borðið þakið áhöldum: sirkill, tengur, skápar, skreyttur vaxslettum í öllum mynd- um, og svo loftið, sem lagt var á þverslár eða rafta, og var þar á rúm gömlu Berbel, móður Mausers, það var hengirúm, sem hún hvíldi í. En svo í hornunum og rifum öllum var alt grátt af ryki og köngurlóarvefjum. Á veggj- unum voru feldir af ýmsum smádýrum, svo sem martins og og hreysiköttum, sum gömul, þur, önnur ný spýtt á veggina til þurks. Alt þetta gerði svo mikil þrengsli að við gátum varla snúið okkur við. Það minti mig líka á góðu tímana, þegar eg var hér að leika mér. Eg hafði séð þetta alt hundrað sinnum áður. Þetta var alt af eins, sumar, vetur, vor og haust, hvort sem var sólskin eða regn, hvort sem litlu gluggarnir voru opnir eða lokaðir. Það var þannig að eg hugsaði mér um- hverfi Mausers innan húss. Hann sat við lágt borð og var að setja í stand snörur sínar, kinnfiskasoginn, með samanklemdar varir, og svo gamla Berbel móðir hans, öll gul, hattur- inn böglaður niður á háls, litlu hendumar þurrar, hnúarnir háir og æðar þrútnar á höndunum. Og þarna flögraði hún frá morgni til kvölds, kringum stóna. Af og til leit hún upp, dró saman hinar óteljandi hrukkur á enninu og leit með velþóknun á son sinn. En þennan dag, sem hér um ræðir, var hún ekki í góðu skapi; því varla vorum við komnir inn þegar hún byrjaði að rífast við Mauser, sagði að hann eyddi tímanum á drykkjukránni, hugsaði ekki um annað en að drekka, og væri aldrei heima á kvöldin. Þetta sagði hún alt í ávítandi róm; en Mauser svar- aði engu, hefir líklega hugsað að bezt væri að revna að þola þetta þegjandi. Hann opnaði stærsta skápinn; en þá hrópaði gamla Berbél, og tók niður af efstu hillunni rósótta skál, sem í var gullslitað, tært hunang. Þessar hillur voru hvítar sem snjór, og stóðu á þeim skálarnar fyltar vaxi og hun- angi. Þetta líktist lögum í einni heild, rúmi skápsins. E'innig var hunangið í lögum í skálunum. Hann tók nú tvö lög úr skálinni og lét á disk, sem var hreinn og fágaður, og sagði: “Hérna, Fritzel, er gott hunang haiula frönsku konunni. Þetta hunang, sem virðist mynda geislaflóð í lögum sínum er gott, eins gott og maður æskir eftir fyrir sjúklinga. Það er lystugast, ferskast og hollast.” Eg hafði látið peningana á borðröndina og gamla Berbel rétti út hendina, til að taka þá, ánægjuleg á svipinn; en Mauser tók þá og rétti mér, segjandi: “Nei, drengur minn, eg tek ekki borgun fyrir þetta. Láttu peningana í vasa þinn, Fritzel og taktu diskinn. Skildu skálina hérna eftir. Eg kem með hana í kvöld eða á morg- un. ’ ’ Og þar sem sú gamla sýndist vera reið út af þessu, bætti hann við: “Þú skalt segja við frönsku konuna, Fritzel, að það sé Mauser, sem gefi henni hun- angið, með ánægju; heyrirðu það — af með- líðan — vegna þess að hún sé virðingarverð kona. Þú gleymir ekki a segja það: virðing- arverð — heyrirðu það ?” “Já, Mauser, eg skal segja það. Vertu sæl, Berbel,” sagði eg og opnaði hurðina. Hún svaraði því með því að hneigja höfuðið nokkuð snögt. Gamla, ágjarna skarið vildi ekkert segja vegna vegna frænda; en maður sá að henni þótti hart að sjá hunangið fara fyrir ekkert. Mauser fylgdi mér út fyrir dyrnar, og eg fór heim, mjög ánægður með alt, sem fyrir liaíði komið um daginn. XI. Við kirkjuhornið mætti eg Hans Aden litla, sem kom