Lögberg - 30.12.1937, Síða 1
50. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1937. 1 NÚMER 52
LÖGBE RG ÓSK/ lR öllum íslendingum farsæi .S NÝAí tS!
—- - - ♦- - - -—
Eg man þig
(Sigríður Sigui’ðardóttir Helgason,
dáin 1937)
Eg man þig bezt með bros í augum
er bauðst þú gestum inn.
Hve bjart og holt í húsi þlnu,
og hlýtt við' arinn þinn!
Hver vinur velkominn.
Eg mán þig vel hjá vöggu smárri,
þá vanda’ að höndum bar.
Eg sá þig leita æðra athvarfs,—
og úrlausn birtist þar,
sem barn í vöggu var.
Eg man þig lengst á landnáms árum.
—1 litum hreinum skín,
þín höfðingslund og hjálpfús andi,
og hetju sporin þín.
—Þér fylgdi sólarsýn.
Jakobina Johnson.
Ferðalag karlakórs Reykjavíkur
(Frásögn Árna Benediktssonar)
Icelandic Newspaper
Lögberg Issues
Jubilee Number
Marking in brilliant style and
with a masterpiece of the typo-
grapher’s art, completion of 50 years
of continuous publication, the Log-
berg, Canada’s premier Icelandic
newspaper, issues from its Winni-
peg office, Columbia Press, Toronto
street and Sargent avenue, a 52-
page number under date of Jan. 14,
1938. It carries greetings to its read-
ers of both British and Icelandic
origin, and greetings from Lord
Tweedsmuir, governor-general; Rt.
Hon. W. L. Mackenzie King, prime
minister; Hon. John Bracken, pre-
mier of Manitoba; Mayor F. E. War-
riner, J. T. Thorson, K.C., M.P.;
Oddur Olafson, M.L.A.; Miss Salome
Halldorson, M.L.A.; Prof. Watson
Kirkconnell; H. P. Albert Herman-
son, Swedish consul, and many
other citizens of Canadian and Ice-
landic parentage.
In his letter of congratulation,
Lord Tweedsmuir declares his life-
long admiration for the Icelandic
people, and hopes “the Icelanders in
Canada will always cherish their
racial traditions, for they are a
priceless contribution to Canadian
culture.”
Governor William ^Langer, of
North Dakota, on behalf of his state
and for himself personally, writes
from Bismarck to express apprecia-
tion of the cultural contribution of
the Icelandic people to the United
States and Canada, adding: “They
have proved themselves worthy
descendants of the ‘pioneers of free-
dom’ in Northern Europe.”
Premier Mackenzie King says:
“The occasion serves to emphasize
the important contribution which
throughout half a century, the Log-
berg has made to liberal thought
and opinion as well, the service it
has rendered in fostering between
those of Icelandic ancestry and the
citizens of Canada generally, that
good will and mutual understanding
which is so essential to the unity and
welfare of our country.”
On the front page the golden
jubilee of “Logberg” bears the arms
of Canada and of Iceland, flanking
the Icelandic flag, a map of Iceland,
a picture of an ancient Viking ship,
the whole being the design of a
young Winnipeg Icelandic woman.
Literary contributions by local and
Manitoba Icelanders abound, among
the most notable being that of
Johann Briem, 92, of Riverton. II-
lustrations are numerous, and being
printed on high gloss paper, make
a fine contribution to the artistic
make-up of the number. The first
editor was Einar H. Kvaran; its
present editor, Einar P. Jonsson.
—From the Winnipeg Free Press,
Dec. 24, 1937.
MAONÚS GUÐMUNDSSON
FYRV. RÁÐIIERRA
LÁTINN
Samkvæmt nýkonmum blöðum að
heiman, lézt af völdum lungnabólgu
á sjúkrahúsi í Reykjavik þann 28.
nóvember síðastliðinn, Magnús Guð-
mundsson, þingmaður Skagfirðinga
og uim langt skeið f jármálaráðherra
Islands. Var hanu alveg vafalaust
einn af mætustu mönnum íslenzku
þjóðarinnar, þeirra, er við opinber
mál voru riðnir siðasta aldarfjórð-
unginn. Magnús heitinn þótti ágæt-
ur lögfræðingur, og átti yfir að ráða
i víðri merkingu, þeim hyggindum,
sem í hag koma. Hann var Húnvetn-
ingur í ætt, og 58 ára að aldri, er
dauða hans bar að höndum.
Kaiilakór Reykjavíkur kom heim
úr utanför sinni með Dronning
Alexandrine kl. 3.30 e. h. í gær.
