Lögberg - 07.04.1938, Page 6

Lögberg - 07.04.1938, Page 6
6 LÖGrtíJblRG, FIMTUDAGiNM 7. APKÍL, 1938 |j Hundur kaíteinsins jj 1!===========« “Ó, frú!” sagði Jeanneton. Hjarta hennar var viðkva'tnt og sálin óspilt, þótt ekki vajri það ætíð ljóat. “Sjáðu hvað hann er magur, beinin skrölta í bjórnnm!” “Já,” sagði Lise, þegar hún sá hvernig hann leit út. Svo bætti hún við: “Hg liefði aldrei liugsað að það hefði svona mikil álirif á mig. Eg kenni svo í brjóst um vesaling- inn!” Tillit og svipur liundsins þar sem hann lá svo hra'ddur, svo aumingjalegur, hvort- tveggja áhrifameira en nokkur ræðuliöld, gekk henni til hjarta, sem járn-fleinn. Iðrun- in lét til sín taka. “Hvað eg hefi hlotið að vera vond við- liann, úr því hann hræðist mig svona!” Hún kallaði á hann. Zero reis upp eins og hann ætlaði að koma til liennar, en eins og hann tryði ekki .sínum eigin eyrum, lagðist hann aftur niður. Unga konan skildi hvað hann hugsaði. “Þú það!” sagði hún, og röddin var við- kvæm og lokkandi. “Eg ætla að koma til þín úr því þú vilt ekki koma til mín.” llúii gekk hratt yfir um til hans. Zero lagðist flatur niður, liræddur. En til þess að hughreysta liann, tók hún stóra höfuðið milli hinna fínu, fallegu handa, höfuðið, sem ekki hafði fríkkað við ferðalagið; en sem altaf bar merki um vitið mikla; klappaði á það og kjassaði eigandann með allra handa gælu-nöfnum, sem liann aldrei hafði verið nefndur áður; hann, sem ekki hafð'i þekt frá hennar hendi nema atyrði og fyrirlitn- ingu. tíreytingin var svo mikil, að'Zero, sem var vanur því gagnstæða, hlaut að vantreysta henni fyrst í stað; gat ekki trúað því að hún meinti alt þetta kjass. Hann horfði á þessa ungu konu tvisvar, hvað eftir annað, til þess að reyna að fá vissu um að henni væri alvara. Smátt og smátt sannfærðist hann samt, og þegar hortum skildist að alt væri með feldu, fór hann að sleikja á henni hendurnar og horfði á liana þakklátum augum, sem sýndust segja: “Þú meinar það f Þú myndir ekki vilja svíkja hund, sem aldrei hefir gert þér meinf ” Jeanneton opnaði eldhúsið og Zero sýndi með augunum hvað hann langaði ó- stjórnlega mikið til að fara inn. En liann hikaði samt enn, ló lireyfingarlaus á sama stað, og mændi vonaraugum inn í þetta skín- andi hús, þar sem honum hafði liðið svo vel fyrrum og þaðan sem hann hafði verið svo harðneskjulega rekinn. “Komdu! Við skulum koma!” ^agði frúin, sem gat sér til um livað hann hugSaði, og vildi nú fá fyrirgefningu á gerðum sínum. Hún fór inn og hann á eftir. En liann var svo máttlaus af liungri og þreytu að undir eins og hann kom inn fyrir þrepskjöldinn í eldhúsinu, kastaði liann sér niður, eins og hann gæti ekki staðið né gengið geti lengra. “Ilanri er að deyja úr hungri,” sagði hin góðhjartaða Jeanneton. Lise tók heilan brauðhleif og braut í þrent, sem var þykt, og braut livern part í smáa bita og gaf Zero. Hver biti var bara munnbiti. tíitarnir hurfu eins og þeir hefðu sokkið í hyldýpi. Hann hefði gleypt í sig allan hleifinn, ef hann hefði haft tækifæri og Lise hefði sjálfsagt verið ánægð með að gefa honum það; Jeanneton vissi betur. “Þetta er nóg, frú mín góð,” sagði mat- reiðslukonan. “Hann má ekki éta of mikið, eftir svona mikið hungur. Hann dæi úr melt- ingarleysi. Eg skal gefa honum góða súpu bráðum! ’ ’ Zero, sem hafði nú fengið næringu, íor nú að sýna að Jiann hefði hjarta. Hann liorfði hátt og lágt í eldhusinu eftir einhverju merki um húsbóndann, sjáanlega. Hann fór og nusaði að fötum kafteins- ins, sem