Lögberg - 10.03.1938, Síða 5
LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 10. MARZ, 1938
5
Bandaríkjamenn byggja heila
borg fynr heimssýninguna 1939
AtvinnumálaráÖh. Haraldur Guð-
mundsson íékk þá Vestur-Islend-
ingana dr. Rögnvald Pétursson, dr.
Vilhjálm Stefánsson og Guðmund
Grímsson dómara til að takast á
hendur rannsókn á möguleikum fyr-
ir okkur íslendinga til að taka þátt í
heimssýningunni í New York.
Starf þeirra, sem hefir verið all-
viðfangsmikið, hefir nú borið ágæt-
an árangur og er nú undirbúningi
af þeirra hálfu langt komið og einnig
undirbúningi hér heima.
Alþýðublaðið birtir hér á eftir út-
drátt úr skýrslu, sem Rögnvaldur
og Guðmundur hafa sent ráðherr-
anum og er hún skrifuð í New
York:
“Undir eins og við komum til
New York, fórum við á fund sýn-
ingarnefndarinnar, höfðum einnig
tal af Vilhjálmi Stefánssyni, og tók
hann þeim tilmælum vel, að starfa
með okkur hér og síðar rneir reynast
hjálplegur við að vekja athygli á
þátttöku íslands í sýningunni. Höf-
um við svo allir verið hér að verki
síðan, þó seint hafi gengið og verið
torsótt með flest, einkum með að fá
fullnaðar samþykki fyrir því, sem
við höfum farið fram á. Hefir að-
allega staðið á því, að sýningar-
nefndin hefir ekki getað (og þar af
leiðandi ekki búin) ákveðið endan-
legt fyrirkomulag og tilhögun sýn-
ingarinnar. Bandaríkjastjórn reisir
allar byggingar, sem léðar verða er-
lendum þjóðum og kostar þær að
öllu leyti. Á byggingu þessara skála
er ekki byrjað. Sumarið hefir geng-
ið í að undirbúa völlinn, sem tekinn
er úr mýri upp frá svo nefndum
Flushing Bay. Verður sýningarvöll-
urinn rúmar 3 enskar mílur á lengd
og um 2y2 míla á breidd. Er nú bú-
ið að samþykkja hvernig völlurinn
verður útlagður (Landscape Plan)
og verkinu nokkurn veginn lokið við
þurkun og innfyllingu. Komin eru
upp helztu hús sýningarnefndarinn-
ar sjálfrar, en byrjað verður nú
strax á öðrum byggingum, og er bú-
ist við að þeim verði langt komið á
nætsta sumri.
Borg út af fyrir sig.
Sýningarsvæðið verður borg út af
fyrir sig, með raf-, vatns- og gas-
leiðslum. Verður settur fastur taxti
á hvort um sig, er eigi á þó að fara
fram úr þvi verði, sem sett er í bæn-
um. Löggæzla öll verður í höndum
nefndarinnar, ennfremur eldvörn og
annað þess háttar. Enga aukaþókn-
un greiða þátttakendur fyrir þessa
þjónustu, en ákveðinn skatt greiða
þeir nefndinni af öllu, sem þeir selja
þar á staðnum, hvort heldur eru
sýningarmunir eða matur, en sá
skattur verður ekki hár, er enn ekki
alveg ákveðinn, en fer ekki upp úr
10%.
Verkið, sem fyrir okkur lá eftir
okkar skilningi, var aðallega þetta:
Að leita allra fáanlegra upplýs-
inga aðlútandi þátttöku erlendra
þjóða, hvaða skyldur þær undir-
gengjust, hverra hlunninda þær
nytu, hvernig þær gætu hagað starfi
sínu, hvað þeinii væri leyft að gera
við að undirbúa sýningarskála sina
(innflutt vinnufólk, sérfræðingar,
fagmenn).
Þessu var greiðlega svarað, þvi
samþyktir voru til fyrir öllu þessu.
