Lögberg - 17.02.1938, Page 7

Lögberg - 17.02.1938, Page 7
LÖOBERG, FIMTUDAUÍNN 17. FEBRÚAK 1938 7 A misjöfnu þrífast börnin bezt (Framh. á bls. 5) háhleygt, og viðurkent af vitrum mönnum guðdómleg list, sem eflaust á gildan þátt i því, a<5 íslendingar gátu þolað alla þá ánauð og þrautir, sem bjökuðu þá í 4op ár, eða frá því árið 1402 að svartidauði drap einn þriðja af öllum landsmönnum, og til 1800 að íslendingar fóru að losa sig úr klóm kúgara sinna (kirkjunnar og Dana). En það er undravert hvað þjóðin hefir tekið skjótum framförum síð- an hún tók við sínum, eigin f járhag 1874; þá var engin hrú til yfir nokkurt vatnsfall og ekkert skip í eigu þjóðarinnar haffært; ’enginn rikissjóður til, né löggjafarvald. En 50 árum seinna; 1930, geta íslend- ingar boðið öllum mentaða heimin- um til veizlu og veitt öllum sínum heiðursgestum snildarlega vel og lánað þeim nokkra prófessora til frægustu háskóla heimsins. Þetta er reglulega skáldlegt, og áður út- reiknað af islenzku skáldunum. Ben. Gröndal segir um Fjallkonuna; “Þín hefir farið fjöllum af frægð um allan heiminn. Yfir sollið íslands haf, og yfir jarðargeiminn, enginn nefna maður má maka þinn á jörðu. Segulmeyjan silfur-blá, slegin éli hörðu.” Nú eru hæði Kínverjar og Japans- menn farnir að nerna norrænu, málið er svo frægt orðið; og Númarimur Sigurðar Breiðfjörðs gefnar út i skrautbandi málfræðingnum William Craigie til heiðurs; en ungmennin, sem hér vaxa upp vilja. ekki kaupa eða lesa íslenzkar bækur, svo ef þeir eða þær eitt hvað lesa, þá er það hvorki íslenzkur skáldskapur né góð- arbökmentir, svo bágt er að giska á hvaða refilstigu hún rennur. Fyrst eg cr nú farinn að rita um skáldskap; er bezt eg gefi lesendum Lögbergs dálítið bragð af góðum og heilnæmum ljóðum, en eg verð að f ara til eldri skáldanna, til að fá það bezta. Bóndi einn yrkir svona vel um alikálfinn sinn: “Boli alinn baulu talar máli; bítur og heitir “Litur,” nautið hvíta. Slingur á engi ungur sprangar löng- um; undan skunda stundum sprund til grunda. í gufukofa kræfur sofið hefur. Kul ei þolir ; bola svalar skolið. Uxann vaxinn öxin loksins saxar; Ýtar nýtir éta kjöt í vetur.” Þarna eru nú 40 stuðlar í átta hendingumi, og allir í fullu samræmi við efnið. Er ekki það aðdáanlegt? Ágúst Jónsson er lengi bjó á Ljótsstöðum í Vopnafirði ferðaðist Um Fljótsdalshérað á hverju sumri, því hann var nærgætinn Homopata- læknir, sem bætti mörgum mein. Eitt sinn kom bann til Páls Ólafssonar og lét hann fá tneðul til að hressa hann upp, því Páll var þá lengi búinn að liggja i fylliríi. Þeir voru góðvinir. Páll fór nú að bragða á meðulum Ágústar. Það var sín teskeiðin af lyfjablöndu í hverju glasi og átti að takast í dropatali, en hann saup ofur- lítið á þeim, en m'eðulin voru bæði bragðill og bráðónýt að sefa timbur. menn Páls, svo hann reiddist við Ágúst og yrkir þessa vísu um hann; “Ágúst fer til andskotans og rná til þess 'hlakka. Droparnir þessa dánumanns drepa þá; sem smakka.” Vísa þessi flaug um alt liéraðið, svo Ágúst var búinn að heyra hana fyrir löngu áður en hann kom til Páls í bakaleið; en fékk þar ágætar viðtökur. Hann spyr Pál hvort hon- um hafi ekki orðið gott af meðulun- urn frá sér* því hann var ætíð vanur að spyrja þess, og selja þeim meira. ef kostur var. Páll lét vel af því, og sagði þau hefðu bæði verið bragðgóð og kröftug, svo hann hefði orðið albata af þeim á fáum dögum, og ort um hann lof fyrir meðulin. Ágúst lét vel yfir því og óskaði eftir að fá að heyra það. Þá hafði Páll vísuna svona: “Ágást fer til æðri ranns og má til þess hlakka. Droparnir þess dánumanns duga þeim, sem smakka.” Gísli Vium var gott skáld og ná- granni Páls Ólafssonar, enda lentu þeir i gráglettur í vísum sínum; samt fylgdi því engin óvild og seinna sættust þeir heilum sáttum og brendu ölluin vísunum, sem þeir höfðu sent hvor öðrum, en fáeinar voru farnar á f lakk sem er gott sýn- ishorn