Lögberg - 30.12.1937, Side 2
o
LÖGBEŒtG, FIMTUDAGINN 30. DESESVIBER 1937.
* -
Guðmundur biskup góði Arason
Sjö alda minning flutt á Hólum 29. ágúst, 1937.
(Nokkuð stytt).
Eftir Benjamín Kristjánsson.
Hipn ió. marz síðastliðinn voru
réttar sjö aldir liðnar frá því, að
Guðmundtir Arason biskup, sem
kallaður var hinn góði, andaðist að
Hólum í Hjaltadal, sjötíu og fimm
ára að aldri, eftir langan og hrakn
ingssaman biskupsdóm. Verður eigi
unt í stuttu máli að rekja nákvæm-
lega hina viðburðaríku æfisögu hans,
enda geri eg ráð fyrir að flestum,
sem á mig hlýða, sé hún sæmilega
kunn. Heldur vildi eg einkum drepa
á þau atriði, sem ljósi mega varpa
yfir skapferli hans og örlög, ef vera
kynni, að þessi biskup, sem svo oft
hefir, bæði lifandi og dáinn, verið
ómjúklega dæmdur, mætti verða oss-
skiljanlegri og um leið hugþekkari,
þar sem hann stendur i straumi at-
burðanna, hrakinn og hrjáður eins
og sannarlegur píslarvottur og tákn
guðskristninnar í landi voru á einni
hinni agasömustu öld, sem yfir fs-
land hefir gengið. Meðan hatram-
legasta borgarastyrjöld geysaði í
landinu, svo að hvergi var vært fyr-
ir ránum og ofbeldi, trygðarofum,
morðum og manndrápi, logar hið
andlega ljós guðrækninnar með svo
björtum og skærum ljóma í sál þessa
farandbiskups, að jafnvel sumir
hinna harðsvíruðustu vígamanna og
andstæðinga hans urðu að viður-
kenna það og glúpnuðu svo í and-
stöðunni við hann, eins og Sturla
Sighvatsson, að þeir létu leiða sig
berfætta á iðrunargöngu milli höf-
uðkirknanna i Rónt. Hin ytri at-
vik ollu því oft, að ljós þetta sýndist
blakta á skari, en þess á milli bloss-
aði það upp með svo miklum hita
og krafti, að það dró að sér hugi al-
mennings.
Því að undir allri geðæsing og
jafnvægisleysi aldarinnar logaði
friðleysi sálnanna eins og falinn
eldur. í hinni ytri valdastreitu
geysaði viðnámslaust harðvítug og
miskunnarlaus öfl haturs og ágirnd-
ar eins og vant er að vera, og færðu
mönnunum hverfula gleði og stop-
ula fullnægju. Þá framgengur
Guðmundur biskup hinn góði her-
týgjaður andanum og boðar hinn
kristna veg bróðurkærleikans og
mildinnar, sem svo fáum hefir tekist
að festa trúnað á að fornu og nýju.
En af því að maðurinn var sterkur,
varð baráttan milli hans og hinna
veraldlegu höfðingja bæði hörð og
löng, þessi barátta milli holdsins og
andans, hatursins og kærleikans,
sem háð hefir verið í gjörvallri
kristninni frá upphafi vega.
II.
Efniviður þeirra ættstofna, er að
Guðmundi stóðu, var hinn ákjósan-
legasti, og átti hann ekki langt að
telja til ágtæra manna. Að vísu voru
sumir föðurfrændur hans, eins og
t. d. þeir feðgar Þorðvarður á
Ljósavatni og Ögmundur sneis, víga-
menn nokkurir og ódælir um sumt,
en mikill drengskapur var þó til í
þeim, og yfirleitt má telja að í ætt-
bálkum þeim, er að Guðmundi
standa, gæti sjaldgæfra og yfirgnæf-
andi mannkosta. Menn ætla, að Þor-
geir Hallason í Hvassafelli, afi hans,
hafi verið kominn í beinan legg af
Halla hinum hvíta Þorbjarnarsyni á
Jórunnarstöðum í Eyjafirði, en
hann var á dögum Víga-Glúms
mannasættir í héraðinu, sagður vit-
ur og réttdæmur og voru synir hans
sumir skáld en aðrir vigamenn. Þor-
geir var sagður auðugur að fé, spak-
ur að viti, heilráður og vinsæll og
höfðingi sinnar ættar. í móðurkyn
má ugglaust telja, að Þorgeir Halla-
son hafi verið kominn af ætt Þor-
geirs Ljósvetningagoða, að m. k.
fóru þeir feðgar með Ljósvetninga
goðorð, sátu á flestum helztu höfuð-
bólum í Eyjafirði og Enjóskadal og
höfðu mikil mannaforráð. Innileg
trúhneigð var einnig í þessari ætt,
því að á gamals aldri losaði Þorgeir
Hallason sig við alla veraldarívasan
og réðst í klustur að Munkaþverá.