Allar þjóðir njóta sama réttar sem
fríríki Bandaríkjanna. Þær njóta
lögverndar, löggæzlu og þeirra fríð-
inda, sem á boðstólum eru. Þó
verða þær sjálfar að kosta eigin vá-
trygging gegn allri hættu, þeirra sýn-
ingarmuna, er þær vilja. Vátrygg-
ing þessa eru þær s'jálfráðar að hvar
þær kaupa. Eg gat þess, að Islancl
myndi vátryggja i vátryggingarsam-
bandi sínu heima fyrir, og var því
til svarað, að það væri í alla staði
leyfilegt. Skyldur og kvaðir eru
eigi aðrar en að framan eru taldar.
Ef um sölu er að ræða á einhverjum
niunum, þá ákveða tolllögin hvað
greiða skal, ef um máltiðir ræðir,
ákveður sýningarnefndin hlunninda-
gjaldið. Hver þátttakandi er og
skyldur til að halda reglur þær, sem
sýningarnefndin ákveður með hrein-
læti o. s. frv.
Þjóðirnar ráða útliti skála sinna
Erlendar þjóðir mega að öllu leyti
fyrirskipa og ráðstafa verki við að
undirbúa skála sína og skreyta þá,
koma fyrir sýningarmunum o. fl. og
vista til þess viðhjálp, svo sem smiði,
veggfóðrara og alla fagmenn og
gjalda þeim það kaup, sem um sem-
ur, en erfiðismenn, sem engir ættu
að þurfa að vera, verða þær að vista
hér. Þá mega þær og semja við
hvern sem er að vinna alt þetta verk,
eða einhvern hluta þess, eftir samn-
ingi. Þær mega og leigja frá sér
rekstur allrar greiðasölu, ef þeim
þykir það hagkvæmara, en þó bera
ábyrgð á rekstinum. Ætlast er til,
að erlendár þjóðir, er reka greiða-
sölu innan sinna vébanda, leggi aðal-
áherzlu á að frambera þann sérstaka
mat, sem heima hjá þeim er tíðkað-
ur; komast þær með þvi móti hjá
strangri reglugerð, sem sett er al-
mennum veitingastöðum; þó mega
þær haga matsölu þannig, að gestum
sé gefinn kostur á að velja um rétti,
eftir vild, en þó svo, að einhver sér-
réttanna fylgi máltiðinni. Frysti-
geymslur verður að semja um við
hlutaðeigandi félög hér í borginni;
sýningarnefndin gerir engar ráðstaf-
anir fyrir því. Raffrysting er frem-
ur ódýr og má koma rafskáputn fyr-
ir i eldhúsunum, en um kostnað á
því er ekki sem stendur hægt að fá
fullnægjandi upplýsingar. Lenda
má af sjó fast upp við sýningar-
svæðið, og er þar ákveðið víðáttu-
mikið skipalag. Þar er sett fríhöfn
og vörur allar teknar i land undan-
skyldar skatti. Leyfilegt er skipum
að dvelja þar um lengri eða skemri
tíma, og gestum að búa þar.
Islenzki staðurinn
Um þetta urðu dálitlar togstreytur
og fundum við strax að maðurinn,
sem aðallega hefir mál þetta með
höndum, hafði í sumar sem leið, ráð-
fært sig við einhverja um sýningar-
stað íslands. Stakk hann fyrst upp
á því, að Island festi sér aðeins hálft
svæði, 50 feta framhlið, 100 feta
langa. Því neituðum við ákveðið.
Avinningur að því var enginn fyrir
ísland, þar sem skálinn var ókeypis,
en sýnileg óþægindi á hinn bóginn að
geta gengið svo frá framhlið, að
staðurinn yrði ábærilegur. Þá fanst
okkur og þarflaust, að Island léti
þrengja svo að sér, að ekki færi
meira fyrir þvi en ostsköfunni á
milli brauðsneiðanna. Svo verður
frá inngöngum gengið og framhlið-
um sýningarskálans, að hæglega get-
ur gestum sézt yfir þær sýningar-
búðir, sem framhlið hafa og lítið
tækifæri er gefið til þess að vekja
eftirtekt á sér. Þá höfum við og
annað í hyggju, er útheimti myndar-
lega og sæmilega bifreiðaframhlið,
en það var, ef leyfi fengist til að
nota Leifs Eiríkssonar myndastytt-
una við framhlið skálans — til þess
að auðkenna hann og tengja ísland
á sögulega vísu ríkinu, sem fyrir
sýningunni stendur. — Kom þetta
til tals á fundi bráðabirgðanefndar
yðar í haust, eins og yður er kunn-
ungt. Eftir því sem við komumst
næst, eru það aðeins frumstæðustu
þjóðir, sem settar eru niður á þess-
um.“hálfsvæðum.” Fanst okkur ekki
við það unandi fyrir íslands höndi
Eftir nokkurt skraf um þetta og
ítarlegt viðtal við aðalráðamann sýn-
ingarnefndarinnar, aðmírál William
H. Standley, var að lokum samþykt
að úthluta íslandi “heilt svæði.” Var
þá eftir að ákveða staðinn. Álitum
við að ábærilegustu staðirnir væru í
námunda við aðal sýningárhöll
Bandaríkjanna, og fórum við fram
á, að Islandi væri visað þar til rúms.