Jeanneton hafði látið á stól kvöld- inu fyrir, nærri reykliáfnum, og hann fann á lyktinni, sjáanlega, að þessi föt tilheyrðu húsbóndanum. Hann sannfærðist af fötunum að hús- bóndinn hlaut að vera í nágrenninu og horfði nú aftur og aftur upp stigann, sem lá upp í svefnherbergi kafteinsins, eins og hann vildi biðja um leyfi til að fara upp. “Ó,” sagði Jeanneton við frúna, “livað kafteinninn verður glaður. Hann sem hefir verið svo órólegur!” Hún néri saman hönd- unum af ánægju. Hún tók líka þátt í þessu. “Já!” svaraði Lise. “Hann verður það sannarlega og eg vil ekki fresta hamingju hans. . . . Opnaðu dyrnar liægt; það er Zero sem skal vekja hann.” Zero hafði hlustað á samræðuna, eins og hann skildi hvað þær væru að tala um. Hann fór gætilega á eftir vinnukonunni upp stigann; en varla hafði hún opnað hurðina þegar liann kastaði sér á pilsin hennar og atti a hætiu að detta um þau, og ruddist inn. Hann sá húsbonda sinn, hljóp að rúminu, stökk upp og kastaði sér rétt ofan á brjóstið á honum. Aldrei hefir nokkur maður vakn- að fljótara en tíigault þá. Kafteinninn rak upp dalitið Jiljóð, jafnvel áður en Jiann opn- aði augun, og iiundurinn, sem hélt að Jiann Jielði meitt vin sinn, stökk nú niður eins fijótt og Jiann hafði stokkið upp. Jean Pigault,' sem nú var alvaknaður, leit í kring- um sig, og sá þann, sem hann liéit vera iiinum megm á linettinum, í Jierberginu, og spurði sjálfan sig hvórt liann væri ekki að dreyma. En Zero stökk nú í annað sinn upp i rúmið og sannfærði kafteininn með þyngd sinni að Jiann væri þarna virkiiega. Olmandinn og gieðin og fieðulætin tóku af allan efa. Hver annar en Zero gat sýnt slík vinahót; Jiver annar gat látið sér þykja svona vænt um að sjá hann afturf Eliginn maöur mætir tVeimur liundum eins og Zero, á sinni lífstíð. Kafteinninn tók báðum sínum breiðu liöndum á kaf niður í húð og hár Zeros. Hann haíði ekki þvegið sér síðustu dagana, en hann liorfði stöðugt vinaraugum á Iiúsbónda sinn. “Hvar hefirðu veriðf” sagði kafteinn- inn loksms. “Þú varst ekki fallegur fyrr- um og ert ekki enn, en gæðin og vitið er Jivorttveggja það sama sem fyr. Hvernig komsiu Jnngaö ?” Zero hefði viljað geta svarað öllum þessuin spurningum, en Jean Pigault talaði frönsku en hundur sem hafði tilfieyrt Nor- kind van der Tromp talaði auðvitað aðeins Já-þýzku, eins og þeir í tíerlin kalla það. Hann varð að gjöra sig ánægðan með að sleikja Jiendur liúsbónda síns og horfa á hann með öllum þeim vináttumerkjum sein Iiund- um er mögulegt að sýna. Frú Pigault hafði álitið rétt að fara ekki upp strax meðan stæði á mesta fögnuðinum, — vildi lofa vinunum að fagna í næði. En hún vildi heldur ekki láta bíða lengi eftir sér. llún kom nú inn kát og brosandi. Það var engin uppgerð fyrir konu, sem þótti vænt um mann sinn og fagnaði með lionum. Þegar kafteinninn sá konu sína koma, tók liann fyrst eftir því að Zero var ekki sem þokkalegastur. líúmið bar þess merki. Og til þess að forðast ofviðri, sem gæti dregið skugga yfir hinar fyrstu fagnaðarstundir, sem gætu þá endað sorglega, sagði hann. “Viltu nú fara niður þrjóturinn þinn?” og tók um hálsinn á hundinum. “Þú hefir ekki tekið eftir því að við þvoðum þessar voðir í gær. ’ ’ “Lofaðu honum að vera,” sagði Lise, sem hafði heyrt álengdar, hvað sagt var. “Þið eruð svo ánægðir, svo sælir, að það borgar sig vel að þvo voðirnar. ” Þessi orð voru í svo mikilli mótsögn við atliugasemdir hennar um Zero fyrrum, að kafteinninn hrærður en forviða, horfði á