Skipið var fánum skreytt, þegar það
lagðist að landi, og kórinn heilsaði
mannfjöldanum, sem hafði safnast
saman á hfnarbakkanum, með því að
syngja tvö lög. Síðan ávarpaði Sig-
fús Halldórs frá Höfnum kórinn og
bauð hann velkominn,- Tók mann-
fjöldinn undir þá ósk með húrra-
hrópum. Fararstjóri, dr. Guðbrand-
ur Jónsson, þakkaði af hálfu kórs-
ins.
Nýja dagblaðið náði seinna um
daginn tali af Árna Benediktssyni
bókara, sem var einn af söngmönn-
unum, og bað hann um fréttir úr
ferðalaginu.
—Ferðin hefir heppnast mjög vel,
sagði Árni. Við lögðum af stað með
Gullfossi 2. nóv. og setti hann okkur
í land í Esbjerg, en þaðan fórum við
með lest til Kaupmannahafnar.
Komum við þangað 8. nóv. um f jög-
urleytið og urðum að syngja þar
strax um kvöldið. Frá Kaupmanna-
höfn fórum við til Berlínar þann 11.
og sungum þar daginn eftir. Til
Prag fórum við þann 13. og sungum
þar um kvöldið í einum frægasta
söngsal borgarinnar. Til Vín fórum
við næsta dag og sungum þar þann
15. og daginn þar á eftir sungum við
í austurríska útvarpið. Þann 17. fór-
um við til Leipzig og sungum þar
daginn eftir. Þann 19. fórum við til
Hamborgar og var tilætlunin að við
syngjum þar. 1 Berlín og Leipzig
höfðu skrifstofur, sem annast um
slíkar skemtanir, séð um undirbún-
inginn fyrir okkur, en í Haiji’borg
hafði Nordische Geseilschaft tekið
þetta að sér. Þegar til kom líkaði
okkur ekki húsakynnin, þar sem við
áttura að syngja og fleira í sambandi
við undirbúninginn, og varð því ekk-
ert úr því að við hefðum þar opin-
bera söngskemtun. Hinsvegar kom-
um við á skemtun hjá.félaginu og
sungum þar nokkur lög.
Til Kaupmannahafnar komum við
aftur þann 21. og sungum þá í
danska útvarpið. Einnig sungum
við þar inn á nokkrar grammofón-
plötur fyrir “His Master’s Voice.”
Þaðan héldum við heimleiðis með
Dronning Alexandrine þann 24.
—Hvernig var aðsóknin og undir-
tektir áheyrenda?
—Aðsóknin mátti allsstaðar telj-
ast mjög góð. Áheyrendur munu á
öllum stöðum hafa verið nokkuð á
annað þúsund manns, nema í Kaup-
mannahöfn, en þar var salurinn svo
þéttskipaður, að fleiri munu ekki
hafa komist inn. Mest mun aðsókn-
in hafa verið í Vín Hrifning áheyr-
enda virtist allsstaðar mjög mikil
og fagnaðarlætin og lófaklappið svo
mikið, að okkur þótti stundum nóg
um. Blaðadómar voru allsstaðar
framúrskarandi góðir. í Nýja dag-
blaðinu' mun hafa verið nokkuð sagt
frá dómum Hafnarblaðanna, en mér
er óhætt að segja að við fengum enn
meira hrós í blöðum hinna borganna.
Gefst ef til vill tækifæri til að segja
nánar frá því síðar. Yfirleitt má
líka segja, að móttökurnar, sem vio
fengum í ferðalaginu hafi verið
mjög góðar. Sérstaklega vil eg þó
nefna móttökurnar í Vínarborg. Fé-
lag Norðurlandavina hafði annast
undirbúninginn og sá um að sérstak-
lega var tekið á móti okkur á járn-
brautarstöðinni. Var síðan á allan
hátt reynt að gera okkur dvölina sem
skemtilegasta, og vil eg í því sam-
bandi minnast tveggja manna, hins
þekta íslandsvinar, baron von Jaden,
og dansk-íslenzka konsúlsins, Julius
Meinl. Sá síðarnefndi bauð okkur
til kvöldverðar á einu dýrasta veit-
ingahúsi borgarinnar og lét fara með
okkur um borgina, til að sýna okkur
ýmsa helztu sögustaðina. 1 Leipzig
lét borgarstjórinn fara með okkur
um borgina og í Kaupmannahöfn
var okkur haldin veizla í íslands-
vinafélaginu.
