Lögberg - 30.12.1937, Síða 3
LÖGBBEG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBEJt 1937.
3
IV.
ÞaÖ er augljóst, aÖ frægð og álit
Guðmundar Arasonar fór stöðugt
vaxandi þau sextán ár, sem hann var
prestur. Hversu hann var mikils
virður af yfirmönnum kristninnar í
landinu, kom meðal annars fram í
þvi, að Páll biskup lét senda eftir
honum ásamt Brandi biskupi til að-
stoða, þegar tekinn var upp helgur
dómur Þorláks biskups. Gekk hann
næst biskupunum í allri þeirri þjón-
ustu og réð miklu um, hvað sungið
var. Sömuleiðis var hann aðalfor-
ráðamaður þess í sjúkdómsforföll-
um Brands biskups, er helgur dómur
Jóns biskups var hafinn úr jörð,
skömmu seinna. Vottaði það og
Kolbeinn Tumason á Viðimýri eftir
langa kynningu, að hann væri sann-
heilagur maður og sagði sjálfan sig
margar raunir á h^fa. Hversu heil-
agsmannsorð fer af Guðmundi, áður
en hann varð biskup, sýnir oss sú
procession, sem Kanl ábóti á Þing-
eyrum gerði á móti honum, er hann
heimsótti klaustrið og sá hátíðlegi
latinusöngur, er >eir fögnuðu honum
með: Vir iste in populo suo mitis-
sium apparuit sanctitate dei et gratia
plenus etc.
Má >að furðu gegna, vhersu
seinna óvingaðist með þessum mönn-
um.og Guðmundi, eftir að hann varð
biskup, og einkum hörmulegt, hvern-
ig spiltist vinátta þeirra Kolbeins
Tuimsonar. Því að Kolbeinn var
án efa einn af hinum beztu mönnum
Sturlungaaldarinnar, vinsæll maður
og hógvær, þar að auki skáld gott og
innilega trúhneigður. Vafalaust hef-
ir >að einmitt verið Guðmundur
biskup, sem haft hefir á hann djúp
trúarleg áhrif, er liann var prestur
hjá honum á Víðimýri, og er >að
>ví grunntónninn frá hinni heitu og
innilegu trúrækni Guðmundar, sem
birtist í 'hinum undurfagra bænar-
sálmi Kolbeins:
Heyr himmasmiður hvers skáldið
biður,
komi mjúk til min, miskunnin >ín!
Það er heldur ekki ástæða til að
efa, að Kolbeinn hafi af heilum hug
stutt að kosningu Guðmundar til
biskups. Þó að vondir menn segðu,
að hann gerði það mest í því skyni
að koma höndum yfir staðarfén og
ná yfirráðum jafnt lærðra sem
leikra fyrir norðan land, þá er auð-
séð af orðum Sturlu Þórðarsonar í
íslendinga sögu, að hann trúir þessu
ekki, og mœtti hann >ó glögglega um
þetta dæma. Hér réð eflaust fyrst
og fremst jyið álit manna, að Guð-
mundur væri bezt til hæfur sökum
guðrækni sinnar, siðgæðis og annara
fagurra manndygða. Hann var i
mestu áliti allra norðlenzkra presta.
Hið eina, er menn verulega óttuð-
ust, var að hann væri lítt fallinn til
fjárvarðveizlu sökum örlætis síns.
Því var Magnús Gissurarson Halls-
sonar hafður í kosningi með hon-
um, að hann þótti reyndari í þeim
sökum. En það reið bagganmminn,
að Norðlendingar vildu ekki sækja
biskup sinn i aðra landsf jórðunga.
Að Kolkeinri Tumason tók að sér
staðarforráð á Hólum, var án efa í
fyrstu gert af vinsemd og í greiða-
skyni. Það hefir verið einróma álit
og þegjandi samþykt allra þessara
manna, er stóðu að kosningu Guð-
mundar, að til þeirra hluta væri hann
ekki fær og þyrfti góðan tilsjónar-
mann til þess að vel gæti farið úr
hendi. Hefir því þótt vel úr ræt-
ast, er Kolbeinn Tumason tók þetta
að sér. En að þetta yrði upphaf ó-
samlyndis þeirra, sem báðum varð
til mjkillar óhamingju, mun enginn
hafa séð fyrir nema ef til vill helzt
Guðmundur, sem sjálfur þekti bezt
skaplyndi sitt og óraði jafnan fyrir
því, er verða vildi.
Tregða hans að taka biskupskosn-
ingu var og heldur engin uppgerð.