frá því að renna sér á svellun- um nýju. Hann stakk höndunum í hina hyl- djúpu buxnavasa, nærri upp að olnboga, og kallaði: “Fritzel! Fritzel! Þegar hann kom nær fór hann að stara á hunangið og sagði: “Er þetta handa ykkurf” “Nei, það á að setja það í taugastyrkj- andi drykk handa frönsku konunni,” sagði eg. “Eg vildi svei mér vera veikur, til þess að ná í það,” sagði Hans ákveðið, og sleikti út um þykku útflentu varirnar. Og svo spurði hann: “Hvar hefirðu verið fyrir miðjan dag- inn, og hvert ertu nú að fara, eftir miðjan dag. ’ ’ “Eg vet ekki. Bg fer líklega eitthvað með Scipio að gamni mínu.” Hann leit nú á hundinn og nuddaði á sér hakið með hryllingi. “Heyrðu, ” sagði hann, “ef þú hefir gaman af, þá getum við farið að leggja snörur í króknum bak við lögreglustöðina; þar er margt af smáfuglum meðfram girðingum, í skúrum og í trjánum við stöðina.” “Já, það væri gaman,” svaraði eg. “Já, komdu til móts við mig á kirkju- tröppunum; svo verðum við saman þaðan.” Áður en við skildum spurði Hans mig hvort hann mætti ekki snerta á diskinum með hunanginu, og eg leyfði honum það. E'itthvað kom á fingurna. Hann sagði að það væri ágætt. Síðan fór hvor sína leið, báðir heim. “Þarna ertu þá loksins,” sagði Lisbeth, er hún sá mig koma inn í eldhúsið. Eg hélt þú ætlaðir aldrei að koma aftur. 1 guðs bæn- um, livað það tekur þig lengi að fara stuttan spöl, og gera svolítið atvik fyrir mann.” Eg sagði henni nú frá því að eg hefði mætt Mauser í stiganum að Gullkrossi, um rifrildið við Koffel og hans ræðu, og gamla Smiths og Mausers við Richter; um orustuna milli Max og Scipio, og loksins hvað Mauser hefði sagt mér að segja, að hann vildi ekki taka peningana, og að hann sendi frönsku konunni hunangið af meðlíðan og henni til virðingar, vegna þess að hún væri góð og virðingarverð. Þegar eg opnaði dyrnar heyrði Thérése það sem eg sagði, og sagði mér að koma inn. Þá sá eg að hún hafði beðið, og þegar eg bauð henni hunangið, þáði hún það. “Það er ágætt, Fritzel,” sagði hún, “það er ágætt, drengur litli.” Og tárin stóðu í aug- unum. “Mér þykir yænt um, mér þykir vænt um gjöfina. Virðingarmerki góðra manna, til manns, gefa manni ætíð mikla ánægju. Þeg- ar Mauser kemur, þakka eg honum sjálf.” Svo beygði hún sig niður og klappaði á kollinn á Scipio, sem stóð við rúmið og horfði upp til hennar. Hún brosti er hún sagði: “Ha! ha! Scipio; þú heldur líka á lofti og styrkir málið okkar mikilsverða, hugsjón- ina miklu, jafnrétti allra!” Augun leifti-uðu í Scipio og hann fór að gelta svo glaðlega. Hann stóð upp á aftur- fótunum, eins og hann vildi fara að vinna eitthvað mikið, með teinréttar framlappir við vanga; hann varð allur að spurningarmerki. “ Já, já, nú líður mér betur,” sagði hún. “Eg finn að eg er að verða sterk. . . . Æ, við höfum mikið liðði!” Hún varpaði öndinni mæðilega, lagði eyrað á olnbogann og sagði: “Aðeins eina góða frétt, aðeins eina, og þá verð eg ánægð. ” Lisbeth fór að leggja á borðið þegjandi. Madama Thérése virtist fara að hugsa og dreyma um hið liðna og líka um hið ókomna, —féll í værðarmók. Klukkan sló tólf um miðjan dag. Nokkr- um augnablikum seinna kom gamla konan með súpuna handa okkur tveimur, gjörði krossmerki fyrir okkur og við borðuðum. Eg var sí og æ að líta við og horfa og sjá hvort Hans