Aðal-konsúl Dana, hr. Georg
Bech, tókum við að nokkru leyti i
ráð með okkur, bentum við honum
á, að ef til vill væri það heppilegra
að ísland hefði sérstakan stað, frá-
skilinn Norðurlöndum, sökunt at-
vinnuvega og afstöðu landsins. Var
hann því ekki beint mótfallinn, en
þó mjög lítið fylgjandi. Fanst hon-
ulm réttara, að kosið væri svæði í
námunda við Danmörku. Hann hef-
ir verið okkur að öllu leyti hinn vin-
Styttið bökunardag yðar
BakiS á fimm tímum
með
DYSON'S MXRACLE
YEAST
Gott í alla bökun.
1 kúfuð terskeið af
Miracle Yeast sam-
gildir 1 köku af nýju
eða þurru geri.
Selt l IO centa pökkum
Biðjið kaupmann yðar um þetta, en
hafi hann það ekki, getið þér sent
oss 10 cent fyrir venjulegan pakka.
Skrifiö á íslenzku ef yöur svo lizt
DYSON’S LIMITED Dept. Y
WINNIPEG, MANITOBA
samlegasti, en fylgjast hefir hann
viljað með því, sem við höfum verið
að gjöra.
Skálinn verður afhentur íslend-
ingum fullger að utan og innan, en
milligerðalaus. Veggir sléttir og ó-
málaðir, steinsteypugólf, ósléttað.
Allar leiðslur — vatn, rafmagn,
ræsi, gas o. fl. — verða lagðar inn
í bygginguna að kostnaðarlausu, get-
ur svo hver viðtakandi látið leiða
þær um skálann, sem honum sýnist,
en á eigin kostnað.
Minnisvarði Leifs við skálann
sem er sérfróður um þau efni. Félst
hann á það eitt með öðru, sem oftast
skorti á þjóðsýningar, að það væri
staður innan skálanna, þar sem
þreyttir gestir gætu hvílt sig um
stundarbil, og þá notið upplýsinga
um leið um landið og þjóðina, sem
þeir væru staddir hjá. Einskonar
hvíldarstaður, þar sem gestir jafn-
framt því sem þeir hvildu sig, gætu
horft á, í myndasýningu, fegurstu
staði landsins. Sýning þessi yrði að
vera hreyfiimynd í eðlilegum litum,
annars nyti landslagið sín ekki. Þá
mætti og hylja alla veggi jafnt í sýn-
ingardeildinni sem annarsstaðar með
málverkum, er annað hvort væru
fest á veggina sem tjöld eða í römm-
um sem félli hlið við hlið. Sýning
Islands ætti að okkar áliti, að leggja
alla áherzlu á, að framleiða menn-
ingarhlið þjóðarinnar að fornu og
nýju. Sú kynning verður happasælli
í samkepni þjóðanna en alt annað.
—Alþýðubl. 11. febr.
Frá íslandi
B jörgunarskútan
ísl. námsmenn
við skólann á Sem
Við norska bændakennaraskólann
á Sem í Noregi stunda nú nám 3 ís-
lendingar, samkvæmt því sem sagt
er frá i norskum búnaðarblöðum:
Jóhann Jónasson, Bjarni Fanndal og
Eðvald Malmquist.