konu sína hvað eftir annað, til þess að ganga úr skugga um að henni væri alvara. Lise skildi tillitið en svaraði ekki síðustu orðum kaftensins en sagði: “Það er eg sem fann hann og færði þér Jiann aftur; fástu ekki um smámunina við- víkjandi voðunum. Eg vil ekki á nokkurn hátt skerða þessa gleðistund okkar þriggja.” Okkar þriggja? Heyrði eg rétt ?” spurði kafteinninn, sem gat ekki trúað eyrum sín- um. “Já, öllum þremur,” svaraði frú Pigault greinilega. “Eg hefi verið harðbrjósta stundum við vesalings skepnuna,” bætti liún við og lagði fallegu, hvítu, nettu liendina á höfuðið á Zero, sem hafði aldrei áður hlotnast slík sæla. En vinur minn, skilurðu það ekki? Það var ekki algerlega mér að kenna; þú lézt þér þykja of vænt um hann. ” “Kæra mín; mér þótti mikið vænt um skepnuna; en hvað var það í samanburði við ást mína til þín ” Hinar fögru, marmgra-h-vítu kinnar frúarinnar roðnuðu sem rósir og bláu augun Jitu upp til lmns, en síðan niður. , “Eg verð að segja alt sem mér býr í brjósti,” hélt Lise áfram. “Fyrrum þótti mér hann ljótur; nú sýnist mér hann ljóm- andi fallegur. ” “Sem sýnir að ástin er blind,” sagði kafteinninn og hló mikið, eins og honum var Jagið; “því nú er greyið ljótari en hann var nokkru sinni áður!” “I stuttu máli, ef hann er nú fallegur í mínum augum, þá máttu ekki draga þá álykt- un af því að eg sé virkilega vond kona, ” hélt unga konan áfram. “Þú veizt mjög vel að mér þykir ósköp vænt um þig. Þar að auki veit eg nú fyrir víst að þér þykir vænna um mig en nokkurt gjálfrandi grey, þótt eg gæti ekki áttað mig á því fyrrum. ” “Og enn kemurðu með það, Lise!” —“Og þegar eg sá að þú varst viljugur til að senda hann í útlegð mín vegna, þá breytti það skoðun minni alveg . . . og eg rak hann út úr liúsi, aðeins fyrir að missa af tveimur eggjum, þar sem eggin frá mat- fangasalanum voru hreint ekki slæm. Það var lítilfjörlegt. Og þegar eg sá hvað fjar- vera hans bakaði þér milda hrygð, og sá livað þú reyndir að harka þetta af þér og láta ekki á neinu bera við mig, þá fór eg að iðrast fyrir alvöru. Mór var fyllilega al- vara. Ef eg liefði vitað hvar hundinn væri að finna, hefði eg farið, leitað að honum og komið með hann til þín, — te>Tnt Jiann fast a totum þér. Og nú þegar hann er lolcsins kominn aftur, þá þarftu ekki að óttast að eg sendi hann burtu aftur. Eg vildi bara að lionum gæti þótt eins vænt um mig og þig. Ileldurðu að það sé mögulegt?” “Hann mun bara tilbiðja þig. Láttu þér ekki detta annað í hug. Það er áreiðan- legt að nú verður það eg sem hefi orsök til að vera afbrýðissamur.” “ó, hvað við verðum þá hamingjusöm, öll þrjú saman!” sagði Lise og klappaði sam- an liöndunum af kátínu,, litlu, nettu hönd- unum, og leit til manns síns. Hún hafði rétt fyrir sér. Ajdrei hefir meiri friður og saklaus gleði ríkt á neinu lieimili, en í hvíta húsinu á hæðinni, er hund- urnn var kominn aftur. Zero, sem var mjög magur þegar hann kom, fitnaði fljótt og var nú líkur sjálfum sér, fyrrum, og með þægð sinni, viti og velvildar atlotum, Jijálpaði hann til að gjöra hjónin hamingjusöm, sem honum þótti nú jafn vænt um bæði. Það leit jafnvel út fyrir að honum þætti vænna um frúna; en maður hefir rétt til að ímynda sér að það hafi komið af kurteisi við kvenmanninn, því maður sá það löngum að hann leit til liús- bóndans eins og hann vildi segja: “Það er altaf þú sem mér þykiv vænst um. Láttu þér ekki detta neitt aimað í liug. En við verðum ætíð að smjaðra dálítið fyrir kvenfélginu.” Jean