Aden væri ekki kominn á kirkju- tröppurnar. Madama Thérése, sem lagst hafði fyrir aftur, sneri að okkur bakinu, með ábreiðuna yfir öxlina. Hún var áreiðanlega mjög óróleg enn. Elg var að hugsa um krók- inn bak við lögreglustöðina, og snörurnar og veiðina. Eg sá í huganum, snörur lagðar í snjóinn, opið uppi og snörunni lialdið á lofti með tveimur litlum spýtum, kvíslóttum að ofan til stuðnings, og hveitikornin að neðan, sem fuglarnir áttu að ginnast á. Eg- sá í hug- anum fuglana, snjótitlingana, að flögra milli trjánna og svölurnar, eða einhverja aðra fugla á húsþökunum. Þessir síðarnefndu voru að tísta, kalla til hinna. Þeir voru þar fastir og skríktu, þar til við komum og tókum þá úr snörunum, hingað og þangað, undir skúrnum bak við strástakka. Eg sá okkur taka utan um ]>á, og hjartað barðist af fegin- leika í brjósti okkar yfir veiðinni, ekki síður en í brjósti litlu fuglanna af hræðslu. Jú Svo flugu og flögruðu margir fuglar úr breiðun- um hér og þar, sáu okkur og urðu hræddir; fóru ógætilega og lenti í snörunum, sem voru alstaðar. Þarna voru þeir. Bráðum myndu þeir fljúga niður að fá sér korn. Nei, þeir ætluðu ekki að hætta sér niður! Þarna var einn . . . tveir . . . þrír; voru að ná sér í kom. En hvað var þetta? Þarna kom bara breiða af fuglum, með þessum líka óskapa flótta! Strákurinn hann Yéri, á stóru klossunum, sem var inni í hesthúsi og var að kalla á einn af hestum sínum, eða eiginlega að arga eitthvað um að hesturinn færði sig til. “Nú, nú, snúðu þér við, Fox,” sagði hann. Ein sú ógæfa! Bara að allir þessir hestar færu til fjandans og Yéri með! . . . Við urðum að bíða. Þessir skríkjufuglar höfðu víst farið nokkuð langt. Alt í einu fór einn þeirra að skríkja. Þeir voru komnir upp á þakið aftur. Ó, hamingj- an góða! Bara að Yéri strákurinn fari nví ekki að belja aftur. Bara að alt verði nú liljótt! Bezt að það væri enginn maður á l>essu stræti, g ekki heldur á veginiim .... fjandann þeir eru að flækjast! . . . Hvað þá yrði gaman og gott! . . . Loksins fór einn fugl niður. Hans Aden tók í vestislafið mitt og við héldum niðri í okkur andanum. Við vorum mállausir af vonarblöndnum ótta. Alt þetta sá eg þarna við borðið fyrir- fram. Eg vissi ekkert af mér. Hvað í hamingju bænum er að þér, dreng- ur; þú hamast og hleypur þarna við borðið eins og þú sért galinn! Reyndu að sitja kyr,” sagði Lisbeth hálfsmeik. En eg var staðinn upp og þrýsti nefinu á rúðuglerið og eg var að hugsa í óða önn: Skyldi hann vera kom- inn, eða skyldi hann ekki vera kominn ? Ó, hann er líklega kominn. En liann getur líka liafa farið með einhverjum öðrum? Sú liugsun var hræðileg! Eg ætlaði að fara af stað, þegar Hans Aden sást loksins koma og horfa heim til okkar, gefa húsi okkar hornauga; en hann þurfti ekki að hafa fyrir að gægjast lengi; eg var að vörmu spori kom- inn inn í ganginn og opnaði dyrnar, en nú var Scipio ekki með mér. Eg hljóp meðfram veg- inum, hræddur um að eg yrði sendur eitthvað eða að eitthvað ófyrirsjáanlegt kæmi fyrir, sem gæti tafið fyrir; því margt getur komið fyrir í þessari veröld okkar. Það tók okkur Hans Aden ekki lengi að nálgast hvor annan hlaupandi og að stanza svolítið til að kasta mæðinni. “Þú hefir hveitið, aHns!” spurði eg. ‘ ‘ Já, ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Eg