af gamanvísum þeirra. Páll haf ði viðlag úr gömlu riddarakvæði: “Fagurt galaði fuglinn sá forðum tíð í Lundi, listamaður lengi sér þar undi.” “Gaman er Gísla Vium, glampar hann eins og söl í skýjum, þegar bann hjá prúðum píum puntar sig er bezt hann má —fagurt galar fuglinn sá. Sem óðinshani á djúpum dýjum dillar hann sér hjá sprundi —listamaðurinn lengi sér þar undi. En sagt er mér hann liggi í leyni lengi fram á hlóðarsteini, kræki ofan krof með teini og kæri sig lítið hver það á, —fagurt galar fuglinn sá. Kátur síðan krás af laeini kroppar, líkur hundi, listamaðurinn lengi við það undi.” Sjúkdómslýsing Páls Ólafssonar er einnig vel samin; hann sendi mann með hana til Gisla Hjálmars- sonar læknis að Höfða á Völlutn: Nú er hann Gvendur gamli veikur, góði minn, eg er undur smeykur hann lalli ei framar við lömbin nún. Kvilla samur um sina daga sá hefir verið ei til baga; lýst mér því ráð að leita þín. Hann tók með köldu hérna um dag- inn. Hlaupið var strax um allan bæinn; brekán og sængur fundust fljótt. Þakinn var karlinn þá i skyndi, þó skalf hann eins og strá í vindi. Þessi f jandi gekk fram á nótt. Mér leizt nú ekki neitt á þetta, svo ná lét eg hundrað dropum skvetta af kamfóru ofan í karlinn minn. Af því tók honum ögn að hitna, ekki likt því hann vildi svitna. Mér fanst hann skárri um morgun- inn. Hann var að spjalla um hitt og þetta, hélt sér mundi nú fara að létta, drjúgur í ráði dálítið var. Skreið því á flakk og fram um bæ- inn, en fram þegar tók að líða á daginn hann fékk tak undir herðarnar. Hann lagðist nú með háahljóðum; hér var ei völ á ráðum góðum; sent var á bæi bíld að fá. Um það er ekki þörf að ræða, það lukkaðist, og tók að blæða, en blóðið var eins og blek að sjá. Inn vildi karlinn altaf taka, eg var að reyna til að skaka hann bæði og aðra ofan af því. Eg gaf honum samt inn gigtardropa, Guðmundur fór þá og að ropa, en bati fanst mér þar enginn i. Crótinolíu karl lét taka, kvenfólkið mátti hrygginn maka frá því unii nón og fram á kveld. En þar mun aldrei brydda á bólu, Mrs. Jóhanna Jóhannson (MINNINARORÐ) Ljúfar endurminningar skapa unað. Akjósanlegt er að lifa þannig, að maður skilji eftir sem mest af ljúfum endurminning- um. Margir ná þessu takmarki hjá fáeinum mönnum, nánustu ástvinum, eða þá einhverjum örfáum vinum. Sumir aftur ná víðtækari sveiflum, ekki vegna þess að þeir séu að auglýsa sig. ekki fremur en stjarnan, sem tindrar á næturhimni. Hún þarf ekki að sýnast, því hún er ljós. Þannig er því farið með sanna jarðneska vegfarendur: Þeir skilja eftir ljúfar endur- minningar, ekki einungis hjá nánustu skyldmennum heldur einnig hjá mörgum öðrum samferðamönnum með því að vera ljósið sem Guð tendrar. Ein slík kona, Mrs. Jóhanna Jolhiannson andaðist i Selkirk- bæ, 30. júlí síðastliðinn. Hún var ættuð úr Þingeyj- arsýslu á íslandi. Nokkra liði úr ætt hennar skal hér til- greina. Semingur Jónsson bjó að Húsavák á Tjörnesi í áður- nefndri sýslu, en var ættaður af Vesturlandi. Börn hans voru þau Jón Semingsson, Marsibil, móðir Bólu-Hjálmars og Guðbjörg móðir Ólafs er kallaður var stúdent. Jón Semingsson bjó að Ytri-Tungu á Tjörnesi, en kona hans var Guðrún Sigurðardóttir, bónda að Fjöllum í Kelduhverfi. Móð- ir Guðrúnar, konu Sigurðar að Fjöllum var Guðrún Ketilsdóttir prests í Húsavík, en móðir hennar var Guðrún Magnúsdóttir prests 1 Húsavik og systir Skúla landfógeta. Þau bjónin, Jón Semingsson og Guðrún Sigurðardóttir áttu þessar dætur: Guðrúnu, Ásu og Þóru. Guðrún átti Einar nokkurn, en hann dó úr mislingunum miklu árið 1946. Börn þeirra voru: Jón Einarsson, bóndi í Breiðuvík á Tjörnesi, Einar og Þóra. Þóra atti Jóhannes Einarsson bónda og smið á Meiðavöllum i Keldu- hverfi og víðar þar í sveit. Jóhannes var fæddur í Hólsseli á Hóls- fjöllmn. Þar bjó Einar Jóhannesson faðir hans, bróðir Þorvaldar Jóbannessonar, langafa Próf. Richards Beck. Jóhannes og Þóra