Þar var og munkur Þórður sonui
hans. Annar son Þorgeirs var Ingi-
mundur prestur, sá er fóstraði upp
Guðmund og lauk þannig við hann,
að hann gaf honunrallar bækur sínar
og messuskrúða. Hann var sagður
hinn merkilegasti prestur, bók-
hneigður með af brigðum og hið
mesta göfugmenni. En hvikull var
hann nokkuð i háttum og rótlaus.
undi sjaldan lengi hag á sama stað
og nýtti eigi af sambúð við konu
sína. Og má vera, að þó að mjög
væri ástúðlegt með þeim frændum,
þá hafi þessir heimilishagir Ingi-1 snauðum mönnum. Foreidrar hans
mundar prests haft nokkur áhrif á bæði hafa verið örgeðja og tilfinn-
í ætt þessari, eins og t. d. Ingibjörg
kona Hvamms-Sturlu og Gyríður
kona Kolbeins Tumasonar, hafi ver-
ið fríðar með afbrigðum. Benda og
til þess orð Sigurðar Ormssönar við
Guðmund Arason, er hann kom til
hans að Svínafelli, fátækur prestur,
að honurn hafi fundist hann hafa
höfðinglegt yfirbragð: “Mér sýnist
svá mikið yfir þér, mælti hann, að
mér býður það í skap, að þú verðir
,enn meira ráðandi, en nú ertu.”
Sýnist því háfa farið saman í ætt-
inni atgervi til líkama og sálar, til-
finningaríki mikið og örlyndi og
gjafmildi með fádæmum gagnvart
inganæm. Úlfheiður, móðir Guð-
mundar, hafði verið manni gefin
skaplyndi Guðmundar i uppvexti.
Ingimundur Þorgeirsson hét eftir
móðurbróður sínum en ömmubróð-' nauðug, en síðan er þau Ari feldu
ur Guðmúndar, Ingimundi presti á J bugi saman, fékk hún honum mikinn
Reykhólum. Á Strlunga saga naun> hluta fjár síns, er virðist hafa verið
ast nógu sterk orð til að lofa Ingi- | ebki lítið. En með því að Ari var
mund þennan hinn eldri, segir að stórlyndur, segir sagan, lagðist fé
hann hafi verið stórmenni í skapi, I þetta brátt í lóg. Átti Guðmundur
örr af peningum, sem ætterni hans ! hinn góði þannig ekki langt að sækja
gott og hinn mesti j örlyndi sitt, tilfinninga hita, ölmusu-
Enn segir í Þorgils gæbi. trúrækni og fræðihneigð, og
var til, skáld
mætismaður. U-nn segir í
sögu Og Hafliða, að hann hafi verið
hið mesta göfugmenni, vitur maður
og glaðlyndur, vinsæll af allri alþýðu
og mikils virtur af mörgum mönn-
um göfugum. Loks segir svo:
“Hann er góður viðurtakna, er vinir
hans sendu honum vandræðamenn,
og sendi þá jafnan vel af höndum
sér.” Það er glögt, að Guðmundi
biskupi hefir mjög brugðið í kyn
Reykhólamanna, enda er það eigi að
undra, þegar þess er gætt að for-
eldrar hans báðir töldust vera af ætt
þessari. Var Einar á Reykhólum,
faðir Ingimundar prests, sonur Ara
Þorgilssonar á Reykhólum Arasonar
af ætt Úlfs skjálga. Þeir Reýkhóla-
menn voru allir höfðingjar miklir og
fóru með Reyknesinga goðorð, þar
til Ingimundur prestur gaf Þorgilsi
Oddasyni frænda sínum. En í þess-
ari ætt fór saman skáldgáfa, fræði-
menska og drengskapur með af-
brigðum. Valgerður, amma Ara
fróða, var dóttir Þorgils á Reykhól-
um, og bar hann því mð sama nafn
og Ari faðir Guðmundar. En Þor-
gils er lýst þannig, að hann hafi ver-
ið höfðingi svö mikill í lund, að
hann gaf hverjum frjálsum manni
