Lögberg


Lögberg - 17.03.1938, Qupperneq 3

Lögberg - 17.03.1938, Qupperneq 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 17. MARZ, 1938 3 Jórsala meS konunglegri makt. Eftir svartadauÖa lendir auðurinn í land- inu í fárra manna höndum og verð- ur þá auður og örbirgð í landi. Bisk- upsstóll var settur í Skálholti 1056, en á Hólum 50 árum síðar. Voru hinir fyrstu biskupar mestu ágætis menn, og þrátt fyrir alt og alt voru biskupsstólarnir mesta menningar- sl'agæð landsins, alt í gegnum sög- una, og fyrir utan flesta hinna út- lendu biskupa, sátu í því embætti fjölmargir af landsins hæfustu mönnum. Biskupssetrin voru höf- uðból og allmikil menning þroskaðist í skjóli þeirra í gegnum svarta myrk- ur þessara alda. Siðskiftin komust á um land alt um miðja 16. öld, með aðstoð kon- ungsvaldsins( eftir mikla baráttu, en Jón biskup Arason er mest kvað að af öllum biskupum í katólskum sið, var hálshöggvinn ásamt sonum sin- um í Skálholti, án dóms og laga, og verður sá svarti blettur seint skaf- inn af löndum hans. Var sú bar- átta á Islandi frekar af pólitískum en trúarlegur rótum runnin, en ekki batn'aði hagur lands og þjóðar er alt lenti undir hið konunglega vald. Áhrifamestir allra biskupa i lútersk- um sið voru þeir Brynjólfur Sveins- son í Skálholti og Guðbrandur Þor- láksson á Hólum, en skærasta ljósið sem skein í gegnum myrkur þessara alda var séra Hallgrímur Pétursson sálmaskáldið kröftuga og andríka, sem söng svo vel að “sólin skein i gegnum dauðans göng.” 1 þrjár ald- ir hefir ljós hans lýst íslenzkri þjóð, °& þó ýmsir rithöfundar samtíðar- innar hafi reynt að rýra gildi hans, þá stendur sá bautasteinn sent hann reisti þegar þeir verða gleymdir og horfnir í tímans djúp. Á seytjándu öldinni eru Svalbirð- ingar á Norðurlandi áhrifamikill kynstofn, sem rís hátt i sögu lands- ins; höfðingjar tniklir og vitmenn. 1 byrjun seytjándu aldar ber mest á Oddi Sigurðssyni, mestu ráðandi í landinu um skeið, vitur maður og glæsimenni með afburðum, en barn sinnar tíðar, ógæfan bar hann fyrir borð; ógæfu fslands hefir margt orðið að vopni. Þá var hinn mál- snjalli skörungur Jón biskup Vídalín spiltist af aldar og tíðarandanum. Fyrst fer að rofa til í íslenzkri sögu er Skúli Magnússon ris til hæstu tignar í landinu. Fyrsti for- inginn og leiðtoginn í hinni nýju sögu íslands, ber hann höfuð og herðar yfir þjóðsína á síðari hluta átjándu aldar, er hann óefað mesti ntaður þeirrar aldar, en hann átti við raman reip að draga. Nítjánda öldin er öld endurreisnar og öld ljóðlistar; aldrei hefir skálda- bekkurinn verið betur setinn, hvert stórskáldið öðru kröftugra og ekk- ert hefir vhkið þjóðina betur til meðvitundar um sjálfa sig en kyngi- kraftur ljóðlistarinnar. Jónas Hall- grímsson yrkir herhvöt til þjóðar- innar með kvæðinu “ísland, farsæld- ar Frón” og Fjölnismenn töluðu af krafti svo þjóðin rumskaðist. Svo kemur þjóðhetjan Jón Sigurðsson. Séra Matthías, Jón Ólafsson og Ei- ríkur Magnússon í Cambridge eru sent eldibrandar í hinni íslenzku frdsisbaráttu. Þúsund ára hátíðin og stjórnarbótin er vísir og forboði meira frelsis og sjálfstæðis, og loks með Hannes Hafstein í broddi fylk- ingar fagnar land og þjóð 20. öld- inni og ísland verður sjálfstætt ríki 1918. Hér er fljótt yfir sögu farið. En nú mun einhver spyrja: Því er- um við að hugsa um ísland? Því að hugsa um fortíðina? Því að líta til baka? Sá sem það gjörir verður að saltstólpa. Því ekki að lát hina dauðu grafa sína dauðu? Því ekki heldur að horfa frarn á veginn? En því er að svara, að bezt er að sern mest sé samræmið í fortíð, nútíð og framtíð. Eg trúi þvi ekki að