Lögberg - 07.04.1938, Qupperneq 7
JLÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 7. APRÍL, 1938
7
“Eg hefi ekki spurt hann að því, en eg
get hug-sað mér það. Hann hefir komið
tvisvar til Caen, og hann kom með mér til
Honfleur. Hann hefir hlotið að þekkja
þorpin og með sinni undrunarverð'u skynsemi
ratað af sjálfsdáðum veginn á milli. Það er
eftir alt varla tuttugu mílur eftir veginum,
og fyrir hann svo þrekmikinn og ákveðinn,
hefir ekki verið mikið að ganga það; hann
hefir sjálfsagt gert meiri þrekvirki um dag-
ana. En af því hann var peningalaus, hefir
verið erfitt fyrir hann að ná í mat. Honum
liefir verið úthýst alstaðar, og hann
var því nærri dauður úr hungri þegar hann
kom; en nú er hann búinn að ná sér, eins og
þú getur séð.”
“Já, eg gæti hugsað að honum þætti
vænna um eldhúsið þitt en mitt á skipinu
L’Utile og eg efast um að liann biðji mig um
far bráðlega aftur. ”
“Eg held, ábyggilega,” sagði Pigault um
leið og hann kvaddi kaftein Paris, “að Zero
og eg verðum á landi það sem eftir er dag-
anna.”
Þannig endaði saga þessa undraverða
hunds kafteinsins. Þegar tímar líða verður
hún sjálfsagt sögð sem munnmælasaga, en
aðaldrættirnir ættu að verða þeir sömu og
mínir.
Zero lifir enn, og er meðal vina sinna.
Þeir sem dvelja við baðstaðina að Villirs og
Honlgate og fara til Grace hæðarinnar, sjá
í garði livíta hússins, sem er nærri altaf opið,
fallegt barn, tveggja ára gamalt, ljóshært,
bjart yfirlitum, með rjóðar kinnar; það er
drengur, sonur kafteinsins. Hann er auð-
vitað lítill ennþá, en liann æyðir tímanum
býsna mikið við að toga í skottið og í eyr-
un á hundi, sem líkist ekki raunverulega
neinum öðrum hundi, — kynblendingur, —
það er Zero, dálítið gildari, dálítið feitari en
fyrrum, en sami tryggi vinurinn. Honum
þykir vænt um litla drenginn húsbóndans og
lofar honum að toga sig og hárreita fram og
aftur í það óendanlega. Stundum vill það
til að Pigault yngri vill fá sér sprett á hest-
baki; hann er óvanur en óragur. Hann fer
þá á bak Zero, sem er þægðin sjálf, og tekur
báðum höndum í hárið á reiðskjótanum, og ef
hann er smeikur um að detta af baki, þá tekur
liann bara um hálsinn á hundinum, sem hrist-
ir þá hausinn hægt, ef honum finst liann ætla
að hengjast. Og svo byrjar endalaus reið í
kring í garðinum. Surtla og Hvít eru enn
á rölti, og verpa ekki síður stundvíslega en
áður. Nú hafa kassarnir með hreiðrunum
verið færðir upp sex fet frá jörðu, svo Zero,
þessi varasami nánungi, nái ekki í þær. Þær
þykjast verða hræddar þegar hann sézt, og
fara þá að garga og flögra; en hann lætur
sem hann taki ekki eftir þeim; lítur ekki við
þeim.
Við einn gluggan á fyrstu hæð, situr Lise
og saumar ýmisljegt handa syni sínum og
brosir til kafteinsins, sem situr í skugga
skrautplanta nokkurra, niðursokkinn í að
lesa um það, sem blöðin segja um ýmislegt
f jær og nær, en getur ekki stilt sig um að
líta upp annað slagið og brosa, konu sinni
til samlætis, að ferðalaginu í garþinum;
ferðalagi vinanna tveggja, sem kafteinninn
elskar mest næst konunni. Það eru þeir
drengurinn snofri og hundurinn vitri.
ENDIR.
Athugasemd
Eg vil taka það fraim við þá af
vinum minum, sem óþolinmóðir hafa
beðið eftir þessum áramóta-vísum.