Pigault sá að Jiundurinn hafði rétt fvrir sér og datt aldrei í hug að kvarta. IX Afturkoma hundsins til Jivíta liússins varð bráðlega hljóðbær. Til þess hjálpaði Jeanneton með ákafa sínum og mælsku. Sagan flaug um allan bæinn Ilonfleur og út um nágrennið. Jeanneton þótti svo vænt um þennan vitra hund, þennan sendisvein sinn, ekki síður en liúsbændunum, að hún þagnaði áfdrei við að segja allra handa undrasögur af Zero. Matreiðslukonan Jeanneton hafði fremur litla landfræðilega þekkingu. Hún sagði alls- staðar að Zero hefði synt heim alla leið frá Sénégal, og til áönnunar því væri það, að liann hefði verið sjó-rennandi votur, þegar þær madaman og liún sjálf fundu hann við dyrnar. 'ril voru sjómenn, sem ekki trúðu þessari útgáfu af sögunni; þeir sögðu að það væri svo löng leið að ómögulegt hefði verið fyrir hundinn að ná sér í mat á allri þeirri leið, og vildu ekki trúa slíku afreksverki jafnvel af Zero. Margir fengu óstjórnlega löngun til að sjá þennan undra hund. Átta daga sam- fleytt var liúsið alt af fult af gestum. Spurn- ingarnar 'voru óenda^ilegar; menn :spurðu' “hvernig” og “liversvegna. ” Hvaðan kom hann? Hvert fór liann? Var það mögulegt að hann rataði alla þessa leið einn ? Pigault svaraði alt af því sama. “Spyrjið mig ekki að neinu, því eg veit ekki neitt. Hann fór og hann er kominn heim aftur, og okkur þykir mjög vænt um Það. Það er alt sem eg get sagt ykkur. Hveriiig hann fór að, það veit eg ekki. /Mér þætti vænt um ef einliver vildi skýra það fyrir mér, því eg skil það ekki sjálfur; og þarfnast því einmitt þessara upplýsinga, sem þið viljið fá. ■ Einmitt þessar upplýsingar fékk eigandi Zeros þegar hann átti sízt von á því. Það var einn dag að hann var á gangi með liundi sínum um skipakvíarnar; hundur inn fylgdi honum nú altaf eins og skugginn l'.ans. Þá stanzaði liann við ljósliúsið þar sem hann mætti Pierre Paris, sem var kaf teinn á skipinu Utile, falleg skonnorta, sem liélt sig í höfninni d’Isigny. Zero gekk beint að Jionum eins og liann þekti liann, án þess að sýna nokkur fleðu- læti þó, heilsaði honum á sína vísu. Mennirnir tveir, gamlir sjómenn, þekt- ust vel; höfðu oft fengið sér mat og drykk saman og rabbað rólegir á kaffiliúsum og víðar. Þeir fóru að tala saman. “Svo þú þekkir þá hundinn minn,” sagði Pigault eftir að hafa rétt hinum hendina. “Dálítið; það er að segja eg þekki hann og þekki hann þó ekki. En skil ekki hvernig hann getur verið með þér, úr því eg færði þér hann elcki sjálfur. “Eg þakka fyrir góðviljann, en það þýðir ekki að tala um það. Hann kom alveg einn,” sagði Pigault og hló liátt .og lengi. “Það máttu reiða’þig á. En viltu gjöra svo vel að segja mér Irvernig þú mættir honum?” “Það er nú skrítin saga. Hlustaðu nú á: Eg var búinn að vera sex vikur að Mar- selile, eg hafði farið þangað með smjör, þeg- ar eg mætti einn dag stýrimanni á skipinu Deux-Amis, sem hafði komið frá Sénégal. Hundurinn þinn var með honum. Hann var mjög niðurlútur, alveg eins óg maður, sem Jiggur illa á. Stýrimaður og eg fórum og fengum olckur hressingu á kaffihúsinu Orient. Hundurinn fór með okkur, auðvitað. Þegar við settumst niður, settist hann niður líka og liorfði á okkur eins og hann vildi segja: “Jæja, livernig er það með ykkur? Ætlið þið að stanza lengi ? Sjálfur vildi eg fara sem fyrst af stað.” Mér sýndist hann svo skrítinn og svip- urinn allur svo ygldur, að eg gaf honum sykurmola. Hann lagði trýnið á linéð á mér eins og liann væri að þaklca mér, og vildi segja: “Eg