við verðum að saltstólpa eða steingjörv- ingi þó við ausum af lindum for- tíðarinnar. Sá, sem ekki gjörir það, verður andlaus strandaglópur; hann tapar allri kjölfestu og berst sem rekald í tímans djúpi. Það líður óðfluga að þvi að við Vestur íslendingar sem heild hverf- um úr sögunni, töpum tungu og þjóðerni, en við skulum vinna meðan dagur er og það er enn langt til kvölds, ef vel er barist. * En spursmálið fyrir okkur er ekki það, að við lifurn sem Islendingar um aldur og æfi, heldur hitt rniklu fremur, að við vinnum okkur og ís- lenzkri þjóð þann orðstýr, sem er sæmilegur mönnunt af norrænum stofni. Við skuldum íslandi það og við skuldum okkar kæru fósturlönd- um það. Við skulum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Við skulum berjast á móti straumnum, vera duglegir, áreiðanlegir, staðfastir og trúir hvaða verkahring sem við störfum í( hugsjónaríkir og viðsýnir. Það er hverju orði sannara að af dáðleysi foreldranna í dag súpa börnin á niorgun, eins og Steingrím- ur skáld komst svo snildarlega að orði: “Feðranna dáðleysi er barn- anna böl og bölvun i nútíð er fram- tíðar kvöld.” Eg ætla að ljúka máli mínu með því að minna ykkur á nokkrar vísur eftir Stephan G., kraftaskáldið vest- ur-islenzka, er hann skrifar kunn- ingja sínum er heima á í sól og suntri suðursins, og dýrkar það: Þú krymlar þér hálfgjört við kuld- ann hér nyrðra og klökugu fjöllin sem girða mann af; unir þér betur við sólskinið syðra, sumarið lang og brima sælt haf. En klakann og mjöllin met eg þér betur, mjallar og klakans eg fósturbarn er. Eg á í æfinni oftast nær vetur enn fleiri en sumrin mín hvernig sem fer. Eg veit það er indælt við sækyrra sanda að sitja og hvílast þar ládeyðan felst. En þar ætti eg landnám sent lang- flestir stranda, ef liðsint eg gæti eg bygði þar helzt. Eg veit það er lánsælt að lifa og njóta, að leika og hvílast þar hugurinn kýs; en mér finst það stærra að stríða og brjóta í stórviðrum Sefinnar mannrauna ís. Þann ferðamann lúðan eg lofa og virði, er lífsreynslu skaflana brýtur á hlið, og réttir svo mannlífsins mannrauna byrði á langþreyttar axlir og kiknar ei við. Of oft fanst mér vorbatans viðtakan blíðust þá vetrarins langslæðan nærseildist til, kveldskinið rósamast, hvíldin sú þýðust, er kom þegar slotaði dimmviðra byl. Þetta kvæði ættu allir íslendingar að kunna; þetta kvæði ættu allir íslendingar að lesa eins og bænirnar sínar og læra af því að lifa. Hipn heimsfrægi læknir Dr. Walter Reid sem var Biandaríkja- maður, sem fann orsök gulu-veik- innar og sem dó á bezta aldri fyrir of mikla árenyslu, skrifaði konunni sinni skömmu áður en hann dó og lofaði hamingjuna fyrir það að hon- unt hefði auðnast að vinna verk, sem þjóð sín og mannkynið hefði blessun af. Sú hugsun ætti að vera ríkjandi hjá hverjum manni. Við Vestur-íslendingar ættum að hafa hugsjón svipaða og þessi merki læknir, leggja fram krafta okkar sem einstaklingar hvar sem við erum, og þó /sérstak’lega í sameiningu sem bræðrafylking. Við höfum fengið góðan orðstir, en höfum lagt okkur of mikið eftir loíi og hrósi. Við eigum mikla krafta og vit, sent fer forgörðum vegnar sundurlyndis, andvaraleysis og framtaksleysis. Við þurfum að vekja þá til lifs og starfs og gleyma þvi ekki að við ihöfum köllun. Frétt frá Betel Staðhæfing sú ,mun ekki úr lausu lofti gripin, að elliheimilið Betel á Gimli, sé með hinum allra vinsælustu stofnunum okkar Vestur-Islendinga, —og jafnvel kannske hin vinsælasta. Gjafir og tiðar heimsóknir fólks til stofnunarinnar, og hlý umtnwli í hennar garð úr svo mörgum áttum, auk þess að ætíð er fyrirliggjandi hjá