liefi það. ’ ’ “Og hnífinn þinn?” sagði eg. “Já, vertu rólegur,” sagði hann; “þú mátt vera viss um það. Hérna. er hann. En heyrðu, eg get ekki borið alt, þú verður að taka múrsteinana, eg tek hellurnar.” “ Já, sagði eg, “við skulum flýta okkur.” Og við fórum svo af stað þvert yfir akr- ana, bak við þorpið og óðum snjóinn upp fyrir hné.. Það var ljóta ófærðin. Hugurinn bar okkur hálfa leið samt. Mauser, Koffel og frændi sjálfur liefðu mátt kalla til okkar lengi. Við hefðum víst falið okkur sem þjófar, og ekki litið við, livað sem á hefði gengið. Við komum bráðlega í gamla múrsteins- garðinn, sem nú var auður, eins og vanalega að vetrinum, og við tókum bvrði okkar af steinum. Við fórum svo upp á sléttuna aftur, og yfir girðingarnar við lögreglustöðina, sem nú voru allar hélaðar; rétt á móti meira og minna aflöngum, ferhvrndum húsum, bak við f jós og skúra. Við sóum álengdar röð spör- fugla á þakbrúnunum. “Eg bið þig í öllum bænum að taka vel eftir, Fritzel,” sagði Hans. “Hlustaðu! hlustaðu!” Tveimur mínútum seinna lögðum við snörur okkar milli þessara frægu ferhyrn- inga. Hans lagaði til kvíslarnar, sem áttu að lialda snörunum uppi; setti liveitið í snjóinn, og lét hellurnar standa uppi laglega. Spör- fuglamir horfðu á okkur þar sem við vorum að bauka við að leggja snörurnar; en sögðu ekki neitt; bara gáfu okkur hornauga. Hans rétti sig upp og þurkaði sér um nefið með ranghverfri erminni að framan, deplaði aug- unum til að sjá betur litlu fuglana. “Komdu,” sagði hann; “þeir koma ekki niður meðan við erum hér.” Við fórum inn í skúr vongóðir mjög, og um leið flugu allir fuglamir upp og liurfu sjónum okkar. Við hugsuðum að þeir myndu koma aftur; en rétt þegar við vorum búnir að fela okkur bak við stóra strástakka, lieyrð- um við fugl skríkja langt í burtu. Þeir höfðu skilið það sem við vorum að aðhafast og höfðu flogið alla leið liinum megin í þorpið. Þið getið því nærri hvernig okkur varð við! Hans, þrátt fyrir festu sína, varð mjög eyðilagður og eg sjálfur liugsaði mjög rauna- lega um það, sem fyrir hafði komið. Mér datt í hug að það væru ekki nema þeir allra heimskustu, sem vairu að veiða spörfugla að vetrinum, þegar þeir væru ekki nema bjórinn og beinin, og fjórir af þeim til samans gerðu ekki meira en einn munnbita. Þreyttir af að bíða, fórum við loksins af stað heim er við sáum að mjög var áliðið dags. Við fórum eftir aðalveginum inn í þorpið, skjálfandi af kulda, með hendurnar í vösun- um ,nefin vot, með hattana togaða niður á háls, aumkunarlegir á svipinn, mjög. Þegar við komum lieim, var komin nótt. Lisbeth bjó út kvöldverð; en þar sem eg skammaðist mín hálfpartinn fyrir að mæta henni og hafa ekki veitt einn einasta fugl, þá læddist eg ekki inn í eldhúsið eins og eg var vanur, heldur inn í borðstofuna í myrkrinu og settist niður bak við ofninn, mjög gætilega. Engin hreyfing var í stofunni. Scipio svaf í ruggustól með höfuðið í skauti sínu, og eg hélt áfram að orna mér í fimmtán mínútur, og hlustaði á snarkið í loganum, þar til Madama Thérése, sem virtist sofa, sagði blíð- lega: “Er það þú, Fritzel?” “Já, madama Thérése,” svaraði eg. “Þú ert að verma þig?” sagði hún. “Já, madama Thérése. ” “Er þér mjög kalt?” “Já, mjög kalt!” svaraði eg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.