Að snjallast sé nú, að hætta öllum
fettum og brettum. Halda áfram
að éta mat og drekka kaffi, kaupa
og borga og lesa Heimskringlu og
Lögberg. Því óhugsandi er að þau
blöð eigi eftir að verða svt) til baka
haldandi, að ekki sé óhætt að gera
ráð fyrir því á prenti, að menn geti
jafnvel Ihér á þessari uppþornuðu
syndum spiltri eyðimörk orðið sex-
tugir og sjötugir: Ef þeir lifa svo
lengi ?
Engum þarf heldur að detta það
í hug að vísurnar þær arna hafi
lent í hendur ræningja, og framhjá
þeim hafi verið gengið af öllum,
nema hinum miskunnsama manni.
Og ekki lentu þær í slagtog Rúss-
anna við norðurheimsskautið — því
þá hefði þær hrakið til Grænlands
og orðið að taka “bossið” til Win-
nipeg? Nei, þetta er alt hugar-
burður, eða leirburður, og mér að
kenna. Eg sem sé skrifaði vitleysis-
lega utan á, svo bréfið lenti í dauða
póstinn. Og þar grafa þeir dauðu
dautt og og lifandi eftir ástæðum.
En þar sem páskatímabilið er byrj-
að og englarnir komnir til að undir-
búa upprisu-sýningu lífheimsins, þá
vildi svo vel til að þeir rákust á
vísurnar og komu þeim til skila, og
eg gat lagað utanáskriftina, eins og
þið sjáið á þessum línum. Þið vilj-
ið máske halda því fram að vísurnar
séu farnar að dofna, sem Áramóta-
vísur fyrir 2937 og 38? Og vil eg
þar hlíta ykkar úrskurði. En í
þetta sinn lætur maður áramóta-
vísu-árið byrja á vorjafndægrum.
Enda rímar þá nótt og dagur betur
en á jólum. Að svo mæltu vil eg
áskilja mér þann rétt í framtíðinni,
að mega yrkja Áramótavísur frá 21.
desember til 21. marz, að þeim dög-
um báðum meðtöldum? Svo vona
eg að ykkur öllum líði öðruvísi en
illa þangað til á jafndægrum að von.
Eða þangað til 21.-3.-1939.
Vinsamlegast,
/. /. N.
ÁRAMÚTA VÍSUR TIL
V/NA OG KUNNINGJA
Formáli
Eg er að verða Óðinn — ær —
Ofan úr haus og niður í tær,
Þjóta finn og æða óma
Út í lengstu fingragóma.
* 1 * #
Til Einars P. Jónsonar, ritstjóra
Þér eg sendi þetta nú,
Það er ekki’ af neinni trú;
Heldur bara ástar yl—
Áttu hans að finna til.
# # *
Til Stefáns Einarssonar, ritstjóra
Eg miðla þér nú mannlífsfræðum
Úr mínum braga ask:
Öllum þessum kraftakvæðum,
Sem kveðin voru í Sask—.
# # #
Til Magnúsar Bjarnasonar, skálds
Oft er svona óskin min
Um æfidaga forða:
Að kunna’ að grafa gæðin þin
f gildi minna orða.
# # #
Til Guttorms J. Guttormssonar,
skálds
Guttormur, er þakka þér
Þína skálda snilli,
Gjöfina, sem gafst þú mér,
Góðvilja og hylli.
# # #
Til Hclgu Stephansson, Steinunnar
Inge og Guðbjargar Johnson
Sendi eg út minn óskastein—
Engan mun eg græta;
Honum er ætlað mæðumein
Minna vina — bæta.
# # #
Til Ó. Sigurðssonar
Þina alúð að eg met,
Nú á að sanna;
Hana eg í sambönd set
Og sónia manna.
# # #
Til A. M. P. Jolinson
Yfir blindu augun þin
Unaðs geislar breiði
/Efi þinnar óska-lín,
Æsku vona heiði.
# # #
Til Ó. Péturssonar
Hvað sem vinir kærir þínir kunna’
að bjóða,
Yfir þig eg er að ljóða
Ánægju og heilla-gróða.