stofnun|arinnar, og hlý ummæli í af umsóknarskjölutn frá tilvonandi vistfólki, eru sönunnarmerki þess, að Betel á góð og mikil ítök hjá al- ntenningi vorum. Nafnið Betel þýðir; himins hlið, —og mun það næstum einrónta álit vistmanna, að heimilið verðskuldi þetta fagra nafn. Öllum þykir vænt um forstöðukonuna, Miss Ingu Johnson, og lúka lofsorði á heimilis- stjórn hennar. Stundunt geri eg mér far um að spyrja gamalmennin að þvi einslega, hvernig þau kunni við sig á Betel. Ætíð er svarið það, að aðhlynning þar sé svo góð, að þeim gæti tæplega liðið betur annarsstað- | ar. “Það væri eitthvað alvarlega rangt við þann mann, sem ekki væri ánægður á Betel,” sagði einn öldung- nrinn. Nýlega er á “Heimili hins j fagra sólseturs” (eins og Dr. Stew- ■ art sál. frá Ninette nefndi BeteD ! kominn 99-ára öldungur frá Norður Dakota; og segist hann sjá eftir því að hafa ekki komið fyr en hann gerði. Fyrir aldur sinn hefir mað- ir þessi góða sjón og heyrn, er minn. isgóður, — og kann líka heldur betur en mannganginn á taflborði, eins og hann sýndi og sannaði hér einu sinni í vetur. Endist honum áldur til 14. desemlter n.k., heldur liann aldarafmæli sitt. Síðastliðið ár var }mikið heitn- sóknarár í sögu heimilisins. Sam- kvæmt uppteknum hætti, komu kvenfélög bygðar og borgar með marga broshýra gesti, gómsætar veitingar, hljómfagran söng og inni- lega hlýjar kveðjur; er heimilisfólk- inu ætíð mesta ánægja að þessum gleðiimótum. Mun víst aldrei hafa verið f jölmennari heimsókn að Betel, en þegar kvenfélagið “Framsókn” á Gimli troðfylti salinn þ. 1. marz í fyrra. Bændakvenfélagið frá Min- erva skólahéraði við Gimli kom skömmu síðar, þ. 25. s. m. “Sigur- von” kom frá Húsavík þ. 3 júní. Svo um miðsumarleytið, 15. júlí, kontu kvenfélagskonur Fyrsta lút- erska safnaðar frá Winnipeg. Með Winnipeg kvenfélaginu kom hin vinsæla og góða söngkona, frú Sigríður Olson, og skemti með in- dælum síng. Lét hún heldur ekki við það sitja að koma einu sinni, en kont að vörmu spori þ. 28. júlí, og með henni ungfrú Snjólaug Sigurdson, organisti Fyrsta lút. safn. Settu þær upp þarna frábærlega góða söng- samkomu, eins og vænta mátti af þessurn siú'ldar listafkonum. Þrír afbragðs söngmenn hafa og skemt gamla fólkinu með list sinni á þessu tímahili. Eru þeir: Ólafur N. Kár- dal á Gimli, séra Egill H. Fáfnis frá Glenboro, og Pétur Magnús, söng- stjóri Sambandssafnað^r í Winni- peg. Ekki eru þó þar tneð upptaldir allir söngmennirnir, sem á árinu hafa komið( sungið og sigrað á Betel. Karlakór Islendinga í Wirtnipeg, undir stjórn Ragnars H. Ragnar, var einnig kærkominn gestahópur, sent veitti heimilisfólkinu ógleyman- lega gleðistund. Meðan á kirkjuþingi stóð á Gimli, s.l. suinar, var gestkvæmt mjög á Betel. Auk þess að margir kirkju- þingsmenn litu þar inn stýrðu fjórir prestar til skiftir morgunguðræknis- stund á heimilinu. Voru þeir: Séra Sigurður Ólafsson, Séra H.araldur Signtar, séra Valdimar J. Eylands og séra Rúnólfur Marteinsson. Séra B. B. Jónsson, D.D., flutti prédikun þar kirkjuþingssunundaginn( en séra Jóhann Bjarnason stýrði tnessuhald- inu. Máunadginn 20. júní sýndi séra V. J. Eylands prýðilega góðar skuggamyndir frá íslandi. Margir aðrir góðir gestir komu þetta síðastliðna ár, og sumir þeirra mjög langt að, eins og Guðm. hér- aðsdóntari Grímsson frá Rugby, N.D., Hjörtur Thordarson, rafur- magnsfræðingurinn frægi, frá Chi- cago, og fröken Halldóra Bjarna- dóttir frá íslandi. Heimsóknir “sem í frásögur eru færandi” eru og tíðar á þessu yfir- standandi ári. Séra Guðm. P. John- ... Announcing the Opening of . . . The SALAD BOWL RELIABLE FRUIT AND VEGETABLES 