Hrygð hans, ótti og dapurleg forspá.
er honum er flutt fregnin um kosn-
inguna, ber í senn vott um viturleik
hans litillæti og skarpa dómgreind á
því, hvað verða vildi. Því æðri hug-
myndir, sem hann að dæmi Ambró-
siusar vinar síns hafði um embætti
þetta því ljósara varð honum það, að
vandi mikill var að eiga við marga
menn óhlýðna, öfundfulla og ríka.
Fyrir honum var þetta blátt áfram
barátta milli ljóssins og myrkursins.
Kappið var enn hið sama og fyr, en
færðist þó í alilan ásmegin, er því
var beitt í þjónustu Guðs eins og
hann leit á málin. Hann sá þegar í
hendi sér, að baráttan var óhjá-
kvæmileg gegn guðleýsi og verald-
legum yfirgangi höfðingjanna og
þessi maður, sem var manna mildast-
ur og bliðastur við smælingja aUa og
guðsölmiusur, var harður og óbug-
andi við þá, er hann áleit Guðs óvini,
og gegn þeim notaði hann öM hin
sterkustu meðöl kirkjunnar. Það
er erfitt að dæma, hvort hann hafi
gert þetta einungis af blindri kapp-
girni og ofstopa, eins og honum hef-
ir oftast verið borið á brýn, eða af
því, að hann hafi iðulega álitið rétt,
að beita hinu agandi valdi kirkjunn-
ar við ofsafengna menn og harð-
úðuga.
Arngrímur ábóti, sem að mörgu
leyti skilur Guðmund ágætlega,
skýrir viðhorf hans á þessa leið :
“Hann hugsar um það nætur og
daga hversu heilög kristni Guðs var
hryggilega hneist í háðulegum fram-
ferðum, svo óbærilegs ofsa og á-
girndar, sem hún hafði svo langan
tíma þolað um daga fyrri biskupa
með óbættum skaða. Hann sér að
tveir eru vegir; Hylja sig með ó-
fremd og kaupa sér svo frið, eða
taka krossinn Jesú Krists ög bera
með honum hvað hendurnar þola.
Af þessum tveimur kýs hann þann
með heilags anda áblástri, að vera
heldur hirðir en leigumaður. Því rís
hann upp meður frjálsri kirkjunnar
rödd móti þeim vörgum, er það eitt
stunduðu með gráðugum sult, að
svdlgja hjörð aimáttugs Guðs.”
(Framhald)
Svar tíl Jak. J. Norman
I Heimskringlu frá i. des. s.l. er
Jak. J. Norman að gjöra nokkrar
athugasemdir við fréttabréf mín, til
Eögbergs, og segist honum líka það
alt vel, annað en það, að eg ætíð
hnýti eitthvað í Premier Aberhart,
og Social Credit stefnuna. Eg hefi
oftast skrifað um það, sem er að
gjörast á stjórnmálasviðinu og skýrt
frá því, eins og það hefir gengið, og
eg kannast ekki við það, að eg hafi
nokkurn tíma verið að hnýta í menn
né málefni. Ef það sem eg hefi sagt
úm stjórnmálin hér í Alberta, verður
ekki skoðað sem hrós fyrir stjórn-
ina, getur það ekki kaMast, að eg sé
að hnýta í neinn, þar sem ekkert er
sagt nema það, sem er sannleikur.
Eg hefði miklu heldur kosið að geta
haft eitthvað hrósvert að skrifa um
þessa stjórn hér en hefi aldrei getað
fundið neitt af því tagi; hefi svo
skrifað um það málefni, eins og það
hefir gengið.
Svo tekur Mr. Norman upp kafla
úr ritgerð Jninni í Eögbergi 5. okt.
1937. Þar skýri eg frá því, að alt
það sem Aberhart stjórnin hafi gjört
í þessi tvö ár, sem þeir hafa setið
við völdin, hafi verið dæmt ólög-
mætt af Ottawa-stjórninni. Þarna
segir Mr. Norman að eg sé þó að
viÖ.urkenna það, að Aberhart-stjórn-
in hafi verið með þessari löggjöf
sinni að leitast við að geta uppfylt
kosningaloforð sín. Hér er höf-
undurinn að haMa réttu máli, visvit-
andi, eða þá hann hefir ekki lesið
það, sem eg hefi haft að segja um
þessa löggjöf stjórnarinnar, sem
hann gefur þó til kynna, að hann
hafi gjört. Eg hefi alclrei með einu
orði haldið því fram, né viðurkent
það, að neitt af þessum svoköMuðu
umbóta tilraunum stjórnarinnar,
hafi nokkra þýðingu til umbóta, eða
til að bæta hag almennings, og ekki
mundi það stuðla til þess að neinu
leyti að stjórnin gæti uppfylt neitt af
kosningaloforðum sínum.