mat svo lengi sem hann þiggja vildi
og varð af því fjölment jafnan á
Reykhólum og stundum þröngt í
búi. Sást hann þá heldur ekki fyrir
að taka undir vemd sína útlaga og
ógæfumenn, sem leituðu trausts hjá
honum. Þannig er frá því sagt, að
hann hélt eitt sinn alla saman vetur-
langt þá: Grettir Ásmundsson og
fóstbræður Þormóð og Þorgeir. Enn
dýpri rótum stendur göfugmenska
þessarar ættar. Ein formóðirin, kona
Ara Þorgilssonar á Reykhólum, var
Guðrún Ljótsdóttir, Hallssonar af
síðu. Það var Ljótur sá, sem lagð-
ur var ógildur á Alþingi eftir Njáls-
brennu til að firra vandræðum. En
Hallur af Síðu og hans afkvæmi er um
eitt hið göfugasta í sögu lands vors,
og átti hann eins og kunnugt er
manna beztan þátt í því að koma á
Kristni hér á landi. Og ekki ólík
saga er reyndar sögð um Þorgeir
Hallason, afa Guðmundar, á Alþingi sér vera ‘ æsku hrundið af nákomn-
1163, er hann fékk afstýrt með vit-
urlegum fortölum vandræðum eftir
grjótkast það er þá varð, með því að
kggja ógild meiðsli Þorvarðar sonar
síns. Sýnist þannig í flestu þessu
fólki ríkari góðgirndin og sáttfýsin,
en óbilgirndin. Og loks kemur
fram hjó Ara Þorgeirssyni, föður
Guðmundar, drottinholusta og fórn-
fýsi á hinn fegursta hátt, er hann
setti sig vopnlausan að skildi fyrir
Erling jarl á Ryðjökli 2. nóv. 1166
og lét þar líf sitt af mikilli hreysti
og drengskap. Mælti jarl þessi orð
um: “Það er víst, að þar fór sá
maður, er oss hefir bezt fylgt og
höfum vér engan jafnhvatan eftir.
Varð hann einn búinn til af yður,
að gefa sjálfviljandi líf sitt fyrir
mitt líf. Nú mun eg eigi hans frænd-
um launað fá þann skaða, er þeir
hafa beðið fyrir minar sakir.”
\ ér sjáum af þessu, sem eg hefi
nú sagt af ættmönnum Guðmundar,
að hann var af ágætu bergi brotinn
og stóðu að honum höfðingjar mikl-
ir hvarvetna. Auk þess hefir margt
af þessu fólki verið glæsilegt sýnum,
einkum er þess getið, að konurnar
Ioks trygð sína og óslítandi fórnar-
lund i þágu heilagrar kirkju. Alt
æru þetta áberandi skapseinkunnir
ættmenna hans og forfeðra langt
frami í kyn. En hreystin og herzl-
an er þar einnig til og nokkurt ráð-
ríki. Virðist Guðmundur Arason
einna verst hafa unað því, sem hann
varð þó oftast að þola biskupsdóms
síns, að hann væri borinn ráðum,
því að kappið og ráðrikið var svo
mikið að eðlisfari. Og enda þótt
hann stilti sig oft vel og þess sé ekki
getið nema einu sinni, að hann bæði
óvinum sínum forbæna, þá var þó
óstýrilátt blóðið að eðlisfari, ef það
er rétt, sem höfundur prestssögunn-
ar segir, að honum hafi í æsku þótt
fremur kippa í kynið um ódæld og
ráðríki og hafi Ingimundur prestur
fóstri hans því oft orðið að beita all-
hörðu við hann. Enda þótt hann
væri vígður akolútus 12 ára að aldri
og tæki næstu ár aðrar djáknaVígsl-
ur, þá þótti lítið bera á guðrækni
hans f ram. um tvítugsaldurinn. Hann
sagði svo sjálfur frá, að hann hafi
í upphafi verið barður til bókar, svo
að áhuginn til andlegra hluta virðist
hafa verið stopull til að byrja með.