voru foreldrar Jóhönnu, hinnar látnu merk- 'skonu, sem nú er minst. Hún var fædd að Sultum í Kelduhverfi, )2- júní 1862 og ólst upp með foreldrum sínum. Þau fluttu siðar Meiðavöllum, sem er mjög nálægt hinu fræga Ásbyrgi. Enn seitina fluttu þau að Hrappsstöðum í Vopnafirði í Norður-Múla- syslu. Þar bjuggu þau lengi góðu búi. Þar í sveit giftist Jóhanna , unólfi Magnússyni, 12. mai, 1886. Var hann bróðir Páls Magn- ussonar, sem um mörg ár hefir verið kaupmaður í Selkirk-bæ i anitoba. Önnur systkin þeirra nú á lífi eru: Mrs. Stefanía Ben- son 1 Selkirk og Sveinn Magnus ,í Minneapolis, í Minnesota-ríki. Bau Runólfur og Jóhanna bjuggu .að Felli i Vopnafirði og uttu þaðan af íslandi árið 1893 og settust að í Selkirk. Þangað uttu einnig foreldrar Jóhönnu og dóu þar fyrir nokkrum árum. unólfur og Jólianna eignuðust 6 börn, 4 þeirra fædd á íslandi. , eiI\s e't,; þeirra er nú á lífi: Mrs. Bergþóra Graham, til heimilis *. e ílr)c- Eftir fjögra ára dvöl í þessu landi misti Jóhanna mann smrr Sorgin sótti hana oft heim. Yngsta son sinn misti hún árið öl{2 b ;ltakanlegu slysi, og gekk það ef til vill næst benni af n erf'ða, sem á dagana dreif; en hún var frábærlega stilt og fatoluð um harrna sina. Árið 1905 giftist Jóhanna Gunnlaugi Frímann Jóhannssyni. Hann er ættaður úr Svarfaðardal á íslandi, hafði áður verið kvæntur Elínu Jónsdóttur úr Eyjafirði, en verið ekkjumaður nokk- ur ár. Þrjú börn þeirra eru á lífi: Mrs. Anna Skaptason í Ashern, Man., Mrs. Snjólaug Goodman í Winnipeg og Jóhann Tryggvi Jó- hannson í Edmonton i Alberta-fylki. Samfarir þeirra Gunnlaugs og Jóhönnu voru hinar ákjósanlegjustu; snemma i hjúskap þeirra reistu þau sér heimili, rétt við íslenzku, lútersku kirkjuna í Selkirk. Var það mjög myndarlegt hús og þar áttu þau heima það sem eftir var æfi hennar. Höfðu þau, meðal annars, unun af því að vera svo nálægt kifkjunni sem þau bæði elskuðu. Sambúð þeirra varð 32 ár. Þegar þau áttu silfurbrúðkaup var þeim haldið veglegt siamsæti. Fimm systkini Jóhönnu eru á lifi: Jón, er nefnir sig Hrapp- sted, í Swan River héraðinu; Magnús Jóhannesson, að Vogar, Man., og svo þrjú í Selkirk; Aðalbjörg Halldóra, Jónia og Einar (öll Jóhannesson), Hin síðari ár var Jóhanna allmikið biluð á heilsu. Samt mtm hún hafa að mestu sint störfum sinum. Hún hafði sirta venjulegu heilsu þegar maður hennar síðastliðið vor lagði á stað norður á Winnipeg-vatn þar sem hann hefir stundað fiskiveiðar í mörg ár. Dauðinn hafði svo lítinn fyrirvara, að maðurinn hennar gat ekki náð til hennar áður en hún andaðist. Grunntónninn í lífi Jóhönnu var kristindómurinn. Hjá henni var hann sannur og lifandi. Af því flýtur eðlilega gott liferni: ást og umhyggja fyrir þeint nánustu, kærleiksrík breytni í hversdags- lífinu, ráðvendni í hugsun, orði og verki; lifandi þátttaka i guðs- þjónustum og starfi kirkjunnar, og einlæg trúmenska við æðstu hugsjónir lifsins. Alt þetta hafði hún til að bera. Meiri hluti manna á hræðilega mikið af ósamræmi. Skoðanir eru stundum í áberandi mótsögn við brevtnina, og skoðanirnar stundum í styrjöld liver við aðra. Það er því hvíld og hressing þegar við eigum kost á því að athuga mannslíf, sem eiga fegurð samræmisins. Það hygg eg að ‘haf i einmitt verið tilfellið með Jóhönnu Jóhannsson. “Var lif hennar lilju skærra, hreinn lofsöngur og hjartnæin bæn.” Mesta starfsvið hennar utan heimilisins, var kvenfélag Selkirk safnaðar. Hún gjörðist þar meðlimur skömmu eftir stofnfund þess árið 1897 og var ,í því félagi tií dauðadags. Hún var ritari þess meir en 8 ár og forseti þess var hún 1919—1923. í félags- starfinu var hún einlæg, áhugasöm, ósérhlífin, umburðarlynd og frábærlega stilt. Vann hún þar, með trúmensku, sem aldrei brást að því að efla bag kirkjunnar, í samræmi' við hinar háleitu bug- sjónir hennar. Gæði hennar og trúmenska, á sviði félagsstarfseminnar i kirkjunni, átti ekki síður heima hjá,- henni