798 SARGENT AVENUE (Opp. The Rose Theatre) Plione 35 887 A. ODDY Everything for a Crisp Salad . . . We have Fresh Orange Juice and Grape Fruit Juice . . . while you wait. Fancy Fruit Baskets Our Specialty — Kraft Products Prompt Dclivery Service Don’t Miss the Opening Date — March 15 I THOSE WHOM WE SERVE j IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING H AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS H BECAUSE- | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- =j ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF Sj THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER ^ WE DELIVER. * =§ | COLUMBIA PRESS LIMITED | = 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 son flutti prédikun við heimilismessu 2. janúar, og sýndi íslenzkar skugga- myndir næsta dag. Brigadier H. C. Habkirk, foringi í Hjálpræðishern- um, leit inn um miðjan s.l. mánuð. Ófeigur Sigurdson( frá Red Deer, Alta., og Guðm. dómari Grímsson stóðu við um stund þ. 24. febr. Mik- ið fagnaðarefni fyrir heimilisfólkið var það, er dr. Brandson var svo vel til heilsu kominn eftir sjúkdómslegu ekki alls fyrir löngu, að hann gat heimsótt á ný ‘‘heimilisbörnin” sin á Betel. Kvenfélagið “Gimli Women’s In- stitute,” sem samanstendur bæði af íslenzkum og annara þjóða konum, hafði glaða stund með vistfólkinu þ. 5. febrúar, en á afmælisdegi Betel, þ. 1. marz, kom kvenfélag Gimli lúterska safnaðar, “Fram. sókn.” Hafa konur þessar síðar- nefndu hertekið afmælisdaginn til árlegrar Betelheimsóknar. Heimsókn þeirra nú var hin ánægjulegasta í alla staði. Séra B. A. Bjarnason bar fram kveðju kvenfélagsins, frú Lára Tergesen las fagurt ávarp, frú Christiana O. L. Chiswell bar fram ljóð snildarlega vel, og Lárus Árna- son þakkaði kvenfélaginu fyrir hönd heimilisfólksins með vel völdum orðurn. Hinn ungi og ágæti tenór-söngv- ari, Ólafur N. Kárdal á Gimli, hefir söngsamkomu árlega á Betel. Var hann þar kærkominn gestur þ. 4. marz s.l., og söng þá “eins og sá sem vald hefir.” Undirspilið annaðist ungfrú Sylvia Thorsteinsson. Eru þau bæði, Ólafur og Sylvia, nýkom. in heim eftir sex mánaða nám á fjarlægutn stöðum. Var ungfrúin við Toronto Conservatory of Music, þar í borg, og útskrifaðist hún með heiðri og sóma: en Mr. Kárdal hlýddi málshættinum fræga, “Go West, young man; go west,” og tók sitt fullkomnunar náim i Bellingham, Wash. Hin frábærlega góða fram- koma þessa unga og gáfaða lista- fólks veitti Betel-fólki uanðsrika stund, sem seint mun úr minni líða. B. A. B. Business and Professional Cards | PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœCingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslml — 22 261 •Heimili — 401 9»1 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar lœknlngar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Bldg., Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. • H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phon« 9 4 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Ijindal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone »7 621 Offices: 325 MAIN STREET BUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver A.S.BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaCur s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEQ Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægl. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fastelgnir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pægilegur og rólegur bústaOur < miObiki borgorinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ghuests

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.