Til hins sama bendir sagan um
kirkjuvígsluna á Kálfanesi, er Guð-
mundi þótti skemtilegra, að eiga tal
við klerka Þorláks biskups, en vera
að tíðum og kirkjuvígslu. Trú hans
var enn ekki vakin. En önnur á-
stæða var einnig fyrir því, að honum
var kennidómurinn í fyrstu lítið á-
hugamál. Hann grunaði frændur
sína um það, að eigi hefði það ráðið
litlu um, að hann var til bókar settur,
að þeir mættu taka undir sig fé Ara
föður hans og sitja einir að manna-
forráðum ættarinnar. Hvort sem
þetta var rétt eða ekki, gat Guð-
mundur ekki að sér gert, nema
stinga því að Þorvarði frænda sín-
er hann hélt fast að honum
biskupstign, og kvað Þorvarði vera
meira í mun að koma sér í vanda en
virðing. Mun Guðmund sennilega á
unglingsárunum hafa sviðið það
undirniðri, að honum hefir fundist
um frændum úr götu til þeirra
mannaforáða, er hann stóð nærri
að erfa. Kynti hann sér á þeim ár-
um eigi síður veraldar og landslög,
en lög kirkjunnar, og hversu harð-
vítugur málafylgjumaður hann hefði
orðið, má sjá af því, er hann sótti
KoII-Odd til sektar fyrir Jón
Brandsson vin sinn rúmlega tvítugur
að aldri.
En Guðmundur Arason er einn af
þessum mönnum örlaganna, sem
þrátt fyrir allan sinn andlega vask-
leik hlýtur að ganga sína mörkuðu
braut. Ófús gerist hann prestur og
nauðugur biskup, en þrátt fyrir þetta
hefir hann yfirgnæfandi" hæfileika
til hvorstveggja. Og lífið og atvikin
taka nú að vinna ósleitilega að því
og ekki mjúklega að fága lund hans,
og snúa henni að andlegum hlutum.
III.
Þegar Guðmundur var nítján ára,
gerðist atburður, sem hafði allcljúp
áhrif á skap hans. Þá ætlaði hann
utan með Ingimundi fóstra sínum,
en hrepti óveður fyrir Ströndum og
lá við sjálft að allir færist. En er á-
STYRKIR TAUGAR OG VEITIR
NÝJA HEILSU
N U G A-T O N E styrkir taugarnar.
skerpir matarlyst, hressir upp á melt-
ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og
bætir heilsuna yfirleitt.
NUGA-TONE hefir gengið manna b.
meðal I 45 ár, og hefir reynst konum
sem körlum sönn hjálparhella. Notið
NUGA-TONE. pað fæst I öllum lyfja-
búðum. Kaupið hið hreina NUGA-
TONE, því fá meðöl bera slíkan árang.
ur.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
!
föllum létti af skipinu og það kendi
grunns, var tekið að hyggja að Guð-
mundi og hafði hann þá mölbrotið
svo annan fót sinn við borðstokk-
inn, að þangað horfðu tær er hæll
skyldi. Kömust skipverjar við illan
leik með Guðmund í land og lá hann
þar síðan lengi um veturinn á fátæk-
um veturinn á fátækum bóndabæ í
fótbrotinu og kvaldist af óyndi.
Ingimundur fóstri hans hafði farið
til Breiðabólstaðar í Steingrímsfirði,
þar sem Jón Brandsson bjó, er átti
Steinunni dóttur Sturlu í Hvammi
og Ingibjargar Þorgeirsdóttur. Svarf
nú svo fast óþreyjan að Guðmundi,
að loks helzt hann þar ekki lengur
við og gekk um vorið nálægt pásk-
um til Breiðabólsstaðar við það, að
að út stóðu leggjarbrotin úr fæti
hans. Má af þessu marka herzlu
hans. Hafðist fóturinn enn þá illa
við, sem eðlilegt var, og var þá Guð-
mundi komið á Hóla- á Reykjanes til
Ilelga prests Skeljungssonar, sem
var ágætur maður og hinn mesti
læknir. Lét hann draga beinin út úr
fæti hans með töng og urðu tveir
efldir karlmenn að ganga að, áður
en brott gengi. Eigi er þess getið,
að Guðmundur mælti nokkuru sinni
æðruorð, hvorki er hann fótbrotnaði
eða meðan á lækningunni stóð. En
nærri má geta um líðan hans andlega
og likamlega, er hann liggur einmana
og f arlami á ókunnum stöðum mán-
uðurn saman. Þá segja æfisögurit-
arar hans, að hann hafi byrjað að
skifta um skaplyndi og hugurinn
meir tekið að hneigjast að guðlegum
efnum. “S'íðan kom nokkuð fyrir á
hverjum misserum til siðbótar hon-
umi,” segir prestssagan.