í sambandi hennar við ástvinina. Ljós hennar lýsti þar með guðlegum fegurðarljóma. Traust hennar á Guði fegraði alt hennar líf. Hún hafði yl al- gæzkunnar og veitti hann fúslega heimilinu sínu. Hún annaðist það með alúð og umhyggjusemi. Kristin trú var henni atkeri í ölhimi erfiðleikum lífsins en lika bjarmi sem breiddi birtu og bless- un yfir heimili og ástvini. Guð blessi minning þessarar góðu konu. Það eru margar ljúfar endurminningar um hana, ekki sizt í íslenzka mannféhginu í Selkirk. Það fer vel á því að enda þessi fáu minningarorð með upphafi sálmsins, sem hún lét syngja oftar en nokkurn annan, er hún var forseti kvenfélagsins, því þar hafa verið einkunnarorð æfi hennar: “Sú trú, sem fjöllin flytur, oss fári þyngstu ver; ei skaða skeyti bitur, þann skjöld ef berum vér; í stormum lífs hún styður og styrkir hjörtu þreytt; i henni er fólginn friður, sem fær ei heimur veitt.” R. M. þó borið sé á úr fullri skjólu, það bítur ekki á þahn bjarnarfeld. Hvað á að gjöra, hvað á að segja, heldur þú karlinn muni deyja, hann fer þó samt í himininn. Æ, þú sendir mér eina línu, með honum Bjössa, að gamm minu, Sýndu engum manni seðilinn. Svo get eg ekki beðið betur en bæði sumar og kaldan vetur Guð almáttugur gæti þin; og láti okkur báða syngja sarnan, sveitungana það verður gaman, í eilífu lífi, elskan mín!” Geta má þess að Guðmundi batn- aði og lifði lengi eftir það. Y. Baldvinsson, Lundar. Man. GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvœmlega rannsákað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiS fyrirfram, J3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 19 39, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber meB sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir möttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEI5TS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARROTS, Half Dong Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 íeet of row. CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. UETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 2 5 feet of row. LETTUCE. Hanson, Ilead. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid wlnter keeper. ONION, Whlte Portngal. A popular whlte onion for cooklng or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet wlll sow 25 to 30 feet of drtll. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 7 5 to 100 plants. TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprlse Flower Mixture. Eaeily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular fuli size packets. Beet and newest shades in respective color claes. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOTA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced BACHELOR’S BUTTON. Many mixtured of the old favorite. new shades. . , NASTURTTUM. Dwarf Tom CALENDULA. New Art Shades. Thumb You can neyer have CAIjTFORNLA POPP . too many Nasturtlums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mlxed Hy- CLIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shlrley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art ghades. FVFRLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. , . ‘ Newest Shades. mixed. No 4—ROOT crop COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round Pack'et) (Large Packet) CABBAGE, Enkbuizen (Large ^neh .. Breakfast Packet) TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Ixmg IjCaf (Large Packet). The (Large Packet) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TTTRNIP, Swedo Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 26 feet ONION, White Pickling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir "Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................ Heimilisfang ........................................ Fylki ................................................

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.