# # #
Bcen
“Höndin þin drottinn -hlífi mér”
Við heiminum alla jafna,
“Og nær sem þú mig hirtir hér”
Þá hirtir þú lika hann nafna.
# # #
A þessu herrans ári
Hér í vestri verða margir
Valmenn sjötugir;
í Winnipeg og út um ísland
Oftar sextugir.
# # *
Jólavísa
Af þvi þú ert, Einar minn,
—Um það spjallar heimurinn—
Bezta skáld sem uppi er,
Að undanteknum Gutta og mér!
Alt er frosið undan sól,
Alt er þýtt á móti sól.
Alt er dautt sem aldrei kól,
Alt er snautt sem helgar jól.
Unga skáldið
Ef þú heldur, asninn þinn,
Að ólæs stráka hvolpurinn
Gæti braga samið sáld;
Sýnst, en ekki verið skáld?
# # *
Hugtök hinna munaðarlausu barna
“Að eg skildi fá að fæðast,
Fyrir dugnað einhvers manns;
Þurfa að éta —þó og klæðast—
Það var “misteik” skaparans?”
# # #
Móður mál
Og ennþá vermir sólin,
Og á mig sólin skin;
Altaf ert þá, mamma,
Gæfusólin mín.
• # #
Til manna
Menn verði meira en góðir,
Menn þurfa að sjá og skilja,
Menn eiga að mannast hljóðir,
Menn skulu þrá og dylja.
# # #
Frcttir
í Wynyard ólgar áin Rín!
Ymsir bera á hálsi lín!
Fáir eru fyllisvín!
Flestir kunná’ að skammast sín!
# # #
77/ Dr. J. P. Pálssonar
Væri eg læknir, líkur þér,
Eg lifði í önnum;
Sliti þá með töng og tönnum
Tunguhöft af gáfumönnum.
# # #
Gömul visa
Rögnvaldur að “Fróni” forðum
Fjaðrir þandi.
Situr hann nú á sama gandi,
Sextugur, í heimalandi.
• • #
777 B. Guðmundssonar, tónskálds
Ekkert þér að enda ber.
Engu hefir þú lofað mér.
Nóg er þegar lánið lengist
Lífi, og gáfan ekki þrengist.
# # #
Til H. J. Halldórssonar
Ef eg væri vestur frá
Vanur þessu "hafti,”
Enginn leita þyrfti þá
Á þér, að axarskafti?
* # #
Til P. J. Normans, Betn. B. Bjarna-
son, og J. Ó. Normans
Litla ást til ykkar bar
Eg í þrauta-kreppum.
Oft hefir bennar fánýtt far
Fleytt óræktar seppum.—
“Þó er vægð” að vita: það
Verið hefir svona!
Nú er gott að glingra að
Gullum æsku vona?
Til S. S. Bcrgmans
Hermir ljóða-línan mín
Lendi hún hjá þér, góði;
Gjaman mun eg gullin þin
Geyma i mínum sjóði.
# # #
Glímdi ekki við Guð
í fáu líkur ísrael—
Æjfidaga nesti!
Glíman var við heimsku, hel,
Hræsni, fals og lesti!
* # #
Þegar eg verð sextugur.
Þið öfundið mig ekki
Af áratugum sex,—
Því sextugfölduð syndin
Á sjötugs aldri vex?
# * #
M óðins
Sumir telja svik og lygi
Sannleika á háu stigi?
. * # *
777 G. Þórarinssonar
Engar bætur eg fæ spurt,
Eða kæti-fréttir:—
“Rekkur mætur rýmdi burt,
Rústin grætur eftir.”
# # #
777 B. N. Árnasonar
Eg sé að vitið vemdar þig,
Og villu mun það hlífa.
Ef fjandinn skyldi skifta’ um mig,
Þú skalt hann sundur rífa.
# # #
Til Guðbrandar Guðbrandssonar
(í Þingvallabygð er hann nú
búinn að vera einstæðingur og
einbúi nálega 50 ár).
Ef lifir þú Guðbrandur einmana enn,
Þá ættu að sjálfsögðu guðir og
menn,
Að skammast sín fyrir skeytingar-
leysið;
Eg skil þá undan, sem vitja um
hreysið.