Alls fengu 23 nemendur inngöngu
í skólann við byrjun skólaársins nú
um nýárið; umsækjendur voru 72.
Er mikil góðvild sýnd að íslending-
ar fá skólavist í þessum ágæta skóla,
þrátt fyrir mikla aðsókn innlendra
námsmanna.
Tveir íslendingar hafa áður
stundað nám á Sem og lokið prófi
þaðan:
Stefán Þorsteinsson, sem nú er
héraðsráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Kjalarnessþings og Jóhannes
Þorsteinsson, sem er ráðinn héraðs-
ráðunautur hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands.—Nýja dagbl. 15. febr.
# # #
Forsætisráðherra
slasast á skíðumi
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra varð fyrir því óhappi á skíð-
um á sunnudaginn, að öklabeinið á
vinstra fæti brotnaði og jafnfraimt
Forsetakosningar
á Alþingi
Alþingi var sett í gær. Séra Garð-
ar Svafarsson prédikaði í dómkirkj-
unni á undan þingsetningunni og
voru flestir þingménn mættir þar.
Forsetakosningar og skrifarakosn-
ingar fóru fram í sameinuðu þingi
og báðum deildum. Er mannaskip-
un alveg óbreytt frá því á seinasta
þingi.
Forseti sameinaðs þings er Jón
Baldvinsson, varaforsetar Jakob
Möller og Bjarni Ásgeirsson, skrif-
arar Bjarni Bjarnason og Jóhann
Jósefsson.
Forseti neðri deildar er Jörundur
Brynjólfsson, varaforseti Gísli
Sveinsson og Finnur Jónsson, skrif-
arar Vilmundur Jónsson og Eiríkur
Einarsson.
Forseti efri deildar er Einar Árna-
son, varaforseti Magnús Jónsson og
Sigurjón Ólafsson, skrifarar Páll
Hermannsson og Bjarni Snæbjöms-
son.
Nefndakosningar fara fram , dag.
Fjárlög og fjáröflunarfrv. frá
stjóminni voru lögð fram i gær.
Eru það frv. um framlenging þeirra
tolla og skatta, sem nú gilda.
—Nýja dagbl. 16. febr.
•tfl
inDyson’s
Miracle
yeast
L^URE-DRY-FASTRIý'JJJ
|^StCHt-LÉVE ItAPW*. |||
|^ýtSOIISJ.IWlTEg^
ISINÍ
Guðm. dámari Grímsson fór ný-
lega til Wásihington, að fá leyfi til
þess að fá að hafa eftirlíkingu af
Leifsmyndastyttunni til þess að
vekja athygli á íslenzka sýningar-
skálanum, ef unt væri, eftirlíking af
myndhöggvaranum, Mr. Calder, er
nota mætti. Höfðum við tal af
myndhöggvaranum, Mró Calder, er
býr hér í borginni^ og virtist honum
áfram um að þetta gæti gengið.
Eftir að málið var skýrt fyrir við-
komandi mönnu.m, gáfu þeir sam-
þykki sitt til að myndin yrði notuð,
og jafnframt skriflegt leyfi til
myndasmiðsiris um að honum yrði
léð hún um tíma, meðan hann mót-
aði aðra eftir henni, er notuð yrði
meðan á sýningunni stæði. Kostn-,
aðinn við þetta er ekki hægt að áætla
með neinni vissu. Að ágizkan Mr.
Calders er hann sagður nema alt að
35,000 doll, að meðtöldu verkinu við
að korna myndinni fyrir á sínum
stað í garðinum. Virtist okkur þetta
vera altof mikið fé, þó því sé ekki
að neita, að mjög væri það æskilegt
að myndin gæti verið þar til sýnis,
einkum sökum þess; sem á hana er
letrað. I verði þessu er falið að
standmyndin sjálf sé koparsteypa,
eins og sú í Reykjavík, og að öllu
leyti af sömu gerð.
Hefir okkur hugkvæmst, að fara
þess á leit við Bandaríkjastjórnina,
hafi hún ákveðið að prýða garðinn
með myndum að þessu tagi, að hún
láti mynd þessa fylgjast með, en um
það er ekkert hægt að fullyrða að
svo stöddu, því ekki mun áætlan
stjórnarinnar komið svo langt, að
þessu máli sé ráðstafað. En mála-
leitun þessari verður haldið áfram
þangað til endanlegur úrskurður
fæst.