Mér er óhætt að segja það að lok-
um, að við erum allir vel ánægðir
yfir förinni og þó sérstaklega þeim
dómum, sem söngur kórsins hefir
hlotið. Vonum við fullkomlega, að
sá tilgangur fararinnar, að auka
þekkingu á þjóð og landi hafi hepn-
ast eins vel og hægt var.
—Nýja dagbl. 30. nóv.
JÓN J. SAMSON
IIEIÐRAÐUR
Mr. Jón J. Samson, fyrsti Islend-
ingurinn, sem gerðist meðlimur
skipulagsbunclinnar lögreglu í Can-
ada, og sennilega í Vesturheitni yfir-
leitt, hefir nú látið af starfi með
eftirlaunum eftir þrjátíu og þriggja
ára starfsemi á þessu sviði. Og þó
hann hafi enn eigi að f ullu náð þvi
aldurstakmarki, sem þjónar Royal
Canadian Mounties verða að hlita
til þess að fá lausn frá starfi, þá
munaði það svo litlu, að yfirmenn
hans í Ottawa töldu rétt að veita
honum hvíld. Mr. Samson hefir
glæsilegan lögregluferil að baki, og
þar sem á öðrum sviðum mannlegra
athafna, notið virðingar og trausts.
Á aðfangadagsimorguninn, kl. 10,
var Mr. Samson boðaður til þess að
mæta í réttarsalnum, þar setn hann
hefir starfað allmörg undanfarin ár;
var réttarhöldum skyndilega slitið,
og að vörmu spori bað Mr. Murray
lögregludómari Mr. Samson að rísa
á fætur. Flutti dómarinn fagurorð-
aða ræðu í garð Mr. Samsons, og
þakkaði honum fyrir hönd vina og
samstarfsmanna, langt, ánægjulegt
°g öyggilegt starf, um leið og hann
afhenti honum gjöf, sem varanlegan
virðingarvott. Að því loknu þakk-
aði Mr. Samson með prýðilegri tölu,
velvildarvott þann og ógleymanlegan
hlýhug, sem ummætlin, gjöfin og
kveðjustundin bæri vott um. Var
athöfn þessi að öllu leyti hin virðu-
legasta.
Bréf til Lögbergs
Glenboro, Manitoba,
Jóladagskvöldið 1937.
Herra ritstjóri Lögbergs,
Einar Páll Jónsson.
Kæri vin:—
Eg þykist hafa varið deginum vel,
því nú er eg nærri búinn að lesa
Lögberg frá enda til enda, 52 blað-
síður. Sem ritstjóra þakka eg þér
fyrir þetta ágæta minningarblað.
Það er sannanlega útgáfunefndinni
til sóma og ödlum íslendingum í
heildinni hér vestan hafs. Ritgjörð-
irnar hver annari betri og kvæðin
líka, að því leyti, sem eg hefi bezt
vit á. Auðvitað tekur gott skáld að
dæma skáldskap, en því miður er
eg það ekki. Það hefir verið siður
minn undanfarin ár að senda kunn-
ingjum mínum heimia á íslandi ís-
lenzku vikublöðin svona við og við.
Vildi eg nú biðja þig að gjöra svo
vel og senda tvö minningarblöð;
utanáskriftina læt eg fylgja. Getur
þú svo sent mér reikninginn.
Eg get varla hugsað mér betri ný-
ársgjöf fyrir gamla kunningja.
Sem ritstjóra vii eg sérstaklega
þakka þér fyrir blaðið. Þáð ber í
alla staði merki þess, að það hefir
mann fyrir fráman, sem er stöðu
sinni vaxinn. Eg hefi veitt þvi eftir-
tekt síðastliðin ár, að þú hefir að
rniklu leyti haldið út úr blaðinu ó-
heilbrigðum skoðunum, bæði um
trúmál og önnur málefni, og skáld-
skaparrugli sem að mínu áliti getur
ekki kallast annað en leirburður.
Það er meira en hægt er að segja um
suma aðra ritstjóra íslenzku blað-
anna á síðastliðnum 35 árum eða
síðan eg varð lesari þeirra, en sem
skáld stendur þú betur að vígi en
hinir.
Framsíða blaðsins er eitt listaverk.
Er þáð ánægjulegt að vita, að það
eru verk Islendinga að öllu leyti; átt
þú og frú Brynhildur Johnson þakk-
ir skilið. Það ber með sér að íslenzk
listræni og dómgreind hefir unnið
þar jöfnum höndum. Strax og mað-
ur litur á blaðið, blasir við íslenzki
fáninn og vor ástkæri þjóðsöngur,
Ó, Guð vors lands!.