Guðmundur Arason var vígður til
prests af Brandi biskupi Sæmunds-
syni 17. marz 1185, 24 ára að aldri.
Það var á annan sunnudag i föstu.
Bar það mjög saman, að hann var
til prests vígður og að hann skildi
við tvo vini sína, er honum voru
hjartfólgnastir, en það voru þeir
Ingimundur fóstri hans og Þorgeir
biskupsson, er kvnætur var Guðnýju
Þorvarðardóttur frænku hans. Fóru
þeir utan um þessar mundir og sá
Guðmundur hvorugan síðan. Andlát
Ingimundar fóstra hans bar að
höndum með þeim sorglegu atburð-
um, að hann týndist af Stangarfol-
anum ásamt mörgum öðrum góðum
drengjum í íslandsferð. Fundust
þeir mörgum árum seinna helfrosnir
\ óbygðumi Grænlands. Þorgeir
biskupssonur lézt í hafi á leið upp.
Varð Guðmundi svo mikið um þessa
atburði, að nálega mátti kalla, segir
prestssagan, að hann skiftist í allan
annan mann, en það sem áhorfðist,
er hann var i æsku. Var hann þinga-
prestur að Hofi á Höfðaströnd, er
þetta bar að höndum. Gerðist hann
nú svo mikill alvörumaður og trú-
maður í föstum og bænahaldi, tíða-
gerð, meinlætum og örlyndi, að sum-
ir menn óttuðust að héldi við van-
sailli. En hversdagslega var hann
þó mjög hógvær og spakur í háttum
sínum. Hann tók á þessum árum
til kenslu prestlinga og var það dag-
leg iðja hans tíða á millum að kenna
og rita. Kóm nú upp í honum fræði-
maðurinn. Hann rannsakaði bækur
manna og hendir af hvers manns
bókum, þar sem hann kom, það sem
hann hafði ekki áður. En mikinn
hluta nætur, bæði öndverðar og
ofanverðar var hann í kirkju, og
gekk til skrifta jafnan, er hann náði
fundi kénnimanna. yEtluðu sumir,
að hann mætti ekki bera alt saman:
harðrétti sitt og óyndi út af andláti
vina sinna.
Er það glögt, að hér hefir orðið
mikil andleg breyting í sál Guð-
mundar, er sorg og alvara lífsins
sækir hann heim. Sem snöggvast
finst honumi hann standa uppi aleinn
og vinalaus, á róstusamri og sið-
lausri öld, þar sem alt logaði i hatri
og illdeilum. En því þjáðari sem
hann verður og meir einmana í hinu
ytra lífi, þvi meir opnast undirdjúp-
in i sál hans. Með heitu ákalli og
iðulegri bæn til guðs, og stöðugri
umhugsun um lífernissögu drottins
og æfi helgra manna, vöknuðu nú
til lífsins af alefli margir þeir eðlis-
kostir, sem grónir voru í kyni hans.
“Altarissakramentið flutti hann og
framdi með svo mikilli gæzku og
góðfýsi, sem hann sæi sjálfan græð-
arann fyrir sér á krossi píndan.”
Og stundum þótti mönnum sem þeir
sæju bjart ljós yfir höfði hans í
messunni, eða eld fara út af munni
hans. Er það ekki að efa, að Guð-
mundur var fluggáfaður maður, svo
sem segir í sögu hans: “hvass í hug-
viti og glöggrar greinar bæði til bæk-
ur og brjóstvitru.” Hann hefir ver-
ið mælskur og andríkur, tilfinning-
arnar örar og heitar, og söngmaður,
ágætur. Þannig hefir hann haft aJt,
sem prýða má góðan kennimann.