# # #
Svona gengur það
' Þar sem eymd og auðnuleysi
Alment kenna dagleg fræði,
Verður dauðinn hafður hægri
Hönd og lífsins æðstu gæði
# # #
777 /. ó . skálds frá Kaldbak
Eg vil bara játa nú—
Jóhann, ekki síður en þú:
Gauðrifuð þetta gæðaskinn
—Gerðuð , ónýtan spámanninn.
# # #
Til S. B. Benediktsson
Fremstur varst í fylking mót þeim
stóru,
Ferlegastur eins í trúar-róti!
Á þig báru ýmsir beitta klóru;
Altaf beitti Sigfús skalla’ á móti.
# # #
777 /. og G. Arnasonar
Finn eg heimahögum frá
hlýju til mín leggja;
Sumt af henni segja má—
Sameign ykkar beggja.
* # #
Til G. H. Finnsdóttur
Eg hefi hugað altaf að
Öllum þínum sögum.
Skyldi Gísla gruna það—
Gá að skónum*) mínurn?
*)S.br, “Græna skó“ Sjá ágæta
sögu eftir G. H. F. í jólablaði Lög-
bergs 1937.
# * *
Til stúlku
•Sannleikurinn særir þig,
Sízt má honum flíka.
Ef þú hefir elskað mig,
Þá elska eg þig lika.
# # #
777 hinna
Það er kjánaskapur að kyssa mig,
Hvað sem þið viljið nú reyna.—
Ef kerlingin skyldi skilja við mig,
Þá skiljið þið hvað eg meina
# # #
Koss og kross
Að gefa og þiggja gæfu koss
Eg góðlegasta jarðarhnoss.
Kunna’ að bölva beint, og kross,
Bænin svo að styrki oss.
# # #
Rauga hillan
Á þessum slétta þjóðaveg
Þekkist gott frá illu.
Margir fara, eins og eg,
Inn á ranga hillu.
Athugasemd
Með góðum hug og góðum vilja,.
Er gott að lifa, starfa, skilja.
Með góðum hug er gott að þreyja;
Með góðum hug er bezt að deyja.
# # #
Jarðar hrap
Á ið gamla, ætlar jörð
Enn á ný að hrapa.
Utanum sólu auka-gjörð
Úr því mun hún skapa.
Svona mun hún sólar brag
Saman árin stíma;
Lengstu nótt og lægsta dag
Lætur hún jólin ríma.
' * # #
Niðurlag
Sögu ekki segi eg lengur nú;
Sumu’ í henni mun eg leyna alla.
En lengri dagur,—líf mitt er og trú,
Svo ljóðið mætti dagrenningu kalla.
24.-12.—'37. Jak. J. Norman.
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiS fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (I hverju safni eru 6tal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber meO sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að aukl.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficlent
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhui/.en. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
OARKOTS, Half Dong Ohantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
COCUMBEIt, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IjETTUCE, Grand Hapids. Ijoose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready aíter the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popular white onion for cooklng or
pickles. Packet will sow 16 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficiént to sow 40 to 60 feet of
drill.
PUMPKIN. Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, Wldte Summer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixturc. Eaeily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet.
WHAT .TOY, A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced
BACHELOR’S BUTTON. Many mixtured of the old favorlte.
i t ... NASTURTIUM. Dwarf Tom
! ' K.w Thumb. You can never have
CALIFORNIA POPP . too rnany Nasturtlums.
prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mlxture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowering climb- brids.
ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Art ghades.
EVERbASTINGS Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
...” ’ Newest Shades.
mi*ed.
N0 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS Half Long Blood (Large PARlSNLPS, Early Short Round
Packet) (Large Packet)
CABBAGE, Enkhu.zen (Large *A™SH, „.^French ... Breakfast
CARROT, Chantenay Half Ixmg 1 PacTet). ^The
(Large Packet) early white summer table
ONION, Yellow Globe Hanvers, turnip.
(Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem
LETTUCE. Grand Rapids. This (Large Paoket)
packet will sow 20 to 25 feet ONION. White Piekllng (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.:
Nafn — ...............................................
Heimilisfang .........................................
Fylld ................................................