Eg hefi haldið því fram og gjöri
það enn, að þessar tilraunir stjórn-
arinriar, sé aðeins þýðingarlaust
fálm, með þeim eina tilgangi, að láta
sýnast vera að gjöra eitthvað mikið
í þarfir almennings. Mr. Aberhart
og aMir hans ráðgjafar vissu það
fyrirfram, eins vel og flestir aðrir
skynsamir menn, að þessi umræddu
laga-ákvæði stjórnarinnar voru
dauðadæmd frá byrjun, af þeirri á-
stæðu að fylkisstjórnin hefði ekkert
vald til að gefa út nein lög, sem væru
í mótsögn við grundvaMarlög Can-
ada. Þáverandi dómsmálaráðherra
i ráðuneyti Mr. Aberharts, lýsti því
yfir skýrt og skorinort, að þessi lög-
gjöf þingsins gæti aldrei öðlast gildi,
af áðumefndum ástæðum. Mr.
Aberhart þoldi ekki að heyra sann-
leikann, og rak dómsmálaráðherrann
frá völdum, svo gat hann engan lög-
fræðing fengið til að taka að sér
dómsmálaráðherra stöðuna, og þurfa
að vera þar eins og Mr. Aberhart
krafðist af þeim, bara sem “rubber
stamp” stjórnarinnar, svo hann út-
nefndi sjálfan sig sem dómsmála-
ráðherra fylkisins, þó hann hafi
aldrei verið svo núkið sem einn
klukkutíma á lagaskóla. Er þetta
tiltæki forsætisráðherrans ekki ólíkt
því, sem Hitler hefir svo oft hafst
að á Þýzkalandi, að reka menn úr
háum stöðum, ef þeir þora að segja
honum sannleikann. Líka bendir
margt til þess að Mr. Aberhart hafi
tekið Herr Hitler sér til fyrirmynd-
ar. Nú er komið alveg eins og
dómsmálaráðherrann sagði þeim:
ÖM þeirra löggjöf, sem komið hefir
fyrir dómstólana, og sem dómur hef-
ir faMið í, hefir verið dæmd ólögmæt
og hin lagaákvæði stjórnarinnar, sem
ennþá bíða dómsúrskurðar fá ef-
laust sömu útreið. Að svona mundi
fara, vissi Mr. Aberhart eins vel og
nokkur annar. Hann er klókur,
reglulegur bragða Máus. Hann
hefir aMa tið vitað að þessi öfga-
fuMu loforð sín, væri aldrei hægt að
uppfyMa, svo það var klókinda ráð
hið bezta, að gefa út þessi lög, láta
Ottawa-stjórnina neita að löggilda
þau. Nú segir Mr. Aberhart fólk-
inu, að Ottawa stjórnin sé sök i þvi
að hann geti ekki uppfylt loforð sín.
Með þessu ætlar hann að koma sér
úr klipunni og slengja aMri skuld-
inni á Ottawa-stjómina. Nú ættu
aMir “hinir skynsömu menn,” að sjá
í gegnum þetta, og að alt þetta
fimbulfamb stjórnarinnar er aðeins
tilraun til að koma þeim sjálfum úr
klípunni. Stjórnin hefir altaf látið
ógjört alt það, sem hún hefði getað
gjört á löglegan hátt, til að bæta hag
almennings, jafnvel þó þeim hafi
verið bent á þetta úr öllum áttum.
Þau ummæli Mr. Normans um
Ottawa-stjórnina að hún sé sek um
yfirtroðslur, og að hafa sett steina á
stjórnmálagötu fylkisins, er ekki á
neinum röðum bygð, og höfundur-
inn reynir ekki heldur með einu orði
að rökstyðja þessa staðhæfingu sína,
hefir hann máske fundið til þess, að
það mundi vera erfitt að geta gjört
það svo vel færi. Hvaða lögfræð-
ingur sem er, mundi fræða Mr. Nor-
man um það, að enginn annar vegur
var opinn fyrir Ottawa-stjórnina, en
að gjöra það sem hún gjörði að
synja um löggilding þessara laga frá
Alberta-stjórninni. Allur þessi
skrípaleikur Aberhart-stjórnarinnar
kostar fylkið ærna peninga fyrir
inálaferli, sem eru þýðingarlaus, og
alveg ónauðsynleg. Það er því ekki
að ástæðulausu að hafin hafa verið
samtök á móti þessari vandræða-
stjórn í öllum pörtum fylkisins, til
að koma þeim frá völdum, og aÖ
slagorð þeirra er: “We Want Sane
Government.”