Að lokum vildum við mega benda
á, að með því að svæðið er þetta
stórt, eins og ákveðið er, þá má nota
það á svo margvíslegan hátt til þess
að gjöra íslenzku þjóðsýninguna sér-
staklega aðlaðandi og frábrugðna
öðrum þjóðsýningum. Barst ein-
mitt þetta atriði í tal við listadeild-
arstjóra sýningarinnar, Mr. Vorhees,
Sæbjörg, hin nýja björgunarskúta
Slysavarnafélagsins, lagði af stað
frá Danmörku i gær og mun koma
hingað til Reykjavíkur i kringum
þann 20. þ. m. Skipstjóri á skútunni
er Kristján Kristjánsson, sem var
skipstjóri á Gottu í Grænlandsferð
Ársæls Árnasonar. Framvegis verð-
ur 6—7 manna áhöfn á skipinu.
Skipið á að vera hér á Faxaflóa,
fylgja bátunum á fiskimiðin og að-
stoða þá, ef þess þarf með. Getur
það starf hafist á þessafi vetrar-
vertíð.—Nýja dagbl. 13. febr.
varð nokkur tognun í kringum ökl-
ann.
Forsætisráðherrann var í brekk-
Unum suðaustur af Vifilstaðavatni,
þegar slys þetta vildi til. Hugði hann
meiðslið niinna í fyrstu og hélt því
áfram á skíðunum nokkra - stund
áður en hann fór heim að Vífils-
stöðum.
Vegna þessara meiðsla varð for-
sætisráðherra að vera heima í gær
og er vafasamt hvort hann getur
verið við þingsetninguna í dag.
—Nýja dagbl. 15. febr.
# # #
# # #
Þrír islenzkir togarar
við Norður-Noreg
Við Norður-Noreg eru nú þrir
íslenzkir togarar að fiski og veiða í
salt. Eru það Reykjaborg, Venus
og Júpiter. Fóru þeir þangað að
aflokinni ísfisksölu í Englandi um
20. f. m.
Haukanes seldi í fyrradag ísfisks-
,afla í Grimsby, 1890 vættir á 1338
pund. Garðar og Brimir eru enn á
íisfiskveiðum. Tryggvi gamli kom af
ufsaveiðum í gær með um 100 smá-
lestir, og fer sennilega ekki út aftur.
Kári er enn á ufsaveiðum.
Aðrir togarar liggja í höfn.
—Nýja dagbl. 13. febr.
María Markan ráðin
til Þýzkalands
Ungfrú María Markan óperu-
söngkona hefir í vetur verið ráðin
til þess að syngja gestahlutverk i
söngléikhúsum í þrem borgum í
Þýzkalandi. Hefir hún meðal ann-
ars sungið aðal kvenhlutverkið í
söngleik Verdis “Trubaduren” við
ágætar viðtökur.
28. febrúar n.k. verður María
Markan einsöngvari á stórum hljóm-
leikum í Berlín og i sumar hefir
henni verið boðið að halda hljóm-
leika í söngsalnum í Tivoli í Kaup-
mannahöfn. Dönsk blöð hafa ritað
ákaflega vinsamlega um söng Mariu
Markan í Kaupmannahöfn á dögun-
um.—Nýja dagbl. 16. febr.
Announcing the Opening of . . .
The SALAD BOWL
RELIABLE FRLJIT AND VEGETABLES
798 SARGENT AVENUE
(Opp. The Rose Theatre)
Phone 35 887
A. ODDY
Everything for a Crisp Salad . . . We have Fresh Orange Juice
and Grape Fruit Juice . . . while you wait.