Enda þótti allur tíðaflutningur hans
merkilegur og áhrifamiki.11, og var
;stundum til þess tekið, er hann söng
yfir dánum mönnum. T. d. er frá
því sagt, er hann jarðsöng Ketil-
björgu nunnu i Skálholti, að þá
'Stóðu yfir greftrinum Páll biskup og
Gissur Hallsson. “Og var sú þjon-
usta svo merkileg, að Gissur vottaði
það í þeirri tölu er hann hélt, að
þeir þóttust eigi slíkan líksöng heyrt
liafa, og virði henni til heilagsleiks,
að henni skyldi slíks söngs auðið
verða.” Var sá yfirsöngur bæði skil-
rikur og társtokkinn, segir Arn-
grímur ábóti. Sézt af þessu, að
það var ekki aðeins alþýðan fáfróð
og hjátrúarfull, sem lét heillast af
tíðaflutningi og prestsverkum Guð-
mundar góða, heldur og hinir vitr-
ustu og lærðustu menn, er gott skyn
báru á það, er þeir dæmdu um.
En öll var ástundun hans hræsnis-
laus og full af elsku til Guðs og
manna, segir í sögu Arngríms ábóta.
Og hvað sem hann lærði aðra, fylgdi
hann fyrir sjálfur í sínum verkum.
“Hljóður var hann og athugull
hversdagslega, þýður og þekkur í
máli, öllum mjúkur og mildur sem
at hann lutu í nokkrum hlut. Þvi
unni honu'mi hvert mannsbarn.” Alt
gaf hann, sem hann gat við sig los-
að, og sagt er, að meðan hann var
prestur hefði hann aldrei færri en
sjö ölmusumenn á framfæri sínu og
móður sína hina áttundu, en hann
annaðist hann með mikilli ástúð til
dauðadags.
Ágerðust nú föstur hans og bæna-
Iiald og ölmusugæði, svo að land-
frægt verður, og í ímyndun alþýð-
unnar fer að leika um hann hinn dul-
arfulli ljómi dýrlingsins. Menn
fara að keppa um prestsþjónustu
hans. Frá Hofi fer hann að Mikla-
bæ, síðan í Viðvik, þaðan að Völlum
í Svarfaðardal, síðan að Upsum og
Reynistað og loks að Víðimýri til
Kolbeins Tumasonar. Til dæmis um
vinsældir hans, er hann var á Völl-
um, er það, að þegar Halldóra abba-
dís Eyjólfsdóttir úr Kirkjubæ bað
Fann að ráðast þangað austur ti!
búsforystu með sér og hann hafði
heitið þessu, fóru sveitamenn til og
báðu Brand biskup að banná honum
brottferð, og gerði hann það. En
hvarvetna að tóku honum nú að ber-
ast heimboð frá merkum mönnum,
og æðri og lægri sóttu hann heim
langar leiðir til að skrifta fyrir hon-
um eða leita lækninga til hans. Jafn-
vel sjálfur Brandur biskup gerði
hann að skriftaföður sínum. Tók
hann upp marga hluti í trú sína, er
menn höfðu ekki átt að venjast áður,
svo sem vatnavígslur og helga dóma.
Segir svo frá þessu í sögu Arngríms
ábóta, að á þeim árum umkringdi
hann nálega landið með vatnsvígsl-
um sínum og heilsugjöfum, svo að
um allar áttir landsins streymdi sú
blessan Guðs, er fylgdi bænarorðum
hans. Þar sem eigi voru brunnar
eða lindir, vígði hann rennandi vötn
og vöð mönnum til farsældar.
Vatnið mun hann haf a vígt á þann
hátt, að niður í það brá hann heil-
agra manna beinum eða öðrum hdg-
um dómum, er hann hafði jafnan
meðferðis, blessaði síðan yfir með
krossmarki og ákallaði Krists nafn.
Á líkan hátt munu lækningar hans
hafa farið frm. Notaði hann mjög
til þeirra vígt vatn og helga dóma,
til þess að enginn eignaði honum
sjálfum kraft til þessa. Þó er þess
stundum getið, að hann notaði
munnvatn sitt og aðgerðir líkar
þeim, er um getur í Nýja testament-
inu. Kom stundum á hann höfgi,
er hann lá á bæn yfir lækningum
þessum, og var þá ekki trútt um, að
hann þætti birtast á öðrum stöðum
og vinna þar ýms máttarverk í fjar-
lægð líkamans með krafti andarinn-
ar.