Þennan skripaleik stjórnarinnar
kaMar Mr. Norman umbótatilraunir.
Mr. Norman hefir verið að syngja
Mr. Aberhart lof og dýrð. Hann
heldur effaust, eins og margir aðrir,
að hann sé einhver “Superman”
sendur af forsjóninni, til að leiða
hina nauðstöddu meðbræður sina
undan ánauðaroki auðvlaldsins og
inn í einhvern töfraheim, þar sem
hver og einn geti haft aMsnægtir, og
lifað og látið eins og þeim sjálfum
bezt líkar. Þar þurfi þeir bara að
halda út hattinum sínum, og hann
verði troðfyltur af peningum með
byrjun hvers mánaðar, með þeim
einu skilyrðum, að þær læri það, að
vera búnir að eyða og sóa því öllu og
vera altaf búnir að gjöra sig að ör-
eigum fyrir næstu mánaðamót, því
þá fái þer aftur hattinn fyltan.
Mr. Norman virðist vera hrifinn
af þessum draumórum. Hann er að
hafa upp fyrir sér aftur og aftur
þessa $25.00 á mánuði, $10,000,000
á mánuði, $120,000,000 á ári, sem
kosti engan neitt, rentulaust og óend-
anlegt. Hann er að leika sér að því,
að velta þessu fyrir sér eins og
köttur við mús. Verði honum að trú
sinni.
Eg hefi haldið því fram, eins og
margir aðrir, að Mr. Aberhart sé
enginn Social Credit sinni, og ekki
heldur neinn umbótamaður. Hann |
hefir berlega sýnt það í mörgum til-
feMum, að hann er ekta “Nazisti” og
um leið auðvaldssinni, þvi “nazism”
er hægri hönd auðvaldsins, hvar sem
er í heiminum. Lög þau, sem hann
fékk staðfest hér í þinginu, til þess
að hefta ritfrelsi og um leið mál-
frelsi, bera ljósan vott um það. Það
er ekki heldur að ástæðulausu, að
canadiskir borgarar yfirleitt líta tor-
tryggnisaugum til Quebec og Al-
berta. Því í þessum tveimur fylkj-
um hefir fasisminn svo berlega rek-
ið upp sinn “Gorgons haus,” að
flestu hugsandi fólki stendur stugg-
ur af því.
Mr. Aberhart hefir svo oft lýst
því yfir, að hann hafi lært alla sína
Social Credit philosophy af Major
Douglas, og að hann sé í algjörðu
samræmi við hann, með sínar Social
Credit kenningar. Ef Mr. Norman
hefir ekki lesið seinustu bók Major
Douglasar “The Alberta Experi-
nrent,” þá ætti hann að ná sér í hana,
og lesa hana með gaumgæfni. Þessi
bók er saga Social Credit stjórnar- BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
innar í Alberta frá því fyrsta. Þar
segir Major Douglas að Mr. Aber-
nart skilji ekkert í grundvallaratrið-
um þeim, sem Söcial Credit fyrir-
komulagið sé bygt á. Hann fræðir
okkur um það, að hér sé ekki um
neina Social Credit stjórn að ræða,
því Aberhart-stjórnin hafi gjört alt
öfugt við það, sem Social Credit BUSINESS CARDS
stjórn hefði gjört. Þeir hafi aukið
skatta og álögur tilf-innanlega mikið
við það sem áður var, í stað þess að
létta á byrðinni. Þeir hafi rýrt kaup-
getu og gjaldþol almennings, sem sé
alt öfugt við Social Credit fyrir-
komulagið. Ótal margt fleira segir
Major Douglas í þessari bók sinni,
sem eg býst við að Mr. Norman
muni kaMa hnjóð á Aberhart og hans
stefnuskrá.