Fancy Fruit Baskets Our Specialty — Kraft Products
Pronupt Dclivery Service
Don’t Miss the Opening Date — March 15
1 THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING =
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS ||
BECA USE— |
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ==
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF ||
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER ||
WE DELIVER. =
| COLUMBIA PRESS LIMITED |
695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327
EHJOYt"eRICH nuttyfuvor
0F HOME CROWN (ELERY
Golden
The new, out
lng variety br
Ferry-Morse a
fered for the
time. A mair
variety for use
ever a larger
Golden Self-B
ins: is wanted.
buyers who watched it grow to maturity,
harvested and packed, pronounced it prac-
tically perfect. I'ostpaid: Pkt. (1/16-oz.)
15c; 2 pkts. 25c; y2-oz. $1.10; 1 oz. $2.00.
23 New Varieties of Vegetables, grown on our
own Seed Testing: Plant Breeding Farm, re-
celved the Market Gardeners' Award of Merit
193(5. McFayden’ft Seed Ust also contalns the
All American Flower Awards. Keep your
garden up to date.
M^F.VY DLN BtcÚvemzePackeÞ
SEEDS en;v3‘-4mt.
In addition to the newest varieties, not yet
in full production and necessarily sold at
higrher prices McFayden’s Seed Company
offer their reg:ular stocks, trled and tested on
tb.eir own Plant Breedlngr and Seed Testing
Farm, at 3c to 4c per packet postpaid. Bl*
overslze packets, too. Every packet dated
day packed and guaranteed to full amount
of purchase price. Individual cultural direc-
tions, for Canadlan conditions, on every
packet.
BUY YOLTR SEEDS DIRECT--It ls impoi-
sible for us to glve in any Commlsslon
Cabinet the wide assortment to choose from
found in our Seed List, containlng 281 varie-
tles of veg:etables and over 500 varieties ot
flowers.
IF— McFayden Seeds were sent out to
Stores in Commlssion Boxes, we would prob-
ably have & lot of seed on our hands at the
end of the season.
If this seed wts thrown away it would be
a total loss, and we would have to chargre
more for our seeds, or put less seed in a
packet to make up for it.
If, on the other hand, we did not throw lt
away, but kept it over and sent it out in
packages again, the tendency would be for
ua to accumulate a lot of old seed.
We, therefore, sell direct to you only—NOT
througrh Commission Boxes — TESTED
8EED8, and give you the benefit of the sav-
ings made in thls way.
'MCFAYDENS FAM0US
VEGETABLE C0UECTI0N
I04í?s.25í
—ojkÍ goa get your 25c
Ten regular, full-slze 6c and lOc packets,
Í5c postpaid, and you get the 25c back on
your first order of |2.00 or more by means
of a refund coupon good for 25c sent with
thia collection. Money order preferred to
coin or stamps. Makes a nice gift. Costs so
llttle. Grows so much.
Order NOW. You will need seeds anyway.
McFayden’s Seeds have been the foundation
of good gardens since 1910.
Collection contains one regular full slze
packet each of the following:
BEETS—
Detroit Dark Red. The best all
round Red Beet. Sufficlent
aeed for 25 tt. ot row .
CARR0TS—
Half Long Chantenay. The
best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 ft.
of row.
CUCUMBER—
Early Fortune. Plckles,
sweet or sour, add zest
to any meal. Sufflcient
for 25 ft. of row.
LETTUCE—
Grand Rapids. Loose X-eaf
variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will
sow 20 to 25 ft. of row.
0NI0N—
0NI0N—
Yeiiow Glohe Danvers. A splen-
did wlnter keeper.
Whlte Portugal. A popular
white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 16 to
20 ft. of drill.
RADISH—
■> & Half Long Guemsey. Suf-
PARSNIP— ficient to sow 40 to 50 ft.
of drill.
French Breakfast. C o o 1,
crisp, quick-growlng variety.
Thls packet will sow 25 to 80
ft. of drill.
White Summer Tai»le. Early,
TIÍRNIP— quick-growing. Packet will
lUlVllll sow 25 to 30 ft. of drill.
Canadian Gem. %-
SWEDE TURNIP mmm ounce sows 75 ft.
in our Wheat Estimating Contest, open to
our customers. 54 priz.es. Full particulars ín
McFayden’s Seed I.ist, sent with above seed
collection. or on request.
FltEE—CIip this advertisement and, get
Large I’acket Beautiful Flowers FREE (L.)
Worth-Whiie Savings on Ciub
Orders described in Seed List.