Þó að erfitt sé, að henda reiður
á þeim sögum, sem um þetta hafa
myndast, og þær kunni að hafa ýkst
allmjög í meðförum, þá er þó ein-
hver fótur fyrir öllu, enda eru sög-
urnar, sem af Guðmundi eru sagðar,
ekkert ótrúlegri, en fjölda rnargar
sögur aðrar, um ýmsa vitrana menn
og géðhrifalækna kristninnar frá
upphafi. Oss er það öllum kunnugt,
að sögur líks eðlis ganga ótal marg-
ar á meðal vor enn þann dag í dag,
og er trúað af fjölda fólks. í ritn-
ingunni og trúarbragðasögu margra
þjóða úir og grúir af sögum um
menn, sem gæddir hafi verið slíkum
lækningakrafti, og það er alkunna að
einmitt meinlæti og andlegar æfingar
eins og þær, er Guðmundur Arason
stundaði, færa að jafnaði i vöxt
þann furðulega andlega styrk, sem
með manninum býr. I sambandi við
þetta eru f jölmargar sögur, ’ sem
benda til þess, að hann hafi verið
forvitri og ráðið yfir óvenjulegri
skygni.
Margir hafa talið, að allar þessar
frásagnir um Guðmund stafi frá
hindurvitnum tómum. En eg fyrir
mitt leyti efast ekki um, að ýmis-
legt af þessu hafi sannleik að geyma.
Alt, sem sagt er af Guðmundi, bend-
ir til þess, að hann hafi verið
ecstatic, eins og t. d. Páll og fjölda
mörg önnur stórmenni trúarinnar.
Slíku ástandi fylgja sterkar geðs-
hræringar og er stundum eins og
maðurinn sé innblásinn og magnaður
af æðra krafti, en stundum legst
hann í dásvefn og birtast honum þá
vitranir og sýnir. Emkenni þessara
manna er oftastnær það, að þeir eru
trúaðir og kunna að vekja aðra
rnenn til trúar. En að trúin geti
leyst furðulega og ótæmandi krafta
úr læðingi í sálardjúpinu, hæfir oss
eigi að efast um — því að sjálfur
meistarinn sagði, að trúin gæti flutt
fjöll.
Þá hættir oss mótmælendum mjög
til að lita á vatnavígslurnar og dýrk-
un helgra beina sem aumustu hjátrú,
og var jafnvel ekki trútt um, að
Þórir erkibiskup áteldi hann fyrir
vatnavígslur hans, og þætti hann
vígslugjarn um of. En Guðm.undur
varði mál sitt af svo mikilli snilli, að
erkibiskup fékk ekki orða bundist og
mælti: “Harla vænar greinir gefur
Guð fyrir yðvarn munn.”
En vörn Guðmundar var á þá leið,
að hann tryði því, að almáttugur
Guð mundi ótæpt gefa miskunn sína
og anda heilagan. Og ef á þennan
hátt mætti, fremur en annan, vékja
trú fólksins á miskunn hans og
heilsugjöf, þá skifti manstu máli um
aðferðina. Enda hefði sjálfur Krist-
ur bezt helgað vötn öll með hérvist
sinni, er hann steig niður í Jórdan
og heilagur andi krismaði vatnið
með sinni ásján. “En alt vatn er
eitt og frá þessu vatni spretta síðan
ýmislegar rásir um jörðina, heilagn
kirkju til nytsemdar sálar og lík-
ama.”
Hin sama hugsun vakti vitanlega
fyrir honum með helgra manna bein
og aðra helga dóma. Tækist með
þessum yfirtáknum, að vekja mátt
trúarinnar í sálum mannanna, þá var
takmarkinu náð. Aðeins, ef vakin
væri tilfinningin í mannssálunum
fyrir hinu hcilaga og eilifa — og
gróðursett traustið á því, þá er þar
með straúmi hinnar guðdómlegu
náðar veitt inn í mannlífið. Þetta
virðist hafa staðið mjög ljóst fyrir
Guðmundi og veit eg ekki, hvort oss
hæfir að dæma hann hindurvitna-
mann fyrir þetta. Ef til vill hefir
prótestantiska kirkjan of mjög
flaskað á því, að skilja ekki þetta
merkilega samspil milli hinna ytri
tákna og innri andlegu sanninda.—
Hún hefir aldrei skilið það, að hin
ytri tákn geta stórkostlega hjálpað
vexti og skilningi andlega lífsins,
að m. k. meðan það er ennþá í
bernsku og óþroska. Á þessu bygg-
ist kraftur allrar symbólisku (tákn-
rænna athafna).
2