Að endingu ætla eg að draga hér
fram eitt dæmi, sem sýnir að vissu
leyti hvað Mr. Aberhart er ant um
að bæta hag' almennings, og hvað
mikið hann viM leggja af mörkum
sjálfur, til þess. Eins og aMir vita,
þá útvarpa þeir Mr. Aberhart og
Mr. Manning ræðum sinum á hverju
sunnudagskveldi; annar í Calgary
en hinn í Edmonton frá þeirra
“Prophetic Bible Institute” (margir
kalla það “The Pathetic Bible Sub-
stitute). Allan kostnað við þessi út-
vörp, hefir hann upp með stöðugu
betli við þann öreigalýð, sem mest-
megnis sækir þessar messur hans,
sem mest ganga út á það, að hrósa
og upphefja sjálfan sig, og svo til
smekkbætis að prédika hatur inn í
huga og hjarta tiMieyrenda sinna, til
allra þeirra, sem ekki geta verið að
öllu leyti þeim samdóma. Eg hefi
farið nokkuð oft á þessar samkom-
ur þeirra hér í Edmonton. Eg hefi
þá skoðun á Mr. Norman, að ef
hann hefði verið þar til staðar með
mér og heyrt og séð alt, sem þar
fór fram, þá mundi hann nú hafa alt
aðra skoðun á forsætisráðherranum
í Alberta, og hann mundi ekki kveða
fleiri lofsöngva um hann. Eins og
eg sagði, þá eru það flest öreigar og
fólk, sem auðsjáanlega á við örðug
kjör að búa, sem sækir þessar sam-
komur. Það er einn þátturinn í
þessari guðsþjónustu, að krefja
þessa fátæklinga til að leggja nóg á
betli-daMinn í hvert sinn, til að borga
fyrir útvarpið og húsaleiguna. Eg
hefi verið þar staddur, þegar sam-
skotadaMamir voru bornir þrisvar í
kring áður en nóg fékst. I seinasta
sinnið var hér um bil alt tóm kopar-
cent, sem kom í daMana, líklega að
margir hafi lagt þar fram sitt síðasta
cent, og orðið svo að ganga heim,
sumir langar leiðir, því þéir höfðu
gefið centin sem þeir ætluðu fyrir
“car-ticket.” Mér fanst mikið ti!
um þetta, því þarna var svo margt
af gömlum mönnum og konum, sem
auðsjáanlega höfðu við mikla örðug-
leika að stríða. Mr. Aberhart er
auðugur maður, og þar fyrir utan
hefir hann um tólf hundruð dollara
i kaup á hverjum mánuði. Þessi
guðs maður gat ekki eða vildi ekki
skilja það, að það mundi hafa orðið
Guði miklu þóknanlegra, að hann
hefði sjálfur borgað kostnaðinn úr
sínum eigin vasa, sem hann hefði
Akjósanleour gisUstaSur
Fyrtr tslendingal
Vingjarnleg aíSbtltS.
Sanngrjarnt vertS.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT
Slmi 94 742
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlæknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIFEG
A.S. BARDAL
84 8 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir Allur útbúnatSur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talslmi: 601 662
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgt! af
öllu tægi.
PHONE 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparlfé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum íyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Helmas. 33 328
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
Pœgilegur og rólegur bústaSur i
mÁSbiki borgartnnor.
Herbergi $2.00 og þar yflr; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar máltlðir 4 Oc—6 Oc
Free Parking Jor Q-uests
vel getað gjört án þess að vita af því.
Þessi lubbalega aðferð finst mér
ekki benda til neinnar meðaumkunar
eða mikillar umhyggju af hans
'hálfu, með þessum fátæklingum,
sem margir hverjir eru svo bhndir,
að þeir trúa á hann.
í N. Guðmundson.
Faðirinn: Það er nú svona, sonur
góður, án peninganna getur maður
ekkert gert.
Sonurinn: Maður getur þó safn-
að skuldum.
Presturinn (við konu, sem hefir
verið að kvarta undan því, að mað-
urinn sinn væri sér vondur) : Hafið
þér reynt að safna glæðum elds að
höfði honum?
Konan: Nei, prestur minn, það
hefi eg nú aldrei reynt; en eg hefi
reynt að hella yfir hann sjóðandi
vatni.
Málskrafsmaður einn vildi læra
málsnild af Sókratesi. “Þú verður
að greiða tvöfalt gjald fyrir kensl-
una,” mælti Sókrates, “þvi að þér
verð eg bæði að kenna að tala og
þegja.”
>ocrrDo<i—>og—r->o<-T->o
<=>o<=><^
Verzlunarmentun
Óumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ætt-u að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eÖa skrifiÖ
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœSingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfrœSingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultatlon by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg.
216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson
Viðtalstlmi 3-5 e. h. Stundar skurölækningar og almennar lœkningar
218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg
Slml 22 776
PHYSICIANS and SURGEONS