Hvað getur verið smekklegra val-
ið Neðst á myndinni þar sem skip-
ið er sýnt með uppdrætti Islands
verð eg að játa að eg skil ekki hvað
á að tákna eða hvaða sögu hún á að
segja. Stiafnbúinn stendur þar við
dreka'höfuðið og sýnist vera að
benda út á sjóinn langt í burtu, en
þessir kappar aftur í skutnum, eða
minsta kosti annar þeirra, heldur
dauðaháldi í Rifstanga, eins og þeir
séu að draga landið á eftir sér eða
öllu heldur að innbyrða það, því
skipið hallast svo mikið. Mér finst
að hefði farið betur að uppdráttur
Islands hefði verið sýndur fyrir
stefni eða til hægri, og knörinn ver-
ið að sigla inn á Reykjavíkurhöfn.
Stefnbúinn gæti þá verið Ingólfur
Arnarson og félagar hans. Hefði
kannske mátt sýna öndvegissúlurnar
mara í flæðanmálinu ekki sízt ef
skipið hefði verið heldur minna.
Sjórinn og uppdráttur landsins
hefði þá getað verið hlutfallslega
stærri. Hefði þá myndin, frá mínu
sjónarmiði haft meira sögulegt gildi,
eða auðveldara að átta sig á hvað
hún á að sýna.
Þú sk'alt ekki taka þetta sem að-
finning, heldur sem bendingu til þín,
sem þú getur haft á bak við eyrað
og tekið til greina, þegar þú sem rit-
stjóri Lögbergs, ef tir 50 ár, ferð að
skreyta framisíðuna á hundrað ára
afmæli þess. Eg er strax farinn að
hlakka til að sjá það og lesa.
Að endingu vil eg þakka öllum,
sem skrifuðu í blaðið bæði bundið
og óbundið mál. Það er alt hvað
öðru betra. Vil eg sérstaklega þakka
herra Jóni-J. Bildfell f^rir sína á-
gætu ritgjörð “Straumar.” Þar er
margt vel sagt og orð í tíma töluð
og drepið þar á málefni, sem flest-
um sönnum Islendingum eru kær.
Einnig vil eg þakka herra Ragnari
H. Ragnar fyrir sína snjöllu rit-
gjörð “Tónlist og menning. Það
veitir ekki af að hrófla við dauða-
rnóki okkar landanna annað slagið
og skeitingarleysi okkar með við-
hald íslenzkunnar. Þetta fagra og
fræga mál, sem margar mentaþjóðir
keppast nú við að nema, en niðjar
okkar vilja hvorki heyra né sjá,
jafnvel þó þeir séu hámentaðir.
Auðvitað eru margar heiðarlegar
undantekningar, sem betur fer, en
því miður eru þær alt of fáar. Og
ekki er síður þörf á viðhaldi ís-
lenzkr tónlistar, en þar sýnist þó vera
meiri áhugi fyrir, í ýmsum bæjum og
bygðum.
Að síðustu vil eg segja við rit-
stjórann og taka undir með Dr. S. J.
Johannessyni. Þú átt að yrkja meira,
því allir vilja hlusta á þig. Að
margra dómi ertu nú viðurkendur
eitt af okkar snjöllustu skáldum. Er
það spá min að innan fárra ára mun-
um við krýna þig sem lárviðarskáld
okkar Vestur-Islendinga.
Lengi lifi Lögberg og ritstjóri
þess, Einar Páll Jónsson!
G. Lambertsen.
FLUTTUR TIL
V ANCOUVER
Mr. Halvdan Thorlakson, sem
lengi hefir verið í þjónustu Hudsons
Bay verzlunarfélagsins, og nú um
nokkur undanfarin ár í Winnipeg,
er nú fluttur til Vancouver ásamt
fjölskyldu sinni, þar sem hann tekst
á hendur forstj órasýslan hjá téðu
félagi. Mr. Thorlakson er vinmarg-
ur hér í borg, og árna vinir hans
honum gæfu og gengis í hinu nýja
umhverfi hans vestur við hafið.
ÞRIR ISLENZKIR SKtÐA-
MENN TIL NOREGS
Norska skíðasambandið hefir I>oð-
ið 3 íslenzkum skiðamönnum á
skíðanámskeið, sem haldið verður
um hátíðarnar í Mjöllfjöllunum yið
Bergensbrautina.