þakka þér.” “Er þetta þinn hundur?” sagði eg við stýrimanninn. “Hann er minn og elcki minn,” svaraði hann. “Það lítur út sem hann tilheyri öllum og engum.” “Hvernig er það?” “Það er mjög einfalt. Þegar við fórum frá Sénégal fylgdi hann sjómanni frá Hon- fleur, án þess nolckur vissi hversvegna. Sjó- maðurinn var annar stýrimaður á skipinu Deux Amis. Þðtta var einmitt mitt sldp. Þessi aðstoðar-stýrimaður var mesti hunda- vinur og kallaði á ‘hundinn, og hann fór með honum. En þessi maður, sem vildi hæna þennan hund að sér dó á liafinu utanvert við Gíbraltar. Þá varð hundurinn húsbónda- laus og tillieyrði núphum og éngum af skips- höfninni. Öllum þótti vænt um liann, því hann virtist bæði vitur og góðgjarn. Hann var jafn við alla; fór með hverjum sem var, lilustaði, horfandi, nusandi alstaðar eftir ein- hverjum; en fann ekki. Eg hefi aldrei séð neinn hund stara svo á þá sem komu, eins og þennan. En nú er nóg komið af masinu,” sagði kafteinn Paris, við leggjum af stað ó morgun til Oran. Eg má ekki missa eina mínútu meira. , . . þótti vænt um að sjá þig.” Þarna fór þá stýrimaður af skipinu Deux-Amis og hundurinn með lionum. Að minsta kosti leit svo út sem hann ætlaði ao fylgja honum; en það var samt auðséð, að hann var ekkert hrifinn af að vera með þess- um manni. Einni klukkustund seinna fór eg út á mitt skip. Þegar eg sneri mér við sá eg mér til undrunar að Jitli hundurinn þinn var á hælunum á mér. “Nú,” sagði eg við sjálfan mig, “hér er Iiundur, sem vill heldur fara til Normandy en Afríku.” Þetta virtist mér alt svo skrítið, að hann bað um far með þessu skipi, en svo rétt á eftir á öðru skipi, — framúrskarandi skrít- ið. Eg var viljugur að gefa lionum far með mínu skipi, alveg eins og hann liefði verið ineð hinu skipinu, Deux-Amis. Það leit ekkí út fyrir að það yrði erfitt að fæða hann. Það leit út fyrir að hann væri ánægður. Hann var kyr um borð með mér. Fjórum dögum seinna fórum við til Caen með olíu. Eg var stoltur af þessum nýja vini mínum. Mér þótti vænt um að geta lof- að honum að liðka sig á höfninni; en næsta dag var liann farinn án þess að hafa gefið nokkurn fyrirvara, og úr því eg vissi ekkert iivað af honuin varð liugsaði eg ekki ineira um ]iað, — gleymdi lionum alveg. En úr því banií kom nú liér í morgun með þér og lætur svo lítið að látast þekkja mig, þá var svo sem sjálfsagt að eg tæki kveðju Jians em kunn- ingi.” Um leið og kafteinn Paris sagði þetta, rétti liann hramminn (þessa stóru, þykku liönd) að Zero í annað sinn. Zero svaraði með því að rétta fram löppina. “Nú skil eg alt saman,” sagði Pigault, “eg sendi liundinn með kaftein Tantin.” “Með skipinu Jeune-Alix ?” “Einmitt með því; Tantin fór með mann til Sénégal. l>ar mætti hann mannin- um frá Honfleur, sem Jiann hefir þekt, og liugsaði sér að komast með honum lieim. Eft- ir að sá maður dó hefir hann fylgt hverjum sem var í von um að nálgast Honfleur. ” —“Og ef hann liefði mætt kafteini, sem var á leið til Kína, þá hefði hann eins vel farið með lionum. Það er mögulegt, eftir alt.” “Alt er hugsanlegt. Ef hann hefði far- ið þá leið, hefði hann farið alla leið í kringum hnöttinn, með einhverju móti; en eg er viss um það, að hann liefði ferðast tíu ár til þess að finna húsbónda sinn.” “Jæja; það mun vera rétt. Þú veizt að okkur þykir vænt um trygga hunda og þeim um okkur,” sagði kafteinn Paris af skipinu L’Utile. . . . En frá Caen hingað, hvernig hefir hann komist það?”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.