Er þegar ákveðið að þrír fulltrúar
fari, einn frá hvoru félaginu: Ár-
mann, I. R. og K. R.
I fyrstu var búist við að 7—10
íslenzkir skíðamenn mundu geta sótt
mót þetta og var þá til ætlast að
fulltrúar frá Skiðafélagi Reykjavík-
ur og frá Siglufirði og ísafirði yrðu
með, en úr því gat ekki orðið vegna
þess að þáttaka íslendinga er tak-
mörkuð við 3 menn.
Ekki er alveg afráðið hvaða skíða-
tnenn sækja þetta mót.
Héðan fara skíðamennirnir 16.
desember og koma aftur 10. janúar.
—Morgunbl. 2. des.
Lögberg’s Jubilee
The fiftieth anniversary of Log-
berg, Icelandic language newspaper,
published in Winnipeg, is celebrated
in a special edition issued of 52 pages,
the biggest newspaper ever printed
in Icelandic, according to its editor.
The front page is in three colors,
entirely the work of Winnipeg Ice-
landic craftsmen. The edition, with
greetings from outstanding Iceland-
ers of Canada and United States and
from the Governor-General, Premier
King and the governor of the state
of North Dakota, and with a wealth
of original poetry and prose, is a not-
able event in the life of the local Ice-
landic community.
Its significance is dwelt upon in
a letter of congratulation from Pro-
fessor Watson Kirkconnell, of Wes-
ley college, noted Canadian author.
He says: “No other race in Canada
has shown an interest in literature
comparable to that of the Icelandics.
Although Quebec was founded in
1608, in the greatest century of
French authorship, it was not until
1768 that Canada’s first newspaper,
the ‘Gazette de Quebec,’ was föund-
ed. Although the Icelandic migration
to Canada did not begin until 1873,
yet by 1877 the first Icelandic news-
paper in Canada, ‘Framfari,’ (now
extinct), was founded at Icelandic
River, Manitoba, while the two Win-
peg weeklies, ‘Heimskringla’ and
‘Loberg’ have been issued without
interruption since 1886 and 1888 re-
spectively. Book publication in Ice-
landic has been copious since 1892.
“The part played by a paper like
‘Logberg’ in fostering an Icelandic
literature in Canada has been beyond
calculation. It has also helped to
maintain a proud consciousness of
the legacy of culture that lies behind
them in Iceland and to develop a
sympathetic audience for Icelandic
authors in Canada. Its columns, for
instance, have always been far more
hospitable to original verse and fic-
tion than have the corresponding
weekly newspapers of Anglo-Cana-
dians; and the editors have often
been distinguished writers them-
selves, like Einar Hjorleifsson Kvar-
an a generation ago, and Einar Pall
Jonsson today.”
The editor Kvaran referred to now
lives in Iceland and is ranked as one
of the greatest modern writers irt
the language.
The pithiest greeting is from Lord
Tweedsmuir, and ends with the sen-
tence, “I hope the Icelanders of Can-
ada will always cherish their racial
traditions, for they are a priceless
contribution to Canadian culture.”—
J. C. R. in The Winnipeg Tribune,
Dec. 28, 1937.
ISLENZKUR FIÐLUNEMI
/ VINARBORG
Einhverjir hafa e. t. v. veitt því
athygli í frásögninni af Mið-Evrópu
för Karlakórs Reykjavíkur í blað-
inu í gær, að á hljómleikunum í
Vínarborg lék ungur íslenzkur fiðlu-
nemi, Björn Ólafsson, nokkur lög.
Björn hefir stundað fiðlunám i Vín
í f jögur ár, en hafði áður lokið prófi
við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Hann er aðeins tvítugur að aldri.
C(arl) L(afite), einn af kunn-
ustu tónlistargagnrýnendum i Vín,
ritar í Volks-Zeitung eftir samsöng-
inn, “að íslenzku söngvaramir hafi
unnið algeran sigur.” Um Björn
segir C. L.: “Ósvikinn Norðurlanda-
afkomandi er . . . hinn ungi Björn
Ólafsson Björnsson, einn hinna fáu
ísfendinga, sem hér eru búsettir, bú-
inn augljósum fiðluhæfileikum, með
hljómmiklum söngtón, geðríki og
f jaðunmagnaðri tækni, og vakti
hann, ásamt Schulhof (prófessor)
sem lék undir, mestan fögnuð þetta
kvöld . . .” Pr.
—Morgunbl. 1. des.